Lögberg - 23.08.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.08.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1917 ITcigberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mzui. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor I. J. VOPNI, Business Manager Otanáskrift til blaðains: THE COLUtyBIA PI{ESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, IHaq. Utanáskrift ritstjórans: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winniptg, ^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Eldraun. “Ekki reynir á kappann fyr en á hólminn er komið”, segir fom íslenzkur málsháttur. petta á ekki einungis við um einstaklinga heldur um félög og stofnanir. J7að er auðvelt að sigla djarft þegar sléttur er sjór; til þess þarf ekkert afburða skip og engan æfðan stýrimann né hugrakkan formann. En þegar öldurnar rísa hvítfextar og fnæs- andi eins og þær hóti að steypa sér yfir fley og farmenn og sökkva öllu í sæ, þá reynir á kjarkinn þá er bæði skip og skipshöfn í eldraun, sem annað- hvort verður til þess að fordæma hvorttveggja, sem óhæft eða sannfæra um styrkleika og stað- festu. “Sá er vinur, sem í raun reynist,” segir ann- ar fom íslenzkur málsháttur, og er hann ekki síð- ur sannleika þrunginn en hinn. Vináttu margra manna og fylgi er 'þannig háttað að því má treysta að eins á meðán ekkert reynir á; meðan á engri vináttu og engu fylgi þarf að halda. pá brosa hinir svo kölluðu vinir og heita öllu fögru. í annari grein er minst á Pétur, sem sór það og sárt við lagði að hann skyldi aldrei afneita meistara sínum, en misti kjark þegar óvinimir nálguðust og vildi þá ekki láta hina voldugu vita að hann þekti “þennan mann.” pannig eru margir vinir; jafnvel sannir vin- ir; þá brestur hug og þrek til þess að standa þá upp og vitna fyrir vini sína þegar þeim ríður mest á og flest gengur á móti. Blöðin eiga að vera og þykjast vera vinir fólksins, þau þykjast tala máli þess og þau eiga að gera það. Og flest blöð myndast við að tala máli fólksins, að minsta kosti á yfirborðinu, þegar þau þurfa ekkert að leggja í sölumar fyrir það. En það er einmitt með þau eins og vinina, að á tímum neyðarinnar reynir á það hvort blöðin eru þjóðinni holl eða þau em beitt og eitruð vopn í óheilla höndum. Á yfirstandandi tímum hefir reynt á það fremur en nokkru sinni fyr hvaða blöðum fólkið má trúa og treysta og hvaða blöð það þarf að varast. Aldrei hefir verið eins þýðingarmikið mál til umræðu vor á meðal og einmitt nú. Aldrei hefir þjóðinni riðið eins mikið á því að blöðin hennar væm henni sannir og trúir vinir, sem héldu hlífiskildi fyrir henni og verðu rétt hennar. Aldrei hefir verið eins hörð omsta háð milli þjóðfrelsis og hnefaréttar, milli þjóðfrelsis og ein- ræðis, rfiilli harðstjómar og lýðstjómar.. Flokkur manna — auðmenn landsins úr öll- um flokkum — hafa notað stríðið, sem yfirskyns- blæju til þess að reyna að svifta fólkið þeim rétti að fá að kjósa sér stjóm. pessir menn hafa ætl- að að hrifsa öll völd sér í hendur, sitja áfram kosn- ingalaust og skella á herskyldu óaðspurt. Og hvemig reyndust svo blöðin, vinir og vemdarar þjóðarinnar þegar þenna ófögnuð bar að höndum? Tóku þau upp sverð hinna réttlátu vama til þess að koma í veg fyrir gjörræðið? Reyndu þau að bjarga þjóðinni úr hör.dum harð- stjóranna? Töluðu þau máli fólksins? máli hins fótumtroðna ? Nei, fjarri fór því. Blöðin gengu flest öll í lið auðvaldsins og hnefaréttarins. pau gengu flest öll í lið með óvinum þjóðarinnar og börðust gegn