Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.08.1917, Blaðsíða 7
LOGiiEKG, FIMTIJDAGllNrí 2. ÁGÚST 1917 7 Bœtir að mun hvert smjörpund mdsor Dairy THE Everett, Wash. 22. júlí 1917. Herra Ritstjóri Lögbergs. Vi8 höfum ekki meStekiö 26. númeriö af lögbergi, þaö hefir ein- hvernveginn fyrirfarist í póstinum og biðjum viö yöur vinsamlega aö senda okkur það, því heldur viljum viö missa máltiö á dag en að missa Lögberg, því oft sjáum við fréttir og upplýsingar í Lögbergi, sem algjör- lega v'æri manni tapaöar, væri þaö ekki fyrir þennan litla vikulega blaöa- I>akka, sem hingað berst á mánudög- um, sem er andlegt fóöur fyrir alla, sem íslenzku elska. Hér í Everett eru fáir Landar, ein íslenzk hjón og fáeinar íslenzkar konur, giftar enskum mönnum; einnig eru hér fáeinir piltar, sem koma og fara án þess maður frétti um það fyr en eftir á. Einn þeirra höfum við þó aö staðaldri, þaö er Ágúst ísfeld, hann vinnur við kjötverzlun og er sonur Jóns sálugu kafteins frá Selkirk. íslenzku hjónin eru t>or- valdur Einarsson og seinni kona hans Gunnfr. Jónína Kristjánsdóttir. Þor- valdur kallar sig Walter Anderson; hann kom frá Sjónarlandi í Þistil- firöi fyrir mörgum árum. því hann er búinn að vinna um 30 ár fyrir Hill Járnbrandar konunga. Ýngri sonur Þorvaldar er nú á Herskipinu “Dakota”, hann var háskólastúdent og gekk prýöis vel námið, sem sjá má af því aö drengurinn, sem er enrr fyr- ir innan tvítugt, hafði innunnið sér f jórar gullmedalíur. En þá kom kall- iö í þetta voöa stríö, sem yfir dynur. Það eru fjórir mánuðir siðan hann fór að heiman. 6. júní fór annar efnilegur drengur aö heiman, áöur en herskyldan kall- aöi, það var Óskar T. Purdy, dóttur sonur Sigurdrifar sál. Maxin; hann er nú viö heræfingar á Mare Island, California. En nú er herskyldan komin yfirleitt og mörgum er þungt fyrir hjarta og ástæöur ekki ósvipaðar og þegar Kjartan og Bolli bárust á banaspjót- um. Þaö verður margur hermaöur- inn sem hefir Kjartans hugprýöi og margur sem liður líkt og Bolla eftir vlgið. Ýfirleitt eru nú allar mylnur að gerðarlausar, sökum þess að verka menn vilja fá 8 stunda vinnutíma; einnig hafa strætisvagna menn og margar aðrar vinnudeildir verka- manna hætt vinnu, og heimta ýfirleitt átta stunda vinnu, og heimta yfirleitt þeir áöur fengu fyrir 10 tíma vinnu. Þetta verkfall er því nær alment frá Mexicó til Montana. Fyrirgefið þessar linur. Með beztu óskum um vellíðan. Kauþandi Lögbergs. MINNING. Hann hafði öra lund og virtist taka 1 það er þau síðan dvöldu á að Cold lífið létt; vissu þó þeir sem þektu j Springs. Þar dó Jón sál. fyrir nokkr- hann bezt að hann, eins og margirjum árum og bjó hún eftir það með aðrir, bjó yfir sorgum þrátt fyrir ytri j börnum sínum þar til hún nokkrum glaðværð, enda getur fátt verið sorg-,árum síðar giftist aftur nú eftirlif- legra fyrir ungan'mann,, sem er að. andi manni sinum herra Gunnari Ein- byrja lífið en það að vita að heilsan' arssyni er flutt hafði hér út í bygð- sé á förum, og fyrirhugað æfistarf, j ina frá Winnipeg. Hún lætur eftir eða minsta kosti unglings-þráin tii \ sig 3 börn af fyrra hjónabandi, tvo starfs verði að leggja árar í bát. En P'lta og eina dóttur, öll mannvænleg hann kvartaði ekki og talaði ekki, böm og heita þau Brynjólfnr, 25 