Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1917 Jögberg Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMt: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor j, j. VOPNI, Business Manager lltanáskrift til bUS»in«: TlfE OOIUMBI^ RRLSl, Ltd., Box 3172, Winnipog. M*n- Utanáskrift ritstjórans: IDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um 4ri8. 27 Stríðið og Kerskyldan. Ekkert mál er >að í þessu landi nú, sem eins gagntekur hugi fólksins og stríðið. pað er mal, sem yfirgnæfir alt annað, eins og hlýtur að vera. í fyrsta lagi eru alheimsáhrif eða hin víð- tækari áhrif >ess svo mikil að adrei hefir ver- öldin þekt neitt svipað. Allir þeir, sem hafa svo víðan sjóndeildarhring að sjá út fyrir sitt eigið heimili eða sína eigin sveit eða jafnvel sitt eigið land, hljóta því að hugsa alvarlega um striðið 1 öllum þess myndum. í öðru lagi er þetta mál þess eðlis að það snertir heimili og helztu *ástbönd einstakling- anna, svo að segja allra í einhverri mynd, meira eða minna. Stríðið er því það almenningsmál, sem enginn getur gengið fram hjá hugsunarlaust, skoðana- laust eða tilfinningarlaust. Hvemig sem hugir manna kunna að hafa verið skiftir upphaflega, þá munu flestir telja það sjálfsagt nú að alt mögulegt og sanngjamt se gert til þess að leggja bandamönnum lið og efla sigurvon þeirra. En þetta mál er eins og öll önnur mal — get- ur ekki verið öðruvísi. — Menn hafa á því mis- munandi skoðanir. pað eins og öll önnur mál hefir fleiri hliðar en eina og sinn lítur á hverja. Um þetta mál er ekki að ætlast til að menn séu allir sammála í einstökum atriðum fremur en um önnur mál, þótt þeir hafi allir sama takmark og hugir þeirra eigi samleiðir í aðalefnum. Aðallega er það eitt, sem góða menn greinir á um í framkvæmdum hermálanna hér í Canada nú sem stendur. pað er herskyldan. Allir virðast sammála um það að vinna að hermálunum og stríðinu eftir föngum og af al- efli, en einum finst að áhrifin verði mest með einni aðferðinni og öðrum með annari. Báðum er sjálfsagt að veita áheym og ef til vill halda báðir fram máli sínu í einlægni. Tímaritið “Liberal Monthly” flytur um þetta atriði sanngjama grein í júlí heftinu 1917, og verður málið tæplega betur skýrt með öðm en því að þýða hana. Hún er sem hér segir. “Herskylda og þjóðar atkvæði. pegar atkvæði hafa nú verið greidd um herskyldumálið, þjóðaratkvæðistillögu Lauriers og sex mánaða frestunartillögu Barretts, álítur “Liberal Monthly” að vel eigi við að skýra vel og greinilega frá málunum eins og þau liggja fyrir. f þeim tilgangi birtum vér fimm ræður, fluttar af frjálslyndum þingmönnum í herskyldumálinu 1917, sem ljóslega sýna hinar ýmsu skoðanir, sem menn hafa á því máli. Fyrst er ræða Sir Wilfrid Lauriers, sem hann hélt með þjóðar atkvæðis stefnunni; hinar fjór- ar erú tvær með herskyldumáli stjómarinnar (F. F. Pardee og G. P. Graham) og tvær með þjóðar atkvæðis tillögu Lauriers (Charles Murphy og A. B. McCoig). Hinn síðast taldi greiddi at- kvæði með herskyldunni, þegar þjóðar atkvæðis tillagan hafði verið feld. Canadiska þjóðin hefir þegar fengið að vita eðli og víðtæki hefskyldulaganna; hún hefir einn- ig yaknað til meðvitundar um hversu þýðingar- mikil slík löggjöf er, eins og á stendur. Rétti og frelsi Canada er hætta búin vegna alríkisins. pað er að segja að ósigur brezkra þjóðstjómar- hugmynda í þessu stríði hefði mikil áhrif á þetta land. Allir flokkar viðurkenna þetta og skilja það. Allir partar frjálslynda flokksins eru því hlyntir því að hemum frá Canada sé haldið áfram i stríðinu, eins