Lögberg - 13.09.1917, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER 1917
Minni Islands
Flutt aö Hayland, Man. 2. júlí 1917
af Adarn borgrímssyni frá Nesi.
Kæru Islendingar! Mér er það
tilfinningamál a8 minnast íslands, en
eg vil reyna að láta skynsemina aðal-
lega ráða, er eg minnist þess hér,
en ekki of heitar tilfinningar.
Allmargir þeir seni hér eru saman
komnir hafa yfirgefið gamla landið
af ])ví, að þeim hefir fundist þar
]>röngt um sig að einhverju leyti, og
þeir hafa fundið hér gott land, þar
sem þeim hefir liðið vel eftir ástæð-
um. í’ess vegna væri ef til vill eðli-
legt, aö þeim væri í fersku minni
éibiíða landsins og erfið kjör sín þar,
og sérstaklega er eðlilegt, að unga
fólkið, dætur og synir þeirra, hefði
getað fengið þá hugmynd, að ísland
væri ekkert fyrirmyndar land, og
sízt af öllii til þess að hafa þar ofan
af fyrir sér, þar sem feöur þess og
mæSur höfðu ffúið það. En nú
skulum vér athuga hvað Island er,
hvað íslenzka þjóöin er, með þvi að
rekja sögu landsins í örfálim drátt-
um. f>egar rakin er saga einhvers
iands, þá er það að sjálfsögðu saga
]>jóðarinnar, en þjóðin og landiS er
óaðskiljanlegt. Landið hlýtur að
skapa þjóðina og þjóðin landið, því
að eins og landið er, eins er þjóðin.
Góð og vitur þjóð getur ekki þrifist
í illu landi, og í góðu eða affarasccln
landi verður ekki til lengdar vesöl
þjóð. En þetta á því að eins við, að
hvorttveggja fái að njóta sín,, og að
þjóðin njóti gæða landsins. Kúgun
getur sogið allan merg úr hverri
þjóð sem er; gæði landsins má taka
frá framlei^endunum.
Skáldið segir um ísland: “Landið
var fagurt og frítt og fannhvítir
jöklanna tindar, himininn heiður og
blár, hafið var skínandi bjart.”
Þetta er góð lýsing á íslandi í ststtu
máli. ÞaS er sem v'ið sjáum landiö
á björtum sumardegi, þegar alt er í
blóma, dalirnir iðjagrænir og hlíð-
arnar víði vaxnar, fjöllin dimmblá,
og silfurtærir lækir og ár líðandi i
bugðum um dal og hlíð, en yfir jökl-
arnir, sem sveiptir hvítu líni, og um
þessa nivnd fagurblár hafflöturinn
eins og breið og fögur umgerð. Vér,
seni uppalin erum heima skiljum bezt
þessa stuttu lýsingu, og fegurð lands'
ins og tign skin oss eins og málverk
listamanns eða eins og dýrleg hyll-
ing: “Voraldar veröld þar sem víð-
sýnið skín.” t
í þessu landi myndaðist sú þjóð-
félagsskipun, sem allur heimurinn
dáist að enn í dag, og þar blómgaöist
sá bókmentagróður, sem hvergi á
sinn lika að formi fyr né síðar. Við
allar æðstu mentastofnanir í öllurh
siðuðum löndum eru forníslenzkar
bókmentir skoðaðar sem fyrirmynd
að ölltim búningi. Og þessar bók-
mentir þrifust, þegar öll mentalöndin
hin voru sveipuð myrkri miöaldanna.
Eg held að óhæt't sé. að segja, að á
þeim tíma hafi ísland verið eitt mesta
menningarland í heimi, einkum
bóknientalegu tilliti. Engar slíkar
bókmentir, enga slíka frægð eiga
önnur ríki á Norðurlöndum, og ekki
England heldur. En hverju var það
að ])akka nema landinu fagra? ís-
lendingar gátu ekki skarað fram úr
frændum sínum, ef landið hefði ekkt
gefið þeim tækifæri til þess. Land,
sem elur slíka þjóð, er ekki, getur
ekki verið, ilt Iand. Það hlýtur
að vera gott land. Um leið og dást
• er að þessari litlu, þróttmiklu menta-
þjóð fyrir snild sína, þá, má ekki
gleyma þvi, að það var landið, þetta
fagra og affarasæla land, sem ól hana
og hafði blásið henni í brjóst þrótt-
inum og lystinni. — En svo kemur
erlent kúgunarvald, sem stclur gæðum
landsins. , Verzlunarólagið dregur
arðinn úr höndum landsmanna og
listin og hreystin eru kreyst úr þjóð-
inni með böðuls höndum erlends valds
Við bág kjör bjó þjóðin í 600 ár, og
þarf ekki að lýsa því hér frekar. En
samt lifði list og bókment, þótt vesalt
væri hjá því sem áður var. Loks rof-
aði til á nítjándu öldinni. Verzlunar-
haftið var leyst af þjóðinni og hún
fékk smátt og smátt meiri sjálfstjórn,
og loks eftir 1874 sín eigin fjárráð.
Og ])á fyrst fór þjóðin að lifna við,
þótt það tæki nokkurn tima. — Marg-
ir af þeiin, sem hér eru staddir, hafa
starfað að fyrstu viðreisn íslands,
lengri eða skemri tima, en ýmist hafa
hörð örlög rekið ])á af landi burt, eða
að þeim hefir fundist of seint ganga
framförin, hugurinn verið stórstígari
en hún. Og þeir fóru að reyna ham-
ingjuna hér í þessu landi.
