Lögberg - 29.08.1917, Page 2

Lögberg - 29.08.1917, Page 2
2 LÖGBERG, MIÐVIKUDAGINN 29. ÁGÚST 1917 Um drengskap. Erindi flutt j Winniegp 1. júní 1916. (Niðurl.; hefi þá drepið á fyrra atriði drengskaparins, vaskleikann, og reyní í fáum dráttum að sýna, hvers virð: hann er, að hann er frumskilyrði allra sannra framfara. En eg á eft- ir annað atriðið í skilgreiningu Snorra: “Drengir heita vaskir menn ok batnandi,” segir hann. Vaskleik- urinn einn er ekki nógur. Illmenni geta líka verið vaskir menn, þeir geta haft nóg hugrekki og þol til að berj- ast hraustlega fvrir málstað, sem þeir vita að er illur. Þó mundi enginn kalla þá drengi, því að þótt þeir séu váskir, þá eru þeir ekki batnandi. Er. á hverju batna menn? Á því að sýna v'askleik í þeim verkum, sem göfga þann sem þau vinnur. Menn verða eins og þeir brevta, góðir af góðum verkum, vondir af vondum verkum. Svo sagði Aristoteles fyrir löngu. En enginn er algjör, þess vegna segir Snorri ekki: Drengir heita vaskir menn og góðir, heldur: vaskir menr. og batnandi. Hann veit, að lífið er þróun, en eðlið kemur fram í stefnu viljans og festu. Þannig greina orð hans drengskapinn sundur í atriði sin, eins og kristallsfleygurinn klýfur geislastafinn í Ijómandi litgeisla. — Ef vér nú lítum á fornsögur vorar, þá yrði seint að telja alla þá staði, þar sem drengskapurinn ljómar : orðum og athöfnum. Hvergi lýsir hann sér betur en í þvi, hve titt forn- mönnum var að leggja líf sitt við líí þeirra manna, sem alt áttu i hættu, manna sem sekir höfðu orðið eða ofsóttir voru einhverra hluta vegna. Og þótt ættin, frændgarðurinn, yrði á þeim timum að taka við skellunum af þvi sem hver meðiimur ættarinnar hafðist að, virðist hverjum manni hafa verið það ámælislaust, að vinna drengskaparverk, sem stofnaði ætt- mönnum í hættu. Það þótti lítil- mannlegt, að veita ekki hjálp þeim sem leituðu hennar. Þegar Ágrímur Elliðagrímsson og félagar hans koma til Guðmundar ríka og biðja hans liðs, segir hann: “Næstum fór mér til yðvar litilmannlega, er ek var yðr erfiðr. Skal ek nú því skemur draga fyrir yðr, er þá var ek torsóttari. Ok skal ek nú ganga til dóma með yðr með alla þingmenn mína ok veita yðr alt á þessu þingi og berjast með yðr, þó at þess þurfi við, ok legg mitt líí við yðvart líf”. Menn hafa jafnan fundið það, að sá er mestur maðurinn, sem þyngstar byrðir getur borið fyrir aðra og er fús á að taka þær á sitt bak, þegar þörfin kallar að. Annars mun vor- kunnsemin með þeim sem bágt áttu þá sem nú hafa verið ein aðalhvötin til hjálpar. “skióls þykist þessi þurfa,” segir Helgi Ásbjarnarson, þegar Gunnar Þiðrandabani klappar á dyrnar hjá honum. Það er hlý mannúð í þessum einföldu orðum. Þátturinn um Gunnar Þiðrandabana er annars eití hið bezta dæmi þess. hvernig drengskaparmenn, jafnt kon ur sem karlar, reyndust sekum mönn- um og veittu þeim lið, jafnvel gegr. bændum sinum, svo sem Gúðrún Ósvifrsdóttir Gunnari gegn Þorkeli Eyjólfssyni, Bergljót Halldóri Snorra- syni gegn Einari Þambaskelfi, Ragn- hildur, dóttir Erlings Skjálgssonar, Steini Skaftasvni gegn Þorbergi Árnasyni, manni sínum. Þá sópar heldur að Þorbjörgu digru, er hún tekur Gretti úr höndum þrjátíu bænda, sem æíla að hengja hann, og svo mætti ^lengi telja. Fáar sögur iim þessi efni finst mér þó jafnast við Gísla þátt Illugasonar. Faðir hans hafði verið drepinn á íslandi af Gjafvaldi hirðmanni Magnúsar kon ungs berbeins, þá er Gísli var sex ára, og horfði barnið á þetta. Seyt- ján vetra gamall fer Gísli til Noregs með þeim ásetningi, að hefna föður síns. Honum tekst það. Hann veg- ur Gjafvald einn dag á stræti í Niðar ósi, snýr svo á flótta og lýsir um leið víginu á hendur sér. Hann er tek- inn og settur i fjötra og varðhald. Framkoma hans öll er hin drengileg- asta. Þá voru um .100 íslendingar staddir í bænum, þar á meðal Teitur, sonur Gizurar biskups, og Jón prestur ögmundsson, er síðar var biskup á Hólum. Magnús konungur var ákafa reiður og vill ei annað en Gísli sé tek- inn af lífi. íslendingar halda nú fund með sér. Þá mælti Teitur “Hér horfist eigi skörulega á um vort mál, ef samlandi várr og fóstbróðir mikils- verðr er drernnn; enn allir megum vér þat sjá, hversu mikit vandkvæði er at bindast við mál þetta, at sá veðsetr sig og fé sitt. Nú legg eg þat til ráðs, at vér gefim á konungs dóm; en ef þess skal