Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAtfiísjs 2. ÁGÚST 1917 Heilbrigði. Eins og frá er skýrt á öSrum staö í blaöinu er nýlega útkomin bók á ís- landi eftir Sigurð Magnússon lækni á Vifilstööum. Bókin heitir “Berkla- veiki og meöferö hennar”. Lögberg birtir 2—3 stutta kafla úr þessarl bók í heilbrigðisbálki blaðsins og væntir þess að lesendur fagni þvi. Meðferð í heimahúswn og atvinna. Hvernig á eg aö haga mér þegar heim er komiö af Heilsuhælinu ? Hvaö má eg^starfa, og hve mikiö má eg starfa? í>annig spyrja margii aö heilsuhælisvistinni lokinni. f>egar svara á þessum spurning um, þá er fyrst og fremst þess aö gæta, aö berklavcikin er langvinnur sjúkdómur. Hún er ekki eins og skarlatssýki og mislingar, sem alger- lega eru um garð gengnir eftir stutt- an tíma. Þó aö öll einkenni berkla- veikinnas séu horfin, þá gcta gerlarn ir leynst í líkamanum svo árum skift- ir, og sjúkdómurinn brotist út aftur sérstaklega ef óvarlega er farið. í vissutn skilningi á heilsuhcelismeð- fcrðin að vara alt lífið. Auðvitað getur hvíldin sjaldnast verið eins mikil og á heilsuhælum og þarf held- ur ekki að vera, enda leyfa sjaldnast kringumstæður og efnahagar slíkt. Hins vegar verða nienn að kappkosta aö lifa eftir reglum heilsitfræðinnar og varast sem mest of mikið strit og erfiði, sérstaklega fyrstu árin 'eftir heilsuhælisv'istina, þau árin, sem hætt- ast er við að sjúkdómurinn taki sig uppaftur. Afarnauösynlegt er að hafa rúm- góð, Ioftgóð og björt húsakynni, og varast of mikinn ofnhita. Þetta e: raunar hægra sagt en gjört, því þó að húsakynni séu í sjálfu sér góð, þá er ekki víst að allir heimamenn séu jafnfíknir í gott loft og opna glugga, svo hinn fjarverandi heilsuhælissjúk- lingur nevðist stundum ti lað hag? sér eftir öðrum, til þess að heimilis- friðurinn fari ekki út um þúfur. En oft má með lægni sannfæra menn un. það, að gott loft sé öllum fyrir beztu. Fceðið þarf að vera nægilegt og holt, en það er alls ekki sama sem dýrt. Hinar ódýrustu fæðutegundir cru oft og einatt hinar hollustu. Vísa eg í þvi efni til kaflans um matinn, hér að framan. Því hagsýnni sem menn eru í matarkaupum og matar- tilbúningi, því meira af mörkutn má leggja til góðra húsakynna og þv: fleiri geta hvildarstundirnar orðið. Þá er eftir mesta vandamálið — starfið. Hve mikið starfsþolið er, er auð • vitað undir því komið, hve mikil brögð hafa verið að veikinni, og hve mikl- um bata hefir hlotnast að ná. Er. þó að maðurinn virðist heilbrigður, þá má hann á engan hátt ofreyna sig. Hann verður að byrja gætilega, með 2—3 vinnustundum á dag, og svc smámsaman auka vinnutímann, eftir þvi sem máttur og heilsa leyfir, er. helzt aldrei hafa mjög langan vinnu- tíma, og mjög mikilli stritvinnu verður hann að hliðra sér hjá, t. d að bera þungar byrðar, láta upp þunga bagga og þess konar. Að öðru jöfnu er betra að vinna úti en inni. Létt heyvinna, svo sem rakstui, þolist oft vel, en sláttur miður. Að vera í heyum á vetrum er óholt vegna ryksins, en ef ekki verður hjá þv: komist, má reyna að nota “rykgrímu”. Sjómenska er varhugaverð, því þó sjóloftið sé hreint og heilnæmt, þá er loftið undir þiljum v'enjulega ilt og ónógt og vinnan helst