Lögberg - 15.03.1917, Qupperneq 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 15. MARZ 1917
3
Pollyanna
Eftir Eleanor H. Porter.
“ÞaS veit eg í rauninni ekki,” svaraSi hann og hló.
“At5 svo iniklu leyti eg hefi oröið áskynja um það, þá
er það geislandi og ósigrandi gleði yfir öllu sem skeður,
hefir skeð og á að ske. t öllu falli snýst hin einkennilega
rtiælska hennar, sem ávalt er endurtekin fyrir mér, sífelt
um það —• að menn skuli vera glaðir — bæði yfir mótlæti
og meðlæti — það er endurtekið í öllu sem hún segir.
En niðurstaðan er”, bætti hann við og kvakhló, “að eg
vildi að eg gæti skrifaö hana á lyfjaseðla mína — keypt
hana — gefið sjúklingum mínum hana inn — eins og hver
önnur lyfjaber. Og þó — væru margir eins og hún í
heiminum, þá yrðu bæði þér og eg að verða ökumenn eða
taka að okkur að grafa skurði, því þá yrðu fáir sjúk-
lingar til að stunda og fá borgun fyrir, bæði fyrir lækna
og hjúkrunarmenn.”
Svo sté læknirinn upp í vagninn og tók taumana.
Meðan á þessu stóð, fylgdi Pollyanna konunni til her-
bergis John Pendletons.
Leiðin lá í gegnum hið stóra bókaherbergi við endann
á forstofunni, og þó að þær gengi hratt, sá Pollyanna að
miklar umibætur höfðu verið gerðar. Stóru hyllurnar með
bókunum og rauðu blæjurnar voru eins og áður; en nú
var þar engin óregla, ekkert pappírsrusl á gólfinu eða á
borðunum og ekkert ryk sjáanlegt. Símabókin hékk á
króknum sínum, og málmmunirnir hjá eldstæðinu gljá-
andi sem gull, svo hreinir og vel fágaðir voru þeir.
Einar af hinum mörgu dularfullu dyrum stóðu opnar,
og það var til þeirra sem konan fylgdi Pollyönnu. Augna-
bliki síðar stóð hún í fallegu og ríkmannlegu svefnher-
bergi og heyrði konuna í lágum og afsakandi»róm segja:
“Bg bið yður afsökunar, hr. Pendleton, en hér —• hér
er lítil stúlka sem kemur með dálitið af magnsúpu. Lækn-
irinn sagði mér að fylgja henni hingað inn.”
Á sama augnabliki var Pollyanna alein hjá “mannin-
um”; hann lá á bakinu í rúminu sínu, svipillur og önugur
með hrukkur á enni og hnyklaðar brýr.
“Hvað á þetta að þýða? Heyrðuð þér ekki að eg
sagði—?” tautaði gremjuleg rödd. “Nú, ert það þú?”
sagði hann svo, raunar ekki mjög vingjarnlegur, þegar
Pollyanna nálgaðist rúmið. *
“Já, það er eg,” svaraði Pollyanna með örugga brosinu
sínu. “Og ó, eg er svo glöð yfir því að fá að koma inn.
Konan ætlaði fyrst að taka súpuna frá mér, sjáðu, svo
eg varð svo hrædd um að eg fengi ekki að heilsa þér. En
svo kom læknirinn og sagði að eg mætti fara inn. Var
það ekki vel gert af honum að leyfa mér að fara inn og
heilsa þér?” '
Maðurinn gat ekki varist brosi, en hann sagði að eins
“hum”, meira talaði hann ekki.
“Og hérna er eg með ögn af súpu handa þér,” sagði
Pollyanna; “magnsúpu — eg vona að þér líki hún?”
“Magnsúpu? Eg v'eit það ekki —■ hefi aldrei smakkað
hana,” svaraði maðurinn. Brosið var horfið, og hann var
jafn óánægður og gremjulegur eins og áður.
Eitt augnablik brá fyrir fonbrigðum á andliti Polly-
önnu, en það- hvarf strax aftur. Ilún lét skálina með súp-
unni í á borðið hjá rúminu.