öflugum og þetta land er fært um. Eina ágreiningsatriðið er það hver sé bezta aðferðin til þess að fá fleira lið. Sumir í frjáls- lynda flokknum álíta að eina aðferðin mögulega til þess að fá herinn sem vantar sé herskylda. pessir frjálslyndu menn hafa fullkominn rétt til skoðana sinna, sem verða að vera og eru virtar af öllum þjóðstjómarsinnum. Aðrir álita að þjóðaratkvæði um málið væri T meira samræmi við stefnu og anda frjálslynda flokksins, sérstaklega þegar það er athugað, sem ekki er hægt á móti að mæla, að núverandi þing er dautt og tilverulaust og hefir alls ekkert um- boð frá fólkinu til þess að ráða til lykta jafn mikilvægu máli, sem svo langt fer frá öllu þvi, sem sagan áður getur um, eins og þessi lög gera og er eins alvarlegt. Sérstaklega eru þær tillögur að leyfa fólkinu atkvæði sanugjamar, þegar þess er gætt hvemig hersöfnun hefir farið þessari stjóm úr henrli. Allar líkur benda á afskaplegan bjálfaskap og annað verra að því er snertir störf stjómarinnar í þessari deild. pví er haldið fram af þeim I frjálslyndu mönnum sem þjóðaratkvæði heimta, að sjálfboða- liðsaðferðinni í Canada hafi af ásettu ráði verið sýnt banatilræði og hún að síðustu drepin með óheilla áhrifum, sem átt hafi sér stað innan stjómarinnar sj^lfrar. Og þessa staðhæfingu styrkja mjög bréfaviðskifti þau, sem fram fóm milli forsætisráðherrans og fyrverandi hermála ráðherra. peir frjálslyndu aftur á móti, sem með her- skyldu mæla, viðurkenna að vísu glapparskot hermálastjómarinnar og sambandsstjómarinnar yfir höfuð, en þeir benda á þörfina á fleiri mönn- um á vígvöllinn og telja hana nægilega ástæðu til þess að vona það og treysta því, að stjómin hér eftir semji lög og framfylgi þeim óhlutdrægt og samvizkusamlega, þrátt fyrir fyrri sögu henn- ar í sjálfboðaliðsaðferðinni. peir segja hér að trúin sé nauðsynleg vegna kringumstæðanna. peim finst tímaspumingin vera fyrir öllu og þeim finst herskylduleiðin taka stystan tíma. En er það nú víst að herskyldan verði til þess að nógu margir menn fáist fljótar og auðveldar en þeir fengjust með þjóðar atkvæðis aðferðinni? Vér megum ekki gleyma því sem mest á ríð- ur—það er eining þjóðarinnar. pað yrði ekki sannur sigur þótt vér yfirynnum pjóðverja, en sáðum sæði sundrungarinnar vor á meðal; plönt- uðum þjóðbrota deilur og afbrýðissemi innan vorrar eigin þjóðar. Slíkur sigur væri sannar- lega dým verði keyptur. Samt getum vér ekki gleymt því í þessu sam- bandi að stjómin hefir ekki efnt heit sín við þjóðina eða fulltrúa hennar. Hvað eftir annað hefir stjómin fullvissað oss um það að engum kæmi til hugar að lögleiða her- skyldu; hvað eftir annað hefir hún lýst því yfir við fulltrúarverkafólksins að engin slík spor yrðu stigin, án þess að þjóðinni yrðu gefnar nægar ástæður fyrir jafn miklum breytingum frá venj um vomm í löggjöf landsins, eða án þess að fólk- inu veittist kostur á að láta opinberlega í ljósi vilja sinn á málinu. pangað til fimm vikum áður en forsætisráð- herrann bar upp herskyldufmmvarpið, endurtók hann þetta loforð sitt. Samt sem áður var frum- varpið stílað sem eindregið flokksmál og borið upp sem stjómar fmmvarp. Peir sem berjast á móti því að herskylda sé lögleidd, án þess að fólkið fái að greiða um það atkvæði, hafa því frá stjómarfarslegu sjón- armiði réttlátt mál að verja; þeir virðast einmitt halda því fram, sem einkennir sannarlegt frjáls- lyndi í stjómarfari. pað að komast eftir vilja þjóðarinnar, þegar um slíka löggjöf er að ræða, sem snertir hjarta- punkta heimilislífsins; mál sem snertir sál og hjarta elskenda og ástvina