Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1917 Or bœnum og grend. Sigfús Bergmann og kona hans frá Gimli komu til bæjarins á mánu- daginn og fóru heim aftur næsta dag. Traustj Davíðsson kom norðan frá Árborg á þrðjudaginn, hafði farið þangað norður um helgina. Helli- rigning hafði verið þar um morgun- inn þegar hann lagði af stað. J. B'. Holm átti að vera undirritun greinarinnar um fvrirlestur séra Magnúsar Jónssonar, en ekki J. B. Halson. Munið eftir skemtiferð Goodtempl- ara stúknanna á mánudaginn 6. þ. m. og látið það ekki bregðast .að vera við húsið fyrir kl. 1 e. h. Séra Friðrik Hallgrímsson, kona hans og Hallgrímur sonur þeirra fóru suður til Moose River i Norður Da- kota í bifreið fyrir helgina og dvelja þar viku tíma. Séra Friðrik prédikar þar hjá íslendingum. Mrs. Bergur Johnson frá Baldur kom til bæjarins fyrra mánudag ásamt þrem bornum sínum og dvelur hér í nokkrar v'ikur. ■ Mrs. H. Olson hefir v'erið vestur í Wynyard um nokkra daga a% heim- sækja dóttur sína og tengdason Mr. og Mrs. J. S. Thorsteinsson. Eitt nýmælið á íslendingadaginn í ár er alíslenzk bændaglíma. hún er sjaldséð hér og mun verða gott að- dráttarafl. S. J. Jóhannsson hefir verið að ferðast vestur um Vatna-bygðir að undanförnu; hann á þar marga kunn- ingja og hefir verið vel tekið. Guðmundur Sturlaugsso'n frá West- lorne kom til bæjarins á mánudaginn. Jóhann Sigbjörnsson frá Leslie fór heim aftur á mánudaginn; en kona hans dvelur liér lengur. Jón Friðfinnsson tónskáld "tTom ti! bæjarins á mánudaginn eftir fjögra mánaða dvöl úti í Siglunes-bygð. Hann segir liðan fólks þar alment hina ágætustu. Biður hann Lögberg að flytja bygðarbúum innilegt þakk- læti fyrir góða samvinnu. Hann hcf- ir verið þar að kenna söng. Stúkurnar “Hekla” og “Skuld” hafa ákveðið að halda skemtisam- komu mánudaginn 6. ágúst í Kildonan skemtigarðinum. AUir eru ámintir um að Vera komnir í Goodtemplara- húsið ekki síðar en k). 1 e. h. því samningar hafa verið gerðir við vagnafélagið að flytja fólkið fyrir sérlega lágt verð og fara vagnarnir frá húsinti stundvíslega kl. 1. Alls konar skemtanir fara fram og þess er óskað að sem flest börn úr barna- stúkunni “Ælskan” verði með. Bjarni Finnson starfsmaður Lög bergs kom sunnan frá St. Paul og Minniapolis ttm fvrri helgi; hafði hann farið þangað ásamt Stefáni Johnsvni starfsmanni Union bankans. l>eir félagar létu mikið af skemtun í þessari ferð: fóru þeir til Bear Lake og Lake Minnetonka; skoðuðu helztu og skrautlegustu bvggingar höfuð- staðarins, svo sem marmarahöllina frægu, þar sem marmarastykki eru úr svo að segja öllum löndttm heims, þar sem marmari er til. Ólafur Thorlacitis póstmeistari frá Dollv Bav kom til bæjarins á mánu- daginn og dvelur hér um tíma; hann var t v'egabóta erindum; hefir hann verið vegabótastjóri þar ytra að und- anförnu. Ólafur ætlar ncrður til Gimli að ftnna dóttur sína. sem er bú- stýra hjá Hreiðari Skaftfeld, en hér ætlar hann að sitja