Lögberg - 15.03.1917, Page 1
Þetta
auglýsingapláss
er til sölu
55-59 Pearl St. - Tals. Garry 3885
Forseti, R. J. BARKER
Ráðsmaður, S. D BROWN
30. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 15. MARZ 1917
Englendingar taka höfuð-
staðinnBagdad af Tyrkjum
Hinn fornfrægi sögu- og höfuð-
staöur Persa, sem Bagdad heitir og
hvert íslenzkt mannsbarn kannast viö,
var hertekinn af Bretum á föstudag-
inn. Hafði stööug orusta staöiS yfir
í nokkra daga og lauk henni á þenn-
an hátt.
Tyrkir réöu yfir bænum og er
þetta mesti hnekkir fyrir þá, sem
fyrir hefir komið síðan striöiö byrj-
a'ði.
Sá heitir Maude hershöfðingi, er
fyrirliði var hins sameinaða hers
Breta og Indverja gegn Tyrkjum í
þessum sigri. Fyrir rúmum mánuði
síðan komst hann með lið sitt yfir
ána Tigris fyrir ofan Kut-el-Amara,
voru Tyrkir í hættu og hörfuðu til
Bagdad; þar hugðu þeir sér vera
örugt v'ígi.
Upp frá þessum tíma hafa Eng-
lendingar nálgast bæinn smám sam-
an, þangað til þeir komust þangað á
föstudaginn, en tóku hann með öllu
á sunnudaginn. Suma Tyrki tóku
þeir sem fanga, sumum hrundu þeir
út í ána Tigris.
Þessi sigur bandamanna hindrar
mjög aðdrætjti fyrir Þjálöverja og
samherja þeirra og er því þýðingar-
mikill fyrir þá.
Bandaríkin og stríðið.
Wilson Bandaríkjaforseti hefir
skipað svo fyrir að kaupskip skuli
'vera vopnuð með reglulegum her-
byssum og skjóta á neðansjávarbáta
ef þeir ætli að ráðast á þau.
Sagt er að Gerard fyrverandi
sendiherra Bandaríkjanna í Þýzka-
landi sé í þann veginn að ráða
Bandaríkjunum til þess að fara i
stríð við Þjóðverja. Svo er sagt
að Þjóðverjar hafi samið við Villa
uppreistarforingjann nafnkunna i
Mexico að ráðast á Bandaríkin á
ýmsum stöðum til þess að dreifa liði
þeirra ef í stríð fari. Segir sagan
að Þjóðverjar hafi lofað Villa $250,-
000 í gulli, sem þóknun fyrir þetta.
Annars vegar er sagt að Þjóðverj-
ar vinni í ákafa að þvi að fá
Carranza til þess að fara með sér i
stríðið og sömuleðis séu þeir að reyna
við Japana.
Bandaríkjaþjóðin er enn skift að
því er skoðun snertir á stríðinu.
Vilja sumir ákft fara nú þegar, en
aðrir telja það fljótfærni og þarf-
Ieysu.
Sum blöðin þar syðra hafa stungið
upp á þvi að línan milli Canada og
Bandaríkjanna verði afnumin meðan
á stríðinu standi og her safnað í ein-
ingu i báðum löndunum.
Storstad sökt.
Allir íslendingar muna eftir skip-
inu “Storstad”, síðan það rakst á
“Empress of Ireland” og sökti henni
í St Lawrence fljótinu, þar sem
fjöldi manna fórst. Þetta skip var
norskt, en hefir um tíma að undan-
förnu verið í förum sem hjálparskip
til Belgiu. Nú hefir því v'erið sökt
af Þjóðverjum og er búist við að
eitthvað af skipverjum hafi farist, því
enn þá er óspurt til þrjátíu.
ómyndugir?
iÞá frétt segja blöðin á mánudag-
inn að hermálastjórnin hafi gefið út
þá yfirlýsingu að ekki v’æri hægt að
krefja hermenn skuldar. Hver sem
láni þeim geri það á sína eigin
ábyrgð þannig að hann geti ekki
krafist skuldarinanr með lögum. —
Þetta er óvirðing hermönnunum.
Canadiska hveitið.
Sú frétt hefir flogið fyrir að
stjórnin á Englandi sé að semja um
það við canadisku stj'órnina að kaupa
alt hveiti, sem selt verði héðan í ár
fyrir ákveðið verð. Það hefir einnig
heyrzt að ýms félög ætli að mótmæla
þeirri sölu þótt ótrúlegt sé undir
kringumstæðunum.
I Algert vínbann.
í Norður Dakota undirritaði ríkis-
stjórinn lög 12. þ. m., sem með öllu
banna innflutning áfengis inn í ríkið.