En víkjum nú að Islandi aftur, er
það fékk að njóta sín. Hvað gerðu
Islendingar við frelsi sitt, er þeir
fengu það, og hvaö hafði landið að
bjóða þeim, er þeir gátu notið gæða
þess sjálfir ? Hefir landið sýnt það
að það sé enn gott land, að það sé
enn fagurt land, að þaS hafi enn
eiginleika til að skapa þrekmikla og
listfenga þjóð, og bókmenta þjóð?
Það eru að eins rúm 40 ár siðan ís-
land fékk að njóta sín til nokkurra
muna, og þó er enn styttra síðan þjóð-
in gat farið að beita kröftum sínum
til þess að eíla framfarir innanlands.
Það er varla hægt að telja nema
20—25 ár síðan. En á þessum tíma
hefir landinu íleygt svo fram, að
eg efast um að nokkurt land á hnett-
inum hafi tekið eins miklum fram
förum tiltölulega á jafn stuttum tíma.
Á þessum árum hefir þjóðareignin
margfaldast, fólkinu hefir nokkuð
fjölgað, þrátt fyrir útstreymi úr
landinu, atvinnuvegum hefir fjölgað
og vinnubrögð hafa breyzt, svo að
nú er framleitt margfalt meira en
áður með tiltölulega Iítið auknum
vinnukrafti. Mentuninni hefir fleygt
fram í ýmsum greinum, bókmentun-
um hefir fleygt fram og listamenn
hafa risið upp svo að þessi dverg-
þjóð á nú ekki allfáa víðfræga, og
jafnvel heimsfræga, listamenn og rit-
höfunda. — Þetta lætur í eyrum sem
geip eða skrum, en það er samt sann-
leikur, sem ekki verður hrakinn.
Hvað getum vér dregiö af þessu,
sem eg hefi bent á í sögu íslands?
Getur það land, sem framleiddi slíka
menn, sem uppi voru á söguöld og
ritöld Islands, verið ilt land eða ó-
nýtt land? Getur það land verið
væsælt land, sem veitt hefir íslenzku
þjóðinni það þol og þrek, sem leiddi
hana gegnum 600 ára kúgun erlends
valds, sem saug merginn úr landinu?
Getur það land verið ilt eða ófarsælt
í sjálfu sér, sem látið hefir þjóðinni
í té tækifæri til að reisa sig á einum
mannsaldri upp úr 20 mannsaldra
kúgun, og að margfalda fé sitt á þeirc
tíma, strax er hún fékk sjálf að nota
sér gæði þess? ' Og þó eru enn ekki
öll gæði fslands notuð — ekki nándar
nærri.
“ísland er bezta landiö, sem sóiin
skín á,” sagði Tómas Sæmundsscr.,
er hann hafði ferðast um beztu lönd-
in í Evrópu. Eg ætla aS í þessum
orðum sé nokkur sannleikur, meirí
en margir halda. Vér getum ekki
annað en hugsað, að gott hljóti ])að
land að vera.ísem gefur þessari örlitiu
þjóð tækifæri að reisa sig upp úr
margra alda ])rælkun og keppa við
stórþjóðir heimsins á ýmsum sviðum,
eftir einn mannsaldur sem frjáls þjóð.
Og gætum að því, að ef vér erum t
nokkru nýtir, íslendingar, þá er það
engu að þakka nema fagra landinu,
se:n guð gaf oss. Já, ísland e- bezta
landið sem sólin skín á, fegursta land
ið, hagsælasta laodið og kærasta land-
ið, i íslendings huga og íslendings
hjarta.
Sonur fslands! dóttir íslands!
Rendu huganum til hans föður þíns,
til hennar móður þinnar? Eru þau
ekki þér kærari en allir aðrir feður
og mæður annara, bæði vegna þess,
að þau eru þínir foreldrar og af því
að þú þekkir þau svo vel, ]>ekkir til-
finningar þeirra, manngildi þeirra,
og vegna þess að þú veizt, að það
sem þú hefir, ])á hefir þú það frá
þeirn og frá feðrum þeirra og mæðr-
um í alla liðu? Þú elskar þau og
ber virðingu fyrir ]>eim, af því að
frá þeim er þitt eigið manngildi. Ef
einhver lítilsvirðir foreldra sína, þá
lítilsvirðir hann sjálfan sig. — Og
þótt þú sért ekki alinn upp hjá föður
þinum eða móður, þá átt þú. þeim
samt mest að þakka, því að eðli þitt
og eiginleikar, manngildi þitt, er frá
þeim. Hann faðir þinn og hún móS-
ir þin eru ef til vill fátæk, ef til vill
hafa þau miklu minni mentun en
sumir foreldrar annara, sem þú
þekkir; en eru samt ekki móðirin og
faðirinn kærst í huga þínum, í hjarta
þínu? Og hefir ekki hann faðir þinn
og hún móðir þín eitthvað við sig,
sem er svo göfugt, svo gott, að þú
vildir ekki, þótt þú gætir, eiga aðra
foreldra, jafnvel þótt stórmenni
væru ? Bera þau ekki af öðrum í
einhv'erju, sem ]>ú dáist að, sem þú
elskar ?
Eins er því farið um ættland vort,
ísland. Það var að vísu um margar
aldir fátæklingur, sem misti frelsi sitt
og velfarnað fyrir kúgun erlends
valds, 'og var búiö að missa traust,
jafnvel barna sinna. En þegar ok-
inu létti, þá sást, að ósvikið efni var
i báðum: landinu og þjóöinni, sem
það hafði aliö við harðrétti. Hljót-
um vér ekki aS bera meiri virðingu,
einmitt enn tneiri virðingu, fyrir móð-
urlandi voru og föðurlandi fyrir
þessa sök, að það hefir ekki einungis
borið oss á brjóstum sér, eða foreldra
vora, heldur gefið oss slikt uppeldi
og slík einkenni, þrátt fyrir alt, alla
kúgun af annara völdum, að hvorki
vér né foreldrar vörir eru eftirbátar
sona og dætra stórþjóðanna, auöugu,
frjálsu þjóðanna? Eða þykjumst vér
vera eftirbátar annara, t. d. Englend-
inga, barna einnar helztu stórþjóðar
heimsins? Nei, vér þykjumst ekki
vera það, og vér höfum sýnt, að vér
erum það ekki. En hverjum ber oss
að þakka það ? Er það ekki einmitt
eingöngu að þakka gamla Islandi,
ættlandinu fagra og göfuga, sem hefir
mótað eðli vort, skapað alla hæfileika
vora frá kyni til kvns ?