ára; æðru orð, heldur tók því sem að i Magnús, 23., og Sigríður, 17 ára; en höndum bar, fyrst og síðast með karl- með síðari manni sinum eignaðist hún ekkert barn. Anna sál. var prýðis vel skynsöm kona, mjög vel trúrækin og guðelsk- andi, og innrætti börnum sínum alt )að góða og göfuga sem hún hafði yfir að ráða frá hendi forstjónarinn- ar. Hún var gædd framúrskarandi tarfsþreki bæði fyrir sjálfa sig og Fyrir nærri ári síðan v'ar þess minst i blaðafregn héðan frá Lundar að bróðir minn, Jón Böðvarsson væri dáinn. Þó missir sá væri alls ekki óvæntur, varð okkur systkinum i svip ósýnt um að rita minningar, eða fregnir er dauðsfall þetta snerti. En yfirvegun og tímalengdin græða að einhverju leyti flest sár. Vil eg þvi nú minnast þessa látna bróður míns nokkru nánar en þar er gjört. Hann var fæddur 9. nóv. 1889 Firði í Múlasveit í Barðastrandasýslu á íslandi. Foreldrar okkar, Böðvar Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir fluttu að Múla í sömu sveit er Jón sál var 4 ára. Dó faðir okkar þar fimm árum síðar. En móðir, okkar fluttist til Vesturheims, með börn sín, og settist að í þessari bygö. Ólumst við hér upp eftir það. Hann stunaði hér um hríð rakara iðn, er hann lærði rúmlega tvitugur. En nokkru síðar kendi hann veik þeirrar, er síðar leiddi hann til bana, Hvíti dauðinn varð honum að fjör lesti. Var sjúklingnum þá v'eitt sú hjálp sem mögulegt var á hinu ágæta hæli fyrir tæringarveikt fólk—Ninette Dvaldi Jón sálugi þar i 18 mánuði og virtist batna allmikið, svo hann varð enda vel verkfær um hrið. En lungum voru skemd svo mjög að heili heilsu bjóst hann ekki við að verða en vonaði að lif og starfsþol héldist enn um hríð. En dauðinn spyr ekk ert eftir þrá sjúklinga eða vina þeirra. Bróðir minn dó 13. ágúst síð astliðinn eftir fimm vikna legu. Það lætur að líkum að um æfistarf ntanns sem dyr þegar fullorðinsárin eru að byrja, getur ekki verið mikið að segja. Hitt vil eg reyna, að lýsa lyndiseinkunnum hans með örfáum pennadráttum. mensku. Þeim öilum, sem eitthvað höfðu gert til þess að létta honum byrði lífsins var hann hjartanlega þakklát- ur. En gagnvart þeim hafði hann aldrei tilfinningar sinar til sýnis. Ne neinum öðrum. Hann hélt ekki hól- ræður, en bæði mundi og vissi það sem vel var gert, og þráði af heilum hug að endurgjalda það, ef kraftat hefðu leyft. En til þess gafst ekki bið né tæki. Læt eg þvi línur þessar flytja þeim öllum kveðju og árnaðat óskir, sem eg veit hann hefði viljað flytja þeim sjálfur. Það er erfitt að þreyja, mörg ár, lifa, en vita af öflum dauðans, starf- andi i brjósti sínu, og æðrast þó ekki, en flytjast með jafnaðargeði nær tak- mörkunum, þá þrekraun leysti hann af hendi. Og eg sem kvaddi hann deyjandi veit líka. að yfir engu er að æðrast. Eg veit að við hittumst aftur. Og það kennir manni einnig að bera skilnaðinn með jafnaðargeði. Systir hins látna. Mrs. Sigurbjörg Pétursson. fÆfiminningJ. Þess hefir áður v'erið getið í blöð- um að 17. maí 1917 hafi andast í Minneota sæmdarkonar Sigurbjörg Pétursson, ekkja Sigfinns Pétursson ar frá Hákonarstöðum i Vopnafirði. Sigurbjörg var dóttir þeirra hjóna Sigurðar Jónssonar og Elínar Jóns- dóttur á Refstað. Hún var fædd 7. maí 1843, og því 74 ára gömul er húr. dó. Hún var tvígift, var fyrri