henni. Vér sögðum flestöll. En frá þessu voru fáar undantekningar. Svenska blaðið og norska hér í bænum hafa drengilega haldið upp vöm eins og norrænu blóði sæmdi. En hvemig hafa blöðin okkar fslendinganna verið? hafa þau haldið hlífiskildi eftir mætti fyrir rétti þjóðarinnar gegn hnefarétti hinna fáu? Hafa þau verið nógu frjáls og nógu hugrökk til þess að krefjast atkvæðis fyrir fólkið eða hafa þau verið soppar í hendi hinna stóru, sem þau hafa hræðst og afneitað þjóðinni; fólkinu? Framtíðin dæmir um það þegar stríðið er búið og æsingarnar horfnar og yfirvegaðir dómar verða feldir yfir þeim tveimur blöðum, sem ís- lendingar áttu hér á tímum eldraunanna, þá sést það hvort þeirra var blað fólksins og hvort var blað hnefaréttarins. pá veit það hvommegin æsingamar voru og hvoru megin sanngimi. pá sést það hvort blaðið kom hreinna út úr þeirri eldraun sem nú stendur yfir. peim dómi sem framtíðin kveður upp “í ró og flæði” er “Lög- berg” reiðubúið að hlíta. Af veikum mætti. pegar heilbrigðir menn og hraustir byrja á fyrirtæki og láta almenning vita af því; leita við- skifta manna og að því leyti liðsinnis, þá verður árangurinn eftir því hversu marga sá þekkir, sem hlut á að máli. Að nokkru leyti fer það þó eftir ýmsu öðm; t. d. er það ekki otítt að sá fái betri og almennari undirtektir, sem mikið fé hefir undir höndum, en hinn sem lítið hefir umleikis. Með öðrum orðum, sá sem síður þarf aðstoð- ar manna fær hana oft fremur en hinn. pó eru frá þessu undantekningar, því fólkið er í sjálfu sér sanngjamt í insta eðli. pað er verzlunarandi landsins, sem veldur því að fremur er keypt hjá hinum stóra og auð- uga Eaton en hjá Guðmundi Jónssyni eða ein- hverjum öðrum fátækum manni sem við lítil efni styðst og af veikum mætti reynir að bjarga sér. pegar um fatlaða menn er að ræða, mun ó- hætt að halda því fram að margir telji það skyldu sína að beina heldur til þeirra centi af viðskiftum sínum, en frá þeim, ef því fylgir ekkert sýnilegt tap. En það er svo margt, sem við göngum fram hjá án þess að veita því eftirtekt; margt sem við vitum ekki af þótt það sé nálægt og jafnvel skylt. pegar vér komum hingað fyrir tæpum 20 árum, var oss sagt að nokkrir íslendingar verzl- uðu hér af veikum mætti, því þá voru allir fátækir. Oss var sagt að það væri svo að segja ófrá- víkjanleg regla að kaupa alt hjá þeim, sem hægt væri og þeir hefðu til. “pað er ekik nema sjálf- sagt að láta landann sitja fyrir öðrum,” sögðu þeir. Oss fanst þetta einstaklega fögur hugsun og lofsverð regla, sérstaklega vegna þess að það var tekið fram að þessir íslendingar, sem verzluðu gerðu það af veikum mætti. En svo fóru landamir að auðgast og þeir urðu vanir við það að verzla við stóra menn og sterka; við þá sem ekki verzluðu af veikum mætti og oss finst að hinar næmu tilfinningar í þeim efnum hafi sljófgast af tönn tímans eins og Bene- dikt gamli Gröndal kemst að orði. Vér eigum enn þá landa vor á meðal, sem reyna að verzla af veikum mætti eins og þeir gerðu hér í fyrri daga. En er því eins samvizku- samlega fylgt að verzla viþ þá fremur en aðra og áður gerðist, á meðan/vér vorum nýkomnir að heiman? Á Portage Ave. í byggingu, sem heitir Steel- bygging, er ungur íslendingur, hann heitir Charles Guðmundsson, ættaður frá Ontario. Maður þessi er svo fatlaður að margir mundu hafa gefið upp lífsbaráttuna og kastað allri áhyggju á herðar öðrum — annaðhvort sveitarfélagi eða einstakl- ingum — en þessi maður er ekki einn þeirra. Hann veiktist þegar hann var 