á heimilunum sjálf- um—það getur tæpast talist ósanngjörn stefna. pað að sætta og leita samvinnu, en ekki að espa til sundmngar; það að skýra og rökræða og útlista, fremur en að þvinga og beita hnefarétti —það geta þó aldrei með réttu talist landráð.” Hvítþvottur. Lesendur Lögbergs minnast þess að Galt dómari var skipaður til þess að rannsaka búnað- arskólabyggingamar í Manitoba. Komst hann að þeirri niðurstöðu að Robert Rogers hefði geng- ið í samsæri við aðra fjárglæframenn, þegar hann var hér verkamálaráðherra til þess að taka ó- grynni fjár úr fjárhirzlu fylkisins. Ástæðumar eða gögnin sem dómarinn bygði á þessa kæru voru skýrðar í Lögbergi og eru þær svo glöggar að flestir munu hugsa á sama veg og Gált dómari. góður sé málstaðurinn og léttvægt það sem á móti sé mælt. Sá sem aftur á móti er hræddur við það að láta ræða opinberlega eða andmæla því, sem hann heldur fram, hann hlýtur að hafa það á meðvit- und sinni að málstaðurinn sé veikur eða málefn- ið ilt. petta ætti að liggja öllum í augum uppi. Að banna frjálsar umræður vom örþrifaráð kaþólsku kirkjunnar á dögum ofsóknanna; að banna frjáls- ar umræður var vegur öllum þrællyndisathöfnum fomaldar- og meðaldar harðstjómanna. pað var dauðasök að krefjast frjálsra um- ræða á Spáni og víðar fyrir fáeinum mannsöldr- um; það var Síberíudómur sem við því lá að heimta málfrelsi á Rússlandi á dögum einveldis- ins—núna rétt nýlega. pegar jafnaðarmennimir á pýzkalandi krefjast málfrelsis unj stríðið; þegar sáttgjamir menn og sannkristnir í ríki keisarans krefjast þess að tala um frið, þá er þeim sýndur hnefinn, byssan og tukthúsið. En hvaða afleiðingar hefir slíkur hnefarétt- ur þegar lengra líður? Uppreistin á Rússlandi og stjómarbyltingin þar svarar bezt og fullkomnast þeirri spumingu. pað er hægt með öllum öflum afturhalds og mannúðarskorts; með öllum öflum hnefa og harð- stjómar að þvinga fólkið til þess að þegja. “En ef þessir þegðu, þá mundu steinamir tala”, stendur þar; og í þeim orðum felst mikil speki. pegar hnefarétturinn -ákveður sjálfum sér alt vald og alt frelsi, en neitar hinum veikari um vamarrétt og málfrelsi, þá skeður það sama í sálarlífi fólksins, eins og þegar hitað er vatn í luktum katli og hitanum er bönnuð öll útrás. pað hitnar smámsaman og hitinn sprengir loks ketilinn, með þeim afleiðingum, sem allir þekkja. pótt Rússar og aðrar þjóðir hafi um tíma orðið að þola það að þeim væri bannað málfrelsi; bannað að bera fram kröfur sínar og kæmr, þeg- ar skórinn klemdi fótinn og gangan var erfið, þá hefir það ávalt farið svo fyr eða síðar að slíkt hefir haft sömu afleiðingamar. Málfrelsi—það að segja afdráttarlaust hugs- anir sínar—er heilagur réttur hvers einasta manns, og það að viss flokkur einstaklinga í þjóð- félaginu synji öðmm flokki einstaklinga um það með hnefarétti að mega láta í ljósi skoðun sína óhindrað, er það ljótasta sem þrællyndið hefir blásið óhlutvöndum mönnum í brjóst. Hitt er einnig ófrávíkjanleg regla, að sá sem veit sig hafa rétt mál að flytja, hann er reiðubú- inn að hlusta á andstæðinga sína, en hinn sem ekki dirfist að hlusta á mótmæli er sjálfum sér þess meðvitandi að málstaður hans sé veikur— þoli ekki árás; standist ekki birtu; hverfi eins og mjöll fyrir sólu, þegar geislar gagnrýninnar skína á hann. “Málið er eitt hið dýrmætasta hnoss sem guð hefir gefið mönnunum; þegar málfrelsi er bannað, þá hlær djöfullinn, því þá veit hann að sannleik- urinn er í fjötrum”, sagði Tolstoy. THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OSLER. M.P. President W. D. MATTHEWS. Vice-President X4444444+4+4444♦+ 444444444444444444444444444444444* i i t t 4- •i- 4 «4 4 >4 4 >4 4 •4 4 >4 4 •4 <4 ♦ 4 4 4 4 4 4 i •4 4 t 4 Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið t Byrí‘ð sparisjóðs reikning og bætið við hann reglúlega | ÍYotre Dame Brancb— W. M. HAMnyrON, Manager. 