Lögberg - 19.04.1917, Síða 1

Lögberg - 19.04.1917, Síða 1
Þetta pláss er til sölu! Ef þú hefir eitthvað til eflaust selja má það: Smeltu því í þetta bil, þar sem allir sjá það. 55-59 Pearl St. - Tals. Garry 3885 Forseti, R. J. BARKER Ráðsmaður, S. D BROWN 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FFMTUDAGINN 19. APRlL 1917 NOMER 13 TOLLUR NUMINN AF CANADA HVEITI Að síðustu hefir afturhaldsstjórnin lát- ið undan 5 ára stöðugri baráttu framsóknarmanna og allra bænda vesturlandsins fyrir frjálsri verzlun með hveiti við Bandaríkin. Eins og menn minnast voru sam- bandskosningarnar háSar 1911 aðal- lega — svo aS segja eingöngu — um þaS hvort afnema skyldi toll af hveiti frá Canada. Framsóknarflokkurinn vildi af- nema hann með öllu, og hafSi þar auövitað stuðning bændanna í öllum vesturfylkjunum. En afturhalds- menn gengu í félag við önnur öfl, sem börðust gegn þessum miklu um- bótum og urðu þeir í meiri hluta. Síðan hefir verið samþykt hver á- skorunin eftir aðra og send: hver nefndin eftir aðra með kröfur tii stjórnarinnar frá bændafélögum vesturfylkjanna um það að áfnerna þennan óréttláta toll. En stjórnin hefir daufheyrst; hefir talið það landráðum næst að flytja þá kenningu og landið komið í glötun og v'oða ef tollurinn væri afnuminn. Ástæðurn- ar, sem afturhaldsliðið reyndi að færa á móti verzlunarfrelsi með hveiti voru svo einkennilegar að þær eru þess virði að ryfja þær upp í næsta blaði. En svo koma þær gleðifréttir og berast með ljóshraða um alt rikið að stjórnin hafi numið tollinn af hveit- inu. Þess má geta að árið 1912 voru samþykt lög í Bandaríkjunum, sem höfðu þau ákvæði að þau lönd, sem leyfðu inn hveiti þaðan tolllausu, skyldu njóta hins sama frá þeirra hálfu. Á mánudagskveldið var það loksins ákveðið á stjórnarnefndarfundi í Ottawa, innan þings og utan þess, að tollur skyldi numinn af hveiti frá Bandarikjunum og með því eru Canadahveitinu opnaðar dyr þangað suður tolllaust. Þetta eru stórar fréttir og gleðileg- ar, en þær eru ekki ástæðulausar og verður það rækilega skýrt í næsta blaði. fslendtngar fallnir og særðir. Auk Polsons, sem skýrt er frá annarsstaðar í blaðinu eru tveir ís- lendingar nýlega fallnir í stríðinu og tveir særðir. Hinir föllnu eru: H. Johnson (uiu hann vitum vér ekkert nema aðeins það að hann er íslend- mgur) og Conrad Sigtryggsson frá Glenboro. Hinir særðu eru: S. S. Samson frá Kristnesi í Saskatchewan og piltur sonur Bjarna Guðmundsson- ar í Foam Lake. Ekki ólíklegt að fleiri hafi særst og fallið i hinni miklu orustu við Vimy, þó ekki séu enn komnar frekari fréttir. Islendingafélagið sem talað var um að stofna hér í vetur, hefir enn ekki komist á lagg- irnar; þótti heppilegra að fresta þv; fram yfir stríðið. En bréf það sem birtist á öðrum stað í blaðinu til Árna Eggertssonar vestan fíá hafi, sýnir það að viðar eru menn hugmyndinni hlyntir en í Winnipeg. Málið ætti að hugsast sem bezt þangað til sá tími kynni að koma að tiltækilegt þætti að fara af stað með stofnuii þess. I Hjón nýlátin að Mountain, N. Dak, Vigfús Hallson Sigurðsson Elín Guðlaugsdóttir. Dánarfregn. Á síðastliðinn páskadag, 8. þ. m., lézt hér á Almenna