Lögberg - 23.08.1917, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.08.1917, Blaðsíða 2
2 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1917 TILKYNNINö Fyrir ellefu árum stofnuðu nokktir áhugasamir bændur í Vesturland- inu lítið bændefélag til þess að selja hveiti, í því skyni að hveitiverðið gæti hækkað lítið eitt í þeim parti landsins. Þeir áttu ýmsum erfiðleikum að mæta og mikilli samkepni, en þeim hepnaðist áform sitt. Síðan voru aðr- ar stofnanir settar á fót í Canada sem allar höfðu samvinnu-aðferðina til grundvallar. Það sem þeir hafa komið til leiðar vita menn greinilega. Brátt sást þörfin á nánari samvinnu þessara félaga í verzlunar tilraunum þeirra og nú I. Septembar verður „Samkaupafélag Alberta bændanna" og .,Korn- rækbarmanna kornfélagið“ ekki lengur sérstök félög hvort fyrir]Tsig eins og áður. Með svo að segja samhljóða atkvœðum allra þeirra þúsunda sem hluti eiga í þessum félögum var það samþykt að þau tækju saman höndum til framfara búnaði í Vesturlandinu. Verzlunarskilyrði í búnaðarafurðum eru svo að segja nákvæmlega þau sömu í allri Vestur-Canada, Manitoba, Sask- atchewan og Alberta. Þe33i samíteypa hinna tveggja sterku félaga með 30,000 hluthöfum sem eiga yfir $3,000,000.00, yfir 300 korngeymsluhús, með endastöðva korn hlöðum í Fort William og Port Arthur; með vöruhúsum í Calgary, Regina og Winnipeg, og með áhrifamiklli stofnun undir algeðri bændastjórn sem algerlega þekkir þarfir bændanna, — Já þeasi samsteypufélög hljóta að verða bændum í Vesturlandinu til stórkostlegs hagnaðar. Gömlu félögin hafa metið styrk þann sem þér hafið veittþeim og skulu þau með ánægju verða yður að liði framvegis undir nafninu WINNIPEX3 — REGINA — CALGARY Látið hverja sem er af vorum 300 kornhlöðum höndla korn yðar eða sendið það beint til vor. Sendið oss gripi yðar til aðalstöðva vorra í Ed- monton, Calgary eða Wínnipeg. Pantið byggingavið frá oss sömuleiðis girðingaefni, verkfæri og aðrar vörur frá Winnipeg, Regina eða Calgary. Vér höfum skrifstofur og stöðvar í öllum þessum borgum. Um drengskap. Erindi flutt í Winnicgp 1. jiíní 1916. lJv er stundum haldið fram, aö menning./forfeSra vorra sé svo gagn- stæS anda nútíSarinnar, að þar sé 'naumast nokkur brú á milli. Hvergi hefi eg þó séð þetta greinilegar orðað en í bók eftir danskan mann, prófess- or'Vilh. Grönbech. Hann segir með- al annars um fornmenn N'orðurlanda: “í raun og veru eru þessir menn oss svo óskyldir, a'S vér getum engin mök við þá átt.-------Stirfni Norð- urlandabúa, þröngleikur og einræni, það sem ómihnlegt er í fari þeirra, á rót sína í eðli menningar þeirra. Þeir eru fastúðugir, en á þeim grund- velli, sem mannlif verður ekki bygt á nú á tímum. Þeir lifa í menningu, en sú menning á sér alt aðra þunga- miðju eh vor. Samræmi þeirra er gagnólikt öllu þvi, er vér eigum eða sækjumst eftir. Menning þeirra á sína fegurð, og á blómatíð sinni hafði hún óyggjandi rétt Irfsins; en hún var bundin við þannig lagaða sjátfhefð og sjálfvirðing, að ætti hún sér stað í vorum heimi, yrði hún eitt af þeim öflunum, sem rífa niður. Frá þeim verður ekki komist til vor né frá oss