Lögberg - 04.10.1917, Síða 2
2
JLOGBEKG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1917
++•♦+•++•♦+•+•+♦•++*♦•++•+♦•+♦+♦*♦+
| Glaðar stundir |
*+f+fffffM'+++++f+4,fí'++++f
GleSin er ma"gskonar eins og alt
annaS; hún getur veriS hversdagsleg
og hún getur lika veriS hátíSleg. PaS
var hátíðleg gleðistund sem Winnipeg
búum var boðið til á mánudagskv'eldið
var í Fyrstu lúte sku kirkjunni.
Þar var verið að minnast skólasetn-
;ngar íons Bjarnasonar skóla i fimta
skifti. Var þar all fjölment, þótt
fleira liefði mátt vera. Þessi stofn-
un hefir þegar fengið fastar rætur
og sézt það að henni má treysta og
að íslendingar þurfa engan kinnroða
að bera íyri hana heldur þvert
móti geta minst Iv.-nnar upplitsdjarfir
samtimis’ öðrum mentastofnunum hér
af sama tagi.
Slíkt er ávalt gleðiefni þeim sem
eitthvað eiga til at íslenzku stolti og
því eru það gleði stundir þegar þess
er minst.
Athöfnin hófst með því að sera
Runólfur Marteinsson forstöðumaður
skólans bauð menn velkomna og kall-
aði á séra Steing ím Thorláksson að
flytja bæn. Flutti hann alllanga bæn
og bað um blessun skólanum til handa,
vermd fvrir þjóðerni vort og kristna
kirkju, handleiðslu guðs fyrir æsku
lýð vorn og hamingju þjóð vo ri og
landi. Hann bað sérstaklega um
styrk, vizku og stöðuglyndi, umburð-
a'Iyndi og leiðtogahæfileika kennurum
og nemendum skilning til náms og
'i eint liferni, samvizkusemi og
skyldurækni.
Séra Runólfur Marteinsson talaði
aftur nokkur orð. Kvað hann þetta
ckki vera óblandna gleði stund;
gleðin væri auðvitað mikil þegar
hugu inn liði yfir hina stuttu æsku-
sögu skólans í heild sinni, en þeim
sorgum væri þó gleðin blönduð að
stofnunin ætti á bak að sjá einum
fyrsta kennara og einum fyrsta nem-
andanum. Baldur Jónsson hafði Iát-
ist þá um mo guninn; hefði hann
verið hinn ágætasti maður að gáf-
um, lærdómi og mannkostum. Hann
hefði verið fvrstur valinn fyrir með-
kennara á skólanum og reynst frá-
bæ lega samvizkusamur í því starfi.
Gilbert Jónsson sagði skólastjóri að
hefði fallið í stnðinu; hefði hann
verið einn hinna fy stu nemenda —
einn þeirra sem fyrst hefði trúað
þessum skóla fyrir sér til vísindalegs
uppeldis. Lauk hann miklu lofsorði á
þennan unga látna mann; kvað hann
hafa verið fórnfúsari öllum mönn-
um er hann hefði þekt — hefði
hann hugsað sér að leggja fyrir sig
t-úboðsstörf að afloknu námi; og
þess kvaðst hann fullviss að hann
hefði farið i stríðið vegna hreinnar
fórnfærslu og skyldutilfinningar.
Séra Marteinsson kvað það hafa
af sumum verið fundið sér til fo -
áttu, að hann auglýsti ekki skólann
nógu vel. - Beztu auglýsinguna kvað
hann samt þá að þegjandi ávextir
stofnunarinnar hefðu áhrif á hugi
fólksins. Þetta sagði hann að sér
fyndist hafa tekist eftir vonum. Fyrstu
tvö árin hefði skólinn byrjað með 6—7
nemendum; í fyrra hefði hann byrj-
að með 13 og nú væru 25 innritaði
og von á mörgum fleiri fþess má geta
að í fyrradag vo’-u komnir 30). Ef
marka mætti vinsældi • stofnanna
aukinni aðsókn þá kvað hann ser
finnast þetta ánægjulegt; og þess
sagðist hann vænta að vinsældirnar
fremur yxu en minkuðu hér eftir
sem hingað til.