eigi kostr, at maðrinn hafi líf, þá sém vér allir drepnir eðr hafim várt mál ella; vilj- um vér þeim at fylgja, er formaðt gerist.” Þeir kváðust allir hann vilja fyrir sér hafa. ok hans ráðum at fylgja. Hann segir: “Svá megu þér ætla at allir skulu mér eiða sverja, at hvárki sparið þér yðr né fé yðv’art til þess er eg vill fram fara um þetta mál”. Þetta gerðu þeir. Þeir fara nú til stofunnar þar sem Gísli var gevmdur, leysa hann úr fjötrum og hafa hann með sér á þingið, þar sem konungur ætlar að dæma um málið. Þar fær loks Tón ögmundsson leyfi konungs tll að tala. Hann heldur þrumandi ræðu, sem er jafn fyndin og hún er einarðleg, og skorar á kon- ung að sýna miskunn og réttlæti. Málið endar þannig að konungur gefur Gíslg. líf, tekur við bótum fyrir vígið eg gerir hann hirðmann sinn í stað Gjafvalds. Þá mælti konung- ur til Jóns prests: “Vel virðist mér þitt formæli; hefir þú af Guðs hálfu talat; vilda eg gjarna vera undir þin- um bærröm, því at þær munu mikit mega við Guð, því at ek trúl at sam- an fari Guðs vilji ok þinn.” Þáttur- inn endar á ]>essum orðum: “Gerð- ist Teitur ágætr maðr, ok varð skammærr. Enn Jón varð biskup at Hólum, ok er nú sannheilagr.” í þessum þætti rennur saman kvöld- roði heiðins Og morgunroði kristins drengskapar. Þetta var árið 1090 eða 1097. Þá er nálega öld Iiðin frá því að kristnin er lögtekin á íslandi. Gisli fylgir hinni heiðnu drengskap arhugsjón, er hann hefnir föður síns. Biskupssonurinn gengst fyrir því, að allir tslendingar sem þarna eru stadd- ir leggi líf sitt í sölurnar fyrir hann. Og svo kemur presturinn og flytni erindi kristindómsins um miskunn og réttlæti í stað hefnda. Einurðin í ræðu hans er hin sama og sú, er kom fram i tiltektum landa hans, sem bjóða konunginum birginn með v’opnum. Allar raddir drengskapar- ins verða þa.rna samróma, beygja vilja eins hins harðvítugasta konungs og skapa frið og sátt. Af öllurn drengskaparmönnum, er fornsögur vorar segja frá, finst mér þó Sighvatur skáld Þórðarson glæsi- legastur. í einni af visum sínum leggur hann áherzlu á það.'að augun hans svörtu séu íslenck, og þau augu hafa eflaust verið spegill mannvits og mildi og drcngskapar. •* Sighvatur sýnir það allra manna bezt, hvernig hann Iaðar aðra að sér og sveigir vilja þeirra a réttar brautir. Sig- hvatur verður einkavinur og ráðgjafi Ólafs konung Haraldssonar. Þó þor- ir hann að heimsækja óvin hans. Knút Englandskonung, og þiggja af honum gjöf. Hann er jafn upplits- djarfur, þegar hann kemur í höl! Ólafs næst og spyr hvar hann ætl! sér sæti. Hann er frjáls maður og fer sinna ferða Og konungur finnur það ósjálfrátt, að hans er sæmdin að hafa slíkan rnann við hönd sér. Óviðjafnanleg er sagan um það, er Sighvatur. tekur að sér að. gefa ný- fæddum syni Ólafs konungs nafn. Ólafur, sá hinn ríklundi konungur, verður eins og barn í höndum Sig- hvats. Sighvatur ræðúr einkamálum hans til lykta upp á sitt eindæmi og' gerir það svo vel, að konungur dáist að, þegar hann hefir áttað sig. Sig- hvatur er hans betri maður. Og þeg- ar Magnús Óiafsson er orðinn kon- ungur og beitir svo hörðu við bænd- ur, að liggur við uppreisn i Noregí, 1» er svo til stilt. að Sighvatur verður að segja konungi til syndanna og yrkja sínar ódauðlegu Bersöglis- vísur: “Eftir þessa áminntng skip- aðist konungur vel,” segir Snorri. Sighvatur er samvizka samtíðar sinnar. Bersöglin, sem þarna tekur i ríkis- stjórnartaumana, er enn einn þáttur drengskaparins, og það sá sem ef ti! vill var almennastur með forfeðruní vorum. “Þér eruð hugkv’æmir ok höfðingjadjarftr margir íslending- ar, sagði Magtlús konungur góði við Hreiðar heimska. Og um Þór arinn Nefjólfson er sagt, að “hann var allra manna vitrastur og orð- djarfastur við tigna menn.” Öteljandi eru tilsvörin sem vér dáumst að : fornsögum voruni. Oss furðar á inannvitinu sem í þeim ljómar, vér undrumst hve vel þessir menn koma fyrir sig orði við hvern sem þeir eiga. En það er um orðfimina eins og um vopnfimina. Hvorttveggja verður að engu ef djörfungina, vaskleikanr. vantar. Sá sem engan óttast, hanr. er allstaðar eins og heima hjá sér. Hann nýtur sín alt af. Hugkvæmnin er ávöxtur djórfungarinnar, því að auga hins diarfa hvarflar ekki. í Ijósi djörfungarinnar heldur hver hlutur sínum svip og eðli. Þess vegna voru forfeður vorir jafnhitnir hvort sem