Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sjsm verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 2. AGÚST 1917 Bretar láta greipar sópa á tuttugu mílna svœði í Flanders, taka marga bœi og um 4000 fanga Legsteinn Dr. Jóns Bjarnasonar afhjúpaður t>yl hefir lítiö geggiö aö undan- förnu þangaö til í gær, þá unnu bandamenn rnikinn sigur á Þióðverj- um, tóku 4,000 fangja og allmarga smábæi. Náðu þeir sumstaðar tvö- földum og sumstaðar þreföldum skot- gröfum. Alls ruddust þeir áfram yfir tvær milur á tuttugu mílna svæði, og er þetta mersti sigur, sem þeir hafa unhið lengi. Loftskipa bardagi mikill átti séi stað á Frakklandi nýlega, segjast Bretar hafa mist þar 13 loftskip, en Þjóðverjar segja að Bretar hafi mist þrjátíu og sjö. Aftur á móti segjast Þjóðverjar sjálfir ekki hafa mist nema 7, en Bretar segja að tapið hafi verið álíka á báðar hliðar. Alt er í uppnámi á Rússlandi, og óvíst hvernig fer; allar fréttir óglögg- ar og óáreiðanlegar. Einar Jónsson. Eins og menn muna var haldinn fundur til þess að ræða um heimboð Einars Jónssonar listamanns. Var kosin nefnd til þess að ráða því máli til lykta; símað var til New York Og fengust þær upplýsingar að Einar væri farinn heim. Málið féll því nið- ur í bráðina. En skömmu síðar fékk ritstjóri Eögbergs bréf frá Einari, þar sem hann segist ekki geta komið á íslendingadaginn, því hann sé önn- um kafinn í störfum við Þorfinns líkneskið. En hann segist ef til vill koma aftur í sumar, og þakkar Is- lendingum mjög vel fyrir boðið; seg- ist hann hlakka til þeirrar stundar þegar hann fái að sjá landa sína hér. FUNDUR var haldinn á þriðjudagskveldið af frjálslynda tlokknum í Winnipeg, til þess að kjósa fulltrúa á þing það, sem haldið verður hér 7. og 8. agúst. 1 nefndina voru kosnir af Islendingum J. J. Vopni bæjarráðsmaður og Dr. B. j. Brandson og til vara A. S. Bar- dal útfararstjóri; eru íslendingar þvi vel staddir þar með fulltrúa; hafa miklu meira en sinn skerf. Ein kona var þar kosin, hún heitir Lynn Flett og ein til vara, Mrs. Gibbon. Tillaga kom fram á fundinuhi um það að skora á þá er fyrir þinginu standa að bjóða Sir Wilfrid Laurier að koma hingað og vera þar. Þessi tillaga var feld. Samþykt var að skora á þingið að halda fram herskyldu manna og auð- legðar. FRA NEW YORK. I bréfi frá Óskari Jóhannessyni til ritstjóra Lögbergs, er hann skrifar frá New York, segir hann þá frétt að Tryggvi Jóakimsson, sem verið hefir fréttaritari vor, hafi staðfest ráð sitt; hafi hann kvongast meðan Gullfoss var í New York og farið heim með skipinu. Farþegar heim á Gullfossi voru þessir: Guðmundur Eiríksson um- boðsmaður; Páll Stefánsson umboðs- maður, Árni Benediktsson umboðsm., Sigfús Blöndal útgerðarmaður, Óskar G. Jóhannesson, Haraldur prófessor Níelsson og unnusta hans, Gísli J. Ólafsson símstjóri og Páll tannlæknir bróðir hans, Sigurbjörn Ármannsson, Tryggvi Jóakimsson og kona hans, Egill Vilhjálmsson og Emel Nielsen framkvæmdarstjóri. . Frá Islandi. Þrjú sönglög við kvæði eftir Stéphan G. Stephansson, eru. núkomin út. Útgefandi ér Guðm. Gamalíels- son. Tvö lögin eru eftir Jón LaxdaL við “Situr lítil eyja úti” og “Þótt þú langförull legðir”. Þriðja lagið (i sérstakri útgáfu) er eftir N. L. Sagnér við kvæðið “Heimhugi”, raddsett bæði fyrir karla og bland- aðan kór. Þingmálafundir hafa veriö haldnir víðsvegar um landið undanfarnar vikur. Flestir inunu fundirnir hafa samþykt áskoranir til þingisns um að krefjast siglingafána