Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Haníi þaut af stað áður en orðin voru töluð, náði frú Gould við dymar hennar og hljóp upp stigann á eftir frænda sínum. John Grey var kominn inn í herbergi frú Crane. Fyrst sannfærði hann sig um að hún var dauð, og fór svo að rann- sa,ka kringumstæðurnar. Carlton benti honum á flöskuna. “Hr. Grey”, sagði hann, “þér vitið hve varkárir við læknar erum með að ásaka eða vekja aðfinnsl- ur við embættisbræður okkar; en eg er hræddur um að hér hafi átt sér stað óheppileg vangá. Lyfjaflaskan hefir eflaust geymt í sér vissan skamt af blásýru, og það sýnist áreiðanlegt, að hún er dauð af blásýru”. “Lyfjaflaskan he/ir áreiðanlega geymt í sér blásýru”, svaraði Jo/n Grey; “en það er ómögu- legt að bróðir minn hafi sent hana. “Hann hefir ef til vill ekki blandað lyfið sjálf- ur”, sagði Carlton. “Er rithöndin hans? Sef- andi drykkur, takist síðast. Frú Crane?” “Rithöndin er hans, og eg held að hann hafi sjálfur blandað drykkinn. En hvað það snertir að hann hafi blandað blásýru í hann, þá er eg sann- færður um að hann hefir ekki gert það”. “Eg var hér þegar lyfið kom, og varð strax var við lyktina”, sagði Carlton, “fyrst hélt eg það væri möndluolía; en á næsta augnabliki var eg viss um að það var blásýra. Mig grunaði alls ekki að það væri nóg til að drepa, hélt að það væri að eins ofur- smár dropi; en hversvegna hr. Stephen hefði bland- að henni þarna í, gat eg ekki skilið. Eg get ekki sagt yður af hverju það kom; en eg gat rmögulega gleymt þessari lykt. Eg held jafnvel að það hafi komið af því, að í vikunni sem leið las eg í Lancet um hin ógæfusömu misgrip. ]?ér vitið eflaust við hvað eg á?” John Grey kinkaði kolli. “Og áður en eg yfirgaf frú Crane, bað eg hana að taka ekki lyfið, nema því að eins, að hún fyndi hr. Stephen Grey aftur. pegar eg gekk heim, kom eg við hjá hr. Stephen, en hann var ekki heima. Eg ætlaði að eins að minnast á lyfið við hann. Hefði hann sagt að það væri eins og það ætti að vera, þá hefði eg ekki óttast neitt lengur; en á síðari tím- um hafa svo mörg misgrip átt sér stað, að lækn- amir þurfa að vera varkárir”. “J?að er satt”, viðurkendi John Grey. “Að eins fáein orð, enn og svo er eg búinn”, sagði Carlton. “pegar eg varð þess var að eg gat ekki fengið að tala við Stephen Grey, fór eg heim og bjó til sefandi drykk og ætlaði út með hann, þegar boð komu er sögðu að eg yrði strax að líta eftir sjúkling. pað var á leiðinni hingað, og eg f jýtti mér eins mikið og eg gat; en — eins og þér sjáið — var það ekki nóg”. , Carlton benti á rúmið um leið og hann þagnaði. Friðrik Grey, sem stóð og hlustaði nákvæmlega á skýrslu hans, gekk skyndilega til hans. “Hafið þér þetta lyf hjá yður, hr.?” “Já auðvitað”, svaraði Carlton. En hann var ekki ánæðgur yfir rödd unglingsins, sem var svo óskiljanlega styttingsleg og drambsöm. “Hér er það”, bætti hann við um leið og hann tók það upp úr vasanum. “pér finnið enga blásýru í því”. Friðrik Grey tók við litlu flöskunni, tók úr henni tappann, þefaði af lyfinu og smakkaði á því, eins og Carlton hafði gert við óhappalyfið. Lækn- ar eru hneigðir fyrir, eins og frú Pepperfly hafði sagt, að smakka á lyfjum hvers annars, og Frið- rik hafði sennilega fengið