Þá kom f am sera K. K. Ólafsson
frá Mountain eftir að þær Violet
Johnston og Fjóla Jonhson höfðu leik-
ið tvíspil á fíólín.
Séra Kristinn kvaðst ekki hafa ver-
ið hér við setningu þessa skóla nema
í fy sta skifti. Hefði það þá ekki
dulist neinum að margir — jafnvel
fiestir — hefðu skoðað fvrirtækið sem
vafasama tilraun; og kvaðst hann
þess fullviss að aldrei hefði verið á
þessu byrjað hefði það ekki ve ið að
þakka óbifanlegri trú hins mikla liðna
leiðtoga — trú hans á þeim málum
og þeim hugsjónunt sem skólinn hefði
átt að byggjast á. Um það hefði
verið talað á kirkjuþingi eftir kirkju-
þing hvo t nokkurt v'it mundi í því
að byrja slíka stofnun.
En hann kvað þessa trú séra Dr.
Jóns Bjarnasonar ekki hafa verið
bygða í lausu lofti; hún hefði verið
grundvölluð á fenginni reynslu ann-
ara þjóða hér í landi. Þær sáu
þörfina; þær sáu möguleikana og
þær hafa hlotið blessun í fyri tæki
sinu. Hví skyldi ekki sama lögmá)
gilda hjá oss?
Hann kvað ekkert þjóðbrot hér 'i
landi hafa sett upp skóla nema með
tvent fyrir augum: það er kristin-
dóm og þjóðe ni. Kirkjufélögin
væru almennustu og sterkustu stofn-
anirnar; kirkjan væri því ste kur
verndari þess er i skjóli hennar gæti
vaxið. Af því hún hefði tekið að
sér þjóðernismálið hefði því verið
betur borgið en á nokku n annan
hátt. Þetta tvent kvað hann réttlæta
tilveru skólans. Hann gæti auðvitað
kent ýmislegt annað eins v'el og aðri "
skólar en það væri ekki nóg til þess
að veita honum tilveru rétt; hann
yrði að hafa einhverja sértsaka köll-
un og það væru hugsjóni • kristindóms
og þjóðernis. Skólinn eigi að verða
hugsjónastofnun.
Hann kvað það hafa verið — og
jafnvel v.era enn — gert að grýlu að
kristindómu • væri j stefnuskrá skól-
ans; hefði hann í háði verið nefndut
prestaskóli eða prestaverksmiðja. En
þetta kvað hann vera óþarfa grýlu
sem lítt mundi saka. Þeir sem tryðu
á gildi k istindómsins á annað borð
hlytu að telja það fremur kost en
löst að í skólanum væri skapað kristi-
legt and úmsloft er síðar hefði áhrif
á líf nemendanna þegar þeir þroskast.
Þetta kvað hann eiga við þá, er í
raun réttri tryðu á hugsjónir og kenn-
inga- kristninnar.
EATON’S CATALOGUE
WILU TIP THE SCAL.ES IN YOUR FAVOR
REQUES'
VERÐSKRÁ fyrir Húsráðendur
J7ÉR GETIÐ LÆKKAÐ KOSTNAÐ Á LfFSNAUÐ-
SYNJUM MEÐ J?Ví AÐ NOTA J7ESSA
VERÐSKRÁ VIÐ ALT SEM þÉR KAUPIÐ.
Hin nýja vöruskrá EATON’S fyrir haustið og
veturinn, sem út kom þegar mesta fjárhagsleg
kreppa á sér stað, verður til stórkostlegs hagn-
aðar fyrir húsráðendur í Vestur-Canada.
