Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR 1917. 3 Pollyanna Eftir Eleanor H. Porter. Nancy flúSi út úr dyrunum í ofboöi, og gleymdi því aö hún hélt á fati meö nýbökuðum tíglakökum, sem hún kom inn metS. “Flugumar þínar?” spuröi ungfrú Polly undrandi. “VitS hvað áttu meö þessu? HvaSan koma þær?” “Já, góSa, kæra, Polly frænka, þær komu auSvitaS utanaS, þær komu inn um gluggana. Eg sá nokkrar þeirra koma inn.” “Þú sást þær koma inn? Áttu viS þaS, aS þú hafir opnaS gluggana, sem engar ljóshlífar voru fyrir?” “Já, Polly frænka, því þar eru engar ljóshlífar.” Nancy kom á þessu augnabliki aftur meS tigla- kökumar. Andlit hennar var mjög alvarlegt, en í meira lagi rautt. “Nancy”, sagSi húsmóSirin hörkulega. “Þú get- ur látiS kökurnar hérna, og farSu svo strax upp í her- bergi ungfrú Pollyönnu og lokaSu gluggimum. LokaSu dyrunum líka. Og seinna, þegar Iþú hefir lokiS viS morgunstörf þín, þá gengur þú inn í hvert einasta herbergi meS flugnasmellinn, og skildu ekki viS þær fyr en þú ert búin aS ná tþeim öllum.” ViS systurdóttur sína sagSi hún: “Pollyanna, eg hefi slkrifaS og beSiS um ljóshlífar fyrir gluggana þína. Eg veit mjög vel aS þar eiga aS vera ljóshlífar, og aS þaS er skylda mín aS útvega þær. En eg finn aS þú hefir alveg gleymt þínum 9kyldum.” ‘“Minum—skyldum?” Augu Pollyönnu stækkuSu til muna af undrun. “Já, þínum skyldum. Eg veit raunar aS þar er Jjeitt, en eg álít þaS eina af þínum skyldum, aS hafa gluggana lokaSa þangaS til ljóshlífarnar (koma. Eg skal segja þér, Pollyanna, aS flugur eru ekki einungis óþægilegar og óviSfeldnar, en þær eru lika hættulegar fyrir heilbrigSi rnanna. Þegar morgunverSi er lokiS, þá skal eg ljá Iþér bók, sem fræSir um þetta.” “Ó, kæra þökk, Polly frænka! Mér þykir svo undur gaman aS lesa.” Ungfrú Polly hóstaSi ögn, eins' og eitthvaS hefSi fariS öfugt ofan í háls.. Svo kreisti hún varirnar fast saman. Pollyanna horfSi á hörkulega andlitiS hennar og varS dálítiS vandræSaleg. “ÞaS var auSvitaS slæmt aS eg gleymdi þessari skyldu, Polly frænka,” sagSi hún afsakandi og dálítiS feimin. “En eg skal ekki opna gluggana oftar.” Frænka h'ennar svaraSi engu. Hún sagSi ekki eitt einasta orS á meSan þær neyttu matar. Þégar þær stóSu upp frá borSinu, gekk ungfrú Polly inn í dag- stofuna aS bókasikáp, tók úr honum litla bók og rétti systurdóttur sinni hana. “Hér er bókin sem eg mintist á, Pollyanna. GerSu mér þann greiSa aS fara til herbergis þíns og lesa hana þar. AS liálfri stundu liSinni kem eg upp til þess, aS líta eftir fatnaSi þínum.” Pollyanna leit á 'kápu litlu bókarmnar, og sá þar mynd af fluguihöfSi margstækkuSu. Hún leit efcki af því meSan hún svaraSi, frá sér nmnin af fögnuSi: “Ó, þúsund, þúsund þakkir, Polly frænka!” Svo dansaSi hún fjörlega út úr herberginu og skelti hurS- inni svo hart á eftir sér aS undir tók í öllu húsinu. Ungfrú Polly hniklaSi brýrnar og hristi höfuSiS. StóS