Lögberg - 22.02.1917, Side 4

Lögberg - 22.02.1917, Side 4
4 3L'oqbmi t V__ y 'v Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre**, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 . SIG. JUL. JÓIIANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manaser Utanáskrift til blaðsins: TlfE 00LUM8IA PIJESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Nlar\- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: *2 00 um árið. Ský á heiðum himni. pað var jóladagur. Veðrið var óvenjulega milt á þeim tíma árs — rétt eins og náttúran vissi af því að friðar- og gleðihátíðin var runnin upp. Sólin brosti frá heiðskírum vetrarhimninum, björt og hlý, eins og hún vildi faðma alt að sér með geislum sínum, græðandi, gleðjandi og verm- andi. Skrautklæddir menn og konur streymdu fram og aftur um bæinn, sumt í kirkju til þess að hlusta enn þá einu sinni á friðarboðskapinn. Sumt af vina sinna og kunningja, til þess að njóta sem bezt og fullkomnast hátíðagleðinnar. J7að var eins og allur fjöldinn af fólkinu hefði kastað af herðum sér allri byrði áhyggja og sorga og strengt þess heit að láta ekkert ský skyggja á sól hins heilaga friðar og hinnar unaðslegu gleði þennan dag. petta var í Winnipeg; höfuðstað fslendinga í Vesturheimi. Vestarlega í bænum er maður á gangi. Hann er þokkalega til fara, en fátæklega; með gamla og snjáða loðhúfu á höfði í gamalli loðskinnsyfirhöfn. Maðurinn hefir verið meðallagi hár, en er nú orðinn lotinn og sérlega fyrirferðalítill. Hann gengur við staf og gengur hægt. Hann hóstar öðru hvoru og það er auðséð að honum er þungt um andardráttinn. Andlitið hefir auðsjáanlega verið undurfrítt og góðlegt, en nú er þar hrukka við hrukku og eitt- hvað frá hinni innri veru þessa manns slær rökkri yfir andlitið, sem í eðli sinni var bjart og geislandi. Maðurinn var auðsjáanlega að hugsa um eitt- hvað dapurt. Eg hafði oft séð þennan mann — þekti hann vel; hann var fslendingur eins og eg, úr sömu sýslu. Eg hafði átt við hann bæði ilt og gott; verið stundum andstæðingur hans og stundum hliðstæðingur í þeim málum, sem uppi höfðu verið. Eg gekk á eftir honum stundarkom og mér fanst eins og einhver heljarbyrði hvíldi á þessum veikluðu herðum, einhver byrði, sem maðurinn gæti ekki borið, þó hann yrði að gera það. Eg þekti æsku þessa manns; eg vissi að hann hafði átt sólfagra bemsku heima á ættjörðu sinni og mér fanst þegar eg gekk á eftir honum á göt- unni, þar sem hann með erfiðismunum óð snjóinn, aó eg geta séð myndina af honum frá því hann fyrst hljóp um pallinn í föðurhúsum, sem áhyggju- laust bam og alt til þessa dags. Og mér fanst eg geta lesið söguna hans blað ” fyrir blað og mér fanst sem það hlyti að vera synd — hverjum sem hún var að kenna — að síðustu blöðin, skyldu vera eins og eg las þau á þessari stundu. Maðurinn stóð við augnablik; hann stakk stafnum undir vinstri hendina, dró andann þungt og mæðilega, tók klút upp úr vasa sínum og þurkaði sér um ennið. “Guð minn góður!” heyrði eg hann segja. Og svo lét hann klútinn í vasa sinn aftur; tók stafinn í hægri höndina og hélt áfram. Hann vissi af engum í nánd. Eg hvatti sporið. náði honum eftir skamma stund, heilsaði honum og bauð honum gleðileg jól. Hann tók því þýðlega. pað var eins og það kæmi flatt upp á hann að mæta nokkrum; en hann áttaði sig brátt og eftir augnablik var kominn á andlit hans sami vingjamlegi svipurinn og glað- lega viðmótið, sem honum var eðlilegt. Eg spurði hann tíðinda; hann vissi þau engin; talaði þó skynsamlega og af allmikilli þekkingu um þaa mál, sem á dagskrá voru. Eg gekk hægt til þess að verða honum sam- ferða, þó við