Lögberg - 04.10.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.10.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1917 Söglmg Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s/Ltd.,!Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAISIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor |. J. VOPNI, Business Manaaer Lltanáskrift til blaðsins: THE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, »lan. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M,an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Hver á að greiða atkvœði? Tit ritstjóra “Tribunes. Herra! — Nú erum við að nálgast mjög alvar !egt tímabil hér í Canada. Stjórnin er að taka málefni þjóðarinnar úr höndum hennar og í sínar. Stjómin segir við einn: “þú færð að greiða at- kvæði”, og við annan: “við tökum atkvæðisrétt af þér”. petta er hættulegt fordæmi og getur haft yf- irgrips mikla þýðingu til ílls. pegar byggingarmeistari t*r að reikna út hvemig hann eigi að byggja stórhýsi, fþá hugsar hann eðlilega fyrst um það að geta fengið góðar undirstöður til þess að hlaða ofan á síðar. Og þeir sem hafa áhuga á að byggja upp Canada, sem einhvemtíma verður stór þjóð, ættu að láta sér ant um að grundvöllurinn sem á er bygt ^é örugg- ur; annars mætti svo fara að öil yfjrbyggingin yrði að rífast niður síðar. Sannur grundvöllur þegar um það er að ræða að byggia upp þjóð er réttlæti og yfirbyggingin er líka réttiæti. pau lög sem hafa það í sér fólgið að “tilgang- urinn helgi meðalið” eru ávalt röng lög bæði gagn- vart einstaklingum og þjóðfélaginu. ]7að að svifta þá borgara landsins undantekningarlaust atkvæði sem eiga ætt sína að rek.ja til þeirra þjóða, er eiga í stríði við oss, er ekki réttlátt. pví hér í landi eru þúsundir þeirra manna sem alls enga samhygð bera,.með prússneskum hernaðaranda, en hafa komið til .Canada til þess að froisast frá honum. Ef einhverjir era óhollir meðal þeirra þá ættum vér að vita um það, 0g þeir ættu ekki einungis að tapa atkvæðisrétti heldur ættu þeir að vera í haldi; en alment vantraust á þessu fólki verður til þess að brjóta samninga og höggva þau sár, sem lang- an tíma þarf til að græða. Vantraust leiðir æfinlega af sér vantraust, en traust skapar traust. Vér ættum að hafa menn sem ferðuðust milli þessara útlendinga til þess að skýra það fyrir þeim hvers vegna vér séum í þessu stríði, og láta þá skilja það að Canada berjist fyrir þjóðstjórn og því að vér getum framvegis fengið góða stjórnmálamenn og losnað við hinn djöful- lega hemaðaranda, sem skapað hefir helvíti hér á jarðríki. petta ættum vér að reyna að láta þá skilja í stað þess að svívirða þá með því rð reyna að gera atkvæði þeirra að verzlunarvöru. Með þessu móti gætum vér látið þá renna saman við aðrar þjóðir hér og bygt þannig upp eina sameiginlega holla þjóð í Canada. Ef vér viljum sartnfærast um áhrifin af trausti því sem sannir Bretar hafa á fólki, þá þarf ekki annað en að minnast á Smuly hershöfðingja forsætisræðherra í Suður Afríku. í sinni dásamlegu ræðu sem hann flutti í sum- ar í Lundúnaborg komst hann þannig að orði: “Vér viljum bræða saman mismunandi þjóðflokka í eina þjóð. Vér viljum skapa þjóð, sem sé sönn Suður Afríku þjóð. Búastríðið var