Lögberg - 05.07.1917, Side 1

Lögberg - 05.07.1917, Side 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ Þ Á! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 5. JULI 1917 NÚMER 26 RÚSSAR I HAMFÖRUM Á NÝ TAKA YFIR 20 ÞÚSUND FANGA ___ c»-------------—— í því hefir lítfð gerst að undan- förnu, þangaS til um síðast liðna helgi. Rússar höfðu legið í lama- sessi og ekki aðhafst frá því stjórn- arbyltingin hófst. Nú eru þeir farnir að nudda stýrur úr augum sér og teknir til starfa. Réðust þeir nýlega á Þjóðverja með svo snörpu áhlaupi að þeir tóku 20,000 fanga, feldu f jölda manns og hertóku bæi, vistir og verj- ur. Hermálaráðherrann hafði sent hverja eggjanina á fætur annari til hersins, en ekkert hafði gagnað; gerð; hann sér þá hægt um hönd og tókst Herra ritstjóri Lögbergs. Lagarfoss fór frá New York 25. júní, með honum fóru fiðlul. Þórar-j inn Guðmundsson og verzlunarmaður Guðm. Jensson. Konsúll Ólafur John- son fór héðan í gær með járnbrautar- lest að ná Lagarfossi i Halilax og fara með honum heimleiðis. “ísland” kom til Halifax í gær og er væntanlegt hingað þriðjudaginn þann 3. júlí. “Gullfoss” fór frá Reykjavik 24. júní, er væntanlegur hingað 7-8 júlí, Þessir landar eru staddir hér í New York: Páll Stefánsson frá Þverá, Hallgr. Benediktsson, Jón Sívertssen, Árni Benediktsson, Guðm. Eiríks, Sigfús Blöndahl, Jóh. Ólafsson, Guðm. Vilhjálmsson, Friðrik Gunn- arsson; allir kaupmenn. Gísli Ólafs- sjálfur á hendur yfirherstjórnina; urðu afleiðingarnar þær sem hér hef- ir verið sagt. * Hermálaráðherranr. heitir Kerensky og er talinn stórmik- ill hershöfðingi. Meðal þeirra bæja, sem Rússar hafa tekið er Kormicky, sterklega víggirt borg nálægt Buzezany. Á ein- um stað tóku þeir þrefaldar skot- grafir frá Þjóðverjum. Þessi sigur hefir hleypt eldmóði í Rússa og hafa þeir aldrei verið á- kveðnari en nú, eftir því sem fréttir segja og bandamenn eru glaðir mjög yfir þessum breytingum. læknir. Tryggvi Jóakimsson. óeirðir á Spáni. Á Spáni er alt i uppnámi. Orsökin er aðallega talin sú að engin heragí sé þar viðhafður og vaði hermenn uppi eftir eigin geðþótta, hver fyrir sig. Þar er nú svo ástatt að þjóðin er að rísa upp og krefjast þess að konungurinn leggi niður völd og lýð- stjórn verði korhið á. Grikkir komnir í stríðið. Bandamenn hafa rekið Constantin Grikkjakonung af stóli, eins og fvr er skýrt frá og var Alexander syni hans falin ríkisstjórn að nafninu til en aðallega er Venezelos stjórnandi. Hafa nú Grikkir eða Venezelos. í nafni þeirra farið í stríðið með bandamönnum. “Margt er skrítið í Harmonínm’’ Síðasta Heimskringla flytur langa ræðu, sem Árni Sveinsson flutti ; Argyle nýlega. Ræðan er að mörgu leyti góð og vel fram sett og þar um ýmislegt fjallað, sem þess er vert að því sé gaumur gefinn. En þar er eitt atriði, sem vér verð- um að athuga. Frá því er sagt að Lögbergi hafi verið send grein af Árna Sveinssyni um Hudsons Bay félagið, en henn; hafi veriö neitað. Út af þessu atriði er farið hörðum orðum um ófrjálslyndi blaðsins. Þetta lítur ljómandi vel út á pappirnum, eins og margar hálfsagðar sögur gera. En hér er dálitið við að athuga. Greinin var fyrst og fremst skrif- uð á ensku, og venjulega eru ekki birtar enksar greinar i íslenzkum blöðum, nema sérstaklega standi á. Samt er það atriði ekki