Lögberg - 05.07.1917, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.07.1917, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 5. JÚLÍ 1917 Slysið á Winnipegosis-vatni 29. Maí 17 Vilhjálmur Johnson og Carl Sveinsson Slysið. ('Fregnin um slysið er tekin að mestu eftir Frée Press vikubl. frá 30 maí s.l.) Þeir Wilhjálmur Johnson, sonur Ólafs Jóhannessonar og Carl Sveins- son, bábir til heimilis í Winnipegósis, voru á seglbát að flytja búslóö Jóns Bensons, sem var á Gimli, nú sestur að á Red Deer Point. Þeir voru bún- ir aS fara tvær ferSir og v'oru á sigl- ing á heimleiö. Um kl. 2 e. h. ,þegar þeir áttu eftir um 0 mílur til Winni- pegósis, skall á þá storm bylur, sem slengdi bátnum á hliðina. TalsverS kjölfesta var í honum, sökk hann því óðara til botns að aftan, en marraði í miðju vatni að framan, dýpið var þarna um 14 fet. Þeir félagar náðu dálitilli fótfestu á bátnum niður í vatninu, samt náði það þeim undir hendur, bæði bómu og gaffal bátsins reyndu þeir að nota sér til stuðnings til að standast ókyrrleika vatnsins, sem jók stórum á þrautir þeirra. Þannig farast Vilhjálmi orð á parti um samtal og þrautir þeirra félaga, staddra í greipum dauðans. “Villi, við drukknum hér,” segir Carl. “Nei,” sagði eg, “eg ætla að synda til lands,” og tók um leið gaffalinn og lagði af stað, en ítti um leið stór-bómunni ti! félaga míns. Þegar eg var kominn örstuttan spöl, þá kallaði Car! til min og sagði: “Vatnið er svo kalt, þú hlýtur að drukkna, við getum enn haldið okkur uppi nokkuð lengi. Það getur bátur, ef til vill, farið hér um og bjargað okkur.” Eg sneri aftur. Eg gerði alt hvað eg gat til að halda félaga mínum og mér á lofti. í það minsta voru 2 kl.timar liðnir síðan slysið bar að höndum. Eg sá glögt að féla gi minn gat ekki staðist mikið lengur hið iskalda vatn, sá að lífsafi hans þverraði óðum, hann var orðinn njeðvitundar litill. Eg gerði alt hvað eg gat að halda honum á floti, en alt v'arð árangurslaust. Með sárum harmi varð eg að horfa á félaga minn hverfa sjónum mínum, þeirri stundu mun eg aldrei gleyma. Eg sá að einu úrræðin fyrir mig voru að synda í land, ef eg átti lifi að halda. Tók eg aðra bómuna ag gaffalinn, batt það saman og lagði svo af stað með það til að halda mér betur uppi á sundinu. Fæturnir urðu von bráðar máttlausir og stirðir af kulda og gat eg því ekki beitt þeim á sundinu, varð því að synda með höndunum eingöngu, svo biluðu þær líka. Eftir það var sundið likast busli. Loksins komst eg þó að landi, en svo var eg afllaus og af mér genginn að eg með naumindum gat skriðið upp í fjöruna. Tveir Indíánar fundu mig þar og færðu mig til næsta húss. Nudduð þeir mig allan og hjúkruðu mér, sem bezt þeir gátu." Vilhjálmur hafði verið búinn að vera um 5 kl.tíma í vatninu, frá því fyrsta. Báðar hendur voru stokk- bólgnar, og sár á öðrum hanlegg. Maðurinn er vel syndur og talinn hraustur, en samt mun hafa verið orð- ið frentur skamt á milli lifs og dauða þegar hann náði landi. Daginn eftir að slysið vildi til, var farið á gufubát að leita að líki Carls og fanst það eftir stutta leit. Það var flutt til bæjarins og ráðstöfun gerð að jarðarförin gæti farið fram sem fyrst. Móður þess látna var stmað að vestan á næstu símastöð við Nes P. O., að sonur hennar væri druknað- ur. ' Jarðarförinni