Lögberg - 23.08.1917, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.08.1917, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1917 e « fræknasti þátítSarmaÍSur á ísland á ættjörÍSina. Og sá vestur fluttur ís- lendingur er aðhyllist þá andastefnu Magnúsar gamla Stephensens, aC þjóöerniS geri minst til, bara að mönnurn lí'ði vel og maginn sé fullur og gera vill hvern íslenzkan kirkju- turn að Vestur ísl. vindmylnu, verður sízt betri Vesturheimsmaður, eða maður, fyrir þá skoðun. Hún er ná- skyld hinni gömlu skynsemistrúar- skoðun, að trúin sé að eins nauðsyn- leg til að halda dónunum í skefjum. Þjóðerni, eins og faðerni, er ein- hvers virði. Og “út vil ek,” — til íslands, kvað Snorri Stt^rluson forðum, er hömlur v'oru lagðar á heimferð hans. — Út- Ienda hirðlífið fullnægði honum ekki. Líklega blygðast fáir Islendingar sín fyrir, að sitja við fætur Snorra, hvað íslenzka tungu og heimhug snert- ir, — enda bótt þeir teljist gildir menn við erlend hirðlíf. Shakespear lætur Brútus segja, eftir víg Sesars, að hann hafi unnið að því vígi, ekki vegna þess að hann ynni Sesar minna, heldur af því að hann elskaði Róm meira. Svona spyr hann: “Who is so vile he Qould not be a Roman?” — Hver? “Heima segi hann sig.” — Ymislegt er víst aT> okkur íslendingum, en fáir munu svo þýkyns, að afneita, fúsum vilja, þjóð- erni og máli. Inn við beinið erum við líklega allir íslendingar. •— Enda íslenzkum hestum er talið það til gildis, að þeir hlaupi sjaldan frá hús- bændum sínum, er af baki detta, héldur bíði þeirra. Hvað má þá ekki ætla íslenzkum mönnum, gagnvart ættmönnum og ættjörð ? —■ Sá Vestui- íslendingur rekur ekki kyn sitt til kappanna, er ekki kominn af Agli eða Njáli, á ekkert skylt við Gunnar né Snorra, Eggert né Skúla, Jón Arason né Jón Sgurðson, segi hann ekki að dæmi Tófa hins hertekna, er þeir Gunnar og Kolskeggur hittn við Ey- sýslu: “Ek em danskur maðr at ætt, ok v'il ek at þú flyttir mik til frænda minna.” Það eitt kaus Tófi fyrir þjónustu sína. Að kannast við sitt íslenzka ætterni, og flytjast i^öllum skilningi nær frændum okkar, sé hin þjóðernislega trúarjátning allra Vest- ur-íslendinga. Eitt Vestur-íslenzkt skáld hefir ný- lega kveðið: “Sú eina, sanna lífsins leið á jörðu, er leiðin heim.” Það er ágætlega kveðið og enn betur hugs að. Eina sanna lífsleiðin liggur heim. Og allir íslendingar á heim- leið, — öll tvístruð, týnd börn íslands, sem sóað hafa einhverju af lífsarfi sínum, í fjarlægum löndum, á heim- leið.— Islendingar fyrir fsland! Island fyrir fslendinga! Allir íslendirigar geta átt Island — allir. Um það eitt, geta þeir verið “allir eitt.” — Um það gæti íslenzk óeining orðið að eining. Island heimilisréttar landið okkar, — f rið- aður, heilagur reitur hverjum íslend- ingi. Þar er hugurinn hagvanur, þangað er hann alt af að strjúka. I þeim andlegu átthögum dafnar hann bezt. Vel veit eg af þeim meðal ís~ lendinganna “er héldu út í heim til hallanna, úr moldarbænum,” síðastlið- in 40 ár, er muna bezt kulda móður- jarðarinnar, eða mannanna þar, fanst dalurinn þröngur, jörðin ófrjó, sjór- inn hættulegur, veðurátt hörð,, bygðir. strjál, samgöngur ógreiðar, samlíí manna fátæklegt, stjórnin ill, em- bættismenn óíslenzkir og verzlunar- okið útlent. “Hún agar oss strangt,” kunna þeir, en muna siður að “hún rheinar alt vel.” — Til eru þeir, sen; misskildu móðurkærleikann og föð- uragann. Og nú ætti okkur að vera orðið það ljóst, að námið á þessum