maður hennar Björn Hallsson, ættaður frá Bessastaðagerði í Fljótsdal. Honum giftist hún árið 1866, og bjuggu þau síðan á Fossgerði unz hann dó eftir að þau höfðu í hjóanbandi lifað í 7 Börn eignuöust þau þrjú, eru synir þeirra tveir, Hallur og Jörinn, efnismenn í Minneota, en dóttir æirra, Karólina, andaðist í Minneota 1894. í annað sinn giftist Sigurbjörg árið 1874, Sigfinni Péturssyni, og fluttust jau hjón til Ameríku 1878. Námu au land í Lincoln County í Minne- sota og nefndu bæ sinn Háuhlið Bjuggu þau þar ávalt þar til árið 1899 að þau fluttust til Minneota og 'njuggu þar til dauðadags. Sigfinnur andaðist nokkru fyr, eftir langa legu Þá tið, sem þau Sigfinnur og Sigur- björg bjuggu á Háuhlíð, var heimili þeirra annálað gestrisnis og góðvild- ar heimili. Þau Sigfinnur eignuðust þrjá syni og eru þeir allir á lífi, merk- ismenn: Sigfús, bóndi í McLean County í Norður Dakota; Jósef verk fræðingur i Colarado og Sigurður kennari við háskólann í Oregon. Auk barna sinna tóku þau til uppeldis nokkur börn önnur. Kjördóttir þeirra, Bertha Peterson ('fædd Armstrong) var hjá þeim meðan bæði lifðu, en er nú til heimilis i Minneapolis. Það má unt sigurbjörgu sál. segja að hún hafi verið góðkvendi mesta. Henni vár margt vel gefið, en bezt þó hið hreina og ástríka hjarta. Það v-ar eins og hún væri sköpuð til þess, að gera gott og gleðja. Yndi hennar var góðverkasemi. Börnunum var hún hin ástríkasta móðir, og við brugðið er þreki hennar og þolgæði cr hún stundaði bónda sinn sjúkan ár eftir ár með stakri trygð og fórn fýsi. Öllum vildi hún gott gera, en einkum lét hún sér ant um fátæk eða munaðarlaus börn. Glaðlynd var hún og átti aldrei svo erfitt, að ekki gæti hún fært öðrum gleði. Hún var guð hrædd kona og innrætti börnum sin um lotningu fyrir Guði. Minning hennar geymist i þakklátum hjörtun longan aldur. Vinur. aðra, hún var stjórnsöm húsmóðir og ástúðlegasta móðir barna sinna; hún var sístarfandi meðlintur kvenfélags- ins “Björk” meðan kraftar endust og studdi af alhug kirkjumál og kristin- dóm, og var í söfnuði alla tíð frá þvi fyrst er söfnuður myndaðist hér og ildi styðja allar manrtúðar óg líknar- stofnanir eftir megni. Glöð og gest- risin var hún við hvern og einn án manngreinarálits, enda bar þar marg- an að garði, því heimili hennar var við alfara braut, og þar af leiðandi naut hún hylli fólks og vináttu. Hennar er því sárt saknað af vinum og vandamönnum og öllum almenn- ingi. Blessuð sé minning hennar. Vinur hinnar látnu. Andlátsfregn og œfiminning ðiinu sál. Hryiijólfs^lóttur. aí) Ekki einn í dómi. Tannlækning. VIÐ Köfum rétt nýlega fengið tannlæknir sem er ættaður frá Norðurlöndum en nýkominn frá Chicago. Hann hefir útskrifast frá einum af stærstu skólum Bandaríkjanna. Hann hefir aðal umsjón yfir skandinavisku tannlækninga-deild vorri. Hann brúkar allar nýjustu uppfundingar við það starf. Sérstaklega er litið eftir þeim sem heimsœkja oss utan af landsbygðinni. Skrifið oss á yðar eigin tungumáli Alt verk leyst af hendi með sanngjörnu verði. REYNIÐ OSS! VERKSTOFA: TALSÍMI: Steiman Block, 541 Selkirk Ave. St. John 2447 Dr. Basil O’Grady, áður bjá Intemational Dental Parlors WINNIPEG Anna sál. Einarson andaðist kveldi liins 30. júní þ. á. að heimili sínu við Cold Springs