Lögberg - 16.08.1917, Side 4

Lögberg - 16.08.1917, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST 1917 i Er það tilviljun? Á meðan afturhaldsstjómin í Manítoba sat að völdum var gullöld brennivíns- og ólifnaðar- manna. pegar frjálslyndi flokkurinn komst til valda var áfengisbölið gert útlægt. Á meðan afturhaldsstjómin sat hér að völd- um í fylkinu, var því harðneitað og móti því bar- ist með hnúum og hnefum að konur fengju rétt til þátttöku í stjómmálum landsins; þegar frjáls- lyndi flokkurinn komst að var þeim óðar veitt fult jafnrétti. Á meðan afturhaldið hélt um stýrið í British Columbia var haldið sömu sterku vemdarhend- inni yfir brennivíni og ólifnaði og hér í Manitoba; þegar frjálslyndir menn komust þar að var tafar- laust skift um og vínsölubann borið undir þjóðar- atkvæði, en því hafði altaf verið synjað af hinum. Frjálslyndi flokkurinn í Saskatchewan hefir samþykt og lögleitt algert vínsölubann eftir því sem stjómarskráin leyfir. Frjálslyndi flokkurinn í Alberta hefir gert það sama. Frjálslyndi flokkurinn í Ontario hefir haft fyrir ieiðtoga sinn einhvem eldheitasta vínbanns- mann sem þetta land á til; það er Rowell, sem brennivínsmenn hafa gefið auknefnið “hinn of- stækisfulli.” í Ontario hefir afturhaldsstjómin þvemeitað kröfum bindindis- og bannmanna og haldið ein- dregið taum brennivínsins. Nú á tímum neyðarinnar þegar mest á ríður að varðveita hverja ögn af vistum landsins og allar aðrar þjóðir leggja höft á eyðilegging koms til eiturgerðar, neitar afturhaldið í sambands- stjóminni að fylgja sömu reglu; en frjálslyndir menn krefjast algers vínbanns. Afturhaldið í British Columbia margneitáði að veita konum atkvæðisrétt eða annan rétt; frjálslyndi flokkurinn var ekki fyr seztur að völdum en hann veitti konum fullan rétt í öllum málum. Afturhaldið í Ottawa hefir hvað eftir annað neitað að veita konum réttindi og dómsmála- stjórinn hefir lýst því yfir að þær geti ekki hlotið atkvæðisrétt fyrir þá sök að þær séu ekki “persónur” — og forsætisráðherrann kvað það rétt vera. Frjálslyndi flokkurinn í Canada krefst algerðs jafnréttis fyrir konur í öllum efnum. Frjálslyndi flokkurinn í Alberta hefir veitt konum full réttindi. Frjálslyndi flokkurinn í Saskatchewan hefir gert það sama. Er þetta alt af tilviljun? Er það af tilviljun að svo að segja í hverju einasta fylki ríkisins hefir frjálslyndi flokkurinn barist fyrir vínbanni og kvennréttindum, en afturhaldsmenn á móti? Sumir segja að sama sé hvor flokkurinn sé; þeir hafa báðir sína góðu og sína illu menn. En þetta er misskilningur; íslenzka máltækið segir að “líkur sæki líkan heim” og annar málsháttur segir: sækjast sér um líkir-------” pegar um það er að ræða, að skipa sér undir mismunandi merki og fyrir mismunandi málefni. þá veljast mennirnir þangað eftir því hvort þeim fellur betur í geð, eða hvað þeir finna í sem mestu samræmi við sínar eigin tilfinningar. Drykkjumaðurinn eyðir kveldinu á veitinga- húsinu, en bindindismaðurinn á bannfundinum. svona er það í stjómmálum; hnefaréttarmenn, brennivínselskendur, jafnréttishatendur og auð- valdsdýrkendur slá sér saman í pólitískt félag til þess að vemda áhugamál sín — þetta eru aðallega böm afturhaldsflokksins, þótt fáeinir menn af öðr- um sauðahúsum hafi fyrir einhver óhöpp vilst þangað inn. Aftur á móti em það menn, sem unna frjáls- um hugsunum, fullkomnu málfrelsi, útilokun á- fengis, jafnrétti kvenna við menn og sanngirni yf- ir höfuð, sem koma saman til þess að efla fram- gang sinna áhugamála. f þessu liggur sá leyndardómur að framfarim- ar eiga sér stað, þar sem frjálslyndi flokkurinn ræðður lögum, en hið gagnstæða í ríkjum aftur- halds flokksins. pað er ekki af tilviljun; það er sannleiki íslenzka málsháttarins að “líkur sækir líkan heim.” Þing frjálslyndra manna. Eins og frá hefir verið skýrt í “Lögbergi var haldið afarf jölment þing hér í Winnipeg 7. 