ættum reyndar ekki samleið lengur. Mig fýsti ef mögulegt væri, að komast eftir því hvað væri sorgarefni hans — eg vissi að það var eitthvað, hversu glaður sem hann reyndi að sýnast. “pað tefur þig nú að verða mér samferða”, sagði hann. “Eg er orðinn svo rækalli seinn að ganga. Einu sinni var eg nú samt fljótur á fæti. En það fer smátt og smátt, eins og annað.” Og svo brá hann klútnum sínum upp á ennið og lét sem hann væri að þurka af sér svita; en hann var í raun og veru að þurka tár af augum sér. Hann sá ekki, að eg tók eftir því, og svo héldum við áfram að tala um hitt og þetta: “Ekki vænti eg að þú vitir af neinum, sem þarf að fá mann í vinnu ?” sagði hann eftir nokkra stund. “Eg hefi ekkert getað fengið að gera núna lengi og þætti gott að fá einhverja atvinnu. En það er víst ekki hlaupið að því fyrir gamla menn og útslitna, eins og eg er orðinn.” Nú skildi eg hvernig í öllu lá. pað var atvinnu- leysið og skorturinn, sem því fylgdi, sem lá eins og þungt farg.á þessum gamla, slitna manni. Hann er kominn talsvert á sjötugs aldur; hefir verið stakur iðjumaður, altaf unnið nytsöm störf síðan hann var drengur, en er nú orðinn svo farinn og lasburða að fullkomin erfiðisvinna er honum ofvaxin. Og svo getur hann ekkert fengið að gera. Kaupið hans hefir verið svo lágt í öll þau 50 ár, sem hann hefir unnið, að það hefir aðeins hrokkið til að sjá fyrir heimilinu — og nú hefir hann ekki neitt. 0g g fór að hugsa um æfi þessa manns; hugsa um afstöðu hans til mannfélagsins og afstöðu mannfélagsins til hans. pama var maður, sem unnið hafði í 50 ár — hann hafði lagt inn í reikning þióðfélagsins fimm- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR 1917 tíu ára nytsamt starf; hann hafði alið upp mann- vænleg böm og eftirlátið þau þjóðfélaginu, sem dugandi borgara. Hann hafði auk sinnar líkam- legu vinnu tekið fullkormnn þátt í félagsmálum og andlegum störfum. í einu orði sagt, hann hafði verið nýtur og gagnlegur borgari. En nú voru kraftar hans þrotnir; hann hafði lagt þá fram alla í þjónustu ríkisins. Hafði sjálf- ur lagt inn í reikning þjóðfélagsins fullkomna árs- vinnu á hverju ári og konan hans hafði gert það sama og þau höfðu ekkert hlotið að launum nema fæði og klæðnað og húsaskjól fram að þessum tíma — og það jafnvel stundum af skomum skamti. Nú átti að svifta hann þeSsu líka — nú var ekki annað fyrir að sjá en að hann yrði að svelta . Og það var ekki vegna þess að hann væri ekki viljugur að vinna; nei, hann þráði að fá ein- hverja atvinnu, hann var fús að neyta þeirra litlu krafta sem hann átti eftir; fús til þess að vinna þangað til hann legðist í gröfina útslitinn með öllu. En það var með hann eins og hestinn sem hefir lifað sitt fegursta og er svo kastað út á gaddinn þegar hann eldist. Og eg fór að hugsa um hversu óguðlega rangt væri hjá oss þjóðfélags fyrirkomulagið. Hvílíka synd það drýgði gegn þessum manni — og ótal öðmm mönnum—og látinn deyja. Maður sem unnið hefir alla sína daga til elli- ára — við hvað sem hann vinnur — hann á sann- arlega svo mikið í sjóði hjá þjóðfélaginu að það skuldar honum lífsforsjá í ellinni. Hann hefir lagt inn dagsverk á hverjum degi og ekkert borið úr býtum nema húsaskjól, fæði og klæði. Hann á inni stóreign, og er samt látinn svelta. Slíkur maður ætti að vera látinn hvílast, líða vel og eiga góða daga í ellinni, ekki sem gustuka- maður, heldur sem sá er vel hefir að verið meðan dagur entist og verðskuldar hvíld að kveldi. Á meðan þjóðfélags fyrirkomulagið er slíkt að menn sem fúsir eru til þess að slíta sér til agna við nytsama vinnu geta ekkert' fengið að gera og lítið til viðurværis, á meðan er heiður himinn skýjaður í augum hugsandi manna. Skammsýni-eða annað verra? Hvað eftir annað heyrast menn úr flokki aft- urhaldsins básúna þá kenningu að of miklu fé sé eytt í það að rannsaka fjárdráttarmál gömlu stjórnarinnar. peir halda því fram að rannsóknirnar séu of dýrar og að bezt væri að sleppa þeim með öllu. — Og sumir þessara háværu glamrara fá einstöku mann til þess að hlusta á sig. pað sem þeir aoallega halda fram er þetta. 