Vér erum fósturbörn Canada, hing-
að flutt frá móður vorri, sem þá var
í fátækt. Vér elskum fóstru vora og
Opið bréf
til háyfirdómara Kristjáns Jónssonar
og yfirdómara Halldórs Doníelssonar
og Bggcrts Briem.
Stjórn Andbanningafélagsins hér i
bæn im birti miðvikudaginn 4. þ. m í
bh'ðunum Lögréttu og ísafold áskor-
un til þjóðatinna: um afnám bann-
laganna.
tTndir# þessa áskorun hafið þér,
há*tvirtu heirar, ritað ncfn vðar og
embættistitla, og þar sem vér þykj •
ums þess fullvissir, að ])ér haíið, stöJu
yðar vegna, íhugað grandgæfilega
öll atriði áskorunarinnar áður en þér
rituðuð nöfn yðar undir hana, leyfum
vér oss að biðja yður um skýr rök
fyrir ýmsu því í greininni, er oss finst
fjarri sanni að rétt sé. Vér treystum
því, að þar sem þér hafið álitið nauð-
synlegt að reyna að vekja áhuga
þjóöarinnar á málinu frá yðar sjón-
armiði, muni yður vera ljúft að gefa
sem beztar og áreiðanlegastar upplýs-
ingar um alt, er að því lýtur og yður
er kunnugt um.
Gerið svo vel að svara þessum
spurningum:
1. Hvaða sannanir hafið þér fyrir
því, að drykkjuskapur hafi ekki mink-
að í kaupstöðum og sjávarþorpum?
2. Þér segið í ávarpi yðar, að
staðhæfing bannmanna, um að ]>að
sé bannlögunum að þakka, að efna-
hagur landsmanna hafi stórum batn-
að síðustu árin, verði tæplega tekin í
alvöru. Þetta höfum vér ekki stað-
hæft alment, en hitt höfum vér sagt,
að fátækrastjórnir hafi séð, að efna-
hagur manna hafi breyst mjög til
batnaðar, einmitt þar, sem drykkju-
skapurinn hafi áður höggvið stærstu
skörðin. Treystið þér yður til að
hrekja þaS, og þá hvernig?
3. Hvaða sannanir hafið þér fyrir
þvi, að bannlögin fari í bága viS rétt-
armeðvitund alls þorra landsmanna?
4. Hvaða sannanir getiö ])ér fært
fyrir því, að bannlögin hafi þegar
orðið til þess að veikja virðingu
manna fyrir lögum landsins yfirleitt?
5. Hvaða sannanir hafið þér fyrir
því, aö bannlögin hafi gert menn svo
þúsundum skifti að lögbrjótum, jafn
vel heiðarlegustu mcnn, sem aldrei
hafa látið sér til hugar koma (sic.)
að brjóta (nókkurj önnur lög?
6. Hvernig hyggist þér að sanna,
aS drykkjuskapur komi ekki í bága
við réttmæta hagsmuni annara og
alment velsæmi? eða þekkið þér ekki,
eins og vér ýms dæmi hins gagnstæða?
Reykjavík 10. júlí 1917.
í stjórn Stórstúku íslands
Pétur Halldó.rsson. hárður Bjarnason
Jón Árnason, .Einar H. Kvaran.
horv. horvarðsson. .Sig. Eiríksson.
Jóh.Ögm.Oddsson. Ottó N.horláksson
í stjórn Banrivinafélags Reykjvíkinga
SigurSur Gunnarsson. Jón Róscnkranz
Jónas Jónsson. Halldór Jónasson.
Jón Asbjórnsson.
1 stjórn Umdæmisstúkunnar nr. 1
í Reykjavík
S. A. Gíslason. .Pctur Zophóníasson.
Páll Jónsson, horvaldur GuSmundsson
GuSm. Gamalíelsson. Svcinn Jónsson.
hórSur L. Jónsson.
—Lögrétta
Frá Islandi.
Veörið er stöðugt hlýtt og gott, en
regn öðru hvoru og þurkar aldrei
stööugir. Grasspretta kvað vera
orðin í fullkomnu meSallagi á valþ
lendi, en verri á mýrlendi.
þjónum henni, en vér getum ekki
gleymt og viljum ekki gleyma móður
vorri, hinni fögru, göfugu og frægu
sögueyju. Eða, viljum vér afneita
henni ? Nei, því að ef við gerum
það, þá afneitum við gildi sjálfra
vor, því að vér erttm íslenzk, hvað
sem vér lálumst vera. Og vér þurfum
ekki að skammast vor fyrir það.
Móðurland v'ort á margt göfugra en
nokkurt annað land, bæði arf frá for-
feörum vorum og frregð nýjtt kyn-
slóðarinnar, heima og hér.