afleiðíng af því að ranglátlega var farið með atkvæðis rétt manna”. Sú hugmynd að veita vissum konum atkvæði en öðrum ekki, er hin óbrezkasta löggjafarmynd sem nokkru sinni hefir verið reynt að koma á í brezka ríkinu. Tökum til dæmis tvær ungar konur sem báðar eru trúlofaðar ungum mönnum, sem hafa innritast í- herinn. önnur neitar að giftast unnusta sínum áður en hann fer, og segir sem svo að það sé skynsamlegra fyrir þau að hún vinni á meðan hann sé í burtu; hún vill ekki að óþörfu taka við hinu svokallaða aðskilnaðargjaldi frá þjóðinni, sem svo mikið hefir að borga; hún segist geta unnið fyrir sér sjálf og ef unnusti hennar láti lífið þá þurfi hún engin eftirlaun. petta verður ofan á og að samningum með þeim. Hin stúlkan giftist kveldið áður en unnusti hennar innritast; henni ber aðskilnaðartillag og eftirlaun ef maður hennar fellur, sem auðvitað er að öllu leyti sann- gjarnt. En hvor stúlkan er vitrari? Hvor þeirra er trúari borgari og hollari landi sínu og þjóð? Vér höfum í landi vora þúsundir kvenna eins og þá fyrsttöldu, en ekki nema hundruð af hinum. Er það réttlátt að synja hinni fyrnefndu um atkvæði en veita það hinni? Væri öllum konum í Canada veitt atkvæði, yrði engin breyting í Quebec, en eg dirfist að segja án þess að óttast mótmæli að ef allar konur í Canada hefðu atkvæði, þá yrði það gróði stríðsvinninga hreyfingunni í landinu. Yfir höfuð að tala gera konurnar í Canada meira til þess að vinna stríðið en karlmenn, að þeim undanskildum sem eru á vígvellinum. J?ví það starf sem þær hafa gert og eru að gera fyrir Rauða krossinn, verður aldrei mælt í dölum né centum. Stjórnin ætti aldrei að fara með atkvæðisrétt fólksins eins og leikföng; stjómir. ætti fyrst og síðast að sýna fólkinu traust; og þá er það víst að fólkið bregst henni ekki. Ástæðan fyrir því að vér höfum ekki nú þegar þjóðfulltrúa stjórn í Canada til þess að vinna stríð- ið er sú að fáeinir staurblindir flokksmenn úr báðum flokkuunm eru að læðast inni í myrkrinu og í laumi, reynandi að koma annaðhvort sjálfum sér eða vinum sínum í embætti, og af því þeir geta ekki komið því til leiðar sem þeir æskja, eru þeir viljugir til þess að fórna vellíðan manna vorra í stríðinu. í stað þess að vinna störf sín opinberlega og •ýna fólkinu fúllkomið traust — ráðfæra sig við það, hafa þeir látið fólkið vera í myrkri að því er framkvæmdir þeirra og fyrirætlanir snertir. ógæfan er sú að vér höfum of marga menn í opinberum málum, sem hafa verið vandir á það að reyna að hylja alt fyrir öllum nema sjálfum sér og gera alt í laumi — eg á við lögmennina. Vér þurfum að fá menn sem hafa meiri starfs- reynslu og víðari sjóndeildarhring þegar um þjóð- mál er að tefla. pað sem Canada þarf nú er að Guð gefi henni menn. pegar eins stendur á og nú er þjóðinni þörf á sterkum, stórum mönnum; hreinum og hugdjörfum, svikalausum ag trúföst- um; mönnum sem ekki era steindauðir þegar þeir komast til valda; mönnum sem eiga bæði sjálf- stæða skoðun og sterkan vilja; mönnum sem geta staðið jafnt frammi fyrir lítilmótlegum hræsnara og djöfullegum harðstjóra og bölvað báðum án þess að hika við; mörinum sem þora að blása frá sér þoku leyniverkanna og koma starfandi og stríðandi út í sólskin og