P.O., Manitoba Jarðarförin fór fram frá heimili hinnar látnu 4 júlí með því að séra Jón Jónsson frá Lundar P. O. hélt húskveðju og jós hana síðan moldn Lundar grafreit að viðstöddu fjöl- menni. Anna heit. Brynjólfsdóttir Einar- son varð 55 ára að aldri. Hún var búin að liggja rúmföst meira en ár þegar góðum Guði þóknaðist að gefa lienni hvíld. Sjúkdóm sinn bar hún með stakri stillingu og þolinmæði til síðustu stundar. Því miður getur sá er þetta ritai ekki gefið ítarlegar upplýsingar um ætt hennar. En foreldrar hennar voru þau hjón Brynjólfur Jónsson og Steinunn Guðmundsdóttir er síðast vöru á Bjarneyjum í Barðastranda- sýslu á íslandi. Níu ára gömul var Anna sál. þegar hún var tekin til fósturs af Jóni Jónssyni og Helgu Gísladóttur, er bjuggu í Rauðseyjum a Breiðafirði og ólst hún þar upp til fullorðins ára. Hún var 25 ára, þeg- ar fóstra hennar Helga andaðist, og tók hún þá við innanhússtjórn og búsforráðum með fóstra sínum. Þremur árum síðar gekk fóstri henn- ar Jón Jónsson að eiga hana og bjuggu þau eftir það rausnarbúi í Rauðseyjum samfleytt 8 ár, þar til vorið 1898 að þau fluttust vestur yfir haf til Canada. Settust þau að i Álftavatnsnýlendu hér og voru 1—2 ár að Lundar P. O. og Mary Hill. Að þeim liðnum keypti Jón heit. latví Fyrra miðvikudag, 25. júlí, skrifaði ritstjóri Lögbergs stutta grein um Sir Clifford Siíton. Lesendur Lögbergs muna efni henn- ar; þar var alt sagt satt, aðeins ekki nógu mikið. Næstu tvo daga á eftir létu fleiri blöð i ljósi álit sitt á þessum manni. Á fimtudaginn þann 26. flutti “Calgary News-Telegram" það sem hér segir: “Fréttir berast í dag þess efnis að Sir Clifford Sifton ætli sér að vinna á móti því að Laurier verði leiðtogi frjálslyndra manna framveg- is. Tjaldið hefir auðsjáanlega verið dregið upp með bréfi Siftons til Bostocks efrideildarmanns, sem nú er prentað. Þvi er einnig flcvgt að Sifton sé að nudda sig upp við þá cr ráð hafa yfir leiðtogastöðu frjáls- lynda flokksins í Vesturfylkjunurn, sem mætir á flokksþingi í Wmnipeg eftir rúma viku. Nú er sá leyndar- dómur ráðinn hvers vegna Winnipeg Free Press, málgagn Siftons, hefir verið að heimta nýjan leiðtoga fvrir frjálslynda flokkinn, og með þessu er einnig skýring fer.gin fvrir hinni eyndardómsfullu hreyfingu íyrir samtseypustjórn, sem byrjuð var fyrir rúmu ári, þótt sú hreyfing kæm- ist aldrei mikið lengra en feður henn- ar á bak við tjöldin. Lesendur Telegrams munu minnast athuga- semda vorra þá. Það hefir verið mjög einkennilegt að veita eftirtekt hinum mörgu stjórnmálabrellum og krókum síðastliðið ár; og ef lesendur vorir bera saman athugasemdir vorar við það sem einmitt nú er að koma fram, þá þorum vér að segja að þeir verða hissa á þeirri nákvæmni sem kemur fram í spádómum v’orum fyrir sex mánuðum.” Á föstudaginn flytur svo “Winni peg Tribune” það sem hér segir: “Guðsorð ráðleggur mönnum að vara sig jafnvel á nálægð hins illa, hvað þá á hinum illa sjálfum. Nálægð Cliffords í Vestur Canada einmitt nú, álita menn einskis góðs vita fyrir neinn pólitískan flokk, er hann hefði nokkuð saman við að sælda. Þannig er eðlilega álit þeirra sem eiga heinia fjarri fyrsta dvalar- stað hans hér vestra. Afturhalds- menn forðast hann; allir rnenn er sjálfstæða liugsuu hafa og ant láta sér um