yrði frestað þang- að til að hún kæmi eða einhver í henn- ar stað. Sjálf tók hún að sér að fara vestur; vegna ókttnnleika og ýmsra snúninga við að hafa vagnaskifti á leiðinni þá þurfti hún < fylgdarmann. Það var Hallgrímur Magnússon ná- granni og bróðursonur Guðlaugs manns hennar, sama sem bauðst til að fylgja henni og var það þakksamlega þegið. Hún gat ekki heldur kosið betri mann til fylgdar. Alrnent er það álitið að úrræða betri mann en Hallgrímur er og ötulli til allra fram- kvæmda, sé ekki að hitta á hverju heimili. 31 maí komu þau vestur. Jarðar- förin fór fram og var hin sómasam- legasta. Það var fjöldi af bæjarbú- um og úr grendinni, sem fylgdu þeim látna til grafar. Það sást á því og mörgu öðrn að hinn látni var mjög vinsæll. Sá sem rhar um slvsið í Free Press, kemst svo að orði: “að hinn látni hafi verið hinn prúðmannlegasti í allri framkomu og hvervetna vellát- inn.” Af því enginn íslenzkur prest- ur var í bænum, þá var fenginn D. Guðbrandsson, adventisti að ausa hinn látna moldu og tala nokkur orð yfir gröfinni. Hinn látni var jarðaður í grafreit bæjarins. Vilhjálmur félagi hans keypti lóð til að jarða hann í og ákvað að i þeim sanja reit ætti hann sjálfur að liggja; meiri^vináttumerki var ekki hægt að sýna. Ættmenn og vinir hins látna þakka hjartanlega ölltt þvi fólki, sem á einn eða annan hátt liðsintu honum. Með- al þeirra var Mr. og Mrs. Búi John- son, Mr. og Mrs. John Collin og Mr. og Mrs. Ólafur Jóhánnesson, hjá þeim átti hann síðast heimili, Mr. og Mrs. Elis Magnússon, þau hjón voru þeim látna eins og góð systkini, þann tíma sem hann kyntist þeim. Winnipegósis er heimili ofannefndra hjóna. Ennfremur eru ættmenn og vinir hins látna þakklátir Vilhjálmi fyrir alla hina góðu framkomu hans og ó- sérhlífni, sem hann sýndi við þetta sorglega slys. Það hryggir þá hversu miklar þrautir hann varð að líða í sambandi við það. Carl Victor Sveinson var fæddur 26. janúar 1892 á Mountain, N. Dak. Faðir hans var Sveinn Guðbjartur Friðriksson, fæddur á Sæbóli í Mýra- lirepp í ísafjarðarsýslu á íslandi. Foreldrar Sveins voru Friðrik Guð- mundsson og Sigríður Jónsdóttir, bú- sett hjón á Sæbóli í sömu sveit og sýslu. Móðir Carls, sem var kona Sveins er Henrietta V. Clausen, dóttir Mar- teins Clausens og konu hans Þor- gerðar Gunnlaugsd.; heimili þeirra var í Keflavík í Gullbringusýslu. Hen- rietta er nú gift Guðlaugi MagnúsSyni heimili þeirra er Nes P. O. Man. Bróðir Carls er Marteinn Fr. Sveirj- son agtygjasmiður í Elfros, Sask. Því miður gat hann ekki verið stadd- urf við jarðarför bróður síns, því fregnin um dauðafallið hefir komið of seint til Eans. Fyrir fjórum árum fór Carl til Búa Johnsonar frænda síns, til að stunda fiskiveilar á Wininpeg vatni. Næsta ár fór hann aftur til móður sinnar og stjúpa, sagði hann þá aö sér Iíkaði vel þar vestra, og ákv'að að hafa Winnipegósis fyrir framtíð- arheimili sitt. Það vorú sum verk, sem hann átti bágt með að vinna, því vinstri hendin var miklu máttminni en hin. Það vantali hina eðlilegu stæling 1 suma fifigurnar. Einu sinni komst hann svo að orði við þann sem þetta ritar, “að vinstri handar fingurnir væru æf- inlega á eftir timanum, þegar þá þyrfti að nota fljótlega.” Fyrir ó- styrk handarinnar treysti hann sér ekki að læra sund. Mörg verk, sem þurfti