Lögberg - 08.02.1917, Side 4

Lögberg - 08.02.1917, Side 4
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR 1917 I'ogbnq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mawn. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Lltan&tkrift til blaðsins: THE 00LUS18IH PRESS, Ltd., Bo* 3172, Winnipag. Ma»1- Utanáslcrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, M&n. VERÐ BLAÐSINS: »2.00 um árið. W. H. Paulson. Eini íslenzki þingmaðurinn í Saskatchewari var kjörinn til þess að svara hásætisræðunni í Regina þinginu 29. janúar. Láta blöðin mikið af því hversu vel honum hafi mælst. Hér er útdrátt- ur úr ræðunni: “Eg vil byrja mál mitt með því að þakka þá virðingu sem mér hefir verið sýnd með því að velja mig til þess að svara hásætisræðunni. Fær þetta mér sérstakrar ánægju fyrir þá sök að eg veit, að það val hefir ekki verið gert með tilliti til minna persónulegu hæfileika, heldur vegna þess þýðingarmikla kjördæmis, sem eg hefi þá virðingu að vera fulltrúi fyrir á þingi.---— Ýmislegt hefir skeð sem snertir þetta þing siðan það kom saman seinast, sem eg verð að minnast á. þar á meðal er fráfall Alexanders Smith þing- mannsins frá Moosomin og S. Spencers Page þingskrifara. Báðir þessir fulltrúar nutu mikillar virðingar alls þingheims; báðir höfðu þeir leyst af hendi langt starf og vel unnið í þarfir þessa fylkis, hvor í sínum verkahring. Fráfall þeirra beggja er stórskaði ekki einungis þessu þingi, held- ur þjóðinni í heild sinni. Finst mér sem sam- hrygðarvottur ætti að vera sýndur vandafólki þein-a frá þinginu. Fylkisstjórirm mintist þess með söknuði að forsætisráðherra vor Walter Scott hefði heilsunn- ar vegna orðið að láta af því mikilsverða embætti, er hann skipaði. Sá söknuður er almennur meðal allra fylkisbúa; þess er eg fullviss; söknuður sá er ekki bundinn við liberalflokkinn eingöngu ; hann er miklu víðtækari. par hafði fólkið fundið mann, sem það vissi að það mátti treysta. Hann átti því láni að fagna sem fáum hlotnast að ávinna sér uúdantekningarlausa tiltrú allrar þjóðarinnar í fylkinu. Einlægni og drenglyndi Walters Scott og áhugi hans fyrir velferð þjóðarinnar og fylkis- ins hefir aldrei verið dregið í efa. Hin undraverða skarpskygni hans og skýri skilningur á öllum op- inberum málum hafa ávalt unnið honum aðdáun þeirra, sem honum hafa fylgt. Hann virðist hafa íesið ofan í kjölinn hvert einasta atriði, jafnvel áður en það kom til orða eða umfjöllunar. Hann var maður á undan samtíð sinni að mörgu leyti og sannur þjóðarleiðtogi. Saskatchewan fylki eins og það er þann dag í dag með öllum sínum mörgu framfarastofnunum og framkvæmdarfyrirtækjum aðeins eftir ellefu ára tilveru, er dýrðlegur minn- isvarði hinu pólitíska lífsstarfi Walters Scatt. Minst var í hásgetisræðunni á ríkisstjóraskiftin í Canada og er eg viss um að þeim orðum eru allir samdóma í þinginu. Vér söknum mjög burtfarar þeirra hertogans af Connaught og konu hans. pess er vert að minnast að það sýnir hyggindi brezku stjórnarinnar í liðinni tíð, hversu ágætir menn hafa verið til þesS valdir að skipa sæti kon- ungsfulltrúa hér í landi. Hafa þeir ávalt sýnt mikinn áhuga og djúpa hluttekningu í málum þjóðarinnar og kjörum hennar og beitt áhrifum sínum á þann hátt að landi og þjóð hefir orðið til mikillar og varanlegrar blessunar. Hefir þetta efalaust stuðlað mjög að því að binda fastar og innilegar vináttu böndin milli Canada og móður- landsins. Sérstaka ástæðu hefi eg persónulega til þess að geyma í huga mér hugljúfar'endurminningar um einn ríkisstjórann, það var Dufferin lávarður, því hann gekst sjálfur persónulega fyrir því að landar mínir fluttu til Vestur-Canada fyrir fjöru- tíu