4 SeLkirk Branch—M. 8. BCKGER, X4444444444444444444444444444444444444444444441.444t NORTHERN CROWN BANK Hafuðstóll löggiltur $6.000,000 HöfuSstólI grsiddur $ I 431 200 Varasjóðu......$ 846,534 formaftur - - - - - - . . . Capt, WM. ROBENSOIC Vlce-Prestdent - JAS. H. ASHDOWN Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R B \WI,P E. F. HDTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVKX, banka£*ört afCTeidd. Vér byrjum relkninga vlð einatakllnga félög °s sa-nngjarnlr skilmálar velttir. Avlsanlr seldar Ul hvaða iTm bvHiTml mI«1^1'nSérStakUr fraumur ^efinn sparisjóftslnnlögum, sem byrja mi með 1 dollar. Rentur lagðar vIC 4 hverjum 6 mAnuCum. T- E. THORSTEINSSON, Réð.m.ður Cor. Williasa Ave. og SKerbrooke St„ . Winnipeg, Man. Sáðþistíll-versta illgresi Hjo morgum utflutningsstöðum og jámbrautarstöðvum meðfram jarnbrautum, á bak við búðir og vöruhús í bæjum °g borg’um, þar sem látnir hafa verið tómir vörukassar með rush 1 og jafnvel á sumum bændabýlum, þar sem alls konar drash er fleygt í tjamir og gras vex upp úr, hefir sáðþistill lest rætur og utbreiðst víðsvegar í Saskatchewan. Sæðið berst með vindi svo mílum skiftir og útbreiðist hann þannig, þó þetta illgresi sé ekki gamalt þar. petta verður að stöðva. Vér verðum að uppræta þenn- an óvm með ollu. Rífið upp fyrstu jurtina sem þér sjáið; það er miklu hægra að koma i veg fyrir útbreiðslu þessa ill- gresis en að stöðva það þegar það hefir náð sér niðri. Lýsing. Petta illgresi hefir djúpar rætur, er rótin og stofninn s erk og með mjólkurvökva, ná rætumar hér um bí fXa w hto mes'hJ&J.Í0-’?— pegar jurtin kcmnr fymt I Ijöa npír. cS ?T VJkum og snúa vikin aftur; blöðin að KultoJlfjau/Uhan iUm St0fninn' Blómið er líkt og á fífli Fimm En í stað þess að sambandsstjórnin léti höfða sakamál á móti Rogers, eins og sjálfsagt var og dæma hann annaðhvort sýknan eða sekan, skip- aði hún tvo aðra menn í rannsóknarnefnd til þess að rannsaka rannsóknarskýrslu rannsóknardóm- arans. Pykir flestum þetta alleinkenmleg aðferð; en flestir munu skilja tilganginn. pessi rannsóknar-rannsóknamefnd hefir nú lokið rannsókn sinni og kveður Galt dómara hafa bygt kærur sínar á engu. Rogers sé hvítur, sak- laus, blettlaus og hrukkulaus í ölllum athöfnum sínum í þessu máli. Afturhaldsblöðin sum fagna þessum hvít- þvotti, en önnur láta lítið yfir. Frjálslyndir menn og óháðir líta á þetta sem hvem annan skrípáleik; segir Hudson dómsmálastjóri að málið yerði tekið til meðferðar hér fyrir réttum hlutaðeiganda dómstóli eftir sem áður. Vér sjáum ekki hvemig stjómin getur ann- að en látið glæpamálsrannsókn fara fram gegn Rogers, því svo virðist sem Galt dómari hafi leitt í ljós óhrekjandi sannanir fyrir sekt hans, þar sem hann hafi rænt eða hjálpað til að ræna ógrynni fjár úr féhirzlu fylkisins. Sé það látið líðast að réttarfarinu sé eins gjörsamlega misboðið og hér virðist eiga sér stað, þá er virðing og heiður þjóðarinnar í veði og rannsóknir og dómstólar ekki nema til athlægis í augum rétthugsandi manna. Málfrelsi og hnefaréttur. “Hnefarétturinn í heiminum hefir birst í margskonar mynd. en í engri eins viðbjóðslegri og þeirri, sem bannar málfrelsi”, segir Leo Tolstoy. Málfrelsið er frumtónn allra frelsislaga; þar sem menn greinir á eru það orðin, sem