íslendingadaginn Ólafur var f jörugur og skrafhreyfinn að vanda þótt hálf sjötugur sé að árum. Dr. Ágúst Blöndal frá Lundar var á ferð í bænttm á mántidaginn t verzl- unarerindttm. Gunnar Björnsson ritstjóri Minne- ota Mascot kom hingað á þriðjudag- inn; var hann á leið til Wynyard, þar sem hann ætlar að flytja ræðu á Is- Iendingadaginn. Jóhanna Jónasson kom vestan frá Vatna-bygðum nýlega, eftir stutta dvöl þar hjá frændfólki sínu og vin- Séra Rögnvaldur Pétursson fór vestur til Wynyard um helgina með líki tengdasystur sinnar Mrs. H. Bardal. Mrs. S. Sölvason frá Westborne kom til bæjarins á mánudaginn og dvelur hér fram yfir íslendingadaginn Munið eftir því að barnasýnmgin á íslendingadaginn verður kl. 2.30 e. h„ en ekki kl. 5 eins og vant er. Fjölda margar mæður eru að punta börnin sín og undirbúa þau undir sýninguna. Miss Bardarson frá Argyle-bygð fór heim á þriðjudaginn eftir mánaðar dvöl hér i bænum. J. G. Giilis hljóðfærasali kom > est- an frá Vatna-bygðum á sunnudaginn var, eftir mánaðar ferðalag þar vestra Útlit kvað hann bærilegt yfir hófuð og telur uppsekrru munu verða í með- allagi ef ekkert óhapp vilji til Stúkan J'Hekla” heldur sérstakan skemtifund á föstudaginn, þar sem margt verður til fagnaðar og allir templarar velkomnir. í Rauðakrosssjóóðinn hefir Mrs. Kristín E. Johnson frá Churchbribge gefið $10.00 og afhent Th. F„ Thor- steinssyni bankastjóra. Jón Björnsson frá Riverton, sem dvalið hefir í Minnesota síðan um kirkjuþings tímann, kom þaðan aftur á þriðjudaginn með Gunnari B. Björnssyni. Jóhann Sigbjörnsson frá Leslie og kona hans komu til bæjarins á mið- vikudaginn. Kona hans kom til þess að leita sér lækninga og dvelur hér um tima. Marteinn kaupmaður Jónasson frá Vidi var á ferð í bænum fyrra mið- vikudag; hann keypti sér nýja bifreið og fór á henni norður. Ásmundur Jóhannsson frá Sel kirk kom til bæjarins á mánudaginn og fór heim samdægurs. KENNARA vantar fyrir Laufás S.D. No. 1211 fyrir 7 mánuði, byrjar 17. sept., uppihald tvo mánuði, frá 15. des. Kennarinn verður að hafa 2. eða 3. kennaralevfi. Tilboðum sem tiitaki kaup óskað eftir ásamt menta- stigi og æfingu veiti eg móttöku til 10. ágúst næstkomandi. B. Johannson. Geysir, Man. TilAlmennings. Hér með leyfi eg mér að til- kynna heiðruðum samlöndum mínum í Nýja íslandi, að eg hefi sett upp útibú í Riverton frá úr og gullstáss verzlun minni í t Selkirk. Benson og Magnús- son í Riverton taka á móti öllum aðgerðum þar á staðnum, og ann- ast, fyrir mína hönd, öll viðskifti er snerta útibúið. Eg vænti þess að landar mínir láti mig njóta hins sama trausts þar sem annarsstaðar. Virðingarfylst. R. Halldorsson Magnús Halldórsson læknir, sem lengi hefir dvalið í Norður Dakota, er alfluttur hingað til bæjarins með fjölskyldu sína. Hann mun hafa í hyggj að stunda aðallega eða ein- göngu lungnasjúkdóma, sem hann hefir gert að sérfræði sinni. Lögberg gat þess fyrir skömmu að hann hefðt flutt fyrirlestur á