íslenzka harðinda-háskóla hefir reynst notadrjúgt. Líf og lundareinkunnir þeirra, er þar “mentuðust,” er lausara við það tildur, er mesta áherzlu legg- ur á hið ytra og gerir mennina að dægurflugum. Iðgjöld útlendrar menn- ingar hafa stundum reynst íslend- ingurn útgjalda megin. En hið ís- Ienzka arfalóð aftur oftast gefist vei á vogarskál lífsreynslunnar, — útgerð- in íslenzka, veganesti fátæklinganna i fjallgöngum Jífsins, reynst nota- drjúgt. — Barnsskórnir voru oftast bundnir vel og dyggilega, reynast von- andi háv'aðanum helskór, — endast ti! æfiloka. Vonandi vex hinn islen^ki stakkur með okkur, í líkingu við hina fögru frásögn um föt ísraelsmanna, er ^ungir fóru af Egiftalandi, og uxu með þeim á eyðimerkur ferðinni. Og hinn íslenzki stakkur er að vaxa ísland er að batna, þjóðin að þrosk- ast. Faxi sagði forðum: “Þetta mun mikit land er vér höfum fundit.” Hin- ir víðförlu forfeður töldu landkosti góSa á íslandi. Lang oftast leituðu þeir til íslands, heim, frá útlöndum, og báru þar flestir beinin. — Nú er þó landið okkar meira og kostir þess betri. Einstaklingarnir þroskast þar ekki síður en í blómareit hinna “betri” landa. Andlegir gerlar þola illa is- lenzkt stórveður Vindsvalur, faðir Vetrar, lætur útlenda ómensku og spilling frjósa í hel, vogi hún sér út fyrir kaupstaðina fsbr. B. Th.J “En megnirðu’ ei börn þín frá vondu að vara, og vesöld með ódygðum þróist þeim hjá.” Þáð er landið sem v'erið hefir lif- steinn þjóðarinnar. Berið ísland saman við umheiminn siðari árin, sem við höfum dvalið fiarri því, enda 3 síðustu árin. Þar scunda allir friðsamlegt frimfara- starf, en menning heimsins le>kur á reiðiskjálfi. Þar lesa menn “ííeljar- slóðarorustu,” erlendis er hún leikin. Flugumýrar-brenna er flutt úr landi. Helvíti er ekki lengur i Hekln. •— eins og Daniv kendtt. Einnig er bað flutt. — Frændvíg og fólkorustur tiðk- ast nú utan íslands. Hefir ekki guð sett landið okkar og þjóð og tungu sem útvörð menniugarinnar í Norðri, þar sem mest reið á? Erindi Islands og íslendinga i lieimslifinu , land- vörn menningarinnar í Norðri, ei ekki erfiðislaust. Köppúm cinum er fengið slíkt iilutverk. Og sæmilega hefir það vcrið rekið að fornu og nýju, — ekki sízt af nútíðinni. Skamt er síðan Jónas^Hallgríms- son spaugaðist að þjóðinni, sem ætl- aði að eignast skip, þó enginn kynni að sigla. Nú lifa landsmenn fyrir sinn eigin skipastól. Frá Reykjavík .til New York er hinn síðasti áfangi ís- lendinga. Gamanerindum lárviðar- skáldisns um, að vlkja til Vínlands hins nýja, — og hafa bara á Islandi í seli, má nú réttilega snúa við, með Vínland sem selstöð íslands. Verk- legar umbætur blasa hvervetna við, brýr og bættir vegir, vélar á landi og sjó. Þjóðsagnaskáldskapurinn er að rætast. Hv'er hóll bygður. Klettarnir hallir. Árnar, fossarnir, bæjarlæk- irnir töfra lindir. Seiðhjall á hverj- um bæ. Dvergar og dvergasmíði um alt. Landið, hvað þá híbýli manna lýst og hitað, rutt og ræktað með rafafli. Menn talast við af tindum fjallanna og ferðast um láð og lög, líkast Sæmundi fróða. Og þetta er enginn draumur. Þjórá ein hefir meira notfært afl en Niagara. Raf- afl verður Já ódýrara á íslandi en það er nú ódýrast utan íslands. Með því verður áburðarefni unnið úr loft- inu, að dæmi Norðmanna. Og segið mér hvað Suðurlands-undirlendið, og ísland, getur þá framleitt. Framtíð Islands er flestum óskiljanleg fram- fara framtíð. Eg tel það mikilsvert að fundist hafa kol og