Áður var þar verzlunarbann, en þetta
bætir svo um að nú er þar algert
bann gegn tilbúningi, sölu og inn-
flutningi.
Fellibylur í Indiana.
20 manns hafa þegar dáið, fimm
hundruð heimili eru eyðilögð, hund-
ruð þúsundir manna húsviltir og
$1,000,000 skaði. Þetta eru afleið-
ingarnar af fellibyl í Newcastle í
Indiana á mánudaginn.
Stjórnarskifti á Frakklandi.
Á Frakklandi urðu stjórnarskifti á
þriðjudaginn. Petit Jean frá Paris
myndaði stjórnina. Hver ástæðan er
til þeirrar sundrungar sem ríkt hefir
í þinginu vita menn ekki, en óánægj-
an hefir verið svo sterk að ekki var
hægt fyrir stjórnina að halda áfram.
Henging og leifar skrælingja-
háttar.
Dr. A. G. Sinclair prédikaði í St.
Andrews presbyterana kirkjunni á
sunnudaginn og sagði þetta meðal
annars:
“Eg fæ ekki skilið hvernig nokkur
maður, sem trúir á kenningar Jesú
Krists getur liðið slíkar leifar skræl-
ingjaskaparins, sem dauðahegningin
er. Eg skora á fólkið að heimtá af-
nám dauðahegningar og eg skora á
stjórnina í riafni fólksins að afnema
hana. Dauðahegningin er eilífur og
óafmáanlegur blettur á samvizku
kristinna þjóða.
Eg óska þess alls ekki að hert sé
á meðferð fanga eða ver farið með
þá en verið hefir; vistin er sannarlega
nógu ómannúðleg; en eg álit það
sannarlega sjálfsagt að allir búi þar
við sömu kjör.
Fangabúifingurinn, steinnámurnar,
það að vinum fanganna sé neitað um
að heiinsækja þá, og föngunum neit-
að um að skrifa og fá bréf, er óaf-
sakanlegt og skrælingjalegt.”
Bændur fordæma Dixon.
Á bændafundi í Beresford nýlega |
var samþykt fordæmingaryfirlýsing
gegn F. J. Dixon þinginanni fyrir af-
stöðu hans gagnvart stríðinu og skrá-
setningunni. Lýsti fundurinn þvt
yfir að lionum hefði átt að v'era
bannað málfrelsi á'Brandon þinginu.
Hermenn ganga fyrir.
Ottawastjórnin hefir samþykt
reglti þess efnis að þegar einhver
Iandshluti sé opnaður almenningi til
heimilisréttar, þá verði heimkomnu
hermönnunum leyft að hafa heilan
dag til umsóknar áður en opnað veröi
fyrir aðra.
Manitoba þingi slitið
Á föstudaginn var fylkisþinginu
slitið í Manitoba eftir margar laga-
smíðar. Ein af síðustu samþyktum
þess var að gera alt til aðstoðar við
striðið sem hægt væri. Norris bar
sjálfur upp tillögu um það og v'ar
hún studd af leiðtoga andstæðinga.
Dixon og Rigg báru fram v'iðaukatil-
lögu um að ekki væru aðeins menn
skyldaðir til þess að leggja fram líf
sitt, heldur skyldi Iögleitt að taka auð
þeirra sem hann hefðu og hagnýta
sem bezt stríðinu til frantkvæmda og
þjöðinni til bjargar. Kváðu þeir
það ekki lýsa mikilli föðurlandsást
auðfélaganna að heimta menn í stríð-
ið, en leggja ekki fram fé sitt rentu-
laust í þarfir þess.
Viðauka tillagan var feld, en aðal-
tillagan samþykt.
Eru margir reiðir þeim Rigg og
Dixon fyrir þetta tiltæki þeirra.
$200,000 bruni.
Aðfaranótt laugardagsins kviknaði
í korrigeymsluhlöðu Northern félags-
ins hér í bœnum og brann til kaldra
kola. Byggingin kostaði $100,000 og
korn brann þar inni sem var $100,000
virði. Svo er sagt að 20,000 manns
hafi safnast saman til þess að horfa
á brunann. en ekkert varð að gert
og brann alt til kaldra kola á örstutt-
um tinia.
Enginn veit hvernig á eldinum hef-
ir staðið, en verið er að rannsaka
máliö. Byggingin v'ar vátrygð og
kornið líka.
9,203,200 til 1. janúar 1917.