árum. Sjálfur hafði hann áður dvalið sumartíma á ættjörðu vorri, og þegar hann ferðaðist um Vest- ur Canada sem ríkisstjóri, þá lagði hann krók á leið sína norður að Winnipegvatni, til þess að heimsækia innflytjenduma nýkomnu frá landi miðnætursólarinnar. Hann flutti þeim orð hug- hreystingar og ráðlegginga, og voru þau orð löngu síðar geymd sem helgidómur í þakklátri hugsun hinna aldurhnygnu frumbyggja. Hinn nýkomni ríkisstjóri, hertoginn af Devon- shire, sem er sá ellefti í röðinni frá því þetta ríki var stofnað, mun ekki verða undantekning frá reglunni, um það eru allir sannfærðir. Og veit eg það með vissu að fólkið í Canada býður hann hjartanlega velkominn. Minst var á það í hásætisræðunni hvílíku tapi bændur hefðu orðið fyrir sökum ryðs og hagls. Er þetta vissulega mikið sorgarefni, ekki einungis fyrir einstaka bændur, sem fyrir tjóninu urðu, heldur einnig vegna þess hvílík þörf er á fram- leiðslu til þess að geta flutt sem mest af vistum til Stór-Bretlands og bandamanna þeirra. Bænd- ur vorir eru ekkBvanir háu verði fyrir vörur sín- ar. í ár hefir þó verið undantekning frá þeirri reglu og er tapið af þeim ástæðum enn þá tilfinn- anlegra fyrir þá er alt hafa mist. Hið mikla og óvenjulega tjón af hagli í ár hefir haft það í för með sér sem við mátti búast; en því hefir líka fylgt staðhæfing, sem vægast sagt er ósanngjörn. Haglábyrgð sú sem hér hefir verið að undan- förnu hefir gefist einkar vel. Tap hefir verið til- tölulega lítið og alt borgað og var varasjóður í stöðugum vexti, þrátt fyrir það þótt ábyrgðargjald væri látt. Allir dáðust að þessu fyrirkomulagi og fjÖIgaði þeim héruðum árlega, sem þessa reglu tóku upp. Sumir andstæðinga vorra vöruðu fólk- ið við því að þakka stjórninni fyrir það hversu vel þetta reyndist. peir héldu því fram með miklum f jálgleik og ákafa að bændumir hefðu sjúlfir kom- ið þessu á og ættu því eingöngu sjálfum sér fyrir að þakka; stjórnin hefði þar alls engan þátt átt í, að öðru leyti en því að samþykkja lögin sem heimiluðu sveitunum að reka þetta starf. Eg var á sama máli og þessir menn. Stað- hæfingar þeirra voru hér um bil ein réttar og sanngjarnar og mögulegt var að búast við, þegar það var tekið til greina hvaðan þær komu. En eftir að hinir voðalegu haglstormar höfðu dunið yfir Saskatchewan í fyrra sumar og það kom í ljós að peningar þeir sem haglábyrgðar nefndin hafði yfir að ráða mundi aðeins nægja til þess að borga 40% til 50% af kröfunum fyrir tap, þá skeðu tákn og stórmerki; þá dundu yfir and- legar þrumur og eldingar. pessir sömu menn fundu það út alt í einu að þetta var stjómar- ábyrgð, og að stjómin bar ábyrgð á borguninni. Eg þarf tæpast að skýra þinginu frá því, að nú hætti eg að verða þeim samdóma. pað hefði verið alveg eins sanngjamt af þeim að kenna stjóm- inni um haglið og láta þar við sitja. “Hvemig lýst þér nú á stjórnarábyrgðina?” glymur við. hjá þeim, í hvert skifti sem þeir mæta manni, sem hefir tapað allri uppskeru sinni. peir bera litlar áhyggjur fyrir bóndanum, en gleði þeirra á engin takmörk yfir því ágæta tæki- færi, sem komið hafi upp í hendur þeirra til þess að snúa hugum fólksins á móti stjóminni.. Orðin tóm kosta ekki mikið. Oss pólitískum mönnum er hætt við að tala markleysu öðru hvoru; en bænd- umir í Saskatchewan eru engin flón; þeir skilja sitt eigið haglábyrgðar fyrirkomulag; eg hefi þess órækar sannanir í mínu eigin héraði. Margir hafa þar orðið fyrir stórskemdum — hafa tapað allri uppskeru sinni og eiga þess vegna við erfið kjör að búa. En það hefir ekki nein áhrif á skoðanir þeirra. peirra heilbrigða skynsemi hefir ekki orðið fyrir hagli. Eg er viss um það herra þingforseti að breyt- ing á