hver máls- partur fyrir sig hefir til þess að skýra með afstöðu sina. pegar tvo einstaklinga eða tvö félög eða tvo flokka greinir á í skoðunum, þá er það viður- kend regla í flestum hinna siðuðu landa að báðir partar hafi jafnan rétt til þess að skýra sína hlið og andmæla hinni með þeim rökum sem fyrir hendi eru. Að annar hinna ósammála parta felli dóm í málinu, getur aldrei komið til mála, nema með hnefarétti — og hnefaréttur er enginn réttur. Pegar tveir deila, hvort heldur það eru ein- staklingar eða safn af einstaklingum, þá er sjálfsagt undir flestum kringumstæðum að ganga út frá því sem sjálfsögðu að báðum finnist sinn málstaður vera réttur. Nú er það sönnuð staðreynd að hver sá sem trúir á réttmæti málstaðar síns, trúir líka á sigur þess máls er hann flytur, ef sanngimi fari fram. Sá sem einhverri skoðun fylgir og trúir því að hún sé rétt, lætur sér ant um að hún sé rædd og sýnd í sem björtustu ljósi. Eftir því sem góð- ur malstaður mc lengur og fullkomlegar skýrður, eftir því sem honum er betur haldið á lofti og eft- ir því sem fleiri hugsa um hann og ræða um hann eftir því á hann vissu fyrir fylgi hjá fleirum. pað er því órækur vottur þess að menn hafa trú á réttlæti málstaðar síns, þegar þeir eru reiðu- búnir að ræða málið og leyfa öðrum að ræða það með og móti. Sá sem er í raun og sannleika viss um réttmæti skoðana sinna veit það eða er * sannfærður um það að eftir því sem fleiri and- mæli koma fram, eftir því sjáist það betur hve Er það mögulegti? Vér vorum staddir á Ninette, heilsuhælinu, sem allir fslendingar í Canada þekkja að nafninu til og margir hafa notið líknar á. Sú stofnun er óefað einhver sú þarfasta, sem til er vor á meðal, og Manitobastjómin á miklar þakkir skildar fyrir það hversu ant hún lætur sér um þessa stofnun. Vér höfum sannar fregnir um það að landi vor Thos. H. Johnson ráðherra hafi sýnt meiri og einlægari áhuga fyrir þeirri stofnun en nokkur hinna ráðherranna, og er það þjóð vorri sómi. Vér áttum tal við Dr. Stewart nýlega og það var auðheyrt að honum fanst sem Johnson væri þar líkegri til framkvæmda og hluttekningar en nokk- ur annar. Ein bygging, sem vér sáum var bygð og gefín af séra Gordon (Ralph Connor) rithöfundinum al- kunna. önnur byggingin var bygð og gefin af “Dætrum Bretaveldis”. Oss datt í hug hvort ekki væri hægt að koma því til leiðar að íslendingar með einhverri aðferð bygðu eitt hús þar úti og gæfu stofnuninni. Al- menn og nauðsynleg þjóðþrifafyrirtæki eins og þetta eigum vér að styrkja, hvenær sem færi gefst og möguleikar leyfa,* auk þess sem vér vinnum-að sérmálum vorum. Vér efumst ekki um það að slíkt yrði vel þegið og þakksamlega, og það yrði þjóð vorri til sæmdar um ókomin ár. Jafnframt því, sem vér höldum við þjóðemi voru á meðan hægt er, verðum vér að gæta þess að þegar vér hverfum hér sem þjóð — því það hljótum vér að líkindum að gera um síðir____ þá skiljum vér eftir sýnileg “spor við tímans sjá”. petta sem hér hefir verið bent á t. d. mundi verða minnisvarði, sem ekki félli úr sögunni í bráðina. Vilja góðir og greindir fslendingar hugleiða þetta mál og gera sér grein fyrir hvort það sé ekki mögulegt ? SÓNHÆTTIR (Sonnets). ----- IX. í hrundar rústir. í hrundar rústir — brot úr sögu’ og söng þú sækir dýpri þekking, gleggra vit, en æfin gaf með alt sitt flos og strit og aldrei veitir skólaganga löng. — pau merki hæst, sem minning reisti’ á stöng um menning alda, geyma’ ei svikinn lit. Jón ögmundsson á engin söguslit og ennþá syrgir rofna’ hans Líkaböng.---- En ,agan vestra sérhvert blessað ár ur sjálfs vors penna’-að meginþáttum fróm.