Lögberg - 12.07.1917, Side 3

Lögberg - 12.07.1917, Side 3
LÖÍxBERG. FIMTUDAGINN 12. JúLf 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Chesney lá í rúminu sínu. Carlton hafði ný- lega hjálpað honum í gegn um eina af verstu gigt- arkviðunum, sem hann hafði fengið, og honum batnaði eins fljótt og mögulegt var. pað var alls ekki nauðsynlegt að Carlton né neinn annar læknir vitjaði hans, en það var vanalegt, að þegar Ches- ney fór að batna þá var hann óþolinmóðastur og mest æstur. Hann var fremur lítill maður, eins og flestir sjómenn eru, með glitrandi, brún augu, miklar og gráar augabrýr og grátt hár. Dóttir hans, sem sat hjá honum, Laura Chesney, og sem hann lét fara út þegar hann heyrði fótatak læknis- ins, hafði einmitt slík augu, eins mikið glitrandi og ljómandi fögur. Carlton settist á milli rúmsins og ofnsins, sneri sér að Chesney og beið með að spyrja hann um líðan hans, þangað til karlinn var búinn að ausa úr sér reiðinni með óvöldum orðum.. “Mér var ómögulegt að gera við því, kapteinn Chesney”, sagði hann rólegur þegar storminn lægði, þess má geta, að í nærveru Chesneys var Carlton ávalt kurteis og þægilegur, hve ljótt orð sem karlinn lét fjúka. “Eg fekk símrit frá föður mínum, sem sagði mér að koma til höfuðstaðarins undir eins ef eg vildi sjá sig lifandi. Miðinn, sem eg skrifaði í flýti og sendi yður, sagði fi*á þessu”. “Og eg hefði getað dáið”, urgaði i gamla mann- inum. “Afsakið, hr. minn; þér eruð langt frá því að deyja; eg vissi að þér voruð ekki í neinni hættu; ef þér hefðuð verið þar á nokkurn hátt, þá hefði eg beðið annanhvorn Greysbræðranna að líta inn til yðar á meðan eg var fjarverandi”. “Ef þér hefðuð ekki komið í kveld, þá hefði eg sjálfur sent eftir öðrum þeirra á morgun”, svaraði Chesney. “J?að er drepandi að eg skuli liggja hér með þessum kvölum, án þess að hafa lækni til að líta eftir mér”. “En kapteinn Chesney, eg er sannfærður um að verkimir eru ekkert nú, á móts við það sem þeir hafa verið. Hafið þér verið á fótum í dag,” “Nei, eg hefi ekki farið á fætur, og eg vil ekki fara á fætur”, svaraði hinn gamli maður. “Nú jæja, þá er réttast fyrir yður að fara á fætur á morgun, og þér munuð finna að yður líður , betur við að vera á fótum”, sagði læknirinn. “Hú”, urraði í kapteininum. “Funduð þér föð- ur yðar dáinn.” “Nei. pað gleður mig að geta sagt, að eg fann hann dálítið betri en hann hafði verið, þegar sím- ritaðritað var eftir mér. Eg held að hann geti naumast lifað lengi. Skyldan til að hlýða kröfu hans undir eins, að sjá hann áður en hann skildi við lífið, ef mögulegt væri, lá sem bjarg á huga minum, því okkur hefir ekki komið saman”, sagði Carlton, er nú lét í ljós ofurlítið af alúðlegu trausti sem þó sjaldan var venja hans. Chesney skeytti nú raunar ekki neitt um þetta Læknirinn hans var læknir og ekkert annað; eng- inn hafði minni löngun til að gera hann að vin sín- um, heldur en þessi drambsami gamli maður. “Hann hefir ekki verið mér góður faðir”, sagði læknirinn aftur, um leið og hann starði dreymandi á eldinn. “Síður en svo. Og eg misti móður mína þegar eg var lítið barn. Hefði eg ekki mist hana, væri eg að líkum öðru*vísi en eg er”. “Mennirnir í þessum heimi eru að mestu leyti það, sem þeirra eigin breytni gerir þá að, hr., án tillits til föður eða móður”, svaraði kapteinninn kuldalega. “Ó”, sagði Carlton; “eg átti við lífsánægjuna. J?