til erfið með köflum. Ýmsa handiðn þola menn oft vel, svo sem smíðar, sömuleiðis keyrslu, sendiferðir, búðarstörf, fisk- vinnu. Við venjuleg hússtörf kvenna kemur það sérstaklega til greina, að vinnutíminn sé ekki of langur. Annars er hægra um að tala en i að komast, því fjárhagurinn gerir sinar kröfur og oft er örðugt að fá þægilega vinnu, en hafa verður það hugfast, að með óvarkárni og ofmik- illi vinnu geta menn á stuttum tima rifið það niður, sem bygt var upp með heilsuhælisferðinni. Það er ekki síður nauðsynlegt að nota fristundir sinar rétt — eftir á- stæðum til hvíldar eða skemtigöngu, en forðast skemtanir, sem hafa næt- urvökur og of mikið erfiði í för með sér, eða ryk og óloft. Naúðsynlegt er að vera á verði, et einhver sjúkdómseinkenni, ljós eða óljós, koma fram, svo sem þreyta, megurð, nætursviti o. s. frv'. Og sjálfsagt er að mæla líkamshitann oft. Einnig ríður á að fara vel með sig ef kvefsótt eða annan farald ber að höndum. Auðvitað getur endurnýj- uð heilsuhælisvist verið nauðsynleg, ef sjúkdómurinn er að taka sig upp aftur. En ef því verður ekki við komið, verður að lifa eftir nákvæm- um heilsuhælisreglum í heimahúsum, að svo miklu leyti sem hægt er. Fyrir þær konur, sem ekki hafa náð fullum bata, er varasamt að hætta á það að verða vanfœrar, því berkla- veikin versnar stundum á meðgöngu- tímanum eða eftir barnsburð. Um hættuna gagnvart barninu er áður talað. Aðrar lcekningatilraunir. Oft spyr sjúklingur lækni hvort hann geti ekki fengið “einhv'erja inn- töku, sem eyði berklunum”. Þvi miður verður læknir að svara, að slík lyf hafi enn ekki fundist. Raunar hefir frá alda öðli mesti aragrúi af lyfjum verið reyndur við berklaveiki, og ný og ný lyf hafa komið á mark- aðinn með ári hverju, en engin þeirra hafa komið að verulegum notum. Að vísu geta margs konar lyf, svo sem venjuleg sóttvarnarlyf, drepið berkla- gerlana utan líkamans, en sá galli er á, að þau eru ekki síður skaðleg frumum líkamans en gerlunum. Ann- að mál er það, að lyf gefa komið að gagni, þegar um sérstök sjúkdómsein- kenni er að ræða, svo sem hósta, meltingarkvilla, sting o. s. frv. En sparir skyldu menn vera á slíkum fyfjum og ekki taka þau nema eftir læknisráði, því óþörf lyfjanotkun er venjulega óholl. Ástæða er til að vara menn við skrum-auglýsingum um undra- og leynilyf, sem sögð eru óbrigðul við berklaveiki. Sum þess- ara Ivfja eru skaðleg, en öll eru þau gagnslaus. Eru þau til búin að eins í gróðaskyni, því ætíð er nóg til af trúgjörnum mönnum. Hugsanlegt er það þó, að einhvem tima takist að finna lyf, er að gagni megi koma, og eins er það ekki ó- sennilegt, að mönnum takist að finna “bóluefni”, er geri menn óhæfa fyrir sjúkdómnum, á líkan hátt og bólu- efni ver menn bólusótt. Fyrir nokkr- um árum fann Behring aðferð til þess að gera kálfa ónæma fyrir berklaveiki. Hann notaði “bólusetn- ingu” með berklagerlum úr mönnum, en því miður urðu kálfarnir að eins ónæmir um stundarsakir, í mesta lagi eitt ár. Tuberkúlínið, sem áður er nefnt, hafa menn einnig allmikið notað til lækninga, en með vafasömum árangri. Eina lækningaraðferð má nefna, sem komið hefir að góðu liði, og er hún í því fólgin, að sjúku lunga er þrýst