1. Að ekki hafist neitt upp úr rannsóknunum nema þ'að að finna mennina seka og hegna þeim. 2. Að fylkio og fólkið verði að borga kostnað- inn við rannsóknina; hann verði mikill og því fé væri betur varið til annars. 3. Að óráðvendni gömlu stjómarinnar og allur 'fjárdráttur sé ekki eins dæmi; þetta sé bara al- gengur pólitískur siður hér í landi og ranglátt sé að sakfella mennina fyrir það þótt þeir fylgdu gildandi reglu. 4. Að þeir sem kærðir séu muni ekki vera miklu sekari en aðrir og því sé rangt að taka þá út úr og leggja þá í einelti með kærum og hegn- ingu. Og þótt undarlegt megi virðast og ótrúlegt, þá er það satt eins og fyr var fram tekið að til eru eyru sem á þetta hlusta með velþóknun og önnur sem hlusta á það með efasemd, en grun um að það hafi við eitthvað að styðjast. En illa er sú þjóð komin, sem á marga borgara með því hugarfari. Og óskiljanlegt er það að þessir sömu menn þykjast vera ákafir talsmenn Belgíu og dást að því sem sú litla þjóð og það litla land lagði í sölumar. Hvað var það svo sem Belgía gerði? Fyrir hvað er það sem allir dást að þeirri þjóð, og það að verðleikum? pað er fyrir þá sök að hún horfði ekki í neina fyrirhöfn né neinn kostnað til þess að verja rétt sinn og heiður nafns síns. Belgíumenn vissu það vel að það mundi kosta þá mikið að veita pjóðverjum mótstöðu. peir vissu að þeir yrðu að borga heiður sinn dýru verði. En þeir horfðu ekki í það. pað var nafn Belgíu og belgísku þjóðarinnar, sem þeir álitu að þeir yrðu að bjarga, hvað sem það kostaði. Ofbeldi, rán og eyðilegging hafði þegar átt sér stað og þeir vissu það vel að öll mótstaða hlyti að orsaka enn meira af því öllu. pað hefði kostað Belgíu minna að leggjast nið- ur og láta ganga yfir sig; það hefði kostað hana minna að láta aít fara sínu fram eins og vera vildi. peir vissu að með því móti hefðu þeir til bráða- birgðá getað látið sér líða fjárhagslega betur; en þeim var heiðurinn og virðingin meira virði, en veraldlegir munir. peim þótti betra að sjá glæsi- hallir og helg musteri sprengd í loft upp, en að varanlegur blettur félli á hið hreina nafn lands og þjóðar. Áf þessu hvílir aðdáunarauga allrar veraldar- innar á Belgiu þann dag í dag. Af þessu slá hjörtu allra, sem hjarta eiga, í einingu við hjartaslög hennar og hennar særðu bama — hennar dreng- lyndu sona og djörfu dætra. Xað er satt, að rannsóknir illverkanna hér í Manitoba hljóta að kosta ærið fé. pað er satt að sökudólgar, sem fyrir sannleikann þræta og allra bragði neyta til þess að komast undan rétti laganna verða aldrei opinberlega dæmdir til hegningar öðrum til aðvörunar nema með löngum rannsókn- um og miklum kostnaði. En eigum vér að líða það — eigúm vér að Ijá eyru orðum þeirra ótrúu borgara, sem vilja láta hið saurgaða nafn Manitobafylkis óþvegið í allra augum? Eigum vér að gefa þeim er einhvern tíma síðar kynnu að komast að völdum með sama sinni og Roblinsflokkurinn undir fótinn með því að láta þá vita að þó þeir sverjist í samsæri til glæpsamlegs fjárdráttar — þótt þeir steli milión- um dala úr vasa fólksins, þá sé þeim óhætt. Fólkið vilji ekki kosta neinu til þess að rannsaka málið og hegna þeim. peir gæti