svo kyr litla stund; gekk svo meS drotningarleg- um limaburSi þvert yfir herbergiS og opnaSi dvrnar. En Pollyanna var horfin ; hún heyrSi hana hlaupa meS hraSa mifclum upp loftstigann. Ungfrú Polly lokaSi dyrunum og gekk inn í stofuna aftur. Þegar hún hálfri stundu síSar, meS óraskanlega Skyldutilfinningu sjáanlega á öllunt andlitsdráttum sínum, gekk upp saina stigann og inn í iherbergi Polly- önnu, var tekiS á móti henni meS áköfum fagnaSar- ópum. “Ó, nei, Polly frænka, aldrei hefi eg lesiS neitt jafn sikemtilegt og fróSlegt á æfi minni. En hvaS mér þykir vænt um aS þú gafst mér þetta hefti. Hugs- aSu þér, eg hafSi engan gmu um aS flugur gætu boriS eins margt og mikiS á fótum sínum, og — —” “Já, þaS er gott,” greip Polly frænka fram í mi'kil- lát. “Nú, Pollyanna, nú getur þú rétt mér eina flík í einu af fötum þínum, svo eg geti litiS á þau: og þaS sem mér finst of lélegt fyrir þig aS nota, þaS getur þú gefiS t. d. Sullivans.” Pollyanna lagSi bókina frá sér, sjáanlega gegn vilja sínum, og gekk aS klæSaskápnum. “Eg er ihrædd um aS }>ér finnist þau lakari heldur en kvenmanna styfktarfélags konunum sýndust þau vera — og þeim 'sýndist þau vera svo léleg, aS þaS væri næstum skörnrn aS nota þau,” sagSi litla stúlkan, eins og hún færi aS afsaka fatagarmana sína. “En þaS voru aS eins hlutir fyrir drengi eSa fullorSiS fólk i tveimur síSustu kössunum frá trúboSsfélaginu — og, hefirþú nokkru sinni fengiS trúboSsfélags kassa, Pollv frænka ?” Ungfrú Polly leit til hennar ásakandi og þykkju- þrungnum auguni, og Pollyanna bætti strax úr þessu segjandi: “N'ei, auSvitaS hefir þú aldrei fengiS neinn, Polly | frænlka,” sagSi hún og roSnaSi. “Eg gleyindi þvi, aS ríkt fólk fær aldrei neitt slíkt. En sjáSu, þaS kemur fyrir aS eg gleymi því aS þú ert ri'k, iþegar eg er liér uppi í litla 'herberginu, eins og þú skilur.” Ungfrú Polly leit grunsamlega til hennar og ætlaSi aS svara, en af því varS |x> ekki. Pollyanna, sem 'ekki vissi aS hún hafSi sagt nokkur óviSfeldin orS, flýtti sér aS bæta viS: “Nei, eg ætlaSi aS segja þaS — aS maSur veit al- drei ihvaS er í þessum trú'boSsfélags kössum, nema þaS, aS maSur finnur ekki þjaS siemi maSttr mes't þarfnast — þó maSur hafi haldiS aS maSur fyndi þaS. ÞaS voru líka ávalt þessir trúboSsfélags kassar, sem var svo erfitt aS leika um, fyrir pabba og —” Nú mundkPollyanna alt í einu, aS hún átti ekfci aS tala um paltba sinn viS frænku sína. Þess vegna sn'eri hún sér aS fataskápnum, hvarf inn í hann snöggvast, og kom svo út aftur meS alla fátæklegu 'kjólana sína í fanginu. “Þéir eru efcki sérlega fallegir,” stamaSi hún, “og þeir hefSu átt aS vera svartir; og eg hefSi líka fergiS svartan fatnaS, ef rauSi gólfdúkurinn handu kirxjunni hefSi ekki komiS í veg fyrir þaS ; en eg á énga aSra.” Ungfrú Polly sneri og sneri 'hinum ýmsu flýkum, en snerti þær aS eins meS fingurgómunum. Hún hélt þeim upp viS