“Hefir þú ekki smakkað hana? Já, en fyrst þú hefir
ekki gert það, þá getur þú heldur ekki vitað hvort þér
líkar hún, er það ckki ? Svo eg held samt sem áður að
mér þyki vænt um að þú hefir ekki smakkað hana. Og
ef þú vissir —” ,
“Já, já. Það ér eitt sem eg veit, og það er, að eg ligg
hér endilangur á bakinu, og að eg verð líklega að liggja
hér —■ máske til dómsdags.”
Það brá afarmiklum hræðslusvip á andlit Pollyönnu.
„“Dómsdags ? Ó, nei, það getur óm'gulega orðið til
dómsdags, þegar engillinn Gabriel blæs í básúnuna —
nema ef dómsdagur kemur miklu fyr en við höldunt að
hann geri — já — eg veit vel að það stendur í biblíunni,
að hann geti komið fyr en við höldum, en eg held nú
samt, að hann muni ekki koma fyrst um sinn — já, eg á
nú ekki við það, að eg trúi því ekki sem biblían segir,
en eg meina að eg trúi því ekki, að hann komi miklu fyr
en við höldum, því ef —”
John Pendleton varð skyndilega að hlæja — og hann
hló hátt. Hjúkrunarmaðurinn, sem á sama augnabliki
kom í dyrnar, hopaði straté á hæl og dró sig í hlé alveg
hávaðalausb. Það var eins og hann væri hræddur við að
trufla eitthvað, ef liann léti sjá sig.
“Heldurðu ekki að þú veltir einhverju á öfuga hlið
núna?” spurði John Pendleton Pollyönnu, og gletnin skein
sjáanlega í augum hans.
Litla stúlkan hló ánægð.
“Jú, það getur verið,” sagði hún. “En það, sem eg í
rauninni ætlaði að segja, var, að fótleggur varir ekki —
brotinn fótleggur, á eg viö — varir ekki eins lengi og
fólk, sem verður alt af að liggja í rúminu, eins og til
dæmis frú Snow. Svo þú þarft naumast að liggja með
brotinn fótlegg til dómsdags. Og það finst mér að þú
megir gleðjast yfir.”
“Já, auðv'itað, og það geri eg líka,” svaraði ‘maðurinn’
þurlega.
“Já, og svo hefir þú að eins brotið annan. Þú getur
þá glaðst yfir því, að þú brauzt ekki báða,” sagði Polly-
anna; það var kviknaður hjá henni ákafi fyrir málstað
hennar.
“Já, sannarlega; það var þó hepni,” sagði John
Pendleton og lyfti augunum til himins. “En ef við lítum
á það frá þessari lilið, hugsaðu þér hvað glaður eg má
vera yfir því, að eg hefi ekki þúsuhd fætur og hefi
brotið níu hundruð níutíu og níu af þeirn.”
Pollyanna hló, gagntekin af ánægju.
“Ó, já, það segir þú satt,” hrópaði hún. ““Eg hefi
séð slíkar margfætlur, jxer hafa aragrúa af fótum. Og
jtú getur verið glaður —”
“Ó, já, auðvitað,” greip maðurinn frani í hörkulega,
og öll gantla beiskjan og óánægjan lýsti sét i róm hans,
“eg miá víst vera glaður yfir ölltt öðrtt líka, ímynda eg
tnér —i hjúkrunarmanninum, þessum bansetta lækni og
þessum friðarþjóf, sem kominn er í eldhúsið?”
“Já, já, eðlilega,” hrópaði Pollyanna alveg agndofa af
ttndrun. “Hugsaðu þér að eins hve leitt það hefði verið,
ef þú hefðir ekki haft þau.”
“Ef eg — hvað ?”
“Já, það §egi eg hiklaust — hugsaðu ]>ér að eins hve
ilt |>að hefði verið, ef þú hefðir ekki haft ]>au núna,
þegar þú liggur hér með brotinn fótlegg.”
“Eins og það sé ekki orsökin til allra kvalanna,” svar-
aði maðurinn vondur. “Alt stafar af því, að eg verð að
liggja hérna með þennan fótlegg. Og samt er þess krafist,
að eg skuli vera ánægður, af því þessi kvenasa endaveltir
öllum hlutum ntínum og eyðileggur alt húsið — “til að
koma reglu á í því”, sem hún kallar það, og af þvt hér
flækist maður, sem segir já og afnen til alls, sem hún
finnur upp á, og sem í viðbót við það læzt ætla að hlynna
að mér; svo að eg ekki minnist á læknirinn, sem að eins
hefir þau til þessa og bendir þeim á ótal nýjar og óþarfar
breytingar, að eins til að kvelja ósjálfbjarga mann. Og
þar á ofan verð eg að borga þeim ríkmannlega líka.