læknaþingi í fyrra um nýtt meðal við tæringu er hann hefði reynt og hepnast ágætlega. Einar Martin frá Hnausum kom til bæjarins á fimtudaginn með konu sína og börn. Var hann á ferð vestur til Saskatchewan að heimsækja Mar- tein bróður sinn. Mrs. fDr.)Jakobson frá Wynyard var hér á ferð i vikunni sem leið; var hún á heimleið aftur sunnan úr Bandaríkjum þar sem hún hafði verið að heimsækja vini og frændfólk. Með henni var Victor sonur þeirra hjóna. Mrs. H. Jóhannesson fór norður til Gimli í vikunni sem leið og dvelur þar um tveggja vikna tíma hjá Guð- mundi Fjeldsted bróður sínum. Thos.- H. Johnson ráðherra fór suð- ur til Bandaríkja nýlega ásamt konu sinni og börnum og dvelur þar um tíma í sumarfríinu. Eiríkur Sumarliðason fór vestur til Vatna-bygða á þriðjudaginn og dvel- ur þar hjá dóttur sinni (konu Ey- mundar Jackson í Elfros) og fleira frændfólki í sumarfríinu. Sunnan frá Arnaud komu á mánu daginn var Miss R. Nordal og Miss F. Arason. Hafa þær verið þar um nokkurn tíma hjá Mr. og Mrs. Sveins- syni. Er hin fyrnefnda systir Mrs. Sveinson, en hin síðarnefnda er syst- ir Mr. S. G. Arasonar, er þar dvelur. Hafa börnin þtn munað eftir “Sól skins-sjóðnum”? Agæt vist fyrir stúlku sem getur matreitt. Enginn þvottur; aðeins þrtr í heimili. Kaup $20.00 til að byrja með. Mrs. Scott. 299 Oakwood Ave. Talsími Ft. Rouge 953. Hr. Sigtryggur Arason skrapp um síðustu helgi suður til Arnaud, Man. í kynnisför til þeirra hjóna Jóhann- esar Sveinssonar og konu hans; svo og til að hitta bróður sinn, setti þar er sumarlangt. Ágætlega sagðist Arason hafa skemt sér á meðan hann dvaldi þar svðra. Veður var hið á- kjósanlegasta og viðtökur voru hinar raitsnarlegustu; var hr. Sveinsson jafnvel frá vinnu heilan dag fyrir þær sakir, og var þá ekið um um- hverfið, farið í berjamó á íslenzka vísu og skoðaðir akrar. — Útlit upp- skeru þar syðra sagði hann alment talið fremur gott, enda tíð hagstæða er á sumarið leið. Geir Bogason frá Headingly hefir legið á sjúkrahúsinu hér í bænum að undanförnu; fyrst lá hann í misling um, en síðar var hann skorinn upp. Hann er nú orðinn allfrískur. Miss María Thorlakson og Miss B. Eyjólfson frá Churchbridge, Sask komu til bæjari'ns á fimtudaginn var. í>ær voru að finna Dr. J. Stefánsson. Franz Andersen bankaþjónn frá Wynyard kom til bæjarins á sunnu daginn. Hann er að flytja frá Wyn yard til Bromhead í Saskatchewan, býst hann við að dvelja þar í fjóra mánuði og flytja síðan hingað tn Winnipeg. Andersen tók próf í fjár- mála fræði í sumar og heldur áfran. hærra námi í þeirri grein. Bréf kom nýlega frá Ólafi Bardal, sem skrifað er 1. júlí. Hann á afmæli þann dag og móðir hans lika; var hann rétt 20 ára þegar þetta bréf til foreldra hans var skrifað. Ólafur meiddist alvarlega í orustu á Frakk landi nýlega eins og fyr er frá sagt; er hann á sjúkrahúsi í Englandi og heilsa hans stöðugt að styrkjast. Hann væntir þess að stríðið verði á enda áður en langt líður; kveðst hann