bara í ró og næði staðið upp úr stjórnarstólnum og lifað í friði og virðingu það sem eftir sé æfidaganna, njótandi og neytandi hins stolna f jár eða ávaxta þess ? pað eru engar nýungar þótt kostnaðarmaður sé að rannsaka mál stórþjófa, sem geta notað sér alla lagakróka; en á það að réttlæta þjófinn? Á það að verða honum hlífð? Nei. Manitobastjórnin verður að halda áfram rannsóknunum samkvæmt skyldu sinni, bæði laga- legri og siðferðislegri, þangað til öllum sannleika er upp komið, sem fengist getur og hegna óbóta- mönnunum hæfilga og hlífðarlaust. Fyr en það hefir verið gert hefir nafn Manitoba ekki verið hreinsað af þeim óþverra, sem stiga- menn í stjómarsætum köstuðu á það. Hversu mikið sem rannsóknimar kosta eiga þær og hlióta að halda áfram, ef stjómin er trú — og um það munu fáir efast. Þakkarsky lda. pegar eitthvað er gert til þess að bæta kjör almennings í einhverju tilliti, þá má ekki minna vera en að hlutaðeiganda sé þakkað það. pegar það er gert á þann hátt að við ýmsa erfiðleika er að stríða og jafnvel óvináttu voldugra manna eða sterkra félaga, þá er þakkarskyldan tvöföld. Einn þeirra manna, sem fslendingar eiga slíka þakkarskuld að gjalda er Helgi kaupmaður Ein- arsson í Narrows. Um nokkur ár hefir hann brotist í því að neyða auðfélög og miljónaeigendur til þess að hækka verð á fiski svo að tugum þúsunda nema þeir peningar er þannig hafa beinlínis farið í vasa fslendinga, er þeir annars hefðu aldrei fehgið. peir hafa með erfiði og lífshættu aflað fiskjar vetur eftir vetur og eiga það Helga að þakka að þeir hafa fengið vöm sína sæmilega borgaða. Maður kom nýlega frá Ashem, sem sagði að það væri blátt áfram honum að þakka að fiskur- inn hefði komist þar í það verð, sem hann varð í síðastliðna vertíð. Og þetta var einn af keppinautum Helga; það var Nikulás Snædal, sem fisk keypti og snarpast kepti við Helga, en hann var svo sanngjam að viðurkenna þetta og er slíkt drengilegt. Annar maður kom inn til vor nýlega norðan frá nýja íslandi og kvað verð vera mjög hátt á fiski. “En það er honum Helga Einarssyni að þakka,” bætti hann við. “Hann kom. norður til Riverton og keypti fisk fyrir hærra verð en nokkr- um datt í hug, og eftir það kom líf í alt.” pað verður ekki með tölum talið hversu mikið þeir menn vinna þjóðfélagþiu, sem þannig brjóta bág vi>ð auðfélög og einokun. peim er venjulega launað það ver en skyldi. Vér minnumst þess enn að tveir menn í Reykjavík hófust handa og seldu með sanngjömu verði þegar aðrir okruðu. pað voru þeir Eggerts / Gunnarsson og Jón Guðnason. Báðir þessir menn risu upp gegn venjunni og áttu ofsóknum að sæta frá þeim er með ránsverði höfðu selt. Eggert hvarf að heiman út af skuldabraski af því hann ætlaði sér of mikið, og er því ekki að neita að ýmsir menn töpuðu fé við fráfall hans, en hversu mikið landið og þjóðin á honum að þakka, r ekki hægt að reikna, því hann skapaði nýtt tímabil í verzlunarsögu landsins. Um Jón er það að segja að auðfélög eða ríkar verzlanir kiptu undan honum fótunum með ó- drengilegri samkepni. Einn kaupmaðurinn í Reykjavík lét sér þau orð um munn fara, að sig « munaði ekkert um að gefa vörumar á meðan hann væri að setja helvítið hann Jón Guðnason á hausinn. Og svo fór Jón Guðnason á hausinn. Ríku fé- lögin settu vörumar niður svo að hann gat ekki kept við þau og þjóðin var ekki nógu sjálfstæð eða drenglynd til þess að verzla við manninn, sem var að bjarga henni, þegar um nokkurra aura stundar hagnað var að ræða. En þegar Jón var úr sogunni þá settu hinir upp vörur sínar aftur og settu fólkinu stólinn fyrir dymar — þá var enginn Jón til þess að taka stólinn