stórvægilegt. Hitt er einkennilegra að maður frá Argyle kom inn á skrifstofu Lög- bergs og sagði frá því að Árni Sveinsson hefði verið reiður við Richardson ritstjóra “Tribunes” fyrir það að hann vildi ekki taka greinina. Nú yita það flestir að Árni Sveins- son telur Richardson frjálslyndasta blaðamanninn i Manitoba og Tribunc sanngjarnasta blaðið. Eitthvað er bogið við þetta; af hverju skyldi hinn frjálslyndi Richardson ekki hafa vilj- að birta þessa sömu grein í sinu sann- gjarna blaði? Annars ætti nú Heimsk. ekki að vera sérlega upp með sér af þessu. þar sem Árni hefir ekki virt hana þess að biðja þar um rúm fvrir grein- ina, þegar hann fékk hvorki inni með hana í Lögbergi né Tribune; ef hún birtist ekki i næsta blaði Heimskr., þá verður að taka það þannig að Árni Sveinsson skoði það blað eins og nokkurs konar ruslakistu, sem nota megi heldur en ekkert fyrir það sem óvandað sé, en ekki fyrir þær greinar, sem bjóðandi séu Lögbergi eða Tribune. Oss þykir fyrir þvi að eiga orða- kost við vin vorn Árna Sv'einsson, en vér skiljum ekki þá sanngirni að for- dæma Lögberg í þessu sambandi, en varast að nefna Tribune. Margt er skrítið í Harmoniu. Alvarlegt verkfall Verkamenn í Winnipeg kröfðust nýlega liærra kaups og gerðu verkfalt í því skyni að fá það, en verkveit- endur voru ófáanlegir til þess. Til þess að veita verkamönnum lið gerðu allir iðnaðarmenn einnig verkfall á laugardaginn að undanskyldum mál- urum og pappirslagningar mönnum. Þegnskylduvinna. Eins og fá hefir verið skýrt i Lögbergi hefir mikið verið um það rætt á íslandi að lögleiða þegnskvldu- viynu. Hefir Hermann Jónasson mest ritað um það mál og látið sér annast um það. Washington Posten getur þess 22. júní að simskeyti frá íslandi hafi flutt þá fregn að alþingi hafi samþykt þegnskylduvinnulögin 14. júní. Séu þessi lög eins og til var ætlast, sem tæplega þarf að efa, þá er sam- kvæmt þeim hver maður skyldur að vinná sex mánuði á vissum aldri i eitt skifti fyrir öll í þarfir þjóðarinn- ar, annaðhvort við vegagerðir, fram- leiðslu eða önnur nytsÖm störf. Að voru áliti er þetta stórviturlega að- farið og sýnir hygni og viturleik hinna islenzku löggjafa. Bæjarfréttir. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar heldur samkomu fimtudaginn 5. þ. m. (\ kv’eldj, kl. 8 e. h. í samkomusa! kirkjunnar. Samkoman er ókeypis, en samskot verða tekin. Eins og skemtiskráin sýnir má vænta glaðrar stundar við þetta tækifæri. Lesið vel skemtiskrána. A Islcndingadaginn verður til skemtunar meðal annars: kapphlaup, 100 yards. Langstökk, jafnfætis. Hástökk, ein míla. Hástökk, hlaupa til. Langstökk, hlaupa til. Stangar- stökk. Isl. glímur o. fl. Knattleikur kvenna. Barnasýning. Aflraun á kaðli o. fl. Komið og reynið yður, jafnt utan bæjar menn sem innan. Eirikur B. Stephenson, bróðir Stephensons ráðsmanns Heimskringlu, frá Elfros, og Þorbjörg Einarsson frá Pembina, dóttir Þorvarðar Einars- sonar þar, voru gefin saman í hjóna- band 3. þ. m. af séra R. Marteinssyni að heimili ahns 493 Lipton St. Ungu hjónin lögðu af stað samstundis ti! Norður Dakota og fara síðan vestur til Elfros, þar sem hann á heima. ( Mynd þessi er grunnplan, og á að sýna sporbaugs-hreyfingu, sem myndast við það, að hjóli er snúið um öxul, sem er kyr. Fyrst skulum vér hugsa okkur lóðréttan