járn á Islandi. Hitt tel eg þó þýðingarmeira, að þjóðin hefir fundið sjálfa sig. Svo nú er eg helzt farinn að trúa, að rætast muni á land- inu okkar, það sem í Völuspá stendur: Og þá munu gidlnar töflur í grasi finnast,—• töfiur þær, er Æsir týndu, er hið illa kom í heiminn. Aldrei hefir verið önnur eins á- stæða og nú að halda íslendingadag, að minnast íslands, að vera Islending- ur. Hið friðsama, einfalda, óbreytta líf ættjarðarinnar heillar til sín. Fjallkonan og fjallaþjóðin, með “bændabýlin þekku, bjóða vina til.” ísland býður dalafaðminn, fagran og frjóan, börnum sínum. Feður okkar fluttu margir vestur, vegna barnanna. Sú kemur tíð, fer ef til vill í hönd, að flutt verður aftur heim til íslands, barnanna vegna. Boðskapur þessara orða er einmitt sá, að þau, og þér, v'æru þar engu óhultari. “Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði.” Frið- leysi stór þjóðanna gerir dýrlegt frið- arlíf ættjarðarinnar. Starfslíf manna er hér of oft hvíldarlaus hringiða. Engin rökkurstund, varla tómstund. Menn þekkja naumast sjálfa sig, “líta ekki inn” hjá sjálfum sér. — Og hið áþreifanlega þroskatap, er slíku fylg- ir, hjá ýmsum í okkar hóp, er hverj- um góðum Islending hið mesta hrygð- arefni. Vel mættum vér Islendingar biðja með hinni sænsku prinsessu: “Drottinn, gjör aðra mikla, en varð- veit mig saklausa.” íslendingar allir fyrir ísland og lsland fyrir Islendinga. — landið og sjórinn, fossar og fiskiveiðar. Ein- hver ritar langt mál um að íslend- ingar leggi Grænland undir sig að nýju. En leggi þeir fyrst Island und- ir sig, — með hjálp allra Islendinga. Það er lítil hagsvon að gera útibú á Grænlandi, en tapa af auðsuppsprett- um íslands til erlendra. Þar þarf enn að vaka yfir túninu — og það af Velvakanda. Frjálsleg stjórnarskrá er holl, en hagsýn stefnuskrá er enn nauðsynlegri. Eg er rétttrúaður Is- lendingur: trúi á sjálfstjórn og sjálf- stæði lands og þjóðar. — Að þjóðin sé srná, veik og vanbúin, kemur alls ekki til greina. Gyðingar og Grikkir voru smá þjóðir. Sviss og Holland eru smá ríki. Norðurlönd eru engin stór lónd. Smá þjóðir hafa sitt hlut- verk og sinn tilverurétt eins og al- þýðumaðurinn. Friðsöm og réttvís þjóð er styrkari en vopnuð þjóð. “Sú þjóð er veit sitt hlutverk er helg- ast afl í heim.”------ Snorri Sturluson segir frá atviki í sögu Ólafs helga sem nútíðin ætti að athuga. Konungur hafði gefið kirkjuvið til íslands, og var kirkja úr ger á Þing- velli. Einnig sendi hann klukku mikla og vingjafir ýmsum höfðingjum. “En í þessu vináttumerki er konungur gerði íslandi, bjuggu enn fleiri hlutir er síðar urðu berir,” segir sagan. Ekki leið á löngu að konungur þessi sendi Þórarinn nokkurn Nefljótsson til íslands með “kveðju Guðs og sína, sælum og veslum.” Hét hann íslend- ingum konunglegri hylli og gæðum Noregs, ef Norðlendingar vildu gefa konungi útsker, er menn kalla Gríms- ey.” Guðmundur ríki flutti þegar mál konungs og fylgdu honum margir. Vinmæli konungs og útlend gæði urðu þyngri á metum en útskerið. Þá var til kvaddur Einar, bróðir Guð- mundar. Talaði hann máli íslands: “Ef landsmenn vilja halda frelsi sinu -----þá mun sá tilvera^ að ljá kon- ungi einskis fangastaðar á,-------um landeign hér,” — og ef Grímsey er laus látin “ætla eg mörgum kotbú- öndunum rnuni þykkja þröngt fyrir durum.” Og íslendingar létu ekki útskerið. Vit Einars kom í veg fyrir það. Bræð- urna kann enn að greina á um ýms mál er ísland snerta. En þá finst