í burtu. En það hefir þó unnizt að augu fólksins opn- uðust og upp risu menn hver á fætur öðmm, sem fetuðu í fótspor Eggerts Gunnarssonar og Jóns Guðnasonar og verzlunin breyttist gjörsamlega. Umbótamennimir í heiminum eru margskon- ar; þeir sem.fyrir umbótum beita sér í verzlun- arlegu tilliti eiga ekki síðuf þakkir skildar en aðrir. Helgi Einarsson er einn þeirra; vonandi að landinn muni það og virði. Hurlyfalls From the Icelandic by Kristjan Jonsson. Translated by Rev. R. Fjeldsted. No sun-kissed golden hearted flower Among the boulders gray can wake; White billows in terrific power The cliff with feet of fury shake, Where thou, old friend, art loud intoning Forever thy tremendous lay; Before thy wrath the rocks are groaning, As reeds in gusts of dying day. Thy odes arise of heroes vanished And mighty men of former days; Thou speakest much of freedom banished And former fame’s departing rays Above the flames a glory gleaming, That through the clouds comes sifting down, And rainbow hues resplendent streaming Thy wild titanic billows crown. O thou of rolling waters fairest, Terribly, marvellously fair, Resistless in thy might thou farest, Through rocky solitudes and þare; Things rhange, for joys bright fairy dower Forsakes the woeful heart of flame; Unbroken bides thy fearful power; Thou rollest onward just the same. Hurricanes rise and fall the flowers, And billows crest above the reef; Roses of laughing summer showers Fade in the killing frost of grief; Tears, burning tears on haggard faces Stream, for the heart can find no peace; But always on thy current races In laughters that will never cease. Deep in thy billows I would slumber, When at the last my life will fail, And tears of grief shall none encumber Over my body still and pale; When with a dirge and lamentation Forms may be bowed above a grave, In mad, terrific exultation Over me will thy laughters rave —Minneota Mascot. THE DOMINION BANK STOFXSETTUK 1871 llöfuðstóll borgaður ob varnsjoour . . $13.000,000 Allar elgnir............................ $87.000,000 Beiðni bœnda um lán til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. v Notrc Dame Branch—W. M. HAMIT/rON, Manager. Selklrk Branch—M. 8. BURGKR, Manafer. X 4 X 4- 4- 4- i X 4 4- 4 4 4 4 4 4 4 Bréf frá Englandi. Bramshott Camp, 26. des. 1916. Til meSlima og vina Bjarma Skjaldborg — Winnipeg. Kæru vinir:— Hjartans þakkir fyrir síöast. — Eg er viss um að ef eg þeföi vitaö fyrir- fram aö það ætti aö halda lofræður um mig, þá hefði ev aldrei komið á síðasta Bjarmafundinn, sem eg sótti — og þó get eg ekki neitað því, að fátt er það, sem hefir veitt mér meiri ánægju að hugsa um en fundurinn sá og síðustu stundirnar, sem eg skemti mér með ykkur. Það sannfærði mig sv'o áþreifanlega um það, sem eg vissi þó áður, að eg væri ekki einmana né vinalaus meðan Bjarmi væri við líði; og ekki þótti mér síður vænt um hve mörg vkkar gátu komið því við að koma niður á járnbrautarstöðiná að kveðja mig þegar eg for um Winni- peg, áleiðis í hinn langa og óvissa íeiðangur, sem eg nú er í. — Ferða- lagið ('það sem búið er af því) tók 17 daga eða frá kv'eldi 19. október til 5. nóvember að kveldi, er við lent- um hér í herbúðunum við Bramshott. Við vorum fimm sólarhringa á leið- inni frá Camp Hughes til Halifax. Sá hluti ferðarinar var í alla staði hinn ánægjulegasti. Veðrið var in- dælt, lestin stanzaði oft, svo við höfð- um næg tækifæri að teygja úr okkur og anda að okkur fersku lofti. Lands- lagið var víða mjög fagurt, einkan- lega austur í Nevv Brunswick og Nova Srotia Risav'axnar hæðir og hálsar, djúpir dalir, ár 'ög