8. og 9. þ. m. Voru þar samankomnir 864 fulltrúar, kosnir úr öllum fjórum Vestur fylkjunum í Can- ada: British Columbia, Alberta, Saskatchewan ogManítoba. j?ar voru allir frjálslyndir fylkis þingmenn þessara fylkja og allir þeir, er um þing- mensku sóttu við síðustu kosningar hver í sínu fylki; þar voru allir sambandsþingmenn og þing- mannaefni frjálslynda flokksins og aúk þess allir úr þeim flokki í öldungadeildinni. Enn fremur voru þar fjölda margir gestir, auk blaðamanna úr öllum pörtum Canada. pví hafði verið spáð að margt mundi gerast sögulegt á þessu þingi og þær spár rættust fyllilega. Aðallega var álitið að þingið mundi f jalla um hermálin, og var það gert rækilega. pingið samþykti að gert skyldi alt sem hægt væri af hálfu frjálslyndra manna til þes@ að tryggja bandamönnum sigur og Canada skyldi leggja fram það, sem hún gæti sanngjamlega bæði Sögbetg Gefið út hvern Fimtudag af The Cel- umbia Preis, Ltd.,(Cor. WiHicun Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor T. J. VOPNI, Business Manauer Utan&skríft til blaðains: THE OOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. Utanáakrift ritatjórana: EDITOR LOCBERQ, Box 3172 Winnipog, VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. *»-27 að mönnum, vistum, fé og öðru. Tvær stefnur höfðu verið uppi hér í hermálum; önnur var sú að setja á herskyldu, án þess að spyrja fólkið að og án þess að leyfa því atkvæði um það. pessari stefnu fylgdu allir afturhalds- menn hér vestra og allmargir frjálslyndir menn í Manítoba. Aftur á móti fylgdi allur fjöldi frjáls- lyndra manna þeirri stefnu að herskyldu ætti ekki að lögleiða án þess að fólkið réði. Einkennilegt atriði vildi til hér í Manitoba, sem öllu hafði komið á ringulreið í þessum efnum. Blaðið “Free Press,” sem er eða hefir verið aðal- málgagn frjálslynda flokksins hingað til, snerist eindregið í lið með afturhaldsmönnum í þessu máli pað er álitið að Sir Clifford Sifton sé aðaleigandi þess blaðs eða stærsti hluthafi; en hann er eins og menn vita talsmaður auðvaldsins og einokunar- innar í Canada. pað varð mönnum einna ljósast við kosningamar 1911. Afturhaldið og auðvaldið hefir ávalt haldist í hendur og stefna þess var sú, að taka mennina í stríðið nauðuga, án þess að spyrja þjóðina um vilja hennar í því efni, en láta ósnertan auð og annað, sem hinir ríku hefðu undir höndum. petta töldu frjálslyndir menn, með Sir Wilfrid Laurier í broddi fylkingar, óhæfu í þjóðstjómar landi; fanst þeim sjálfsagt að taka tillit til þess um þetta mál að þjóðin er og á að vera æðsti dóm- ari í öllm efnum. peir voru eindregið á þeirri skoðun að sjálfsagt væri að framfylgja stríðinu af alefli, en aðferð stjómarinnar aðhyltust þeir ekki. Blaðið “Free Press” gekk í lið með óvinum hinna sönnu frjálslyndu manna, eins og frá var skýrt; en hér er það algengt eins og annarsstaðar að blöðin eru álitin bergmál þjóðarinnar. öll dagblöðin: “Telegram,” “Tribune” og “Free Press” tóku þama saman höndum og neituðu því að fólið ætti að hafa nokkurt atkvæði í þessu máli; að eins fáeinir menn áttu að taka völdin sér í hend- ur og gerast ókosnir alræðismenn, sem stjómuðu með valdboði og byssukjöftum. Og