æðimörgum af almúganum islenzka þröngt fyrir dyrum, — og verður þungt um andar'dráttinn, er útskerið okkar, eða eitthvað af því, skal falt látið fyrir erlend “gæði,” — eða eí vér förum þjóðernislega að líkt Sig- urði Breiðfjörð, er hann skifti konu sinni fyrir hund. Skáldið þjóðrækna og vitra, er kvað “Eldgamla Isafold,” lét eftir sig ann- að kvæði, er eg vil minna á. I eldri útgáfu ljóða hans heitir það: Suður- lönd og Norðurlónd. I síðari útgáf- unni heitir það eftir einhverri kon- unglegri tilskipan. Höfundurinn kveð- ur þar fagurlega um, að áður en afi Skjaldar og Óðins faðir lifðu, hafi víkingar leitað Suðurheima. En við það hafi norræn einkenni, karlmenska og kostir biðið tjón. Þá kemur til sögunnar kappl er Vetur nefnist, í- mynd íslands, í silfurfjölluðum feldi settum fögrum hrímsteinum og vegur með íturhvössu ísspjóti, ónýta og ó- gilda menn, er sunnar búa. Hin fögru suðrænu sólarbörn eru úrkynja af hóglífi og þola því engan samanburð við hin norrænu systkini, er eldur og ís bauð sitt fóstur. Og kvæðið endar þannig: “Hvorn skal nú meta meira, manns huga, ver eður jarðar? Skulum vér rækja rikar rós, en norðurLjósin? Eða virða meir vísi vellystar eður hreysti? Hún oss heldur í gildi, hin oss linar til bana.” Þessi hógværi samanbufður Islands við umheiminn, þessi ágæta íslands- vörn Bjarna, ætti að reynast sann- færandi afturhvarfs prédikun öllum þeim sem hafa af-íslenzkast. Eða er blíða og blomi jarðarinnar meira virði en heilbrigði mannsandans? Er rós- in norðurljósunum meiri? Er vísir vellystar, hóglífið, hreystinni betra? Er það ekki betra, sem heldur mann- gildi sálar og líkama við, en hitt sem Iinar til bana? Og hallast virkilega á ísland, þegar alt er sanngjarnlega athugað? Verður ekki þetta útsker átthaganna æði dýrmætt við saman- burðinn? Og hver er sá góður mað- ur er afneitar henni móður sinni, þó hún væri ekki lengur á æskuskeiði, né klædd að nýtizku sið? Hver, sem ekki rétti henni hönd og hjarta? Og þó finst mér oft að meira væri leitað að mjólkurá, sem týndist úr kvíum, þegar eg var smaladrengur heima, en við nú gerum á þroska- skeiði til að safna öllum Islendingum saman um ættjörðina okkar og ætt- jarðarmálin. 1 Rómverski riddarinn spurði forð- um: Sá maður sem ekki vill berjast fyrir Rómaborg, — fyrir hvaða borg vill hann berjast? Við niðurlag þessara orða sný eg þeirri spurningu til allra íslenzkra ættmenna kappanna, erfingja skáld- anna, þvi hver er sá íslendingur sem eigi vildi bera röggvarfeld feðra sinna og vinna eitthvað íslandi til sæmdar? Sá íslendingur, er ekkert vill gera íslandi og íslenzkri menn- ing til vegs og varnar, fyrir hvað mun hann berjast dyggilega? Eg er sízt fæddur “lofðungur máls- ins” okkar íslenzka, — stend hér miklu fremur málhaltur er minst skal móð- urjarðarinnar. En trú mín á ísland, íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu er mér heilagt alvörumál. Eg hefi hér talað af því eg trúi. Ungur festi eg ást við ísland og gamall verð eg er eg gleymi því. Eg harma það ekki með öllu, þó ár mín fækki. Hitt hryggir mig, geti eg ekki, enda á elleftu stundu, unnið eitthvað gagn hinni ástkæru ættjörðu og því, sem hún táknar mér, — að eg á að eins eitt ófullkomið líf, sem Nathan Hale, að færa fósturlandi minu. Fyrir 43 árum, 2. ágúst 1874, safn- aði leiðtoginn okkar mikli og íslands- vinurinn ógleymanlegi, dr. Jón Bjarnason, Vestur-Islendingum sam- an á hina fyrstu vestur-íslenzku sam- komu, — hinn