spítalanum hinn heiðraði öldungur Vigfús Hallson Sigurðsson, frá Mountain, N. D. l7igfús heitinn var 78 og hálfs árs að Hdri þegar hann (1ó. en ekki man eg á hvaða bæ á íslandi hann var fæddur og uppalinn, en átta fyrstu búskaparár sín bjó hann á Ljósstöð- um í Fnjóskadal í Eyjafjarðarsýslu, svo flutti hann að Krossi við Ljósa- vatn í Þingeyjarsýslu, og hjo þar í ellefu ár, eða þar til hann flutti tii Korður Dakota i Bandaríkjunitm, árið 1883, hvar hann hefir dvalið siðan. Konu sína, Elínu Guðlaugs- dóttur, misti hann fyrir tveimur ár- um; hún dó 24. maí 1915. Þau hjón bjuggu fyrst nálægt Gladstone, N. D., seinna fluttu þau vestur í íslenzku bygðina á land. sem Mr. Hallson keypti skamt suður af Akra. Þar bjuggu þau hjón í nokk- nr ár, en fyrir fjórum árum keyptu þau hús á Mountain og fluttu þangað ög bjuggu þar til æfiloka. Firnm börn eignuðust þau hjón, hvar af fjögur eru á lífi: Mrs. Kósa ^estmann, sem býr að 772 Home St., Winnipeg, Mrs. Ólöf Sölvason, dáin í Cavalier, N. D. 22. des. 1908. Mrs. Arnfríður Hudson, sem býr blóma- bl>i með manni sínum nálægt Glad- stone, N.D.; þá Helgi, sem er í her- þjónustu í Canada og er hcr i borg- inni ennþá, og Jóhann Hallson, sem stundar málmvöru verzlun í Kamsark, Sask., og er talinn stór-efnaður. rEg hefi taliö upp börnin eftir ald- urs röð þeirra. Vigfús Hallson var sérlega vel lát- inn af öllum sem hann þektu. Hann var gestrisinn mjög og höfðingi heim að sækja, glaðlyndur og spauginn og sérlega vandaður maður til orða og verka. Hvað sem hann lofaði, stóð ætíð sem stafur á bók. Stórauðugur varð hann ekki, er, hafði ætíð nóg fyrir sig, og til að miðla þeim sem minna höfðu, enda gerði hann það oft í ríkum mæli. Hanri trúði því, að “það sem þér gerið einurn af þessunt mínum minstu bræðrum, það hafið þér mér gert”, og hann lifði eftir því, og það sama má segja um konuna hans sálugu, þau v'oru sannarlega samvalin í góðgerða- seminni og hjálpseminni við alla ]>urfalinga hjónin þau. Líkið var flutt suður til norður Dakota og verður jarðað í grafreit Vidalíns safnaðar nálægt Akra , því hann atti þar greftrunar lóð. Þau systkinin Arnfriður og Jólianr, lögðu af stað nteð líkinu suður á miðvikudaginn 11. þ. m. Vertu sæll, vinur, við sjáumst aft- ut i heimkynnum sálnanna, þvi hinr, svokallaði dauði er sannkölluð fæð- ing. Enginn dauði er til raunveru- lega, — aðeins umskifti og breyting, já, breyting ti! batnaðar og fullkomn- unar fyrir alla, en sérstaklega fvrir þá, sem hafa Iifað jafn heiðarlegu og kærleiksríku lífi sem þú, Vigfús Hallson. Vinur. Séra B. B. Jónsson talaði yfir lik- inu í útfararstofu A. S. Bardals. Þjóðverjar tapa 100,000 manns á einum degi ák Canadamenn ganga fram sem hetjur, en vfjölda margir falla. Mótstaða Þjóðverja veikist dag frá degi á vesturhlið vígvallar. 111 tíðindi. Blaðið “Washington Posten’’, sem út kom 13. þ. m. •flytur þær fréttiv frá íslandi 14. rnarz að þar liggi hungur fyrir dyrutn sökum þess að vöruskip komist þangað ekki fyrii neðansjávarbátum. Blaðið segir að 109 íslenzkir kaupmenn séu staddir i Kaupmannahöfn, sem ekki komist heim. Enn fremur er þess getið að Danir hafi í hyggju að senda herskip til landsins með vörum til bjargar. Sama blað segir þá frétt að blað sem nefnist “Fram” sé farið að koma út á Siglufirði og eigi að vera hálft á íslenzku og hálft á norsku. Þessar hungursfréttir eru einkenni- legar og litt trúlegar, þar sem “ísa- fold” er komin hingað frá 10. marz og einskis slíks er getið þar. Von- andi að það sé flugufrétt. Kveðjuför til Portage. 