Lögberg - 05.07.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.07.1917, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMi 5. JÚLÍ 1917 94 * Lagasafn Alþýðu 121. Innlend viðurkenningaskjöl eru þau auð- vitað kölluð, sem innanlands eiga að greiðast, t. d. slíkt skjal, sem kaupmaður í Winnipeg stílaði á annan mann í Toronto eða Quebec, er innlent viðurkenningaskjal. Sé þannig að orði komist að upphæðin skuli greidd þegar krafist sé, fylgir slíkri kröfu þriggja daga “náðartími”. 122. útlend viðurkenningaskjöl eru þau, sem borganleg eru í öðru landi en því, sem hlutaðeig- endur eiga heima í, t. d. skjal af þessu tagi stíláð af kaupmanni í Toronto á mann í New York, er útlent viðurkenningaskjal. Skjal skrifað í öðru landi og stílað á mann í Canada er einnig útlent viðurkenningaskj al. Hér er sýnishom af slíku skjali. $500.00 Winnipeg, 4. júil 1917. Eftir þrjátíu daga lofa eg aS borga, sam- kvæmt kröfu Northern Crown bankans metS skift- um á New Tork, fimm hundruS dali, fyrir meS- tekiS verSgUdi og skrifa þaS inn I reikning Fyrir hönd J. Jönssonar og félaga hans. J. Árnasonar J. Johnson og félag hans. I Chicago. B. Bjarnarson, ráSsm. pví verður að lýsa yfir um öll útlend viðurkenn- ingaskjöl í Canada, ef neitað er að borga þau eða það vanrækt, til þess að halda þeim í ábyrgð, sem skjalið gaf út og þeim sem á það Skrifuðu. Lagasafn Alþýðu 95 Viðurkenningaskjöl, sem stíluð eru á menn í útlöndum, verða að vera í samræmi við lög í því landi, sem þau eiga að borgast í. Samkvæmt frímerkjalögunum á Bretlandi verður frímerki að vera á gangskjölum, áður en þeim er framvísað til greiðslu eða viðurkenningar. Varðar það $50.00 sekt, ef út af er brugðið. Ekki er hægt að innheimta upphæð þá, sem skjalið tiltekur, með lögsókn, hafi það gleymst eða verið vanrækt að láta frímerki á það. Canadisk skjöl af þessu tagi, sem stíluð eru á einhvem í Englandi, verða að hafa frímerki, sam- kvæmt þessum lögum. pess má þó geta að þótt skjalið verði ógilt með lögum fyrir þannig lagaða vanrækslu, þá fellur ekki skuldin fyrir það. Sé viðurkenningaskjal skrifað í útlöndum og stílað á mann eða félag í Canada, exi upphæðin ekki miðuð við peningagildi í Canada, þá skal farið í reikningnum eftir því peningagildi, sem er á þeim tíma, sem upphæðin fellur í gjalddaga, í því landi, sem hún á að borgast í. 123. Hlutaðeigendur viðurkenningaskjala. — prír eru hlutaðeigendur þegar um viðurkenninga- skjöl er að ræða. Sá sem skjalið skrifar, sá sem skjalið er stílað á, og sá sem við borgun á að taka. Nafn hins fyrstnefnda er ávalt ritað neðan undir skjalið hægra megin; nafn annars er ritað undir skjalið vinstra megin, og nafn hins þriðja í skjal- inu sjálfu, eins og á öðrum víxli. Larsen’s Rheumatism Sanitorium 449 Main St. Phone: M. 4574. Arkansan hvera aðferð er höfð við liðagigt, bakgigt og húðsjúkdómum. Gigt orsakast af þvagsjúkdómum í blóðinu; þig losnið við það á þennan hátt. Fimm ára reynsla við Arkansas hverina. Hér eru taldir fáeinir af hinum mörgu sjúklingum, sem geta sagt ykkur um lækninguna, sem þeir fengu í Larsen’s gigtarhælinu. Mrs. J. L. Knight, Ph. G. 399. Mrs. A. H. Hoskings, 712 Portage Ave. Mr. A. Corbett, Shipman Court, Suite 15. Mr. W. H. Steadman, C.N.R. Weightmaster, Fort Rouge Mr. A. W. Amott, Transcona. Auglýsið í Lögbergi Dað sem selja Darf. — M/* •• !