2 ára af mænu- sjúkdómi og er því allur hálf máttvana, gengur við hækju og á erfitt umferðar mjög. En hann hefir tekið sér það fyrir hendur að selja te og kaffi í því skyni að reyna að bjargast áfram sjálfur. Vita íslendingar af þessum manni ? Vita þeir það að hér er einn landi þeirra, einn bróðir þeirra af veikum mætti að berjast þannig fyrir tilver- unni að menn geta veitt honum lið án nokkurra útgjalda? Margir fslendingar kaupa te, og enn þá fleiri kaffi, ef þeir gerðu sér það að skyldu að kaupa af þessum manni væru þeir að vinna gott verk út- gjaldalaust og fyrirhafnarlaust. Hann tekur á móti pöntunum fyrir hversu litlu og hversu miklu sem vera viEL * pað er vafalaust að ef allir fslendingar í Winnipeg keyptu kaffi sitt og te af þessum manni þá hefði hann nægilega verzlun til þess að gera hana sér að lífsuppeldi. Eitt af þjóðræknisverkum vorum í framtíð- inni þarf einmitt að vera þetta; að komast eftir hvar landar vorir eru af veikum mætti að bjarg- ast áfram og forðast að liggja uppi á öðrum og rétta þeim hjálparhönd eftir mætti. Stórkostleg hætta. f Canada hefir í mörg ár staðið yfir barátta milli alþýðunnar og auðvaldsins, millí hinna sterku og fáu annarsvegar og hinna veiku og mörgu hins vegar. ' Aldrei hefir auðvalds félögum þessa lands á- skotnast annar eins hvalreki og stríðið. f skjóli þess hefir verið svikið, rænt og stolið í svo stór- um stíl að slíks eru engin dæmi áður. í skjóli þess hafa verið bældar niður réttmæt- ar aðfinningar hinna kúguðu og rændu, í skjóli þess hefir hinn fátæki verið gerður fátækari og hinn ríkari ríkari. Tæplega birtist þannig skýrsla nokkurs auð- félags hér eða í Bandaríkjunum, að ekki beri hún með sér tvöfaldan og stundum margfaldan gróða fram yfir það, sem vanalegt hefir verið. Ágóði félaganna er ekki lengur talinn í tug- um þúsunda heldur miljónum. Á sama tíma sem einstakir menn raka þannig saman ógrynni fjár, er kreft meir og meir að allri alþýðu manna; allar vörur og allar lífsnauðsynjar tvöfaldast og margfaldast í verði, en kaupið hækk- ar sáralítið. Og þeir fáu, sem dirfast að andmæla þessum atförum eru brennimerktir sem óvinir ríkisins og kallaðir landráðamenn, æsingamenn og hver veit hvað. Allir eiga að þola alt með þögn og undirgefni; í því á að vera fólgin hin sanna ættjarðar ást, þjóðrækni og hollusta. Alls konar brögð og yfirskyn hafa verið fundin upp til þess að auðvaldið gæti náð sem föstustum tökum á fólkinu. Nú finst hnefarétt- inum vera tími til þess að taka fyrir kverkar á öllu þjóðræði, öllum sjálfstæðum skoðunum og allri mótstöðu. Á meðan verið er að berjast út á við á móti prússnesku einveldi, virðist það vera aðaltakmark ýmsra stórfiska í pólitiska sjónum hér vestra að rótfesta prússneskt einveldi og alræði heima fyrir. Tæplega er þörf á að benda á neitt 'sérstakt dæmi, þótt þau séu mörg til; þessi stefna er við- höfð svo að segja í hverju einasta máli, sem á góma ber. pó tekur í hnúkana þegar partur af frjáls- lynda flokknum, með súm blöðin í broddi fylking- ar, ganga í vanheilagt samband við afturhaldið til þess að reyna að svifta fólkið atkvæðis- og kosningarétti. Nokkrir menn hafa tekið saman höndum, sem hugsa sér að hrifsa öll völd í sínar hendur og banna þjóðinni framkvæmd sinna helgustu rétt- inda — þeirra réttinda sem í öllum löndum hefir verið barist fyrir um margar aldir og margir hafa lagt lífið í sölumar fyrir. pað er atkvæðisrétt- urinn. Kjörtímabilið í Canada er löngu liðið. pjóðin sýndi þá þolinmæði að láta það viðgangast