Pollyanna hristi höfuðið; hún skildi hann vel og vor-
kendi honum.
“Já, eg skil það mjög vel — það er erfitt — þetta með
peningana — ffrst þú hefir alt af sparað og haldið í þá.”
“Hvað? hvað hefi eg?”
“Sparað peninga og étið fiskisnúða og baunir, eins og
þú veizt. Og, seg þú mér, þykja þér baunir góðar? —
eða líkar þér betur kalkúnssteik, en vilt ekki borða hana
af því hún kostar 40 cents?”
“Nei, en heyrðu nú, telpa, um hvað ertu að þvaðra?”
Pollyanna brosti himinglöð.
“Um peninga, eins og þú veizt — og að afneita sjálf-
um sér og spara þá, til þess að geta gefið heiðingjunum
þá. Þú sérð að eg veit þetta alt saman. Og veizt þú það,
hr. Pendleton, það var af þessari ástæðu —• og nokkruri
öðrum — að eg vislsi að þú varst ekki eins afundinn inn-
vortis, eins og þú leizt út fyrir. Nancy hefir sagt mér
þetta.” - ^
John Pendleton lá með opinn munninn af undrun.
“Hvað er það? sem þú segir að Nancy hafi sagt þér,
að eg dragi saman peninga til að gefa þá til — hum; má
eg spyrja hver þessi Nancy er?”
“Nancy Hún er vinnukona okkar. Hún vinnur hjá
Polly frænku.”
“Og Polly frænka? Hver er Polly frænka?”
“Hún er móðirsystir mín, ungfrú Polly Harrington.
Eg er hjá henni.”
Maðurinn hrökk við.
“Ungfrú — ungfrú Polly — Harrington!” endurtók
hann. “Ert þú — hjá henni?”
“Já, eg er systurdóttir hennar. Hún hefir tekið mig
til sín, til að ala mig upp —■ sökum móður minnar, eins og
þú skilur,” stamaði Pollyanna, fremur lágmælt og kjark-'
lítil. “Móðir mín var systir hennar, og þegar pa—þegar
pabbi fór til himins, til að vera hjá henni og hiunm, þá
var enginn eftir hér á jörðinni til að sjá um mig, nema
kvenmanna styrktarfélagið. Og þess vegna tók Polly
frænka mig.”
Maðurinn svaraði ekki; andlit hans varð náfölt, og
hann lá alveg hreyfingarjaus á koddanum — já, svo föll
var andlit hans, að Polly?.nna varð hrædd. Hún stóð upp,
án þess að vita hvað hún ætti að gera.
“Það er máske bezt að eg fari nú,” sagði hún. “Vertu
þá sæll. Eg vona — eg vona, að þér geðjist að magn-
súpunni.”
Maðurinn sneri höfðinu skyndilega að henni og opnaði
augun. Það var einhver undarlegur svipur, sem brá fyrir
í dökku augunum, svo skýr, að Pollyanna sá hann og
hafði einhver dularfull áhrif á hana. Henni fanst eins og
augu mannsins þráðu eitthvað.
“Svo þú ert — systurdóttis ungfrú Harrington,” sagði
hann lágt. Röddin var orðin blíð. ‘
“Já, það er eg.”
Enn þá horfði hann á andlit hennar dökku augunum
sinum, þangað til Pollyanna, sem var orðin allfeimin,
tautaði:
“Hefir þú—tveizt þú—þekkir þú hana?”
Dálítið einkeninlegt bros lék um varir John Pendle-
tons.
“Já, eg þekki hana.” Hann þagnaði snöggvast. Svo
sagði hann með sama undarlegg brosinu: “En J>ú ætlar
þó ekki að segja mér — þú ætlar ekki að telja mér trú
um — að það sé úhgfrú Polly Harrington, sem hefir sent
mér þessa magnsúpu?”
Pollyanna varð mjög feimin og vandræðaleg.