satnan tneð lofti ('Pnevmoth- orax-aðferð). Svo miklu lofti er dælt inn í lungnapokann, að lungað þrýst- ist saman og stöðvast, og á því hægra með að gróa. Er slíkt þó varla ger- andi, nema annað lungað sé að miklu eða mestu leyti skemt, en hitt að mestu heilbrigt, því að önduUarstarf- ið lendir þá á því. Þó að aðferð þessi hafi óefað bjargað lífi margra sjúklinga, þá á hún ekki við allan þorra þeirra. Það mun óhætt að segja, að Heilsu- hælislækningin, eins og henni hefir verið lýst hér að framan, er og verð- ur undirstöðuatriðið í lækningu brjóstveikra manna, og þó að síðar komi fram ný lyf og nýjar aðferðir, þá verður heilsuhæilsmeðferðin, eða meðferð bygð á sama grundvelli, ætíð í gildi. Hvað segir Heimsk. við þessu? í blaðinu “Londoh Times” 24. júni birtist eftirfarandi grein: “Merkilegt dæmi um eyðslu á opin- beru fé kom fram í Stratford lög- reglustöðinni í gær; þegar kaupmað- ur, sem Sarnuel Schneiderman heitir og heima á í Broadway var kærður fyrir það að hafa undir höndum þrettán pör af canadiskum hermanna- skóm. 5. júní fór Sergeant Mitchell, sem tilheyrir canadisku lögreglunni þang- að sem hinn kærði verzlar og sá þar marga skó með hermerki canadisku stjórnarinnar, en hann sá ekki það einkenni, sem á að merkja með skó eða aðrar vörur, sem óhæfar teljast. Hann kallaði á lögregluna og kvaðst hinn kærði hafa keypt þessa skó ásamt öðrum skóm af manni er Jacob héti i Sandi Row í London. Þá var sent eftir þessum Jacob. Hann kvaðst hafa selt hinum kærða skó, sem hann hefði keypt á uppboði stjórnarupp- boðshaldara. Jacob þessi sagðist hafa keypt þús- undir af skóm af stjórnaruppboðssöl- um, sem ynnu fyrir stjórnina, og þessa skó hafði hann fengið þannig. Sagðist hann stundum hafa borgað 14 cent fyrir þá ódýrustu en 50 cent fyrir þá allra dýrustu og beztu. Þessa kvaðst hann hafa keypt á 30 cent: “Ekki er að furða þó þjóð- skuldin vaxi'v varð dómaranum að orði. Málinu var slept, en dómarinn sagði að þetta væri svo alvarlegt mál að það ætti að rannsakast ofan i kjölinn; ætti stjórnin ekki að leggjast slikt undir höfuð.” Þetta eru ekki staðhæfingar vorar; það eru ekki orð hugsuð og skrifuð af andstæðingum stjórnarinnar í Canada, heldur eru það sögulegir við- burðir og staðhæfingar fyrir rétti á Englandi. Skórnir sem hér eru búnir til úr pappír tmdir umsjón stjórnar- innar og seldir þjóðinni fyrir $5 til A8 og hermennirnir héðan áttu að nota voru seldir þegar til Englands kom fyrir 14 cent og hæst 50 cent sök- um þess að þeir voru með öllu óhæfir. Tugum þúsunda var þannig eytt til einskis, en hefðu orðið tugum og jafnvel þúsundum canadiskra borg- ara að bana ef enska stjórnin hefði gþki verið svo samrvizkusöm að vernda líf canadisku drengjanna er stjórn vor stofnaði þannig í hættu eða starfs- menn hennar. Og hún hefir engum þeirra hegnt; er því samþykk glæpn- um með þögninni og samsek. Hvað segir Heimsk. um þetta? Friðartillaga feld. Alllangar umræður urðu í þinginu í Lundúnaborg á fimtudaginn um ti'- lögu, sem James Ramsey McDonald flutti, en Charles P. Frevelyan studdi. Hinn fyrnefndi er jafnaðarmaður og verkamanna þingmaður fyrir Leices- ter kjördæmi, en hinn síðarnefndi er þingmaður í