nú þegar og sumir vilja tafarlaust láta gera “allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að vér íslendingar tökum sem allra fyrst öll vor mál í eigin hendur” fStranda- sýslaj. Máríuerluhreiður var í mótorbát einum sem hingað kom nýlega sunnan úr Garði. Hafði báturinn legið í 3 vikur óhreyfður á S.trandgerðishöfn- inni, er þe§s varð vart að máríuerlan hafðj gert sér hreiður í mótorhúsinu og vérpt þar. Var þá farin ein ferð á bátnum, en fuglinn vitjaði hreiðurs- ins aftur er hann kom heim. —Vísir. Af skipsfjöl. Upp úr hafi, yfir sollin djúpin, öldu-gráfin, týnd og druknuð lönd, þarna lít eg þokast fjallanúpinn, það er íslands hvíta móðurhönd. Feðrajörðin yfir bláauðn boðans breiðir faðm og ljósið, sem hún á, hefst við sól í mötli morgunroðans — mér að baki er gærdags-sunna lá. Byrlaus fór eg út á kalda unni, afturkoman væri' ei svona brýn hefði’ ei eins og æskuljóð í munni austanblæsins verið hvötin mín. Hlakkar ekki þráin til að þakka þeim, sem ollu, og taka þeim í hönd, þegar yfir hafsins blakka bakka bendir til sín minna frænda strönd ? Lánsæld er það létthlaðinn að mega lækka segl í feginshöfnum skjótt. Hvað er heimvon, örbirgð manns né eiga, eftir langa hungurvöku-nótt ? Vitkað bam, með tveimur tómum mundum, til þín sný eg, æskuvona grund! pað var stundum flóns-gull, sem við fundum fyrir handan þetta bre.ða sund. Eg kem engin afrek til að vinna, ættjörð mín, — eg finna skal hjá þér stuðlaföllin fossboganna þinna, fjallaþögn og gullið ætlað mér; því eg kýs í kjöltu þinni’ að lúra kyrt og sætt og vaggast blítt og rótt, sólskins-fangi og skautum þinna skúra skemtidrauma-vaka um sumamótt. Eg hvarf heim í hópinn þinna drengja hingað, móðir, til að fá með þeim aftur snerta upptök þeirra strengja, er mig tengdu lífi og víðum heim. Hingaðkoman yrði ei unun síður' ekkert boð þó fyrir mér sé gert. — Kom þú blessuð, óskaland og 1 ður Kom þú blessað, óskaland og lýður Stephan G. Stephansson. pýðingarmikið. Margir leiðtogar frjálslynda flokks- ins hafa veriö hér í bænum aö undir- búa flokksþingiö, sem fram fer 7 og 8. ágúst. Meðal þeirra voru forsæt- isráöherrarnnir frá Saskatchewan og Alberta. Þessir menn komu sér saman um þaö fvrirkomulag sem þeir vilja aö verði á flokkþinginu, og er líklegt að að farið verði mestu leyti eftir tillög- um þeirra. Meðal annars leggia þeir það til að þar sem þingmaður sé ekki við í ein- hverju kiördæmi, þar mcgi kjósend: ur tilnefna fulltrúa í hans stað til þess að fimm veflði alls frá hverju kjör- dSemi. Önnur tillaga þeirra var jöfn- uður fargjalda. Þótti það ekki sann gjarnt að fulltrúi sem heima á í Al- berta eða British Columbia borgi fullt far, en • fulltrúi frá Winnipeg þurfi ekkert að kosta ferð sína. Til- lagan er því sú að allir fulltrúar leggi fram fé i fargjaldssjóð, sem sé sam eiginlegur og jafnt borgað til af öll um. Samið hefir v’erið við járnbraut- arfélögin um hálft fargjald. Merki legasta tillagan, sem eflaust veröur samþykt, er sú að öll félög geti sent nefnd eða fulltrúa til þess að flytja fyrir flokksþinginu þau málefni er þeim liggja á hjarta. Þetta er von- andi að sem flest siðbótafélög noti sér. Tekur málstað útlendinga. John A. Currie herforingi, þing- maður fyrir Norður Simcoé kjör dæmi flutti frumvarp í þinginu Ottawa í vikunni sem leið þess efnis að svifta útlendinga atkvæðisrétti hann sagöi t. d. að enginn sem væri af þýzku eða austurísku bergi brotinn ætti að hafa atkvæðisrétt meðan stríð- ið