þeir vógust með orðum eða sverð- um. Þeir sáu alt af Ijóst hvar högg- staður var fyrir. Og eins og þrjú sýndust sverðin á lofti i höndum vig- fimra manna, þannig eru oft mörg hugsunarleifti in í einu svari. Þegar Börkur digri segir við Ingjald í Her- gilsey, að hann væri j>ess maklegur að hann dræpi hann fyrir hjálpina við Gísla Súrson, svarar Ingjaldur: “Eg liefi v'ánd klæði, ok hryggir Vnik ekki þó at ek slíti þeim ekki gerr; ok fyrr mun ek láta lífi, enn eg gera ekki Gísla þat gott, sem ek má, ok firra hann vandræðum.” Slík ódauðleg orð mætfi lengi telja. í orðspeki forfeðra vorra og dirfsku er hreinviðrisandi, sem hressir og göfgar. Þarna voru menn sem ekki sögðu já og amen við hverri vitleysu sem borin var fyrir þá. Þa/rna voru menn sem ekki töldu sér skylt að “binda” ávalt “bagga sína sömu hnútum og samferðamenn." Þarna voru menn sem þorðu að setja sitt mark á orð sín og gjörðir og taka sjálfir afleiðingarnar. Þarna voru menn s>m þorðu að segja sannleik- ann, þó þeir ættu á hættu að verða höfði skemri íyrir bragðið. Hver maður var fyrst og fremst sjálfgerv- ingur, ekki vélasmíði, stevptur í neinn: ríkissmiðju. Þess vegna lifa orð þeirra og hugsanir enn. Þess vegna verða þeir aldrei steyptir upp. Og ef vér nú litum á fornbókment- ir vorar, ekki frá efnisins hlið, held- ur meðferðinnar, þá sjáum vér sama drengskaparmótið, sömu virðinguna fyrir sannleikanum. Ari fróði, faðir íslenzkrar sagnritunar, segir í formál- anum fyrir íslendingabók sinni: “En hvatki es missagt es í fræðum þess- um, þá es skylt at hafa þat heldur, es sannara reynisk.” Það er etns og þessi gullnu orð hafi verið skrifuð í hjörtu íslenzku sagnritaranna. í þessum anda rituðu þeir. Þess vegna njóta persónurnar, sem sögurnar segja frá, sín svo v.:l í þeim. Þær njóta sannmælis. Er ]»ð ekki merkilegt, að þessir kristnu söguritarar skvldu aldrei halla á heiðna menn, aldrei sýna merki neinnar hlutdrægni í lýs- ingum af þeim? Er það ekki aðdá- anleg sjálfsafneitun, að láta aldrei skoðana sjálfra sín að neinu getið, láta persónurnar lýsa sér í orðum og athöfnum, vera sjálfur spegill, er skilar réttri mynd af þeim, en koma ekki með á myndina. Þessi sannleiks ást helzt líka á þeirri öld þegar minst var af drengskap og mest af níðings- verkum unnið — á sjálfri Sturlunga öld. Óvilhallara sögurit en Sturl ungasaga hefir víst sjaldan eða aldrei verið skrifað: “Hann vissum vér alvitrastan og hófsamastan,” var sagí um Sturlu Þórðarson. Þessi óvilhalla athygli á því sern frumlegt v'ar í fari hvers manns, hinn skarpi skilningur á manngildinu, er eitt hið fegursla í fari forfeðfa vorra Eg hefi heyrt að í Vesturheimi sé stundum sagt á enska tungu um menn að þeir séu svo og svo margra doll- ara virði, og þá átt við, að þeir eigi svp og svo marga dollara. Forfeður vorir mundu aidrei hafa látið sér slík orð um munn fara. Þeir kunnu ve! að greina milli þess hvað maðurinn var og hvað hann átti. Þeir vissu . “einn, er aldrei deyr — dómur um dauðan hvern.” Þeirra metnaður var að láta eftir sig orð og verk sem ætíð yrðu í rninnum höfð og verða þannig sístarfandi afl í lífi kynslóð- anna. Og þeir vissu v'el, að upp spretta slíkra orða og verka er dreng- skapurinn. Sú hugsjón ætti um allar aldir að lifa með þjóð vorri, hvar sem hún fer, og hún mun lifa þar meðán andans lindir forfeðra vorra fá að streymá hreinar frá einni kyn- slóð til annarar. Á engu er heimin um meiri þörf en á drenglyndum. sál- unv mönnum sem þora að gera það sem þeir sjálfir telja rétt og rísa gegn því sem þeir sjálfir telja rangt. Og þörfin hefir aldrei verið meiri en nú. Siðustu árin hafa fært mannkynini: blóðugar sannanir fyrir því, hvað aí þvi leiðir, þegar einstaklingarnir verða að eins hjól í ríkisvélinni, hjó! sem verða að snúast eftir því sen. stýrt er, hvort sem vitringur.eða vit- firrmgur setur við stýrið. í menn ingu nútíðarinnar miðar margt að þv; að steypa sem flesta í sama móti, gera einn öðrum líkan og drepa þar með frumleik og ábyrgðartilfinningu ein- staklingsins. En það er á móti lögum lífsins sjálfs. “Skoðið akursins lilju- grös, hversu þau vaxa.” Þar er ekk: eitt blað nákvæmlega eins og annað. Einkenni lifsins er frumleiki, fjöl- breytni, og íakmark alls skipulags ætti að vera það, að samrýma alla þcssa fjölbreytni, þannig að hver fengi að þroskast og lifa