blöðin öll þrjú héldu því fram að þjóðin í Vesturlandinu væri eindregin með þeirri stefnu að fara þannig að; þjóðin væri eindregin á því máli að herskylda væri það eina sjálfsagða og um það þyrfti engin atkvæði. pað væri jafnvel að mis- bjóða þjóðinni að biðja hana um það. Margir mætir menn héldu virkilega að þetta væri satt; svo kænlega huldiú þessir úlfar sig í suðargærum og svo fagurlega tókst þeim að þykjast tala máli þjóðarinnar, þegar þeir í raun rétttri voru að flytja kenningar harðstjómar og hnefaréttar, og skoðun sem fólkið var og er ein- dregið á móti. “Telegram” trúði auðvitað enginn frjálshugs- andi maður; það var ekkert tiltökumál þótt það neitaði rétti fólksins um að greiða atkvæði; — stefna þess hefir lengi verið sú sama. En “Tribune,” blaðið sem altaf hefir þózt halda taum fólksins og vera óháð, kom fram sem mál- svari alls þess sem ófrjálst var. pað blað hafði haldið því fram um tugi ára, að bein löggjöf, þjóð ar atkvæði (referendum) væri eina tryggingin fyrir því að málum væri rétt og samvizkusamlega til lykta ráðið, og að því mikilsverðara, sem málið væri, því sjálfsagðara væri það að fólkið væri æðsti dómari. pessi blaðtuska kom nú fram beint á móti sjálfu sér, beint á móti hjartapunkti þeirra kenninga sem það hefði unnið hylli sína með. “Tribune” hafði með öðrum orðum áunnið sér fylgi fólksins undir fölsku yfirskyni og í sauðar- gæru, en þegar fylgið var fengið og aflið komið þeim megin þá fletti það af sér gærunni, sneri við blaðinu og hamaðist af alefli á móti þeim sama rétti fólksins, sem það hafði talið helgastan og og sjálfsagðastan. Og “Free Press,” sem hæst glamraði um beina löggjöf 1913, 1914 og 1915; blaðið sem sagði að bein löggjöf (referendum) væri a og ö og allir stafir þar á milli í réttlætisstafrofi sannrar þjóðstjómar; blaðið sem sagði að þó að frjálslyndi flokkurinn gerði ekkert annað, en að koma í fram- kvæmd beinni löggjöf, þá hefði hann samt gert miklu meira en allir aðrir flokkar hefðu hingað til afkastað hér í landi; já, þetta sama blað kemur nú fram og telur það vanvirðu næst og landráð að halda því fram að fólkið varði um það eða eigi að hafa atkvæði um það, hvort sonum þess sé skipað í stríð austur í Evrópu, hvort sem þeir vilji fara eða geti farið eða ekki. Og Kringla litla teygði tunguna út úr sér eins langt og hún gat til þess að votta samþykki sitt þessari frjálsu kenningu. prjú blöð hér í bænum, öll svokölluð útlend- inga blöð, héldu stöðugt fram annari skoðun. pað var “Svenska Tidningen” blað Svíanna hér, “Norröna” blað Norðanna og “Lögberg”blað hinna sönnu íslendinga. Og nú hófst þingið, sem átti að skera úr því hvort það væru stóru blöðin með “Kringlóttu” rófunni, sem töluðu hinu sanna máli fólksins eða þessi þrj ú litlu útlendinga blöð. Og dómurinn var kveðinn upp á miðvikudag- inn. peir fáu hér í Manítoba, sem höfðu afvega- leiðst af falska flagginu hjá “Free Press” og “Tribune,” sáu það að þeir voru í vonlausum minni hluta; þeir tóku þcssu eins og allir góðir drengir gera, þeir beygðu sig kurteislega undir meiri hlutann eins og sjálfsagt er samkvæmt öll- um siðaðra manna reglum. Var það því samþykt á þinginu svo að segja í einu hljóði að votta þeim manni traust og aðdá- un, sem haldið hefði uppi merki fólksins hreinu og óflekkuðu — það er Sir Wilfrid Laurier, sem sagan í framtíðinni hlýtur að gefa auknefnið “bjargvættur þjóðar sinnar.” Á öðrum stað eru þýddar orðréttar samþyktir þær sem gerðar voru bæði um stríðið og Laurier og bera þær bezt vitni um anda þingsins. Auk þessa máls voru fjöldamörg önnur á dag- skrá, og var þeim þannig til lykta ráðið að slíkt hefir aldrei þekst í sögu þessarar þjóðar. petta er það helzta: 1. Algert jafnrétti kvenna við karlmenn í öll- um opinberum málum. 