_• V* timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettu, ogai.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limitad HENRY AVE. EAST WINNIPEG Merkileg ferð og þýðingarmikil. 14. maí lögðu nokkrir menn af staS frá Fort Garry í Winnipeg á bifreið- um alla leið til New Qrleans í Banda- rikjunum eftir Jefferson þjöðvegin- um. Fóru þeir alls 4,500 mílur og- komu aftur á föstudaginn kl. 3. e. h. í þessari för voru þeir: T. C. Norris, forsætisráðherra í Manítoba, David- son, borgarstjóri í Winnipeg, og Thos. H. Johnson, verkmálaráðherra. Fjöldi fólks fór á móti ferðamönn- unum út til St. Norbert, 9 milur út frá Winnipeg,og voru þar saman komnar á annað hundrað bifreiðar. Þegar komið var að Gladstone- skólanum á Osborne stræti og Cory- don götu; flutti forsætisráðherrann stutta ræðu; yfir 300 skulabörn með fána i höndum sungu “Godd Save the King” og “The Mapleleaf”. Var siðan haldið áfram inn að iðnaðar- skálanum og þar fluttar ræður undir beru lofti fyrir þúsundum manna. Þessir töluðu: Cockburn, settur bæj- arstjóri; Irvin borgarstj. frá St. Paul; Norris, forsætisráðherra; J. H. Back, frá St. Paul; Paul Nesbitt, þingstjóri frá Oklahoma. Samsæti var haldið þessum mönn- um á Royal Alexandra hótelinu um kveldið undir umsjón Canadiska klúbbsins og voru þar fluttar marg- ar ræður og snjallar. Kinn aðaltónn rann í gegn um all- ar ræður Bandarikjamannanna, og hann var þessi. Canadaþjóðin og Bandaríkjaþjóðin er af einum og sama stofni; komin frá sömu lönd- um; býr undir svo að segja sömu lífsskilyrðum; báíjar þjóðirnar byggja gagnsvipað land; þær eru eins miklir nágrannar og þjóðir geta verið; þær eiga að hafa sém mest saman að sælda og sem minstar hindranir sin á meðal. Þær hafa lifað í hundrað ár án þess að til hafi v'erið byssa, vígi eða vörn milli þeirra, og einmitt það hefir fjarlægt þær öllum stríðshug og gert þær vina þjóðir. í allri verzlun, allri samv’innu og öllum viðskiftum eiga j>ær að gleyma því að þær séu tvær þjóðir. Feður yðar voru feður vorir, og mæður yðar voru mæður vorar,” sagði þingíorsetinn frá Oklahama. Nokkrir íslendingar tóku þátt í við- töku nefndarinnar og voru í þessu samsæti, Væri þess óskandi að sem flestir landar legðu það í vana sinn að hlusta á enskumælandi ræðumenn við ýms tækifæri. Það kemur þeim inn i canadiska þjóðlífið og vikkar sjóndeildarhringinn. ótrúlegt en satt. Margir hafa haft tröllatrú á Wilson Bandaríkjaforseta, að því er heilla mál ])jóðarinnar snertir. Nú hefir hann þó brugðist illa í einu mesta velferðarmáli, ser» til er. Þannig stóð á að efrimálstofan í Washington vildi banna tilbúning allra áfengra drykkja, og virðist það vera sú stefná sem enginn hefði átt í móti að mæla, er hag þjóðarinnar bar fyrir brjósti. Lögberg helir áður skýrt frá þeirri