Hvort sem þér hafið verið viðskiftavinir
EATON’S eða ekki að undanförnu, þáer oss
ant um að þér fáið eintak af þessari nyju
verðskrá og notið hana til verðsamanburðar
við öll yðar kaup. Með því að gera það
getið þér stórkostlega lækkað kostnað á
lífsnauðsynjum yðar.
ÁBYRGST ÚRVAL, GÆÐI OG
AFGREIÐSLA.
Með því að skifta við EATON og fara
eftir þessari verðskrá hafið þér trygt
yður þrent sem er mikilá virði.
Úrval.—Allra mesta úrval sem mögu-
legt er finst hjá oss af öllum'vörum,
fatnaði, húsgögnum, búnaðaráhöld-
um.
Gæði.—Vér höfum stöðugt gætt
þess að gæði á EATON’S vörum
héldust. f mörgum tilfellum er
verð óhjákvæmilega hærra en
gæðin eru áreiðanlega þau ,
sömu.
Afgreiðsla. — Pöntunum er
greiðlega sint. Viðskiftamenn
verða að vera ánægðir með
vörurnar eða að þeir fá pen-
inga sína endursenda og auk
þess flutnings og sendinga-
kostnað.
DRAGIÐ EKKI AÐ SPYRJAST
FYRIR
Ef þér eruö ekki einn af vorum reglu-
legum við skiftavinum, þá þurfið þér ekki
annað en senda oss pöstpjald með nafni yðar
og áritun og fáið þér þá vöruskrána senda
heim til yðar.
Dragið þetta ekki sendið nafn yðar í dag og
færið yður í nyt hin miklu verðgæði sem vér
bjóðum á öllum vörum.
VER HÖFUM EINNIG EFTIRFARANW
BÆKLINGA.
Vcícajíi|«>]>pir, niatviini, pluniblnR og liitnnará-
liiilcl, karlmannaföt, nymóðins bænda- og licimilis-
liús. Aliir þessir bæklingar sendir ókeypis.
T. EATON CSL™,
WINNIPEG - CANADA
Á hinn bóginn kvaö hann til þess
a'ilast að svo mikill samvinnu þýð-
leiki og ■ vináttuþe! ríkti í skólanum
aS þeir sem annarar skoðunar væru
í þessu efni mættu þa- engu því er að
nokkru leyti gæti gert þeim námsvist-
ina erfiða. Hitt kvaðst hann sann-
færður um að þessi stefna þeirra er
fyrir málum skólans réðu vekti meiri
virðingpi andstæðinga þeirra en ein-
hve- hálfvelgju stefna, þar sem það
kæmi ekki fram í verki að þeir könn-
uðust við það álit sitt að k istindóms
áhrifin væru blessun fyrir hverja
skólastofnun. 1 þessu efni ekki síður
öðrum væri það æfinlega ómannlegt
að reyna að koma til dyrana öðru-
vísi en maður væri klæddu,. Þeir
sem kæmu í skólann af þjóðernis-
rækt einni saman gætu þar haft sínar
eigin skoðani- að öðru leyti og v'ænti
hann þess að engar kvartanir kæmu
i þá átt að þar væri ekki öllum sam-
eiginlegt andlegt heimili á öðrum
svæðum. Hann kvað stundum eiga
sér stað of mikið flokka þröngsýni
vor á meðal; hefði það jafnvel farið
svo langt að ef vér hefðum ekki kom-
ið oss saman um eitt þá hefði þótt
sjálfsagt að vera einnig ósammála
um alt annað; af því hefði það leitt
að menn hefðu unnið hver á móti
öð um í þeim málum sem í raun réttri
hefðu verið sameiginleg; þannig hefðu
sta fskraftar eyðilagst og félagslíf
spilzt. Þetta þyrfti að lagast og gleddi
það sig ef skólinn mætti verða spor
í þá áttina.