Upp til 1. janúar 1917 voru 9,203,-
200 manns drepnir, særðir eða týndir
í stríðinu á báðar hliðar. þar af eru
5,819,400 frá bandamönnum, en
v.384,800 frá Þjóðverjum og sam-
Hornleikaraflokkur 223. herdeildarinnar.
223. herdeildin.
Síðastliðnar tvær vikur hafa átta
íslendingar innritast í 223. herdeild-
ina. Eru þeir þessir:
Paul Johnson—iPiney, Man.
J. Reykjalin—Churchbridge, Sask.
T. B. Reykjalin—Clmrchbridge, Sask.
Capt. W. Lindal.
E. Helgason—Amarauth, Man.
Clemens Clemenson—Baldur, Man.
E. Thorbergsson—Baldur, Man.
J. Matthews1—Siglunes, Man.
Fred Thorkelsson—Oak Point, Man.
Skýrslur frá liðsöfnuanrmönnum
deildarinanr eru rnjög örfandi og
munu næstu tvær vikurnar innritast
án efa ntargir íslendingar í deildina.
Það er í sjálfu sér nijög hughreyst-
andi fyrir yfirmenn deildarinnar.
Síðan um mitt sumar í fyrra hefir
tæplega nokkur tslendingur gengið í
herinn og mætti það virðast sem
merki þess að íslendingar í heild
sinni hafi vanrækt skyldu sína þegar
um hina síðustu og einu ábyggilegu
sönnun v'ar að ræða um canadiska
vorgaraskyldu.
Það að Islendingar fóru tafarlaust
að koma þegar skift var um foringja
223. deildarinnar, er sönnun þéss að
það var ekki fyrir skort á hollustu,
sem þeir héldu sér til baka; er það
í sjálfu sér veruleg yfirlýsing um
það hvernig Capt. H. M. Hannesson
er kyntur; sem nú er foringi 223.
berdeildarinnar.
Lúðraflokkurinn.
Lúðraflokkur 223. herdeildarinnar
kom heim aftur úr ánægjulegri ferð
um Argyla bygð nýlega. Hafði
i flokkurinn haldið hljómleikasanikont-
1 ur að Baldur, Glenboro og Brú, og
I var flokknuni frábærlega vel tekið í
öllunt bæjunum. Stór hópur manna
mætti í Baldur og Glenboro, en sök-
urn illviðris v'ar fátt á Brú.
Lieut. W. A. Albert þakkar inni-
lega öllum íbúum Argyle-bygðar fyr-
ir hinar ágætu viðtökur flokksins og
meðferð á honum á meðan hann
dvaldi þar. Alt mögulegt var gert
til þess að piltunum í flokknum liði
sent bezt og eru þeir sérlega þakk-
Iátir/fvrir það.
W. A. Albert.
Lieut. A. W. Albert innritaðist í
223. herdeildina í marz 1916. Hans
sérstaka köllun hefir verið sú að fá
menn í lúöraflokkinn og æfa þá þar.
Þrátt fyrir það þótt flestir hljóm-
fróðir nienn, sem fáanlegir voru,
hefðu þegar farið augtur um haf, þá
tókst Albert samt að ná í ágæta
krafta fyrir þennan flokk og hefir
regluleg æfing gert flokkinn einn
hinn allra bezta lúðraflokk hersins i
Canada. Takmark hans er að fara
austur til Evrópu með flokk sinn,
sem verði til sóma deildinni. Sem
stendur er hann í Winnipeg að sjá
um betri auglýsingar á deildinni.
Reynsla hans fyrrum sent sölumaður
og auglýsinga koma honurn að sér-
lega góðu liði í þessari stöðu hans.
Capt. W. Lindal.
Capt. W. Lindal var einn hinna
fyrstu sem innritaðist í 223. herdeild-
ina og hefir leyst af hendi mikið
starf og ágætt fyrir deildina, sér-
staklega við liðsöfnun. Þegar Capt.
Lindal var í Saskatoon safnaði hann
um 200 inanns.
Capt. Lindal er einn hinna bezt
kyntu rnanna í deildinni og hefir altaf
Itorið hag hennar fyrir brjósti. Hann
er nú sem stendur liðsöfnunarstjóri
og hefir skrifstofu í Winnipeg og er
hann á sama tíma að læra á herstjóra-
skólanum og tekur þar próf innan
skamms.
Gjafir til 223. herdelldarinnar.
Safnað af Th. P. Paulson.