sama vana; því með leiðbeiningum föður síns og frænda var hann bú- inn að þekkja ýmsa leyndardóma læknastöðunnar. “Nei, það er engin blásýra í því”, sagði hann. “Og í lyfinu sem faðir minn bjó til var heldur engin minsta ögn af henni. Eg stóð við hlið hans á meðan hann blandaði það”. Á þessu augnabliki kom Stephen Grey til þeirra Að lýsa sorg hans og undrun, þegar hann sá hina framliðnu, er ekki mögulegt. Hr. Whittaker gat um þetta við hann, og sagði honum að frú Could hefði komið þar og sagt að konan væri dauð; en Stephen, sem þekti hve hræðslugjöm frú Could var, komst að þeirri niðurstöðu að liðið hefði yfir konuna. Stephen hlustaði með undrun á hinar ýmsu kringumstæður. pær voru óskiljanlegar; en hann neitaði því með fullri alvöru að hann hefði sjálfur gert nokkur misgrip. “petta mál lítur út fyrir að vera alveg óskilj- anlegt”, sagði Lycett. Stephen Grey lagði hendi sína með hægð á enni hinnar framliðnu. “Eg lýsi því yfir”, sagði hann hátt og hátíðlega, “í nærveru þess sem eftir er af þessari vesalings ungu konu; já, eg lýsi því yfir í nærveru enn þá æðri veru — eg lýsi því yfir fyrir guði, sem heyrir til mín — að engin blásýra né annað eitur var 1 hinum sefandi drykk, sem eg sendi hingað í kvöld. Svívirðilegur glæpur hefir verið framin hér. eða sorgleg misgrip hafa átt sér stað, án þess að sá er framkvæmdi þau hafi vitað það. Hr. Carlton, við verðum að gera alt sem við getum til að rannsaka þetta. pér munuð vilja hjálpa oss til þess að komast að sannleikanum ?” Carlton heyrði ekki til hans; hann var svo nið- ursokkinn í hugsanir. Hann hefir máské verið að reyna að skilja viðburði kvöldsins; en hugsanir hans snerust ekki á þessu augnabliki ein mikið um hina framliðnu og um andlitið, sem hann hafði séð eða hélt sig hafa séð í stigaganginum fyr um kvöldið. Að andlitið var ekki slikt, sem hans eigin ímyndun framleiddi fyrir hans; að það var ekki sjón frá andanna heimi, heldur andlit sem tilheyrði reglulega lifandi manneskju, um það var hann sannfærður. Setti hann þetta andlit í samband við hinn vonda glæp sem framinn var þama? Grunaði hann þenna læðandi gest, hver sem hann var, að vera sá höggormur sem stóð og beið eftir því að geta rothöggið? Frá því verður ekki sagt enn þá; en áreiðanlegt er það, að Carlton fann til afarmikillar hræðslu við þetta skuggalega and- lit, sem ekki minkaði við það, að það var óákveðið og óskiljanlegt. Já, í sannleika alveg óskiljanlegt. Oftar en einu sinni varð honum á að halda — já, næstum því að óska þess — að þetta væri yfirnáttúrleg sýn frá öðrum heimi. VIII. KAPÍTULI. Kóngulóarvefurinn á glerkrukkunni. Hvað var nú mögulegt að gera ? Hvemig áttu þeir að byrja að rannsaka — eins og Stephen Grey stakk upp á — þenna voðalega viðburð ? Hann var hulinn svo ósjáanlegri og óskiljanlegri blæju. Vesalings konan lá nú kyr og róleg í rúminu, og hinir undrandi mennn stóðu í kring um það. Lækn- amir verða oft fyrir undarlegum kringumstæðum í mannlífinu, sem byggjast á vana mannanna frá vöggunni til grafarinnar, en þessi litli hópur sam verkamannanna varð að viðurkenna með sjálfum sér, að af öllum undarlegum viðburðum, sem þeir hefðu orðið varir við, var þessi lang einkenni- legastur. Carlton yfirgaf alt í einu pláss