nettleíka við, gat hann ekki unnið, varð því að sætta sig við nin grófari verkin. Hann lét ekki mikið á þessum veikleika sinum bera, bar hann með þolinmæði. Hvað oft þetta máttleysi handarinnar hefir ollað hon- um óþæginda og jafnvel hrygðar. er ekki með tölum talið. Má vera að á síðustu stundum hans, hafi það vald- ið miklu um það hvernig endirinn varð. Blessuð sé minning hans. Vinur hins látna/ F réttabréf. Innisfail, Alta., 25. júní 1917. Herra ritstjóri Lögbergs! Þá sest eg við áð hripa þér fáar línur, eftir tveggja mánaða hvíld. Sumarið hefir, það sem af er, verið fremur kalt og vætuamt. Seinnipart apríl og í mat flóði land hér í for og vatni, vegir illfærir og akrvinna tafð- ist. Þó mun ekrufjöldi sem sáð var í lítið minni en næstliðið ár. Júní til þessa dags hlýrri með skúraskil. Gras- spretta verður ljómandi gófff og útlit hið bezta með vilt hey, en akrar tæp- lega í meðallagi og fullir með ill- gresi á láglendi, þó telja fréttaritar- ar og blaðamenn uppskeruhorfurnar hér í fylkinu framúrskarandi góðar. þar sem jörðin sé full af vatni vanti að eins hitana. Betur sá spádómur rættist. Fjárhöld í bezta lagi. Verð hátt á öllttm landbúnaðarafurðum, rjómabús smjör komst upp í 44 cent pundið, en þegar tekið er með- alverð á þvt sem selt er og keypt Verð- ur Iítill ágóðinn, ef öll líknarsjóðs- tillög striðsþjóðanna eru tekinn með í reikninginn. Glaðar slundir.— Það sannaist ekki á Alberta íslend- ingunt að hvert mikilmenni sögunnar sé minst virt í sínu heima héraði. Þeg- ar það vitnaðist að Stephan G. Stephanson færi langferð heim á ætt- lands fornu slóðir, tóku nokkrir land- ar sig saman um að gera honum heim- reið, til að kveðja hann og árna hon- um fararheilla. 4 maí var ákveðinn en þrátt fyrir stöðugar rigningar, bleytuhríðar itg ófæra vegi, komu þar saman um 70 manns. Margir sátu heima, sem ætluðu að koma og það næstu nágrannar. Vöktu menn þar við gleði og glaum alla nóttina.í in- dælli samhygð, með sínum gamla, góða nágranna og skemtu sér við ræður, söng, dans og samtal, upp á gamlan og góðan alíslenzkan hátt- Hr. Kristinn Kristinsson, mágur skáldsin^ afhenti honum vinargjöf gestanna og margra þeirra er heima sátu, $150. Nöfn gefanda get eg ekki verið að senda,‘eg held þeir kæri sig ekki um það. Skáldið skemti gestun- um ágætlega. Konur gestanna feftir landssið) sáu um veitingar allan tim- ann og að hioum nýja sið var drukkin hestaskál i hreinu og tæru kaffi. En þó var livorki sorg né sút á neinum. allir gla^ir og ánægðir. Ný komið símskeyti segir hann kominn til Reykjavíkur 16. júní, og að öllum líði vel. 14. júní var samæti haldið að heim- ili hr. Gunnars Jóhannssonar og Þor,- bjargar konu hans, á 25. giftingar-af- mæli þeirra hjóna. Er Gunnar frænd margur hér í héraði, á þrjá bnéður og afkomendur þeirra. Var allur frændflokkurinn þar samankominn, sá er ritar þessar línur og nokkrir fleiri. Við þetta tækifæri gáfu konur kvennfélagsins “Vonin” $25 í 25 centa silfur peningum og fluttu þeim hjón- um ritað ávarp, að þeirra dæmi fóru gestirnir. Var þar veitt af kappi all- an eftirmiðdaginn, á björtum og heit- ,um sólskinsdegi. Skemtu menn og konur sér ágætlega og fluttu tölur og árnaðarræður til brúðhjónanna jöfn- um höndum, en þau þökkuðu gestun- um af. alúð, hlýtt vinarþel og heim- sóknina. En búannir kölluðu menn og konur heim eftir góða skemti stund Pólitík og kosningar.