2. Heimilisréttur fyrir konur jafnt og menn með sömu kjörum og þeir. 3. Algert bann gegn tilbúningi, sölu, innflutn- ingi, útflutningi og geymslu allra áfengra drykkja. 4. pjóðeign vistageymsluhúsa. 5. Afnám allra titla og nafnbóta. 6. Að land það sem auðmenn og félög eiga og liggur óræktað, sé fengið í hendur þjóðinni með sanngjörnum skilmálum til þess að á það geti flutt menn sem fengnir séu til þess að flytja hingað og uppbyggilegir megi verða. 7. Að hvert fylki fái full umráð yfir öllum landsnytjum innan sinna eigin takmarka, svo sem námur, skóga, fiskiveiðar o. fl. 8. Að hvert fylki fái full yfirráð yfir og eign- arrétt á öllum skólalöndum innan takmarka sinna. 9. Að öll fylkin í sambandinu fái jafnan rétt að öllu leyti í öllum efnum. 10. Að stofnaðir séu þjóðbankar víðsvegar um Canada þar, sem bændur og aðrir geti fengið lán með vægari og betri kjörum en nú á sér stað. 11. Að rannsakað sé hið háa verð á bænda- verkfærum og ástæður þess og að því unnið að það sé lækkað. Að stjómin eða þjóðin noti sjálf skipasmíða- stöðvar sem til eru í landinu og byggi fleiri ef þarf til þess að nauðsynleg skip verði smíðuð af þjóðinni sjálfri. 13. Að samin séu lög og þeim framfylgt, sem komi í veg fyrir auðvaldsfélög í því skyni að hindra frjálsa verzlun og halda einokun. 14. Að leyft sé bændum að stofna smá banka úti um bygðir með $50,000 uppborguðum höðuð- stóli; hafi slíkir bankar leyfi til að lána gegn veði, en megi ekki stofna útibú og séu undir umsjón stjómarinnar. 15. Að ólöglegt skuli vera að leggja til fé í kosningasjóði nema með vissum skilyrðum. Skal skyldugt að sýna hvaðan allir peningar hafa kom- ið þangað og hvemig þeim var varið. 16. Mótmæli gegn því að þjóðin borgi Mac- kenzie og Mann nokkra upphæð fyrir jámbraut þeirra, með því að þeir hafi þegar fengið meira fé frá þjóðinni en jámbrautin kosti. 17. Fordæming allra æsinga eða ósanngimi í sambandi við mismunandi þjóðemi eða trúarbrögð. Hér hafa menn séð upp talin aðalatriði þeirrar stefnu, sem frjálslyndi flokkurinn í vesturfylkj- unum hefir samþykt, og mun flestum koma sam- an um að þar séu mörg og stór spor stigin í frjáls- lyndu áttina. Sumir segja ef til vill að eitt sé að samþykkja og annað að framkvæma; eitt að lofa og annað að efna. pað er satt, og meira en satt; en hver er reynslan að undanfömu? Hvemig hafa þess- ar sömu stjómir sem nú sitja að völdum í öllum vesturfylkjunum efnt loforð sín? Aðallega unnust kosningamar í öllum þessum fylkjum á þeim loforðum að flokkurinn—frjáls- lyndi flokkurinn—skyldi veita algert vínbann og konum jafnrétti ef hann kæmist til valda og fólk- ið óskaði. Flokkurinn komst til valda í öllum þessum fylkjum og fólkið óskaði eftir þessum breytingum 1 öllum fylkjunum. Og saga þjóðarinnar sýnir það um komandi aldir að allar þessar stjómir efndu loforð sín. British Columbia, Alberta, Saskat- chewan og Manitoba hafa öll fengið þessum mál- um framgengt að svo miklu leyti sem það stend- ur í valdi stjómanna að veita þau. pjóðin hefir því fulla tryggingu fyrir því að þau loforð sem hér voru gefin verði efnd ef flokk- urinn kemst til valda, sem enginn þarf að efa. Hvert þessara 17 atriða, sem upp voru talin er nægilegt efni í heila ritgerð, svo miklar réttarbæt- ur eru í þeim fólgnar. Og ef einhver efast um þýðingu einhvers þessa