ér vitið ekki hvernig bemska mín eða æska voru sökum þess að eg var móðujdaus. Hefði hún lifað, x þá hefði það verið öðruvísi”. “Er faðir yðar fátækur maður?” spurði Ches- ney, sem nú fann allra snöggvast til hluttekningar “ó, hamingjan góða, nei. Hann er ríkur mað- ur. Og eg” — Carlton lagði alt í einu mikla á- herzlu á orð sín — “er einka bam hans”. “Eg held við þurfum að gera breytingu meö lyfið þarna”. pessi orð fluttu Carlíon aftur til yfirstandandi tímans. Hann stóð upp, tók glasið sem kapteinn- inn benti á og var aftur hinn rólegi læknir. Fáum mínútum síðar var heimsóknin á enda. pegar Carlton gekk út úr herberginu. þreif kapteinninn í silkireimina, sem var bundin við vúmið og hinn endi hennar í bjöllustrenginn, og hringdi með þeim ákafa að maður mátti ætla, að hávaðinn hefði vakið sálfa sjösofendurna. Hann íiringdi til þess að kalla á Pompey til að fylgja lækninum út. Pompey var alloft ívilnaður slíkur hljómur. Carlton lokaði svefnherbergisdyrunum, gekk út í langa ganginn og mætti ungri og fallegri stúlku, sem stóð í dyrunum á öðru herbergi. pað var Laura Chesney; dökku og geislaríku augun hennar litu á Carlton, þegar hann tók í hendi henn- ar, og földu sig svo bak við dökku, hárauðgu augnalokin, er snertu heitu kinnina hennar. Heit kinn á þessu augnabliki; kinn, sem var eins rauð og rós. Að nærvera hans hafði framleitt þenna roða, þurfti enginn að efast um, og í )águ röddinni hans Carltons, þegar hann ávai*paði hana, var svo áhrifamikil blíða, sem talaði sitt eigið mál. Enginn maður hafði nokkuru sinni elskað kvenn- mahn með meiri ástríðu, heldur en þessi læknir elskaði Lauru Chesney. “ó, Laura. Eg bjóst ekki við þessu. Eg hélt að þú værir -úti”. “Nei. Jana og Lucy fóru í kirkju, en eg var heima hjá pabba mínum. Nær komst þú aftur?” hvíslaði hún lágt. “f kvöld, Laura”, svaraði hann svo undur inni- lega, “að hitta þig þannig, alveg óvænt, er eins og bending frá himnaföðumum”. Löng og innileg handþrýsting, og svo hélt Carl- ton áfram ofan, því nú var Pompey kominn til þeirra. Laura stóð kyr og hlustaði þangað til úti- dyrunum var lokað, þangað til fótatakið á malar- stígnum, fótatak, sem fyrir hennar eyrum hljóm- aði eins og inndæll hljóðfærasöngur, heyrðist ekki lengur, og þá stundi hún þungan, stundi af innri geðshreyfingu og gekk inn til föður síns. Um leið og Carlton gekk út um garðhliðið komu tvær stúlkur gangandi að því — eða réttara sagt ein fullorðin og önnur hálfvaxin. Hann gekk fram hjá þeim, lyfti hattinum og heilsaði, þegar full- orðna stúlkan nam staðar og ávarpaðx hann frem- ur lágt, en með blíðri rödd. “pér eruð þá kominn aftur, hr. Carlton. Hafið þér litið eftir pabba ?” “Eg var að heimsækja hann núna, ungfrú Chesney. Hann er töluvert betri, þó verkurinn sé ekki alveg farinn; en eg er viss um að hann er ekkert á móti því, sem hann var, þegar eg fór burt Eftir einn eða tvo daga vona eg að hann geti yfir- gefið herbergi sitt aftur”. Litla stúlkan kom nú hlaupandi til hans. “Hr. Carlton, mér þætti vænt um ef þér vilduð gera pabba minn frískan aftur sem allra fyrst. Hann hefir lofað að fara með mig út til þess, að við getum skemt okkur heilan dag”. “Alveg rétt, ungfrú Lysy”, svaraði læknirinn í glöðum róm. “Eg skal gera hann frískan eins fljótt og mögulegt er, vegna heils dags skemtan- innar ykkar. Góða nótt, unga stúlka; góða nótt, ungfrú Chesney”. Hann hélt hliðinu opnu fyrir þær, sVo að þær gætu gengið óhindraðar inn, lyfti aftur hattinum sínum, lokaði svo hliðinu