fyrsta fslenditigadag í Ameríku. Og síðustu orð þessa manns, út af minningu Hallgríms Péturssonar, orð er hann reit með hvíldum á sínum dánarbeð, er dauðinn var að taka af honum pennann, geri eg hér að síðustu orðum til landa minna: “bað sem er gott og íslenskt og frá Guði, — landið, þjóðernið, tungan — má aldrei týnast né glatast.” SORGIR i. Hann var auðugur landsölumaður i Winnipeg; sólin brosti við honum á heiðum himni fjárhagslegrar gæfu; hann lifði hvern dag í dýrðlegum fagnaði og klæddist dýrum klæðum. Heimili hans var aðsetur allsnægta og fagnaðar. Stríðið skall á; eignir lækkuðu i verði; auðfélögin gengu eftir sínu, hann reyndi að halda öllum 'eignum sínúm og tapa engu. Skuldastakk- urinn þrengdist dag frá degi og hann vissi tæplega hvernig hann átti að snúa sér. Hann hafði vanist á að Iifa eins pg auðugur lávarður og hélt þvx áfram, en kringumstæðurnar leyfðu það ekki; en hann var ekki nógu sterkur til þess að hefja sig yfir kringumstæðurnar; ekki nógu sterkur til þess að horfast í augu við heiminn, þegar hann hafði hrapað nokkrar tröppur niður í fjárhags- stiganum.------ Hann fór vestur til éaskatchewar. — átti þar land nálægt bænum Quil! Lake. Menn voru þar á gangi og fundu hann að kveldi þess 15. þ. m., örendan úti í haga; lá hjá honutn byssa, en skot var í gegn um höfuðið. Maðurinn hét Charles Vokes. — Ekkjan syrgir heima með sex börn. ' —^ vafasamt þykir að hann geti losnað frá söfnuðum sínum á Kyrrahafs- ströndinni. PANTAGES “Mercedes” hinn mikli levndar- j dómsleikari kemur þangað næstu viku. Sömuleiðis verður þar “Vran Cello” og “Cook and Lorenz”, tveir mestu skopleikarar sem komið hafa á leiksvið. Með “Mercedes” verður Mlle Stan- ton, sem er miðill. DOMINION- “The Little American” verður leikinn þar næstu viku. Þ'ar leikur Douglas Fairbanks. “Doæn to Earth” heitir nýjasti leikur hans og verður II. Hann var lögmaður; hafði brotist í gegn um erfitt nám og lagt á sig alls konar þrautir og skort. Af því hann var sv'artur á hörundslit gengu þeir fram hjá honum, sem útvortis voru hvítir og gerðu gys að honum; eftir að stríðið hófst hafði hann litið að gjöra; hann kom norður til Winnipeg sunnan frá Bandaríkjum og átti heima að Banningf’St. Hanr, fékk sér atvinnu sem veitingamaður á skemtibáti, sem fór eftir ánni. A fimtudaginn var hann staddur úti á skemtistöð (Grand Beach) ásamt mörgu fólki. En þótt hann horfði á hundruðin og jafnvel þúsundirnar af kátu og hlæjandi fólki var hann al- einn. Gleðin á andlitum fjöldans; sumar- dýrðin og unaðsraddir náttúrunnar sköpuðu honum djúpa hrygð; hann vissi ekki af hverju; en hann fann það að allar tilfinningar hans urðu að sterkum straumöldum, sem rák- ust hver á aðra; hann átti engan vin — var aleinn. — Og hann tók byssu upp úr vasa sínum og skot reið af sem fjöldinn heyrði; hann var flutt- ur til Winnipeg, þar liggur hann nú á sjúkrahúsi, blindur á báðum aug- um æfilangt, en kemst til lieilsu að öðru leyti.