sitt við vinstri hlið rúmsins, hélt dyrunum opnum og benti kon- unum að fara út. Hann benti líka Friðrik að fara; en drengurinn, sem stóð við vegginn rétt hjá dyr- unum, hreyfði sig ekki um hálfan þumlung. “Eg vil heldur vera hér kyr, hr. Carlton”, sagði hann djarflega. “Er nokkur ástæða til þess að eg verði að fara?” Carlton hugsaði sig um. Orðin sem pilturinn talaði svo djarflega, hafði komið hinum þremur mönnum til að snúa sér við. Carlton vildi sjáan- lega að hann færi, en hann sá engin ráð til þess að verða af með hann. “Má treysta honum?” spurði hann og leit til bræðranna. “Fyllilega”, svaraði John Grey, sem ekki sá neina ástæðu til þess að hann yrði að fara út. Carlton lokaði dyrunum og gekk aftur til hinna “Hr. Stephen Grey hefir látið í ljós grun um ó- dáðaverk”, sagði hann, “en er það mögulegt að til þess séu nokkurar sanngjarnar ástæður? Eg spyr þessa af því, herrar mínir, að þið þekkið betur en eg þessar konur. Ef önnur þeirra eða báðar—” “Guð minn góður! um hvað hugsið þér maður ?” greip Stephen Grey fram í fyrir honum. “pér get- ið naumast álitið að eg mistryggi frú Pepperfly eða gömlu ekkjuna. Pepperfly hefir sína höfuð- ástríðu, vínneyzluna, og ekkjan er einföld, hræðslu- gjörn persóna; en þær eru ekki líklegri til að fram- kvæma morð heldur en þér eða eg. Hvernig getur yður dottið slíkt í hug, hr. Carlton ?” “Fyrirgefið mér”, svaraði Carlton; “eg komst að þessari niðurstöðu af yðar eigin orðum. Eg hefi áreiðanlega enga ástæðu til að festa nokkum grun á þeim; en það hafa ekki verið neinar aðrar hjá veiku konunni”. “Hafi eg skilið hr. Stephen rétt, var það ekki áform hans að gruna neinn”, sagði Lycett til að koma í veg fyrir misklíð. “Orð hans stöfuðu af því, að hann sá engin ráð til þess að ráða gátuna”. “Alveg rétt”, sagði Stephen Grey. “Ef mínar ágizkanir hafa stefnt meira í eina átt en aðra, þá var það hvort hugsanlegt væri, að skift hefði ver- ið um lyfið á leiðinni eða átt við það frá mínu húsi og hingað”. “Vað er ekki sennilegt”, sagði John Grey. “Dick ber lyfin til sjúklinganna í körfu með loki. En mér hefir dottið annað í hug. Stephen, þú hef- ir séð þessa ógæfusömu ungu konu oftar en nokk- ur af hinum sem hér eru staddir; eg hefi aldrei séð hana fyr en nú, og þér Lycett, getið eflaust sagt það sama; hr. Carlton hefir að eins séð hana einu sinni —” “Tvisvar”, greip Carlton fram í. “Eg hefði ekki komið hingað í kvöld, hefði eg vitað að það var komið langt fram yfir þann tíma, sem á- kveðinn var til þess að eg skyldi mæta hr. Stephen hér. En eg var hjá sjúklingum á Bakkanum, og tíminn leið án þess eg vissi”. “Að minsta kosti hafið þér ekki séð hana mjög oft”, sagði John Grey. “Stephen bróðir minn hef- ir séð hana tiltölulega oft, og eg ætlaði að fara að spyrja hann hvort hugsandi væri, að hún hefði sjálf blandað eitrinu í lyfið. Lá illa á henni Stephen ?” “Ekki hið minsta”, svaraði Stephen Grey. Hún hefir verið eins kát og f jörug og nokkur getur ver- ið. Auk þess hefði hún engu getað bætt í lyfið án þess hjúkrunarkonan sæi það, og hún hefir sagt, að lyfið hafi verið í hinu herberginu, þangað til hún gaf hinni veiku það”. “Enn þá eitt”, sagði Carlton; “hefði eitrinu verið blandað í lyfið eftir að það kom hingað, hvernig