haglábyrgðarlögunum, sem gerir verndina ákveðnari, verður samþykt af fólkinu yfir höfuð með fögnuði, og vildi eg eindregið mæla með því að stjórnin hlypi undir bagga með sveitafélögun- um, til þess að tapið í fyrra verði að fullu greitt. Lán í þeim tilgangi mætti fá með héraðaábyrgð, sem stjómin stæði á bak við. Eg hefi ástæðu til að ætla að sveitahéruðin mundu fús til að takast í fang slíka aðferð, ef þau hefðu vald til þess. Annað atriði í sambandi við haglábyrgðina mætti athuga, sem er eins alvarlegt og tapið sjálft. pað em vonbrigðin sem orðið hafa og valdið geta því að menn leggi árar í bát. pað sem fyrir kom árið sem leið getur orðið til hindr- unar öðrum samvinnufyrirtækjum, sem nú eru í bernsku og jafnvel í fæðingu meðal bændanna, t. d. fyrirtæki komræktenda félagsins. pau óhrif vil eg telja alvarlegust. Eg geri mér miklar vonir um framfarir fyrir samtök bænda og bænda- * kvenna, bæði að því er umbætur snertir í félags- lífi og verzlunarlegum hagsmunum í fylkinu. Bændur ættu að fá alla mögulega uppörvun og aðstoð sem þing og stjóm getur af hendi látið. Ekki svo að skilja að eg æski neinnar löggjafar fyrir þeirra hönd, sem setji stein í götu annara flokka vor á meðal; ekki svo að skilja að bóndinn sé mér neitt kærri en maðurinn við búðarborðið eða á skrifstofunni eða maðurinn á verksmiðj- unni eða maðurinn á götunni; en bóndastéttin er sú sem öll vor framtíð hvílir á; á velferð búnaðar- ins í Vestur Canada hvílir allur framtíðarhagur þessa lands hér vestra; allir kraftar, öll hamingja og blessun komandi kynslóða. Samvinna er hin veraldlega sáluhjálp bændanna í vesturlandinu; þeir eru nú komnir á rétta leið og þætti mér það illa farið ef þeir viltust af leið á skakkri stöð. Vér megum aldrei gleyma því að vén frumbyggj- ar þessa lands höfum tekist á hendur þá heilögu skyldu að leggja grundvöllin að hinu canadiska þjóðlífi.” pá mintist Paulson á stríðið. Talaði um þátt- töku Canada í því; fómfýsi þá sem fram hefði komið hjá mönnum og konum; hversu mikið væri í húfi ef vér skyldum bíða lægra hlut og hve sjálf- sagt væri að styðja Breta með ráði og dáð í bar- áttu^ þeirra fyrir frelsi og sannri menning. “En því miður eru menn í Canada þann dag í dag”, sagði Paulson, “og þeir ekki fáir, sem þann ema áhuga sýna í sambandi við stríðið, að koma svo ár sinni fyrir borð að þeir geti grætt sem mest fé á því. Eg er reiðubúinn að styrkja hverf ærlegt ráð, sem sambandsstjómin kann að taka, til þess að jafna byrðinni niður á alla; henni verður aðeins sanngjamlega jafnað á einn veg; það er með því að Iáta þá sem oflítið gera taka sér á herðar þyngri skerf. pegar um þjóðarbaráttu er að ræða, eins og hér á sér stað, ættu allir borgarar landsins að taka höndum saman eins og ein vél, þar sem hvert hjól væri í fullu starfssamræmi við annað. pannig er það á Englandi og á Frakklandi: “Áfram á fullri ferð!” segir stjómarformaðurinn á Eng- landi; það ættum vér að gera að einkunnarorðum vorum.” Ræðan var miklu lengri, en rúm leyfir ekki að flytja hana alla. Eitt er víst og það er það að Paulson hefir með þessari ræðu helgað sér sæti á bekk með málsnjöllustu mönnum þingsins í Saskatchewan og komið þjóð sinni þar fram til stórsóma. Sérstaka áherzlu vildum vér leggja á þann kafla ræðunnar, sem snerti hag bænda; það eru orð í tíma töluð og út frá hjarta þeirra allra sem hag kjördæmisins bera fyrir brjósti. Eimskipafélagið. Alhr muna eftir “Goðafoss” slysinu. öllum kemur saman um að það sé sorglegt tjón En ollum kemur einnig saman um það, bæði hér og *1**Ií?ia’ a^ na a a^ a^r s®u samtaka í því að hlaupa undir bagga og leggja fram alt, sem knngumstæður leyfa fyrirtækinu til eflingar. Pað er