Þótt vér höfum verið hér í landi
langa hrið, sumir jafnvel 30—40 ár
og sumir fæddir hér, þá er ])að enn
gamla fsland, sem stærstan þáttinn á
í lífi voru og eðfi. Þó að skógarnir
og sléttan blasi hér við sjónum vor
ttm alla daga, þá sjáum v'ér cnn með
hugskotssjónum vorum í hyilingtt ís-
land með fjöll og dali fríða og j-'kul-
skallana bungubreiðu, þar sem gló-
eygar fingur binda þeim guövef úr
rauðu gulli. Þessa mynd hyllir
fjarska, og hún snertir enn sál vora,
hefir áhrif á tilfinningar vorar, list-
næmi vora og alt eðli, og jafnvel
þeirra, sem aldrei hafa séð myndina
í veruleika.------—
Vér elskum fóstru vora og fram-
tiðarland, en hún heimtar ekki af oss,
að vér gleymum móður vorri eða af-
neitum henni.
íslendingar, synir íslands og dætur !
eg ætla ekki að biöja yður að hrópa
“hurrah" fyrir íslandi, en eg vil
biðja yður að gefa móður vorri, Is-
landi, eftku yðar og virðingu, setn
hún á skilið, henni, sem þér eigið
enn mest að þakka hvað þér eruð.
Guð blessi ísland!
Eftir allar hrakfarir flutningaskip-
anna okkar, sem frá var sagt í síð-
asta blaði, hefir nú ræst betur úr en
þá horföist á. Hið nýkeypta skip
Kveldúlfsfélagsins, “Borg,” kom 20.
júlí meS 1000 tonn af kolum og salti
og 4500 síldartunnur frá Englandi.
Fór það frá Englandi með norskum
skipum austur undir Bergen og fylgdu
þeim herskip. Auk ])ess liggja nú
7 rússneskar seglskútur hér á höfn-
inni, sem leigðar hafa verið til flutn-
inga hingað á kolum og öðrum útgerð-
arvörum og komið hafa undanfarna
daga. Af þeim eru 5 til h. f. Kol og
salt, eitt til Th. Thorsteinson og eitt
til stjórnarinnar. — Timburskip kom
hingað í gær til P. Ingimundarsonar
o. fl. — Til Akureyrar er einnig' ný-
komið stórt seglskip með timbur frá
Svíþjóð; hefir Ásgeir Pétursson út-
gerðarmaður nýlega keypt það, og
heitir það “Akureyrin.” Þjóðverjar
tóku það á leiö hingað og fluttu það
til Swinemunde og höfðu það þar í
haldi um tíma, en sleptu því svo gegn
tryggingu fyrir ])ví,' að ekkert af
farminunt yrði flutt út héðan aftur.
Annað timburskip er sagt rfð eins
ókomið til Akureyrar, til Snorra Jóns-
sonar kaupmanns.—“Bisp” kom norð-
an um land 21. júlí; — “Fálkinn” fór
til Khafnar síðastl. sunnudag og með
honum um 30 farþegar. — “Lagar-
foss” fór til ísafjarðar 23 júlí og það-
an vestur um haf. — “Gullfoss” og
“ísland” eru nú bæði komin fram hjá
Halifax á Ieið hingað, en “Wille-
moes” er kominn þar fram hjá á vest-
ur leið. — “Frances Hyde,” hið stóra
seglskip þeirra Johnsons og Kaabers,
er nú leigt landstjórninni og fer til
Ameríku eftir steinolíu. — Nokkrir
nýir vélbátar, stórir, hafa verið að
koma frá útlöndum að undanförnu.
Einn af þeim heitir “Úlfur eign Ól. G.
Eyjólfssonar o. f 1., annar “Skjakl-
breið,” eign Þórðar kaupm. Bjarna-
sonar, þriðji “Hermóður,” eign fél.
Dröfn, og vera má að þeir bátar séu
fleiri.
Síldarveiðar eru nú byrjaðar fyrir
norðan og látið vel yfir ])eim það
sem af er. Frá Vestfjörðum ganga
þær tregara. Þar kom inn hlaup
fyrir nokkru, en síðan hvarf sildin
frá aftur, og hefir því litið veiðst
þar enn.
13. júli andaðist í Steinnesí í Húna-
vatnssýslu ungfrú Guðrún Bjarna-
dóttrr prófasts þar Pálssonar, gáfuð
stúlka og myndarleg. Hafði hún
dvalið áður hér í Revkjavík og í
Kaupmannahöfn var hún við nám í 3
ár, en um hríð var hún við kenslustörf
á Vesturlandi.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi var
talað um kaup á hafnargerðar
tækjum N. C. Monberg, að hafnar-
gerðinni lokinni, og sagt, að kaup
verðið mundi verða 759 þús. kr
Hafnarverkfræðingi varv falið að at
httga málið, og segja álit sitt fyrir
næsta fund. —• Feld var tillaga um
breytingaé á eldri ákvæðum um leigu
Eimsk.fél. íslands á lóð við höfnina
— Dýraverndunarfélagið vill fá lóð
til hesthúsbyggingar austan við bæ
inn, en það mál var ekki útkljáð.—
Tilboð kom frá landstjórninni um
:ölu á 100—200 tonnum af Tjörnes
kolum, er afhent yrðii við námuna
og tók bæjarstjórnin boðintt.—Ráðgert
að fá selveiðaskipið “Skúm” til að
sækja kolin. — Ákveðið að bærinn
byggi fyrir 1. okt skýli yfir 10—lf
íjölskyldur og að borga hverjttm liúsa
itigtt nefndarmanni 5 kr. fyrir hvern
■lag, sem nefndin starfar.
Nýlega fórst maður við kolagröft
skamt frá Eskifirði, segir Mrg.bl., á
þann liátt að steinn féll í höfttð hans
Maðurinn hét ögmundttr Ögmunds
son, frá Eyrarbakka, og stóð fyrir
kolavinslunni þarna.