uppstandara. Hann sést ekki á myndinni. Efst í hann væri festur láréttur öxtill, þannig að hann gæti verið fastur þegar maður vill og líka mætti hafa á honum fasta trissu fyrir belti, til að láta hann snúast. Þverskurður þessa öxuls er punktaður i miðju myndarinnar, merktur O. Beltistrissan, sem á öxulnum er föst, er punktuð, merkt 1. Aðal- hjólið (A) er í lögun eins og einbotnuð askja, og snýr opið að manni á myndinni. Hinu megin á þessu hjóli, eða neðan á botni öskjunnar er fest við hann trissa fyrir belti til að snúa aðalhjólinu A með. Við hugsum okk- ur þessa trissu jafn stóra hinni, nr. 1. Öxullinn nr. O nær í gegnum triss- una og botnöskjurnar, og i gegnum þverslá miðja, sem er inni í öskjunni, og skrúfuð föst á enda öxulsins, og er því kyr eins og hann, þegar hjólið snýst. Þverslá þessi er merkt nr. 2. í bryggju eða barmi öskjunnar er íöst þverslá, sem er hol pipa, fest á endunum, en að öðru leyti í lausu rúmi,' merkt 3. Innan í pípu þessari er laust stykki eða bulla, hún er punktuð og merkt 4. í annan enda þessarar bullu er festur bolti, vinkilréttur við lengd hennar, og stendur hann í gegn um hlið pipunnar 3, og stefnir endi hans að öskjubotninum; stendur dálitið út fyrir hlið eða þykt pipunnar, þar sem hann leikur í rifu eða rauf, og getur maður þvi fært bulluna fram og til baka með því að ýta honum til og frá. Bolli þessi er punktaður og merktur 5. Á hinum enda bullunnar er fest hring-fjöður eða spíral-fjöður 6, sem ýtir bullunni frá sér. Ennfremur er fastur öxull í miðju á lengd bullu þess- arar, annar endi hans er fastur og nær ekki i gegn, en hinn endinn, sem snýr að manni á myndinni, nær í gegn um pípuna og getur hreifst í rauf, til og frá, nr. 7. Endinn á boltanum 5 hefir sigulnagla vinkilrétt við Sig, nr. 8; á þessum sigulnagla leikur umgjörð með skoruhjóli eða trissu, sem leikur á ási í umgjörð þessari, umgjörðin og trissan nr. B. Þversláin nr. 2 hefir í báðum endum einkennileg liðamót, sem eru færð að eða frá með depli slá- arinnar með skrúfum, sem skrúfaðar eru inn á enda hennar og færa liðamót þessi eftir rauf. Þannig fær maður þau til að vera eins langt eða skamt frá miðdepli eins og bezt þykir henta, þau geta svo snúist þar um möndul sinn, nr. 9; skrúfurnar sem færa þau til nr. 10. í gegnum þessi liðamót ganga sigulnaglar nr. 11; þeir eru með kúluhaus á öðrum enda, en lykkju á hinum og geta því snúist í holu, sem þeir ganga gegn um í lykkjurnar á hinum endum sigulnaglanna er fest snúra, nr. 12, sem gengur á skoruhjóli og hefir endana fasta í lykkjum sigulnaglanna. Þegar nú hjólinu A er snúið í þá átt, sem örin bendir til, þá myndar skoruhjólið B með snúrunni á, sporbauginn C, liðamótin nr. 9 eru þá brennipunktar sporbaugsins C. og sést afstaða og breyting snúrunnár og skoruhjólsins við brennipunktana á tjórum stöðum með punktalinunum 12-13, 14 og 15. Sá endi bullunnar, sem spíralfjöðrin þrýstir á, myndar sporbaugs-hreyfinguna D á sama tima og C, og einnig á sama tíma myndar öxullinn nr. 7 lítinn sporbaug, eins og sjá má á myndinni, og ef venjuleg “patróna” af rennibekk er skrúfuð á enda þessa öxuls og hjólinu svo snúið, þá væri hægt að renna sporbaugs lagaða hluti í patrónunni. Ef maður nú losar öxulinn O með föstu beltis-trissuna á, og lætur beltið snúa henni, en heldur hjólinu A