stæði yfir og enginn þeirra ætti að hafa heimilisréttar hlunnindi; ætti stjórnin að svifta þá hvorutveggja. J. G. Turriff, einn aðalmaður frjáls- lynda flokksins, var á öðru máli; taldi hann stefnu Curries óhæfa og óbrezka Bretlandi hefði hepnast nýlendustofn- un sín svo vel einmitt fyrir þá stefnu að láta alla njóta jafnréttis. Hann kv’að canadisku stjórnina hafa aug- lýst út um allan heim að landið væri hér heimilt mönnum og allir sem hér vildu setjast að og gerast brezkir borgarar væru velkomnir. Fólk hefði þyrpst hingað úr öllum áttum og treyst því að þetta boð stjórnarinnar væri gott og gilt og loforð hennar |>ess virði að þeim mætti treysta; ef nú ætti að brjóta lög á þessum mönnum og rjúfa við þá samninga, þá væri stjórnin fyrst og fremst að fremja rangindi gagnvart þessu fólki og í öðru lagi að brennimerkja sjálfa sig sem óáreiðanlega. JON BJARNAS0N. 0. 0 | PflESTW Fyrsta LUTCRSKA safnaqad IWflNIPEG 1884-19(4. f. I5.NOV. IB4S.-D.3. JUNI1314 HANN BASOIST G00U BARATTUNNI HANN VAflOVEITTI TfluNA CF.II.TIM. 4. 7. HELGA BJAflNASON r IQ.APRIL 1883. D.II.5EPT. 1912 0mer; NÚMER 30 Hér birtist minnisvarði eða legsteinn, sem ekkja og fósturbörn Dr séía Jóns sál. Bjarnasonar hafa látið reisa á leiði hans. Steinninn er um S fet á hæð og prýðisfagur. I dag ('fimtudagj verða^ lögð blóm á gröfina og þar höfð minningarstund hinna nánustu; flytur séra Jónas A. Sigurðsson ]iað hið fagra kvæði, sem prentað ier á öðrum stað í blaðinu og auk þess lieldur hann þar stutta ræðu. við afhjúpun minnisvarða Séra JÓNS BJARNASONAR, dr. theol., 2. ágúst 1917. Verkfalli hótað. Þess var getið i “Lögbergði” ný- lega hvernig menn i Bandarikjunum voru fluttir i útlegð úr eiu ríki i ann- að. Þessir menn heyra til félagi sem heitir “Alheims iðnaðarmannafélag- ið”. Einn af stjórnendum þess félags heitir Frank H. Little; hann hefir lýst því yfir fyrir hönd félaga sinna að ef þeir nái ekki rétti sínum og þess- um hnefarétti verði beitt við þá, þá muni þeir gera vv/kfall þega komi sér verst. í félaginu eru verka- menn af öllum tegundum. Óeirðirnar sem nú standg vfir stafa af því að þeir heimta hærra kaup í kolanámum í Arizona. Þessi foringi þeirra segir að meðal félagsins séu 50,000 manns, er æfinlega dreifíst út um land til uppskerustarfa að haustinu og mvthi þeir gera verkfall i haust, nema því að eins að þeim sé nú veitt sú kaup- hækkun er þeir fari fram á. Þetta rnundi koma sér afarilla og geta haft alvarlegar afleiðingar. Bæjarstjórnin. Hærra flutningsgjald. Járnbrautarfélögin kröfðust þess nýlega að flutningsgjald á hveiti væri hækkað. Nefnd manna fjallar um slikar kröfur og komst hún að þeirri niðurstöðu að þessi krafa væri sann- glörn; var því flutningsgjaldið frá Fort William til Toronto og Motreal hækkað unt 2 cent á landi og 2 á vatni. Þessi úrskurður er af flestum talinn mjög ósanngjarn gagnvart bændum, það en enginn þarf að kippa sér upp við það. Voða spellvirki. Sanikvæmt skýrslu ensku stjórnar- innar, sem frt er gpfin 19. f. m. hafa Þjóðyerjar sökt fjórurn sinnum eins mörgum skipum (eða smálesta fjölda) síðan þeir hófu neðansjávarbáta farg- anið og Englendingar hafa getað bygt. Að meðaltali hafa þeir sökt 1,000,000 smálestum á hverjum mán- uði, en tæplega 250,000 smálestir hafa verið bygðar. Þörf á herskyldu. Fyrirspurnir voru nýlega gerðar um það til hermálastjórnarinnar hvort ekki yrði þeint veitt þriggja mánaða frí og heimfarar leyfi á meðan, sem lengi hefðu verið í stríðinu. Þessu svaraði Sir F.dward Kernp þannig 23. þ. m. að Sir George Pearley hermála ráðherra Canada á Englandi hefði lýst því yfir að engin hvíld yrði veitt þessum mönnum. Kvað hann það ómögulegt að veita nokkrum manni stundar heimfararleyfi til Canada, sent hæfur væri til herþjónutsu. Einnar mínútu yfirheyrsla! 