til þeirra með öðrum hætti, en að af- klæðast manneðh sínu og íklæðast öðru.” ("Vilh. Grönbech: Lykkemand og niding. Kbh. 1909, s. 16—19). Slík kenning finst mér fjarstæða. Mér virðist öll reynsla vor íslendinga mæla á móti henni. Þessi menning, sem svo hart er dæmd, hefir verið brjóstamjólkin, sem þjóð vor hefir að miklu leyti lifað á i þúsund ár, og svo er oss sagt, að hún hafi ekkert nær- ingargildi fyrir nútíðarsálir. Mundi ekki vera ltkt um þetta og tslenzka skyrið ? Fyrir nokkrum árum var þvt haldið.að oss, að skyrátið væri skað- samlegt fyrir heilbrigði þjóðarinnar, og sumir fóru að trúa þessit. Svo rit- aði heinisfra'gur vlsindamaður Mets- chnikofn og sannaði tilgátu, sem búlg- arskiír læknir hefði haldið fram, að búlgarsaskyrið (Yoghurtj ætti þátt i því, hve langlifir Búlgarar ^erða. Nú hafa ættir skyrgerlanna verið raktar saman, og íslendingar eru farn- ir að sannfærast um það, að skyrið þeirra sé lifsins balsam. Eg vona að líkt fari um kenningar þeirra manna, sem haldá því fram, að sálarlíf forfeðra vorra og menning sé óholl fæða fyrir nútíðarsálir. Mín reynsla er sú, að eg get stundum orð- ið leiður á öllu sem mér berst í hend- ur af nútíðarbókmentum. Það kem- ur í mig einskonar andleg ólyst, svo að 'eg verð, eins og skáldið segir: “leiður á öllu — utan íslendingasögum.” Eg hefi aldrei orðið leiður á þeim. Eg v'eit, að þai; á eg altaf athvarf, ef annað bregzt. Þar er það andans veður, senx hressir mig, ef mér verður ómótt í nútiðarmollunni. Eg skil vel hvað fyrir þeim vakir, sem tala um það, hve andi forn- mannanna sé oss fjarskyldur. Þeir lita á yfirborðíð, athafnirnar. Og fornsögur vorar og kvæði eru ^im vígaferli, fyrst og síðast um mann- hefndir. Hefndarhugsjónin er þar svo rík, að hún gengur eins og rauð- ur þráður um allar fornsögur vorar. Mér dettur stundum í hug dæmisag- an um kettina og apann. Kettirnir báðu apann að skifta fyrfr sig ostbita. Hann braut ostinn fyrst í tvo mis- stóra parta og lagðí á metaskálar. Beit síðan stykki af stærrí bitanum, svo að hann varð léttarf en hinn, jxá af hinum, og svona á víxf, þangað til ekki voru eftir nema litíar örtur, sem hann varð að hafa' í skfftalaun. Það er engu likara en að forfeður vorir hafi verið að leika þessa sögtt í stórum stíl. Hefndin- átti að jafna hallan á metaskálunum, jafna hallann milli ættanna, sem af einhv'erjnm at- vikum lenti saman, en hún tók í hvert’ skifti meira en svo, að jöfnuður kæm7 ist á. Jöfnuður hefndánna verður ó- jöfnuður. Slíkt atferlí er visswlega engin fyrirmynd, er vér getum tekið til eftirbreytni. Og þó mun að minsta kosti enginn óspiltur íslendingur lesa jxessar sögur svo, að hann finm ekkf streyma um sig undarlegt afl, sem í þeím býr, finni að þær herða á instu strengjun- um, hressa og styrkja betur'en flest listaverk nútíðarinnar. Hvernig stemlur á þessu ? Er það hefnigirnin, sem fær byr undfr vængf ? Erum vér svo mikil rándýr, að oss sé hressing í því, að lesa úm vígaferli og blóðúthellingar? Þekkjum vér sjálfa oss í lögmáli hefndarinnar, sem virðist æðsta boðorð forfeðra vorra? Eg hygg því fari fjarri. Hugsjónir forfeðra vorra í