kyrru, þá snýst einnig þversláin nr. 2, sem föst er á enda öxulsins; umgjörðin með skoruhjólinu B snýst einnig á sigurnaglanum 8, og bullan færist þá fram og til baka einu sinni á hverjum y2 snúningi öxulsins eða tvisvar á heilum snúningi, og má þá pumpa, höggva, hefla eða saga með öxulnum nr. 7. Frá New York son, símstjóri, og Páll Ólafsson, tann- í \ I i i I I i i i i I ! I Fimtíu ára afmœli Canada j j 1. júlí 1917. j j I. ' ■ Upp úr störfum hugur horfir I Í heillar þjóðar, vegamóður; j j landsins guð um blessun biður í í brosi og tárum fimmtíu ára. Í Í Höfund finnur heims og manna hjá sér standa þjóðarandinn, skerpa sjónir, skilning brýna, skýlum svifta og tjöldum lyfta. Skilning teygar, skygnum augum skoðar landið þjóðarandinn; margvíslegar sér þar sögur 3ælu og tára fimmtíu ára. Ii. Hún blasir við sléttan, sem blómfögur mær með brosandi rósir á vöngum, og snortin frá eilífð af öngum. Jú, himinsins sál henni sofandi nær með sólkossum heitum og löngum. Hún dreymandi bíður hins máttuga manns sem móðir að ófæddum bömum, með háskóga hersveit að vömum, í skauti hins ónumda, alfrjálsa lands, þar uppheimur logar af stjörnum. Og vængléttur þýtur hinn vorhlýi blær og vinlega skóg-guðir hvísla, og rödd fær hver runnur og hrísla, sá töfrandi ómur að endingu nær til aljarðar þjóðstofna’ og kvísla. (Frh.) I í í I I I I I I I í I I i I í Sú frétt berst oss Um það leyti sem blaðið er að fara til prentunar, að Ragnheiður kona Gisla bónda Egils- sonar í Lögbergs nýlendu hafi látist 2. júli. Látin er i Borgarnesi á ísland; merkiskonan Jórunn Jónsdóttir, ekkja Helga Þórarinssonar frá Rauðanesi. systir Valgerðar Sigurðssonar á Hnausum og þeirra systkina; hennar verður minst siðar. Systurnar Anna og Lára Isfjerð frá Gimli fóru vestur til Baldur ný- lega í kynnisför til vina og vanda- manna. Sigríður Halldórsson frá Wynyard sem hér hefir dvalið að undanförnu fór heimleiðis 25. júní. Mrs. H. Christopherson frá Baldur fór til Gimli 24. júni ásamt dóttur sinni og syni. íslendingadagsnefndin biður allar íslenzkar konur að ,'esta vel í minni að nefndin heitir þremur verðlaunum fyrir fallegustu karlmannssokkana, sem henni berast fyrir 2. ágúst. — Þetta er þjóðræknismál, því sokkarn- ir ganga til 2Ö3. herdeildarinnar. — Sendið sokkana til hr. Sigurðar BjörnsoSðar, 679 Bev’erley St. Miss Áróra Vopni kom til bæjar- ins vestan frá Melville i Sask., á þriðjudaginn. Hún hefir verið þar skólakennari að undanförnu og verður heima í sumarfríinu. 25. ára afmæli Foam Lake bygðar var haldið hátíðlegt 27. júní; merki- leg hátíð; henni lýst í næsta blaði. Séra P. Pétursson hefir góðfúslega lofað oss ágætri ræðu er hann flutt; þar. Vér erum mjög þakklátir hr. Tryggva Jóakimssyni fyrir þær frétt- ir, sem hann sendir Lögbergi jafnótt og þær falla til i New York. Ágúst Magnússon frá Lundar og Agnar sonur hans komu til bæjarins 1. júlí. Jakob Anderson frá Fairford kom til bæjarins á sunnudaginn í verzlua- arerindum. Margar ungar stúlkur heimsóttu Mrs. V. B. Hallgrímsson í Wynyard 22. júní að heimili Pauls Bjamasonar og færðu henni tnargar góðar gjafir. Þann 28. júní, voru þau gefinn saman í hjónaband, Frank Harold Wieneke og Gabríella Sigurlín Thord- arson. Hjónavígslan fór fram að heimili foreldra brúðarinnar, G. P. Thordarsonar og konu hans á