“Nei—nei, hr. Pendleton, það geri eg ekki, það geri
eg alls ekki; því hún sagði jafnvel, að eg yrði að gæta
þess nákvæmlega, að þú fengir ekki að vita hvaöan súpan
kæmi, eða mættir halda að hún kæmi frá henni. En—”
“Nei, eg get ímyndað mér það,” svaraði maðurinn
kuldalega óg sneri andlitinu burt.
Pollyanna var í slæmum vandræðum; hún vissi ekki
hvað hún átti að gera og læddist á tánum út úr herberg-
inu.
Fyrir utan sólbyrgið sat læknirinn enn þá í vagninum
sinum, og talaði við konuna og hjúkrunarmanninn.
“Nú, ungfrú Pollyanna, máske mér veitist sá heiður
að mega aka þér heim,” spurði hann brosandi. “Eg ætlaði
að fara fyrir fimm minútum síðan, en þá datt mér í hug
að eg gæti biðið eftir þér.” \
“Þúsund þakkir, læknir. Það er undur gaman að aka,
eg er beinlínis hrifin af því,” sagði Pollyanna brosandi
af ánægju, uin leið og hann rétti henni hendi sína til að
hjálpa henni upp í vagninn.
“Þykir þér það?” sagði læknirmn brosandi og kinkaði
kolli í kveðjuskyni að unga manninum, sem stóð á tröpp-
unum. “Eg ímynda mér, að svo miklu leyti eg hefi skilið,
að það séu æðimargir hlutir, sem þér þykir gaman að. Er
]>að ekki ?” sagði hann, og lét hestinn fara af stað.
Pollyanna hló.
“Ó, eg veit ekki —■ jú, það eru þeir eflaust,” viöur-
kendi hún. “Mér þykir gaman að öllu sem heitir að lifa;
en af öðru hefi eg ekki neitt sérlegt gaman — svo sem að
sauma, lesa hátt og alt hitt. Því það er ekki að lifa.”
“Á, hvaö er það þá?”
“Polly frænka segir að það sé að læra að lifj,” sagði
Pollyanna og stundi með eins konar iðrunartilfinning.
Nú brosti Iæknirinn líka — dálítið tindarlega. fanst
Pollyönnu.
“Segir hún það ? Nú, eg get ímyndað mér að hún segi
—eitthvað líkt þessu,” sagði hann.
“Já”, svaraði Pollyanna. “En mér finst það ekki
þannig, því eg get ekki skilið hvers vegna menn skuli
þurfa að læra að lifa. Eg þarf þess í öllu falli ekki.”
Læknirinn stundi.
“Ó—eg er hræddur um að til séu menn, sem þurfa
þess, litla stúlkan mín,” sagði hann hugsandi.
Hann sat lengi þögull eftir þetta. Pollyanna stalst til
að líta á andlit hans, og fann til einhvers konar með-
aumkunar með honum. Hann virtist vera svo sorgmædd-
ur. Hún óskaði sér að geta gert eitthvað fyrir hann, en
hún vissi ekki livað það átti að vera. Máske það hafi
verið þessi tilfinning, sem kom henni hálf hikandi til að
segja:
“Chilton læknir, mér finst að það, að vera læknir,
hljóti að vera ein sú ánægjulegasta atvinna, sem maður
tekur sér fyrir hendur.”
Læknirinn sneri höfði sínu að henni undrandi.
“Ánægjulegasta? —■ Hugsar þú um allar þær kvalir
og sorg, sem mér bera fyrir augu hv’ar sem eg kem, sem
læknir?” sagði hann.
Hún kinkaði kolli alvarleg.
“Já, eg hugsa um það. En þú kemur til að hjálpa,
eins og þú veizt; og auðvitað hlýtur þú að gleðjast yfir
því, að geta hjálpað í slikum tilfellum. Og þess vegna
finst mér að þú ættir að vera glaðastur af okkur öllurn.”
Lmknirinn leit á hana. Hann var óvanalega einmana
maður, þessi læknir. Hann átti hvorki konu, börn eða
heimili. Hann hafði að eins tvær skrifstofur og eitt
svefnherbergi niðri í hótelinu. Erí það var satt, lifsstaða
hans var honum kær og heilög. Og þegar hann nú leit í
hreinskilnislegu augun hennar Pollyönnu og heyrði orð
hennar, fanst honum alt í einu sem blessandi hönd væri
lögð á höfuð sitt. Og hann fann jafnframt, að hann
mundi ekki strax gleyma þessari áskynjun, fyrir hin erfiðu
störf tiagsins og hin löngu og einmanalegu kveld.
