Lögberg - 23.08.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.08.1917, Blaðsíða 3
LÖGBKRG. FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. XI. KAPÍTULI. Yfirheyrslan. Hellirigning var úti, en samt sem áður var mikil umferð um götuniar í South Wennock, eink- um í nánd við Rauðaljónið. pað var fimtudagur, dagurinn sem var ákveðinn til yfirheyrslu um dauða frú Crane. Á hverju augnabliki var búist við líkskoðuna» manninum, sem heima átti i aðalborg héraðsin/; vagninn hans kom líka bráðlega veltandi með hann og skrifara hans. Menn höfðu viljað að ýfir- heyrslan færi fram á miðvikudaginn, en líkskoð- unarmaðurinn frestaði því til fimtudags vegna sinna eigin lifsþæginda. Hann var lögfróður mað- ur, lítill en feitur, með svart hár og glaðlegan svip, þegar hann var stígin niður úr vagninum, heilsaði hann sumum af þeim viðstóddu með handabandi. Skrifarinn gekk á eftir honum með bláa tösku í hendinni. Líkskoðunarmaðurinn gekk að veitingaborðinu drakk eitt glas af púnsi og gekk svo inn í ráðsalinn til að láta kveðdómenduma sverja eiðinn. par var langt herbergi, fessi salur í greiðasölulfúsinu, far sem gildisfélögin áttu samkomur; í öðrum enda salsins stóð borð með grænum dúk. peir settust við tað, og líkskoðunarmaðurinn byrjaði á starfi sínu. paðan fóru Þeir svo til Palace Street til að rannsaka líkið. peir gengu af stað í rigningUnni og bleytunni, regnhlífamar gerðu Þeim lítið gagn sökum vinds- ins sem sneri Þeim. peir höfðu nógu fallegt fylgd- arlið, alla bæjarslæpingana, forvitna iðnaðarmenn múginn og götudrengina. Af ákafanum sem þeir síðastnefndu fylgdu hinum eiðsvömu mátti ætla, að þeir álitu þessa háttsettu embættismenn fyrir sjaldgæfar lifandi verur, er kæmu frá villidýra sýningarfélagi, sem væri þar á ferð. pegar líkskoðanin var afstaðin, fóru þeir aftur til Rauða ljónsins, og þar byrjaði málefnjð aftur; við skulum geta um framburð tveggja eða þriggja vitna, eji ekki allra, því það yrði endurtekning á því, sem Þegar er sagt, og myndi Þreyta lesarann. Fyrstu vandræðin voru: hvaða skímamafn átti unga konan? Eiiginn gat sagt frá Því; nærfötin hennar voru merkt með stóru C, fyrsti stafurinn í nafninu Crane, en ekki með fleiri stöfum. Sum- ir álitu að t>að mundi vera fyrsti stafurinn í skím-* arnafni hennar — Carolína eða Carlotta — en t>að var ómögulegt að segja með vissu. Stóra koffort- ið hennar og saumaskrínið voru opinberlega rann- sókuð; en t>ar fanst engin bending til þess, hver hún var, eða hvað hún var; enginn pappírssnepill gat gefið neina vísbendingu um, hvar hún hefði áður verið, eða hvers vegna hún kom hingað. Frú Fitch, veitingakonan í Rauða ljóninu, sagði frá því sem hún vissi um komu hinnar ó- kunnu konu með almenningsvagninum síðastliðinn föstudag, og að hún hefði bent henni á herbergi í Palace Street.i Hr. Stephen vitnaði að hann hefði verið kallaður til hennar þetta sama kveld, sagði frá fæðingu barnsins og hinu heilbrigða, hættu- lausa ásigkomulagi heryiar þangað til kl. sjö á mánudagskveld, þegar hann sá hana síðast lifandi. Hr. John Grey og hr. Brocklyn frá Great Wennock er í félagsskap sem læknar höfðu rannsakað af hverjjjr hún hefði dáið, vitnuðu um orsökina til dauða hennar — eitur, sem áreiðanlega hefði ver- ið blásýra, og svo voru ýmsir fleiri, sem gáfu reglubundna vitnisburði, sem hér er engin nauð- syn á að greina frá. , Líkskoðunarmaðurinn hefði komið með þá spumingu, hvort hr. Stephen ætti að koma fram sem vitni; Stephen kvaðst vilja það, og