atriðis, þá getur hann skrifað Lögbergi og skal sýnt fram á hversu mikil þýðing þess er. petta þing myndar tímamót í sögu landsins fyrir tvær ástæður: fyrst vegna hinna stóru fram- faraspora sem þar vom stigin að því er loforð snerti og í öðm lagi vegna þess að flokkurinn er viss um sigur og málin komast í framkvæmd inn- an skamms. Til kvenfélagsins „Fraekorn” flutt á samkomu þess í Grunnavatns-bygð 20. júlí 1917. Aldrei þið lærðuð að hreykja ykkur hátt, né heldur að biðja um lof; En á æfileið þeirra, sem átt hafa bátt, þar eigið þið minninga hof. pví þið hafið fátækum hjálpandi hönd, í harðindum fúslega rétt; Og er þrautimar reyrt hafa hin blýþungu bönd, þá byrðina hafið þið létt. Með eining og staðfestu starfið þið vel, og stefnunni haldið þið beint; og samtíðin vekur það vonanna þel, sem vinnur alt göfugt og hreint; og einingin ykkar er leiðsagnar Ijós, er lýsir upp sundrunga braut. Og mest á það skilið í heiminum hrós, er heft getur mannfélags þraut. pið stríði og erfiði oft hafið mætt Og aðfinslum göfugt við starf; en götuna hafið þið þrautseigar þrætt, sem þjóðheilla byggir upp arf. pið vissuð að starfið var göfugt og gott, og genguð því hiklaust á leið; og margoft við finnum í verkum þess vott, að vegljós þið eruð í neyð. Eg veit að í framtíð þið fetið þau spor, sem framfarir glæða hjá lýð; og eg veit ykkur brestur ei þolgæði og þor, að þreyta við baráttu og stríð. Eg óska að hamingjan brosí ykkur blíð, og blessað sé hvert ykkar verk; og strá megi veg ykkar vonablóm þýð, og vinabönd fögur og sterk. Bergþór E. Johnson. THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OsLER, M.P. Prcsident W. D. MATTHEWS. Vice-President Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið Byrjið sparisjóða reikning og bætið við hann reglulega Notre Dame Brmncb—W. M. HAMH/TON, Manacer. Selkirk Brsncb—M. 8. BURGER, Menejrr NORTHERN CROWN BANK Höfuð.tóll löggiltur $6,000,000 HöfuSatólI gr.iddur $1.431.200 Varasjóðu...... $ 846,554 formaSur.................. - Capt. WM. ROBINSON Vice-President - JAS. H. ASHDOWN Sir D. C, CASIERON, K.C.M.G. W. R. BAWIjP E. F. HXJTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEBIj, JOHN STOVÐj Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlB einstakllnga eBa félög og sanngjarnir skllm&lar veittir. Avtsanlr seldar til hvaCa staBar sem er fi. Islandi. Sérstakur gaumur geflnn sparisJóBslnnlögum, sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar viB á hverjum 6 m&nuBum. T* E. THORSTEIN9SON, R&ðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man. /év :/é\'‘/é\ 'fé/1/é\ r^V/foWé\irréi\ir7«Ki Framkvœmdarsöm stjórn. Hennar minst að verðleikum. Eins og lesendur “Lögbergs” munu minnast stofnaSi Manítoba stjórnin sérstaka deild til þess aS verzla sjálf me8 allar nauðsynjar, sem hún þari á að halda, í stað þess atS láta alt aí vini stjórnarinnar sitja fyrir eins og áSur haftSi átt sér statS. BlaSiíS “Saturday Night” í Toronto sem er óhá8 fjármálablatS, flytur grein um þetta nýmæli 4. ágúst. Greinin er þannig í þýöingu: "Manítoba stofnar innkaupadeild Óháö innkaupa deild, bygð á sama grundvelli og samskonar deildir hjá járnbrautarfélögum eöa öðrum opin- berum stofnunum, hefir nú Norris stjórnin í Manítoba sett á stofn. Var sú deild byrjuö rétt á eftir útnefningu fylkis umboðsmannsins, sem hefir haft óháö umráö yfir og eftirlit með deild- um stjórnarínnar. Dugnaöur, hagfræöi og sanngirni í störfum og afnám þeirrar reglu aö láta pólitíska v'ini sitja fyrir öllu, lætur í eyrum eins og