— Eins og tilstóð, fóru Albertafylkis- kosningar fram 7. júní, og eru líber- als sterkari en áður hér í okkar kjör- dæmi. Voru þrír í kjöri, fyrverandi conservatív þingmaður, sá eini er fæddur var undir brezku flaggi og eins og eg var áður búinmað geta um útnefndum við líberals, danskan smjörgjörðarmann, vel þektan að dugnaði. ráðdeild og vitsmunum. En hann var fæddur útlendingur, og þess vegna af sumum álitin óhæfur þing- maður, á þessunt hættulegu tímum, Danir gætu slegist í lið með þýzkum. Þriðji kandidatinn var fæddur í Bandarikjunum, en mentaður íCan- ada.skólakennari og náði prófi í lög- um fútlærður í vor) kom hann fram ávígvöllinn rétt fyrir kosningarnar, “Indipendent”, og fékk að eins 89 at- kvæði af 1775 atkvæðum, sem talin voru góð og gild. Af ofangreindum ástæðum v’oru kosningarnar hérna ekki flókks pólitík, heldur léku gamlir flokksmenn af báðurn flokkum ein- tóman ætternis leik, en svo fóru leik- ar að útlendingurinn var kosinn með 137 atkvæðum fram yfir fyrverandi þingmann, og aðal gagnsækjanda sinn Mér þóttu kosningarnar fjörugar og skemtilegar, enda prýddi öll kvenn- þjóðin hópinn, sem komin var á kjör- staðinn til að nota réttindi sín og greiða atkvæði með því þingmanns- efni, er þær óskuðu að kæmist á þing. Heim, heim er orðtak unglinganna, hinn aldraði segir komdu heim. Eftir 5/i árs burtuveru kom stjúp- dóttir mín heim, um miðjan maí sið- astl., frá Vancouver General Hospital er hún útlærð hjúkrunarkona. Sú fyrsta íslenzka stúlka úr þessu bygð- arlagi sem lagt hefir ]>á iðn fyrir sig. Gengur hún undir nafninu Sarah Johnson. Gerir hún ráð fyrir að fara þangað aftur innan lítils tíma. í hálft annað ár síðan hún varð útlærð, hefir hún getað haft fleiri sjúklinga, en hún hefir komist yfir að stunda. Líkar henni Vancouver bær og Kyrrahafs- ströndin betur en mér, þann stutta tíma, sem eg dvaldi þar síðastliðinn vetur. Með þeirri ósfc kveð eg þig hr. rit- stjóri góður, að Lögberg fái meiri al- heimsfréttir, en minni kosninga kapp- ræður og fylkis reikninga. Þinn einl. ./. Björnsson. 50 ára afmœli Canada Ýmis konar fróðleikur. Canada, sem kalla má fóstur- land allra þjóða er hálfrar ald- ar gamalt, síðan það fékk stjómarskrá þá sem það hefir nú. pað er ekki hár aldur og fram- farir Canada eru stórkostlegar í ýmsum efnum, þegar þess er gætt. þegar Nýja England, sem svo var nefnt sagði sig úr sam- bandi við Breta, var þar ráð fyr- ir gert að Canada yrði með síðar ef hún æskti þess. Af því varð þó ekki. Árið 1810 var það að framtaksamur nýlendumaður kom með þá uppástungu að stofna ríki hér í landi, er. því var lítið sint. Fjórum árum síðar, hóf Sewell háyfirdómari í Quebec máls á því aftur við hertogann af Kemt. Enn varð þó ekki af framkvæmdum. 