því efni voru gagn- stæðar vorum. Vér mundum ekki vilja taka þá til fyrirmyndar í þessu efnl. hvað er það þá sem dregur oss að Jjeim? Vér finnum það, er vér lítum dýpra en á yfirborðro. Eðli manna kemur ekki svo mjög fram í því, hvað þeir telja skyldu sína, sem í hinu, hvernig þeir rækja þær skyldur, sem þeir við- urkenna. Hugsjónir mannanna breyt- ast með öldunum. Margt það, sem var heilög skylda forfeðra vorra, væri nú talinn hinn versti glæpur. En skyldurækinn maður á þeim tímum var líks eðlís og skyldurækinn maður á vorum dögtxm. Virðing fyrir því, sem mönnum er heilagt, er sjálfri sér lík.hvað sem það svo er,sem menn telja heilagt í þann og þann svipinn. Mark- miðin, sem stefnt er að, geta verið gagnstæð, og þó gérst sömu tíðindi á leiðinni. Þetta ætti að vera oss hug- stætt nú. Vér. erum varla þeírrar skoðunar, að þjóðir þær, sem nú ber- ast á banaspjótum, séu allar jafn saklausar um upptök hinna ógurlegu Hjaðningavíga, er yfir standa, eða hafi jafn réttmætt mál að sækja og verja. Vér mundum ekki halda því fram, að þjóð, sem berst að því að á hana er ráðist saklausa, sé í sömu fordæmingu og fiift sem brýtur á henni lög. En þegar út í stríðið er komið, sést J>að bezt, hvern mann hver hef- ir að geyma, ekki á því í hverri fylk- ingunni hann stendur, því um það eru ’fæstir sjálfráðir, heldur á því, hvernig þeir reynast samherjum sín- um og fjandmönnum afstaðar þar sem manneðlinu gefst Rostur á að njóta sín. Maðurinn getur verið drengur í hvaða fylkingu sem hann stendur. eg hygg, að flfcengskaparhugsjón- in liggi dýpst eða inst allra siðgæðis- hugsjóna, fyrir þá sök, að drengskap- ur getur átt sér stað hjá mönnum með gagnólíkum ITfsskoðunum, mönn- um á hæðsta og Iægsta menningar- stigi, mönnum sem berjast hvor um annars Hf. ötrdVerðari geta menn ekki staðið en svo, að hvor vilji taka annars líf, og þó má berjast sem drengur eða sem ódrengur. Hér er þá sá grundvöllur, sem menn af öllúm .stéttum geta mæst á, frá öllum öldum, af öllum trúarbrögð- um og lífskoðunum. Þarna er eitt bræðrahand', einn eiginleiki setn vér skiljum, á hvaða stigi sem þeir menn hafa staðfð sear'attu hann. Og þá kem eg að brúnni milli vor og feðra vorra, þeirri Bifröst, er teng- ir þeirra lif við vort. Það er dfeng- skapurinn. í engum bókmentum, sem eg þekki, er andrúmsloft drengskap- arins hreinna en þar. Hressingin sem þær veita oss, styrkurinn sem J>ær færa oss inn í merg og bein er dreng- lundin, drengskaparandinn sem í þeim lifir. I>etta er ekki svo, að skilja, að þær segi ekki frá neinum ódrengjum eða að þeir séu þar svo fáliðaðir, að þeirra gæti ekki. Þeir eru þar alllið- sterkir eins og á öðrum öldum. En mörkin eru þarna svo skýr, mennirn- ir svo heilir og lífskjörin svo einföld, að eðli drengskaparins kemur þar fram í algildum, og ógleymanlegum KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyTgj- umst það að vera algjörlega hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. MUNNTOBAK myndum. Það er gaman, að mesti snilling- urinn sem ritað hefir á íslenzka tungu sá maðurinn sem flestar ódauðlegar mannlýsingar hefir skrifað, hann hef- ir siálfur