írjálslyndaflokknum. Auk hans var tillagan studd af Hastings B. Lees-Smith úr frjálslyndaflokkn- um, Philip Snowden jafnaðarmanni og Arthur A. Ponsonby úr frjálslynda flokknuni. Efni tillögunnar var tvens konar: fyrst það að þingið lýsti því yfir að samþykt »þýzka ríkisdagsins, sem mælti með friðarsamningum, sé í samræmi við þá stefnu sem Bretland sé að berjast fyrir og að enska stjórn- in sé beðin að lýsa því yfir enn þá skýrt og skorinort í samráði við bandamenn Englandinga fyrir hverju sé verið að berjast og hvaða friðar- skilmálum muni verða tekið. Hitt atriðið í tillögunni var þess efnis að þingið áliti kröfu Rússa sanngjarna þar sem þeir fóru fram á það að á fundum bandamanna framvegis þar sem rædd væru hermál og friðarskil- málar skyldu mæta fulltrúar kosnir af fólkinu, en ekki einungis talsmenn stjórnanna. Macdonald kvaðst vita að minni hluti manna væri enn þá með þessari stefnu, en þeiin fjölgaði óðum og ef alþjóðafundur væri hafður til þess að ræða málið óhindrað þá mundi það koma í ljós að tími væri kominn til verulegra friðarstarfa; mundi þá mega koma á friðarsamningum sem ekki yrðu að eins að nafninu til, þann- ig að farið yrði að búa sig til næsta stríðs, heldur yrði það varanlegur friður með sanngirni á allar hliðar. Charles P. Frevelyan kvað fyrsta skilyrðið fyrir sanngjörnum friði vera það að allar stjórnir stríðslandanna lýstu því yíir að þær væru fúsar til sátta án landvinninga. Eftir alllangar umræður var tillag- an borin upp og feld með 148 atkvæð- um gegn 19. Á móti áfengisbanni. Fulltrúanefnd ýmsra bindindis- og siðferðisfélaga átti tal við Ottawa stjórnina á fimtudaginn og fór fram á það að hún lögleiddi algert vínbann í Canada, en ef hún vildi ekki taka þá ábyrgð á eigin herðar að hún þá léti greiða atkvæði um málið við næstu kosningar. Nefndin sýndi fram á það með ó- hrekjandi rökum hversu óviðurkvæmi- legt það væri að eyða korni landsins í eiturgerð, þegar þjóðin þyrfti eins á því að haída til fæðu og nú væri raun á. Sómuleiðis sýndi nefndin fram á þá mótsögn að verið væri að vernda mannafla og hagnýta sem bezt allan vinnukraft að öðru leyti, en þúsundir manna væru látnar vinna að því að framleiða þá vöru, er til einsk- 'is annars væri en eyðileggingar. Borden svaraði nefndinni þannig að einhverjar breytingar mundu verða gerðar á bannlögunum, en um þessar kröfur báðar neitaði hann. Kvað svo mikil og mörg störf liggja fyrir þing- inu að ekki væri ábætandi og atkvæða- greiðslu um málið kvað hann óheppi- lega. Göt á sauðargærunni. Þegar O. Connor komst að fjár- drættinum eða okrinu, þar sem Fla- vells félagið setti upp eggjatylftina um 16 cent og sópaði þannig í vasa sinn $5,000,000 á einu ári, eftir því sem skýrsla O. Connors segir, þá fékk afturhaldsstjórnin andköf og flýtti sér að láta þenna ólukku O’- Connor hætta rannsókninni og skip- aði þrjá menn til þess að rannsaka hvort það væri rétt af honum að finna þetta. Mennirnir í þvottanefndinni eru þessir: Henderson nokkur, sem er lögmaður. er méð mestum dugnaði varði auðfélag í Ottawa í janúar síð- astliðnum, þegar það félag var kært um okurverzlun. Henderson þótti vera mjög duglegur þá í vörn sinni fyrir auðfélagið á móti