páfagaugstal, sem hyra má svo að segja á hverjum ræöupalli fyrir hverjar kosningar, hjá hvaöa pólitiskum flokki sem er, hvar sem er í landinu. Það er auövelt að tala og útlátalítið aö lofa — fyrir kosningar. Eftir kosningarnar eru loforöa efndirnar venjulega ekki eins auöveldar, jafnvel þótt einhver vilji hafi verið til í þá átt aö efna. Þaö er enginn leyndardómur í Winnipeg að þótt Manitoba stjórnin ætti hægt með aö útnefna umboðsmann sinn sinn þá komu brátt upp erfiðleikar þegar hann var útnefndur. Iðli þessara erfiöleika geta menr. séð á því aö fyrsta aðfinslan, sem heyröist í sambandi viö þaö var þessi: “Hann er of a............ nákvæmur.” Þessi athugasemd kom frá sumtim deildum hjá stjórninni sjálfri, en þó miklu oftar og háværari kom hún ut- an aö. Stjórnin sjálf lét sér þó ekki bilt viö v'eröa; hún átti von á þessu og sá brátt aö árangurinn var sá aö koma á fót sanngjarnri, hagsælli verzlun með nauðsynjar fólksins fyrir pen- inga fólksins — tilgangurinn var sá aö þjóöin fengi aö minsta kosti 100 centa viröi fyrir hvern dal. Auk þess sem sumir hafa veriö óánægöir meö fulltrúann hafa sumir fundið aö inn- kaupadeildinni. Þetta er sérlega eöli- legt, þegar tillit er tekið til þess aö deildin meö þessu móti nemur úr gildi hlutdrægni og þá reglu aö vinir flokks ins gangi fyrir öörum án tillits til ann- ars og um þaö er séð aö ekki sé greitt of hátt verö fyrir neitt. Þessi deild er aðallega stofnuö tii þess aö koma tvennu til leiðar: Fyrsí að tryggja þaö aö fylkið eöa fólkiö fái keypt fyrir sanngjarnt verö, með óhlutdrægum undirboöum, mátulega mikiö og afhent á hagkvæman hátt og réttum tíma. Hitt atriðiö er aö áöur en nokkuð sé pantað, sé fullvissa um það aö nóg sé til aö borga þaö meö í þeirri sérstöku deild, sem þaö til- heyrir. Þetta er áríöandi fyrir þann er sel- ur, því þá veit hann aö undir eins og hann afhendir vörttna, fær hann gjaldiö og þarf því ekki aö gera ráð fyrir því, þegar hann setur verðið á aö hann þurfi aö bíöa um óákveðinn tíma. Ósanngirni og hlutdrægni í innkaup- um er sv'o aö segja numið burt af sjálfu sér meö stofnun þessarat deildar. Innkaupafulltrúinn einn at- hugar tilboö og hann verður aö vera óhlutdrægur til þess aö starf hans hepnist vel. Þar aö auki heldur hann nákvæmar bækur yfir öll innkaup, sem allar eru lagöar fram til sýnis i þinghúsinu. Aöalatriöi þessa fyrirkomulags eru í stúttu máli þessi: Sú deild sern þarfnast einhvers gefur út áætlun, sem sýnir upphæö, gæöi og lýsingu á því sem þörf er á og upphæðina sem til þess á að verja. Þessi pöntun verður að fá samþykki umboösmannsins til þess aö tryggja þaö að peningar séu til aö mæta pöntuninni. Auk þess veröur á pöntuninni aö vera staöfest- ing viðkomandi ráöherra um þaö aö, hann álíti pöntunina nauösynlega. Undir eins og pöntunin er fengin er gefin út skýrsla og hún send til þeirra félaga, sem þær vörur selja er um er að ræða. Þessi skýrsla er blátt áfram afrit af pöntuninni meö lýs- ingu af yörunni; verö á hverjum ein- stökum hlut skal tiltekið og öll upp- hæðin sérstaklega, af þeim er í pönt- unina býöur; síðan sendir sá er bjóöa vill eyöublaðiö útfylt til innkaups- fulltrúans. Nákvæmlega verður að tiltaka alt er vöruna snertir, þar á meöal hvaðan og hv'enær og hvernig hún sé flutt. \ Skýrsla er haldin yfir tilboöin og þegar sýnishorn eru send af vörum eru þau nákvæmlega geymd og skoð- uð; síöan er því boöi tekið, sem inr,- kaupafulltrúinn álitur að hagkvæmast sé fyrir fylkið, en áður en tilboðið sé fullkomlega löglegt veröur það aö vera samþykt af