skilgreint hugtakið dreng- skapur. Snorri Sturluson segir í Skáldskaparmálum: “Drengir heita vaskir menn ok batnandi.” Hér er eðli drengskaparins sagt í tveim orð- um. Vér skulum athuga hvað í Jjeim felst. Fyrst er vaskleikurinn, hreystin, hugprýðin. Þar er eflaust elzta dygð mannsins, sú sem hefir hafið hann stig af stigi til æðra lífs. Án þessa eiginleika koma aðrar gáfur að að litlu eða engxt haldi, því Itfið er bar átta við sjálfa oss og barátta við aðra menn, ef ekki með vopnum hand- arinnar, þá með vopnum andans. Öll- utn er augljóst hvers virði vaskleik- urinn er, þar sem lífsbaráttan er háð með brugnum sverðum, þar sem rnenn verða að leggja líf sitt við nálega hvert Jjað mál, er þeir taka að sér, eins og var hjá oss á söguöldinni. Þar stendur sá bezt að vígi, sem læt- ur sér sízt bregða við váveiflega hluti eins og ságt j um Halldór Snorrason. En vaskleikur er í raun og veru engu ónauðsynlegri þar sem friður er á yfirborði þjóðltfsins, svo að hver maður er nokkurn veginn óhultur um líf sitt fyrir öðrum. Baráttan er ,þá ekki um það að halda lífi sínu, heldur um það að iifa samkvæmt eðli sínu og þörf, fegra líf sitt og fullkomna. Með samlífinu hættir mönnunum löng um við að verða hver öðrum háðir, háðir yfirmönnum sínum, vinum, fylg- ismönnum, flokksmönnum, háðir tízk- unni, almenningsálitinu. Þar af sprettur sú hættan, að menn týni sjálf- um sér, láti teygjast frá því sem þeir sjálfir telja rétt — “vinni það fyrir vinskap manns, að víkja’ af götu sannleikans.” Að menn fylgja ekki því fram, sent ]>eir þó sjá að er rétt, þegja við því, sem 'þeir vita er rangt, kemur lang- oftast af bleyðimensku, skorti á vask- leik. Þeir treysta sér ekki að þola sársaukann, óvildina, stundartjónið, sem fylgir því að halda fram óvinsælli itýjung, sem þeir þó sjá að væri þarft og rétt. Flest ]>au sannindi. sem mannkynið nú lifir á, í siðferði, trú, visindum og listum, hafa einhvern- tínia verið óvinsæl og aflað frum- herjum sínunt niótblásturs, óvildar, ofsóknar og stundum lífláts. Öll eig- ttm vér þau að þakka vöskum mönn- itm, sem létu sér ekki bregða við vá- veiflega hluti, en leituðu á brattann til hærra sjónarntiðs, meira viðsýnis, hvað sent Jtað kostaði. Flest þekking er unnin með áhættu. Margt sem vér leggjum oss til muns, þá hefir það hefir ]>að einhverntíma verið áhætta að borða það. Sá sem fyrstur át það gat ekki vitað fyrirfram, hvernig honum yrðí af þvt. Það gat eins vel verið eitur. Eg veit ]>að vel, að efna- fræðin er nú komin svo langt, að hún getur oftast sagt oss, hvaða efni er í hverjum hlut og hver eru skaðleg og hver ekki. En sú ]>ekking er feítg- in fyrir óþrjótandi elju og áreynslu vísindamanna, sem árum saman hafa gert tilraunir á tilraunir ofan, strítt við óteljandi v'onbrigði, unz þeim loks tokst að leysa úr þeim viðfangsefn- um, er þeir helguðu lif sitt. Og enn eru mörg verkefni vísindanna, sem ekki ve/ða feyst nema með þvi, að menn leggji Éfið í hættu. Eg þarf ekki annað en minna á heiinskauta- rannsóknirnar og loftfarir n.