Winnipeg Ave. Séra B. B. Jónsson gaf brúðhjónin saman. Þiðrik Eyvindsson, frá Westbourn kom til bæjarins á mánudaginn og fór heim aftur i gær. Hann kvað kulda- tið þar ytra, en útlit með akra þó bærilegt og grassprettu í allgóðu lagi. 20. júní voru þau Liet. V. E. Wilby og Matthildur dóttir Jóhanns Bjarnasonar frá Vestmanneyjum og konu hans hér í bænum, gefin saman í hjónaband. Séra Johnson enskur prestur gaf þau saman. Brúðguminn er í 250 herdeldinni og fór daginn eftir nieð henni austur til Quebec þar sem hann verður við heræfingar um tima. Kvennfélagið “Frækorn” á Lundar hefir sent $12.00 í Rauðakrosssjóðinn og var það afhent Th. E. Thorsteins- syni af Mrs. I. Sigurðsson. Kvennfélagið “Björk” að Lundar hefir sent $10.00 til Th. E. Thor- steinssonar í Belgíusjóðinn. F. A. Anderson, bankagjaldkeri frá Wynyard, var hér á ferð nýlega að finna kunningja sína. rnoriK r. uiaisson, sem dvalið um tíma fór aftur út til Winr pegósis í vikunni sem Ieið. Jón Eggertsson lagði af stað út Swan River nýlega og verður þar u tima. Skáldinu Þorsteini Þ. Þorsteinssyni þökkuð nyndin af Vilhjáhni Stefánssyni. í í ! I Eg gjöfina — heiðurinn þakka nú þér, vort þjóðskáld, og málarinn góði, því listaverk mikið þitt málverkið er, já, mannlíf — í teiknuSu Ijóði! Og ágætis verkefni valdirðu þér: hinn víðfræga heimskautafara, og islenzkar framfarir — heima og hér, að hamingju vorri sem skara. Sjá ísland og fálkann og sagnrit í sal, og sælurikt hugsjónalandið, og Geysi og Heklu og góðfossa val, og gull-ofið ættjarðar-bandið. Og Ingólf og Vilhjálm og Eirík og Leif, og ÖIl þeirra landnám — þú sýnir með dráttlist sem kend-næman huga minn hreif, og heiður þig margföldum krýnir. 1 æsku þú lærðir að yrkja vel—j'örS, en yrkir nú — manns-andann, glaður. Þar auðugan ræktar þú — eilifSar-sVörS, v’or andriki — jarSyrkjumaSur. — Svo listfeng er hönd þín og ljóð þín svo góð, og lifið þú elskar svo heima, ð ávalt mun nafn þitt, hin íslenzka þjóð, rn.-ð alúð og þakklæti geyma. (Marz 1917) /. Asgeir J. Líndal. Frétt frá íslandi segir J. J. Bildfell kosinn i framkvæmdarnefnd Eim- skipa félagsins. 7%ágóða hafði fé- Iagið útbýtt til hluthafa en 33°/c höfðu verið lagðar í varasjóð. Mrs. S. Skúlason og tengdamóðir hennar frá Hove-bygð voru á ferð hér i bænum í v'ikunni sem leið. Ragnar sonur Hjálmars Gíslasonar fór vestur til Wynvard 25. júní og verður þar í sumarfriinu hjá Jakobi Bjarnasyni og Vilborgu konu hans, föðursystur sinni. Þau hjón S. K. Hall og kona hans og P. Bardal fara vestur til Wynyard um miðjan þennan mánuð og halda þar söngsamkomur á ýmsum stöðum. Áður langt liðui fara þær einnig þangað vestur ; sömu erindum Mrs. P. Dalman og María Magnússon. Vatnabygðabúar fá þar góða skemtun. Mrs. J. Anderson frá Ideal póst- héraði var á ferð hér í bænum fyrra mánudag. Halldór Metusalems og Chris Ingjaldsson fóru suður til Duluth, St. Paul og Minneapolis og fleiri staða i BandaríkjuAim á þriðjudaginn; þeir eru i lúðraflokki heimavarnardeild- arinnar og fóru suður til þess að leika þar 4. júli. Voru þeir 40 alls, en að eins tveir landar. Þess hefir láðst að geta að Sum- arliði Mathews og Benedikt Helga- son úr NarroQs-bygðinni fóru l>áðir með 223 herdeildinni. Friðrik Frlendsson frá Narrows kom til bæjarins fyrra miðvikudag með son sinn til læninga. Sigríður Friðriksson hljómleika- kennari fór nýlega suður til Norður Dakota að heimsækja skyldfólk og kunningja. 