heiðríkju hins áhorfanda þjóðarauga; mönnum sem eins samvizkusamlega leysa af hendi opinber störf og þau sem þeir vinna fyrir sjálfa sig. Vér þurfum að losna við þá menn eða manna- nefnur, sem taka sjálfa sig í misgripum fyrir alla þjóðina; sem eyða hinum dýra tíma sem þeim er trúað fyrir til smámuna og sjálfsdýrkunar, á með- an frelsið grætur í böndum og réttlætið sefur. J. P. Frith. Winnipeg. (pýtt úr “Tribune”). Sauðfjárrækt. pegar til þessa lands kemur stendur það fs- lendingum allmörgum fyrir þrifum að þeir eru vanir öðrum atvinnuvegum en heima tíðkuðust, eða störfin eru á annan hátt unnin. fslendingar eru sérstaklega vanir við og sér- staklega hneigðir til vissra starfa, en síður til artnara. , Fiskiveiðar og sauðfjárrækt era aðal atvinnu- vegir þeirra heima og þau störf kunna þeir vel. Allmargir íslendingar hafa tekið sér fiski- veiðar hér fyrir hendur og famast vel, sumum ágætlega. Sauðfjárrækt er bæði á háu stigi og lágu hér í landi; vissir menn hafa gert sér hana að lífsstarfi og reka hana í afarstórum stíl. En þeir eru til- tölulega fáir; flestir menn hér í landi skeyta henni alls ekki. Reynslan hefir þó sýnt það og sannað þeim sem hana stunda að hún er mjög arðsöm. Manitobastjómin hefir mikið gjört til þess að bæta kjör bænda og liðsinan þeim síðan hún komst til valda; þarf ekki annað en minnast á hagkvæm lán; hjálp til kúakaupa og fleira, sem bókstaflega hefir sett fætur undir marga bændur í fylkinu efnalega og sjálfstæðislega. Nú hefir stiómin nýtt fyrirtæki með höndum, sem íslendingar eru ámintir um að nota sér sem bezt. Lögberg hefir gjört það að regl,u sinni að láta landa sína vita um öll tækifæri sem bjóðast og einhvers eru virði í sambandi við búnað, og þess vegna telur það sér skylt að skýra frá þessu atriði. Stiómin hefir komist að því að kaupa mætti um 10,000 gimbrarlömb af góðu kyni austur í Ontario fyrir rúmlega það verð sem fæst fyrir þau á markaðinum þar austurfrá. Stjómin ætlar sér að kaupa þessi lömb að austan og selja bændum þau fyrir það sem þau kosta án þess að hækka þau í verði um eitt einasta cent; lömbin kosta austur frá $12—$13 eða um 16—17 cent pundið í þeim lifandi. Flutningsgjaldið verður svo lágt samkvæmt þeim samningum sem stjómin hefir komist að við félögin að það nemur svo að segja engu. í sambandi við þetta væri vert að athuga það að ullin frá Manitoba seldist í ár fyrir 60 cent að meðaltali pundið, og eftirspum eftir ull er mjög mikil og verður framvegis. Sömuleiðis mætti gæta þess hversu afarhátt er verð á kjöti. Sauðfjárrækt er að mörgu leyti heppilegur atvinnuvegur; sauðfé þarf ekki nákvæma hirðingu né mikið eða dýrt fóður; sauðfé er ágætt til þess að eyða illgresi úr ökram og má þannig láta það vinna þarflegt verk jafnframt því sem það er alið upp til ágóða á margan hátt. fslendingar ættu sem flestir að reyna að nota sér þessa aðstoð stjómarinnar, skrifa búnaðar- deildinni í Manitoba og fá allar nauðsynlegar upp- lýsingar, því sauðfjárrækt er áreiðanlega arðsöm. Á sama máli. Enn þá finnur Lögberg sér skylt að þakka Heimsk. fyrir það hvemig hún minnist á stefnu Lögbergs í stjómmálum landsins. Vér birtum stutta grein um Adamson, þingmannsefnið í ísl- kjördæminu í Manitoba, eins og sumir