215 manns fóru á sérstakri lest tii Portage la Prairie á mánudagskveldið kl. 6.30 og komu aftur kl. 1 um nóttina. Ástæðan var sú að margir bæjar- manna vildu kveðja vini sina og vandamenn í 223. herdeildinni áðuv en hún færi. Voru því kosnir þrír menn á almennum fundi til þess að semja við C.P.R. og safna samar, fólki til fararinnar. 1 nefndinni voru: Thos. H. Johnson ráðherra, J. J. Vopni bæjarráðsmaður og Dr. Jón Stefánsson. Förin gekk hið bezta og var skilnaðarsamkoma haldin \ Portage fyrir troðfullu húsi. Þetta var þar til skemtunár: Hljómleikaflokkur deildarinnar, sem hefir v'erið frábærlega vel æfður, aðallega undir handleiðslu A. Alfreds, lék lagið “God save the King”. Pál, Bardal yngri söng enskt kvæði og Sigríður Friðriksson lék á slaghörpu; ensk stúlka er O’Neil heitir lék á fiðlu með aðstoð Sigríðar Friðriks- son; Fríða Johannson söng enskt kvæði, en Miss O’Neil lék undir á fiðlu og Miss Pétursson lék á slag- hörpu. 4 enskir menn sungu skemti- söng; enskur maður blés lag á lúð- ur; Fríða Johannson söng aftur með aðstoð Miss Pétursson; Miss O’NeiI lék aftur á fiðlu með aðstoð Sigríð- ar Friðriksson. Hópur bæheimskra leikfimismanna sýndi íþróttir. Thos. H. Johnson ráðherra flutti ræðu. Kvaddi liann alla hermenn deildar- innar í nafni þeirra, sem eftir yrðu. Hann kvað þetta mega teljast alvar- legt tækifæri, þar sem hundruð efni- legustu manna landsins væru að kveðja; en það kvað hann bót í mál; að hreysti og hugur hinna skandinav isku sona mundi auka það álit, sem land vort og þjóð hefði hlotið, og vonirnar hvísluðu mönnum því í eyra að þeir kæmu heilir af hólmi, eftir frægan og eilífan sigur. Þá talaði Marino Hannesson, for- ingi deildarinnar nokkur orð og las upp kveðju bréf frá bæheimsku fé- la£i í Chicago í nafni 500,000 Bæ- heimsmanna .1 Vesturheimi. Allmargir af þeirra þjóð liöfðu verið sendir alla leið frá Chicago, bæði menn og konur, til þess að kveðja samlanda sína; en þeir eru margir í 223. herdeildinni. Allur fjöldi þeirra sem vestur fóru voru íslendingar. enda eru fjölda- margir landar í deildinni. Má nærri geta að mörgum hefir búið hrygð í hjarta og böl í brjósti, þegar að kveðjustundinni kom, en allir báru sig vel hið ytra. Búist er við að deildin fari á morg- un. I. Eldur kom upp í húsi í bænum Galt í Ontario, þar sem fjögur börn v'oru heima og enginn annar. Þetta var 4. apríl. Börnin voru á aldrinum frá einu ári til sex og brunnu öll til bana. Faðir barnanna var hermaður og nýfallinn í striðinu, en móðir þeirra hafði farið eitthvað frá. Faðir þeirra hét A. C. McNicholl. Hermaður úr 122. deildinni sá eld- inn, en kom of seint að. Bæði móðir barnanná og systir hennar, sem Mrs. J. Brown heitir l'Rgja á sjúkrahúsinu í Toronto, svo mikið varð þeint um þetta. II. “Einn hinna allra átakanlegustu sorgaratburða, sem fyrir hafa komið b.