ávalt gleðjast þegar hann heyri að einhver landi hafi særst; þvi þá séu fengnar líkur fyrir því að sá hinn sami muni ekki falla heldur komast aftur heim til ástvina sinna. Hnausum, Man. 26. júlí 1917. Kæri herra ritstjóri:—• Hr. Finnbogi Finnbogason hefir afhent mér til útbýtingar meða) þeirra, sem urðu fyrir brunaslysinu að Borg í Geysibvgð á næstliðnum vetri, $5.00, sem þú hefir nýlega sent honuin frá gefanda í Saskatchewan Fyrir þessa gjöf bið eg þig flytja gefandanum vort innilegasta þakk- læti. ' Með beztu kveðju. þinn einl. B. Marteinsson. Guðsþjónustur. Kand. H. Johnson prédikar (1) í Wynyard kl. 11 f.h. (2) í Kandahar kl. 2 e.h. Séra H. Sigmar prédikar í Leslie kl. 11 f.h., í Kristnesi kl. 2.30 e.h. ög í Elfros kl. 7 e.h. Sunnudagsskóli alstaðar eftir messu nema i Elfros. Allir velkomnir Sigurður Antoníusson frá Baldur kom til bæjarins á fimtudaginn. Hann sagði ágæta rigningu þar ytra á mið- vikudaginn og hefði alt sýnst lifna við eftir hana. Þú hefir þó víst ekki gleymt bara- sýningunni á íslendingadaginn. Tómas Eyjólfsson frá Lundar, sem verið hefir i Argyle um tíma, fór heim til sín nvlega og var heima í viku tíma. Hafði móðir hans verið hættulega veik i lungnabólgu, en er nú orðin allhress. Eyjólfsson fór út til Argyle aftur á föstudaginn. Oft hefir verið vandað til Islend- ingadagsins, en aldrei eins og nú. Ingvar Árnason frá Geysi var á ferð í bænum á föstudaginn og fór heim samdægurs. Hann sagði alt fremur seint þar nyrðra^ Sláttur er að byrja #g slægjur tæplega í meðal- lagi. Leiðrétting. 1 gjafaskrá þeirri frá Gimli, sem nýlega birtist í Lögbergi var þannig að orði kveðið að nokkuð af gjöfun- «m væri “frá Loni Beach til minning ar um Miss M. Sveinson”, en átti að vera “til minningar um Mrs. M. Sveinson frá Loni Beach”. Sömuleiðis láðist að geta þess að barnastúkan Gimli nr. 7 gaf $10.00 (en þessi upphæð var auglýst með nöfnum gefendanna sundurliðuð, en stúkunnar ekki getiðj. Enn fremur skal það tekið fram að $6.00 af minningargjöf Miss Svein- son voru frá Mrs. Jarvis og $2.00 frá Mrs. Chiswell. Helgi Hallson er nú i Canada hernum á Englandi. Helgi á marga kunningja og mörgum þykir vænt um hann. Þeim til leiðbeiningar, sem vildtt gleðja hann með því að senda honum línur er þetta hans heimilis- fang. Crp. C. H. Hallson No 913031 No. 1 Ind. Forestry Co. Smith Lawn Camp, Berkshire, England. Hinn 13. þ. m. dó Lára G. Hólm, stúlkubarn 6 ára, dóttir Gunnars Hólm, á Hayland, Man. — Allir, sem þektu hið vel gefna og blíða barn, samhryggjast hinum syrgjandi for- eldrum. Barnavinur. RJ0MI SŒTUR OG SÚR KETPTUR Vér borgum undantekning- arlaust hæsta verð. Flutninga- brúsar lagðir til fyrir heildsölu- verð. Fljót afgreiðsla, góð skil og kurteis framkoma er trygð með því að verzla við D0MINI0N CREAMERY C0MPANY, ASHERN, MAN. 0g BRAND0N, MAN. Gjörðabók kirkjufélagsins 1917 er nú kom- in út og send til allra sem hafa pantað hana----Einnig fæst hún á skrifstofu Lögbergs