—Maðurinn heitir William Franklin. Séra Sigurður Ólafsson. hann sýndur á Dominion. Næstu viku verður sérlega vandað til alls á leikhúsinu. Walker. Cunníng og félag hans hefir vald- ið svo mikilli aðsókn að Walker leik- húsinu að það hefir verið fengið til þess að vera aðra viku til. Alveg nýir leikir næstu viku og síðdegis leikur þrisvar, miðvikudag, föstudag og laugardag. Á föstudag- inn aðeins fyrir kvenfólk. Vikuna sem byrjar 3 september verður leikið “The Ship”, sem er áhrifamikill myndaleikur; siðdegis sýning á hverjum degi. WINNIPEG. ‘ The Turning Point” v'erður leikið þar þessa og næstu viku. Er það á- líka frægur leikur og ‘,‘The Lion and the Mouse” eða “The Fighting Hope”. Þessi Ieikur er þrunginn af heil- brigðum lífskenningum og ættu allir að sjá hann sem geta. OANAÐOI FWEST THEAIW ALLA ÞESSA VIKU OG ALLA NÆSTU VIKU Eftirmiðdegis sýningar á föstudögum Hann hefir þjónað íslenzku söfn- uðunum í Minnesota í sumar síðan um kirkjuþingið. “Minneota Mascot” segir frá því í vikunni sem leið að hann sé" á förum, en að söfnuðirnir í Minnesota séu að kalla hann til prests- embættis, vonast þeir eftir að hann taki kölluninni, því hann hefir áunn- ið sér einróma vináttu og traust; en og laugardögum. Töfra og missýningamaðurinn CUNNING og nútíðar undra-sýninga félag hans. Hrífandi missýningar—undursam- legar missýningar. Verð. Að kveldinu: 75c, 50c og 25c. Eftirmiðdag: 50c og 25c. — ■ ..........." ---------------> , Ull Og . . . . Ef þú 6skar eftir fljótri afgre.ðslu og hnsta verði fyrirull og loðskinu, skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. \ IðLIKIK Ingibjörg O. Anderson, Geysir, Man................50 Sveinbjörn O. Anderson, Geysir, Man...............25 Björgvin O. Anderson, Geysir, Man.................25 Margrét A. Ólafsson, Mary Hill....................50 Sigríður Helga Hjalmarsson, Walhalla..............10 Margrét Ruby Hjálmarsson, Walhalla................10 Jóhanna R. Hafliðason, Blain......................25 Gróa Hafliðason, Blain............................25 Guðmundína Ó. Hafliðason, Blain................ .25 Ingibjörg Hafliðason, Blain...................... 25 Helcna Thorson, Dolly Bay.........................50 Haukur Thorsson, Dolly Bay........................25 Edwin Baldur Thorsson, Dolly Bay..................25 Gardar Haraldur Thorsson, Dolly Bay............ .25 Ásta Helgason, Iclendic River.....................25 Helgi Helgason, Icelandic Riv’er..................25 Jóhannes J. Helgason, Icelandic River.............25 Jónína E. J. Helgason, Iclendic River.............25 Jóhannes Reykdal, High Prairie, Alta....... .50 Jónatan Reykdal, High Prairie, Alta...............50 Eiríkur Stefánsson, Hensel, N. D.............. • -10 Dóri Stefánsson, Hensel, N. D.....................10 Skúli Stefánsson, Hensel, N. D....................10 Safnað af sunnudagaskóla Péturssafnaðar Svold N. Dak. Ásgeir Sturlaugsson.............................. 25 Björn Sturlaugsson............................... 25 Jón Sturlaugsson................................. 25 Jóhanna Sturlaugsson..............................20 Thorvarður Thorvarðsson...........................25 Gunnlaugur Thorvarðsson......................... 25 Anna Thorvarðsson................................ 25 Pálina Thorvarðsson .. .........................25 George' Thompson..................................10 Rose Thompson................................... 10 Ben Thompson......................................10 Tom Thompson......................................10 i Sigriður Dalsted ... ......................... .10 Rose Dalsted......................................10 Sigríður A. Dinuson............................. 30 Thorbjörg L. Dinuson............................. 15 Paulina Dinuson................................. 15 Jónatan Björnsson.................................10 Björn Björnsson...................................25 Tryggvi Björnsson ................................25 Margrét Björnsson.................................25 Guðmundur Björnsson...............................10 Kristján Björnsson .. .'