birtuna og fitjaSi upp á nefiS. Þær voru allar mjög lélegar, og þaS var auSséS aS þær voru ekki saumaSar handa Pollyönnu. Svo fór ung- frú Pollyanna aS skoSa bættu léreftsfötin og nærfötin í kommóSuskúffunni. “Eg er í þeim beztu,” sagSi Pollyanna áköf. “Konurnar í kvenmanna styrktarfélaginu keyptu al- veg nýja samstæSu handa mér. Frú Jónas — hún er forstöSukona félagsins—húti hugsaSi, aS þetta skyldi eg fá, þó þær yrSu aS rölta um bert kirkjugólfiS alla æfi sína. En þaS liggur nú ekki fyrir þeim. Því hr. White getur ekki þolaS þann hávaSa. Hann hefir svo veikar taugar, segir kona lians, en hann á peninga li'ka, og þær halda aS hann muni gefa rnikiS af þeirn til aS kaupa fyrir gólfdúkinn — tauganna vegna, eins og þú skilur. Eg hfeild sannarlega aS hann megi vera glaSur aS eiga svo mikla peninga, fyrst hann hefir þessar veiku taugar, er IþaS ekki? Heldur þú þaS ekki lika?” IÞaS leit ekki út fyrir aS ungfrú Polly hefSi heyrt ihvaS hún sagSi. Hún hélt áfram aS skoSa flíkurnar; svo sneri ihún sér aS Pollyönnu og spurSi alt í einu: “Þú hefir auSvitaS gengiS i skóla, Pollyanna?” “Já, Polly frænka. Og auk þess las pa.— eg meina.j las eg heima lika.” * Ungfrú Polly hniklaSi brýrnar. “ÞaS er gott. Þú verSur auSvitaS aS ganga á skóla hér. Skólastjórinn, hr. Hall, nnm rannsaka i hvaSa! bökk þú átt aS vera hér. En á meSan held eg þaSj væri heppilegt, aS þú læsir hátt fyrir mig hálfa stundj á degi hverjum.” “Ó, mér þykir svo undur gaman aS lesa. En ef þér likar síSur áS hlusta á mig, þá get eg lesiS út af fyrir mig, Polly frænka. Og þá þarf eg ekki aS gera mér n'eitt ómak til aS vera glöS, því aS lesa er bezt . af öllu — og helzt út af fyrir mig, eins og þú skilur.l því þegar eg 'kem aS löngu orSunum —” “Já, þaS efast eg ekki um,” svaraSi ungfrú Polly: kýntin. “Hefir þú lært 'hljóSfæraslátt ” “Nei, mjög lítiS. Mér geSjast ekki aS hljóSfærasöng — þaS er aS segja, þegar eg á sjálf aS framleiSa hann — en mér líkar hann vel þegar aSrir leika. Því eg liefi lært aS leika ofurlítiS á pianó. Ungfrú Gray — sú sem leikur á orgel — hún kendi mér þaS. En eg iheld aS þaS sé rétt aS eg hætti viS þaS. Já, eg held þaS sannarlega, Polly frænka.” “Mjög sennilegt,” svaraSi ungfrú Polly og lyfti augnabrúnunum hátt vupp. “En eg álít þaS samt sem áSur skjddu mína, aS þú fáir tilsögn í hljóSfæraslætti. Þú kant auSvitaS aS saurna?” “Já, Polly frænka.” Pollyanna stundi þungan.j “Eg lærSi aS sauma hjá konunum í kvcnnianna styrkt-J arfélaginu. En, svei! ÞaS voru voSalegir tímar. Af j þvi frú Jónas, hún vildi ekiki aS eg héldi nálinni eins og hinar vildu aS eg gerSi, þegar eg saumaSi hneslu og frú Wiite vildi aS eg lærSi afturspor áSur en egj lærSi aS brydda, en þaS vildi ekki ungfrú Harriman. og þær komu sér aldrei saman, svo eg vissi aldrei hvaSI eg átti aS gera.” ( “Já, þú lendir ekki í slíkum vandræSum nú, Polly- anna, því eg ætla sjálf aS kenna þér