fagurt og lofsvert að leggja hönd á plogmn þegar akurinn er sléttur og alt gengur vel En það er miklu göfugra og sjálfsagðara að gera það þegar alls konar hindranir verða fyrir hendi. fslendingar heima hafa auðsjáanlega tekið svo miklu ástfóstri við þetta bam þjóðarinnar að þeir ætla sér að ala það upp vel og koma því þannig á Jegg að því sé engin hætta búin. Styrkja það þannig að það andist ekki í höndum þeirra veik- burða og vanþroskað, heldur nái anuðsynlegum þrótti, til þess starfs og stríðs sem það hlýtur að eiga fyrir sér, ef því auðnast aldur — sem ekki má efast um. Hleima koma út hvatninga- og eggjanagreinar frá ritstjórum blaðanna um land alt,'að Iáta nú hendur standa fram úr ermum og leggja ekki árar í bát. íslendingar eru að ná sér á það stryk aftur að ' verða sjóferða þjóð og verzlunar, og það er erfitt að spá hversu langt hún getur komist ef rétt er í horfi haldið og blásið vel að kolunum á meðan í þeim er að lifna, eftir margra alda dauða í þeim skilningi. Alþýða manna brást svo vel við áskor- unum blaðanna heima og forráðamanna félagsins að hluta pantanir komi í hendur stjórnendanna úr öllum áttum, bæði stórar og litlar. Sumir báru kvíðboga fyrir því, að menn mundu láta hugfallast og fyrirtækið stranda með skipinu. En reyndin varð önnur. Útlit félagsins, eldmóður þjóðarinnar og um- hyggja fyrir félaginu heima hefir aldrei verið á hærra stigi en einmitt nú. Jafnvel þeir sem lítið höfðu lagt fram af störfum og fé ganga nú fram sem öruggast og brýna þjóðina. Fyrirtæki, sem á þannig heilan og óskiftan hug þjóðarinnar hlýtur að vera borgið, svo að segja hvað sem fyrir kemur. Chicagoborg brann einu sinni svo að segja til kaldra kola. pví var þá spáð að hún væri úr sög- unni, og hlökkuðu sumar keppiborgir í Bandaríkj- unum til þess. En nokkrir menn komu saman og sögðu: “Chicago skal byggjast upp; hún skal verða ein allra-mesta borg í heimi. pessi bruni skal lyfta henni til vegs og virðinga. pessar hörm- ungar skulu aðeins verða brýni til þess að hvetja viljastál íbúanna.” Og þeir tóku sig til að byggja og vinna, og hugsa og bollaleggja. Og eftir örfá ár var borgin orðin miklu stærri, miklu fegri, miklu íullkomnari og miklu nafnfrægari en nokkru sinni áður. Engin dæmi eru þess að nokkur borg hafi vaxið eins fljótt og Chicago gerði eftir brunann. pannig getur það orðið með Eimskipafélagið. Goðafoss-strandið, svo hörmulegt sem það var, getur orðið að ens lyftistöng félaginu til þroska, ef menn hugsa sér að svo skuli verða og fram- fylgja þeirri hugsun í verki. Vestur-íslendingar sem fé hafið! Sýnið nú að þið getið látið til ykkar taka; leggið nú hönd á plóginn; hellið nú smyrslum og viðsmjöri hins al- máttuga dals í flakandi sár Eimskipafélagsins. pað stimplar ykkur sanníslenzka ef þið reynist nú vel. Guðbjörg Magnúsdóttir Guðbrandson fædd 16. febrúar i834, d'áin 13. nóvæmber 1916. I. Sem hetja stóðstu' í stormi lífs og hríöum ]>ó 'Stundum réöist kvika á tótinn Iþinn, með göfugt 'hjarta' og gætnis orSum þýöuin Iþú gladdir þá sem tóru tár á kinn. Nú ertu 'horfin heilms frá böli stríöu, þitt hjarta stöðvað, móðir tílslkuleg sem ávalt sýndir ást og sanna blíðu, með ótal þöklkum vinir kveðja þig. II. Hjálpar ihönd þú réttir hvar sem iþörf var á, lifsims byrði léttir, leiddir gleSi’ á brá. Eftir allar þrautir er þú mættir hér beinar ssdubrautir I blöstu Ijúft viö þér. III. bú liðin ert úr lifsins þrauta geimi, þú lifið skildir teins ög stundartöf; þú fengið hefir frið i æðra heimi og friður hvilir yfir þinni gröf. Og hvitur snærinn hylur moldir þínar og hviklar njóta þreytt og lúin beiu; en sálu þinni sælan aldrei dvlnar þar sorg ei þekkist leða hörmung nein. IV. Bónda