pólitíska velferð Canada liafa bölvun á honum; og jafnvel meðal hinna nýju “frjálslyndu” manna er hann litinn hornauga. Hann er fyrir löngu útlægur sem ómögulegnr hjá öllum gömlum frjálslyndum mönnum. Nú rekur hann upp nefið aftur hér og þar og verður auðsjáanelga ekki írekar ágengt. . Það að hann eyðilegði nreð öllu alt álit og alt tækifæri hvaða flokks sem hann hefði nokkur yfirráð hjá, eða sem væri svo missýnn að fara að nokkru eftir ráðum hans eða villast út á leiðir hans, um það eru alls ekki skiftar skoðanir. Það er nógu þung bært að verða að halda við blaði hans „Free Press” og líða það. Hitt að þo*.’ hann sjálfan væri ómögulegt jafnvel allra sterkustu og öflugustu stofnunum í pólitískum efnurti. Það er að eins réttláv gagnvart þeinr er fyrir flokksþinginu Jzangast að geta þess, að eftir því sem ’vér bezt vitum óska þeir eiirskis fremur en að Sifton verði sem allra lengst i burtu frá flokksþinginu. Það er öll- um kunnugt að jafnvel nærvera hans einhversstaðar i grend við þingið væri nóg til þess að svifta það allri virðingu, áliti og áhrifunr, hversu nrikil einlægni og hversu mikið frjáls- lyndi sem þar ríkti að öðru leyti. Blaðið “Nevvs-Telegram” og önnur blöð höfðu fullan rétt á þvi að segja það, sem þau sögðu unt bréfið frá Sifton til Bostocks og þær grunsenrd- ir, sem þau létu í ljósi um það þegar Clifford Siíion birtist í Winnipeg. Sprengingin var auðsjáanlega vel reiknuð út, og nrenn lrafa rétt til þess að leggja saman tvo og tvo. En vér viljum itreka það að eftir nákvæma pólitiska ílrugun og athugun í Winni- peg, er það auðsjáanlegt að enginn gestur er óvelkomnari þeim serrr frenrstir teljast en einmitt Clifford Sifton. Því er stranglega haldið frant af þeim, sem fyrir nrálum standa, að hann sé hér hvorki að gefa ráð, né heldur sé ráða hans óskað, og V T VAÐ sem þér kynnuð að kaupa 1—I af húsbúnaði, þá er haegt að * semja við okkur, Kvort heldur fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT tem til hú.búnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND H0USE FURNISHING C«. Ltd. 580 Main St., korni Alexander Ave. NORWOOD’S T á-nagla Me ð al læknar fljótt eg vel NAGLIR SEM VAXA I H0LDIÐ Þegar meðalið er brúkað þá ver það bólgu og sárs- aukinn hverfur algerloga ÞAÐ MEÐAL BREGST ALDREI Tll sölu hjá lyf.ölum eða sent með pósti fyrir $1.00 A. CfiHOTfHHS, 164 Roseberr) St.,St James Búið til i Winnipeg íoc TOUCH-O 25c ÁburSur tll þess aS fægja m&lm, er 1 könnum; figætt fi málmblending, kopar, nikkel; bæSI drýgra og firelS- anlegra en annaS. WUmipeg Silver Plate Co„ I.td. 136 Rupert St., Winnipeg. Tals. M. 1738 Skrifstofutimi: Heimasími Sh. 3037 9 f.h. til 6 e.h CHARLCS KREGER FÖTA-SÉRFRÆÐINGUR (Eftirm.Lennox] Tafarlaus lækning á hornum, keppum og innvaxandi nöglum. Hraðnudd og fleira. Sulte 2 Stobart Bl. (90 Portags Rve., Winqipeg Sendið Lögberg til íslenzkra hermanna Business and Professional Cards Dr. R. L HURST. Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng„ útskrifaBur af Royai College of Physicians, London. SérfræCingur I brjöst- tauga- og kven-sjúkdómum. —Skrifst. 306 Kennedy Bldg, Portage Ave. (fi, mðti Baton’s). Tals. M. 814. Helmili M. 2696. Tlml til viStals: kl. 2—6 og 7—8 e.h. Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbroeke & WiUiam TlUPSONl GARRY 380 Or»ic»-TtMAR: i—j Helmili: 77C Victor 3t. TRUriOMI GARRY 381 Winnipeg, M»n. Dagtals. St.J. 474. Næturt. St.J.: 866. Kalli sint á nðtt og degi. D R. B. GERZABEK. M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frfi London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frfi Manitoba. Fyrverandi aSstoðarlæknlr við hospital í Vínarborg, Prag, og Berlln og fleiri hospltöl. Skrifstofa 1 eigin hospftali, 416—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f h • 3_$ og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospítai 416—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjðstvelki, hjart- veiki, magasjúkdðmum, innýflavelki kvensjúkdðmum, karlmannasjúkdóm- um, taugavelkiun. Vér leggjum sérstaka fiherziu & aC selja meSöl eftlr forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS ffi, eru notuB eingöngu. Pegar þér komiS meS forskrlftlna tii vor, meglS þér vera viss um aB fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLKCGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Giftingaleyflsbréf seld. Dr. O. BJORN&ON Office: Cor, Sherbreoke * WUliaa rMLRV.OffRlGARRY 390 Offioe-timar: 2—3 HKIMILIl 7«4 Victor t,»mt IZiaraoHzi garry Toa Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Buildins COR. POHTRfil m. flc EO MOfiTOfl ST. Stuadar eingðngu augna, eytna. nel og kverlca ajúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f.h. eg 2-5 e.h — Talaimi: Main 8088. Heimili 105 Olivia St. Taleimi: Garry 2315. það er sannarlega erfitt að trúa því, að það sé mögulegt að hann verði hluttakandi eða ráðandi á þinginu. Margir láta þá von í ljós að hann hypji sig á brott áður en þingið hefst, og að hann verði sem léngst í burtu framvegis, munandi eftir hinum af- ar óvingjarnlegu viðtökum er hann h]aut hér síðast er hann kom fram opinberlega; vænta inenn þess að samskonar viðtökur verði endurtekn- ar svo ótvíræðlega að þeim manni yrði eftirminnilegt, sem var einn af aðal þátttakenduin í samsæri því er klauf frjálslynda flokkinn.” Af þessu sést það að ritstjóri Lög- bergs er ekki einn í dómi um álit á Sifton. G I GTVEI K I Profe*8or8 D. Motturas Liniment er hið eina á- byígiiega lyf við alUkonar gigtveiki í baki, liðum og taugum, það er kið eina meðal sem aldrei bregst. Reynið það undireins og þér m nuð sannfæratt. Flaskan kostar Jil.OO og 15 cent í burðargjald. Einkasalar fyrir alla Canada M0TTURAS LINIMENT Co. P.O. Box14S4 Winnipeg; Dept. 9 Or ..Tímariti Þjóðfélagsins” Þetta mferkilega rit er gefið út í Reykjavík og er ritstjóri þess Runki Rarnban. Fyrir 100 árum. Jón gamli les í Þjóðvinafélags- almanakinu fvrir árið 2016 fyrir heimilisfólkinu ofannefnda grein er svo hljóðar fútdrátturj. Þá gerðust mörg undur og við- undur. Þá geysuðu ættarnefni og ó- nefni. Stjórnarráðið lét gefa út stórfelt rit, stærsta ritið, sem út kom á árinit, samið af nefnd, sem skipuð hafði ver- ið til þess að koma þessu nauðsynja- máli á rekspöl. Nefndin valdi unaðs- leg nöfn og með svo framúrskarandi fegurðartilfinningu og glöggsýni á ís- lenzkri málmyndun, að slíkt hefir al- drei þekst fyr né síðar. Þegar bókin kom út gekst háskólinn, Bókmentafé' lagið og Stúdentafélagið fyrir sam komu á Austurvelli til heiðurs nafna- nefndinni. Voru þar