ér í bygð, skeði 3. þ. m.” segit “Wynyard Advance” síðast. Maður nckkur sem Paul Lemmick heitir á heinia fáeinar mílur fyrir austur Wynyard. Hann var kvæntur fyrir tæpu ári. Lemmick sat í kviðdómi í Wynyard, tn kona hans var ein heima. > Þegar hann kom heint voru dvrnar læstar og komst hann ekki inn. Með aðstoð nágranna sinna braut hann upp húsið og mætti þeirri sorglegu sýn ])iegar tnn kom að kona hans hafði ráðið sér bana. Hún hafði hengt sig. Hafði hún verið taugaveikluð að undanförnu, en heilbrigð að öðru leyti og sambúð hjónanna hafði ver- ið hin bezta. Þjóðverjar eru á stöðugu undan- haldi að vestan. Einhv'er blóðugasta orusta sem heimurinn hefir þekt hefir staðið yfir þar sem heitir “Vimy”, er það landhryggur á stóru svæði og talinn mjög mikilsverður staður frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þennan hrygg hafa bandanienn tekið og heljar mikið landsvæði þar um- hverfis. Hefir orustan stundum staðið yfir hvíldarlaust svo sólar- hringum hefir skift og mannfallið verið afskaplegt. Sem dæmi um það má geta þess að Þjóðverjar mistu 100,000 manns á einum degi, er flest- ir féllu, sumir særðust, en aðrir voru teknir fangar. Varð þetta með þeim hætti að Þjóðverjar voru kvíaðir milli tveggja herfylkinga og komust ekki til baka fyrir vírnetum, sem þeir sjálfir höfðu lagt; v'oru þeir skotnir þar í tugum þúsunda. Bandamenn mistu að sjálfsögðu mikið lið einnig, en þó ekki eins mik- ið, eftir því sem fréttir segja. Því er við brugðið hversu mikla hreysti Canadamenn hafi sýnt af sér í þessari orustu; en mikið hafa orðið mannfall þeirra; sumar fréttirnar Gleðilegt sumar! • Fjölda margir hluthafar Eimskipa- félagsins hafa bæði munnlega og bréf- lega tilkynt ritstjóra Lögbergs að þeir séu eindregið með því að ákveðið sé á fundinttm í suntar að útiloka með öllu áfengi af skipum félagsins. Einn þeirra er Árni Sveinsson í Argyle. Kv’enfélag Fyrsta lút. safn. hefir lengi fylgt þeitn fagra, gamla, góða ís- lenzka sið, að fagna sumrinu. Enn gerir félagið eins og áður og hefir samkomu i kirkjunni í kveld ('fimtud.j sem ]>að býst við að verði mjög fjöl- sótt. Skemtiskráin er þegar auglýst, og ber hún það nteð sér, að skemtan- irnar verða af beztu tegund, og ttm hinar rausnarlegu veitingar kvenfé- lagsins þarf ekkert að segja — allir þekkja þær. segja 12,000 hafa fallið, en aðrar segja 5,000—6,000. Margir góðir drengir og eftirsjárverðir hafa fallið frá Winnipeg; þar á meðal þessir: Lieut. R. T. Aitken, Major Gordon Heron, Lieut. G. E. Minchinton, Lieut. A. Malcolnt; Lieut. Kenneth T. Creighton, Malloy fyrverandi þingntaður o. fl. Svo er að sjá sem Þjóðverjar séu linir í mótstöðu að vestan og sækja atls ekki á. Ef þessu heldur áfram þá verða þeir bráðlega reknir brott úr öllu því feikna svæði, Scr.i þeir höfðu tekið af Frakklandi. Að norðan gerist lítið. Jafnaðar- menn frá Rússlandi og Þýzkalandi vilja konta þar á sérstökum friði og er íalin allmikil hætta á að þeir fái sínu framgengt. Bandarikin, sem samþyktu stríð i efri deild öldungaráðsins með 85 atkvæðum á móti 6 og í fulltrúadeild- inni með 370 gegn 50, búast af al- efli