..........................10 Kristján Guðjónsson .. . .........................10 Óskar Guðjónsson..................................10 Sesselja Guðjónsson.............................. 10 Theodöre Hannesson............................... 25 Ragnar Hannesson........... .. >..................25 Jón B. Hannesson............ I............. .. .10 Pálmi K. Hannesson................................10 Sigrún Hannesson...............................t .10 Finnbogi F. Hannesson .. .........................10 Mr. og Mrs. J. Hannesson...................... 1.00 Guðjón Jackson....................................15 Elín Magnússon ..'................................20 Guðrún Mvres.........................................15 Josephine Myres..................................... 10 Lára Sturlaugsson....................................25 Kristján D. Dinuson................................. 25 Kristín Thorvardson................................ 50 Bertha Thompson .. 10 , Harney Thompson.................................... .10 Jón Jónsson....................................... 25 Sigríður Thorvardson.................................25 Hinrik Hannesson.....................................30 Ólöf Eiríksson, Wild Oak............................ 50 Aurora Johnson, Wild Oak...........................25 Davið Egilsson, Wild Oak...........................50 Sveinn Egilsson, Wild Oak...........................50 Syafa Egilsson, Wild Oak...........................50 Wilfred Eastman, Wild Oak ...........................10 Eiríkur Esfeld Wild Oak............................ .55 Friðfinnur Esfeld, Wild Oak..........................25 Steini Esfeld, Wild Oak..............................25 Thora Lingholt, Wild Oak.............................50 Anna Lingholt, Wild Oak..............................50 Sigurður Ingimundarson, Wild Oak .. .. .. .. .. .25 Lily Erlendsson, Wild Oak............................25 Helga Bjarnarson, Wild Oak...........................25 Guðlaug Bjarnarson, Wild Oak.........................25 Sigurlín Johnson, Wild Oak...........................10 Ólafur Olson, Wild Oak...............................10 Johanna Thompson, Wild Oak...........................15 Guðjón Isfeld, Wild Oak..............................10 Ethel Isfeld, Wild Oak...............................15 Safnað af sunnudagsskóla Péturs-s., Svold, N.D.: Pálín Dinuson...................................’. .15 Ólöf Egilson, Wild Oak...............................50 Wilfrid Eastman, Wild Oak............................10 Eiríkur Isfeld, Výild Oak......................... .55 Friðfinnur Ísfekí, Wild Oak .........................25 Steini ísfeld, Wild Oak..............................25 Sigríður Sigbjörnsson, Leslie........................20 Guðrún Sigbjörnsson, Leslie..........................20 Jóhanna Friðbjörg Sigurbjörnsson, Leslie .. .. .20 Lára Sigurjónsson, Cypress River.................. .10 Sigurður Sigurjónsson, Cypress River.................10 Jón Sigurjónsson, Cypress River.......................10 Eggertína Sigurjónsson, Cypress River................10 Guðmundur Backman, Cypress River.....................10 Kristjana Backman, Cypress River.....................10 Inga Johannesson, Cypress River......................20 Steini Johnson, Cypress River........................10 Lára Johnson, Cypress River..........................10 Björn Walterson, Cypress River.......................25 Andrés Walterson, Cypress River......................25 Guðmundur Sveinsson, Cypress River...................10 Ottó Sveinsson, Cypress River..................... .10 Sigríður Sveinsson, Cypress Riv'er.................. 10 Sigurrós Oliver, Cypress River .. ... ...............25 Alls......................