og kostar 15 cent. Aflraunin á kaðlinum mun draga marga á íslendingadaginn. T>ar verða hraustar hendur um báða enda. Ásmundur Eymundsson húsameist- ari frá Mikley kom hingað til bæjar- arins fyrra föstudag. Hann fýsti að sjá myndastyttu Jóns Sigurssonar, en því miður gat það ekki orðið, því svo er rammlega gengið frá henni að ekki sést gegn u*i rifu hvað þá meira. I Til ritstj. Lögbergs. Greinin þin “Gleymska”, sem birt- ist í Lögbergi nýlega, ætti að vera hverjum sönnum manni ógleymanleg. Eg held mér hafi vöknað um augu þegar eg las hana. Sjaldan eða al- drei hefir sannleikurinn verið. sagð- ur jafn hispurslaust í nokkurri rit- stjórnargrein, eg vildi gjarna fá að sjá fleiri í sama anda. Það þarf að koma við kaunin. /. B. Holm. SJÓÐIÐ MATINN VIÐ GAS Ef gaspípur er í strætinu þar sem þér búið þá léggjum vér pípur inn að landeigninni, án endurgjalds. Frá gangstéttinni og inn í kjallarann setjum vér 25c fyrir fetið. Lát- ið oss hafa pantanir yðar snemma, GAS STOVE DEPARTMENT, Winnipeg Electric Railway Co„ 322 Main Street, - Tals. Main 2522 SUMAR-FERÐALAG YÐAR ÆTTI AÐ VERA MEÐ CANADIAN NORTHERN VESTUR AD HAFI Sérstakar sumarferðir til VANCOCVER, VICTORIA, NEW WESTMINSTER, SEATTLE, PORTLAND, SAN FRANCISCO, DOS ANGEÞES, SAN DIEGO Til sölu frá 15. júnl til 30. september. G6S til afturkomu til 31. okt. Leyft aö standa við á leiðinni. Sérstakar terðir Sérste-kar ferBir North Pacific Coast Polnts Jasper Park og Mt. Robson 25., 27., og 30. Júnl; 1. og 6. Júli. 15. mat til 30. september. Til AUSTUR CANADA Fram og til baka 60 daga. — Sumarferðir. FerBir frá 1. júní U1 30. September. Lestir lýstar meS rafmagni — ásamt með útsjónarvögnum þegar fariB er 1 gegn um fjöllin og frá Winnipeg til Toronto. Svefnvagnar og fertSamanna vagnar. B6k sem gefur nákvæmar upplýsingar fæst hjá C.N.R. farbréfa- sala, e8a hjá R. Greelman, G.P.A. W. Stapleton, D.P.A. J. Madill, D.P.A. Winnipeg, Man. Saskatooij, Sask. Edmonton, Alta Royal Crown Soaps 5 Limited Ástœðan fyrir því Að sœtindi frá The Princess er gott Aðeins hreinasta og bezta efni er notað í þau, og þér kaupið þau ný daglega. Jafnvel beztu sætindi tapa nýjabragðinu eftir að þau hafa verið geymd svo vikum skiftir. Ef yður er ant um að ná í það bezta, þá kaupið kassa af “Affinitie” súkkulaði. Það er bókstaflega ómögulegt annað en kaupa þau og þau fást hjá rtncrss 284 PORTAGE AVENUE STOFNSETT 1883 HÖFUÐSTÓLL $250.000.00 Húðir, Gærur, Ull, Seneca rætur Sendið os8 í stórum eða smáum stíl um hæL Hæsta verð borgað, og góð skil eru á’byrgst. R. S. ROBINSON, Winnipeg 1 57 Rupert Ave. og 150-2 Pacific Ave. Gjaflr til Betel. Opnar hina nýju MPremiumn búð sína að 654 MAIN STREET MIÐVIKUDAGINN 1. ÁGÚST 1917 Með nýjum og auknum varning af Premíum fyrir Royal Crown Sápu um- búðir eða peninga. Hvert barn sem kemur með foreldri sínú fær smásögu bók fyrirekkert. Veitið athygli Rauðmáluðu búðinni Kaupið vörur vorar og geymið umbúðirnar fyrir Premiur Járnbrautir, bankar, fjármála stofnanir brúka vel æfða að- stoðarmenn, sem ætíð má fá hjá DOMINION BOSINESS CDLLEGE 352 y2 Portage Ave.