kalla það. Vér töldum mannkium það til gildis að hann vildi láta fólkið eða þjóðina ráða úrslitum helztu mála, því hann væri þjóðstjóraarsinni í orðsins fylstu og beztu merkingu. Heimsk. kemur oss til iiðs og samþykkis í þessu máli, þar áem hún flytur langa grein um Adamson og ummæli vor um hann. Kveður nún það satt vera að hann fylgi ein- dregið Sir Wilfrid Laurier og stefnu hans í her- skykjumálinu, sem er sú að þjóðin eigi að ráða þar sem annarsstaðar. Og svo* fer bla | ið jengra en oss hugkvæmdist. pað telur upp einn aðalkost Adamsons, sem vér gleymdum eða oss sást yfir í svipinn. Hann er sá hversu maðurinn er alþýðlegur og sanngjam; hversu langt það er frá honum að þykjast betri en aðrir menn af því hann sé Englendingur; hversu langt það sé frá honum að líta niður á útlending- ana — þar á meðal íslendingana — eins og sumum er svo hætt við að gera. Heimsk. segir að Adamson hafi vafalaust þá skoðun að Austurríkismenn, pjóðverjar og aðrir útlendingar svo sem íslendingar, séu partur af þjóðinni eða fólkinu. Orðrétt eru ummæli blaðs- ins þannig: “Vafalaust er slíkt skoðun Adamson- ar, þingmannsefnis, því nú lengi hefir hann ekkert tækifæri látið ónotað til þess að ávinna sér hylli útlendinganna í kjördæmi sína”. petta er bókstaflega satt. Adamson er mað- ur sem skilur það að canadiska þjóðin er ekki ein- ungis Englendingar og Skotar; hann skilur það þótt hann sé Englendingur sjálfur að allir þeir sem borgararétt hafa hlotið hér era jafngóðir og gildir borgrar af hvaða þjóðemi sem þeir eru og frá hvað^ landi sem þeir komu. Vér kunnum blaðinu þakkir fyrir að benda löndum vorum — útlendingunum — á það að Adamson ber enga fyrirlitningu fyrir útlending- um, sem hér eru nefndir, þótt hann hefði ekkert ananð til síns ágætis sem fulltrúi vor, þá væri það nægilegt meðmæli, því hvað er það sem oss ríður á hér í landi ef það er ekki sú stefna að hald- ið sé uppi áliti og virðingu vor' útlendinganna”. — pökk fyrir Heimskringla. Félagssala og sjálfsverzlun. f Lögbergi hafa hvað eítir annað verið birtar greinar til þess að reyna að vekja íslendinga til samtaka í verzlun og spara sér þannig ógrynni fjár. Á það v:?r bent í fyrra að ef bændur í Nýja íslandi tækju sig til og mynduöu félag annaðhvort einir út af fyrir sig eða í samvinnu við nokkra menn í Winnipeg, létu höggva mikið af eldivið, flytja það hingað uppeftir og selja það hér án þess að það færi í gegn um hendur millikaup- manna, þá mætti græða á því stórfé. Seljendur gætu fengið nokkru hærra verð fyr- ir það en þeir fá nú, jafnframt því sem kaupendur gætu fengið það fyrr talsvert lægra verð en þeir verða að borga. Vér vitum ekki til þess að nokkur hafi lagt út í þetta fyrirtæki; en það er víst og það sannar tíminn að áður en mörg ár líða verður það þó gert og þá sést það hvort tillaga vor var ekik þess virði að henni væri gaumur gefinn. Nýlega birti Lögberg grein þar sem frá því var sagt að í bænum Terra Haunte í Bandaríkjun- um tók bæjarstjómin sig til og keypti kol, sem nægðu öllum bænum; seldi hann þau fyrir helm- ingi lægra verð en eldiviðarsalar höfðu auglýst að þeir gætu selt fyrir lægst. peir urðu reiðir við bæjarstjórann og hótuðu honum lögsókn; kváðu þeir bæinn enga heimild hafa