Frá Reykjavík P. O., Man.:
Mr. og Mrs. Kjartanson $5, Ingi
Kjartanson $1, Sveinbjörn Kjartan-
son $1, Valgerður Joh. Erlendson $5,
Guðlaugur Erlendson $2, Gustaf Er-
lendson $2, Marino Erlendson $1,
Mrs. A. Sölvason $1, Mrs. G. Sig-
urðson $5, Mr. og Mrs. A. J. John-
son $5, John R. Johnson $1, Ingi-
mundur F.rlendsson $5, Einar Er-
lendsson $5, M. Freeman $5, Mr. og
Mrs. Snædal $5, Thomas Ólafsson $1.
Frá Ashern P. O., Man.:
'Sigfús Borgfjörð $2, Steini Borg-
fjörð $1, Jón Finnsson $1, Alexander
Finney $3, Benedikt Kristjánson $2,
A. G. Johnson $1.
Frá Steep Rock P. O., Man.:
Kári H. Benson $2, Benedikt John-
son $1, Oli Olson $2.
Paulson kom á þriðjudaginn úr
ferð utn jæssar bygðir og lætur vel
yfir. Bróðir hans Friðrik kom með
honum og er að ganga í 223.. deildina.
Lieut. A. W. Albert.
NÚMER II
THE STOW-AWA Y
Sir R. L. Borden (to Hon. “Bob” Rogers, whom he has conveyed as a
stow-away to Eng’land):—Now “Bob” for goodness sake try to remember
that you are not about to deaJ with a bunch of contractors on the Manitoba
Agricultural college. —Prom the Vancouver Sun.
Fastir við sinn keip.
Þess var getið í síðasta blaði að
dómsmálastjórinn í Ottawa hefði
ætlað sér að hafa áhrif á Manitoba-
stjórnina í þá átt að breyta kvið-
dómslögunum á þann hátt að ekki sé
nema úr 48 að velja. Þetta atriði
var svo greinilega skýrt hér í blaðinu
að frekari skýring væri óþörf. Nú
eru þær fréttir sagðar að austan að
stjórnin sé með frumvarp á prjónun-
um til þess að koma þessu í fram-
kvæmd.
Auðvitað er þetta frumvarp ekki
svo komið á laggirnar að það sé ná-
kvæmlega kunnugt, en það telja
margir vafalaust að lögin verði gerð
með tilliti til Manitoba í sambandi við
ráðherramálin, og er þá skörin farin
að færast alllangt upp í bekkinn ef
sérstök lög eru búin til í því skyni
að hindra fyikisstjórnina frá því að
geta rannsaka'ð glæpamál á þann hátt
sem lrún telur nauðsynlegt til þess a'ð
réttur nái fram að ganga.
Dæmdur til dauða.
Maður sem heitir John Hogue, en
stundum gekk undir nafninu James
Steward hafði veril ræningi og óbóta-
maður lengi. Náðist hann hér í
Winnipcg i janúar og átti að flytja
hann suður til Bandaríkjanna til
þess að taka þa út dóm og hegningu
fyrir misgerðir. Á leiðinni skaut
hann til dauðs manninn, sem sendur
var með hann, brauzt út úr járn-
brautarlestinni og strauk. Maðurinn
sem hann skaut hét W. Marshall
Jackson og var innflutninga embætt-
ismaður hér í Winnipeg. Hogues
var leitað og náðist hann; var hann
dæmdur á fimtudaginn til þess aö
hengjast 10. marz. Sutherland dóm-
ari í Ontario feldi dóminn. — Ekki
þvkir líklegt að málinu verði áfrýjað.
7,000 húsviltir.
Afarmikil flóð eru í ríkinu
Tennesse. Árnar hafa hækkað 10
fet yfir það sem álitið er líklegt að
Jxer nokkru sinni fari og eru hundruð
húsa í eyðileggingu og 7,000 manns
húsviltir.
Wilson veitt vald.
Lansing útanríkisskrifari Banda-
ríkjanna og Gregory dómsmálastjóri
hafa skýrt Wilson forseta frá því að
hann hafi fulla heimild til þess að
vopna kaupför til varnar gegn árás-
um.
7,751 herfangar í Canada.
Síðan striðið hófst hafa um 8,000
manns verið settir í herfangelsi í
Canada. í nóvember voru j>ar 7,751,
en nu eru þeir að eins 2,646, hafa
! vfir .>,000 verið látinr lausir til þess
| að vinna bændavinnu.
Af þeim sem eftir eru eru 1,501
| Þjóðverjar, 1,135 Austurríkismenri
I og .10 Búlgarar.
Heitt á þingi í Svíþjóð.
Stjórnin í Svíþjóð fór frant á J>að
j við þingið að það veitti 30,000.000
króna til þess að vemda hlutleysi
þjóðarinnar. Þetta var 3. rnarz, en
þingið feldi frttmvarpið með 15 at-
kvæða meiri hluta í sameinuðu þingi.