útímans. Allar mannlegar framfarir kósta áreynslu, fást ekkí nema ntenn beiti kröftunum vaskrega og þoli margar raunir. Staðfastur getur sá einn ver- ið, sem hugprúður er og hopar ekki á hólmi, hvað sem á móti er: “Hrökkvit þegrr fyrir þegni, þat vas drengs aðal lengi.” Málfræðingar segja, að drengur sé af sömu rót og drangur. Sá sem er drengur, er ^taðfástur sem bjarg, enda h'efir Bjarni Thorarensen fund- ið skyldleikann, er hann kvað: “Sker hefir skrapíð í firði, skrapir heims um aldur, en þess bringa brýtttr boða nú sem áður. Minkun er manni að vera • Minni kletti dauðum', og brjóst sitt bilast láta af boðum mótlætis.” í engu kemur drengskapur manna betur fram en því, hvemig þeir halda orð sin og fyrirætlarrir, hvernig þær ávísanir greiðast, er menn gefa á sjálfa sig. Enginn getur í alvöru Iofað öðrurn neinu án þess að lofa sjálfum sér um leið, enginn getur svikið annan nema svikja sjálfan sig um Ieið. Lífið er löngum snúið úr tv'eimur þáttum: fýrirætlun og fram- kvæmd. Fyrirætlunin er ávísun, fram- kvæmdin er greiðsan. Sá sem lofar sér þvi að gera eitthvað og gerir það ekki, er ekki samur maður á eftir. Hann er komin í skuld, sem ■ rýrir manngildi hans. Eg veit það er ekki mitt meðfæri, að skýra eðli slíks jafn- aðarreiknings að fullu, en eg held að skýringin sé eitthvað í þessa átt:' Sá sem lofar eínhverju eða ásetur sér að vinna eitthvert verk, hann setur sér verkið fvrir hugarsjónir, eins og honum finst það mundi verða, þegar því væri Iokið. Hugsunin um að vinna verkið setur hann í sérstakt á- stand, sérstakar stellingar, ef svo má að orði kveða. Hann býr sig undir að vinna v'erkið, einf og maður sem stælir vöðvana til ákveðins stökks. Verkið tekur ósjálfrátt huga hans og líkama t þjónustu sína, bindur hann með nokkrum hætti við sig. Orku hans er beint í nýjan farveg, hún stefnir nu ajð sérstökum ósi. Sá ós er framkvæmd verksins. Verði nú ekki af eíndum, hverfur fyrirætlunin ekki að heldur. Hún fylgir mannin- um ljóst eða leynt, togar hann í þá, áttina sem hann einu sinni sneri í og bindur þannig nokkuð af orku hans. Hann er þá bundin ósýnilegu bandi við stað sem hann kemur ekki á, snú- inn að markinu sem hann stefnir ekki að. Því oftar sem maður vanefnir það sem hann lofar eða ætlar sér, því minni orku á hann óbundna til nýrra efnda, því ófrjálsari verður hann. Hinn s’em efnir orð sin og fyrirætl- anir, er frjáls. Hann ræður á hverri stundu yfir kröftum sínum óskiftum. Hann á sjálfur alt sem hann hefir gert það er fært inn í lífsbók hans sem hæfileiki til meiri starfa, því kraft- arnir æfast við/notkunina. En hvers vegna halda menn þá ekki loforð sín við ájálfa sig og aðra? Langoftast af því, að þá vantar vaskleikann, er þarf til þess að þola erfiðið og sár- saukann, sem efndirnar hafa í för með sér. (Framh.J. Meiri kerlingareldur Hér birtist áskorun sem 100 konur- á íslandi, flestar leiðandi konur Reykavíkur bæjar, sendu út til þjóð- arinnar, og birtist hún í blaðinu “Landið” 13. júlí. Þessar konur hafa haft svipaða skoðun og þeir sem aust- ur gluggamaðurinn kennir við kerl- ittgareld nýfega. Askorun til íslenskra kvenna. “Það var mörgum gleðiefni, er á- fengisbanniögin öðluðust gildi. Sér- staklega fögnuðu þó