og fór. Tunglið var orðið vel bjart, svo hann horfði á það. f rauninni sá hann það naumast, því hann gekk í þungum hugs- ununi. pau fáu orð, sem hann sagði við Chesney, endurkölluðu í huga hans mynd af liðnu æfinni; góð og ill störf, óþægindi hennar, gleðina og synd- irnar. Faðir hans, sem líka var læknir og hafði raikið að gera í fólksríkri en ekki bezu deildinni af London, sem sneri til austurs, hafði sjálfur verið hneigður fyrir syndir og andvaraleysi, svo dreng- urinn Lewis hafði enga úrvals fyrirmynd að breyta eftir. Hefði móðir hans lifað, eins og hann tók fram við kaptein Chestney, þá hefði uppeldi hans orðið á annan hátt. Leyft að hafa sinn eiginn viljá í bernskunni, leyft að hafa hann í æskunni og fyrstu fullorðins árin, aci svo miklu leyti, að hon- um var engin mannvirðing kend, eða nein umsjón veitt og engin föðurleg leiðbeining, þá var það alls ekki svo undarlegt að hann lenti í ýmsum hættum og vandræðum, og sem afleiðing þess í missætti við föður sinn. pegar eitt sinn var komið með skuldarviðurkenningu til föður hans, varð karlinn hamslaus af reiði og sór að hann borgaði hana elcki. Nokkru seinna sættust þeir þó að nokkru leyti; skudin var borguð og hinn ungi Carlton sett- ist að í South Wennock; en samt voru þeir alls ekki að öllu sáttir, engin alúð átti sér stað meðal þeirra. Nú var alt breytt. Hinn gamli Carlton á sjúkrasænginni, var allur annar en hinn gamli heilbrigði Carlton, og hann hafði nú fengið sig til að sættast til fulls við son sinn. Hann sýndi hon- um erfðaskrá sína, þar sem Lewis var gerður að einkaerfingja, og gaf honum í skyn um leið að talsverð upphæð væri í bankanum. Og Carlton gekk nú heim á leið í hinum yndislegasta draumi, draumi, sem var orðinn að hinrn stærstu lífsvon hans — að giftast Lauru Chesney. Kvöldmaturinn var á borð borinn þegar hann kom heim. Áður en hann settist við borðið, tók hann þrjú eða fjögur bréf upp úr vasa sínum, hann tók umslögin af þeim og las þau, eins og hann ætl- aði að raða þeim niður. “petta verð eg að geyma”, sagði hann við sjálf- an sig, um leið og hann las eitt bréfið og lét. það í umslagið aftur; þessi má eg efiaust brenna. pó, bíðum við — fyrst ætla eg að borða”. Hann settist við borðið og skar dálítið af keti handa.sér, en hann var naumast byrjaður að borða það, þegar Ben kom inn agndofa af hræðslu með bréf í hendinni. “Hvað er nú, drengur?” spurði Carlton. “Mér þykir það afarleitt, eg gleymdi þessu bréfi þegar þér spurðuð hvaða boð eg hefði til yðar Eg lét það í bréfaslíðrið í lyf jastofunni og gleymdi Jiví alveg. pað kom hingað sama kvöldið og þér fóruð”. Carlton lagði hníf og gaffal frá sér, opnaði bréfið og las það. Ben, sem var farinn út úr stof- unni, heyrði húsbónda sinn kalla: “Komdu inn aftur, drengur. Hver kom með þetta bréf?” Ben gat ekki skýrt frá því hver það var, nema að það var kvennmaður með stóran hatt, “hatt eins stóran og hús”. Carlton las bréfið aftur með mikilli athygli. pegar hann stóð upp, raðaði hann bréfunum á borðinu um leið og hann lagði það til hliðar, sem hann ætlaði að geyma, og fleygði hinum i eldinn. “Eg verð strax að taka þetta ofan og geyma það, svo það sé ugglaust”, sagði hann við sjálfan sig og átti við bréfið sem hann lag6i til hliðar. “Ef og geymi það ekki eins og sönnun, getur verið að gamli maðurinn, ef honum batnar, segist aldrei hafa skrifað það”. “Gamli maðurinn”, sem átt var við með þess- um virðingarverðu orðum, var