aS sauma. F.n; aS eldá eSa búa til nokkura tegund matar, kant þú líklega ekki ?” Pollyanna hló ánægjulega. “Þær voru einmitt byrjaSar aS kenna mér þaS. núna í sumar, cn eg var litiS búin aS læra. Þ'eim koni lí'ka jafnvel ver saman um þaS, en um aS sauma. Þærj vildu býrja á aS kenna mér aS báka brauS; en engin j;eirra hafSi sömu aSferS, svo j>ær spjölluSu, þrættu og rifust allan þann tíma sem ætlaSur var matartilbún- ings'kenslu. En svo komu jœr sér saman um aS kenna mér þaS eftir röS — eina viku hver, fyrri hluta dags — í þeirra eigin eldhúsum, eins og þú skilur. En eg lærSi aS eins aS búa til súfckulaSbúSing og rúsínukökur, þvi j>á varS pa — já, eg meina aS eg varS aS hætta." Röddin skalf dálitiS jægar hún sagSi síSustu orSin. “SúkkulaSbúSing og rúsinukökur,” sagSi ungfrú Eolly háSslega. “Já, þaS var skemtileg tilsögn.” Hún sat og hugsaSi sig um eina minútu eSa tvær, svo bætti hún viS ofur hægt: “Klufckan níu á hverjum morgii lest þú ihátt fyrir mig í hálfa stund. ÁSur en J>ú byrjar á því, notar þú tímann eftir morgunverS til aS laga til í þessu herbergi. MiSvikudaga og laugardaga aS lestr- inurn loknum, áttu aS vera í eld'húsinu hjá Nancy og læra aS sjóSa og búa til mat. Fyrri hluta hinna dag- anna saumar ]>ú hjá mér. SíSari hluta daganna æfuni viS ókkur svo viS hljóSfæraleik. Eins fljótt og eg get, skal eg útvega þér kennara viS hljóSfærasöng.” Svo stóS hún upp af stólnum. “Já — 'en — Polly frænka, Polly frænfca — j>egar eg á aS gera alt Jætta allan d'aginn, hvaSa tíma get eg þá variS til aS — lifa?” “Lifa, barn? ViS hvaS áttu? Eins og þú sért ekki alt af lifandi?" “Jú, eg dreg auSvitaS andann og lifi aS því levti, meSan eg geri alt lj>etta. Polly frænka, en þaS er ekki aS lifa fyrir alvöru. Þú dregur líka andann meSan J>ú sefur, 'en þú lifir ekki þá. ViS aS lifa á eg viS þaS, aS gera ]>aS sem mér Jiykir gaman: leika mér úti, lesa skemtilegar bækur — fyrir sjálfa mig auSvitaS, klífa upp í tré, tala viS gamla garSytkjumanninn og Nancy, og kynnast öllu hér í nágrenninu, fólkinu, húsunum og öllu í litla, fallega sveitaþorpinu, sem eg ók i gegn um í gær, þegar eg kom frá stöSinni. ÞaS er þetta, sem eg kalla aS lifa, Polly frænka. AS d'raga andann aS eins og vera til er ekki aS lifa.” Ungfrú Polly hristi höfuSiS óþolinmóS og gremju- lega. “Þú ert j>ó undarlegt barn, Pollyanna. AuSvitaS færS þú viSeigandi tíma til aS leika þér. En mér finst i sannleika, aS þegar eg er fús til aS gera skyldu mína meS þvi, aS sjá um aS þér líSi vel og aS þú fáir gott uppeldi og góSa .tilsögn, þá 'eigir ]>ú aS gera skyldlu þina meS því aS gæta þess, aS þessari umhyggju minni sé ekki eytt árangurslaust handa ójx>kkalátum.” Pollvanna var sjáanlega s'kelkuS. “Ó. Polly frænka, eins og eg gæti nökkru sinni veriS þér ój>akklát, góSa, mér þykir svo undur vænt um þig, Polly frænka — þú ert heldur ekki ein af kon- rnum í kvenmanna styrktarfélaginu, — þú