• . —Lögrétta
Frá Akureyri er sagt, að þar sé
nú mokafli og sildarganga mikil
en kvartað um olíuleysi á vélskipun
um. Síldarveiðar eru að byrja ])ar
en byrjuðu nokkru fyr á Vestfjörðum
“Lagarfoss” kom frá Anieríku 14
júlí með ýmsar matvörur og um 500
olíutunnur á þilfarinu. Héðan fer
hann bráðum aftur vestur um haf.
Seglskip sem “Drot” heitir, kom fyrir
nokkrum dögum með timburfarm frá
Svíþjóð til Áfna Jónssonar kaupm
Það lagði af stað frá Svíþjóð í apríl
— n var tekið af ensku herskipi skamt
frá landi hér, flutt til Stornoway og
lá þar lengi. Hvað eftir annað hitti
það þýzka kafbátá á leið sinni.
“Gullfoss” átti að leggja af stað frá
New York um miðjan þennan mánuð
— “Fálkinn fer héðan um 22. júlí til
Khafnar. —< “Botnía” er nýkomin
hingað norðan um land, úr hringferð
— “Bisp” kom til Austfjarða 15. júl
með salt og tunnur. — Bergensfélag-
ið kveðst ekki geta aS svo stöddu
sent hingað skip í stað “Flóru.”
Nýtt kvennablað er farið að koma
ut hér, á að verða mánaðarbláð, og
heitir “19. júní.” Ritstjóri er Inga
L. Lárusdóttir. Verð árg. 3 kr.
—Lögrétta
Nútíðar fátækra flutningur.
“Það sem þér gerið einum af þess-
um mínum minstu, það hafið þér
gert mér.” Þessi orð mannkynsfrels
;irans komu mér í hug t kveld, er eg
heyrði ferðasögu Guðbjargar nokk
urrar Eyjólfsdóttur og 3 barna hennar
—- á 1. 3. og 4. ári — sem send höfðu
veriö fátækraflutningi frá SeyðisfirSi a
til Miðness í Gullbringusýslu. Og
sagan er þannig, sögð í sem fæstum
orðum:
3. dag júnímán. síðastj. gaf bæjar-
iógetinn á Seyðisfirði út vegabréf
fyrir Guðbjörgu og börn hennar; er
hún svo fáum dögum síðar send með
e.s “Botnia” til Reykjavíkur. Enginn
var sendur með henni til að hjálpa
henni með börnin á leiðinni, þó að
þess liefði verið full þörf, þvt bæði
ntóðirin og börnin voru afskaplega
rjóveík. Engir voru farþegar á 2.
tarrými er gætu rétt henni hjálpar-
hönd og örsjaldan kom þjónninn til
hennar. Má því nærri geta hvernig
auntingjunum hefir liðið á leiðinni.
Fjórar krónur í peningum höfðu
benni verið fengnar til ferðarinnar;
tvrir það átti hún að kaupa, ef hún
þyrfti einhvers með hatida sér eða
börnunum á leiðinni.
Þegar til Reykjavíkur kom, urðu
ýmsir til að hlynna að sjóveiku aum-
ingjunum. Fulltrúi bæjarfógeta ritaði
á vegabréfið til sýslumannsins í
Hafnarfirði. Voru svo þurfalingarnir
sendir honum í bifreið. Sýslumaður
ritar á vegabréfið til hreppstjórans
Keflavík og lætur hifreiðina halda
afram til Keflavikur. Um leið og
bifreiðarstjóri skildi við farjtega sína,
gaf hann yngsta barninu — ofurfal-
legum dreng, er Byron heitir —10
krónttr. Flreppstjóri tók vel við
þeim; voru þau hjá honum um nótt-
ina og áttu góðu að mæta, eins og
vænta mátti. Næsta dag ritar hann á
vegabréfið til hreppstjórans í Mið-
n^shreppi að Fuglavík og lætur síðan
reiða þurfalingana þangað beina leið.
En sá, sem ekki inldi taka á móti Guð
björgu og börnum hennar — Þurfa-
mönnum hreppsins — það var hrepp
stjórinn ! Og ekki fengu þau að koma
heim að htbýlum hans, heldur urðu
þau að bíða uppi í tröðum fullan stund
. fjórðung, á meðar. fvlgdarmaöur-
inn frá Keflavík skifti orðum við
hreppstjórann. Þau höfðu fengið
regn og kalsaveður yfir heiðina og
vortt þvl öll rennblaut og skjálfandi
af kulda og börnin grátandi af þorsta
Ilafa þvt aumingjarnir sannarlega
verið þurfandi fyrir húsaskjól og
hressingu, og var það skvlt, að hrepp-
stjóri veitti þeim hvortveggja, en
hann varaðist að láta sjá sig, hvað
þá meira eða betra. Og hann kvaðst
hvorki hafa húsrúm né ástæður til
að taka á móti fólki þessu. Skipaði
svo fylgdarmanninum — manni úr
öðrum hreppr—að snúa með þurfa-
lingana, til oddvita hreppsins. Hafði
lann nú vald til þess? Bar honum
ekki að taka sómasamlega á móti
feim, gera hreppsnefndinni aðvart
og annast um þá ])ar til hún hafði
ráðstafaS þeím? Þegar til oddvita
kom var þeim tekið með# mannúð og
kærleika.
Því mætti trúa-, að svona ómann-
úð hefði getað átt sér stað hjá hrepp-
stjórum á Suðurnesjum á 17. öld, en
fáir mundu hafa búist við slíku nú
á tímum, að minsta kosti ekki eg, og
síst af þessum manni.
p. t. Sandgerði 13. júní 1917.
Sumarl. Halldórsson.
—Lögrétta
Vinnuvísindin.