faðir Carltons. peg- ar hann kom aftur inn í borðstofuna, stakk hann hendinni ofan í vasann til að taka upp bréfið sem drengurinn fékk honum, en gat ekki fundið það. J?að var ekki í neinum af vösum hans og heldur ekki á borðinu, Carlton komst því að þeirri niður- stöðu, að hann hefði brent það ásamt hinum bréf- unum. “En sú heimska af mér!” sagði hann. Hvaða númer var það nú? prettán, held eg. prettán Palace Street. Já, það var”. Hann gekk út í forstofuna, án þess að tefja lengur tók hatt sinn og fór út. Hanna heyrði til hans og fór inn að taka af borðinu. “Nú hefi eg aldrei heyrt getið um slíka sjúklinga og hans”, sagði hún gröm í skapi, þegar hún sá að húsbóndi hennar hafði einskis neytt. “peir geta ekki einu sinni leyft honum að borða í friði”. V. KAPfTULI. Heimsókn Carltons. Tunglið sendi björtu geislana sína niður göt- una í South Wennock, þegar Carlton gekk hratt niður eftir henni. Hann var á leiðinni til hússins nr. 13 í Palace Street. Ekkjan kom sjálf að ljúka upp þegar hann hringdi. Hún hneigði sig þegar hún sá hver það var. “Býr frú Gould hér?” “Já, hr., með leyfi hr. Eg er frú Gould hr.” “Eg hefi nýlega, þegar eg kom aftur frá Lond- on, lesið bréf, sem var afhent í mínu húsi fyrir íáum dögum síðan; í því er eg beðinn að koma hingað og líta eftir sjúkling”, sagði Carlton. “Frú------” “Frú Crane, hr.”, sagði ekkjan, til að minna hann á nafnið sem hann virtist ekki muna. “pað er um garð gengið og nú er henni að batna”. Carlton starði á hana eins og hann hefði orðið fyrir eldingu. “Um garð gengið”, endurtók hann. “heppilega afstaðið, en — eg'skildi bréfið hennar þannig, að hún byggist ekki við því fyr en eftir tvo mánuði”. “Hún bjóst heldur ekki við því fyr, hr, og þetta var alt almenningsvagninum að kenna; hann hristi næstum lífið úr henni”. “Almenningsvagninn ?” endurtók hann, 1 og sýndist ekki skilja hana. “Hvaða almennings- vagn? Um hvað talið þér?” “Ó þér þekkið máske ekki kiingumstæðurnar enn þá, hr.”, svaraði ekkjan. “Konan kom hingað frá London; hún var ókunnug og frú Fitch benti henni á mín herbergi. Hún var svo ungleg að sjá, alveg eins og stúlka —” “En um Veikina?” spurði Carlton, sem misti af tíma sínum. “Já það var nú einmitt um hana, sem eg ætlaði að fara að tala. Sama kveldið, þegar hún var bú- in að drekka teið sitt, varð hún veik; almennings- vagninn hafði hrist hana voðalega sagði hún — og þér vitið sjálfur, hr., hvernig þessi vagn er. Henni versnaði en batnaði ekki og árla næsta morguns fæddist litla barnið, já, svo lítið, að eg hefi aldrei minna barn séð. í morgun kom kona frá London og fór burt með bamið”. Lækninum datt strax í hug, að þetta hefði ver- ið litla bamið sem hann sá í biðsalnum. “Hver er læknir hennar?” spurði hann. “Hr. Stephen Grey. En eg held að hann hafi að eins komið í staðinn yðar, þar eð konan vildi fá yður. Menn höfðu mælt með yður við hana”. “Mælt með mér við hana”. “Já, hr.; þannig skildum við hana. Hún mun án efa skýra yður frá þessu sálf. Okkur sýnast auðvitað kringumstæðurnar nokkuð undarlegar”. “Batnar henni?” “Henni getur ekki batnað flótar. Viljið þér ekki fara upp, hr.” Samtal þetta átti sér stað í dyrunum; ekkjan , stóð að innanverðu, Carlton fyrir utan. Hann hreyfði sig til að fara inn, en hætti við það og hugs- aði sig um. , “það er fremur seint að trufla hana í kvöld. Hún sefur máske”. “Hún sefur ekki. hr.; að minsta kosti svaf hún ekki fyrir fimm mínútum síðan, þegar