ert móSur- ■syV '>• mín.” g “Gott, láttu ]>á sjá aS þú verSir e'kki óþakklát,” svaraSi Polly frænka og sneri sér viS til aS fara. Hiún var aS eins komin hálfa leiS ofan stigann, þeg- ar kallaS var á eftir henni meS skærri barnsrödd: ENDINQ f£8R (/ARy Í ,NADA °ON»tO HINAR M1K.LU EATON’S Verksmiðjur sem standa á legt ; v. *. . •: m\ # s V -• •«N , t ' •*' M / ■.V. þ. WT. . i ssgsainijív bak við EatOns búðirnar hafa gert oss það mögu- „x n;/.xa marga þ]uti með ótrúlega lágu v e r ð i á miðs- vetrar verðskrá vorri. Það er bók, sem þér ætt- uð að uá í. Hinir t v e i r fögru kvenbún- ingar, sem sýnd- ir eru framan á kápunni eru ágæt sýn- ishom af þessum kjör- kaupum og sýna mjög vel hversu hægt er aS spara' péninga meS því aS kaupa þær vörur sem sýndar eru í bók- inni sjálfri. Kvennær- föt, karlmanna, kvenfólks og bama búningar, skór og stíg- vél. Húsmunir og sérstakir hlutir úr öllum deildum, eru sýndir svo aS þeir fylla hinar 56 blaSsíSur meS þaS sem vert er aS.lesa, og hvaS af j>essu, sem keypt er sparar pen- inga . Nú er tíminn til þess aS hugsa um framtíSin.a ákveSa hvers er þörf og kaupa eftir miSsvetrarsölu verSskránni og láta hvern einasta dal sem eytt er spara peninga. að 9 J. r.%s Vér höfum sent út meS pósti miSsvetrar-sölu v'erSskrá vora. HafirSu ekki fengiB hana, þá skrifaSu oss og biddu um hana; sendu nafn þttt og áritun. PO»r*CE *wl r<r c-; l».v «««: «sk •r * KESSt issits s.»« ««• Hvcr dollar scm þú kaitpir fyrir á vorri árlcgu miSsvelrar- sölu sparar þcr peniitga. T. EATON C<? WINNIPEG limited CANADA hú getur fcngið ciutak af Miðs- vctrar-Verðskrá vorri ef þú biður tim ha-na—skrifa. Heilbrigði. Mjolk Eftir Philip B. Havuk Ph.D. kennara í HfeSlis- og efnafræSi viS Jefferson læknaskólann í Philadelphia. (NiSurl.) Fcr það cftir aldri o</ þyuc/d hversu mikla mjólk vir þufum? ÞaS er venjulegt aS taka tillit til lífcams]>yngdar ]>egar veriS er aS reikna út hversn mikiS j>urfi af hverri fæSutegund fyrir sig. Þetta er auSvitaS alveg rétt aS hugmynd- inni til: en ]>egar læknir hefir und- ir hendi mann sem er 90 pund aS þyngd, sem borSar helmingi meira en konan hans, sem er 200 pund, ]>á verSnr jæssi regla léttvæg. Mjólk er eðilegasta fæða, sem til er fyrir börn. og Ihvert meSal- barn getur haft not af langt um meiri mjólk fyrir hvert pund af 'líkamsþyngd en fullorSinn mann- eskja, sérstaklega ef þaS er gamal- menni. En mjólk ier góS fæSa hvernig sem á er litiS; hún er EeSi matur og drykkur. Hvcniq hagar móÖurmjólkiu sér í maganum? Svo aS segja undir eins, ]>egar móðurmjólkin kemur í magaun, yztir hún ]>ar; orsakast ]>aS af efni sem ystiefni (rennin) heitir, og áður er nefnt. YstiefniS vinnur í þessu tilfelli eins og þaS vinnur á kúamjólkina. En munurinn á draflanum er mjög mikill. Vökvinn i kring um draflann úr móStirmjólkinni sem kallaður er tuysa, er rnjög gruggngur, þvi sérlega ólikur hinni ljósleitu