Bjarni frá Vogi, Matth. Ólafsson,
Jón frá Hvanná og Magnús Péturs-
son flytja frumvarp til laga um stofn-
un próíessors embættis í hagnýtri sál-
arfræði við háskóla íslands, bundið
við natn dr. G. Finnbogasonar. Auk
háskóla kennslunnar skal honum skylt
að hafa á hendi vísindarannsókn á
vinnubrögðum í landinu og tilraunir
til umbóta á þeim.
Ástæður fyrir frumvarpi þessu
telja þeir Jtessar:
Þau rök renna til laga þessara, að
landinu er hin mesta nauðsyn á því,
að Guðmundur Finnbogason haldi á-
fram rannsóknum sínum um hagnýt-
ing sálarfræðinnar við vinnubrögð.
Þetta verður tryggara með þeim
hætti, sem hér er farið fram á. Auk
þess er hér krafist meira starfs fyrir
sama fé en nú er gert. Er það land-
inu gróði. — í þriðja lagi er með
þessu trygt, að maSurinn fái tækifæri
til að neyta krafta sinna og kunnáttu,
en landið að njóta.
—Vísir.
Umboð þjóðjarða.
MeS lögum frá 20. okt 1913 var svo
ákveðið að hreppstjórar skyldu, hver
í sínum hreppi, hafa umráð yfir þjóð-
jörðum gegn 6% umboðslaunum af
eftirgjöldunum, en umboðsmenn þjóð-
jaröa hafa fengið 16J^%. Jafnóðum
og umboðin losnuðu áttu þessi nýju
lög að ganga í gildi og spara lands-
sjóði fé; en þjóðjörðum hefir fækk-
að mjög hin síöari ár.
Halldór Steinsen þm. Snæfellinga
vill ekki láta þessi nýju lög ná til Arn-
arstapa- og Skógarstrandarumboðs
og Hallbjarnareyrar, heldur fela for-
stöðu þess umboSsmanni skipuðum
af stjórnarráðinu eins og áður, og
flytur frumvarp til laga þar að lút-
andi. Telur hann að fengin revnsla
af umsjón hreppstjóra með kirkju
jörðum sé ekki svo góð, að rétt sé að
fela þeim umsjón þjóðjarSanna. Og
þó gert sé ráð fyrir að þjóðjörðum
fækki og því sé ekki ísjárvert að
leggja niður umboðsmannastéttina,
þá eigi það ekki við um Arnarstapa-
og Skógarstrandarumboð, langstærsta
umboð landsins að eignarfjölda. Um-
boðsmaðurinn hefir umboð yfir 76
jörðum og 187 lóðum og brútto-tekj-
ur umboðsjns námu árið 1916 kr.
7050,12.
—Vísir.
KAUPMANNAHAFNAR
Vér ábyrgj-
umst það að
vera algjörlega
hreint, og það
bezta tóbak í
heimi.
Ljúffengt og
endingar gott,
af því það er
búið til úr safa
miklu en mildu
tóbakslaufi.
MUNNTOBAK
Landssjóðsverzlunin.
Frá bjargráðanefnd neðri dwldar
er fram komin tillaga til þingsálykt-
unar um forstöðu v'erzlun landssjóðs
])essa leið:
“Alþingi skorar á landsstjórnina
að greina landssjóðsverzlunina frá 2.
skrifstofu stjórnarráðsirts og setja
upp sérstaka skrifstofu-með sérstök-
um forstjóra, er annist þau verzlun-
arstörf'.
í athugasemdum segir nefndin að
framan af styrjöldinni hafi verzlun
landssjóðs verið svo litil, vegna þess
að siglingar voru nokkurn veginn
greiðar, að ekki hafi verið ástæða til
að setja upp sérstaka skrifstofn fyrir
hapa, og hafi því öll styrjaldarmálin
vcrið lögð ti! 2. skrifstofu stjórnar-
ráðsins, einnig í þeirri von að styrj-
öldin stæði skemur en raun er á orð-
in. En peynslan hafi hlotið að verða
sú, “að 2. skrifstofa mundi trauðla,
þrátt fyrir samvizkusemi og dugnað
skrifstofustjóra þar og annara starfs-
manna, anna öllum þeim störfum, sem
styrjöldin skapaði, í viðbót við öll þau
mál, er þangað hefði verið skipað,''
enda verzlunarstörfin all óskyld þeirn.”
Æ'tlast nefndin til að sérstakur for-
stjóri verði settur fyrir verzlunar-
skrifstofuna og að hann hafi sömu
afstöðu til stjórnarinnar sem skrif-
stofustjórar á öðrunt skrifstofum
stjórnarráðsins.
Starfsvið skrifstofunnar atlast
nefndin til að verði: útvegun útl.
vöru og innlcndrar og önnur verk i
sambandi þar við, rannsókn vöru-
birgða, innheimta, vátrygging, skipa-
leiga og skipakaup, farmsamningar,
upp- og útskipun og önnttr vöruaf-
greiðsla. Stjórnin ú sjálf að ráða
því hvort fleiri mál verða lögð undir
þessa skrifstofu, svo sem samningar
við önnur ríki, málaleitanir um út-
flutpings eða innflutningsleyfi.
Og vafalaust á stjórnin þá einnig
að ráða því undir hvern ráðherrann
skrifstofa ])essi eigi að lúta sérstak-
lega.
—Vísir
Þeir höfðu heyrt að báturinn hefði
staðnæmst fyrir norðan F.ngey en ])ví
var borið við að vélin hefði bilað
Þó ætlaði lögreglan að láta rekja
slóð hans þar en því var frestað.