drvkkjumanna- konurnar þeint, að vonum, og óefað hafa þau >raktð hjá þeim vonir nm hetri og íarsælli framtíð — þau voru svipuð sólargeisla, sem skin á eftir dimmu éii. Æfiferill drykkjumanns- konu er sólskinslítill raunaferill. Það mttn f.ví margur furða sig á tilraun um þeim, sem gerðar err. í þá átt að spilla fyrir lögum þessum. Þótt ótrúlegt megi virðast, er hér ris:n upp alda allhá, setn býr síg t:í að flæða yfir þessi lög, til þess að skola þqim á nrott. Vonandi lætui engin sú kotia, sem séð hefir bölið og mæðuna, er jafnan fylgir áfengis- nautninni, blekkjast af fögrum orð- um um ófrelsi einstaklingsins og rétt- arskerðing, sent nú eigi “að bæW( úr” með því að afnema bannlögin. Hver ætti helzt að tala um frelsi og skerðing réttar? Spyrjið drykkjumannsk, nuna, sem um lang^ skeið hefir verið svift frelsi vegna vmnautnar manns hennar. Spyrjið börn drykkjmamrsins. Hver vill taka að sér að leggja æskuna í fjötra að nýju? Með áfeng- isbanninu er bitrasta heimilisbölinu rutt úr v'egi. Mundí nokkur kona vilja að vínið skipaði aftur öndvegt á mörgum h?imilum þjóðar vorrar, eins og áður var ? Ef svo fer, að banr.Iögin verða borin undir atkvæ'ði Jtjóðarinnar að nýju, þá sr það von vor, að það verði ekki kvenþjóðin, sem þá neytir atkvæðisréttar síns tii hnekkis þjóð sinni og niðjum sínum tíl ævarandi tjóns. l>að er því alvarleg áskorun vor til allra íslenskra kvennas Hlynnið að bannlögunum — mannúðlegustu lög- nnum, sem þjóð vor hefir eignast. hvetjið aðra til hins sama. Minnist þess, að kynslóðin, sem nú byggir landið, leggur grundv'öll gæfu og gengis komandi kynslóða. Bann- lögin eru dýrgtipur, sem flytur með sér frið og gæfu fyrir alda og óborna. Verndið hann. Gœtið þess, að hon- um verði ekki rænt frá oss. Reykjavtk í júnímánuði 1917. Frá Islandi. Jón/jlafsson lækmr er seztur að í Bolungarvík og stimdar þar Iækn- ingar. Afarmikið vínbannsbrotamál stóð yfir í vor út af ólöglega fluttu og veittu víni á skipinu “Þór.” Hafði allmikið áfengi verið flutt af skipinu út í Viðey. Einn skipverja játaði að hann hefði íarið með 200 flöskur í land á Akureyri. Blaðið “Landið” segír þá frétt 22. júní, sem hér fer á eftir: “Það þykir tíðindum sæta að miRIar íslenzkar bæjarrústir hafa fundist norður í Upernisvík á Grænlandi, þar sem menn hvggja að forðum hafi verið kölluð Króksfjarðarheiði. Eru það nyrstu rústir hinnar fornu íslendinga- bygðarj.sem fundist hafa. Ragnar Ásgeirsson fEyþórssonar kaupmannsj er orðin fyrsti kennari við garðyrkjuskólann í Vilvorde í Charlottenlund á Sjálandi. Tók hann þar próf með ágætis einkunn 1915. Seglskip segir “Landið” að hafi komið 20. júnt með salt frá Spáni, til Islands; hafi þýzkur kafbátur hitt það á leiðinni, en látið það fara i friði. Öðru salt-skipi segir blaðið að hafi verið sökt vegna þess að enskur maður hafi verið talinn fyrir farm- inum. Þingið hefir með höndum margar nýjar lagasmíðar. Stjórnin flytur frumvarp um það að sjómenn, sem slasast fái skaðabætur fvrir. Áður voru sjómenn tryggðir þannig að ef þeir dóu af slysum fékk skyldulið þeirra 400 kr. Þetta er hækkað upp í 1500 kr.; en þeir sem slasast svo að þeir verði