eg kom upp til að seg.ja Pepperfly að koma að borða, hún borð- ar nú hjá mér niðri í eldhúsinu. Hún vill eflaust að þér komið upp, hr., svo hún viti að þér eruð kominn heim aftur”. Hann gekk inn og lagði hattinn sinn á litla borðið, sem stóð í ganginum. Frú Gould hraðaði sér ofan í eldhúsið. “Að eins augnablik, hr., meðan eg sæki ljós, það er ekkert ljós uppi”, sagðí hún í afsakandi róm, af því hún lét hann bíða. “pegar hjúkrunar- konan fór ofan, sendi frú Crane ljósið með henni. hún sagðist helzt vilja vera í myrkri”. Hún gekk fram hjá dagstofunni og herberginu bak við, sem var svefnherbergi, og frú Gould notaði tækifærið til að sofa þar, þegar leigjandi hennar var fjarverandi, og hljóp ofan í eldhúsið, lítið herbergi sem sneri út að garðinum, greip ljós- ið sem stóð á borðinu og lýsti frú Pepperfly við inatarneyzluna og lét hana orðalaust eftir í myrkr- inu; augnabliki síðar fylgdi hún Carlton upp stig- ann. pegar þau komu að dagstofudyrunum tók hann ljósið frá henni. “pökk fyrir, frú Gould”, sagði hann hvíslandi. “nú get eg lýst mér sjálfur. pað er bezt að eg fari einn inn, því hún er máske sofnuð”. Frú Gould lét*ekki segja sér þetta tvisvar, því hún hafði hlaupið frá matnum hálfborðuðum þeg- ar Carlton kom, og þótti vænt um að geta snúið sér að honum aftur. Sökum þess að hún hafði verið í kirkju þet.ta kvöld, var kvöldverðarins neytt seinna en venja var tl. ’ Hún lokaði dyrunum á eftir Carlton og fór. Hann feekk í gegnum dagstofuna, opnaði dym- ar með hægð og gekk inn, um leið og ann skygði íyrir ljósið með hendinni. pað var algerð kyrð í herberginu og hann hélt að frú Crane væri ein, en Judith sat í hinum enda herbergisins bak við rúmtjöldin, sem voru dregin niður þeim megin og við fótagaflinn. Jafn kyrlátar og hreyfingar hans voru, vöktu þær þó frú Crane; sem hafði blundað ofurlítið; hún lyfti upp höfðinu og leit í kring um sig allhrædd — sem við erum öll hneigð fyrir þeg- ar við erum vakin skyndilega, einkum ef við erum veik. Carlton lét ljósið á borðið við dyrnar, gekk að rúminu og ávarpaði hana. En áður en hann var búinn að tala mörg orð og hún að svara honum, heyþði hann einhverja skrjáfandi hreyfingu hins vegf^r við rúmið. •Hvað er þetta?” spurði hann. “Hvað þá?” sagði hin veika, sem ekki heyrði eins vel og hann. Carlton gekk í kringum rúmið. “Fr nokkur hér?” spurði hann. Efnafrœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heiimlinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- \ legt er. öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s Whaleys blóðbyggjandi lyf Voriö er kotnið; um það leyti er altaf áríðandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti sta'ðið gegn sjúkdómum. ÞaS veröur bezt gert rr.eS því aö byggja upp blóSiS. Whaleys blóSbyggjandi meSal gerir þaS. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phoi)e Main 4786 N0HW00D Kímnis-myndir D iii. Eftir GEIRÞÓR. “Við austurgluggann”. Lag: “Gamli N6i“. 