samkvæmt insta eðli sinu og þó öðrum að meina- lausu. Það gengur ekki ryskingalaust, en því meiri sem drengskapurinn er, því meira verður viðsýnið. því dýpri skilningurinn og því betri hin frjálsa samvinna. Guðm. Finnbogason. Ræða Sir Wilfrid Lauriers. él'ramh.J Menn til heimavarnar. Eftír alt þetta heyrðist þó orða- sveimur um þaö að stjórnin hefði herskyldu í huga. Svo kom fram önn- Uf skoðun; ekki þess efnis að til her- skyldu iætti að grípa, heldur að eins að safna 50,000 til heimavarnar; og 16. marz i vor, var samþykt uppá- stunga á stjórnarfundi, sem ákvað • “Að safna 50,000 manna til heima- varnar, auk þess hers er þá þcgar hefði verið safnað samkvæmt stiórn- arsamþykt 6. ágúst 1914. Átti þessi her að vera nokkur hluti þeirra 500,000 manna, sem bent er á í stjórn- arsamþykt 12. janúar 1916. Það er þannig skilið að þeir sem innritast í þennan ofannefnda her séu að eins skyldir að berjast í Canada, landinii sjálfu til varnar.” Þannig eru ákvæðin í stjórnar samþyktinni. Til heima varnar! Á móti hverj- um voru þessir menn kallaðir að verja Canajáa? Hverjir voru að ráðast á Canada í marz mánuði 1917 svo að landið þyrfti 50,000 manns? Herra þingforseti; það var ekki heimavörn Canada, sem um var að ræða; það var ekkert nema vfirskyn. Það sem stjórnin virkilega hafði í huga með þessum liðsafnaði sést í hinum ýmsu greinum, sem birtast tim það levti í blöðum stjórnarinnar; þar var frá þvi skýrt að þessa menn ætti að æfa og eftir að þeir hefðu verið heræfðir mundu þeir að líkindum verða fáanlegir til ‘ þess að innritast í hinn reglulega her og fara austur ; stríðið. Herra þingforseti; þessi stjórnar, ákvörðun var sannarlega gerð með hinni mestu léttúð. Hver gat búist við að stjórnin fengi menn til þess að innritast til heimavarnar, það er að segja til þess að berja hælum ofan í göturnar í stórborgunum án jíess að hafa nokkuð gð gera og án þess að vita um nokkra óvini til þess að berjast á móti? Hver gat búist við að nokkur lifandi maður kæmi fram og lýsti því yfir að hann v'æri hug- leysingi, að hann vildi ekki eða þyrði ekki að koma og berjast, en að hann skyldi innritast til heimavarnar ein ungis þar sem engin hætta væri á ferðum? , Þessi stjórnar ákvörðun var úr gildi numin svo að segja jafnskjótt og hún hafði verið samþykt. — Reyndar veit eg ekki hvort hún var bókstaflega numinn úr gildi, en ef það hefir ekki verið, þá er það þó víst að aldrei var farið eftir henni og hún sefur enn í rykinu í skjalarusli hermálastjórnar- innar. En eftir alt þetta brask; skyndilega og undirbúningslaust, án þess að láta heyrast eitt einasta aðvörunarorð, kemur stjórnin með frumvarp eins og skollinn úr sauðarleggnum 18. apríl 1917 og segist ætla að lögleiða her- skyldu. Framlenging kjörtímans. Og ekki nóg með það; hér er fleira á ferð. í hásætisræöunni 1916 var frá því skýrt að sótt yrði um fram lenging kjörtímans. Kjörtíminn var úti í október það ár, og ríkisstjóran- um v'oru lögð þau orð í munn að farið yrði fram á að kjörtíminn yrði lengd- ur enn þá um eitt ár. Á sínum tíma kom fram tillaga fyrir þingið um þetta efni. Þegar því var fyrst hreyft skömmu eftir að hásætisræðati var flutt, heyrðum vér enn þá hljóm- inn af loforðum forsætisráðherrans að alls engin herskylda yrði lögleidd og að þessir ákveðnu 50Q.OOO manns yrðu fengnir sem sjálfboðar. Með þetta loforð svo ný gefið að við heyrð um óminn af því veittum vér fram- lenging kjörtímans mótstöðulaust þangað til í október í haust. Er nokkur sá er trúir því að kjör- tímabilið hefði verið framlengt ef stjórnin hefði sagt oss að hún hefði i hyggju að nota þennan auka tíma til þess að gera þær gagngerðu og þýðingarmiklu breytingar á lögum landsins að samþykkja og staðfesta herskyldu. Ef sú yfirlýsing hefði ver- ið gerð, ef þingið hefði verið látið vita að herskyldu ætti að lögleiða mundi þingið þá ekki hafa sagt. “Látum stjórnarskrána gilda; og lát- um fólkið tafarlaust skera úr þessu máli.” Slík hefði þá verið ffamkoma þingsins. N Dauðadœmt þing hefir ekkert fram- kvcc mdarvald. Herra þingforseti: Þegar athuguð eru öll þessi loforð, sem stórnin hefir gefið þinginu og fólkinu í gegnum þingið, þá held eg því fram að þingið hafi engan rétt til þess að samþykkja þau lög, sem það er nú beðið að sam- þykkja. Eg veit að það hefir afl ti! þess að gera það; þetta dauðadæmda