gat maður þá fundið lyktina af því þegar það kom?” “Já, það er nú stærsta gátan — hvernig lyfið gat gefið eiturlyf frá sér, þegar það kom hingað”, sagði Stephen Grey. “Nei”, andmælti bróðir hans; “það er ekki und- arlegt þó lyfið hafi haft eiturlykt fyrst að eitur var í því; gátan er, hvernig og hvar eitrið hefir komið í lyfið. Eftir minni skoðun er, að undan- teknu andláti hennar, allmarg dularfult við þetta málefni í heild sinni. Hver var hún? Hvaðan kom hún? Hversvegna kom hún hingað ókunn- ug plássinu og ókunnug öllum mönnum ? Og hvað hún þó sýnist vera ung!” Hún leit mjög unglega út. pað var fallegt, fölt, yndislegt andlit, sem brúna hárið dreifðist um í digrum lokkum. í fyrstu augnabliks hræðsl- unni hafði frú Pepperfly rifið línhúfuna af henni, svo hárið féll niður. Munnur hennar var opinn og fallegu hvítu tennurnar sáust glögt. peir stundu, þegar þeir litu á hana. “Guð leyfi að sála hennar hafi fundið frið”, íautaði hinn geistlegi um leið og hann laut niður að henni áður en þeir fóru. Carlton var kyr eftir að hinir voru farnir. Hann rannsakaði koffort hennar nákvæmlega, hjúkrunarkonan hélt á ljósinu fyrir hann; en hann fann ekkert sem gaf upplýsingu um hver hún væri par var ekkert nema fatnaður, ekki eitt einasta bréf; ekkert sem gat ráðið gátuna. “Hafði hún ekkert annað með sér en þetta kof- fort ?” spurði hann. “Nei, ekkert annað, hr.”, svaraði frú Pepper- fly. “parna er saumaaskjan hennar á kommóð- unni við rúmið. Læknirinn tók saumaöskjuna og rannsakaði hana jafn nákvæmlega og koffortið. í henni voru aðallega tvinni, þráður og nálar ásamt fleiii saumaáhöldum. par var hálfbúinn skrautsaumur, nýbyrjuð barnshúfa hekluð og nokkrar pappírs- fyrirmyndir; ekkert sem benti á nafn hennar né liðna æfi. Vasi hennar, laus vasi, sem frú Pepper- fly tók undan koddanum, þar sem hin veika hafði geymt hann, hafði ekki annað í fórum sínum en peningapyngju, sem í voru fáir peningar. Lykl- arnir hennar láu á kommóðunni. Carlton læsti öskjunni og koffortinu og setti innsigli sitt á lás þeirra beggja. “Eg veit sára- lítið um hvernig á að fara með slíka muni”, sagði hann, “En eg álít réttast að búa vel um alt þangað til lögreglan kemur — hún getur brotið innsiglið mitt, ef hún vill”. Hann var naumast búipn að segja þetta þegar lögregluþjónn kom inn úr dyrunum. Nýjungin hafði fluzt til lögreglustöðvarinnar, og yfirmað- ur lögregluþjónanna var kominn þangað sjálfur. pað var hár og þrekinn maður með bunguvaxnar, rauðar kinnar. Hann hlustaði þegjandi á alt sem honum var sagt, að sumu leyti af Carlton og að sumu leyti af hjúkrunarkonunni, og tók skálina sem grauturinn hafði verið í og lyfjaflöskuna í sína g^ymslu. Svo tók hann ljósið og lýsti um bæði herbergin í hvaða tilgangi, eða hvernig það gat hjálpað til nokkurrar rannsóknar, hefir hann sjálfur vitað. Hann gekk með ljósið fram í stigaganginn og rannsakaði hann, leit upp og ofan eftir veggjunum og á gluggann, sem tunglsljósið skein svo skært í gegnum. “Eru þetta dyr?” spurði hann alt í einu. Án þess að bíða eftir svari, gekk hann yfir í hinn enda stigagangsins beint á móti glugganum og lauk þar upp dyrum. Veggimir voru málaðir gráum marmaralit og dyrnar höfðu sama lit, svo erfitt var að sjá þær