viðkomandi ráðherra að því búnu er pöntuninn send þeim, sem fyrir valinu varö. Skrá yfir vörurnar er send inn- kaupafulltrúanum. Fer hann yfir hana og gætir þess að alt sé í reglu og alt eins og pantfiö var bæöi aö gæöum, jvöxtum, tegund o.s.frv. í ööru lagi heldur ananr maöur bækur yfir allar þessar vörur, sem hefir þaö með höndum að athuga alt sem keypt er og gefa skýrslu yfir þaö daglega. Pöntunartala verður að vera á vöruskránni og er þaö borið saman við pöntunina sjálfa; síðan vöttat innkaupafulltrúinn aö vöruskráin sé í samræmi við pöntunina sem hann gaf út í öllum efnum og lætur borga vörurnar. Eftir því sem vér vitum bezt er Manitoba fyrsti staðurinn sem stofn- aö hefir slíka deild; en British Col- umbia er að byrja á því sama. Embætti aðalumsjónarmannsins og innkaupafulltrúans eru alveg óháö hvort ööru, en þaö liggur í augum uppi að hið síðartalda er mjög mikils- vert í reikningshaldi fylkisins. Fjármálamenn í Canada ráku upp stór augu þegar aðalumboösmaöur- inn innan árs frá stofnun embættis- ins gaf út nákvæma skýrslu um tekj- ur og gjöld, eignir og skuldir; slíkt var óþekt áöur hjá stjórninni, en al- veg í samræmi viö þaö sem öll félög í landinu gera ef þeim er vel stjórn- aö og reglulega. Skýrslurnar árið sem leið eru svo nákvæmar aö allir sjá þar upp á hár fjárhagsástand fylkisiiis. Aö þessu leyti og í því aö stofna innkaupadeild mun Manitoba vera fyrsta fylkið í Canada og fyrsti staö- urinn í öllum Vesturheimi.” Þessi grein er mikils v'irði í eins merku blaði og “Saturday Night”. Rykið á austurglugganum. Hann talar heilmikiö um “ryk” ný- lega maöurinn við austur gluggann. Hann hefir séö illa út um rúðurnar og því eðliegt aö honum dytti ryk í hug. Hann fullyrðir að engin hafi haft neitt að segja í sambandi viö Eim- skipafélagiö og vínbanniö nema tv'eir menn, annar vestan hafs og hinn austan. Er á grein hans að skilja að allir aörir hafi veriö ánægðir. Hann hefir gleymt því aö í þeirri baráttu voru aðallega þessir, auk fjölda margra annara: Guömundur Björnsson land- Iæknir, J. Hjaltalín Sigurösson, hér- aöslæknir í Reykjavík, Sveinn Björns- son formaður Eimskipafélagsins, Sig- urður Gunnarsson prófastur, Jón Rózenkrans læknir, Jónas Jónsson kennari, Halldór Jónasson kennari, Jón Ásbjörnson yfirdómslögmaður, Árni Eiríksson kaupmaður, Baldur Sveinsson skólastjóri, Árni Jóhann- esson bankaritari, Einar Hjörleifsson Kvaran, Ásgrímur Jónsson málari, Einar Þorkelsson skrifstofustjóri, séra Friðrik friöriksson, séra Guð- mundur Helgason, Haraldur Árna- son kaupmaður, Jakob Jónsson kaup- maöur, Knud Zimsen borgarstjóri í Reykjavik, séra Magnús Helgason, O. Ellingsson kaupmaöur, séra Ólaf- ur Ólafsson, Pétur Halldórsson bók- sali og stórtemplar, Geir Sigurösson skipstjóri, Guöm. læknir Hannesson, Guömundur Jónsson bankaritari, séra Haraldur Nielsson háskólastjóri, séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprest- ur, Jón Ófeigsson háskólakennari, séra Kristinn Daníelsson, Morten Hansen skólastjóri, Ólafur Lárusson yfirdómslögmaður, Páll Halldórssori skipstjóri, Siguröur Sigurösson ráða- nautur, Sigurjón Pétursson kaupm., Guðmundur Guömundsson skáld, Hannes Hafliöason félagsstjóri, Ind~ riöi Einarsson skrifstofustjóri, Jón Jórisson sagnfræðingur, Jörundur Brynjólsson alþingismaöur, Ludvig Kaaber ræðismaöur, Jakob Möller ritstjóri, ólafur Rósenkranz kennari, Pétur Á. Ólafsson kaupmaöur, séra Siguröur Sivertsen háskólakennari, Þóröur Bjarnason kaupmaöur, ÞórÖ-

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.