fólkinu. Annar í nefndinni heitir Clarkson, sem verið hefir önnur og hægri hönd Josephs Flavelles, sem er formaður hins kærða okurfélags. Þriðji maðurinn er Con- nors nokkur, gamall félagi Armors kjötverzlunar-félagsins í Chicago, en canadiskadeildin af því félagi var rannsökuð af O. Cannor og af hon- um kærð um okurverð. Þessi stutta skýring er eiginlega gleggri og fullkomnari lýsing á at- höfnum og einlægni afturhaldsstjórn- arinnar, en nokkuð annað. Tvöföld atkvæðagreiðsla. Til þess að 'sýna þá krókavegi og það óréttlæti sem Ottawa stjórnin hefir í frammi, þarf ekki annað en að benda á það að hún hefir skipað í efri deildina menn. sem sæti áttu í neðri deildinni, rétt eftir að þeir voru búnir að greiða atkvæði á móti því að fólkið fengi að segja álit sitt um her- skyldulögin, en áður en málið kom fyrir í efri deild. Með öðrum orðum stjórnin hefir þá í neðri deildinni ti! þess að greiða þar atkvæði um ákveð- ið mál á móti rétti þjóðarinnar og flytur þá síðan upp í efri deildina nógu snemma til þess að þeir geti þar einnig greitt atkvæði á móti rétti þjóð- arinnar um sama málið. Þannig eru af stjórninni vissum gæðingtim henn- ar gefin tvö atkvæði um sama málið, en slíkt er hin mesta ósanngirni. Larsen’s Rheumatism Sanitorium 449 Main St. Phone: M. 4574. Arkansan hvera aðferð er höfð við liðagigt, bakgigt og húðsjúkdómum. Gigt orsakast af þvagsjúkdómum í blóðinu; þig losnið við það á þennan hátt. Fimm ára reynsla við Arkansas hverina. Hér eru taldir fáeinir af hinum mörgu sjúklingum, sem geta sagt ykkur um lækninguna, sem þeir fengu í Larsen’s gigtarhælinu. Mrs. J. L. Knight, Ph. G. 399. Mrs. A. H. Hoskings, 712 Portage Ave. Mr. A. Corbett, Shipman Court, Suite 15. Mr. W. H. Steadman, C.N.R. Weightmaster, Fort Rouge Mr. A. W. Amott, Transcona. Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf. \T * • • • I • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegur>dum, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarin*. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---------------- Limlted.......... HENRY AVE. EAST - WINNIPEG GÓÐAR VÖRUR! SANNGJARNT VERÐ! Areiðanlegir verkamenn Petta er það sem hvern mann og konu varðar mestu á þessum tímum. Heim- sœkið verkstœði vort og þér sannfærist um alt þetta. Nýjustu snið, lægsta verð í bœnum. Velsniðin föt sem ætíð fara vel H. SCHWARTZ & CO. The Popular Tailors 563 Portagre Ave. Phone Sh. 5574 Herskyldublað á móti Borden. Blaöiö “Toronto Star”, sem stranR- lega hefir fvlgt og fylgir herskyldu. flytur ritstjórnargrein á fremstu síöu á fimtudaginn þar sem þetta er með- al annars: “Sir Robert Borden veröur aö segja af sér; hann er meö öllu óhæfur til þess aö vera forsætis- ráöherra á stríöstímum; hann hefir látiö alt fara í handaskolum sem hann hefir snert á; og hann gerði þaö svo aö segja ómögulegt að samsteypu- stjórn yröi eöa Laurier gæti unnið meö Borden ; meöferö herskyldumáls- ins hefði ekki getað fariö ver úr hendi en það hefir verið gert þótt þaö lieföi veriö höndlaö af hinum óhreinu höndum .Rogers i þeim eina tilgangi að afla flokksfylgis. Borden ætti að taka saman pjönkur sínar, fara úr stjórnarstólnum og gefa þar ein- hverjum hæfari manni tækifærið.” * 8ÖLBKIN SAtSKIN S Er ætt sú ein af beztu ættum landsins. Jón Sigurðsson ólst upp á Rafnseyri hjá for- eldrum sínum, og unnu þau honum mjög. pað kom brátt í ljós hver maður í honum bjó og síðar kom fram. Sáu þau að hann mundi verða fyrir- mynd annara manna að háttprýði og öðru. 18 ára gamall fór Jón úr foreldrahúsum og tók þá stúd- ents próf, þar næst dvaldi hann 4 ár í Reykjavík. 