þing hefir, ef til vill aflið, en það hef- ir ekki réttinn, og afl og réttur eru tvent ólíkt og óskylt, eins og vér vit- um. Réttur gagnvart afli er einmitt sá grundvöllur, sem vér berjumst fvr- ir gegn óvinum vorum í þessu striði. Eg spyr minn háttvirta vin, hvort hanr. breyti rétt gagnvart fólkinu í Canada. þegar hann biður þetta dauðadæmda þing að samþykkja slík lög. Og þetta er ekki einungis dauða- dæmt þing; heldur er það blátt áfram steindauður skrokkur nú sem stendur. Tuttugu sæti eru auð, sem kosið var í 1911 ; rúmlega tuttugu sæti eru auð sem ættu að vera skipuð nýjum mönn- um frá Vestur fylkjunum vegna fólks- fjölgunar. Alls eru í þinginu 220 sæti og yfir fjörutiu af þeim eru þv: auð, eða nálega 25% af öllum sætum þingsins; 25% af þjóðinni hefir enga fulltrúa. Og samt er þess krafist að svona þing samþykki jafn alvarleg lög og þessi! Að þvl er mig sjálfan snertir lýsi eg því yfir, að þegar stjórnin biður þetta dauðadæmda þing að samþykkja slik lög, þá er hún að inisbjóða þvt trausti, seni til þingsins hefir verið borið af þjóðinni í Can- ada. Og þegar eg lýsi þessu yfir þá tek eg rólegur þeim dótni, er þjóð - in og þingið felfir’yfir mér. Má vera að einhver spyrji sem svo: “Geturn vér ekki gert það sama og Banda- ríkin.” Hcrskylda i Bandaríkjunum. “í Bandaríkjunum hafa nýlega verið samþykt herskyldulög,” segja menn. “Er ^stjórnarskrá vor ófull- komnari en stjórnarskrá Bandaríkj- anna?” Ofttllkomnari ? Nei, langt frá. StjórnarskrÁ.vor í þessu tilliti er fullkomnari en í Bandaríkjunum. Stjórnarskrá vor er sveigjanleg, stjórnarskrá Bandaríkjanna er ströng og ósveigjanleg, henni verður ekki hagrætt í þessu efni. En, herra þing- forseti, samkvæmt vorri stjórnarskrá er þáð grundvallaratriði, sem nú er viðurkent, að þegar eitthvert nýtt og mikilsvert málefni kemur fyrir, sem tii muna breytir fyrirkomulaginu í landinu á meðan kjörtími stendur yfir þá sé heppilegra að leysa upp þing og láta fólkið skera úr með atkvæðum. Nú segir einhver ef til vill, sem svo aií það sém þing vort sé beðið að gera hafi þingið á Bretlandi einnig verið beðið að gera; og að tæplega sé eitt ár liðið síðan brezka þingið hafi samþykt herskyldu á Englandi og Skotlandi, en undanskilið írland. Herra þingforseti; hér er enn mikill munur á. Það er rétt að þingtíminn á Bretlandi hefir verið framlengdur. Það er satt að þessi lög hafa verið samþykt þar. En það er lika sann leikur, sem ekki má gleyma, að lögin voru samþykt eftir langan undirbún- ing. Þau voru ekki borin upp fyrir- varalaust. Einnig ber þess að gæta, að í brezka þinginu voru öll sæti skipuð; öll þjóðin átti þar fulltrúa, aukakosningar höfðu farið þar fram í hvert skifti, sem sæti fosnaði, alt af síðan stríðið hófs. Á þennan hátt hefir brezka þingið stöðugt verið : sambandi við þjóðina og fengið að vita’ óhindraðan vilja hennar í Canada aftur á móti höfum vér engar auka- kosningar haft í tvö ár, nema þar sem þannig stóð á, að ný skipaðir ráð- herrar urðu að fara til kosninga sam- kvæmt stjórnarskránni; aðrar auka- kosningar hafa hér ekki verið. Þing- ið hefir ekki verið í sambandi við fólkið í tvö ár eða lengur. Og sam- kvæmt minni skoðun er þetta atriði út af fyrir sig nægilegt til þess að vér ættum ekki að samþykkja ]>essi lög. Samsteypustjórn En, herra þingforseti; ekki e/ alt búið enn. Sleppum þessari hlið máls- ins og athugum málið sjálft í aðalat- riðum þess. Hingað til hefi eg talað um vald þingsins og afl til þess að samþykkja lögin. Eg efast ekki um að þingið hafi af! til þess; en eg lýsi því yfir enn þá einu sinni að eg efast um rétt þess í því efni að lögleiða herskyldu eins HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum og fram á er farið. Minn háttvirti vinur mintist á aö hann hefði boðið mér að ganga 1 sam- band við hann og stjórn hans til þess að samþykkja herskyldulögin og bréfa viðskifti okkar hafa verið lögð fyrir þingið. Eg sagði honum þá, að eg gæti ekki tekið þátt í samsteypustjórn. Hann átti að ráðfæra sig við frjáls- lynda flokkinn. Eg skýrði honum frá því að ef þau lítilfjörlegu ráð, sem eg mætti veita væru, talinn nokkurs virði viðvikjandi þessum lögum, þá hefði hann átt að ráðfæra sig við mig áður, til þess aö við gætum talað um atriði málsins. Mér virðist eins og á stendur að það hefði verið heppileg aðferð ef þjóðin og Iandið