fjárhagslega og mannaílalega; eru þeir að byggja skip og safna liði, en hafa enn ekkert gert ákveðið. Brazelia hefir sagt Þjóðverjum strið á hendur, en Mexico heíir á- kveðið að vera nlullaus með öllu. Steingrímur Johnson frá Kandahar kom til bæjarins á þriðjudaginn og fór heim samdægurs. Þó viðstaðan væri stutt kom hann ekki erindisleysu, því hann keypti íslenzkan hest af A. S. Bardal. Bjarni Sturlaugson og kona hans komu hingað til bæjarins á þriðju- daginn. Mrs. Sturlaugson var að leita sér lækninga hjá Dr. Jóni Stefánssyni; varð hún hér eftir og verður skorin ujpp, en Bjarni fór heim samdægurs. Þorlákur Einarsson frá Holar bygð í Saskatchewan ætlar heim tii íslands á Gullfossi. Guðmundur Davíðsson frá River- ton kom til bæjarins í verzlunarerind- um á miðvikudaginn og fór heim aftur sama dag. Haraldur Holm frá Vidi í Nýja tslandi var hér á ferð á þriðjudag- inn á leið til Argyle og ætlar að dvelja þar í sumar. Narfi Narfason frá Foam Lake og Jón Jónasson frá Elfros, sem leg- ið hafa hér á sjúkrahúsinu eru báðir á góðum batavegi. Pétur Hoffmann frá Mikley kom til bæjarins á mánudaginn og fór heimleiðis aftur í gær. Nú er komin sunnan veðrátta og þiðnar óðum snjór og ís. Náttúr- an verður væntanlega búin að klæða bæjartrén í græna kykkju áður en nætsa blað kemur út. Mrs. J. Péturson frá Elfros er stödd hér í bænum; Mrs. S. D. B. Stephenson systir hennar er veik og dvelur hún hér um tíma á meðan Munið eftir sumardagssamkpm- unni í skjaldborg. Þar verður margt til skemtunar. Alt reglulega sum- arlegt. Jón Friðfinnson er nú við tón- fræðikenslu norður í Narrows-bygö- um. Sönglag hans sem nýlega vat gefið út við kvæðið „Þótt þú lang- förull legðir", selst ágætlega Vel. Þeir sem eignast vilja lagið þurfa ekki annað en að finna Guðmund Sörensen eða koma á heimili Jóns Friðfinnssonar 622 Agnes St. Hafið þið komið á Made leikhúsið? Það er sannarlega þess virði. Ritstj. Lögbergs var þar nýlega og hefir um langan tíma ekki séð eins góðai myndasýningar og þær sem þar voru Gamall maurapúki forhertur og blindur af ágirnd og sjálfselsku lok- aði hjarta s'tnu fyrir öllum geislum sannra tilfinninga. Hann hataði allar umbætur, ofþjakaði vinnufólki sínu, ofsótti saklaus börn þar sem þau voru að leikjum og sá ekkert í lifirlu nema peninga og okur. Sál hans var köld og gerði manninn að útliti og í framkomu eins og lifandi ísjaka. Loksins birtast honum jólasýnir, hann sér verzlunarfélaga sinn sent hefir okrað með honum en er rtú dáinn og bundinn í hlekki. Hlekk- írnir eru yfirsjónir hans og okur- verk. Svo sér hann sjálfan sig sem ungan saklausan og glaðan skóla- dreng og síðar þegar hann var lífs- glaður og ungur áður en ágirndin hreytti honum. Þessar sýnir snúa stefnu hans. í stað þess að halda bcint norður á Öræfajökul tilfinn- ingaleysis og cigingirni snýr hann til suðurs á móti hádegissól kærleiks og hluttekningar.Iífsgleði og ánægju. Hann verður aftur barn i breytni og anda, keppist við að létta og slétta leiðir allra meðbræðra sinna og kærleikseldur sá sem kviknað hef- ir í sálu hans gerir hann í framkomu eins og hann væri lifandi ljós. Þetta er lærdómsrík sýning og ef Macs hefir