En í fyrrakvöld réri Haraldur Sig-
urðsson verzlunarstjóri til fiskjar út
fyrir Engey með handfæri við fjórða
mann. Þegar hann kom út fyrir
eyna sá hann spítur nokkrar þar á
reki en gaf því lítinn gaum. Nokkru
síðar hafði hann tal af eyjarmönnum
og. sögðu þeir að “Úlfur” hefði verið
þar á sveimi um daginn og myndi hafa
mist spítprnar útbyrðis meðan verið
var að “gera við vélina” og vel gæti
verið að eitthvað hefði orðið þar eftir
sem dýpra væri á. Fór Haraldur þá
og tók upp eina spítuna. Neðan
henni var krókur og í hann fest kaðli.
Drógu bátverjar inn ka|Salinn og veitti)
all erfitt, enda komu upp á honum 5
pokar með vinflÖskum í og meira var
eftir. Sneru þeir þá til lands til að
leita aðstoðar lögreglunnar. Fór hún
út á mótorbáti og týndi upp spíturnar
og tilheyrandi poka og einn kassa,
lítinn en laglegan. Pokarnir voru
samtals 82 og gizkað á 20—30 flösk
ur í hverjum. Fór lögreglan með
þessa veiði í land og flutti hana í
Steininn. Var verkinu ekki lokið fyr
en kl. 6 i gærmorgun.
í gær v'ar rannsókn hafin í málinu
og viðurkendu skipverjar á “Úlfi” aS
þeir hefðu skilið þetta þarna eftir af
farminum og eitthvaö meira, sem ekki
er fundið enn. — En ekki hefir enn
tekist aft fá vitneskju um hver eigi
veiðatnar.
—Visir.
Frá Gimli.
engu síður hinir ungu vinir, börn eða
unglingar á ýmsum aldri, sem nú um
allar áttir, þar sem íslenzk tunga er
töluð virðast hafa þvílíkan brenn-
andi áhuga fyrir þessu framtíðar- og
óskabarni fólksins. Einnig kom hér
stjórnarnefnd Gamalmenna heimilisins
til að ráða ráðum sínum, eftir það að
guð hafði snert streng í hjarta Jóns
sál. Helgasonar, Iivað gera skyldi.
Hvert gjörningur væri að ráðást i
byggingu í haust. En niðurstaðan
varð sú að láta alt slíkt bíða til vors-
ins, en v'inda heldur bráðan bug að
hinu, sem að lengi hefði legi'ð fyrir
og trauðla mætti bíða lengur, sem
væri að grafa góðan brunn; og er
ráðgert að byrja á honum nú strax.
í stjórnarnefnd Gamalmenna heimil-
isins eru þessir: Dr. B. J. Brandson
forseti, séra Carl J. Olson Gimli skrif-
ari, Th. Thordarson verzlunarmaður
á Gimli, John Swanson fasteignasali
í Winnipeg meSráðamaður og Jónas
Jóhannesson bygginga tneistari í
Winnipeg framkvæmdarstjóri nefnd-
arinnar.
Ekkert sérstakt að frétta héðan frá
Gimli. Sólheiðir dagar og mánabjört
kveld, -— en ekki samt alt af, — því
alt þarf að hafa jafnvægi: “Guð það
hentast heimi fann, það hið bliða
blandist stríðu. Alt er gott sem
gjörði hann.—J. H.
Gimli 4. september 1917.
J. Brictn
Háar skaðabætur.
V
Bannmálið.
Eins og frá var skýrt í blaðinu í
gær fanst allmikið af áfengi í sjónum
fyrir utan Engey í fyrrinótt. En
ekki mun það vera eins mikiö og
fyrst var sagt.
Vélbáturinn “Úlfur” kotn hingað í
fyrrakvöld frá útlöndum. Hafði hann
komiS við í Keflavík og Vogum og
ferð hans ]>ar syðra þótt grunsamleg
svo að lögreglunni hér og í Hafnar-
firði var gert aðvart. Sumir segja
aS hrcppstjóri einn þar suður frá
hafi tekið hest sinn og riðið í spretti
inn í Hafnarfjörð og aldrei mist sjón-
ar af bátnum á leiðinni, en vel má
vera að það sé skáldskapur.
Þegar báturinn kom hingað fóru
þeir saman um borð, bæjarfógetarnir
báðir úr Reykjavík og Hafnarfirði og
skoðuöu skipið en fundu ekkert.
Hún var furðanlega falleg, þegai
hún gekk fyrir spegilinn, strauk með
báðum höndum hárið óskiip mjúklega
frá gagnaugunum og brosti mjög á-
nægjulega. Aðj því búnu settist hún
niður í stól, lag^i hendur í skaut, lét
höfuðið hniga ofurlitið og sagði svo
upphátt við sjálfa sig: “Allir til mín
eg er svo falleg.” Þannig er þessi
alkunni málsháttur orðinn til, “allir
til mín, eg er svo falleg.” Ef að gam-
almennaheimilið Betel væri persónu-
gjörfingur og héfði mál, mundi það
hafa ástæðu til að segja þetta: “Allir
til mín, eg er svo falleg.”
Það er ekki markleysa ein, né ein-
tómt flapttr varanna þegar fólkið kall-
ar Betel óskabarn, sem að því sé vel
við, og gaman sé að finna. “Af á- útgefanda þess
voxtunum skuluð þér þekkja þá,” - - -
segir meistarinn mikli. Og fólkið
bæði ungt og gamalt og á öllum aldri
sýnir það í v'erkinu að því er ekki
fjarri skapi að koma til Betel og' sjá
og heyra gamla fólkið. Því hvern
þann dag, sem að C.P.R. opnar dyrn-
ar og Segir\: “Kotnið til mín, allir þér
sem ferðast viljið,” þá er undir eins
risið úr rekkju, eins hinir leiðinlega
morgunSvæfu eins og hinir. Og ef
einhver þunglamalegur letingi mætir
þeim þá og segir : “Hvert er fer'ðinni
heitið?” er svarið tíðast: “Til Gimli!