“Guð blessi þig, litla stúlkan mín,” sagði hann hlýlega
með skjálfandi röddu, sem gerði Pollyönnu óframfærna.
Til allrar hamingju stökk íkorni með hárauða halann
sinn þvert yfir brautina, og kom Pollyönnu til að gleyma
vandræðunt sínum.
Læknirinn ók með hana alla leið að Lindarbakka;
hann kinkaði kolli til Nancy, sem var að fægja málmlás-
inn fyrir stóru girðingardyrunum á akveginum, og ók svo
með hraða x burtu.
“Hugsaðu þér, eg fékk að aka með honum alla leiðina,
Nancy,” hrópaði Pollyanna himinglöð. Það var svo
skemtilegt, og ó, hann er svo indæll, læknirinn.”
“Er hann það?”
“Já, það er hann. Og eg sagði honum, að mér findist
hann ætti að vera glaðastur af öllum, af því hann stundaði
slíka atvinnu.”
“Finst yður það? — að fara að líta eftir veiku fólki
— og fólki, sem ekki er veikt, en ímyndar sér að það sé
þaðf sem er enn verra?” spurði Nancy með reglulegri
fyrirlitning.
En Pollyanna hló hugfangin.
“Já, það er einmitt það, sem hann sagði líka,” sagði
hún áköf. “En það er ágæt aðferð til að vera glaður af
líka. Gettu!”
Nanfy hnyklaði brýrnar og hugsaði stg um. Henni
fanst hún vera orðin svo æfð í að leika þenna “vera-
glaður-leikinn”, að hún ætti að kunna hann nú. Hún
skemti sér líka við að komast að því, hvað Pollyanna
meinti í h.vert skifti, svo hún hafði reglulega mikinn áhuga
á hontim.
“Ó, nú skil eg,” sagði hún. “Það er alveg það gagn-
stæða við það, sem þér sögðuð við frú Snow.”
“Það gagnstæða?”
“Já, þér sögðuð henni, að hún gæti verið glöð yfir því,
aö allar manneskjur væru ekki eins og hún — og væru
ávalt veikar, eins og þér munið.”
“Já, að sönnu,” svaraði Pollyanna.
“Já, og læknirinn getur glaðst yfir því, að hann er
ekki eins og aðrar manneskjur—eins og þær veiku, sem
hann læknar,” sagði Nancy sigri hrósandi.
Nú var það Pollyanna, sem varð aÖ hnykla brýr og
htigsa sig um.
“Já-á, já raunar; þetta má nú skoða þannig,” viður-
kendi hún, “En það v'ar nú ekki á þann hátt, sem eg
hugsaði það; og —■ eg veit ekki, mér líkar ekki þessi að-
ferð rétt vel. Það var einmitt ekki það, sem hann sagði,
að hann væri glaður yfir því að þeir væru veikir, en —.
Þú leikur þenna leik svo undarlega stundum, Nancy.”
Þegar Pollyanna kom inn, fann hún frænku sína í dag-
stofunni.
“Hver var þessi ókunni? Þessi maður sem ók að girð-
ingarhliðinu, Pollyanna?” spurði ungfrú Polly.
“Sást þú það ekki, Polly frænka? Það var Chilton
læknir. Þekkir þú hann ekki?”
“Chilton læknir? Hvaða erindi átti hann ltingað?”
“Hann ók með mig heim. Og eg fór með súpuna til
hr. Pedleton, og —”
Ungfrú Polly leit fljótlega upp og hvesti augun á
frænku sítia.
“Pollyanna, hann hefir ekki haldið að hún væri frá
mér? að eg hafi sent hana?”
“Nei, fjarri fer því, Polly frænka. Eg sagði að þú
hefðir ekki gert það.”
ttngfrú Polly blóðroðnaði alt í einu.
“Sagðir þú það?”
Pollyanna rak upp stór augu; hana furðaði á spurn-
ingu fræriku sinnar.
“Já, Polly frænka, þú sagðir sjálf að' hann mætti ekki
halda það.”
ungfrú Polly stundi vandræðalega.
“Eg sagði, Pollyanna, að eg vildi ekki senda súpuna,
og að þú yrðir að sjá uni að hann héldi ekki, að eg hefði
gert það. En það er alt annað en að segja, að eg hafi
ekki sent ltana.”