6. marz sagði þvi Hammerskjöld for-
sætisráðherra af sér og stjórnin með
honum, en Gustaf konungur fékk þá
til þess að vera við völd um nokkurn
tíma, ef ske kynni að þetta Iagaðist.
Lítur nú út fyrir að alt ætli að falla
í Ijúfa löð.
Samkoma sú sem haldin verður á
ntánudaginn undir umsjón Hjálpræð-
ishersins verður vönduð og vel úr
garði gerð. Landar sækja oft sam-
komur þeirra, enda eiga þeir það
skilið því starf þeirra er í alla staði
virðingarvert.
Afskaplegur fjárdráttur
Lögmaðttr stjómarinnar í rann-
sóknarmáli búnaðarbygginganna í
Manitoba heitir Hugh Philipps.
Hann skýrði frá því á fimtudaginn
hversu mikill fjárdráttur hefði sann-
ast í sambandi við jjær byggingar.
Skýrsla hans er á þessa leið.
1. Á fimm þökum úr stáli,
steinsplötum og sementi var fjár-
drátturinn $171,396.72.
2. Fyrir auka gröft, steinsteypu
og sv’o frv. var sett svo hátt verð að
fjárdrátturinn var $31,861.05.
3. Á málningu svefnhússins var
ránið $12,863.97.
4. Á málningu á byggingu ávaxta-
garðsins var fjárdrátturinn $2,213.
5. Á kalki og steypu var fjárdrátt-
ttrinn $13,582.
6. Á þjöppuðtim tígulsteini var
fjárdrátturinn $6.500.
7. Á steinrennum var fjárdráttur-
inn $6.109.09.
8. Með því að láta ekki borð-
þynnur á milli gólfa á 34-10. ekra
svæði var fjárdrátturinn $9.233.83.
9. Á ávaxtahúsinu var fjárdrátt-
urinn $12,710.50.
Alls verður j)etta $266,466.66.
En á öllum byggingunum segir
Philipps að fjárdrátturinn hafi num-
ið $302,789.28. Þó var öllum fjár-
dráttar upphæðum slept, sem ekki
vortt $500 eða j>ar yfir.
Þessi glæpsamlegi fjgrdráttur seg-
ir hann að hljóti að hafa verið í
samráði við embættismenn. stjórnar-
innar og sé Robert Rogers sekur um
það, því það heyrði ttndir hans
deild.
Bitar.
Þeir sem drógu sér fé í sambandi
við vegabæturnar vilja skila því aft-
ur ef þeim sé ekki hegnt. — Þegar
þjófurinn setur réttvísinni þá kosti
að hann haldi þýfinu nema ]>ví að-
eins að sér sé slept við hegningu, þá
er skörin farin að færast ttpp í bekk-
inn.
Maður að nafni Angelo Ferrara
var kærður um að reyna að stela úr
i peningapyngju. Hann var fundinn
sannur að sök og dæmdur t þriggja
ara fangelsi. Aumingja maðurinn
hafði engum peningum stolið og gat
þv'í ekki boðist til að skila þýfinu
aftur, eins og vegafjárþjófarnir.
Annars hefði hann líklega sloppið.
Blöðin sögðtt að séra Hindley hefði
staðfest það með hcimildum að her-
skylda kæmi hér á innan 60 daga.
Séra Hindley segir að blöðin hafi
ekki ranghermt staðhæfing sína, en
samt hafi hann ekki haft “heimildir”
til staðhæfinganna. Þetta skilur vist
enginn nema hann.
Þessa vísu gerði K.n. nýlega, þeg-
ar séra Magnús hafði skrif&ð honum
j °S sa8t honum a& hann væri skáld,
[ en ekki leirbullari eins og flestir hér
vestra:
Eg er ekki leirskáld lengur,
ljoðskáld bara, eins og gengur:
leirskáld á þó landinn nóg.
Sannleikur er sagna beztur,
sagði þetta Magnús prestur.
X'isstt fleiri, en jxigðtt ]Vó.”
Maður sem heitir Karol Metniczek
var dæmdttr í sex mánaða fangelsi á
mánudaginn fyrir það að hann stal
fjórum gömlum treyjum af mjólkur-
vagni. — Honum hefir vlst ekki hugs-
ast það að bjóða að skila treyjunum
aftur.
Bryan var reiðubúinn að kappræða
við Roosevelt um vopnaðan frið, en
Roosevelt neitaði vegna þess að hann
sjálfur hefði allar sannanirnar en
Bryan engar. — Hver sanngjarn
dómari hlyti að ákveða Roosevelt
hæstu verðlaun fyrir hroka.