sagði að það væri einlæg ósk sín að mega gera það, og að síðstu ásetti líkskoðunarmaðurinn sér að leyfa Það .en aðvaraði Stephen um að hann Þyrfti ekki að segja neitt, sem gæti orðið ásökun gegn honum og Það, sem þann segði, yrði ef til vill notað sem vottorð gegn honum sjálfum,. Hr. Stephen brosti og svaraði, að alt, sem'sér væri mögulegt að segja, mætti nota sem votiorð gegn sér, ef Það væri hugsanlegt. Hann sagði frá tilbúningi hins sefandi drykks, og nefndi efnin sem til Þess voru notuð. Friðrik Grey, sonur hans, vitnaði, að hann hefði séð drykkinn tilbúinn og nefndi öll nöfnin, sem faðir hans hafði notað til þess, og að hann hefði verið sendur Þangað með drengnum Dick. Dick, sem var næsta vitni, fullvissaði blóðrjóður og lafhræddur, sökum þess að hann vissi sig stadd- an frammi fyrir réttarhaldi líkskoðunarmanns, að hann hefði skilað honum í sama ásigkomulagi og hann tók við honum, til hjúkrunarkonunnar Pep- perfly. “Segið þér hjúkrunarkonunni Pepperfly að koma hingað inn,” sagði líkskoðunarmaðurinn. Hj úkrunarkonan var sótt í næsta herbergi og fylgt inn; hún reikaði allmikið, ekki af því að hún væri drukkin — hún hafði ekki bragðað vín þenna dag — en blátt áfram af geðshræringu, sem orsak- aðist af hinni væntanlegu yfirheyrslu. Hún hafði auðvitað farið í beztu fö^in sín; stuttan, svartan ullarkjól, sem var skreyttur með göturyki, hárautt ullars al og jarpan hatt með borðalykkju að fram- an. Á leiðinni hafði vinduriím gripið í sjalið henn- ar, hattinn og grá^, hárið, sem kom í ljós fyrir neðan hamí, og lék sér að því all þjösnalega, svo útlit þjúkrunarkonunnar Pepperfly var alt annað en fallegt. Hún var í hvítum sokkum með yfir- skó; á sokkunum voru margar bleytusl^ttur sem auðvelt var að sjá sökum stutta kjólsins; en hinn óvanalega gildi líkami frú Pepperfly virtist úti- loka allan mögulegleika til þess, að nokkur kjóll yrði saumaður svo síður að hann gæti hulið fætur hennar. Hún tók af sér yfirskóna þegar hún nálg- aðist líkskoðunarmanninn, og hélt á Þeim í annari hendinni en regnhlífinni í hinni, sem vatnið rann af í dropatali. Alstaðar sáust dulin bros Þegar hún kom inn, og vitnisburður hennar vakti tals- verða kæti, ekki eingöngu vegna innihaldsins, en líka sökum hinna mörgu heiðursnafna sem hún valdi líkskoðunarmanninum og kviðdómendunum. “J?ér heitið Pepperfly?” sagði líkskoðarinn til að byrja með. “Já, það heiti eg lávarður, að viðbættu skímar- nafninu Betsy”, svaraði hún, og hneigði sig eins djúft og magi hennar leyfði. “pér eigið líklega við nafnið Elizabeth ?” sagði líkskoðarinn um leið og hann lyfti pennanum frá minnisbókinni sinni og beið eftir svari. “Yðar hávelborinheit, eg hefi aldrei heyrt mig kallaða annað en Betsy. pað getur verið að Það hafi verið skrifað Elizabeth í kirkjubókina, Þegar eg var skírð; en Það get eg ekki sagt með Vissu. Mamma —” “J?að er gott”, sagði líkskoðarinn, og að fá- einum spumingum loknum líkum þessari, vék hann sér að aðalefninu. “Tókuð þér á móti nokkru lyfi síðasta mánudag/til konunnar sem þér stund uðuð — frú Crane ?” “Já, það gerði eg lávarður. pað var sefandi drykkur; að minsta kosti hefði hann átt að vera það”. “Á hvaða tíma var það?” “pað var eftir að dimt var orðið, hr., og eg sat við kvöldverðinn minn”. “Getið þér sagt hvað klukkan var?” “Eg held hún hafi verið búin að slá tíu, yðar háæruverðugheit, því eg var orðin banhungruð áður en eg fór ofan, og kl. átta er matmálstími minn á kveldin. Eg var að eins búin að borða, hr.. þegar