Til Betel!
Það var á laugardagskveldið kl 7,
etns og' unt er, að eimvélin öskraði
ógurlega, svo að undirtók í öllum
skóginum, og boSaði að lestin væri
)egar ókomin, og þegar hún kom hér
a móts við stundi hún eitthveð svo
óvanalega þreytulega, rétt eins og
hún heföi einhvern dýrindisvarning
meðferðis, sem henni v'æri svo ant um
að koma til skila í góðu standi. Og
það var ekki svo vitlaust af henni, því
hún hafði meðferðis í kring um 10.
part af Kvenfélagi hins Fyrsta Lút-
brska safnaðar t Winnipeg. Og voru
það þessar- konur: Mrs. Ftnnur
Johnson forseti félagsins, Mrs. Jón
Julius, Mrfe. Haraldur Olson, Mrs.
Jónas Jóhannesson, Mrs. Ólafur Free-
man og Mrs. ,Thorvardur Swanson.
Allar þessar konur, eins og félagiö i
heild sinni hafa gefið Gamalmenna
heimilinu stór gjafir, og boriö velferð
þess á allan hátt fyrir brjósti frá því
að þaS var fyrst til og voru^því öllu
gamla fólkinu kærkomnir gestir. Þær
dvöldu allar hér á Gimli yfir helgina
og fóru aftur kl. 7 á mánudagskveldiS.
Eg var svo heppinn að drekka
stundum kaffi meS þessum konum.
Og spurðu þær mig einu sinni í spaugi
Ef að eg skrifaði greinarstúf í Lög-
berg hvort eg ætláði heldur að setja
hann í “Glaðar stundir” eða “Sorgir”,
og sagði eg þeim að það væri alt eftir
því hvernig eg liti á þaö í það og það
skifti. Ef eg hugsaði um komu þeirra
og veru hér á Betel mundi eg vilja
greinina í “Glaðarstiindir” en ef eg
hugsaði um burtför þeirra héSan
mundi eg setja greinina i dálkinn
“Sorgir”.
Svtv voru á mánudaginn 3. septem-
ber (verkamannadaginn) brautarlest-
irnar að koma hingaS stöSugt og
komu með hverri lest einhverjir hing-
að að Betel til að standa við ofurlít-
inn tíma, að skoða húsið og tala fáein
orð við gamla fólkið og voru það
Bæjarstjórinn i Chicago heitir
Thompson. Hann hefir veriS ein-
dreginn á móti stríðinu frá byrjun og
sérstaklega móti því að herskylda
væri sett á. Telur liann með þvi
aðaleinkenni þjóðstjórnar fyrirkomu-
lagsins vera npmið úr gildi. Þegar
félagið sem vinnur að því að koma á
friði ætlaði að halda fundi í Chicago
var það bannað af rikisstjóranum í
Tllinos. F.n Thompson skipaði lög-
reglunni að v'ernda friðarfundina og
halda þar öllum óeirðarseggjum ,í
skefjum. Af þessu urðu þeir óðir og
uppvægir setn herskyldu fylgia og
andstæðir eru friði aS svo stoddit.
Fluttu blöðin hverja skammagreinina
á fætur annari urri bæjarstjórann, en
hann lætur sér hvergi bregða. Hefir
hann nú höfðað mál á móti mörgum
blööum og heldri mönnum, sem hann
kveöur hafa viðhaft óforsvaranleg
orð. Hann heimtar $500,000 af
“Chicago Tribune,” $250,00 af “Chi-
cago Daily News”, og Victor LaQson
$200,000 af Jacob
M. Dickenson fyrverandi hermálarit-
ara, $200,000 af H. H. Merrick for-
seta félagsins “National League”,
$200,000 af Arnold Joerus skrif-
ara samá félags og $250,000 af
“Chicago Herald” og James Keely
útgefanda ])ess.
AIls heimtar hann $1,600,000 skaða-
bætur fyrir ærumeitandi og mann-
orðs skemmandi ummæli.
Frakkast jórn segir af sér.
Eins og menn vita lieitir sá Ribot
sem verið hefir forsætisráðherra á
Frakklandi. Hann og ráðaneyti hans
sagði af sér á föstudaginn sakir ýmis-
konar óánægju, setn hefir komiö gegn
stjórninni í seinni tíð.
Góð hreifing.
Fyrir skömmu flutti “Lögberg”
grein um störf bæjarstjúrnarinnar i
New Ýork, þar sem hún gengst fyrir
því að leiðbeina tilvonandi mæSrum
á ýmsan hátt og bæta kjör þeirra og
barna þeirra. Nú hefir einmitt
myndast hreifing hér í Winnipeg í
sama tilgangi. Því var lýst yfir á
föstudaginn að heilbrigisnefnd bæj-
arins ætlaði að mynda deild með þetta
fyrir augum. Sá heitir P. B. Tustin
sem frá þessu skýrði og um þaS á að
sjá. Fundi á að Iialda einu sinni i
hverri viku milli kl. 3 og Á; kbma þar
saman þeir sem að þessu starfa og
verða það aðallega hjúkrunarkonur.
Allar nauösynlegar upplýsingar fást
um- þetta með því að kalla up St
Tohn 1999.
A
When using
WILSONS
FLY PADS
READ DIRECTI0NS
j&Y CAREFULLY AND
' >>afollow them/
EXACTLY.
53\ . -
Er miklu betri en gúmí flugnapajjpír-
inn. Hreinn I metSferS. Fæst hjá
lyfsölum og matvörusölum.