ófærir til vinnu fá mest 2000 kr. Iðgjaldið fyrir 1500 króna lífsábyrgð af pessu tagi eru 70 aurar á viku; greiðir landssjóður helming fyrir þá menn, sem eru á vélbátum eða þilskipum, en alt fyrir þá sem róa smærri bátum. Lagafrumvarp er verið að flytja er afnemi hálfræði en myndugsaldur sé miðaður við 21 ár. Ástvaldur Magnússon, verkamaður við höfnina í Reykjavik slasaðist þannig 18. júlí að af honum varð aö taka báða fætur. Hann var að stíga upp í járnbrautarvagn, sem hafður er við hafnar bygginguna og varð- fyrir hjólum. ., Davíð, Schev'ing Thorsteinsson lækn ir á ísafirði hefir fengið lausn frá émbætti— hann er elztur læknir a landinu. Frumvarp er í undirbúningi um það að nema úr lögum að sveitar- styrkur og gjaldþrot sv’ifti menn al- mennum réttindum. í “Visi” frá 23. júlt segir að ís- land bíði afskaplegt tjón vegna kola og olíuleysis. Segir blaðið að frá Seyðisfirði gangi venjulega 20—30 Vélabátar, en ekki nema 10 í ár sökum olíuskorts. Þessar þingvísur flytur “Landið” "“Jóðsótt veit eg þunga þjá þingmannsefni að vonum; lög að fæða þegnar þrá , úr þjóðar hugsunonunt. En — minni er ræktin eftir á hjá ‘Tslands beztu/ sonum”, hálfkörruðum flýja frá f rumvarps-aumingj onum 10 þingmenn fluttu nýlega tillögu um að skipuð skildi sjö manna nefnd til þess að koma fram með tillögúr til ráðstöfunar um heppilegasta að- ferð er tryggi íslendingum, að þeir fái full umráð allra sinna mála, sem fyrst og aigert fullveldi. Tillagan var samþykt í einu hljóði, og þessir menn settir í nefndina: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Jón Jónsson, Magnús Guðnjundsson, Magnús Pétursson, Matthías Ólafs- son, og Þórarinn Jónsson. Á búnaðárþingi, sem nýlega var haldið, var samþykt tillaga frá Einari Helgasyni garðyrkjumanni, þess efn- is að fenginn yrði maður til þess að búa sig ttndir að taka við embætti fyrir félágið, sem fóðurtegunda- fræðingur. , Frumvarp er fyrir þinginu um stofnun útibús frá Landsbankanum i Árnessýslu. Þakkarávarp. í tilefni af sjúkdómi Ólöfar dótt- ur okkar hefir okkur verið sýndur svo mikill höfðingsháttur, að við get- um ekki bundist þakklæti. Að vanda reið Mrs. Kristín Max- con á vaðið með $10.00 gjöf til sjúk- lingsins. — En Mrs. Chr. Johannson tók að sér og stóð fyrir greiðasölu á íslendingadaginn, en óskertan arð $95.00 gaf hún okkur. — Samttmis gengust þau Mrs. J. Stephenson og hjónin Hrómundur og Guðrún Jóhann- son fyrir samskptum; söfnuðu þau á einum degi $110.00, sem okkur voru afhentir og gefnir. Alls $215.00 í peningunt, aúk raargs annars, sem ekki verður tölum talið né metið til fjár. Með innilegu alhugar Jjakklæti til sveitunga mtnna hinna drengiyndu, forstöðumanna og gefenda. 