hringt var, það var reykt síld, sem við —” “Réttvísin þarf ekki að vita hvað þið átuð; segið þér að eins frá því nauðsynlega. Hver kom með lyfið?” “Drengurinn sem er hjá hr. Grey og heitir Dick. Ungur og eins ósvífinn asni og þér hafið nokkru sinni séð, hr. bæjarstjóri. Hann lyfti lokunni af körfu sinni og tók upp litla flösku sem hann rétti mér. Mig langar til að segja yður, lávarður, hvað hann sagði við mig”. “Ef það er viðvíkur málefninu, þá getið þér sagt það”, sagi líkskoðarinn. “ ‘Nú, mamma Pepperfly’, sagði hann, ‘eruð þér góður vinur flöskunnar í kveld ?’ Mig sárlang- aði til að ná í eyrun á honum, lávarður, bæjar- stjóri og bæjarstjómar formaður; en hann hljóp til baka, svo eg gat ekki náð honum”. Gröm, ejns og frú Pepperfly var, sneri hún sér að kviðdómendunum í von um hluttekningu þeirra en þá fóru allir að hlæja. “Hann fór aftur, svo eg gat ekki náð honum, herrar mínir, hræddur við að fá það, sem hann verðskuldaði, og svo stóð hann kyr á miðri göt- unni og gretti sig framan í mig; hann vissi ofur vel að eg gat ekki náð honum, því þeir eru eins liðugir og kettir þessir ungar, en eg er fremur feit til að hlaupa”. “Eg sagði yður að tala að eins um það nauð- synlega”, sagði líkskoðarinn aðvarandi. “Hvað gerðuð þér við lyfið”. “Eg fór upp með það, mínir háttvirtu herrar, og hr. Carlton kom út úr herbergi konunnar, því " hann var nýkominn, og spurði hvað eg væri með. Eg sagði að það væri sefandi drykkur frá hr. Grey og hann tók hann úr hendi minni og sagði, að það væri mandelolíulykt af honum”. “Mandelolíu? Eruð þér vissar um að hann sagði það?” “Auðvitað er eg viss um það”, svaraði frú Pepperfly. “Mig dreymdi það ekki. Hann tók tappann úr, þefaði af lyfinu og svo sagði hann þetta. ‘Hvers vegna ætli hr. Stephen vilji gefa henni þetta?’ sagði hann”. “pefuðuð þér af því?” “pað get eg ekki sagt, að eg gerði, yðar hátign, enda þótt Carlton væri hissa á, að eg gæti það ekki eg rétti það að mér; eg gat ekki þefað með nefi mínu á því augnabliki, og það sagði eg honum”. “Hversvegna gátuð þér það ekki?” spurði lík- skoðarinn. Frú Pepperfly vildi fegin ekki þurfa að svara þessari spumingu. Hún varð óróleg, stóð fyrst á öðrum fæti, svo á hinum ; lagði tréyfirskóna frá sér, tók þá svo upp aftur og hristi regnhlífina með þeim árangri, að hún sendi skúr af vatnsdropum á öll andlitin sem voru í nánd. “pér verðið að muna”, sagði líkskoðarinn hörkulega, “að þér eruð hér til að segja sannleik- ann. Fyrst að lyfið hafði svo sterka lykt, hvers vegna gátuð þér þá ekki fundið lyktina?” “Eg var nýbúin að drekka ofurlítinn dropa af einirberjabrennivíni, hr.”, svaraði Pepperfly frem- ur lágt. “pegar eg var búinn með kvöldmatinn, segir frú Gould við mig: ‘Að eins einn dropa frú, til þess að halda síldinni kyrri í maganum; það er nauðsynlegt vegna heilbrigði yðar’, og þar eð eg vissi að eg hafði veikan maga, herrar mínir, sem verður tryltur yfir næstum því engu, þá lét eg að orðum hennar og tók einn dropa, en hann hefði ekki getað rúmast í fingurbjörg”. “Nei, það býst eg við að hann hefði ekki get- að”, sagði líkskoðarinn þurlega, meðan aðrir hlóu dálítið. Frú Pepperfly varð alveg hissa yfir því hvað tungu hennar skjátlaðist. “Eg ætla&i að segja að hann hefði ekki getað fylt fingurbjörg, góðu herrar; það meinti eg sann- arlega, því það var satt; en það er ekki svo undar- legt þó eg missi nokkuð af viti mínu, þegar eg verð að standa frammi fyrir svo mörgum. Ein- mitt um leið og eg tók þenna