gevsi upphæð af korni sem til áfengis- gerðar er eytt í Bandaríkjunum. Þegar þingið var svo langt komið með bannfrumvarpið að líklegt þótti að það gengi fram, kom Wilson eit- urbyrlurunum til hjálpar og bannar eða hindrar þessa þörfu löggjöf. Hann vill leyfa tilbúning öls og vína og þykir liklegt að hann fái vilja sínum framgengtj þó illa sé farið. Að leyfa það með lögum að eytt sé miljónum mæla í eiturgerð og gróða- skyni fyrir vissa menn, fjöldanum til glötunar, á þeim tímum sem nú standa yfir, virðist með öllu óafsak- anlegt og hlýtur að verða skrifað í þann dálkinn, sem á móti Wilson mælir þegar sagan fellir dóm sinn um hann ef sá dómur verður réttur. Allsherjar verkfall. Alphonso Verville verkamannaþing maður í Monlreal sagði á föstudaginr, var að ekki væri ólíklegt að allsherj- arverkfall í öllum greinum yrði gert í Canada, ef stjórnin reyndi að fram- fylgja herskyldu án þess að leita samþykkis þjóðarinnar. Hann bætt: þvi við að verkamannafélögin og verkalýðurinn yfir höfuð hefði verið fvrirlitinn eða fram hjá honur gengið siðan striðið hófst; lýsti hann því yfir að þegar stjórn landsins, sem aðal- lega fengi umboð sitt fra verkafólk- inu gengi fram hjá því í eins mikils- varðandi málum og þessu, þá væri ekki góðs að vænta. Mederic Martin, borgarstjóri í Montreal lýsti því yfir sama dag að hann talaði fvrir hönd 700,000 manns þegar hann segði að herskyldunni án þjóðaratkv'æðis fylgdi óhjákvæmilega sundrun ríkisins. ------------------ Ekki á flæðiskeri staddur. Rússakeisari hefir ekki verið fjár- hagslega á flæðiskeri staddur. Hann hafði árstekjur sem námu $65,000,000 Bráðabyrgðarstjórnin hefir tekið af Iionum eignir sem nema $700,000,000 og enn er verið að tala um að taka af honum eignir sem eru $48,000,000 virði. Stórhertoginn og kona hans eiga lönd, sem eru $210,000,000 virði og er verið að ráðgera að taka það af þeim og nota í þjóðar þarlir. Alls eru eignir fyrverandi keisarans og ættmenna hans virtar á $958,000,000 Auk þess er sagt að keisarinn eigi $35,000,000 í Englandsbankanum; fer hann því ekki á vonarvöl jafn- vel þótt eignir hans vrðu gerðar upp- tækar. Laun keisarans voru $8,500- 000 á ári, en sökum eyðslusemi og fjárdráttar fékk hann aldrei minna en $20,000,000. Voða tjón. Síðan 1. febrúar í vetur hafa þýzku neðansjávarbátarnir sökt 3,000,000 smálesta upp til 1. júní, eða að meðal- tali 750,000 á mánuði; en í júnímán- uði söktu þeir 1,000,000 smálestum. Bandaríkjamenn hafa ekki við að smíða í skarðið fyrir það sem sökt er. Það er illa farið að Goethe hers- höfðingi og yfirstjórnandi nýja flot- ans og þæir sem flutningsnefndina skipa hafa ekki getað komið sér sam- an um það hverskonar skip smíða skyldi; varð Wilson að skera þar úr málum eftir að eytt hafði verið tima svo vikum skifti í deilur um málið. Nú er þó sagt að tekið sé til óspiltra málanna og smíðaður verði urmull af Minni hinna framliðnu Flutt á 25 ára afmæli Vatnabygða 27. júní 1917. ‘ peir drengir, sem tóku hér tjaldstaði fyrst ) i og tegldu hér súlur og hæla, ]7eir kunnu þá arfgengu