Hann kvaðst eindregið geta mælt
með þessum skóla, bæði sem kristin-
dóms- og þjóðernisstofnun. Hann
kvaðst trúa því að hver þjóð yrði
betri og meiri ef hún ekki gleymdi
frumstofni sínum: héldi fast við
tungu sína og berðist fyrir tilveru
sinni. Og hann kvaðst ekki síður
hafa þá bjargföstu t ú að áhrif krist-
indómsins væri verndandi afl hverri
þjóð, hvar í heimi sem væri, með
allar sínar fögru kenningar og glæsi-
legu hugsjóni". Kvað hann það vera
deginum ljósara að veraldleg þekking
væri sálum mannanna og líferni þei ra
ekki nóg. Þetta væri nú orðið viður-
kent í Bandaríkjupum þar sem sú
hreyfing hefði vaknað nýlega að
kenna kristin fræði í barnaskólum
bæði í New York og víðar. Væ i þar
sumstaðar ætlaður hálfu" dagur í
viku hv^rri til trúarbragðafræðslu;
væri því þannig tilhagað að hver
kirkja sæi þar um fræðslu þeirra
sem henni heyrði til. Þetta væ i ný
hreyfing, en hún virtist hafa góðan
byr og góðan árangur, það sem kom-
ið væri. Þetta kvað hann v'ott um
viðurkenningu fyrir því að þeir sem
fyrir kenslumálum stæðu héldu ki kju-
lega fræðslu nauðsynlega unglingum
á þeim árum, sem þeir í aun réttri
væru að skapast og að veraldleg þekk-
ing væri ónóg. Ahrif trúmálanna í
þessu tilliti væru, því miður, oft ónóg,
og ófullkomin. Ef þetta væri rétt að
því e' barnaskólana snerti, kvað hann
það ekki síður eiga við um þá skóla
er hálfvaxnir unglinga- sæktu; þess
vegna kvaðst hann óhikað telja kirkju
skólana betri en hina, ef þeim væri
vel og samvizkusamlega stjórnað,
Annað atriði kvað hann koma hér
til greina og það Væri stærð skólanna.
Kirkjuskólarnir væru venjulega minni
en hini-, og eftir því sem sRólinn væ ii
minni yrði kenslan venjulega nota
betri að jöfnum kennurum. Á litl-
um skólum þektust kennarar og
nemendur vel og fullkomlega og sama
væri að segja um nemendurna inn-
byrðis. Á hinum stóru skólum væri
því ekki þannig yarið; þar gætu
menn farið í gegn um alt námið án
þess að nokkur náin þekking kenn-
a a og nemanda ætti sér stað. Áh if-
in — persónu áhrifin — frá kennara
til nemanda væru ómetanleg. Frá
manni sem ætti í hjarta sér lifandi
eld sannarlegs kristindóms og heil-
brigðrar þjóðrækni og alls þess sem
fegurst væri og bezt, hlyti að kvikna
Ijós í hjörtum nemendanna. Eins og
veraldlegur eldur hlyti ávalt og
æfinlega að verma og lýsa út frá sér
og kveikja þar sem kveikt yrði, eins
væri því farið með hinn andlega eld-
inn. Það kvað hann reynslu yfi -
standandi tíma sýna betur en nokkuð
annað hversu ónóg væri veraldleg
mentun eingöngu. Ekki skorti hana
þar sem grimdin væ i nú mest; það
væri jafnvel so glegur sannleikur að
þegar henni samfara væri ekki það
andlega þá ytði hún eins og tvieggjað
sverð í óvita höndum; hann yrði þá 1
stundum beitt til skaðsemda. Eitt
kvað hann komið á daginn; það væri
það að ef sú regla væri viðurkend að
dæma mætti eftir ávöxtunum, þá
þyrftu menn ekki að bera kinn oða
fyrir þessa skóla. fláskólakennarar
sem mikið kvæði að hefðu játað það
að f á þeim skólum kæmu menn er
bezt reyndust þegar út í lífið kæmi.