þínum blitt og þýtt brostir full af vonum, bœði gagn utn blítt og strítt barst þú alt með ihonum. Ljúfur drottinn launi Jvr, lokmun störfum þínum hendi sinni hvar sem er helgi krafti sínum. Sonur hinnar látnu. i I THE DOMINION BANK STOPN SKTTIJK 18*1 Hofuðstóll borffaðui- og varasjoour . . $13.000,000 Allar eignir......................... $87.000,000 Beiðni bœnda um lán til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notro Dame Branch—W. M. HAMU/TON, Manajrer. Selkirk Branch—M. 8. BURGKR, Mana«er. TEGUNDIR ÞER ÞARFNIST TIL NÆS.TA VORS. KAUPIÐ EATONS ÚT8ÆÐI, SPARIf) PENINGA OG VERIÐ VISS UM A» ALT FER VEL. SendiíS eftlr vorri symeinuöu matvöru- og útsæöis-verÖBkrá. Skoöiö hlnar í*,j;tu mynilii af fegurdtu blómum og; beztu jarö- arivöxtum, a* m eiu á l»eéar.m verCl’sta. Leeitt sK/rlngarna- veri^ uiii ao útsætt tt vo.v eftir kringumHtætt'i".un\ og athytii sem sngt er att þatt þurfi. Lesitt síttan verttitt og vitthafitt virki- lega hagsýni, mett því att panta Eatons útsættl og plöntur. Mett þvl vér sendum ekki þessa veröskrá meö vorri venjulegu vöruskrá, né aukavöruskrá, þá getur svo faritt att þér fáitt hana ekki nema því atteins att þér pantitt hana sérstaklega. Verttskráin var tilbúin um mánattarmótin janúar og febrúar; veritt þvl viss um att nafn yttar og áritan séu send til vor tafarlaust. ef þér vtljitt fá eintak af verttskránni mk *T. EATON C9™ WINNIPEG - CANADA NAME................... P.O.„................. PROV. ...............Dpf.l Manitobastjórninog Alþýðumáladeil din Greinarkafli eitir starfsmann alþýðumáiadeildarinnar. Praktískar leiðbciningar til nýrra bíflugna ræktenda. Bftir R. N. Ruckle B.S.A. kennara viS búnaffarskólann í Manitoba. Það sem bý f 1 ugna ræk tan dim 1 ]>arf að stefna að er að abka fram- leiðslu. Bíflugurnar safna hun- angi samkvæmt eðli'sihvöt; þær safna vaxi þegar }>örf er á, ef rúm leyfir. Það er köllun bíflugnaræktand- ans að gera þannig við bíflugurnar að ]œr vinni sem mest samlkvænit eðlishvöt sinni, til þess að þær verði eigandanum sem arðsamastar. Þannig ætti að fara 'mieð bíflug- ur að ]>ær yrðu fyrir seni minstu ónæði s>em hægt er, því höndlun bi- flugna er aðeims sú að hjálpa þeim við störf þeirra. Um að gera að ]>ær 'séu ekki stungnar, bœði vegna sársauika sem það hefir í för með sér og þess illa i]>efs sem er af eitr- inu og verð'ur ]>á erfitt að stjóma bíflugunum. Nieít eða blæja og reykur eru nauðsynlegt. Rlevkurinn skerpir bi- flugumar svo að auðvelt verður að eiiga við ]>ær. Safna ]xer }>á hun- angi og eftir }>að eru þær spakari. Hrystingur og snöggar nreyfing- ( ar má ekki eiga sér stað. j Ilezti tirni ti'l )>ess að opna bt- I flugnabú er um miðjan dag, þegar i heitt' er, sérstaklega þegar ]xer eru önnum kafnar að safna hunangi. Ald'ret ætti að eiga við bíflugur þegar seint er eða í votviðri eða kulda. Þá liggur illa á ]>eim. Áður en biflugna bú er opnað ætti NORTHERN CROWN BAN K Höfuðatóll löggihur i6,000,030 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu..... $ 715,600 Formnður - -- -- -- - Sir I). H. McMIIíIjAN, K.C.M.G. Vnra-formaður - -- -- -- -- Capt. WM. ROBINSON Sir I). C. CAMEUON. K.C.M.G. J. II. ASHDOAVN, W. R. BAWIiF E. F. HITTCIIINGS, McTAVTSH CAMPBELL. JOHN STOVPX Alls'cinar bvi’ctttörf afgrsidi. Vér b/rjum reikninga við einstaklinga eða fé]ög 0flr sanngjarnir skilmilar veittir Avísanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gi imiir g?finr» soarisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum d dlar. Rentur lagðar við 4 hverjum sex mánuðum. T. S. T 4 >1 93 Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man. >3K

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.