1827 samdi þingið í hinni svokölluðu Efri-Canada tillögu um samein- ing hinna ýmsu parta landsins með brezkri stjórnarskrá. Málið var rætt með mikilli mælsku, en I t. / Packet of WILSONS FLY PADS WILL KILL H0RE FLIES THAN \$8°-oW0RTH 0F ANY / k\STICKY FLY CATCHER/J Ilreln i meðferð. Seld í hverri lyfjabúð og í matvörubúðum. lognaðist síðan út af í fæðingunni Árið 1849 var haldinn fulltrúa fundur í Toronto í sama skyni, með litlum árangri; en 1854 var samþykt ályktun á þingi í Nova Scotia, þar sem óskað var eftir nánara sambandi milli brezku nýlendanna í Norður Ameriku og upp frá því var farið að vinna að sambandinu af hálfu brezka þingsins. Eiginlega hafði Nova Scotia ályktunin það eitt í sér fólgið, að austur strandarfylkin Nova Scotia, New Brunswick og Prince Edward Island gengju í félag, og til þess að koma því í framkvæmd mætti sameiginleg nefnd frá þessum fylkjum árið 1864. pá kom Macdonald það í hug að úr þessu mætti gera þing til þes§ að undirbúa sameining allra nýlendu partanna. . Fulltrúamir mættu í septem- ber í Charlottetown og komu þangað einnig 8 fulltrúar frá Quebec þinginu. peir höfðu ekki verulegt umboð, en tóku þó þátt í fundinum. Urðu þar allir sam- mála um víðtækari samninga en áður hefði verið umtalað. pess- um fundi var loksins frestað (en ekki slitið) og átti hann að koma saman aftur í Quebec þegar rík- isstjórinn teldi rétt að kalla hann Svo var það bjartan haustdag í septembermánuði, að saman var safnast í Halifax til þess að ræða um undirstöðubygging hins mikla ríkis. Var farið þangað á skipi sem Victoria hét og þess vænst að gifta fylgdi nafni. í borginni Halifax var nefndar- mönnum tekið með kostum og kynjum. Stórkostleg veizla var tilreidd gestunum og flutti Dr. Tupper stjórnarskrifari í Nova Scotia snjalla ræðu. Hann var valinn til þess að stjóma fund- inum. Margar íteður voru flutt- ar við þetta tækifæri, þar sem þeyst var á spretthörðum jóum hugsana og ímyndunarafls eftir götum framtíðarinnar. En merkilegt er það að meginhluti þess sem þar yar spáð hefir þeg- ar ræzt og er að rætast. John A. Macdonald lýsti því með mörg um orðum og fögrum, að sam- ,band allra hinna aðskildu ný- lenda hefði lengi verið sinn un aðslegasti draumur og sæi hann nú rætast. Frá Halifax fór nefndin til Fredericktoh, sem var höfuðborgin í New Brunswick. Tíunda október um haustið var ákveðinn fundardagur í Quebec. Sir E. P. Tecke var kosinn for- maður. Skrifarar allra fylkj- anna voru útnefndir heiðursrit- arar á fundinum, en Hewitt Ber- nard var kosinn aðalskrifari. Að því búnu lokaði nefndin að sér dyrum og málið var rætt í dæmafárri einingu. Stór veizla var haldinn fund- armönnum af verzlunarfélagi Quebec bæjar. Hafði það verið ákveðið á fundinum að halda því leyndu hvað gerst hefðði, þótt allir þættust þess vissir að sam- band hefði verið samþykt og yrði síðar borið upp fyrir Breta stjóm en í veizlunni urðu menn ölVaðir og gættu sín ekki og komst því leyodarmálið út. Newfoundland var elzt allra nýlendanna. paðan var mættur þingmaður er Carter hét og flutti langa ræðu og snjalla. Var hann eindregið með því að nýlenda hans gengi í sambandið, en þeg- ar til kom voru samlandar hans á öðru máli. Fulltrúamir komu hver heim til sín og sögðu tíð- indin; Newfoundland ákvað að vera utan sambandsins og Prince Edward Island einnig; var þar harðlega sett ofan í við fulltrú- ana og gerðir þeirra taldar ó- gildar. 