Við einn slíkan mikilsmetinn kennara
hefði hann talað nýlega; hefði hann
sagt að þótt hann vissi ekki hvernig
á því stæði, þá væri það sannleikur
að nemendur frá litlu kirkju skólunum
reyndust gagnlegri menn yfi höfuð
þegar þeir færu að neyta mentunar
sinnar.
Eitt kvað hann einkennilegt og eft-
irtektarve t; það væri það að frá
útlendum skólum í Bandaríkjunum
kæmu nú trúastir rnenn þegar til
þrauta reyndi. Því hefði af sumum
verið haldið f am að þeir yrðu verri
borgarar, sem héldu við sínu sérstaka
þjóðerni og sínu sé staka máli.
Þetta kvað hann heimsku eina og mis'-
skilning; hvers vegna ættu menn að
vera lélegri borgarar í Bandaríkjun-
um eða Canada þótt þeir væru ekki
svo ræktarlitlir að gleyma sjálfum
sé ?
Að því er skólann snerti sérstak-
lega kvað hann árangurinn hafa o ðið
hinn æskilegasta hingað til og fram
yfir allar vonir, jafnvel þótt aðstand-
endur hans fyndu til þess að á uni-
bótum og framförum væri þörf.
Kvaðst hann v'ænta þess að kærleikur
íslendinga yfir höfuð til stofnunar
inna og umhyggja fyrir henni mundi
vaxa með ári hve ju og þá væri
henni borgið. Sú reynsla sem aðrar
þjóðir hér í landi hefðu fengið fyrir
blessun sanAkonar stofnana, og sú
stutta reynsla sem þegar væri fengin
hér ætti að veita bæði von og kjark
og'trú framvegis.
Helgustu ve aldleg bönd sem þekkj-
ast kvað hann vera þau e' tengdu
menn saman þjóðernislega og helg-
ustu lífsreglur manna væru þær, er
kristindómurinn flytti. Þess vegna
óskaði hann þeirri stefnu sem þetta
hefði hvorttveggja að markmiði —
Jóns Bjarnasonar skóla — langra líf-
daga og áhrifa mikils starfs. Síðustu
orð hans vo u þessi: Megi Jóns
Bja nasonar skóli verða gróðrarreit-
ur lifandi kristindóms og heilbrigðs
íslenzks þjóðernis.
Næst söng Mrs. P. Dalman erindið:
“Svífur að haustið og svalviðrið
gnýr” og annað erindi undir sama
lagi efti M. Markússon. Þá sungu
þau Mr. og M s. Alex Johnson:
“Heyrið fossins hryka söng”. Jónas
Pálsson lék á píano og v'ar það síðasta
atriðið við athöfnina að undantekn-
um kveðjuo ðum skólastjóra. Ósk-
aði hann þess að endingu að skólinn
mætti verða óska barn þjóðar vorrar
og þaðan mættu koma þeir menn og
þær konur, er með líferni sínu sýndu
það og sönnuðu að þau hefðu ekki
einungis lært eins vel hin almennu
fræði og þeir sem aðra skóla sæktu
heldur einnig hlotið þar heilbrigðar
lífskoðanir.
Þjórsárfossarnir
Sendimenn frú h.f. “Titan".