Hún sneri sér burt óánægð.
“Nei, mér er ekki mögulegt að skilja hvaða mismttnur
er á þessu,” sagði Pollyanna og stundi, ttnt leið og hún
fór út til að hengja hattinn sinn á liinn ákveðna snaga,
þar sent Polly frænka hafði sagt, að hún ætti að hengja
hann.
XVI. KAPÍTULI-
Rauff róls og kniplingasjal.
Það var einn rigningardag, hér um bil viku eftir
heimsókn Pollyönnu til John Pendletons, að Timothy ók
með ungfrú Polly á kvenmanna styrktarfélagsfund litlu
eftir hádegi.
Þegar ungfrii Polly kom aftur kl. fimm, voru kinnar
hennar rjóðar og fjörlegar, og hárið, sem hinn raki vind-
ur hafði blásið ttm, hafði dreifst í lokka og var-hér og
hvar hrokkið. Hárnálarnar höfðu orðið að sleppa tökum
sínutn.
Pollyanna hafði aldrei áður séð frænku sína líta þann-
ig út.
Efnafrœðislega sjálfslökkvandi
•
Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira
öryggi á heimilinu. — J?að er vissulega atriði, sem þú
lætur þig varða, meira en lítið.
Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn-
irtgum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á
vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver
einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð-
islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman
þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt-
an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu-
legt er.
öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s
Verðskrá Kornyrkjufélagsins
Nú er tíminn til þeas að panta akuryrkjuverkfæri.
Verðskrá vor fyrir 1917 er nú fullgerð og full spjaldanna
á milli með muni sem sparar peninga. Ef þú hefir ekki
náð í verðskrána þá skrifaðu eftir henni í dag. Mundu
eftir því að þegar þú skiftir við kornyrkjumanna félagið
þá ert þú að skifta við byrjunarfélag bænda.
NOKKRIR
Ml'N'IK
TALiDIR:
Plógar
Herfi
Pjapparar
Sáningarvélar
Rifvélar
Rifskðfiur
TaSdreifir
Maísáhöld
Jaröeplaáh.
Preskivélar
Hrlfur
Sláttuvélar
Gasolln- og
Steinolluvélar
Kvarnir
Hey-vélar
SleCar
Vagnar
Kerrur
Aljtýgi
Kornhreins-
Útungunarv.
ViSur. o.fl.
Mail This-To-day. I
l
THE GRAIN GROWERS’ GRAIN CO. I
I
Please send me eopy of 1917 Catalog |
advertised in Logberg.
Name
P.O.
I
Prov.
Ihe /rajn /röwers /raTn
Branches ^
REtilNA.SASK
CALGARY.ALTA
FORT WILLiAM.ONT.
Ltd. I
Winnipeg-Manitoba ítt'wts™wsTE» i
u Bntish Coiumtwa ■
pakkarorð.
pegar við urðum fyrir þvl tapi,
þann 22. júlí slðastliðinn, að hús okk-
ar brann til ösku ásaitít öllum hús-
búnaði og netjaútveg mlnum, þá kom
það fram, sem oftar, að Islendingar
eru fljótir til hjálpar, þvl á stuttum
ttma var búið að safna peningalegri
hjálp okkur til handa, sem hér með
fyigjandi gjafalisti bendir á. Auk
peninganna var okkur gefinn efni-
viður til húsbyggingar, að mun, og
fatnaður nokkur ásamt vinnujhálp og
fleiru, sem of langt yrði hér að telja
upp.
Mrs. B. Benson skrifaði manni sln-
um norður á vatn, þar sem hann var
við fiskiveiðar, og bað hann að gang-
ast fyrir peninga söfnun þar meðal
fisklmanna, og lýsir það framúrskar-
andi alúð og hugsunarsemi I okkar
garð. -—- Fyrir alt þetta þökkum við
af hjarta. Sérstaklega viljum við
þakka þeim hjðnunum Mr. Guðjðni J.
Arnason og konu hans, fyrir þann 6-
metanlega greiða, að taka okkur og
börn okkar inn I hús sitt þegar við
stóðum uppi húsnæðislaus og al'slaus.