um 10 þúsund manna saman komnir, og Austurvöll- ur alskreyttur fánum. Ræðupallur var reistur á rústum hótel Reykjavíkur, stafna milli. Þar héldu vegsamleg- ustu lofræðurnar: Árni Pálsson, Bjarni Jónsson frá Vogi. séra Magnús Helgason, Andrés Björnsson, Alex- ander Jóhannesson og Bogi Ólafsson. Ræður þessar eru prentaðar i blöð- unum frá þeim tíma og geta menn sjálfir dæmt um þær, en reyndar er ekki víst að öllurn falli þær. Þó væri ef til vill hægt að verja tíma sínum ver e.' með því áð líta yfir þær. Kvæði nö(fðu verið ort fyrir tæki- færið. Þar ^ar t. d. sungið óg spilað undir á draggargan: Ættarnafn þurfa nú allir að fá, sú ugla er vælandi á hverjum skjá. Þjóðerni vort er í voð'a statt ef vér ei sinnum því málnhratt. Arnórson valdi því “om en Hals” Einar og Guðmund og Páhna Páls, að velja’ okkur heiti, og vert ér að sjá þá verðlagsskrá. Kynskifti öll er þeim illa við, því alt á að vera' að nútízku sið. Feðranöfn duga’ ekki dætnunum er drottinn þær sæmir marininum. Þá væri þó skárra frú Skeggstar hjá fyrir Skutfer bónda’, að ejí minnist ei á þann unað sem fengi hinn ungi Reyðfer hjá ungfrú Loðfer. Að samkomunni lokinní fóru allir hver heim til sín, og tóku nú að hugsa fyrir alvöru um nöfn handa sér og sínum. Ekki máttu þau vera klúr eða “sénerandi”, og því tóku sumir það ráð að nota gamla móðinn, að láta dönskuna hjálpa ofurlítið til, þó að ekki væri nema í endanum. Einn þótti hafa komist lengst næsta dag, hann kallaði sig Dritfersen. Og hann var öfundaður. Næstur tók Runki gamli ritstjóri sér ættarnafn, og kallaði sig Ramban. Svo rambaði hann, og það þótti smekklegt. Ungfrúr og piparmeyjar eltu hann á röndum stöðugt eftir það. Það stóðst hann ekki, og svo kvong- aðist hann. Það urðu fáir eins orðhagir og snjallir eins og Runki gamli. Menn voru yfirleitt í miklum vafa með að velja nöfnin, svo að þau yrðu hvorki ósmekkleg né viðrinisleg. Það var ógift fólk sérlega varkárt með. En helzt þurftu þau að vera eitthvað öðruvísi en þekst hafði áður. Einn skýrði sig Kaldalóns og j>ótti skrautnafn. En jiað halda gamlir menn að eitthvað muni minna á Jiað þessi vísa: Allir vilja ættinni æfi- létta -tjónið. Mjög er unnað ungfrúnni,— ------allir virða “lónið”. Margir flugust á um viðurnefni, sem menn höfðu fengið á írlandi í fornöld, og héldu að Jtað væru ættar- nöfn. Kvaran þótti tildæmis sérlega gott. Ólafur konungur Ira var kall- aður kvaran af }>ví hann kom þar í loðskinnsleistum, en sá hlutur hét á írsku kvaran. Vér mundum hafa sagt Ólafur skinnleistur eða á skinnleist- unum. Ein visa, sem kunn er, minnir á að það nafn hafi einhver tekið sér um þetta leyti: Skolli varð honum Einari á. Um er spurt, hvort honum raddir andans ómi frá eða skinnleistonum. Yfirleitt völdu allir nöfnin svo prýðilega, að niðjarnir ,lið af lið, eftir J)vi sem Jteir komast til vits og ára, hljóta að dáðst að hugðnæmi og fegurðartilfinningu feðra sinna. En þeirn til hægðarauka, sem ekki hafa enn þá látið lögskrá sér ættar- nöfn, vildum vér að endingu stinga upp á nöfnum, sem einhverjum kynnu að falla í geð, eins og t. d. Lóstar, Titlvas, Nautfer, Raufon og Rang• halan. Þau hafa eflaust af vangá ekki verið tekin með í hið fagurfræði lega ritv'erk nefndarinnar. Tvíbeinn. ]y[ARKBT JJQTEL Vje sölutorgið og