landnemalist í langstikum jarðir að mæla; peir trúðu’ ekki á naglskorinh tilverurétt, né tjóður og markaða bása. Hér náttúran sýndi þeim búsælan blett og bjó þeim ei höft eða lása. Hér ilmandi skóggyðjan andaði sætt með iðgrænum, kvikandi lokkum; og fuglamir sýndust af íslenzkri ætt í óskelfdum, syngjandi flokkum; hér sólhýrður vindur í viðunum þaut með vinlegum, heilsandi orðum; og fífill og sóley í sérhverri laut við sjón þeirra brosti’ — eins og forðum. ) I Og landneminn hugsaði: “Hér er mér bent | j á heimkynni bamanna minna; | | hér íslenzka hamingjan hefir mér sent { { það hlutverk, að stríða og vinna; { { Og hér skal ég vaxta mitt vel geymda pund, i { ef vonimar bregðast mér eigi; og hér skal eg sofna minn síðasta blund með sigur að enduðum degi”. Svo hugsuðu allir. — Hvem einasta dag þeir unnu frá morgni til nætur; peir störfuðu’ í eining hver öðrum í hag, þeir áttu’ ekki deilur né þrætur. Og dagbókin þeim var ei þraut eða kross né þéttskrifuð hugrauna línum. Að daglaunum fengu þeir kærleik og koss hjá konum og bömunum sínum. peir hvíldust að kveldi með kyrðsælar brár og kviðu’ ekki neinskonar draugum, því himininn skýlaus og heiður og blár þá horfði með vakandi augum á frumbyggja þreytta. — Hann faðmaði þá og friðblæju margvafða lét hann um kofann, sem mynduðu staurar og ‘“strá” — og stundum af viðkvæmni grét hann. / Nú hvíla þeir sumir í himneskri ró, sem hér voru fyrstir og mestir; en áhrif og verk þeirra vara hér þó, í vitund sér geyma þau flestir. Ef héðan á þessari heilögu stund er hugbrú að eilífðarströndum, þá líða hér svipir á lifenda fund og lifta hér signandi höndum. Sig. Júl. Jóhannesson. ! í \ \ I \ \ \ \ \ \ \ \ ! i [ ! ! í ! I ! ! ! ! ! skipum í hasti. Þó munu þau fæst veröa til fyr en í marzmánuði í vor, eftir því sem blötun segja af samn- ingum þeim, sem Vit) félögin eru geröir. . pingsamband þriggja fylkja. . ÞingitS í New Brunswick samþykti þatS nýlega a'ð leita samkomulags vitS Nova Scotia og Prince Edward Island þannig að þau fylki þrjú hafi hjá sér sameiginlegt þing, sökum þess hversu fámenn fylkin eru. Er álitiö a8 þetta veröi þeim til framfara og styrktar í ýmsum málum. Þingið í New Bruns- wick hafði um sama leyti metS hönd- um frumvarp um réttindi kvenna og var því máli sama sem vísað frá með 25 atkvæðum gegn 24. Bannaðir fundir. Grasswell lögreglustjóri í Toronto hefir bannað mótstöðumönnum her- skyldunnar aö halda fundi. Þeir höföu ákveðið að halda stóran fund á sunnudaginn, en þeim var neitað um það. ■ I ö L 8 ------------------------------7----------- Móðirin. Sonn saga. Eftir Madeleine Z. Doty. I.