eða strágulu mysu úr kúamjólkinni. Eins og skýrt var fvr er draflinn úr kúamjólkinni stórstykkjóttur, seigvir, hvitur, en úr móSurmjólk- inni er hann afar fingerSur, mjúk- ur og linur, gulleitur aS lit og mjög auSmeltur. hví er haldiö fram, aif Búlgarar séu langlífari en annaö fólk fyrir þá sök. aö þeir drckka mikiö af súrri mjólk. Er þaö satt? Metchni'koff hás'kólakennari, er nýlega lézt í Paris, hélt því fram, aS þetta væri. ÞaS var skoSun hans, aS etiurefnin, sem myndast af vissum gerlum ('rotnunargerl- um) í innýflum manna. stytti ald- ur manna. í súrri mjólk er önnur tegund gerla (mjólkursýrugerlar), sem draga úr áhrifum hinna hættu- legu tegunda. Þáð var kenning Metrhifikoffs, að með þvi aS drekka súra mjólk, væri dregiB úr vexti þessara eitur- efna og þannig yrði þaS til 'þess aS lengja lifiS. Þiví miður hefir það verið sann- að, að þessir mjólkursýrugerlar þrífast betur i efri parti innýfl- anna, 'en eiturefni myndast af gerl- um i lægri partinum. Auk þess eyða eiturtegundir i maganum heil- miklu af mjólkursýrugerlum, þeg- ar þeir myndast. Þiess vegna er iþað, að hugmynd Metchnikoff er ekki að öllu leyti sjálfri sér sam- kvæm. Þvi hefir verið haldiS fram, aS hin góSu áhrif súrrar mjóllkur séu miklu meira aS þakka aS eins mjólkinni sjálfri en nofckru eitri eða gerlum sem i ihenni eru. Er erfiöara aö melta rjóma cn ntjólk? Það aS mikil fita sé i mjólkinni breytir meltanleik hennar i tvennu tilliti. í fyrsta lagi fer mjólkin úr maganum seinna ien ella: og i öðru lagi er draflinn mjög ólíkur þvi sem hann er úr venjulegri mjólk Ef vér drekkum nýmjólk meS hér um bil 4% af fitu, þá myndast hinn stórgerði, harði. seigi drafli, sem áSnr var lýst. Ef vér bætum rjóma viS mjólk- ina nógu miklum til þess aS i henni verSi 20%, þá mvndast ekki jæssi harSi drafli, en i staS hans mynd- ast samgert hlaup, lint og mjúkt, sem meltist án þess aS nokkur drafli myndist. AS eins myndast nokkurs' konar draflalíki örfint. Mjólk sem er 20% og 40% rjómi, er ekki sérlega góS fæSa fyrir m^Salmaga, ef mikils er neytt af henni. Ýmisleet bendir til ]>ess. aS j mjólk meltist betur þegar viS hana er blandaS brauSi. Sé ögn af salti látiS í mjólk, þá meltist hún betur, en sé mikiS salt látiS i hana, melt- ist hún seinna. Frá Islandi. Skipið Flóra segir Lögrétta að bafi verið stöSvaS af ]>ýzkum kaf- báti skamt frá Noregi, Hafi skip- stjóri spurt hvaS flytja ætti á skip- inu aftur frá íslandi. KvaS Floru- skipstjórinn það vera kjöt til bæj- arstjórnarinnar i Christjaniu og lét hann sér það nægja og slepti skip- inu. Bæjarstjómin h'efir lagt til land undir loftskeytastöðina. Hún er bygð á Skildingan.melnum og verS- ur einlyft úr steinsteypu 17x10' metrar á stærð, með dálítilli út- byggingu. Til Danmerkur hafa verið send- ar tnargar prufur af íslenzkum kolum og segist efnafræSingum svo frá, aS þau fari mjög batnandi eftir þvi s'em innar kemur i nám- una. Lögrétta frá 27. Nóv. segir tíö- arfar frábærlega gott. SumarveS- ur um þaS levti. Nýlega eru látnir Samson Gunn- laugsson á IngunnastöSum i Geira- dal, hálfsextugur, og Rrynjólfur Jónsson á 1 Iroddanesi i Stranda- sýslu. mesti bændasköruugur á sex- tugsaldri. Tímarit VerkfræSingafélags ís- lands hefir IÁ>gbergi veriS sent. ÞaS er þriðja hefti fyrsta árs. Er þetta allstórt rit og vel vandað. 