og opnuðust að eins með lykli. pað var lykillinn sem vakið hafði eftirtekt lögregluþ j ónsins. “petta er að' eins skápur til að geyma í sópa og hreinsunaráhöld”, sagði frú Gould, sem stóð skjálfandi af hræðslu á efstu stigariminni og hélt sér í brjóstriðið. pannig var það líka; að eins skápur með tveim- ur sópum, sorpreku og fötu. pjónninn fullviss- aði sig um þetta og lokaði svo aftur dyrunum; en Carlton, sem ekki hafði vitað að þarna var skápur, sá strax að þama gat verið felustaður fyrir mann- inn sem hann sá fyr um kveldið — ef andlit hans var ekki að eins hans eigin ímyndun. Carlton gat ekki gert meira og fór því leiðar sinnar; þetta áðurnefnda andlit stóð svo skírt fyrir augum hans þegar hann gekk heim í tungls- ljósinu. Menn geta nú spurt hversvegna hann gat ekki um það við lögregluþjóninn — hversvegna hann mintist ekki á það við mennina sem stóðu ásamt honum við banabeðinn. En um hvað átti hann að tala? Að hann hélt sig hafa séð andlit, að hálfu leyti draugalegt og að hálfu leyti mann- legt með svart vangaskegg; að hann hélt sig sjá þetta í stigaganginum í tunglsskininu, og að það var ekki sjáanlegt þegar hann kom þangað með Ijós til að gá að því. Ef það hefði tilheyrt mann- legri veru, gat það ekki fengið tíma til að fara ofan stigann án þess að verða séð, það var ómögu- legt, og hann hafði fullvissað sig um að það hefði ekki flúið inn í svefnherbergið. En svo var nú þessi skápur, sem hann vissi ekki um, en hann hélt að það hefði ekki getað lokið upp hurðinni, farið inn ok lokað henni aftur á meðan hann sótti liósið. Hefði hann minst á þetta, þá hefðu níu af hverjum tíu svarað honum, að þetta væri að eins ímyndun. Og hann var ekki viss um nema það væri sín eigin ímyndun. pegar hann gekk ofan stigann eft- ir að hann sá þetta, hafði hann spurt húsmóðurina kæruleysislega, þegar hún kom út úr eldhúsinu á- samt frú Pepperfly til þess að opna dyrnar fyrir hann, hvort að nokkur ókunnur karlmaður væri í stigaganginum eða húsinu, og ekkjan hafði svar- að í gremjulegum róm, að það væri alls enginn karlmaður« í húsinu, og að það væri heldur ekki sanngjarnt að þar væri neinn. Carlton hafði ekki talað fleira um þetta. Hann fór beina leið og lagði sig strax til hvíldar, eða réttara sagt í rúmið, því hvíld fékk hann ekki. Skuggalega andiltið ásótti hann á mjög undarlegan hátt; hann gat ekki sofið fyrir því, en lá endilangur í rúminu og velti sér á ýmsar hliðar þangað til morgunin byrjaði, og þegar hann þá sofnaði, sá hann það í draumum sínum. En við verðum aftur að snúa okkur að bræðr- unum.Grey. pegar þeir fóru úr húsi frú Gould, skildu þeir við hr. Lycett við götudymar; því leið hans lá í gagnstæða átt við Jæirra, og John Grey tók arm bróður síns; ungi Friðrik gekk við hlið þeirra, “petta er mjög ógæfusöm tilviljun”, byrjaði John að segja. “Hún er jafn dularfull og hún er ógæfusöm svaraði bróðirinn. “Blásýra í mínum sefandi- drykk. Sá hlutur er alveg ómögulegur”. “Mér þætti gaman að vita hvort blásýru var blandað í lyfið. eða lyfinu var helt úr flöskunni og blðsýra látin í hana í staðinn ?” sagði Friðrik. ‘ Talaðu ekki svona hugsunarlaust, Friðrik”, sagð faðir hans ásakandi. “Hver myndi hella lyfi úr flösku og láta blásýru 1 staðinn í hana ?” “Jæja, pabbi, það er þó hér um bil víst að hún hefir fengið blásýru; hún hefir því verið gefin henni á einhvem hátt”. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf Voriö er komiö; um þaö leyti er altaf áríöandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti staöið gegn sjúkdómum. Þaö veröur bezt gert meö því aö byggja upp blóöiö. Whaleys blóöbyggjandi meöal gerir þa«. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phone Main 4786 NORWOOD Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv í gamla Queens Hqtal G. F. PENNY, Artist Skrifstofu talsími .. Main 2065 Heimilis talsími ... . . Garry 2821 Innvortis bað. Eina örugga aöferöin til þess að lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess að sannfærast um að þessi staöhæfing sé rétt, þarf ekki annaö en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboösmaöurinn, sem getur sagt yður alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur yður sérstakar upplýsingar og ráðleggingar, sem gera yður það mögulegt að lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biðjið um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema 50% að dugnaði. — Bókin kostar ekkert. Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt S5c. Föt pressuð meðan þér standið við............ Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir......$1.50 Einnig viðgcrðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tala. G. 67 Winnipee Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar 1 húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G 4921 TAROLEMA lœknar EGZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra Kúðsjúkdóma ~*..ar bösuðskóf og varnar hár- rallii. 50c. hjá ölíum lyfsölum. GLARK GHEMIGAL CO., 309 Somerset Block, Winnipeg Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS CQLLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. Silki-afklippur til að búa til úr duluteppf. Vér höfum ágætt úrval af stórum pjötlum meðalls- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.0. Box 1836 iWinnipeg, Man. Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Állskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðurn 'höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Hfltre Oame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð LardbúEaðaráböld. a.s- konar verzlunarvörur, búsbúnað o* fleira. 264 SmithSt. Tal*. M. 1781 gHWS FINST pÉR SEM pú POLIR EKKI SLÍKA ÁREYNZLU L E N G- UR? SÉ SVO, ÞÁ ER TíMI .7-_C TIL KOMINN FYRIR/^-^ ÞIG AÐ BYRJA AÐ NOTA Dynamic Tonic Ef þú lýist af þínum daglegu störfum; ef líkami þinn og taugakerfi eru slöpp og veikluð, þá getur þú reynt Penslar Dynamic Tonic með fullri vissu um það að þú munir hressast og frískast og fá nýjan taugastyrk. Samsetning þessa áreiðanlega lyfs er á meðanum, og er það notað af fjölda mörgum við- skiftavinum vorum. Vér viljum fá yður til þess að njota hinna góðu áhrifa af þessu ágæta meðali. pað er skylda þín sjálfs þín vegna að nota þetta tauga- styrkjandi lyf og byrja það tafarlaust. Vér höfum tvær stærðir, á sjötíu og fimm cent og einn dollar og fimmtíu cent. THE SARGENT PHARMACY’ 724 Sargent Ave. Sími: Sherbr. 4630 l

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.