$ 35.55 Áður auglýst .. .. .., .. 129.30 Nú alls .... .. V,........164.85 SOLSKIN Barnablað Lögbergs. H. ÁR. WINNIPEG, MAN. 23. ÁGÚST 1917 NR. 46 Vesturlandið, landið mitt landið margra bjartra daga; upp við blessað brjóstið þitt böm þín verma höfuð sitt; sumarklæði sólskinslitt sveipar þína blómgu haga. Vesturlandið, landið mitt, landið margra bjartra daga. Spyrji menn um björg og brauð bendir gæfan þeim í vestur, landið mitt á alls kyns auð, —enginn þarf að líða nauð— öllum heimi hingað bauð, hér er enginn talinn gestur. spyrji menn um björg og brauð bendir gæfan þeim í vestur. Sig. Júl. Jóhannesson. Vetrarbrautin. Séra Jónas. Sigurðsson prédikaði í Skjaldborg í Winnipeg í sumar og sagði þar undurfagra sögu, sém sögð var í kvæði eftir Zakarias Topelius. Kvæðið heitir “Vetrarbrautin,” og efnið í því er svona: Piltur sem hét Súlamit og stúlka sem hét Salami voru trúlofuð og þótti fjarska vænt hvoru um annað. En fyrir eitthvað sem þau höfðu gert rangt hegndi guð þeim með því að lofa þeim ekki að búa saman. þegar þau dóu fengu þau ekki heldur að vera saman. J?au voru látin vera sitt á hvorri stjömu og ákaflega langt á milli. En þau mundu hvort eftir öðru og hugsuðu hvort um annað og þótti vænt hvort um annað. Og þau voru altaf að hugsa um það hvort í sínu lagi hvem- ig þau gætu komist hvort tjl annars. Svo var það eitt kveld að Súlamit var utan við sig af leiðindum á sinni stjömu og Salami eins á sinni. Hann horfði út í geiminn og sá ótöluleg- an fjölda af stjömum, sem vora í himinhafinu, eins og glóandi gullsteinar, og honum datt í hug að gaman væri nú að reyna að taka þessa fallegu steina—stjörnumar—og byggja úr þeim brú yfir þangað sem hún Salami væri. En það skrítnasta var hitt að einmitt sama kveldið lá líka illa á Salami og henni datt alveg það sama í hug og þó vissi hvorugt af öðru. Og svo byrjuðu þau bæði á sama tíma að byggja brúna og gekk ljómandi vel. Hún bygði út frá sinni stjörnu og hann út frá sinni. En vegurinn var ósköp langur og þau héldu áfram að byggja í þúsund ár. Að þessum þúsund árum liðnum voru þau rétt að kalla 'búin með brúna; en þá sárnaði “þeim gamla”; hann vildi ekki láta þau Súlamit og Salami ná saman, því hann vissi að þeim mundi þá líða vel — En hann vildi ekki að neinum liði vel. Hann fór þá til guðs og þóttist gera það í góðu skyni að vara hann við þessu: “Sérðu hvað þau eru að gera hann Súlamit og hún Salami ?” sagði hann. “Ætli það væri ekki varlegra fyrir þig að líta eftir þeim ?” pá hló guð svo innilega, þegar hann sá hvað ástin var sterk hjá þessum ungu elskendum, að dýrðlegt ljós leiftraði um alla himingeimana og hann sagði: “Guð aðskilur þá aldrei, sem svona heilög ást tengir saman.” pá hvarf sá gamli. En þegar brautin eða brúin var fullgerð, þá mættust þau Súlamit og Salanii og föðmuðu hvort annað og þau hafa altaf staðið í faðmlögum á miðri brúnni síðan. En ljómandi stjarna birtist rétt yfir höfðum þeirra til þess að vitna um sak-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.