Og vorura við þar til húsa hjá þeim
I nær tva mánuði og vildu þau enga
borgun taka fyrir. T\'eir menn hafa
afhent mér peninga persónuloga. en
eg hof*. giatað nöfnum þeirra af þess-
ura lista og biö eg þá velvirðingar þar
á, og engu slður erum við þeim þakk-
lát en hinum, og biðjum þann. sem
engin góðverk lætur ólaunuð. að
launa þessu fólki gjafirnar og hjálp-
ina, okkur til handa, á þeim tlma,
sem þvl kemur I>ezt.
Mlkley, 27. febrúar 191'..
Jón B. Pálntason,
Stefania J. Pálmason.
Nöfn gefenda.
Afhent mér sjálfum: — O. G Odd-
lf ifsson Í50, Mr. og Mrs. G. Oddlelfs-
son $45, Mr. og Mrs. B. Pálmason Í25,
K' enfélag J1 itleyjar $10. Guðj. Árna-
soo $10, Fáil Olson, B. Péturss>>ii. I.'.
G. Anderson, Mr. og Mrs. Kernested,
B. Stefánson, Mrs. C. J. Ahderson.
Mr. og Mrs. G. Jakobsson $5 hvert.
Jóh. Jónsson $3. Mrs. P. Magnússon.
Miss G. Sigurðson $1 hvor.
Safnað af B. Anderson við Riverton,
Man.: — B. Anderson, Sv. Thorvald-
son $5 hvor, Vopni <5’ Sigurdson, L.
Th. Björnson, J. T. Jónasson. Kr.
óiafsson $3 hver; J. Briem, C. David-
son $£ hvor; J. Markowich $1.75, Kr.
Doll, T. G. Isfeld, S. Briem, B. Kjart-
anson, M. Briem, J. Byjólfson, C.P.R.
Agent, G. J. Guttormson, A. H. Guð-
mundson $1 hver; T. Björnson 50e.
Safnað af Th. Danielson, Hecla,
Man.: — Kr. Thomson. G. Thomas-
son. Th. Jónson, B. Kjartanson, J.
Hoffman. V. Sigurgeirsson, H. Sig-
urðson $5 hver. B. Halldórson $10,
Mr. og Mrs. J. Halldórson $7, Th.
Fjeldsted $4, Th. Thordarson, J. Grim-
ólfsson, J. Sigurgeirsson, Th. Magnús-
son, Mr. og Mrs. E. Jðnson, G. Guð-
mundsson, Kr. Jónson, Mrs. H. Jak-
obsdóttir, Mr. og Mrs. B. Fnjóskdal,
P. Jakobsson, Mr. og Mrs. Th. Daniels-
son $2 hvert. Mr. og Mrs. S. Erlend-
son $1.50, Mrs. Th. Hallgrímsson, Th.
Olson, S. Thordarson, M. ,T. DoII, S.
Ásbjörnsson. Mrs. K. Olafson, O.
Helgason, J. Thorsteinson, Mrs. G.
Björnson, S. Helgason, É. Thordar-
son, Mrs. E. Thordarson, H. Sigur-
geirsson, J. Benediktsson, D. Olaf-son
$1 hvert, Mrs. T. B. Jónsson 50c, Mrs.
B. W. Benson, J. Guðjónson 25c hvort.
Safnað af B. Benson við Warren’s
Landing. — Janfes Tait $7, Dorie
Peterson, S. Einarson, F. Jónasson, S.
Th. Kristjánson, Vinur $2 hver, Oskar
Eirlksson, vinur, B. W. Benson, A. E.
Jónsson, T. Árnason, B. B. Johnson, J.
B. Johnson, Dóri Bjarnason, G. Jakob-
son, G. Renson, J. Magnússoú, B.
Péturse:/, J. Stevens, J. Goodman, S.
Paulson, E. J. Johnson, E. Marteins-
son. II. G. Helgason, S. Jakobsson,
S. Benediktsson, O. Bjarnason, ,1.
Einarsson, J. Halldórson, Joe Paulson,
G. E. Johnson. O. Eirlksson. h!
Lyaland, S. Liija, S. Einarson, P.
Sokal, B. Goodman, G. Jakobsson, G.
E. Solmundson $1 hver, E. E. Olafson,
G. Oddson, Fr. Olson. H. Brandson,
H. Stevens, J. Sigurðson, Th. Johnson.
S. G. 50c hver.
Safnað af W. J. Árnason, Gimli,
Man.: — F. Einarson, Jósefson Bros.