ofurlitla dropa í munninn, var hringt, svo eg hafði, eins og maður getur sagt, alt af þenna örsmáa dropa í munnin- um, þegar eg gekk upp með lyfið, og það var á- stæðan fyrir því, að eg gat ekki fpndið aðra lykt”. *“Hver tók lyfið til geymslu ? þér eða hr. Carl- ton eða veika konan?” “Eg gerði það, ættgöfgi hr. Eg lét það við hliðina á hinufh flöskunum á kommóðunni í dag- stofunni og —” “Var nokkur önnur flaska þar, sem mögulggt var að taka af vangá í stað hinnar réttu?” greip líkskoðarinn fram í. “Ekki ein einasta af þeim öllum”, svaraði vitn- ið. “Flestar af þeim voru tómar og stærri en sú, sem sefandi drykkurinn var í, og þær eru þar enn”. “Hafði nokkur persóna tækifæri til að snerta við flöskunni frá því hún kom og þangað til þér gáfuð sjúklingnum lyfið?” “Pað var enginn í öllu húsinu til að snerta hana”, svaraði vitnið aftur. “Eg var því sem næst alt af í herberginu, og þar var enginn annar. peg- ar eg sótti hana til að gefa konunni lyfið, lýsti frú Gould mér, og eg er viss um að hún hafði ekki verið snert, því að hyllan, eða hvað sem það nú er, á kommóðunni er eitthvað sem hallast, og eg setti flöskuna í krókinn, svo hún hallaðist að veggnum og þar fann eg hana”. “Var hr. Carlton farinn þá?” “Hr. Carlton? ó, hann fór næstum strax á eftir að lyfið kom. Hann var ekki lengi, háæru- verðugi hr.” “Vitni, eg ætla að leggja fyrir yður spurningu; þér verðið að svara henni nákvæmlega og rétt. J?að hefir verið sagt, og því er trúað af mörgum, að hr. Carlton hafi varað yður við að gefa konunni lyfið, er það satt?” “Eg lýsi því yfir frammi fyrir guði, að hr. Carlton hefir aldrei sagt neitt slíkt við mig”, svar- aði vitnið alveg hissa. “Lávarður — vitri maður —■ herrar í hinni heiðursverðu bæjarstjóm, allir saman (hún sneri sér í hring frá líkskoðaranum til hinna eiðsvörnu) ,þó að þetta væri síðasta orðið sem eg get talað, segi eg það blátt áfram, að hr. Carlton hefir aldrei sagt eitt einasta orð við mig um það, að eg ætti ekki að gefa konunni lyfið. Hann þefaði af því, eins og hann vildi komast eftir af hverju það væri búið til, og hann tók einn dropa á fingur sinn og smakkaði á því, og hann sagði að það væri ma\idelolíu lykt af því; en hvað það snertir, að hann hafi sagt, að eg mætti ekki gefa henni það, þá er það svívirðileg ósannsögli, heiðraði dómari minn. Hann segir, að hann hafi bannað frú Crane að taka það; en eg 'get svarið það, að hann mintist aldrei á það við mig. Og hún gerði það heldur ekki.”. Líkskoðarinn hafði leyft henni að ryðja úr sér vonzkunni. “Gáfuð þér sjálfar frú Crane lyfið?” “Já, það gerði eg, eins og skylda mín var, og frú Gould stóð ,við hlið mína og lýsti mér. Eg helti því í vínglas, og þá fundum við sterka lykt af því báðar, frú Gould og eg”. “Konan hefir ekki haft neitt á móti því að taka það?” “Nei, það gerði hún ekki, vesalings manneskj- an; hún kom aldrei með neinar mótbárur gegn því að taka það, sem við buðum henni. J?egar eg rétti henni glasið þá smelti hún með vörunum og sýnd- . ist brosa. “J?að er eins og af kirsiberjalegi lyktin af því”, sagði hún, og svo drakk hún það, og næst- um því áður en við gátum litið í kring um okkur var hún dáin. ó, þessi vesalings unga kona, eg \ vildi að eg gæti náð í þann mann, sem blandaði eitrinu í”. Sökum hluttekningar sinnar fyrir hinni fram- liðnu eða af gremju sinni til morðingjans, lyfti frú Pepperfly höndum sínum upp. Hringjumar á yfirskónum skröltu, og regnhlífin sendi sína sval- andi dropa í allir áttir, en þá greip lögregluþjónn í handlegg hennar og hvíslaði að henni alvarlegri aðvörun. pegar hún stæði frammi fyrir líkskoðunar- manni og réttvísínni, væri það ekki viðeigandi að hrista vatn af regnhlífinni, og ef hún ekki gætti sín, yrði hún látin í fangelsi. “Vissuð þér að hún var dáin?” spurði lík- skoðarinn. “Ekki strax minn mildi hr. dómari, ekki alveg strax; eg hélt að liðið hefði yfir hana, eða hún á aqnan hátt orðið vesöl. ‘Hvað hefir nú gripið hana?’