Hingað komu með
fyrir nokkrum dögnm
“Fálkanum”
tveir sendi-
menn frá fossafélaginu “Titan”, sem
á vatnsafls éttindi í Þjórsá, verkfræð-
ingarni Sætersmoen og Berner, báð-
ir norskir. Hefir hinn fyrnefndi ver-
ið hér áður við rannsóknir í Þjórár-
fossunum. Erindi þeir a er, að
trygg3a félagi sínu að eigi verði með
einkaleyfisveitingu til anna s félags
settar skorður við því, að það geti,
er til kemur notuðu réttindi sín til
Þjórsárfossanna, þannig, að annað
félag, sem verða mundi keppinautur
þess í atvinnurekstri, hefði fengið
tök á flutningstækjum frá Suðurlág-
lendinu til Reykjavíku- og gæti siðan
sett því þá kosti, sem það tpldi, um
flutningana. Að því er Lögr. hefir
heyrt e það einkum þetta, sem fyrir
þeim v'akir og þeirra félagi, og eru
þeir þá hingað komnir vegna hreyf-
ingar þeirrar, seýi nú er komin á
Sogsfossamáíið. En félagið “Títan”
hefi , svo sem kunnugt er, haft starf-
andi menn við mælingar hjá Þjórsá
undanfarin sumu , og nú í sumar er
Sig. Thoroddsen kennari þar við mæl-
ingar.
í stjórn h.f. “Títan” eru 5 íslend-
ingar: E. Claessen yfirréttarmála-
flutningsmaður, Kl. Jónsson fyrv.
landrita i, þeir bræður kaupmennirni •
Friðrik Jónsson og Sturla Jónsson og
Eyjólfur bóndi í Hvammi í Landi, og
4 Norðmenn: Sætersmoen verkfræð-
ingur, Oluff Aal hæstaréttarmála-
flutningsm., Schelderup skrifstofu-
stjó i í landbúnaðarráðuneytinu og
Herup málafl.maður. Félagið hefi •
umráð yfir 12 miljónum kr., en þarf
að auka fjármagn sitt ekki lítið áður
en það byrjaði á framkvæmdum, við
fossanotkunina. Hugmynd þess er að
K AU PM ANN AHAFNAR
Yér ábyrgj-
umst það að
vera algjörlega
hreint, og það
bezta tóbak i
heimi.
Ljúffengt og
endingar gott,
af því það er
búið til úr safa
miklu en mildu
tóbakslaufi.
MUNNTOBAK
koma upp aflstöð við Þjórsá á 5 stöð-
um: við Urriðafoss neðst, og þar mun
hugsað til að byrja, þá við Hestfoss,
við Skarðsfjall og Bú fell og loks við
H uneyjarfoss í Tungnaá, en það er
efst við hálendisbrúnina. Eftir áætlun
kosta aflstöðvabyggingar á öllum
þessum stöðvum 200 milj. kr. samtals,
svo að hér er urn mikla framtíðar-
hugmynd að ræða. En hægastur við-
fangs að þessu levti mun Urriðafoss
vera og má ná þar, að sögn, 150 þús.
hestöflum. En á hinum stöðv'unum
er hugsað til að raska farvegi Þjórs-
ár mikið, til þess að auka fallhæð
vatnsins.
—Vísir.
Skólarnir.
Tillaga sú til þingsályktunar um
skólahaldið, sem getið var um í bl. í
gær, er á þessa leið:
Alþingi ályktar að heimila stjórn-
inni;
1. að láta háskólakenslu falla nið-
ur næsta vetur, þó þannig, að nem-
endur sem ætla að taka fyrri eða sið-
ari hluta embættisprófs í vetur eða
vo ', fái til afnota 2—3 kenslustofuf
í mentaskólanum, til þess að kensla
fari þa • fram.
2. að láta falla niður að öllu leyti
kenslu í hinum almenna mentaskóla og
í gagnfræðaskólanum á Akureyri.
Þó skulu nemendtir hafa leyfi tik að
ganga undir vorpróf á venjulegan
hátt, enda skulu þeir einskis missa
fyrir aldurssakir.
3. að láta kensltt við kennaraskól-
ann og stýrimannaskólann falla niður.
4. að láta kenslu t bændaskólum
falla niður, nema verklegt nám að
vo inu.
5. að greiða ekkt skólum þeim sem
styrktir eru af landsfé, meiri styrk en
nemur venjulegu kaupi fastra kennara
og tímakennara enda komi þar í móti
fé annarsstaðar frá í sama hlutfalli
og krafist er í núgildandi fjárlögum.