19. febrúar var þing sett og málið rætt; stóð það yfir þangað til 10. marz. Kom þá Macdonald dómsmálastjóri fram með svo- hljóðandi tillögu: “Að hennar hátign drotningin sé allra náð- arsamlegast beðin að gera ráð- stafanir fyrir því að sambandi verði komið á meðal brezku ný- lendanna: Quebsc, Nova Scotia, New Brunswick, Prince Edward Tsland og Newfoundland undir einni og sömu stjóm og ákveðn- um réttindum tilteknum og sam- þyktum á þingi í Quebec 10. marz 1865.” pessi tillaga var samþykt eftir all langar umræð- ur með 91 atkvæðum gegn 33. pinginu var slitið 18. marz og næsta mánuð fóm þeir J. A. Macdonald, Galt Brown og Car- ter til Englands þessu máli til stuðnings; var Macdonald þeirra allra einbeittastur. pess má geta að hann vildi hafa eitt alls- herjar þing fyrir alt sambandið og engin fylkisþing, heldur hefði hvert fylki út af fyrir sig nokk- urskonar sve’tarstjómarréttindi Félagar hans voru því andstæðir og vildu einnig hafa fylkisþing. Macdonald kvaðst í raun réttri vera því hlyntur líka, en vera hræddur um að af því gæti leitt deilur um viss atriði milli sam- bands- og fylkisstjórna. f nóvembermánuði 1866 fóru fulltrúar frá Quebec til Englands og áttu þar að mæta fulltrúum frá New Brunswick og Nova Scotia og ræða sameiningarmál- ið. Komu þeir saman í West- minster-byggingunni 4. desem- ber og var John A. Masdonald kjörinn formaður. Nefndin starf- aði þangað til 24. desemlier. peg- ar sambandið var ákveðið var farið að gera uppkast að lögum; gerðu það fulltrúarnir í félagi við stjómmálamenn á Englandi; loksins voru lögin borin upp fyrir brezka þingið 5. febrúar. 29. marz hlutu lögin konunglega staðfestingu og 12. apr. voru önn ur lög samþykt, sem veittu heim- ild til þess að ábyrgjast vexti af láni, sem ekki væri hærra en $15,000,000; átti það fé að fara til járnbrautarlagningar milli Halifax og St. Laurence. 22. maí hlutu “Brezku Norður Americu” stöðulögin konunglegt samþykki og áttu þau að ganga í gildi 1. júlí; var það þar ákveðið að Que- bec (sem kölluð var Canada), Nova Scotia og New Brunswick skyldu vera eitt ríki og kallast Canada. Var þessu ríki skift í fjögur fylki: Quebec, Ontario, New Brunswick og Nova Scotia. framkvæmdarvaldið og hervaldið átti að vera í höndum Breta kon- 'ungs, sem hefði hér fulltrúa, er ríkisstjóri nefndist. Ottawa var gerð að höfuðstað ríkisins. Sam- bandsþingmenn voru kosnir eft- ir manntalinu 1861, en breyting á fulltrúatölu átti fram að fara tíunda hvert ár, eftir manntali. Tala fulltrúanna frá Quebec var ákveðin um aldur og æfi 65, en fulltrúar hinna fylkjanna áttu að vera eftir því margir, sem ifólksfjöldinn væri, samanborið við Quebec. Fyrstu stjóm í anada skipuðu þessir menn: 1. John A. Macdonald, forsæt- isráðherra. • 2. A. T. Galt, dómsmálastjóri. 3. Alexander Cambell. póst- málastjóri. 4. A. J. Ferguson Blair, stjórn- arfoímaður. , 5. W. P. Howland, tekjumála- ráðherra. 6. George E. Carter, hemiála- ráðherra. 7. William McDongalI, ráð- herra opinberra verka. 8. S. L. Tdley, tollmálaráð- herra. 9. Peter Mitchell, flotamála- og fiskimála ráðherra. )0. H. G. Langevin, ríkisritarí. 11. J. C. Chapais, búnaðav ráð- herra. 3 2. A. G. Archibald, fylkja- ritari. 