að hún frestaði dómi sínum og gæfi þeim mönnum, sem þó höfðu reynst með öllu óhæfir, tækifæri til þess að bæta ráð sitt. Var það samkvæmt tillögu hins trúa leiðtoga hennar, Sir Wilfrid Laurier. petta traust notuðu fjárglæframennimir þannig að þeir bættu ekki gráu ofan á svart, held- ur svörtu ofan á grátt; glappaskotin margfölduð- ust og í stað þess að hinir ranglátu ráðsmenn létu segjast héldu þeir áfram í syndum sínum. Laurier sá að svo búið mátti ekki standa; hann fann að hann hafði engan siðferðisrétt til þess að leyfa frekari framlenging og krafðist því þess réttar fyrir fólkið, að það fengi sjálft að láta í ljósi með eigin atkvæðum, hvort þessari óstjóm skvldi halda áfram eða um skyldi skifta. petta var auðvitað alveg gagnstætt stefnu afturhaldsmanna; þeir vildu hafa stjórntaumana með einveldi og stríðið að afsökun fyrir því að at- kvæðin væru tekin af fólkinu. petta gerði ekkert til út af fyrir sig, ef frjálslyndir menn hefðu allir skilið köllun sína. En eins og frá var skýrt í síðasta blaði “Lög- bergs” hafa nokkrar kindur vilst inn í frjálslyndu hjörðina, sem ekki eiga þar heima. pegar til sannerlegs frjálslyndis kom tóku þær að jarma svo hátt að yfir tók alt annað. Með öðrum orðum, nokkir leiðandi menn í frjálslynda flokkum fallast á þá stefnu afturhalds manna að nú sé tækifæri að maka krókinn; nú sé ekki heppilegt að fylgja Laurier lengur; hann vilji rétt fólksins og krefjist atkvæðis fyrir það. Hann vilji ekki samþykkja að fáeinir menn taki völdin og skifti þeim með sér án þjóðaratkvæðis. petta megi ekki líðast. pessir menn koma sér saman um það, að búa sjálfir til stjórn og þing á fáveldis grundvelli og hafa engar kosningar. Ekki þurfa menn annað en að skoða nöfn þeirra manna, sem þessari stefnu fylgja, til þess að sjá af hvaða toga hún muni spunninn. Fáeinir auðmenn úr báðum flokkum hafa komið sér saman um það að taka í sínar hendur öll málefni þjóðarinnar og þjóðina sjálfa, án þess að leita samþykkis hennar eða ráða. f þétta vanhelga samband ætluðu þeir sér að ná Laurier, til þess að láta hann sefa fólkið. peir vissu og vita að hann er sá maðurinn, sem það treystii; — og má treysta. peir vissu það að ef hann fengist til þess að gánga í þessa snöru, þá væri þeim borgið. En eldraunir líkar þeirri, sem Laurier verður nú að fara í gegn um, hafa æfinlega verið þrautaprófið og sýnt það hvort maðurinn væri fylgis verður eða ekki. Og teningunum er kastað; leiðtogi fólksins lét ekki villa sér sjónir; “vík frá mér, þú pólitiski satan!” sagði hann, og hélt sína hreinu og beinu leið — og fólkið á eftir. En sumir þeirra, sem dáðst að leiðsögu hans og karki, hreinleika og einurð og trúa því að hann — og hann einn geti leitt flokkinn til sigurs og þjóðina úr glötun, eru ekki nógu miklir menn til þess að horfast í augu við hina voldugu andstæð- inga hans, þótt fáir séu. peim ferst eins og Pétri, sem í hjarta sínu og huga og í einrúmi viðurkendi Krist, en afneit- aði honum þegar óvinir hans hvestu á hann augun. pegar þeir eru í samkvæmi sinna eigin manna samþykkja þeir tiltrú til hans, fulla og ótakmark- aða; en þegar auðurinn og hervaldið spyrja þá hvort það sé satt að þeir hafi viðurkent hann, þá svara þeir og segja: “Nei, vér þekkjum ekki þennan mann.” Ef auðvaldinu í einingu við her- valdið tækist það að banna fólkinu að kjósa sér stjórn og landsmál verða að eins hrifsuð í hendur fárra fjárdráttarmanna, þá er sú hætta á ferð sem allri hættu er meiri. Ef þetta tekst nú, þá er ekki hægt að segja nema í