eða velferð þeirra var efst í huga stjórnarinnar; mér virðist sem aöstoð andstæðinganna, ef hún var nokkurs virði á annað borð, hefði átt að koma til greina í byrjun, þegar um þetta mikilsverða nýmæli var að ræða og stefnubreytingu. Samkvæmt minni skoðun hefði fyrst'átt að ráðfæra sig við andstæðinga flokkinn viðvíkjandí þessari stefnubreytingu; en í stað þess var kallað á mig til þess að vera leppur eða dindill, til þess að sam- þykkja lög, sem þegar höfðu verið samin og svo átti eg að sameinast stjórn, þar sem helmingur ráðherr- anna hefði orðið að víkja sæti ef eg kæmi þangað. Eg skýrði þessar mótbárur mínar fyrir mínum háttvirta vini. Hann sagði mér aftur á móti að hann hefð: talið heppilegra að semja lögin áður en mér v’æri gert aðvart. Þegar eg skýrði afstöðu mína fyrir mínum háttvirta vini kvaðst hann vera á ann ari skoðun, og eg vissi að hann var á annari skoðurt. Hann veit það nú að eg var á annari skoðun en hann lika, og verður þjóðin að dæma um það hvor okkar breytti viturlegar í þessu máli. Eigum vcr að hafa hcrskyldn? Nú komum ver að gildi uppástung- unnar sjálfrar; eigum vér að hafa herskyldu eða ekki ? Þetta leiðir mig að hjartapuhkti aðal málsins. Her- skylda er alveg ný á Bretlandi; Hún tíðkaðist á Frakklandi 100 árum áður en farið var að ræða hana á Englandi en þegar hún var til umræðu á Eng- landi, þá var hún rædd rækilega. Stríðið byrjaði í ágúst 1914, og í janúar 1915, var herskyldumálið inn- leitt til umræðu í þinginu af Middle- ton lávarði og athugað frá öllum hlið- um. Það v'ar aftur tekið til umræðu í neðri deild þingsins, og enn var það rætt í október 1915. Derby aðferðin við liðsafnað var tekinn upp, og var ráð fyrir gert að sú stefna væri spor í herskyldu áttina; svo var herskyld- an samþykt. Og jafnvel þegar her- skylda var samþvkt með lögum voru ekki allir á sama máli. Sir John Sim. einn hinna allra frægustu lög- fræðinga og þáverandi dómsmála- stjóri, sagði af sér embætti, og þegar loksins voru greidd úrslita atkvæði gengu um fjörutíu frjálslyndir þing- menn í lið með honum og urðu á móti; alt þetta sýnir að þjóðin var undir það búrn að herskylda kæmist á þegar hún loksins var samþykt. Henni var ekki helt yfir þjóðina eins og þrumum úr heiðskíru lofti. Fólkið á að ráða. Herskyldulögin á Englandi voru ekki innleidd eins og í Canada, án þess að búa fólkið undir þau og Játa það skilja þau. Eg benti mínum hátt- virta vini á það, að þjóðin hefði slna eigin skoðun á öllum stórmálum eins og ]>essu; sú skoðun hefði fullan rétt á sér og væri fram hjá henni gengið með fyrirlitningu, þá hlyti að skapast einlæg mótstaða og alv'arleg. Þessi atriði hefir minn háttvirti vinur ekki tekið til greina; þar héfir hon- um skjátlast. En þarna getur hann séð að eg hafði rétt að mæla, þv: hér er einmitt það framkomið að mótstaða hefir vaknað eins og eg benti honum á. Allir vita það og hljóta að kannast við að skoðanaskifti og þau alvarleg, eiga sér sta^ með canadisku þjóðinni í þessu máli. Eg spyr hinn háttvirta vin minn, hinu megin í húsinu, hvort vér séum rétt- bærir að greiða atkvæði nm þetta mál. Með því fyrirkomulagi sem hér er farið fram á, efast eg ekki um að fá megi nokkra fleiri hermenn; en þeir sem það fyrirkomulag vilja hafa eru þegar búnir að koma á sundr- ung í þjóðlífi voru, sem sv'o er langt komin og djúprætt að of seint er að- gerða. Þegar eg tala um sundrung, þá á eg ekki við sundrung milli fylkja, heldur milli fólks af sama bergi og sömu tungu um alla Canada, því allir vita það, að þó sérstaklega sé heití í einu fylkinu, sem eg skal tala um síðar, þá er í öllum fylkjum Canada nú sem stendur eindregin mótstaða frá verkafólksins hálfu gegn þessuni lögum, og þá mótstöðu er ekki hægt að bæla niður, þv'i hún eylyst og styrk- ist dag frá degi. Vér vitum ]>að allir að samþykkja eftir að sam]>ykt er gerð af verkamannafélögum, ekki aðeins í einu fylki heldur l hverju einasta fylki í allri Canada frá British Columbia á Kyrrahafsströnd- inni austur aðyströndum Atlantzhafs. Hvers vegna eru verkamenn á móti herskyldu? Að þvl er spurt hvers vegna verka- mannastéttin sé á móti herskyldu. Að því hefir einnig verið spurt hvort verkamenn séu óþjóðhollari en aðrlr menn í landinu. Nei, þeir eru sann- arlega ekki óþjóðhollari en aðrar stéttir. Þeim er eins ant um mál- efni vor og oss