9. þ. m. fór fram yfirheyrsla í máli Roberts Rogers. Öll yfirheyrslan eða réttarhaldið stóð yfir í 31 ]/2 minútu, en sjálfur var Rogers yfirhevrður nákvæmlega eina mínútn. Manitoba stjórninni og Galt dómara var boðið að koma og vera við rannsókninaf ?J eða senda fulltrúa, en það lx>ð var ekki þegið; hefir víst hvorki stjórnin né dómarinn álitið að þetta væri lög- leg rannsókn né nokkurs virði. Slys í námum. Stórkostlegt námaslys vildi til 25. þ. m. þar sem heitir Breton höfði í N. S. Hafði þar orðið sprenging og mistu um 70 manns lifið óg fjöldi lim- lestist. Sumir höfðu mist vitið um stund af sprengingunum. Wimtipeg íslendingar fylgjast ekki nógu vel með því sem frarn fer bæjarstjórninni. Þeir eiga þar nu tvo fulltrúa og; ætti það að vera þeirn hvöt til }>ess að láta sér ant um þekk- ingu á bæjarmálum. Lögberg ætlar sér framvegis að flytja “bálk” með fyrirsögninni “bæj- arstjórnin” og segja þar frá því helzta sem gerist á hverri viku. Yikttna sem leið er þetta merkast, sem hér segir: Rakarabúðir skulu lokast kl. 10 a laugardagskveldtim í stað þess að þeim v’ar áður lokað kl. 11. Laun John G. Glasscos ^tjórnanda aflstöðvarinnar voru færð upp t $5,- 500 ; þau voru áður $4.800. Veittir $ 300 til Jeffersons þjóð- vega nefndarinnar, sem þátttaka bæj- arins i ferðakostnaðinum. Veittir $300 til “Garðsýningar fé- lags” bæjarins, í því skyni að það héldi sýningu í surnar. Veittir $75 til garðvrkju félagsins í Weston. $100 á mánuði veittir hvoruni lækn- anna Dr. R. L. Borke og«Dr. E. Ric- hardson til þess að heimsækja dag- lega mjólkurveitingastað barnanna. Reynt verður að flytja þessar bæj- arstjórnarfréttir eins nákvæmar og hægt er og er þess vænst að lesend- um blaðsins þyki þær þess virði að lesa þær. — óeirðir í Winnipeg. 20. þ. m. itrðu allmiklar óeirðir i Transcona. Þar Var verið að byggja stjórnar kornhlöður, en verkfall hafði verið gert. Menn höfðu farið að vinna sem ekki voru í verkmannafé- lagi, en félagsmenn komu þangað sgm vinnan fór fram og vildu telja hina af þvi að vinna. Lögreglan skarst i ieikinn og voru mennirnir 23 að tölu teknir fastir og fluttir i fangelsi; sumir voru settir t járn áðttr og flutt- ir þannig. Nokkrir þeirra voru síð- an daímdir í fangelsi fyrir herrétti, en aðrir i sekt, og var sökin kölluð “óeirðir". Skógareldur- geysa á stóru svæði í British Coluni- bia; hafa þeir gjöreytt bygðir og mik- ið tjón hlotist af; nokkrir menn hafa mist lífið og fjölda margir stór- brenzt, en hundruð nianns eru húsvilt og allslaus. 250,000 hestar dauðir. Samkvæmt skýrslunt nýútgefnum hafa 250,000 hestar fallið og drepist frá Englendingum í sambandi við striðið. Auk þess hafa 30,000 verið seldir fyrir lítið verð eftir að þeir vortt keyptir til stríðsins, þegar þeii reyndust bæði of gamlir og veikir; eru það því alls 280,000, fyrir utan þá hesta sem féllu í Mesopotamiu og Afríku. 