— Mun fáni nokkur framtíð þar sem gljár? Já, fjallaandinn — Snælenzk jöklablóm. En trúnagg vort og stökk um stjómarflár, ei staðist fær hinn þunga alda dóm. P- P- P- Meðferð. at alt nigresið við jörð og fjögur fet út frá því á alla vegú i nlHJOr«UPLPP1Tn Vd yfÍF tÍJ þeSS að Útiloka Ijósið lát svö kostl 4 minc‘» aldrei illgresið hafa frið til að koma upp. ’ tlð . Kindum þykir þetta illgresi gott og séu þær lá+nnr í akunnn a vonn éta >œr >a5 alt o/hindr! ££? J é^r>m r>ir5Sah,éalÞetta iller“' að eyða Su íffiS ~ *“** “ Sáð rerður « Til frekari upplýsinga skrifa til DEPARTMENT OF AGRICULTURE Regina, Sask. Séra Jónas Sigurðsson. er staddur hér í bænum. Hann var á kirkjuþinginu í Minnesota; kom hingaS austur um þaS leyti og einnig fjölskylda hans, flytur hann hér ræðu * dag á íslendingadeginum og mun mörgum þykja gaman að heyra hann. Séra Jónas ér viðurkendur einn vorra allra mestu gáfu- og mælskumanna og (iuk þess prýðis gott skáld. Hann hefir ekki komið hingað austur í síðastliðin 14 ár, en dvalið vestur á Kyrrahafsströnd og látið þar mikið til sin taka, eins og Lögberg hefir stundum skýrt frá. Serp Jónas predikaði hér í tveimur kirkjum á sunnudaginn — Fyrstu lút. kirkjunnli og Skjaldborg; voru þar margar setningar v'el og fagurlega sagðar. Vér heyrðum séra Jónas flytja ræðu í dómkirkjunni í Reykjavik árið 1898 og var það einhver fegursta ræða er vér minnumst að hafa heyrt; og efnið mjög einkennilegt. Hann hafði tekið eftir því þegar skipið fór út af höfn- inni í New York að skrúfan rótaði þar upp kvenmanns líkama; konan hafði fyrirfarið sér. Út af ]>essu lagði hann rriestmegnis. og vér gleym- um aldrei þeirri ræðu. Vonadi getur Lögberg næst flutt þá ræðu er hann heldur hér í dag. MjTidarlegt. t*að má með nýmælum teljast.að Árni Sveinsson í Argyle hefir sett raflýsing í öll hús sin, bæði fólks og fénaðar. Aflvakanlrm er komið fyr- ir i kjallaranum og svo leiddur vír þaðan um allar byggingarnar, utan húss jafnt sem innan. T>essi aflvaki vinnur einnig þvottavél, línstroku- járni og fleiru. Heimili Árna Sveinssonar er því orðið að öllu leyti eins og fullkomn- ast getur orðið í bæ. 1 Argyle-bygff og Ninette.. Kv'enfélögin í Argyle-bygð buðu nýlega ritstjóra Lögbergs, konu h^ns og börnttm ]>angað vestur; og var það boð auðvitað með þökkum þegið. Argyle-bygð er að mörgtt einkenni- leg; auk þess að vera einhver feg- ursta og auðugasta bygð íslendinga Hér vestra, er það einkennilegt að httn hefir haldið við hjá sér tveimttr félögum, sem alstaðar hafa liðið undir lok vor á meðal nema þar. Þessi félög eru “Hvítabandið’’ og “Kvenréttindafélagið”. Þau hafa bæði starfað með óbilandi dttgnaði alt fram á þennan dag. Margrét Benediktsson stofnaði hið síðar- nefnda, en Ölafía Johannsdóttir mun hafa stofnað hið fyrra. Sams konar deildir hafa verið til víða annarsstaðar, en hvergi haldið út baráttnni nema stutta stund. Lög- berg hefir fengið loforð fvrir öllum nauðsynlegum upplýsingum til þess að skrifa sögu þessara félaga, þvt hún er sannarlega þess virði. Mál- efni þau, setn félögin börðust fyrir, eru sv'o að segja til lykta leidd n eð sigri, og hafa því félögin slegið sér saman í eitt. Vér höfum áður lýst fegurð Argyle- bygðar, og væri það að bera í bakka- fullan lækinn að endurnýja þá lýs- 'ngu; en ekki getum vér leitt það hjá oss að minnast á hið mikla útsýni, sem þar er víða. Sumir hólarnir t bygðinni eru víst litlu lægri en Himnafjallið í Danmörku. Hernit Christopherson fór með okkur upp á 1 I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.