10. 11. 12. Ymisleg kvæði. Þýdd kvæði eftir ýmsa höfunda. r°t úr Ijóðleiknum “Brand” eftir Ilenrik Ibsen. A Jæssu sést að magra grasa kenn- -r > bok.nm; skal hér nokkrum orðum fanð ,ml hvern kaflan fyrir sig o<r symshorn tekm uj>p, en þess skal getið aður að vonduð mynd af höf er prentuð framan við ljóðin, mun mörg- um verða hverft við að sjá hana, sem aldre, hafa seö Hannes Hafstein nema a hmni glæsilegu mvnd, sem Uann er flestum kunnur af. ísland hefrr et t.I vill ekki átt meira glæsi- nienm en Hannes Hafstein. en á hess- an mynd er það auðséð að gleðin sem altaf hefir átt við hliö honum næsta sæti, hefir fært sig um set og þokað fyrir sorginni systur sinni. er þessar línur ritar gleymir aldrei >eirr, stund er hann sat heima hiá Hannesi Hafstein sumarið 1913, rétt V'(,r hað að heiniilissólin. sem hafð; , . . • .........sem naio; skinið honun, svö undur skært var nv- lega hnigin til viðar. Hannes Hafstein hefir staðið ekki framarlega heldur fremstur í fylking i stjórnmálum íslands; hefir hann eins og allir þeir er mikið kveður að bæði aflað sér andstæðinga og fylgjenda, >ott svo megi að orði kveða að í insta eðli sínu og hjarta hafi þjóðir. tylgt honum einhuga og óskift. Stór orð og morg hrutu mönnum af vör- um og pennum um það leyti sem mest kvað að Hannesi og var honum jafn vel borið á brýn að hann væri land- raðamaður. En ekki þarf annað en að lesa fyrsta flokkinn í kvæðum hans —ættjaiðarkvæðin —til þess að skdja þá himinhrópandi synd sem slík ummæli voru. Hafi nokkur mað- ur unnað ættjörðu sinni, þá hefir Hannes Hafstein unnað íslandi aí heiltim hug og heitu hjarta: Elizabeth kona Alberts Johnsonar hér i borg fór nýlega vestur til Leslie í kynnisför til gamalla Winnipegbúa og sérstaklega að heimsækja Kristján tengdabróður sinn og konu hans. Jón M. Hjörleifsson, sonur Magn- úsar á Winnipeg Beach, var skorinn upp við botnlangabólgu á fimtudaginn Dr. Brandson skar hann upp. Jóni líður ágætlega. Magnús faðir hans kom uppeftir að sjá hann á mánu- daginn. Jón var í vinnu hjá Jóni Good man i Argyle þegar hann veiktist. Þau Hallgrimur bóndi Björnsson og kona hans, sem búa í ísafoldarbygð norður af Riverton hér í fylkinu urðu fyrir þeirri sorg að missa son sinn, Þóri Aðalmund, ellefu ára gamlan, þ. 4. júní s. 1. Hjartabilur. varð honum að bana. Jarðsunginn af séra Jóhanni Bjarnasyni. Jakob Anderson að Fairford vill fá mann til þess að vinna fyrir sig eða með sér við fiskiveiðar á kom- andi hausti, helzt fyrir helmingaskifti en annars fyrir ákveðið kaup. Daníel Rackmann, Kristján Back- mann hróðir hans og Ingveldur Jó- hanneson systir þeirra kom til bæjar- in á föstud. frá vestan frá Clarkleigh og Otto. Þau voru á leið út til Ar- gyle að heimsækja Guðmund bróður sinn. Bókmentir. Hannes Hafstcin; IjóSabók : Reykja- vík; Útgefandi Þorsteinn Gisla- son. MCMXVI. Þessi bók mun flestum kærkominn gestur beggja megin hafs. Hannes hefir alment verið talinn skáld gleð- innar vor á meðal, og það með réttu. Bók hans er því gleðigestur á hverju heimili og alstaðar velkominn. Fyrri útgáfan af kvæðum hans er löngu uppseld og var það því þjóð- þarfa verk að gefa út Ijóð hans að nýju, enda fjolda margt í þessari út- gáfu