—Eatons megln Heimilis þvottur 8c. pundið Allur sléttiír þvottur 'er járndreg- inn. Annað er þurkaðog búið und- ir járndregningu. Þér finnið það út að þetta er mjög heppileg aðferð til þe«8 að þvo það sem þarf frá heim- ilinu. Tals. Garry 40 Rumford Laundry William Avenue Garage Allskonar aðgerðir á Bifreiðum Dominion Tires, Goodyear, Dun- lop og Maltease Cross og Tubes. Alt verk ábyrgst og væntum eftir verkiyðar. 363 William Ave., Wpeg, Ph. G. 3441 G0FINE & Co. Tals. M. 3208. — 322-332 £3Uce Ave. Horninu á Hargrave. Verzla meS og virtSa brúlcaöa hús- muni, eldstör og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum á öllu sem er nokkurs virCl. KRABBI LÆKNAÐUR R. D. EVANS sá er fann upp hiÖ fræga Ev- ans krabbalækningalyf, óskar eftir að allir sem þjástaf krabba skrifi honum. Lækningin eyð- ir innvortis og útvortis krabba. R. D. EVANS, Brandon, Man. Þejr sem færa oss þessa auglýsing fá hjá oss beztu kjörkaup á myndarömmum. 125 fer- hyrnings þml. fyrir OC aðeins......... ODC« Reynið oss, vér gerum vandaö verk Stækkum myr.dir þó gamlar séu. 359 Notre Dame Ave. Mrs. J. Þórðarson ekkja Jóns Þóróarrsonar fvrverandi þingtnalíns í, NorSur'Dakota kom sunnan frá Ore-j Frá kvenfél. “Fjallkonan” að gon nýlega. Kom hún fyrst tl Argyle: Langruth, Man...............$2o.OO að heimsækja systur sína, konu Sig- Frá Hallgríms-söfnuði að Hólar, tryggs Stefánssonar; þangað fylgdi henni Jón sonur hennar frá Regina. Hér í bæ dvelur hún um tíma og held- ur til hjú Jóni Friðfinnssvni og syst- ur sinni konu hans. Sask.......................$18.35 Með innilegu þakklæti. J. Jóhanncsson. 675 McDermot Ave., Winnipeg. ATHUGIÐ! Smáauglýsingar í blaðið verða alls ekki tcknar framvegis nenia því aðeins að borgun fylgi. Verð er 35 cent fyrir hvern þumlung dálkslcngdar í hvert sklftl. Engln auglýsing tekin fyrir minna en 25 cents í hvert skifti sem hán birtlst. Bréfum með smáauglýslngum, sem borgun fylgir ekkl verður alls ekkl sint. Andlátsfregnir eru birtar án end- urgjalds undir elns og þær berast hlaðinu, en æfimlnningar og erfi- ljóð verða alls ekkl blrt nema borg- un fylgi með, sem svarar 15 cent- um fyrir hvorn þumlung dálks- lengdar. Alt eyðist, sem af er tekið, og svo er með legsteinana, er til sölu hafa verið síðan í fyrra. Eg var sá eini, sem auglýsti verðhækkun og margir viðskiftavina minna hafa notað þetta tækifæri. i Þið ættuð að senda eftir verðskrá eða koma og sjá mig, sem fyrst. Nú verður hvert tækifærið síðasta, en þið sparið mikið með því að nota það. Eitt er víst, að það getur orðið nokkur tími þangað til að þið getið kevpt Aberdeen Granite aftur. A. S. Bardal. KBNNARA VANTAR við Siglunes skóla No. 1399 fyrir 8 mánuði, frá 1. september 1917 til 15. desember og frá 15. febr. 1918 til 30. júní. Umsækjendur tiltaki æfingu, mentastig og kaup. Tilboðum