22 ára gamall silgdi Jón til Kaupmannahafnar og átti þar heima úr því til dauðadags, í 46 ár. Eftir að Jón Sigurðsson hafði lesið málfræði um hríð við háskólann í Kaupmannahöfn og tekið tvö hin fyrstu próf með loflegum vitnisburði, fór hann að lesa sögu íslands. Lagði hann svo mikla stund á hana, að hann varð betur að sér í henni, en nókkur annar maður, sem ísland hafði átt. Blæddi Jóni þá í augum öll sú kúgun og alt það böl sem hin íslenzka þjóð hafði orðið að líða undir hinni dönsku stjórn. pað var sagan sem hvatti Jón Sigurðsson fram á sjónarsviðið, það var sagan, sem kveikti föðurlandsástina í brjósti hans, það var sagan sem var bezta vopnið í hönd- um hans í baráttu hans fyrir frelsi og rétti þjóðar- innar. pegar Jón Sigurðsson kom til sögunnar voru íslendingar undirokaðir á allan hátt af hinni óbil- gjömu og þrællyndu dönsku stjórn. Engin þjóð, aðrir en Danir, máttu verzla á íslandi og lands- menn voru nauðbeigðir til að sæta öllu því, sem þeir höfðu að bjóða, vörunum uppsprengdum og skemdum, og ef nokkur var svo vogaður að kvarta mátti sá hinn sami búast við að sæta afarkostum. íslendingar voru af Dönum höndlaðir, sem þeir er engann rétt áttu á sér. Barðir sem hundar og of- sóktir á allan hátt. J7að er ekki furða þó íslend- ingum, annari eins menningarþjóð og hún er nú á dögum, sé kalt í þeli til Dana. / pað var Jóni Sigruðssyni að þakka að verzlun- in var gefin frjáls við allar þjóðir. Er það eitt af mestu og stærstu velferðarmálum fslands á nít- jándu öldinni. Hann kom því til leiðar að mentun og upplýsing var aukin í landinu, skólum var fjölg- að og þeir endurbættir. Að þing var sett í landinu var honum að þakka. Að Danir borguðu til baka fé það, sem þeir með ofríki höfðu frá íslandi tekið á hinum liðnu öldum, og að síðustu var það honum að þakka, eftir 25 ára stranga baráttu, að ísland fékk stjómarbót og Danakonungur (Kristján IX.) færði landinu stjórnarskrá árið 1874 á þjóðhátíð þeirri, sem haldin var í minningu þess, að þá voru liðin 1000 ár frá byggingu íslands. pjóðhátíðin var haldin á pingvöllum við öxará. Hinum fom- helga þingstað íslendinga. ótal margt fleira mætti telja til, sem Jón Sig- urðsson gjörði fyrir íslenzku þjóðina. Hann hvatti hana til allra framkvæmda og manndáða. Að Jón Sigurðsson kom svona miklu til leiðar, kom til af því að hann var gæddur meiri gáfum, en aðrir menn, meiri þekkingu og meiri hæfilegleikum til að vera foringi og leiðtogi þjóðarinnar. Hann var allra manna fríðastur og höfðinglegastur með öðr- um orðum hið mesta glæsimenni í sjón og fram- komu, allra manna bezt máli farinn og ræður hans rökstuddar og samfærandi. Hann hafði lag á að laða alla menn að sér. Einn merkur og mikilsvirtur maður, sem var honum samtíða og þekti hann vel, hefir lýst Jóni Sigurðssyni