lækir, tjarnir og vötn og þægileg tilbreyting frá slétt- unum í Manitoba og Saskátchewan. — Nóg var einnig skemtun á lestinni. Lúðraflokkur dejldarinnar var í sama vagni og líknardeildin fsem eg tilheyrij svo lúðrahljómur og söngur var ætíð til reiðu þegar við þreyttumst á að Iesa eða spila. Og ekki vantaði það sem munnur og magi girntust; því auk þess sem fæðið var hið bezta höfðum við svo mikið aukanejsti, sem v'inirnir í Winnipeg gáfu okkur að skilnaði, að hið erfiðasta i sambandi við það var að koma því fyrir á ein- hvern hátt, án þess að henda því. — Allir fengu eitthvað, því kvenfélög deiklarinnar sáu um þá sem enga vini áttu í Winnipeg, flestir fengu mikið, allmargir fengu ofmikið, en eg fékk þó mest. — Eg er viss um að ef mér hefði ekki þótt vænt um þá áðtir, sem færðu mér bæði andlega og líkamlega fæðu, þá hlyti eg nú að hafa á þeim ölluni brennheita matarást. — Ef til v'ill það eftirtektaverðasta á þessum hluta ferðarinnar var það hvernig okkur var tekið af fólki því sem bjó meðfram brautinni. I Ontario var okkur vel tekið, sumstaðar ágæt- lega — flestir voru viljugir að gjöra okkur ýmsan greiða og húrraóp gullu við allvíða er við fórum um. í Quebec fylki kv'að aftur við annan tóru Fólkið sýndist nærri að hafa ímigust á okkur, jafnvel unglingar og börn, sem nóg var af í hverju þorpi, virtust gera það með ólund að taka við póstspjöldum og bréfum og koma þeim í póstinn fyrir okkur — og nóg var þar af fullorðnum unsrum mönn- um, sem lítið þarfara virtust hafa að æera en að þyrpast suður á járn- brauL'rstöðvarnar er við fórum im, skipa þar á okkur nieð gremju- blöndnum fyrirlitningarsvip. í New Brunswick og Nova Scotia v'oru fagn- aðarlætin aftur nærri úr hófi. Húrra- óoin kváðu við hvaðanæfa. — Kven- tólkið þyrptist út úr húsunum og veifaði klútum og svuntúm og hverju sem fyrir varð og mikill fjöldi hafði brezka fanann við hendina og veif- aði honurn með miklum ákafa. í einum þremur stöðum sá eg* gamlar konur með stóran fána, sem þær varla gátu v'aldið, veifa honum af miklum móði, þar til þær virtust nærri magnþrota. — Eg get þessa sérstaklega vegna þess hve afar mikil áhrif það hefir á hermennina, seni eru að yfirgefa ættland sitt til að berj- ast fyrir réttlæti, móti ranglæti og kúgun, fyrir frelsi einstaklingsins og tilverurétti og sjálfstæði föðurlands síns og þeirra annara þjóða, sem eru í hættu staddar og hjálparþurfa. — Það bezta sem þeir sem eftir eru heima geta gert fyrir hermennina, er að sýna þeim sem áþreifanlegast að þeir skilji og meti það sem þeir eru að gera og þrái eihlæglega sigursæld þeirra. — Við komum til Halifax þriðjudag- inn 24. október og fórum samstundis uu\ borð í skipið, sem átti að flytja okkur til Englands. Tvo daga þurft- um við að bíða á höfninni, eftir öðru skipi, sem átti að verða okkur sam- ferða. Það var því ekki fyr en fimtudagskveldið þann 26. um klukk- an sex að v'ið léttum í haf. Það er erfitt fyrir mig að lýsa til- finningum mínum er við sigldum út eftir höfninni og burtu frá Canada— föðurlandinu kæra, sem eg hafði lært áð virða og elska — ekki sem móður, því móðirin verður í minum hug ætíð hin eina og sama “Fjallkonan fríð”, heldur miklu fremur sem unnustu, sem hafði breitt faðm sinn á móti mér og með il-hlýju ástarbrosi bent mér á gleðiríka framtíð í sambúð yið sig. Eg held eg geti betur lýst því er mér.