$5 hver, Mrs. F. Einarson, Kr. Einar-
son, J. P. Árnason, J. O. Johannsson,
W. J. Árnason $2 hvert, M. M. Holm,
G. B. Jönson, P. Magnússon. Th.
Thordarson. B. Thoédarson, H. Krist-
jánson. H. P. Tergesen, B. B. Olson,
E. S. Jónasson, V. Stefánson, Mrs. J.
P. Árnason, Mrs. G. Johnson, E. Jó-
hannson, A. Paulson $1, hvert, Miss
G. Johnson 50c, M. Jönson 40c.
Gjafir í liðsöfnunursjóð 223.
herdeildarinnar.
Frá Lundar, Man.:
Ladies Aid Society Bjork, G. K.
Breckman, Paul Reykdal $10 hvert,
T. H. Breckman C. Breckman. C. A.
Magnússon, Rev. Hjörtur Leo, J.
Halldórson, B. Johnson, N. E. Hall-
son, S. Einarson $5 hver, K. Goodman
$3, O. Magnússon, S. Sigurdson, Vin-
ur, B. Biöndal, vinur, Victor E. Vest-
dal $2 hver, G. Sigudrson, vinur, H.
Halldórsson, Sigurjón Jónasson, vin-
ur, L. Mathew, Joe Johnson, K. J.
Bjarnason, K. J. Westman, J. B.
Johnson, B. Goodmanson, S. J. Eirick-
son, S. A. Embury, John Reykdal,
vinur, John Goodmanson, A. Böðvar-
son, S. G. Erikson, G. Taylor, vinur,
Sigurbjiirn Runólfson, Raganr Eyjólf-
son, Hermann Johnson, Thomas
Eyjólfson, B. Erikson, Chris Bjarna-
son, E. Hallson, S. Johannson, G.
Eiríkson, Geo. Mann, Boas Olafsson,
Björn Hallson, A. Bergthorson, A.
Monkman. Paul Johnson, K. Halldór-
son, R. Casselman, J. M. Glslason, T.
H. Thorsteinson, J. Johnson, Eirlkur
Eigurðsön, Brynjólfur Jónsson, J. K.
Johnson, Guðjón Hallson $1 hver,
Thordur Benjaminson 75c, S. Einar-
SI>n. A. Magnússon, vinur, Bergsveinn
Eirlksson, vinur, J. Dalman. P. J.
Eirickson, Bergþór Jónsson 50c hver,
Albert Einarsson 25c.
Frá Oak Point, Man.:
Chris Rassmussen $1.
Frá Baldur, Man.:
Ladies Aid Baldursbrá $15, S. Antoni-
us $10, .1. M. Johnson, Marcus John-
son $2 hvor, H. Brown 50c, Arthur
Stevens, Ernest Host, D. McKenzie,
vlnur 25c hver.
Frá Glenboro, Man.:
S. A. Anderson and Company $25. H.
J. Christie, J. Goodman, Sigmar Bros.
$10 hver, Herman Storm, Valgeir
Frederickson, G. Storm, A. S. Arason,
P. A. Anderson, G. .1. Olson $5 hver,
H. J. Helgason $4, H. A. Thorstein-
son $3, T. Goodman, B. J. Anderson,
J. Baldwin, F. Frederickson, Frið-
björn Frederickson $2 hver, K. ísfeld.
M. Swanson. T. Sveinson, J. T. Latim-
er. vinur, J. H. Frederickson, G.
McKnight, T. A. Carson, F. H.
Mitchell. Fred Goodman, G. Lambert-
son $1 hver, R. Frederickson, A.
Brown, J. M. Coates, A. R. Cline, E.
Styan, E. Rusk 50c hver. R. Dodds.
A. Shropshire 25c hvor.
Frá Brú, Man.:
Walter Frederickson $10, Björn
Anderson. Stefán Pétursson, John
Ruth, E. Johnson $5 hver, John
Frederiekson $3, Halldór Sveinsop
$1.50, H. ísfeld, H. Sveinsson, John
Johnson, Haraldur Sigtryggsson, John
Jones, vinur, K. Stephenson, B. S.
Johnson, F. Sigmar $1 hver, John
Jones 50c.
\
I