6. að láta enga breytingu ve ða á
yfi setukvennaskólanum né vélstjóra-
skólanum.
7. að greiða öllttm kennurum lands-
skólanna, jafnt stundakennurum sem
öðrum, full laun eftir þvi sem verið
hefir.
Það eru fjárlaganefnirnar í nd.,
sem tillöguna fíytja.
—Visir.
Bankamálið.
Eftir alllöng ræðuhöld var frumva'p
þeirra M. T. og K. E. um fjölgun
bankastjóra Landsbankans samþykt
eins og það kom fyrst fram, nema
hvað laun bankastjóranna voru ákveð-
in 6000 kr. — Kr. Dán lýsti því yfir,'
að eins og komið væri, þar sem annar
bankastj. væri nú kominn að bankan-
um aftur, fyndi hann enga ástæðu til
að fjölga bankastjó unum og gæslu-
stjórana vildi hann alls ekki missa.
Kvaðst hann því mundu greiða at-
kvæði með breyt. till. þeim sem hann
teldi til bóta, en á móti f umvarpinu
í heild sinni. Eggert Pálsson og Guð-
jón Guðlaugsson kváðust geta g eitt
frumv. atkv. ef Iaunin yrðu ákveðin
6000 kr. og gæslustjórarnir feldir, að
öðrum kosti alls ekki. Sagði Guðjón
eitthvað á þá leið, að afturhvarf
Björns Kristjánssona" að bankanum
myndi ekki vekja þann fögnuð út um
sveitir landsins, að síður væri þörf á
þvi að fjölga bankastj. þess vegna.
Og þannig Var frumv. samþykt með
10 : 4 atkv. og meðal þei ra sem
greiddu atkv. móti frumv. var annar
flutnm. þess, K. E. og auk hans Dr.
K., Hafstein og Halldór Steinsen.
—Visir.
Landsjóðtverzlanin.
Þrettán þm. i neðri deild flytja til-
lögu til þingsályktunar um verð lands-
sjóðsvara svo hlj.;
Alþingi ályktar að skora á lands-
stjórnina að selja vörur landsverzl-
unarinna" sama verði í öllum kaup-
stöðum og kauptúnum landsins.
—Vísir.
Dýrtíðin og alþýðan.
Á fjölmennum almennum alþýðtt-
flokksfundi, sem haldin var hér í bæn-
um i fyrrakvöld, voru samþyktar þess-
ar tillögur:
1. Fundu inn mótmælir meðferð
neðri deildar á dýrtiðarmálunum og
telur knýjandi nauðsyn til bera að
þingið heimili landsstjó ninni að selja
.vörur undir sannvirði vegna dýrtíðar.
Enn fremur að þingið heimili lands-
stjórninni að veita kaupstöðum og
hreppsfélögum fé. er eigi þurfi að
endu greiða, til þess að veita mönn-
um hjálp, sem ekki geta framfleytt
sér og sinum.
2. Vegna fyrirsjáanlegra stöðv-
unar sjáv'arútvegsins og vegna þess
hve gersamlega atvinna verkafólks
við síldarveiðarnar í sumar hefir
brúgðist, svo að sýnilegt er að allur
þori þess kemur skuldugur eða
slyppur frá sumaratvinnunni, og það
bitnar að mei a eða minna leyti á nær
hverju heimiii í kaupstöðum og kaup-
túnum sunnan og vestanlands, — þá
skorar fundurinn á þingið, að heimila
landsstjórninni tafarlausar atvinnu-
framkvæmdir í þeim héruðum, sem
harðast ve ða úti, til þess að draga
úr fyrirsjáanlegum skorti.
Tillögu nar voru samþyktar í einu
hljóði og síðan sendar alþingi. Þar
voru þær tilkyntar í fundarbyrjun í
gær.