*sagði eg við frú Gould, og um leið tók eg línhúfuna af henni og lyfti höfði hennar upp. En það leið ekki á löngu”, sagði vitnið og hristi höf- uðið. “Eg sá bráðlega að hún var dáin”. *“Vitið þér þá alls ekki, hafið þér alls engan grun um, hvernig eitrinu hefir verið blandað í lyfið?” “Eg?” svaraði frú Pepperfly undrandi yfir þessári spurningu. “Nei, eg vildi að eg vissi það. Eg Vildi óska að eg gæti komist að því, að það væri einhver ungur þorpari eins og þessi Dick, sem kom með flöskuna; eg skyldi þá útvega mér gott pláss til að sjá þegar hann yrði hengdur; þó að eg yrði að standa á fótum mínum í tólf stundir til þess — og þeir bólgna voðalega við að standa, það gera mínir fætur, lávarður”. “Drengurinn hefir líklega ekkert átt við lyfið, þegar hann kom með það?” sagði líkskoðarinn. um leið og hann veifaði hendinni til að koma í veg fyrir framhald sögunnar um fætuma. “Nei, það hafði hann ekki gert, lávarður, hr. borgarstjóri”, svaraði vitnið. “Eg vildi að hann hefði gert það, svo eg gæti hefnt mín á honum, þeim apaketti. En eg hefi svarið eið og verð að segja sannleikann, eins og hann er, að flaskan kom ósnert, vafin í hvítan pappír eins og Greys bræðurnir búa um lyf sín, þegar þeir senda þau”. J?eir voru nú búnir með frú Pepperfly í þetta sinn; hún hneigði sig í allar áttir í herberginu og fór svo út. Næsta vitnið, sem kallað var á, var Lewis Carlton. Með sínu siðfágaða og góða útliti og frjálslegu framkomunni sinni, var hann allðlíkur konunni, sem nýlega var farin út. “pegar eg kom heim úr ferðalagi síðasta sunnudagskveld”, sagði hann, þegar líkskoðarinn hefði beðið hann að segja frá því sem hann vissi, “rétti einn af þjónum mínum bréf að mér, sem honum var fengið föstudaginn næstan áður. Bréf- ið var frá einhverri frú Crane, sem bað mig að líta til sín og veita sér Iæknishjálp; það var skrifað í húsinu í Palace Street, þar sem hún liggur nú dáin. Eg fór þangað strax, sá að hún var veik og heyrði að hún hefði fengið lækishjálp hjá hr. Stephen Grey, sem hafði verið sóttur til hennar í fjarveru minni —” MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLöKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðuniím “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf ! Voriö er komiö; um þaö leyti er altaf áríöandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti staöiö gegn sjúkdómum. Þaö verCur bezt gert meö því aö byggja upp blóöiö. Whaleys blóÖbyggjandi meöal gerir þaö. Whaleys lyfjabúð Hornl Sargent Ave. og Agnes St. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. L4L0NDE, 108 Maríon St. Phoqe Main 4786 N0RW00D Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv í gamla Queens Hotel G. F. PENNY, Artist Skrifstofu talsfmi ..Main 2065 Heimilis talsími .... Garry 2821 Innvortis bað. Eina örugga aðferöin til þess aö lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess aö sannfærast um aö þessi staöhæfing sé rétt, þarf ekki annað en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. i Winnipeg. Hann er eini umboösmaöurinn, sem getur sagt yöur alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur yöur sérstakar upplýsingar Og ráöleggingar, sem gera yöur það mögulegt að lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biöjiö um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema 50% að dugnaði. — Bókin kostar ekkert. Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — J?eir sem hat'a útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS 6USINESS COLLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt. gera við föt Föt pre.su <5 meðan þér standið við................S5c. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir..........$1.50 Einnig viðgerðir á loðskinnafötum 332] Notre Dame Ave. Tals. G. 67 Winnipefl; Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar I húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Oame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar EGZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm. kláða ög aðra húðsjúkdóma b*»n#r hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. GLARK CHEMICAL CO., 309 8omenet Block, Winnipes Silki-afklippur til a® búa til úr duluteppf. Vér liöfum ágœtt úrval af stórum pjötlum meðalls- konar litum jStór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 uuzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.O. Box 1836 jWinnipeg, Man. — Williams & Lee Reiöhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viögeröir. Bifreiöar skoöaöar og endurnýjaÖ- ar fyrir sanngjarnt verö. Barna- vagnar og hjólhringar á reiöum höndum. 764 Sherbraoke St. Horni' Notre Qame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur viðuppboð Lar.dhúnaðaráhöld. a.s- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St, Tatls. M.1781 Stærsti vínbannssigur í sögu heimsins. Fyrsti ágúst 1917 veröur talinn einn hiijna allra merkustu daga í mannkynssögunni og ef til vill lang þýöingar mesti dagur í bindindis- og bannbaráttunni. Þann dag voru í efri deild Bandarikjanna samþykt lög sem kveöa algert bann gegn tilbún- ingi, útflutningi, innflutningi og sölu allra áfengra drykkja í öllum ríkjum ef af öllum ríkjunum hafi samþykt þaÖ innan sex ára. Sá heitir Shep- hard, sem tillöguna samdi og bar upp og eru lögin kend viö hann. 65 greiddu atkvæÖi meö tillögunni, en aö eins 20 á móti; og þaö þótti mestum tíðindum sæta aö margir þeirra sem áöur höfðu verið ándstæðir vinbanni greiddu tillögunni atkvæði sitt. Með tillögunni voru 29 samveldismenn fRep.J og 36 sérveldismenn ('Dem.j, en á móti 8 samveldismenn og 12 sér- veldismenn. Tillaga kom fram um það að vin- sölum væri borgað fyrir þær eignir, sem féllu úr notagildi við lögm, en það var felt íneð 50 atkvæðum gegn 31. Önnur lillaga kom fram um það að einungis skyldi banna tilbúning og sölu sterkra drykkja, en leyfa öl og léttari vín. Sú tilíaga var feld með 57 atkvæðum gegn 22. Lögin koma í haust fyrir neðri deildina og er enginn efi á því að þau verði samþykt þar með miklum meiri hluta. Algert áfengisbann er því sama sem fengið í Bandarikjunum. Lœknir yðar segir yður að Iyfseðlar yðar séu áreiðanlegar fyltir hjá oss en annar- staðar. Tvisvar er farið yfir hvern einasta lyfseðil og lyfið er sett upp af prófgengnum lyfjafræð- ingi sem treyste má á- valt og æfinlega. Vér vitum að þér kunnið að meta þcssa afgreiðslu og vér óskum eftir tækifæri að sanna yður þetta. The Sargent Pharmacy 724 Sargent Ave. Slmi S. 4630

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.