't11 hjá glugga, austurglugga, undra-glugga hám, yrki’ eg nú; en áSur öllum betur gáSur lék eg penna — lausum penna — lindi- undir trjám. Inn um glugga, austurglugga, æSsta gluggann, sjá, rann mér röSull fagur, rauna minna hagur allur, bættist; önd mín kætist undarlega þá. Út um glugga, austurglugga, eygSi’ eg skýja-rof: — Kringla nýrri kápu klædd, og þvegin sápu, bauö mér hita, heilsu-bita. Hamingju sé lof! Út viS glugga, austurglugga, auSnu-gluggann minn, hreif mig ítur-andi, undra-krafti þandi vængi flugs míns; veldi hugs míns vóx í þetta sinn. Út um glugga, austurglugga, anda-gluggann minn, arnar-augunu renri eg, atlan heiminntspenri eg reynd og þekking — risa-þekking —, rök aS öllu finn. Út um glugga, austurglugga, útheims-gluggann minn, fyrstan, fyrirbrigöa fyrir mér hann Try^gv'a fann eg standa fremstan Landa — “fifuvetlinginn”. Út um glugga, austurglugga, arin-gluggann minn, sé eg sauSi mína sólu fegri skína; hina blinda svaml’ og synda * í svartamyrkrið inn. Út um glugga, austurglugga, eina glúggann minn, upp á hæðir liáar hef eg sálir lágar. bar mun standa stærstur Landa — “stólkonungurinn”. U Flokkurinn átti aö heita þetta, en ekki i’Kímnis-ljóS”, Jiegar mynd- irnar: “Surtshellir” og “Sira Hylm- mann” komu út í Lögb. G. Rex Cleaners UTA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt prcssuð meðan þér standið við...............35c. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir.........$1.50 Einnig viðgerðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tals. G. 67 Winnipeg Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G 4921 TAROLEMA lœknar EGZEMA Gylliniæð, geitur. útbrot, hring- orrn. kláða ög aðra húðsjúkdóma^ Læknar hösuðskóf og varna^ hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. GLARK GHEMIGAL GO., 309 Somerset Block, Winnípeg Silki-afklippur til að búa til úr duluteppi. Vér höfum ágœtt úrval af stórum pjötlum meðalls- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.0. Box 1836 |Winnipeg, Man. Williams & Loe ReiÖhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viögerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðunt höndum. 764 Sherbrooke St. Hopni Hotre Dame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari Og Virðingamaður . . Selur Viðuppboð Lsr.dbúraðsráheld. alr- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St, Tals. M. 1781 Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv Heimilis talslmi......... Garry 2l C. H. NILS0N KVENNA- og KARLA SKRADDARl Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ave. í öðrum dyrum frá Main St. Witnipeg, Man. Tals. Gctrry. 117 Fulltrúafundur á frlandi. Loksins hefir verið ákveði'ð að halda almennan fulltrúafund í Dyfl- inn á frlandi 15. þ. m. til þess að ræða afstöðu írlands gagnvart Eng- landi og framtíðarstjórnmál landsins. Þessu lýsti Lloyd George yfir í þingi 6. þ. m. Er þess vænst að komist verði að varanlegri niðurstöðu og ó- eirðinni linni á írlandi sjálfu, en sátt og samlyndi verði milli hinna tveggja systraþjóða. Ekki er ólíklegt að írar fái fulla sjálfstjórn og verði að eins i einhverskonar varnar og verzlunkr- sambandi við England. Hefir það ekki verið árangnrslaust a'ð Lloyd George komst til valda ef hann ræð- ur þeirri deilu til Ivkta, svo við megi una. Innvortis bað. Eina örugga aðferðin til þess að lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess að sannfærast um að þessi staðhæfing sé rétt, þarf ekki annað en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboðsmaðurinn, sem getur sagt yður alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur yður, sérstakar upplýsingar og ráðleggingar, sem gera yður það mögulegt að lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biðjið um ókeypis bók æftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema 50% að dugnaði. — Bókin kostar ekkert.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.