það verði vitnað síðar og sama ráðið tekið til þess að koma fram hnefa- réttarviljanum í öðrum málum. par er mikla hætt- an. Fylgið Laurier öruggir; heimtið kosningu, heimtið rétt yðar eigin atkvæða! Stefna Laurier í stríðinu er þessi: 1. Að Canada taki þátt í stríðinu eftir föng- um þangað til það er úti. 2. Að Canada geri alt mögulegt með sann- gjömum aðferðum til þess að fá eins marga sjálf- boða í stríðið og þörf er á. ---3”~Að fari svo að ekki fáist nógu margir sjálfboðar í stríðið, þá gefist þjóðinni kostur á að greiða atkvæði um það, hvort herskylda skuli lög- leidd eða ekki. 4. Ef herskylda verði samþykt með þjóðar- atkvæði lofar Laurier því að henni verði framfylgt jafn óhlutdrægt og undantekningarlaust í öllum fylkjunum. 5. Verði herskylda feld með þjóðaratkvæði. þá skuli þátttöku í stríðinu samt haldið áfram, eins eftir sem áður á sama hátt og Ástralía gerir eftir að» herskyldufrumvarpið var felt þar. pessa stefnu hljóta allir sannir frjálslyndir menn að sa^nþykkja; hver sem henni er andstæður er ekki frjálslyndur maður; hann er afturhalds maður. peir sem hafa í þessu máli vikið frá hjarta- punkti frjálslyndu stefnunnar, eins og t. d. Turriff, Pitblado og fleiri; þeir eru ekki frjálslyndir menn lengur; þeir eru kindur, sem hafa vilst inn í skakkan dilk og ættu að fara sem fyrst í aftur- haldshjörðina. Frjálslyndi flokkurinn á að hætta allri hálf- velgju í þessu máli; hann er ekki einungis að skaða sjálfan sig og skera á háls, heldur er hann einnig að stofna þjóðinni í voða. pað er gæfa og blessun fyrir þjóðina að frjáls- lynd stefna verði ofan á, ekki sízt í svona mikils- verðu máli; það er bölvun og glötun ef afturhaldið nær töglum og högldum. Nú fremur en nokkru sinni fyr ber tækifærið að dyrum frjálslynda flokksins og býður honum það heillaverk að frelsa þjóðina frá harðstjórn, herrétti og héraðs uppreistum; býður honum lið sitt til þess að sætta alla þjóðflokka með vopnum sanngirninnar og friðarins. Falska flaggið á stöngum hinna hefir vilt sumum leiðtogum vorum sjónir; en fólkið er ó- blindað. Hávaði þeirra, sem um herskyldu tala yfirgnæfir alt, en þeir eru tiltölulega fáir. pað verður hinn þöguli fjöldi, hin heilbrigða alþýða sem æsingalaust kveður upp síðasta dóminn; al- þýðan sem nú er beitt því ofríki að henni er bannað mál og annað frelsi o gupp á því stungið af þeim sem hún hefir treyst, að hún sé svift sínum helg- asta rétti. Og hinir fráviltu frjálslyndu( ?) menn í Mani- toba mega vita það, að jafnvel þótt þeir bregðist þá vinnur Laurier samt og stefna hans. Hið mikla og frjálsa Vesturland á sannfæringarfasta syni og samvizkusamar dætur, sem ekki láta villast né blekkjast á fölskum flöggum. British Columbia, Alberta og Saskatchewan verða eindregið með stefnu Lauriers; öll Queber einnig og að minsta kosti helmingur stranda fylkj- anna. pótt svo færi að helmingur Manítoba yrði svikin frá Laurier stefnunni — sem er sama sera frjálslynda stefnan, þá er kosningin viss eigi að síður, og þá er ekki ólíklegt að hugleysingjunum fari eins og Pétri að þeir sjái eftir afneituninni. THE DOMINION BANK STOFNSETTUR 1871 TJppborgaður höfuðstóU og varasjóður $13,000,000 AUar elgnlr - 87,000,000 Beiðni bœnda.um lán tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Wotre Daine Branch—W, M. ÍIAMTI/mv Manager. Selkirk Brancb—M. 8. BURGER, Mana«er. NORTHERN CROWN BANK HöfuSxtóll löggiltur $6,000.000 HöfuSstólI grsiddur $ 1,431,200 VarasjóSu......$ 848,554 formaður............ Capt. WM. ROBINSON Vice-President - JAS. H. ASHDOWN Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWTjF E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELIj, JOHN STOYMj Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relknlnga vlS elnstakllnga eSa félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avisariir seldar til hvatSa staCar sem er á fslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum. T‘ E. THORSTEIN3SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., . Winnipeg, Man. ___________________________f______________________________ Œfiminning Ragnheiðar Halldóru Jóhannsdóttur Ragnheiður Halldóra Jóhannsdóttir, kona Gísla Egilssonar bónda ' Lögbergs-byg'ð í SaskatcEewan andaðist að heimili þeirra hjóna á ! mánudagskveldið annan jifí. Hafði verið mjög farin að heilsu um nokkur undanfarin ár. Ragnheiður sáluga var fædd á Skriðulandi í Kolbeinsdal í Skaga- firði tuttugasta september 1852. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jóhann Pétur Hallson, hálfbróðir Jóns prófasts Hallssonar í Glaum- bæ og Ragnheiðar Pálsdóttur prests á Brúarlandi Erlendssonar um- boðsmanns á Munka-Þverá; þau hjón voru með allra fvrstu land- nemum í Norður Dakota, og bjuggu í Hallson. Þar andáðist Ragn- heiður 27. október 1897, en Jóhann P. Hallson 21: júní 1899. Ragnheiður Jóhannsdóttir ólst upp með foreldrum sínum fyrst í Skriðulandi og síðan á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Haustið 1874 fór hún af landi burt með vesturfarahópnum, sem það ár tók sér far á gufuskipinu St. Patrick frá íslandi til Canada. Jósef t?chram, hálfbróðir Ragnheiðar var með í hópnum, en skyld- menni hennar önnur fóru ekki vestur að því sinni. Eftir ársdvöl í bænum Kinmount í Ontario fluttist Ragnheiður með öðru fólki ís- lenzku vestur til Winnipeg. Þaðan fór flest fólkið norður til ný- lendusvæðisins á vesturströnd Winnipegvatns, þar sem síðan heitir Nýja ísland, en Ragnheiður varð eftir í Winnipeg og vann fyrir sér í vistum hjá enskumælandi fólki í grend við bæinn, þar til sum- arið eftir (1876) að foreldrar hennar komu frá íslandi. Eluttist hún þá með þeim norður til Nýja íslands. Vorið eftir (1877) giftist hún eftirlifandi manni sínum, Gísla Egilssyni fra Skarðsa í Skagafirði. Séra Jón Bjarnason gaf þau saman 19. júlí ásamt þrem hjónaefnum öðrum í húsi er notað var fyrir guðsþjónustu samkomur á Gimli. Hin hjónaefnin voru Arni Sveinsson og Guðfún Helga Jónsdóttir, Jón Jónsson frá Munkaþverá og Guðný (um ætt hennar hefir sá, er þetta ritar, ekki náð í neinar upplvsingar) ; Jósef Schram, hálfbróðir Ragnheiðar, og Kristín Jónas- dóttir frá Harastöðum í Haukadal. Vorið 1878 fluttust þau hjónin Gísli og Ragnheiður, burt frá .Nýja íslandi til Norður Dakota. 1 þeirri landnáms för var Jóhann Hallson faðir Ragnheiðar, Gunnar Jóhannsson, bróðir hennar, og nokkrir íslendingar aðrir. Það var fyrsti landnema hópurinn íslenzki, sem settist að í Norður Dakota. Landnám þetta var í grend við þorpið Hallson, norðantil í íslenzku bygðinni þar í ríkinu. Þau hjónin bjuggu í grend við Hallson þar til haustið 1889, að þau fluttu til Winnipeg. Árið 1891 fluttu þau vestur til Lögbergs- bygðar í Saskatchewan og bjuggu þar síðan. Tólf börn eignuðust þau hjónin og eru sjö þeirra á lífi: Hallur kaupmaður í Calder í Saskatchewan, kvæntur Kristínu dóttur Einars Suðfjörð bónda í Þingvalla-nýlendu; Páll, ókvæntur, Lance-Corporal í Canada hernum; Guðríður, gift John W. Rooke bónda í Rothbury, Sask., Rannveig, gift Guttormi Guttormssyni