13. Edward Kenny, fjármála ráðherra. Synir þriggja þessara manna eiga heima hér í Winnipeg. pað eru: 1. Sir Hugh John Macdonald, dómstjóri og fyrverandi stjóm- arformaður; einhver vandaðasti og merkasti pólitískur maður, sem fylkið á. 2. Tupper lögmaður, merkur maður, sonur Sir Charles Tup- pers. 3. Galt kaupmaður, sonur Sir G. T. Galts. Canada hefir tekið miklum framförum í ýmsum greinum síðan 1867 og má nefna meðal annars það, sem hér segir: pá voru hér 10,000 skólar, nú eru þeir 26,000; þá voru hér 11,000 kennarar, nú era þei 39,000; þá voru hér 664,000 nem- endur á skólum, nú eru þeir 1,400,000; þá var hé varið $2,- 500,000 árlega til mentamála, nú er varið til þeirra $56,000,000; þá voru hér 3,371,594 íbúar, nú eru þeir 8,700,000; þá nam verzl- unin hér $131,027,532, nú nemur hún $2,249,170,171; þá voru hér Kaupmannahafnar Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er Þetta er tóbaks-askjan semíibyTgSt að VeLa hefir að innihalda heimsinsalgjörlega hfemt bezta munntóbak. Hja öllum tobakssölum Munntóbak 2,278 mílur af jámbrautum, nú eru þær 37,434; þá voru hér eng- ar komhlöður, nú eru þær 3,059; þá voru hér engir talsímar, nú eru þeir 54j,421; þá vora hér engar rafmagnsbrautir, nú eru þær 2007 mílur; þá vora fluttir héðan 2,284,702 mælar af hveiti; nú eru þeir 157,745,469; þá var hér námuframleiðsla fyrir $10,- 000,000, nú er hún $170,000,000; þá voru fluttar út búsafurðir fyrir $12,871,055, nú er það fyr- ir $249,661,194; þá voru innflutt- ar vörur alls fyrir $73,459,644, nú eru þæT' fyrir $845,330,903; þá voru útfluttar vörur alls fyr- ir $57,567,888, nú eru þær fyrir $1,151,375,768. — Manitoba fylki gekk í ríkis- sambandið 1869, þá voru þar að- eins 12,000 íbúar, en við síðasta manntal voru 553,860 manns; þá var þetta fylki aðeins 13,000 fermílur á stærð, nú er það 251,- 832 fermílur. Fyrsti stjómarformaður í Manitoba var Alfred Boyd. Forsætisráðherrar þar hafa verið þessir: 1. Alfred Boyd, frá 16. sept. 1870 til 14. des. 1871. 2. M. A. Girard, frá 14 des. 1871 til 14. marz 1872. 3. H. J. H. Clarke, frá 14. marz 1872 til 8. júlí 1874. 4. M. A. Girard, frá 8. júlí 1874 til 2. des. 1874. 5. R. A. Davis, frá 2. des. 1874 til 16. okt. 1878. 6. John Norqvuay, frá 16. okt. 1878 til 24. des. 1887. 7. D. H. Harrison, frá 26. des. 1887 til 19. jan. 1888. 8. Thomas Greenway, frá 19 jan. 1888 til 6. jan. 1900. 9. Hugh John Macdonald, frá 10. jan. 1900 til 29. okt. 1900. 10. Redmond P. Roblin, frá 29. okt. 1900 til 2. maí 1915. 11. T. C. Norris, frá 2. maí 1915 til þessa dags. Stjórnarfyrirkomulagið í Can- ada er nú þannig að konungur skipar landstjóra sem fulltrúa sinn; han skipar aftur fylkis stjórana. pingið í Ottawa skiftist í tvær deildir; í efri eða öldungadeildinni eru 87 útnefnd- ir af stjórninni: 24 frá Quebec, 24 frá Ontario, 10 frá Nova Scotia, 10 frá New Branswick, 4 frá Manitoba, 4 frá Prince lEdward Island; 3 frá British Columbia, 4 frá Saskatchewan; 4 frá Alberta. í neðri málstofunni eru 221 þjóðkjörinna þingmanna: 86 frá Ontario, 65 frá Quebec; 18 frá Nova Scotia; 13 frá New Bruns- wick; 10 frá Manitoba; 7 frá British Columbia; 4 frá Prince Edward Island, 10 frá Saskat- chewan; 7 frá Alberta og 1 frá Yukon. Canada er talið að vera 3,- 744,695 fermílur að stærð með 7,700,000 íbúa. par era vötn 150,000 fermílur og fjallaklasi, stór að vestan með 16,000 feta háum tindum. Par era 65 bæir með 5,000 íbúum hver og þar yfir. pess má geta að staða þing- mannanna í öldungadeildinni er æfilöng og verða þeir að vera að mmsta kosti 30 ára gamlir; vera brezkir borgarar og eiga að minsta kosti $4,000 virði af fast- eignum í því fylki, sem þeir koma frá. miluna fyrir ferðir sínar; en $] eru dregnir frá launum þeiri