—Vísir.
Skólamálin.
Þ ingsályktuna till. sú, sem fram
er komin í alþingi um skólahald í vet-
ur, hefir vakið allmikinn óhug meðal
fjölmargra skólamanna. Ef samþykt
verður að heimila stjó ninni að láta
niður falla styrkgreiðslu til skólanna,.
sem styrks hafa notið úr landssjóði,
þá verður væntanlega að loka skólun-
unum, enda mun það vera aðaltilgang-
urinn með þessari tillögu, en ekki hitt,.
að spa a styrkinn.
Bein mótmæli gegn tillögunni hafa
komið fram í blöðunum frá kennur-
um Háskólans, sjálfum rekto - skólans
og sagt er að rektor Mentaskólans
þessu einnig mótfallinn. En þó að
kennurnm v'ið þessa skóla verði greidd
full laun, þó að kensla falli niður, má
gera ráð fyrir að landssjóður spari
dálítið við það. En öð u máli er að
gegna um þá skóla, sem að eins njóta
styrks úr landssjóði en e u kostaðir
að nokkru leyti af öðrum, því í tillög-
unni er gert ráð fyrir því að greiða
þeim skólum þó svo mikinn hluta
styrksins sem nemur venjulegu kaupi
kennaranna.
Einn þessara skóla, kvennaskólinn
hér í Reykjavík, eða forstöðunefnd
hans, hefir sent þinginu áskorun eða
tilmæli um að skólanum verði g eidd-,
ur allur sá styrkur, sem honum er
ætlaður í fjárlögunum.
Telur nefndin að sparnaðurinn að
því, að láta kenslu falla niður í skól-
anuni Ve ði að litlit gagni Landsjóður
verði, samkvæmt tillögunni, að greiða
honum meiri hluta styrksins, sem hon-
um er ætlaður. En á hinn bóginn
verði skólinn að borga húsaleigu
f3000 kr.J úr sjóði sínum, þar sem
skólagjöld og aðrar tekjur skólans
mundu að sjálfsögðu falla niður.
Yrði skólanum haldið opnum með
þeim landssjóðsstyrk, sem honum er
ætlaður á fjárlögunum, myndi tekju-
halli hans af dýrtíðinni, sem greiðast
yrði af sjóði hans, ekki verða öllu
mei i. En upp í þann halla fengist
heils vetrar nám nemendanna.
Og nemendurnir láta ekki standa á
sér, því skólanum hafa þegar borist
umsóknir frá um 90 stúlkum og af
þeim hóp eru um 70 víðsvegar af
landinu, þ' átt fyrir dýrtíðina og þann
ótvíræða peningasparnað sem þeim
væri að því að setja heldu" heima og
slá skólanáminu á frest.
Því verður ekki neitað, að það er
viðurhlutamikið að taka þannig fram
fyrir hendurnar 'á mönrtum og tefja
þá frá námi í heilt ár, hvort sem það
eru ka laf eða konur. Það nálgast
það ef til vill í mö gum tilfellum að
stytta lífstarf þeirra um eitt ár.
—Vísir.
Harden biðnr um vopnablé.
^laxmilian Harden hinn frægi rit-
stjóri í Þýzkalandi skorar á Wilson
forseta að heimta vopnahlé til þesS
að ræða um f ið áður en fyrstu her-
sveitum Þýzkalands og Bandaríkjanna
lendi saman. Segir hann að Wilson
hafi nú það tækifæri sem hann ætti
ekki að ganga f am hjá til þess að
koma á sanngjömum friði. Harden
hefir verið andstæður keisaranum og
hefir heljaráhrif hjá þjóð sinni; þyk-
ir mö gum líklegt að hann viti hvaða
sjó hann sigli í þessu efni.
Er miklu betri en gúmi flugnapapptr-
inn. Hreinn ^ meSferS. Fæst hjá
• lyfsölum og matvörusölum.