þá bjó í brjósti með annara orðum en mínum eigin. Mér var líkt innanbrjósts og unga manninum i kvæði Þorsteins Erlingssonar “Dá- lítil saga”. —• Hann er að yfirgefa ættland sitt og unnustu, og skipið sem flytur hann burtu er að smáfærast fjær og fjær. — , “En ttt yfir borðstokkinn unglingur lá og augunum döprum mót landinu’ hann sá. Hann leit upp á fjöllin með berg- skygða brún, iitn blómskrýddar hlíðar og fagurgræn tún. Svo leit hann hvar unnustan stendur á strönd og starir til hafsins, þá varpar hann önd: “Nú flytur mig burt frá þér freyð- andi sjár.” Þá féll o’ní hafdjúpið glóandi tár. — Það var sárt að skilja við alt þar sent mér var svo kært. En hvað var ' það borið saman við það sem kven- fólk og börn í Norður Frakklandi, Belgíu og Serbiu þurftu að liða, hungraðir og særðir, bæði andlegum og líkamlegum sárum, dansandi þó eftir nótum hins hræðilega þýzka hervalds, ekki af frjálsum vilja, held- ur fangnir og inniluktir, líkt sem fuglar i búri — o°r mér fanst er eg lnigsaði um það sem eg skilja enn betur en fyr kvæði Hannesar Haf- steins “Fuglar i búri”, og eg tók undir með honum af öllu hjarta: “Ó hvað mig tekur það sárt að sjá saklausu fuglana smáu stolna burt sinu frelsi frá, sem fleygt sér gætu þó vængjum á uppi um heiðloftin háu.— Þið veslings, veslings fangar, eg veit hv’ersu sárt ykkur langar.” — og eg fyltist löngunar að hjálpa til fþó seint væriý að sýna hinu þýzka hervaldi, svo áþreifanlega að þeir gleymdu því aldrei, að enginn friður geti átt sér stað, sem ekki byggist á réttmætu frjálsræði einstaklinga og einstakra þjóða að ráða sínum eigin máltim. Eg var stoltur af Canada fyrir að taka svo drengilegan þátt í þessari frelsis baráttu og mér þótti vænt um að geta tekið undir með öll- um hinum er á skipinu voru þegar lúðraflokkurinn spilaði, einsog i kveðjtt skyni: “Oh Canada we stand og guard for thee”. — —,— Ferðin yfir hafið gekk vel. Við vörum nærri tíu daga á leiðinni. Fyrri hluta ferðarinnar var veðrið gott, en seinni hlutann var allhvast, og úfinn sjór. Eg var_iwerri ekkert sjóveikur og hefði því liðið ágtetlega hefði það ekki verið fyrir fæðið. Þaö var í fæstum orðum sagt ekki mönnum bjóðandi. — Hverjum það skal kenna get eg ekki sagt, en skömm er það mikil þeim sem er ábyrgðar- fullur fyrir slíku. Ti\ Liverpool komum við sunnu- daginn 5. nóv’ember. Fórum við þeg- ar af stað til Branishott herbúðanna log komurn þangað klukkan 10. að kveldinu, eftir tólf klukkustunda ferð með jámbrautarlesinni, Haðir yfir þvi að ferðalaginu skvldi lokið í bráð að minsta kosti. “Fögur er hliðin” sagði Gunnar forðum og svipaðar yfirlýsingar hrjóta okkur ósjálfrátt af vörum, nærri livar sem við lítum í kring um okkur hér. — Það hefir oft verið sagt að England væri einn aldingarð- ur, <fg er það varla ofsagt. Jafnvgl nú, rétt eftir jólin, er alt jafngrænt, hvar sem litið er — og veðurblíðan er ekki síður eftirtektav'erð — sól og sumarvindur ("eins og landinn segirj, aðeins fáar frostnætur og stöku gróðrarskúrir er nærri rétt og ná- kvæm Iýsing á tíðinni, eins og hún hefir verið þessa tvo siðustu mánuði. Það eina sem að er, er að loftslagiö er rakt og því fá flestir Canada her- NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu..... $ 715,600 Foraiaður............. - - Slr D. H. McMTLLAN. K.O.M.G. Varn-formaðar - - -- -- -- - Oapt. WM. ROBTNSON Sir T>. O. OAMKTíON, K.O.M.G. J. H. ASHDOWN, W. R. BAWTjF E. F. HUTOHTNGS X. McTAVTSH OAMPBKUH, JOHN RTOVFI, AUskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmftlar veittir. Ávisan'ir seldar til hvaSa staSar sem er á íslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má metS einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar viS á hverjum 6 mánuðum. T- E. THORSTEIN8SON, Páðimsður Cor. William Ave og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man. )

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.