1 þessu hefti eru ritgerðir á ís- lenzku, ensku, þýzku og dönsku. Þar er ritgerð um mæling Reyfcja- víktirbæjar 1915 eftir Ólaf Þor- steinsson verkfræðing (h isenzku) : sama grein á ensku. Um vitamál á íslandi eftir Þorvald Krahlæ verkfræðing (á dönsku), löng rit- gerð og ítarleg með myndum af vitanum á Vestm.eyjum, Reykja- nesi. Dyrhólum, Rifstanga, við Svörtuloft og Grimsnes. Auk þess er strandkort af ís- landi þar sem allir vitar eru sýnd- i greinilega: sama ritgerS á þýzku. Ritgerð um Vélstjóraskóla íslands eftir M. E. Jassen skólastjóra (á dönsku) og stutt grein um loft- skeytastöðina í Reykjavík, siem birtist i þessu blaði. Bitar. Eftirfarandi bitar voru veiddir upp úr “grautnum” hans Rögn- valdar i síðustu Heims'k. “V'ér teljum alt opinberun og inn- blástur, sem að heiman kemur, þar sem margt mikílu fremur iná heita uppblástur. Sumt af því sem taliS er hinar skírustu bókmeutir, er blátt áfram barnaiskapur og samsetningur og engu merkara en haft er við lestraræfingar i 3 og 4. bekk alþýðuskólans hér."—Rögnv. Pétursson. “Skáld, og rithöfundar og spá- menn fæSast nú svo ört og margir með ári hverju heima. aS tæpast verður því trúaS, að allir hafi þeir allar tennur i gómi."—Rögnvaldur Péturson. "Þessu ('bókmentum hehna) er svo verið að hani]>a og halda aS oss um leiS og annað tveggia er gert, þagað við því sem hér er gert, eða rejTit er aS litílsvirða ]>aS og ó- frægja.”—Rögnv. Pétursosn. “Mér finst vér ættum að skoða oss of stórt fólk til þess að hlaupa upp til handa og fota yfir hverju sem er, komi þaö að eins að heim- an, eins og þar isitji allir speking- amir.”—Rögnv. Pétursson. “Að ganga i fjöru (1 islenzkuni i bókmentum) og róta við hverjti ís- hroSi, sem 'liingaS flýtur og tina úr þvi reköld og sprek sér til andlegr- ar uppbvggingar, er sannarlega að velja sér fiskihjall að musteri og kjósa anda sínum hreistur i stað fjaðra og ugga í stað vængja.”— Rögnvaldur Pétursson. “KappsmáliS mesta hvarvetna á öllum tímum ;etti aö vera að stuðla sem mest að samhug milli þjóðar- innar, og þegar eg segi ]>jóSar- innar, ]>á nefni eg þar alla íslend- inga, hvar i heiminum sem ]>eir búa.”—Rögnv. Pétursson. Hlýindin og samhugurinn í ]>ess- um klausum prestsins virSist liggja nokkuS “djúpt”; til þess þarf bæði “ugga" og “hreistur” að geta synt eftir ]>eim. — Gaman að bera það sem hér er að ofan saman viS ]>aS sem sami höf. hefir ritað í Heims- kritiglu og 'Heimi áður.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.