þannig: Jón Sigurðsson var meira en meðalmaður á hæð, limaður vel og fríður sýn- um, karlmannlegur á velli og prúðmenni í allri framgöngu, svipur hans og viðmót höfðinglegt og bar það með sér, að allir menn hlutu að bera lotn- ingu og traust til hans, allir vissu að líf hans og hegðun áttu það skilið. Enginn maður gat borið honum á brýn hvorki orð né verk, sem ekki var samboðið hinum göfugasta manni, í allri viðkynn- ingu var hann ljúfur og göfuglyndur, svo hann laðaði menn að sér, glaðlyndur var hann og allra manna skemtílegastur í viðræðum, höfðingi í lund og allra manna gestrisnastur, örlátur mjög, boðinn og búinn að gera hvers manns bón, var hann því vinsælli en dæmi munu til, í öllu lífi sínu einstak- lega vandaður og ósérplæginn. Mótstöðumenn hans gátu aldrei brugðið honum um neitt, sem ekki var samboðið drenglyndum og ágætum manni pað sem einkendi Jón Siðurðsson mest var framúrskarandi kjarkur og staðfesta. Einkunn- orð hans voru: “Aldrei að víkja”. Aldrei að víkja í réttu málefni, og því fylgdi hann til dauða dags. Hann var einarður maður, tók aldrei nærri sér að tala það sem honum bjó í brjósti. En kunni þó vel að stilla orðum sínum. Hann hafði glögga skoðun á hverju málefni. < Kona Jóns Sigurðssonar var Ingibjörg Einars- dóttir. Voru þau bræðraböm. Hún var hin bezta og ágætasta kona og manni sínum ástrík. Gjörði hún alt sem hún gat til að gjöra manni sínum lífið sem þægilegast. Hún unni öllu sem hann unni. Hún hvatti hann í öllu, sem hann hafði hug á. Hjónaband þeirra var hið'ástúðlegasta. Allir íslendingar voru boðnir og velkomnir í húsi þessara góðu hjóna, var það alla stund sam- komustaður þeirra. Sótti þangað margur holl og góð ráð. Gestrisnin og jjúfmenskan fylgdust þar að. Allir sem þeirrar ánægju nutu að heimsækja Jón Sigurðsson, minnast þeirra stunda með hug- ljúfum endurminningum. Nú hafið þið heyrt dálítið brot af sögu Jóns Sigurðssonar, sem ekki er nema að eins ágrip af hinu langa og mikla æfistarfi hans í þarfir hinnar íslenzku þjóðar. peirrar þjóðar, sem hann helg- aði alt sitt líf og alla sína krafta með þeirri dæma- lausu óeigingirni. aðra eins ættjarðarást hefir enginn íslendingur sýnt, hvorki fyr né síðar. Hann vann nærri hálfa öld fyrir ættland sitt og þjóðina sína endurgjaldslaust. Er því Jón Sigurðsson viðurkendur af öllum langmesti maðurinn sem ísland hefir átt. fslenzka þjóðin á honum meira að þakka, en nokkrum öðrum manni og meðan íslenzk tunga er töluð munu hinar komandi kynslóðir geyma nafn Jóns Sigurðssonar um aldur og æfi, með ást og virð- ingu. S. J. Blaine, Wash-, 28. Marz 1917. Kæri ritstjóri Sólskins! Mig langar til að skrifa fáar línur í Sólskin, því eg sé svo mörg böm gera það, sem eg kannast við. Eg hefi nú lítið að segja, eg byrjaði að ganga á enskan skóla í haust. Eg er búinn að ganga á ís- lenzkan sunnudagsskóla í fjögur ár. Séra Sig- urður ólafsson er prestur okkar og er hann mjög góður við okkur bömin. Sumarið sem leið sungum við bömin á barnaskemtun “Nú er úti Sólskin”. Mér datt í hug að láta ofurlitla huldufólkssögu hér með, því eg hugsa að bömin hafi gaman af henni eins og eg, því eg er sólgin í þær. Með vinsemd; lengi lifi ritstjóri Sólskins! Jóhanna