hinum, hverjum sem er; en því má ekki gleyma að engin stétt þjóðafinnar er til, s^m striðs- byrðin fellur eins þungt á og verka- mannasféttin. Þetta er ástæðan fyr- ir því að eg ætla að biðja þingið að stíga önnur spor, er eg skal bráð- lega tilgreina, áður en herskyldan sé I sett á. Eg endurtek það sem eg sagði fyrir einu augnabliki, að fórnfærstur og hörmungar stríðsins koma þyngst niður á verkamannastéttinni. Hinn auðugi upgi maður sem i herinn geng- ur er hetja. Hann fer í stríðið og fórnar eða leggur í hættu líf sitt et til vill þá þegar lífið var honum mest aðdráttarafl. Að þessu leyti er hann í sömu sporum og hinn félausi bróðir hans og nábúi, sem einnig leggur líf- ið í sölurnar, manninum sem lifið er alveg eins kært og hinum sem af til- viljun er auðugur. Ef hinn auðugi maður lætur limi eða særist, þá kemur hann heim aft- ur og hefir allsnægtir að að hverfa á heimili sinu þar sem vinir og stuðn- ingsmenn bera hann á höndum sér og hann getur lifað alla æfi í dýrð og dálæti. Félausi maðurinn aftur' á móti sem særist kemur heim þar sem hann mætir skorti og fátækt í öllum myndum; vegna þess að hann er fatl- aður á.hann erfitt með að berjast fyrir lifi sínu og sinna. Það er svo sem engin furða þótt til séu þeir í þessari stétt sem hrjósi hugur við herskyldulögunum; ekki af því að þeir séu óþjóðræknir, heldur vegna hins að ]>eir sjá það í hendi sér að ef þeir eru teknir með hervaldi ásanit öðrum, þá er framttiðarstaða fjöl- skyldu þeirra ekki trygg og þeim finst að ýmislegt annað ætti að gera fyrst til þess að koma á meiri jöfnuði. Og hvað er það svo sem þeir fara fram á? Þeir fara þess á leit að ef þeir séu teknir til þess að úthella blóði sínu þá leggi auðmannastéttin einnig fram fé sitt málefninu til aðstoðar. Er þjóðaratkvœði ósanngjarnt? Og verkamannastéttin hefir einnig farið fram á annað. Þeir hafa farið þess á leit að þetta þing samþvkti ekki herskyldulögin fyr en þjóðinni —fólkinu sjálfu—hefði gefist kost- ur á að ræða þau óhindruð, og að jólkinu gæfist síðan kostur á að greiða um þau óhindruð atkvæði. Er þetta óréttlát eða ósanngjörn krafa? Nei, herra þingforseti; hún er hvorki óréttlát né óáhnngjörn; en henni er neitað. Eg spyr þess hér hvort það sé orðið of seint að biðja stjórnina að heyra þær bænarskrár, sem henni hafa borist frá ölluni verkamanna- stéttum, þar sem þess er 'æskt að ])jóðin sjálf fái að greiða atkvæði sitt um þetta sitt eigið mál. Nei, það er ekki of seint, og í nafni friðar, sam- einingar og vináttu ber eg fram hin- ar sanngjörnu bænir verkamanna- stéttanna hér í réttarsal þessa þing- húss þjó'ðarinnar og bið þess aö þjóðinni sjálfri sé veitt áheyrn og til hennar leitað. En þeir eru til sem hafa mótbárur á takteinum gegn þessari aðferð hvað er það sem þeir béra fram sem mótbárur? Þeir segja: “Þetta get- um vér ekki v’eitt, því hersafnaður verður að halda áfram tafarlaust og fylla verður upp í skörðin á her- unum”. Það er rétt; eg neita þessu ekki; en að hinu spyr «g hver leiðin sé líklegri til sigurs i stríðinu, sú að gripa til herskyldu með allri þeirri frekju, beizkju og hörku, með öllu því umburðarleysi og öllum þeim ofsa og því ranglæti sem því fylgir eða að fara að með ráðfæringum og sannfæringum og þar af leiðandi sam- vinnu og ánægju allra. Herskylda eflir ekki samvinnu. Hér er ekki aðeins um Quebec fylki að ræða. Þetta er málefni sem snertir alt rikið, Vér höfum nteð höndum mesta og flóknasta vandamál sem nokkru sinni hefir verrið og nokkru sinni mun verða til umræðu og úrslita í þingi. canadisku þjóðar- innar. Það er ekkert efamál að skoð- anamunur er mikill i landinu og í þinginu. Hér í þingsalnum eru í dag menn sem eg hefi unnið með i 30 ár í stjórnmálafélögum, sem fylgja her- skyldu, en hinu megin i salrum eru einnig aðrir sem berjast gegn henni. Þegar þetta á sér stað þá liggur það í augum uppi hversu skiftar erit skoð- anir. Getur nokkur maður sagt að það sé viturlegt, að það sé holl stefna, að það sé vænlegt til samvinnu að þvinga herskyldu upp á fólkið þegar skoðanir eru þannig skiftar? Að minum dómi hefði það verið vitur- legra af stjórninni að reyna að halda á sátt og samvinnu allra stétta og þjóða i ríkinu, en að æsa hvern flokkinn gegn öðrum með öðrum eins lögum og hér eru til umræðu. Oss riður á þvi ef nokkru á að verða framgengt að samræmi