ítill formáU. Mánaðarritið “Current Opinion”, endurprentar í maí-hefti sínu, sögu úr þessu yfirstandandi voða- stríði, sem sögð er af Madeleine Z. Doty, í hennar nýju bók “Short Ratines” (Stuttar ályktanir) gefin út af Aldar útgáfufélaginu (“Century publs- hing company”). f inngangi fyrir þessari sögu segir Current Opinion: “Höfundurinn er hin sama ungfrú Doty, sem eyddi viku, sem sjálfboða heim- iliskona í Aubum fangelsi, til þess að láta heiminn vita um ásigkomulag kvenfanganna þar. Hún hefir nú fyrir stuttu komið til baka úr ferð til pýzkalands, og bók hennar lýsir ásigkomulaginu þar, einkum, eins og það kemur við konuna. pessi “sanna saga”, er nóg til þess að koma englunum til þess að gráta.” En vér bætum því við, að það mun ekki hræra hemaðar-haukana til meðaumkv- unar á nokkrum mannlegum hrygðar tilfinningum. Skýin blikuðu blá. Loftið var kyrt. Sumar- hitinn breyddist yfir landið. Og enginn fugla- söngur rauf þögnina. Engar hunangsflugur flögr- uðu yfir blómunum. Jörðin lá þama framundan sundurtætt og ber. f djúpum, brúnum jarðskom- ingum, láu, krupu eða stóðu, hundruð svefnlausir, órólegir og þreyttir menn. Landið var þmngið af lifandi þögn. En við og við raufst hin þunga þögn af háværum splund- randi dmnum. Og á sumum stöðum, hentist út frá jörðinni í stómm gusum, mold og aur, blandað með hermanna hjálmum, sundurtættum druslum af einkennisbúningum og bitum af manna líköm- um. pað var eftir eina slíka sprengingu, að stórt vængjað ferlíki, kom á hraðaferð frá norðri. pað leið lágt uppi yfir skotgröfunum, hallaði sér og hringsnerist og stanzaði fyrir ofan ensku herlín- umar. Líkt eins og stór öm„ sýndist það vera rétt að því komið, að hendast niður að jörðinni og grípa bráð sína og svífa síðan á brott. En er það hékk eins og í óvissu, kom annað vængjað ferlíki með þyt miklum frá suðri. pað flaug í stefnu fyrir ofan óvin sinn, snörist svo og steypti sér niður. Hinar stóm fallbyssur tóku að þagna. Augu dverganna, sem voru í skotgröfunum, störðu upp í\mót skýjunum. Dauðaleg áhyggjuþögn greip jörðina. Aðeins sólin og skýin horfðu á, án nokkurra hvíslana, um hið óða stríð þessara tveggja vængjuðu ferlíkja. K I K í nokkur skelfileg augnablik flugu þau til skiftis hvort að öðm. Svo flaug fuglinn með hvítu vængina hátt upp, sveif svo aftur niður með ofsa- hraða, ofan að skepnunni, sem mörkuð var með afarstómm, svörtum krossum. pað misti bráð sína, en það heyrðist brakandi hljómur. Hnoðri af reyk, eins og heitur andi þyriaðist frá jám- krossa fuglinum. Hann titraði, féll, snerist við og kom á höfuðið niður. í stómm bugðum kom sig- urvegarinn einnig niður á jörðina. Grannur ungur Englendingur stökk út úr hinni suðandi vél. Líkami hans titraði af geðshræringu. Hann hljóp sem fætur toguðu til hins brotna hrúgalds, sem lá á jörðinni. Hann kraup hjá hinni hálfsundruðu hrúgu. Undir hinum klofna við og jámi sá hann unglingsmynd. Hún var þögul og hreyfingarlaus. Hann togaði líkamann gætilega út undan brota- hrúgunni. Bjartur, ungur pjóðverji lá fyrir fram- an hann. Djúpt sár á höfðinu sýndi hvar höggið hafði ollað dauða á augnabliki. Líkaminn var linur og mjúkur. Andlitsfallið frítt og hreint og hárið vel klipt. Drengsandilt méð hreinskilnis- legum og hræðslulausum ennissvip, horfði þama upp að hinum unga Englendngi. Augun sýndu ekkert hatur. pau lýstu að eins ofboðslegri undr- un. Hinn brúnhærði drengur þreifaði að hinu líf- lausa hjarta. Hann kom með finguma við hart spjald. Hann togaði það upp úr treyjuvasanum. pað