42,000 drápust heima; 143,- 000 þúsund á Frakklandi; 12,000 á Egyptalandi; o g 15,000 í Saloniki, en 33,324 í Vesturheimi áður en þeir voru fluttir þaðan. Hindrun verkfalla. Stórkostlegt félag hefir myndast hér i bænum meðal verzlunarmanna og verkveitenda aðallega til þess að hindra verkföll og nema úr gildi v’ið- urkenningu verkamannafélaga; á að fá því framgengt að hver sé ráðinn i vinnu fyrir það sem hann vill þiggja eða fæst fyrir. Stórkostlegur eldur. Þegar sýningin stóð sem hæst i Regina i Saskatchewan í vikunni sem leið kom upp eldur þar sem 8,000 manns sátu i sætum og hlustuðu á ræður og horfðu á íþróttir. Brann þar áhorfendasviðið til kaldra kola á svipstundu, en öllu fólkinu bjargað óskemdu, og var það krafta- verki næst. Haldið var áfram sýn- ingunni, eins og ekkert hefði í skor- ist. *wStóf hópur af börnum var rétt hjá eldinum, var þeim komið á öruggan stað, en langan tíma þurfti til þess að hver fengi sitt eigið barn aftur. (Lag: pann signaBa dag vér sjáum enn) J7ú fyrstur hér kendir feðratrú Á feðranna kæru tungu. Og lagðir á milli landa brú Hvort lof eða hnjóð menn sungu. Og fómaðir öllu að efsta blund í eldraunastríði þungu. Sem andlegur klettur, — óskasteinn, í íslenzku trúarróti pú stóðst, og það enda stundum einn, — J7ó straumar vort landnám brjóti. — pér ástvina hendur hafa reist Og helgaðan varða — úr grjóti. Á bjargi aldanna bygðir þú Sem böm vorrar þjóðar forðum. Og feðranna varðir tungu og trú Með tállausum föður orðum. — Við legstað þinn biðja böm þín nú Að bygging þíri standi í skorðum. Við legurúm þitt á laufgum stað Skal lengi þinn varði standa. En lengur við njótum lífs þíns að Og leiðsagnar kristins anda. — pú reistir þér beztan bautastein f bygðum sem hjörtum landa. \ pó hvílir þú fjarri feðrareit Og faðmlögum þinnar móður, pú elskaðir fjall og fjörð og sveit Og fornhelgan andans gróður; — Hin íslenzka þjóð, þín óskaböm, Og ættjarðar frægð þinn hróður. Á meðan um fagra fósturjörð Að frjóangar lifna dala; í bygðum er íslenzk bænagjörð, Og börnin við mæður hjala: — Um lifandi trú á land — og Guð pinn legsteinn mun ávalt tala. J. A. S. í Bæjarfréttir. Ágúst Sædal málari frá Baldur kom til bæjarins á miðvikudaginn. Hann fer noröur til Gimli á morgun að finna ættingja sína og vini. Þær mæögurnar, kona Sigurjóns Christophersonar og Gerfia dóttir þeirra frá Baldur komu til bæjarins á þriðjudaginn; var Mrs. Christo- pherson að finna Dr. Jón Stefánsson og leita sér lækninga, en dóttir henn- ar fylgdi henni. herinn, en neitaöi. Þá var send her- lögregla og hann tekinn meS valdi. Hann kæröi þetta og sagöist hafa veriö svikinn í herinn, en dómarinn úrskitröaöi aö hann yröi að vera kyr, þvi hann gæti ekki trúað því, aö menn sem legðu lílið í sölurnar fyrir landið, neyttu eins óhreinna ráða og Bat;dar son bæri þeim á brýn. Bardarsor. hafði fjögur vitni og hinir fjögur á móti. 30. júlí andaðist Þorsteinn Guö- mundsson á sjúkrahúsinu í Winnipeg ; hann var ættaður úr Norðurmúlasýslu á íslandi og hafði verið hér í 28 ár; átti heima hjá Eyjólfi á Eyjólfsstöð- um. Jarðarför hans fer fram i dag CfimtudagJ kl. 10 f. b. frá Únítara- kirkjunni; séra R. Pétursson iarð- syngur. Mrs. fDr.) Snidal ásamt syni sín- um fór vestur til Churchbridge á þriðjudaginn. Saipferða henni varð Kristín Þorvarðarson þangað vestur að heimsækja móðursystur sína og móðurhróður og dvelur þar vikur. Kvenhjálpardeild 223. herdeildar- 'ar innar hefir tjald á íslendingadaginn og selttr þar ýmislegt smávegis, en aðalaðdráttaraflið verður þó það að þar geta menn fengið lesin forlög sin, þvl þar veröur frægur höfuðskelja- fræðingur. — Munið eftir þessul Séra Carl J. Olson prédikar i Mikley á sunnudaginn kl. 1 e.h. Kitchener á lífi? Blaöið “Morning' Post", segir