reitt nióttaka til 15. ágúst 1917. Framar F. Eyford. Siglunes P. O., Man. 9 Margrét Arason og Marta Sigurðs- son frá Mountain í N. D. eru staddar í Wynyard og þar í grendinni að heim sækja vini og kunningja. Þær dvelja þar fram yfir íslendingadaginn. BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tires ætlC á reiBum höndum: Getum út- vegaö hvaöa teguad sem þér þarfnist. Aðgerðir og “Vulcanlzing” sér- stakur saiunur geflnn. Battery aðgerðlr og bifreiðar tll- búnar til reynslu, geimdar og þvegnar. AXJTO TIKE VCLCANIZING CO. 309 Cumberland Ave. Tals. Garry 2767. Opið dag og n6tt. Vrerkstofu Tals.: Garry 2154 Hetm. Tais.: Garry 2949 G. L. Stephenson Plumber | Allskonar raJmagnsáhöld, svo sem straujárna víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batteris). VINNUSTOFA: 676 HOMf STREET YEDECO öii kvikindi, selt á SOc, l.OO. 1.50, 2.50 gallonan VEDECO ROACH:FOOD l5c.25cog 60ckann. Góður árangur ábyrgstur Vermin Destroying& Chemical Co. 636 Ingersol St. Tais. Sherbr 1285 Mrs, Wardale 643] Logan Ave. - Winnipeg Brúkuð föt keypt og seld eða þeim skift. Talsimi G. 2355 Gerið vo vel að nefna þessa augl. CASKIES 285 Edmonton St. Tals. M. 2C Látið líta eftir loðskinna fötum yðar tafarlaust áður en þér leggið þau afsíðis til geymslu. Látið það ekki bregðast, -það sparar yður dollara. Nefnið þessa auglýsing HUÐIR, LODSKINN BEZTA VERÐ BORGAR W. B0URKE & C0. Pacific Ave., Brandon Garfar .kinn Gerir við loð.kinn Býr til feldi Sanol Eina áreiðanlega lækningin við s ursýki, nýrnaveiki, gallsteinum, ný steinum í blöðrunni. Komið og sjáið viðurkenningar samborgurum yðar. Selt í öllum lyfjabúðum. SANOL CO. 614 Portage Ave. Talsími Sher. 6029. J. H. M. CARSON Býr til Allskonar limi fyrir fatlaða menn, elnnig kvlðslitsumbúðir o. fl. Talsfml: Sh. 2048. 338 COLONY ST. — WINNIPEG, C. H. NILS0N KVENNA- og KARLA SKRADDARI Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ave. 1 öðrum dyrum frá Main St Wianipeg, Man. Tals. Qarry. 117 VÉR KAUPDM OG SELJUM, ieigjum og skiftum á myndavélum Myndir stækkaðar og alt, ser tii mynda þarf, höfum vér. Sendr eftir verSllsta, Manitoba Photo Supply Co., Ltd. 336 Smith St., Winnípeg, Man. KENNARA vantar við Kjari skóla nr. 647, sem hefir “Second Cla Prof. Certificate”, fyrir 9 mánui Kenslutímabil frá 1. sept. 1917 til 3 maí 1918. — Tilboðum, sem tiltal kaup sem óskað er eftir verður vei móttaka af undirrituðum til 8. áeú 1917. S. Arason, Sec.-Treas. ' Húsavík, Man. “Auglýsing” Kennara vantar við Odda skóla n 1830, frá 20. ágúst til 20. desembt 1917; frambjóðendur tiltaki mentasti sitt og kaup. Tilboðum veitt móttak til 5. ágúst 1917. ’Thor Stephánson, Sec.-Treas. Winnipegosis, Mai KENNARA VANTAR fyrir Pig Point S. D.. í tiu mánuði. Verður að hafa “Second Class Cer- tificate”. Tilboðum er tiltaki kaup og mentastig veitir undirritaður mót- töku til 20. ágúst. H. Hannesson, Sec.-Treas Wild Oak, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.