var mynd af konu—gráhærðri konu með góð- mannleg augu,—og var svipur hennar uppmálað- ur með þolinmæði í þrautum og reynslu. Neðan undir mýndinni voru skrifuð með viðvaningslegri drengshönd, þessi orð: “Meine Mutter” (Móðir mín). Grátekki ætlaði að kæfa hinn unga Englending. Gætilega tók hann hinn líflausa Hkama upp á sína sterku arma. Svo stóð hann upp og gekk, án þess að gefa nokkm gaum, þvert yfir hinn opna bar- dagavöll. En engum reiðikúlum var stefnt að honum. Mennimir í skotgröfunum sáu og skildu. Á bak við herlínumar lagði hann byrði sína niður. _ Tók hann svo pappír og blýant upp úr vasa sínum og gekk frá litlu myndinni fyrir framan sig og fór að skrifa. pegar hann var búinn, gekk hann frá bréfinu og myndinni innan í nákvæmlega utanáskrifuðu umslagi. Svo gekk hann hröðum skrefur að vél sinni og bjóst til flugs. Litlu síðar var hann að bugða sig niður að skotgröfum óvinanna. Beygði sig svo út yfir borðstokk flugfars síns og lét send- ingu sína falla. Fallbyssumar drundu, en engri byssu eða skotvopni var stefnt að hinni björtq mynd. ósjálfrátt vissu meninmir, að gjörðir hans I ð L S K I N S voru eitt af náðarverkunum. pegar hinn litli pappír flögraði niður og mætti jörðinni, var bréfið tekið upp af áhugasamri hermannshendi. Dálítið gleðióp braust upp frá hundruðum barka. Viljugir sendisveinar komu því til öftustu raðar. Og innan skamms var það konnð á sína réttu leið. Tuttugu og fjórum klukkustundum síðar var móðir með fölt andlit og titrandi hendur, að hand- fjatla hinn hvíta pappírslappa. Hennar ósjáan- legu augu störðu út á brosandi landslag. Á milli grænna engjafláka í hinu heita sumarsólskini lá hið glitrandi Rínarfljót. En hún sá ekkert. Yngsti sonur hennar var dáinn. Minningar um hann umkringdu hana. Hún fann aftur ilm af líkama bamsins, eins og það hjúfraði sig upp að - henni, og hinar litlu hendul*; er þær toguðu og kreystu brjóstið. Hún sá hann eins og dreng, hans óþreytandi ákafa umstang. Hún heyrði hans hlaupandi fótatak við dyrnar og hróp hans á “mamma”. pað var búið. pessi bjarta vera var kyr. Hinn þriðji og síðasti sonur hennar hafði verið heimtaður. Fingur hennar snertu við bréfinu, sem lá í kjöltu hennar. Henni varð litið á hin bláblýants- rituðu orð. Brátt sá hún og skildi hvað um var að vera. pessi drengur, sem skrif- aði, hann hlaut að hafa séð fegurð sonar heimar. Hann hefir haldið hinum hjartfólgna líkama í örmum sínum. Hjarta hans var sundurkramið af angist. Hvað var það, sem hann sagði ?: “Pað var sonur þinn. Eg veit að þú getur ekki fyrirgefið mér, sakir þess að eg drap hann. En eg vil að þú vitir það, að hann leið ekkert. Hið síðasta kom skjótt. Hann var mjög hugaður og ágætur. Hann hlýtur líka að hafa verið mjög góður sonur. Hann hafði mynd þína í brjóstvasa sínum. Eg er að senda hana til baka, enda þótt eg hefði viljað hafa hana. Eg hugsa að eg sé óvinur hans, en samt sem áður finst mér það hreint ekki. Eg vildi gefa líf mitt til þess, að fá hann til lífsins aftur. Eg hugsaði ekki um hann eða þig, þegar eg skaut að vélinni hans. Hann