og vinátta eigi sér stað og haldist meðal allra stétta, flokka og þjóðbrota er mynda þessa vora miklu þjóð. Það hefir enga þýðingu að hylja sannleikann; sannleikurinn ef eins og eg hefi lýst honum. Látum oss mæta því sem að höndum ber með hugrekki og sanngirni; látum oss mæta þvi þannig að samvinna geti haldist meðal sjálfra vor til þess að vér getum veitt herliði voru sem mest- an og sameinaðastan styrk og látum oss i einingu leggja þannig fram krafta vora að þeir megi að sem mestu liði verða í þessu stríði. Vér búum undir brezkri stjórnarskrá; vér erum þjóðstjórnar fólk. Vér höfum ýmsar gátur að ráða og vandamál að greiða og svo mun það áv'alt verða. Ráðningin á 'þeirri gátu sem nú ligg- ur fyrir oss er sú að láta fólkfð, þjóðina ráða; skora á þjóðina að legg'ja til hliðar allan ofsa og ósann- girni og leggja fram fórnir á sameig- inlegu altari þjóðarinnar. Það sem eg fer því fram á er að fólkið greiði atkvæði um málið. Eg hefi valið þá leið, ekki fyrir þá sök að eg hafi áður verið þeirri stefnu sérlega hlyntur, heldur sökum þess að sú stefna hefir útbreiðst og unnið sér hylli í seinni tíð og hún hefir ver- ið tekin á stefnuskrá stjórnmálafé- laganna í Vestur Canada. Ef vér eigum að varðveita innbyrðis frið; ef vér eigum að vernda einingu, þá verðum vér að verða við óskum verka- manna stéttirnar, sem hefir einmitt óskað eftir þessari aðferð. Þegar búið er að fá úrskurð þjóð- .arinnar, þegar hún hefir felt dóm sinn, þá lofa eg því og legg við dreng- skap minn, heiður ðg virðingu að dómnum, hver sem hann kann að v'erða, skal verða hlýtt af hverjum einasta manni; og eg held því fram að eg mæli hér í nafni þjóðarinnar að minsta kosti að því er það fvlki snertir sem eg heyri til, þegar eg íofa þessu. Er þetta ósanngjörn stefna? er það óréttlát beiðni ? Getur nokkur lif- andi maður haldið því fram að þetta sé ekki í ströngu samræmi við grund- vallarreglur sannrar þjóðstjórnar ? Um það þori eg óhræddur að láta þá dæma er á mál mitt hlýða. En um leið og eg ber fram tillögu mína, ætla eg mér ekki að binda neinn þeirra manna sem að baki mér eða umhverfis mig eru. Þetta atriði vil eg taka fram skýrt og greinilega. Eg ætlá mér ekki- að binda samvizku neinna þeirra.sem fylgia frjálslyndri stefnu eins og eg geri hér á þinginu. Ef það hefir nokkurn tíma verið eða ef það verður nokkru sinni nauðsyn- legt að menn hugsuðu sjálfir, álykt- uðu sjálfir og framkvæmdu sjálfir óleiddir af öðrum, þá er það einmitt nú. Þessi stund er of háleit, þetta málefni of mikils virði; það sem í lagafrumvarpinu felst er of þýðing- armikið og hefir víðtækari áhrif en svo að nokkur ætti að skera úr því annar en hver einstakur út af fyrir sig og samkvæmt sinni eigin sam- v'izku—óhindraðri eigin samvizku. Eg hefi þá eindregnu, óbifanlegu skoðun og sannfæringu—já, gersam- lega óbifanlegu að þegar hver einstak- ur maður og kona hefir látið til síi: heyra með atkvæði sínu að þá hafi heyrst hin heilbrigða og sanna rödd fólksins, og þá veröi gátan ráðin á réttan hátt og sanngjarnan. Eg veit það að minsta kosti að afleiðingar atkvæðagreiðslunnar yrðu þær að það yröi síðasti dómur og deilurnar væru á enda kljáðar. Það yrði til þess að koma á sátt og samlyndi, sem oss skortir svo mjög nú sem stendur og það væri spor í átt þess friðar og þeirrar þjóðstjórnar hugmyndar er vér allir væntum að koma muni sem heilagur réttlætisandi yfir þjóðir allra landa í náinni framtíð. þÞýtt úr þingtíðindum Ottawa- stjórnarinnar.) Fallegur vitnisburður. Verkamannablaðið “Voice” í Wininpeg leggur ]>að ekki í vana sinn að hrósa pólitísku flokkunum né heldur neinum einstökum leiðtogum þeirra, en 24 ]). m. farast þvi blaði orð um Sir Wilfrid Laurier sem hér segir: “Þrátt fyrir heljar mótstöðu og fordæmingar í auðvaldsblöðunum ber Sir Wilfrid Laurier höfuð og herðar yfir alla aðra stjórnmálamenn í Ottawa, sem þjóðstjórnar sinni er trú hefir*á því að canadiska þjóðin fjalli sjálf um sin eigin mál og ráði þeim til lykta, sjálri henni til hins bezta. Ííletta sést á svari hans til hins svokallaða Sigurstefnu félags í Toronto.” • Útflutningsbann á hveiti. Hanna umsjónarmaður yfir vistum i Canada hefir komið því til leiðar að stjórnin hefir bannað að flytja hveiti og mjöl til Bandaríkjanna fyrst um sinn frá Canada.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.