margar slikar á boðstól- um þá á landi vor G. Chrisstie það sannarlega skilið að leikhús hans sé sótt. Danski sönglagahöfundurinn Júl- ius Beckgaard.er nýlátinn, ]>vi tiær hálfáttræður. Hann var snillingur í sinni grein. í íslenzkum söngbókum eru eftir hann ýms smá lög, svo sem „Dagut er liðinn dögg skín á völlinn". Fyrir utan ógrynni af smálögum liggja cftir hann nokkrir all-mérkir söngleikir. Guðmundur Fjeldsted frá Ginili kom hingað til bæjarins fyrra mánu- óag og fór heim aftur á laugardaginn. Geirfinnur kaupmaður Pétursson frá Lundar var hér á ferð á mið- vikudaginn í Verzlunarerindum. Halldór Austmann frá Riverton kom hingað á fimtudaginn i erindum fyrir félag það sem hann vinnut fyrir. Jakob Anderson frá Fairford kom Ivingað á miðvikudaginn; hann býst við að verða í vinnu skamt frá bæn- um í tveggja mánaðí tíma. John Fraser frá Churchbridge var á ferð í Winnipeg fyra miðvikudag í verzlunarerindum. Embættispróf í guðfræði við há- skólann í Reykjavík hefir tekið ný- lega Sigurjón Tónsson bróðir E. P. Jónssonar og þeirra systkina. Áður hafði hann tekið próf í heimspeki vifi Chicago háskólann. Á mánudagskveldið var, þann 16. þ. m. voru gefin saman í hjónaband að heintili þeirra hér i bæ, —> 602 Maryland St., þau hr. Eyjólfur Eyjólfsson Olson og Guðbjörg Páls- dóttir. Viðstaddir voru nákomnustu ættiugjar þeirra, fósturbörn og vinir. Hjónavigsluna frantkvæmdi séra Rögnv. Pétursson, en hjónavígslu vottar voru þau hr. Magnús Péturs- son og kona hans. Brúðhjónin eru bæði hnigin mjög að aldri og alþekt meðal íslendinga hér í bæ og víðar. Komu þau snentma á timum hingað til lands og mun óhætt mega fullyrða að heimili þeirra var eitt meða1. Jieirra fáu er athvarf veitti þeirn, sem vina og aðhjúkrunar þurftu með. Var þá fyrri kona Eyjólfs á lífi — Signý Páísdóttir systir Guðbjargar— en hún andaðist fyrir rúmu hálfu fjórða ári síðan. Var ótalin öll sú hjálpsemi, sem þær systur auðsýndu við hvert tækifæri er erfiðleika bar r ærður a Archibald Joliu Polson. Archibald Jón Polson frá Gimli er hættulega særður í stríðinu. Hafði hann orðið fyrir skoti í annað lærið og báða handleggina, samkvæntt skeyti, sem foreldrum hans barst um helgina. Polson er fæddur 25. nóv. 1895, sonur Ágústs Polsonar verzhtnar- stjóra á Gimli og konu hans. Hann innritaðist í 108. deildina og fór með henni; hefir Verið í stórskotaliðinu. að höndum. Var Guðbjörg ávalt með systur sinni og aðstoðaði þau hjón í ölht er að heimilinu laut. Árna þeim nú allir þeirra vinir, fríðrar og friðsællar æfi og að þau megi njóta æfikveldsins, eins og þau hafa ,margfaldlega til unnið, í far- sæld og friði, og ást og virðingu allra manna. UMTAL um tnynd V’ilhjálms Stefánssonar. -----Mér virðist að enginn muni — eða ætti að — sjá eftir $2.00 fyrir svo prýðilega vandað listaverk —. — Árni Sveinsson. — — Mitt álit er það, að þesst mynd sé sannarlegt snildarverk. Hún ætti að kontast inn á hvert einasta ís- lenzkt heimili, bæði hér og heima — J. Magnús Bjarnason. -----Eg fæ eigi betur séð en Þor- steini ltafi hepnast mynd }>essi ágæt- lega í alla staði.