Céty Hall $1.0« tll «1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tak. mam 530£. TaLimiS Garry 3324 J. W. MORLEY Hann málar, pappírar °f prýÖir hús yðar ÁÆTLANIR GEFNAR VERKIÐ ABYRGST Finnið mig áður en þér látið gera þannig verk 624 Sherbrook St.,Winnipeg 592 Ellice Ave. Tals. Sh. 2096 Ellice Jitney og Bifreiða keyrsla Andrew E. Guillemin, Ráðsm. THE ÍDEAL Ladies & Gentlemens SH0E DRESSING PARL0R á móti Winnipeg leikhúsinu 332 Notre Dame. Tals. Garry 35 JOSEPH TAYLOR, LÖGTAKSMAÐUR Heimilis-Tals.: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: Main 7978 Tekur lögtakl bæSi húsaleiguskuld’ir, veSskuldir, vlxlaskuldir. AfgreiSlr alt sem aS lögum lýtur. Rooni 1 Corbett Blk. — 615 Main St. Talsímið Main 5331 HOPPS & Co. BAILIFF8 Tökum Iögtaki, innbeimtum skuldir og tilkynnum stefnur. Room 10 Thomson BL, 499 Main TH0S. H. J0HNS0N o« HJÁLMAR A. BERGMAH, fzLazkir löBffBia^ar, Sz’ur.Tor*:- Room g„ McArYtn, BuildiBg, Portage Avaaue 4*itob p. o. Box 1088, TeLfóaar: 4503 o* 45o4. Winnipag Gísli Goodman TIHSMIÐUR V1AK8TCB8I: Horai Toronto og Notra Dama Fred Hilson Uppboðslialdarl og virðingamaðnr j HúsbúnaSur seldur, gTipir. jarSir, fast-- eignir og margt fleira. befir 100,000 feta gðlf pl&ss. UppboSssölur vorar & miSvikudögum og laugardögum eru orSnar vinsælar. — Granito Gallerics, milll Hargrave, Donald og Ellice Str. Talsímar: G. 455, 2434, 2889 Lightfoot Transfer Co. Húsbúnaður og Piano flutt af mönnum sem vanir eru því verki. Tals. Garry 5071 544 Elfia Ave. J. J. Swamon Sc C#. Vewl. mefi Siá vu. Hr* Aaiuat kUi om •iíékrr^m.0. °* A. S. Bardal 84* Sharbreoke 8t. Selur likki.tur og anna.t um útfarir. Allur útbún.Sur *á bezti. Enafrem- ur selur hann alakonar minniavarða og legsteina. aa'iT'l'V'*- * °*rr* SkrlFataFu Tal.. . Qarpy 300^ ,7, FLUTTIR til 151 Bannatyne Ave Horni Rórie Str. í staerri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist Electríc French Cleaners Föt þur-hrein.uð fyrir $1.25 því þá borga $2.00 > Föt pressuð fyrir 35c. 484 Portage Ave. Tals. S. 2975 Canadian Art Gallary 585 MAIN ST. WINNIPEG Sérstiik kjörkaup á myndastækkun Hver sem lætur taka af sér mynd hjfi oss, fær sérstaka mynd gefins. Sá er lætur stækka mynd fær gefins myndir af sjálfum sér. Margra ára fslenzk viðskifti. Vér fibyrgjumst verkiS. KomlS fyrst til okkar. CANADA ART GALLERV. N. Donner, per M. Malitoski. Fallið ekki mótstöðu- laust fyrir veikindnm Veikindi vinna auðveldast sig- ur á taugaveikluðu fólki, sem hefir veiklaða meltingu. Líkamans veiklun sem stafar af þessum sjúkdómum eykur mót- tækileika fyrir önnur veikindi. Hjartað veiklast, blóðið eitrast af of miklum úrgangsefnum og sjúklingurinn berst vonlausri baráttu gegn óvinnandi óvini. Það er þvi ætíð áríðandi að halda meltingarfærunum í góðu lagi. Triners American Elixir er bezta meðal i þessu skyni; það hreinsar innýflin og heldur þeim hreinum, örvar matarlyst, bœtir meltinguna og styrkir allan lík- amann. Verð 1.50. Fæst í lyfjabúðum. Triners áburður eyðir hörm- ungum gigtarinnar og tauga- þrautanna; læknar mar, tognun, bólgu og hressir veiklaða vöðva og fætur. Verð 70 cents. Fæst í lyfjabúðum. Jos. Triner, Manufacturing Chemist, 1333-1339 S. Achland Ave., Chicaco, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.