11. ágúst 1917. Jón og Helga Böði’arsson. Markerville, Alta. • Nofn gefenda. Kvenfélagið "Vonin” J10, Mrs. G. Johannson $1. Mrs. O. Sigurdson $1, G. Illuguson $1, Mrs. J. Stephenson $1, G. E. Johnson $3.50, Th. Eymund- son $1, Nia og Lillie Stephenson $1, Peter Hillman 25c, F. K. Johnson $1, P. Hjálmsson $5, G. Thoriakson $3.75, Mrs. Th. Eymundson $5, G. Eiríksson $1, H. K. Johannson $1, Sigtr. Johan- son $1, Mrs. F. K. Johnson $1, B. Thorlakson 50c, Mrs. R. Peterson $1, W. K. Olson 25c, Miss O. Peterson $1, B. Stephenson 50c, Mrs. S. Benedict- son $1, A. Polson $1, Mabel og Ingt- björg Peterson $1, Stefania Bjarnason 25c, Th. Tompson $1, S. Sigurdson 50c, S. McNaughton 50c, Miss Sarah Johnson $6.05, Mrs. Johannesson 50c, Mrs. J. Swainson 20c, Aurman Johan- son $1, H. Elnarson $1, Mrs. H. Ein- arson $1, Mrs. S. Christinsnn $1, Mrs. J. Björnson $1, Th. Gudmundson $1, Bena Einarson 25c, Frida Einarson $1, Steve Maxon 25c, B. Hunford $1, Svafa Stejhenson 25c, Clara Stephen- son 25c, E. Stephenson 50c, A. Christ* janson 25c, E. Eiríkson 25c, H. Hill- man 25c, F. E. Graham 50c, F. Fin- son $1, H. Eiríkson 25c, G. Swainson 25c, Disher 25c, E. E. Comstuc 50c, Frank Schaffer $1, A. Christjanson 50c, W. Williams 50c, Dr. Gribble 50c, J. A. S. Johnson 50c, N. S. Johnson $1, J. J. Sucec 25c, W. Hanson $1, Oscar Jiles 50c, Sam Shanks 50c, B. Baker 50c, S. Swa'inson 50c, W. S. Johnson $1, Chris Johnson $1, Mrs. R. C. Plumer $1, Beggi Einarson $1, Miss G. Goodman 50c, B. Johnson $1, B. Bjornson $5. R. Wilson 50c, Thomas Sigurdson 50c, Louis Swain- son 25c, Disa Bjornson 25c, Önefndur 50c, J. Johnston 50c, H. J. Johanson 50c, Önefndur 50c, A. Hanson 50c, A. og B. 50c, L. H. Eiríkson 25c, J. C. R. $1, John Anderson 50c, W. L. Scott 50c, J. P. Bardal 50c, J. Stephenson $5, John Hunford 50c, J. O. Johnson. $1, Mrs. J. Benedictson 50c, H. D. Croeg 50c, Peter Johanson $1, E. Eiríkson 50c, Henry Monteith 50c, Oli Bjornson 25c, L. Johnston 50c, Julius Bardal 50c, Thos. Swainson 60c, A. B. Bardai $lz J. A. Strong 25c, H. Christinosn 25c, J. B. Stephenson 50c, Sigurgeir Johannson y. J. Swainson $1, J. Benedictson $1, Mrs. G. E. Johnson $1, önefndur $1. — Samtals $110.00. Dr. Robinson j Sérfræðingur í tannsjúkdómum BETRI TANNLÆKNING FYRIR MINNI BORGUN Ef þú ert í vafa um hvort tennur þínar séu heilbrigðar eða ekki þá þarft þú að fá ráðleggingu tannlæknis. Sá tannlæknir ætti að vera maður, sem hefir gott álit á sér sem tannlæknir, og sömuleiðis er það áríðandi að hann sé eins vel að sér í list sinni og nokkur getur verið. Nú á dögum eru þeir fáir, sem ekki viðurkenna þýðingu sérfræðinganna, hvort heldur er í al- mennum lækningum eða tannlækningum. Minnist þess að ef þér kom- ið til vor þá verður traustið yðar ekki ódrengilega notað, því allar vorar að- ferðir eru reyndar og sannaðar og fólk veit um áreiðanleik vom. Fyrir tíu árum voru það margir af borgurum Manitoba sem trúðu mér fyrir því að lagfæra tennur þeirra. pessa fyrstu sjúklinga tel eg byrjun hinnar miklu aðsóknar sem eg hefi haft síðan eg fór að stunda tannlækningar. Svo vel hefir mér gengið að tygir tannlækna hafa sezt að í nágrenni mínu. Látið því ekki blekkjast þegar um það er að ræða að velja stað. Permanent Crown og 7 Bridge Work, hver tönn . . * Og það var áður $10.00 BIRKS BUILDING, WINNIPEG, Whalebone Vulcan- ite Plates. Settið . . $10 Opið til kl. 8 á kveldin MAN. 12 Stólar Dr. Robinson TANNLÆKNIR Meðlimur Tannlaakna Skólang i Manitöba. 10 Sérfræðingar 5 Kvenmenn I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.