----Vestur-lslend- ingar ættu að kaupa þessa mynd og láta hana prýða stofur sínar. Mynd- in er sterk-islenzk og hlýtur að ryfja upp endurminningat: í ltugum allra sannra Islendinga —----- O. T. Johnson. —• — Þetta er mynd, sem ætti að komast á hvert íslenzkt heimili.----- Það er einn af aðalkostum þessa listaverks, að þar skuli vera seinasta mynd Vilhjálms. Þorsteúin hafði margar myndir af honum úr að velja, en fékk þessa á bókasafni Winnipeg- Ixejar, og er hin málaða mynd ná- kvæni líking hennar. — — ' ........... Lögberg (Dr. S. J. J.) Allir útsölumenn að mynd Vil- íijájms Stefánssonar eru vinsamlega beðnir, að ntuna ]>að vel, að skrifa hjá sér nöfn og heimilisfang allra ]>eirra, er myndina eignast, og senda þá lista til Þorsteins Þ. Þorsteins- sonar 732 McGee St., Winnipeg, þeg- ar sölunni er lokið. BITAR Sam Hughes, sem rekinn var úr stöðu sinni sem hermálaráðherra fyr- ir alls konar afglöp liefir boðið Wil- son Bandaríkjaforseta ráð sakir sinn- ar miklu reynslu. — Hann er ekki einurðarlaus karlinn! Vorið hrekur vetrarskugga, vakna dýrin mörg, er sváfu. Leika upp í austurglugga aparnir í “Friðriksgáfu”. "Hálft um hálft” og “Hvað skal segja ?” “Hægan, bræður !” “Stöðvið vorið I” leika þeir; en höfði hneygja horfendur og letja sporið. ('AðsentJ. Cuba er um það leyti að segja Þjóðverjum stríð á hendur. — Sagt er að Grimsey muni verða næst. Þeir hafa í heitingmn á íslandi brennivínsvinimir að ganga fram hjá bannlögunum og skeyta þeint ekki. Það er gamall siður allra ofbeldis- manna. Vinnið fyrir verðlaunum! Einn árgang af Heitnsk. fær sá í verðlaun, sem gietur kept við rit- stjóra þess blaðs í því að þýða af ensku máli á íslenzkt. Hér er sýnis- horn af nákvæmni hans: “The Nation is generally considered to be sohndly conducted paper.” Þetta er enski textinn, en þýðing ritstjórans er svona: “Blaðið Nation er frekar lítilvægt blað.” — “Og det var Olav Trygvason.” Sumarmál. i. Kom! Vappaðu, vor, inn um gluggann, og viljir þú heilsa’ upp á mig, þá útrek eg óðar skuggann, sem ertir og særir þig. pví inni, er eins mikil þörfin sem úti, að fagna þér, svo víki, við vetrarins hvörfin, sá vetur, sem þyngstur er. í görðunum leir-grá-mó-leitum, hver líftóra frostmörkin ber. Og eins er það úti í sveitum, þar akrarnir bíða’ eftir þér. Og vér sem í Winnipeg erum, hér vorsöng og náttúru fjær, en hörkunnar helmörk berum frá hársrótum ofan í tær — Vér helzt þörfnumst hlákunnar árlangt — já, heilt ár af vori og sól, því hafís og hrannfennið sárstrangt margt húsið í borg þeirri fól. En það verður eflaust sem áður, hið unga vor kemur og fer með hita og hátölu-gróður -----þær hugsandi lesum vér! II. Eg efaði vorið — nú vor það eg sé, sem vaknað er — held eg — til fulls, og frelsi fætt. Úr jarðfestu valdhafans komst það á kné þótt kreft sé það handfjötrum gulls . og kólgu klætt. Nú zarinn úr valdborg sem vallari fer í varðhald síns þrælkaða lýðs. Hver einvalds ætt til óhelgi’ og tjóns hefir unnið sér í umfangi síðasta stríðs. Með bót skal bætt, sú val-dreyra fórn og vandraun öll, sem vorið í helmyrkri fól, þá sú skal sætt: að rifin til grunna sé harðstjórans höll og hof-fólki slept út í sól. p. p. p. Bœjarfréttir.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.