presti í Churchbridge, Sask.; Helga, gift Joseph Jira, hveitikaupmanni í Calder, Sask.; María og Hannes, bæði ógift í föðurgarði, Þrjú börn tóku þau hjón til fósturs og lifir eitt þeirra, Alfred Marinó, ættaður frá Winnipeg. Ragnheiður sáluga var kona vel kristin, innilega guðrækin og hjartagóð. Mátti ekkert aumt sjá; frábærlega raungóð og örlát oft yfir ástæður fram. Hún var búkona góð, stjórnsöm, þrekmikil, sí- vinanndi meðan kraftar leyfðu; átti í ríkum mæli þrautseigju þá og bjartsýni, sem einkendi flesta fyrstu landnemana íslenzku hér í álfu. Æfikveld fékk hún rólegt og fagurt, þrátt fyrir heilsuleysið og lagðist til sv’efns í friði kristinnar trúar. Hún var harmdauði öllum, sem þektu hana, skyldum og óskyldum. G- G. Manitobamenn eiga að lýsa því yfir skýrt og skorinort að þeir séu eindregið með samþykt- um þeim, sem gerðar voru á frjálsa þinginu og að þær þýði það að herskylda skuli aldrei lög- leidd nema með þjóðaratkvæði og að Laurier sé hinn eini viður- kendi leiðtogi flokksins — hafi alt af verið það og aldrei fremur en nú. pannig er stefna Adamsons þmgmanns fyrir Nýja ísland og allra sannfrjálsra manna. Getur ekik verið önnur. f CT A\in Rœía á Islendingadegi 2. Ágúst 1917 IOL-jG-YÍ af séra J. A. SIGURÐSSYNI ísland, — kærasta drðið í málinu okkar, næst orðinu móSir, ljúfasta úmhugsunarefnið, almennasta um- talsefnið meðal íslendinga. “Þið þekkið fold með blíðri brá,” og elsk- ið ísland. Og Island þarf enga ræðu, minni, ljóð né lof. “Svo traust við Island mig tengja bönd, ei trúrr; binda son við móður.” — Að nefna ísland, ættjörðina, er nóg. Að segja móSir, eins og ástríkt barn segir það, er nóg. Lýsing er ofaukið. Lof kemst ekki að. Samanburður væri synd. MóSir, sem fæddi og fóstraði, elskaði og agaði, klæddi og kendi, með heilagan fórnarkærleik ofinn í öll atlot, — móðir, er hið eina orð- tákn, sem barnshiartað getur hlýtt á, elsku móSir. — Þannig" er það, hlýt- ur það að vera með móðurjörðina, landið okkar, Island, þann hluta heims er við heitum eftir hver einasti ís- lendingur. Það er föðurlandið sem fæddi og fóstraði, sem elskaði þó það agaði, “landið sem aldregi skemdi sín börn.” — I huga okkar er það íþrótta- verk hins almáttuga. Og málið er lifandi ljóð, sem sjálfur Guð kendi forfeðrunum, en fólkið, systkini okk- ar, hin útvalda þjóð. Guðsást, mann- ást, ættjarðarást er sú kærleikskenn- ing, sem hver góður, rétthugsandi íslendingur trúir á. Enginn góður sonur þolir að heyra móður sinni hallmætl. Og enginn góður íslendingur heyrir méð köldu blóði þjóð sinni né ættjörð álasað. Islendingseðlið iærir ósjáifrátt að syngja: “ó fögur er vor fósturjörð.” íslenzk alþýða mun lengi taka undir með alþýðuskáldinu er kvað: “Móð- urjörð, þar maður fæðist, mun húr. eigi flestum kœr?” Og inn í bænir íslenzkra barna er ofið : “Drjúpi’ hana blessun Drottins á”, og: “Blessi þig Drottinn, um aldur og æfi” — Hver maður vill eigi, með Frið- þjófi og Birni, njóta hátiðanna heima og1: “Heyra það málið er gleymum vér ei ?” —• Sá er andlítill íslending- ur, er aldrei vérður reikað um þær slóðir: “Þar sem að vorar vöggur áður stóðu og vonarörðið fyrst á tungu lá.” — Kapparnir íslenzku, er víða fóru í fornöld landsins, sögu- hetjurnar, fyrirmyndarmennirnir, sögðu ávalt með Gunnari, er hann kom t úr Austurvegi og átti tal við Harald konung Gormsson, er skipaði honum sér til hægri handar og bauð honum göfugt kvonfang: Fara vi! ek fyrst til Islands.” — Þannig leit

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.