var úr óvina hóp, að njósna út um menn vora. Eg gat ekki látið hann komast til baka, að segja frétt- ir sínar. pað þýddi dauða fyrir menn okkar. pað var áræðislega gjöft. Við vorum huldir inni í þykkum runnum. Hann varð að koma býsna lágt, til þess að geta séð okkur og hann kom hugrekk- islega. Hann slapp næstum undan mér. Hann meðhöndlaði vél sína frábærlega vel. Eg hugsaði, hversu skemtilegt mér mundi hafa þótt, að fljúga með honum. En hann var óvinurinn og varð að vera eyðilagður. Eg skaut. pað var alt búið g sekúndu. Að eins högg á höfuðið um leið og vél- in hentist niður á jörðina. Andlit hans sýnir eng- ar kvalir, aðeins geðshræringu. Augu hans eru björt og óhræðsluleg. Eg veit að þú hlýtur að hafa elskað hann. Móðir mín dó, þegar eg var að eins lítill drengur. En eg veit hvernig henni mundi hafa liðið ef eg hefði verið drepinn. Stríðin eru ekki réttlát gagnvart konunni. Guð minn! Hversu eg vildi að það væri búið. pað er martröð. Mér finst, að ef eg að eins snerti drenginn þinn, að þá mundi hann vakna, og við mundum verða vinir. Eg veit að líkami hans, muni vera þér hjartkær. Eg skal hugsa um hann, eg skal marka gröfina hans með dálitlum krossi. pegar stríðið er búið, getur skeð, að þú viljir taka hann heim. “í fyrsta sinni er eg næstum því glaður, að móðir mín er ekki lifandi. Hún mundi ekki hafa þolað þetta, sem eg hefi gjört. Mín eigin hjarta- slög eru þung. Eg fann, að það var skylda mín. En samt sem áður, þegar eg sé nú son þinn dáinn fyrir framan mig og held á mynd þinni í hönd mér, þá finst mér þetta alt rangt. Veröldin er svört. ó, móðir, vertu móðir mín að eins ofturlítið líka, og segðu mér hvað á að gjöra. — Hugh”. Stór tár runnu hægt niður eftir vöngúm kon- unnar. Hvað var þetta skrímsli, sem var að möl- brjóta, merja og kremja menn? Drengurinn henn- ar og allir hinir, þeir voru hið sama. Ekkert hat- ur var í hjarta þeirra. peir liðu—öll veröldin leið. Ungbörnin í næstu húsunum við hana, urðu einatt veikari og veikari, vegna vöntunar á mjólk. Hún mætti nú samt ekki segja enska ungl^ngsmannin- um það. Hjarta hans mundi springa. ' Hvers vegna þurfti slík neyð að eiga sér stað? parna var hinn enski unglingsmaður án móður. Hún hafði ekki hugsað um hann og aðra í sömu kringumstæðum. Heimilið hennar, synirnir henn- ar, föðurlandið hennar, það hafði verið nægilegt. En hvert líf er upp á annað komið. Móðurdómurinn er almennur. Alt í einu vissi hún hvað hún átti að skrifa, hvað hún yrði að segja við þennan sorgslegna enska dreng. Fljótlega rann penninn hennar eftir pappírnum: “Kæri unglingur. pað er ekkert að fyrirgefa. Eg sé þig eins og þú ert — þína ónáðuðu og á- hyggjufullu góðsemd. Mér finst þú koma til mín, líkt og svolítill drengur, forviða yfir, að hafa gjört illa, þegar þú áleist að þú værir að gjöra rétt. pað lýtur út fyrir, að þú sért sonur minn. Eg er glöð af því, að hendur þínar hlyntu að og hugsuðu um hinn drenginn minn. Eg vildi heldur þig en ann- an, til þess að snerta hans jarðneska líkama.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.