sem ekki var í hinni. Útgáfa bókarinnar að þvi er frá- gang snertir. er hin prýðilegasta, hún er prentuð á ágætan pappír, sumt í fallegri kápu og sumt í loggyltu skrautbandi. Lagið á bókinni þykir oss ljótt. Það er annað en á flestum öðrum ljóðabókum, svo að segja sama °g á gömlu utgáfu nýjatestamentisins. Annað er það við útgáfuna, sem oss þykir óviðfeldið. Linum er þann- ig raðað að þær ná jafnlangt aftur og fram á blaðsíðuna hver um sig, í stað þess að láta þær allar byrja jafn framarlega á hverri blaðsíðu og ná eftir því langt aftur sem lengd þeirra ræður. Fáeinar prentvillur eru einnig i bókinni, en fáar skaðlegar, og aft þessu sleptu, sem hér hefir verið nefnt, er útgáfan hin allra v'andaðasta eins og verkinu hæfir. Bókin er um 490 blaðsiður að stærð í stóru broti. Ef verð eg að manrii, og veiti það sá sem vald hefir tiða og þjóða, að eitthvað eg megni, sem lið má þér ljá, þott htið cg hafi að bjóöa, þá Iegg eg, að föngum, mitt líf við þitt mál, hvern Ijóðstaf, hvern blóðdropa, hjarta og sál. Þannig er hans fyrsta ættjarðarljóö Þannig yrkir hann til íslands 1880, þá tvitugur unglingur. Og nokkru síðar yrkir hann hið ódauðlega kvæöi sem þannig byrjar og allir íslending- ar kunna: Þú álfu vorrar yngsta land, vort ættarland. vort fósturland, sem framgjarns unglings höfuð hátt þin hefjast fjöll við ölduslátt |>ótt þjaki böl með þungum hramm, þrátt fvrir alt þú skalt, þú skald samt fram. Og seinni timi í sögu þessa nianns sýndi það að hér talaði sá er vald hafði þegar hann sagði: “Þrátt fyrir alt þú skalt, þú skalt samt fram.” Kapítulaskifti i sögu landsins, tima- mót í Iífi þjóðarinnar eru og verða æfinlega bundið við Hannes Hafstein aldrei hefir íslendingur stigið á stokk og strengt heit með sannari efndum en hann þegar hann sagði: “Þú skalt sanit fram.” ('Framh.J BITAR "Mér finst eg vera’ að syngja mitt síðasta Ijóð, og sálar minnar brunn- ar vera að þorna.” — Þetta er sagt að afturhaldsmenn hafi sungið 26. júní. Á íslandi er ungum mönnum gert það að skyldu að leggja fram 6 mán- uði af æfi sinni kauplaust i þarfir þjóðar sinnar við nytsöm störf; í her- skyldu löndum eru ungir menn látnir legítja fram langan tíma af æfi sinni við það að læra að drepa menn. Atkvæðin í islenzku bygðunum 26. júni sýndu það hvoru blaðinu, Heimsk eða Lögbergi er betur trúað. óvíða var atkvæðamunurinn eins mikill og þar. Kona sem Anna Czorna heitir var dæmd i sex mánaða fangelsi á föstu- daginn fyrir að hafa stolið $35.00. — Kelly stal á aðra miljón og var dæmdur i 40 mánaða fangelsi. — Þeir eru góðir í hlutfallsreikningi hérna. Rússakeisari rekinn og Spánarkon- ungur er að fara sömu leiðina. — Það veitir ekki af Heimskringlu litlu í þessum löndum til þess að taka ær- lega i lurginn á bannsettum æsingar- mönnunum. Að efni til er henni skift í kaíla og eru þeir þessir: 1. Ættjarðarkvæði. 2. Eftirmæli og minningarljóð. 3. Undir berum himni. 4. Manvisur og ástarkvæði. 5. Kolbrún. 6. Yms tækifæriskvæði og ávörp til einstakra manna. Hver er munur á því að hafa ein- valdan keisara sem heitir Vilhjálmur eða Borden? Vill ritstjóri Heimskringlu gera svo vel að leiðrétta villuna, þar sem hann sagði að dómhúsið í Wynyard hefði kostað $30,000? Ef ekki, mun Lögberg gera það næst.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.