íynr hvem þingdag, sem þe eru fjarstaddir, án þess að þe ^oUnooe'lk'Ír’, RíkisstJÓrinn fa 5U,oyo í arslaun og er útnefndi ára; með honum eru all i aoherramir í f ramkvæmda nefnd og hafa þeir $7,000 lau $12 0QQrsætisráð,lerrann hef Skólastjóri kvaddur. Séra Crummy forstöðumaður Wes- ley skólans og forhiaður siðbótafé- lagsins í Manítoba, hefir tekið köllun til safnaðar í bænum Moose Jaw í Saskatchewan. Allmargir menn úr siðbótafélaginu héldu honum samsæti á föstudaginn í kveðju skyni og vott- uðu honum þakklæti fyrir það mikla verk, sem hann hafði hér haft með höndum og þau góðu áhrif, er hann skilur eftir. Stephens kaupmaður stýrði samsætinu, en séra Harkness skrifari siðbótafélagsins, Dr. Sin- elair o& Battram lögmaður fluttu séra Crummy ræður fyrir hönd gestanna. Dr. Hugheson talaði auk þess nokkur orð; en séra Crummy hélt sjálfur all- langa ræðu, og mjög hugnæma. Engir íslendingar voru þar nema A. S. Bardal og ritstjóri Lögbergs. Sið- bótafélagið hefir enn ekki kosið sér formann í stað séra Crummy. Réttlátur dómur. ---- / Þess minnast menn eflaust að Lög- berg skýrði frá því að maður að nafni Myke Fox myrti konu sína 8. apríl 1916, og skar sig síðan á háls á eftir. Þannig stóð á að hann var nýkvænt- ur, unni konu sinni hugástum og hugsaði vakinn og sofinn um heimili sitt. Þá var það að hann kostaði frænda sinn hingað frá Galiciu; veitt: honum ókeypis hús og heimili og fæði á meðan hann var vinnulaus, en sjálfur utan heimilis við störf sín. Það kom upp úr dúrnum að þessi ný- komni maður hafði tælt konuna til ásta við sig, og var hann faðir að barni, er Myke hélt að hann ætti sjálf- ur. Þegar hann komst að þessu misti hann alla stjórn á sjálfum sér og tók það til bragð sem fyr er sagt. En þótt skurðurinn væri afar stór, varð maðurinn loks græddur, og þá var mál hans rannsakað. Galt dóm- ari dæmdi hann frían eftir snildar ræðu, sem Bonnar lögmaður flutti 'fyrir hann. Dr. Robinson Sérfræðingur í tannsjúkdómum BETRI TANNLÆKNING FYRIR MINM BORGUN Ef þú ert í vafa um hvcrt tennHr þínar séu heilbrigðar eða ekki þá þarft þú að fá ráðleggingu tannlæknis. Sá tannlæknir ætti að vera maður sem hefir gott álit á »ér sem lœknir og sömuleiðis er það áríðandi að hann sé eins vel að sér í list sinni og nokkur getur verið. Nú á dögum eru þeir fáir sem ekki viðurkenna þýðingu sérfræðinganna, hvort heldur er í al- mennum lækningum eða tannlækningum. Minnist þess að ef þér kom- ið til vor þá verður traust yðar ekki ódrengilega notað, því allar vorar að- ferðir eru reyndar og sannaðar og fólk veit um áreiðanleik vorn. Fyrir tíu árum voru það margir af 'borgurum Manitoba sem trúðu mér fyrir því að lagfæra tennur þeirra. Þessa fyrstu sjúklinga tel eg byrjun hinnar miklu aðsóknar sem eg hefi haft síðan eg fór að stunda tannlækningar. Svo vel hefir mér gengið að tugir tannlækna hafa sest að í nágrenni mínu ’átið því ekki blekkjast þegar um það er að ræða að velja stað. Permanent Crown og Bridge Work, hver tönn Og það var áður $10.00 BIRKS BUILDING, WINNIPEG, MAN. I 2 Stólar ..$7 Whalebone Vulcan- ite Opið til kl. 8 á kveldin halebone Vulcan- (b 1 A Plates. Settið... 'P ' L/ Dr. Robinson TANNLÆKNIR Meðlimur Tannlœkna Skólans t Manitoba. 10 Sérfræðingar 5 Kvenmenn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.