Rósenkranza Hafliðason, 8 ára. Sagan er svona: pað var víða langt til kirkju á íslandi og kom- ust sumir ekki heim að kveldi. pað mátti því einhver til með að vera heima til að hirða skepnur. pað var á einum bæ að enginn gat verið heima á aðfangadagskveldið. pegar fólk kom heim var sá er heima var til að hirða skepnumar vanalega dauður eða eitthvað að honum. í nágrenninu var maður sem porleifur hét, dulur og einkennilegur maður og hélt fólk að hann væri sálarlítill, svo fólk var farið að kalla hann heiðna Leif, hann var farinn að frétta það og orti hann þá þessa vísu: porleifur heiti eg pórðarson þektur af mönnum fínum, hef eg aldrei þá heimsku von að hafna skapara mínum. porleifur bauðst til að vera á þessum bæ eina aðfangadagsnótt og var það þegið. pegar fólk var farið, þá hafði porleifur alt hreint og 1 góðu standi svo tók hann fjalir úr góólfinu og gróf sér holu þar undir, svo fór hann ofan í holuna og lét fjal- imar yfir, en hafði rifu til þess að sjá, svo heyrði hann að var komið inn og sá að það kom margt fólk inn, og báru karl inn í teppi, gamli maðurinn fór að tala um það að hann fyndi mannaþef. Fór þá fólkið að lýsa í hvert hom og sagði að hér væri engin maður. En karl lét sig ekki, svo það hótaði honum að það skyldi berja hann ef hann ekki þegði Fór það að breiða dúka á borð, og tók upp sifur borðbúnað og fékk sér kvöldmat, svo fór það að spila og dansa. pegar porleifur sá að fór að birta af degi, kallar hann í holu sinni: Dagur, dagur! Við það kom svo mikið fát á fólkið að það lá við sjálft að það skildi karlinn eftir. Allan borðbúnað skyldi það eftir og margt fleira. Svo kom fólkið Eftir þetta var öllum óhætt að vera heima á þess- heim og hafði meira álit á porleifi eftir en áður. um bæ. Til gömlu bamanna á Betel. Kæru gömlu vinir:— Hvað eg varð glöð að sjá myndina af ykkur í Sólskininu, eg þekki ykkur öll, hvert eitt blessað andlit og silfurhvítan koll. pið eruð partur og hann kær, af því, sem eg er farin frá, og geymt er með því umliðna en ekki gleymt. Eg hugsa oft um ykkur öll, og allar þær ánægju og lær- dóms stundir, sem eg eyddi með ykkur, og oft óska eg að eg væri horfin til ykkar, þó ekki væri nema litla stund, til mín er það svo mikils vert að vera hjá ykkur. Mér finst eg vera stærri og betri í hvert sinn er eg tala við ykkur. pið sýnið mér hvað það er að ná takmarkinu. í mínum augum er hvert eitt gamalmenni hetja, sem búin er að sigra alt í lífinu, og bíður reiðubúin að ganga síðasta sporið, með sigurinn unninn fyrir framan. pví hvaða ógnir getur síð- asta stundin flutt ykkur, sem eruð þegar alböin til ferðar? pið hafið unnið dagsverk yðar vel og launin hjá okkur yngri kynlsóðinni ættu að vera að mak- legleikum. Oft hefi eg tekið í uppgefnu hendurnar ykk- ar gömlu vinir mínir, og hugsað: Hvað oft hefir ekki þessi hendi verið rétt út til þess að hjálpa og styrkja og reisa á fætur þá þreyttu og hrjáðu, sem voru að gefast upp undir byrði lífsins, á hinni hörðu göngu, yfir snjókafla erfiðleikanna ? Megi nú þær hinar sömu hendur njóta alls þess, sem þær hafa niður sáð. Jæja, kæru vinir, þetta er orðið of langt alla I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.