frá því á föstudaginn að Mrs. Parker systir Kitchener lávarðar hafi lýst því yfir opinberlega að hún sé þess fullviss að bróðir sinn hafi ekki druknað á skipinu Hatnpshire. Kveð- ur hún hann nutnu vera á'ltfi og koma frant siðar meir. Uppreistarandi á Frakklandi. Clemenceau í öldungaráðinu á Frakklandi lýsti þvi vfir nýlega að uppreistarandi væri hér eg þar i land- inu. Væri reynt a‘ð hafa þau áhrif á hermenn að þeir heimtuðu frið á'ðúr en timi væri til. Fór Clemencean hörðurn orðum um M. Maley innan- ríkisráðherra; kvað hann vera dug- lausaó í þvi að stiga á hálsinn á slik- um hreifingum. Sagðist Clemenceau þess viss að svo langt væri þessum ó- fögnuði komið að félög hefðu stofn- ast meðal hermanna og verkamanna svipuð þeim seni ættu sér stað á Rússlandi. Stúlka sem skrifar Lögbergi frá Ev'rett segir: “Sú sem þessar línttr ritar hefir verið 26 ár meðal enskra og sjaldan verið með íslendingum; þér fyrirgefið því alla galla á málinu! tvær Guð blessi ísland og alt sem íslenzkt er; — ekki þetta vottur um ódauð- Hjálmar Gíslason er beðinn fyrir- gefningar á því að mynd sem hann bað fyrir gat ekki komið í þessu blaði. Þau Carl Frederikson frá Kanda- har og Matthildur Kristjánson skóla- kennari frá Wynyard voru gefin sam- an i hjónaband í gær, hér í bænum, af séra Rögnvaldi Péturssyni. Guðmundur Guðmundsson frá Mary Hill og kona hans og Jón Sigurðsson, einnig þaðan, komu til bæjarins í gær til þess að vera við jarðarför Þor- steins sál. Guðnntnssonar. Maðitr frá Argvle sem Bardarson heitir segist hafa verið svikinn í her- inn. Hersöfnunarmenn hafi komið þangað út; sagt að herskylda kærnist á/eftir fáa daga. og þeir, sem þá færu t herinn, hefðu við verri kjör að búa en sjálfboðaliðar. Þeir sögðu Bardarson að hann gæti skrifað und- ir skjal, sem heimilaði honttm að ganga inri sem sjálfboðaliði ef her- skylda kæmist á, en bindi hann ekki til þess að fara i herinn annars. Und- ir þetta skjal skrifaði hann; en eftir nokkra daga var hann heimtaður í BITAR “Telegram” fór i sparipilsið með rauðtt bekkjunum, til þess að dansa vtð Rogers á hvíta kirtlinum á hátíð- inni eftir þvottadaginn. “Tribune” segir að ef það sé satt sem sagt sé að Borden hafi boðið Sifton að hjálpa sér til að bjarga heiminum, þá sé heimurinn sannar- lega á heivu.sinrmi. leik tslenzkunnar ? Sifton fékk nafnbót hjá afturhalds- flokknum eftir baráttuna gegn verzl- unarfrelsinu 1911. — Hvað skyldi hann eiga að fá hjá þeim núna? "Kvenfólkið er farið að hafa svo háa skó, að það þarf enga sokka”, sagði maður nýlega: “Sussu jú” svaraði annar, “þvi eftir því sem skórnir hækka Stvttast pilsin”. Fimmtán ára iðnaðarmaðurinn í Litla Rússlandi hlakkar yfir því ný- lega að verkamenn muni brátt finna það út að Winnipeg “sé ekki rétti staðurinn” fyrir þá sem haldi fram þeirri villukenningu að alþýðan eigi að hafa málfrelsi. Sifton hefir gleymt að geta þess i bréfi sínu hversu margar miljónir hann hafi grætt á stríðinu eða hversu mikið hann hafi “haft upp úr” hesta- sölunni til Frakklands. Heimsk. er gleið yfir þvi að, bráð- um muni verða “stígið á hálsinn á þeim ófögnttði” að verkamenn geri verkfall og heimti hærra kaup. “Free Press” likti Roblin við Rttssakeisara, þegar hann var á móti beirmi löggjöf. — Nú berst sama i ð með sama ritstjóra á móti santa n i. — Hver skihtr þetta ? Heitt er úti’ enn sem fyr. og í stórum röðrim, 'éta allir' íslenzkt sk inni á Vifilstöðum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.