til þess að verzla. ' En bæjarstjórinn sat við sinn keip og kvað þeim velkomið að höfða mál gegn sér eða bænum, ef þeir þyrðu að segja sögu sína í 'því. Við það sat, bæjarverzlunin hélt áfram; fólk- ið fékk eldiviðinn nálega helmingi ódýrri en áður og engin málssókn varð af. Nú heldur bærinn áfram sömu verzlun í vetur, en þetta var í fyrra vetur. Sparast bæjarbúum þjnnig tugir þúsurtda dala á þessari einu vöru. Lífsnauðsynjar hér í landi eru nú í svo háu verði að fátækt daglaunafólk getur tæpast björg sér veitt; það verður að reikna út hvemig það geti látið kaup fyrirvinnunnar endast fyrir því sem heimilið verði að hafa, og þaö tekst einungis með því móti að kaupa alt sem lélegast og ódýrast. Eldiviður er t. d. í svo óhæfilega háu verði nú að mörg hús verða köld á komanda vetri hiá hinum fátækari hluta bæjarbúa, sökum þess að peningar verða ekki til þess að kanna fyrir. En þetta er að nokkra leyti fólkinu sjálfu að kenna. Hvers vegna taka menn sig ekki saman og halda almennan borgarafund, bióða þangað bæiarstióminni og krefiast þ-^s af henni rtð hún kauni eldivið og selii hann bæiarbúum? Bæiar- stiórnin á að vera til þess að finna leiðir til vel- líðunar fyrir fólkið og vér erum þess fullvissir að hún er svo vel mönnum skipuð að hún sinti slíkri áskorun ef fram kæmi. Á seinni áram hefir talsvert þokað áfram í þá áttina sumstaðar að menn verzli í félagi, leggi saman vörar sínar og peninga til stórkaupa og fái þannig miklu hærra verð fyrir það sem þeir selia og þurfi að borga lægra verð fyrir hitt sem þeir kauna. Hvemig má þetta verða? spyria sumir. En það er einfalt. Sá sem borgar út í hönd og kaupir mikið í einu getur fengið vöruna með miklu lægra verði en hinn, sem lítið kaunir og lán verður að taka. Sá sem mikið hefir af vörum til sölu, fær aftur mikli betri kjör og jafnvel hærra verð en hinn sem lítið selur. l?etta virðist í fljótu bragði einkennilegt og óheilbrigt, en revnslan sýnir að það er satt og skal það skvrt ef óskað er hvemig á því stendur. Ef nú bæiarstiórain keypti nógan eldivið fyrir bæiarbúa, þá væri það svo stórkostleg verzl- un að varan fengist miklu ódýrari. Auk hess hvrfu milliliðir og það hefði aftur afarmikil áhrif á verð vörannar. Bæiarstiómin viðurkennir þetta í einu atriði hún kaupir siálf eldivið þann er hún þarf að nota og íær hún hann með miklu lægra verði en bæjar- búar verða að borga. Petta er málefni sem sv.-j er þýðingarmikið að því ætti að vera gaumur gefinn og það sem fvrst. pað að nokkrir milliliðir kynnu að tapa við þetta verzlun og atvinnu, er engin gild ástæða gegn því. Hvaða verzlun eða atvinna, sem grundvall- ast á því að alþýða manna verði að greiða hærra verð fyrir lífsnauðsvniar sínar og þar af leiðandi að líða ver, er óheilbrigð og má gjama falla úr sögunni. Til þess að vemda borgara bæiarins er það skvlda bæiarráðsins að taka upp þá stefnu sem hér hefir verið bent á. Bæjarstióraarkosningar fara fram í haust, eins og að undanfömu og væri það vel að þetta mál kæmi þar til umræðu; að allir sem bióða sig fram yrðu látnir lýsa því yfir hvar þeir stæðu að skoðun til í því efni og hvort þeir væru reiðubúnir að fylgja því fram. ...... ............................. , SÓNHÆTTIR (Sonnets). 0 ■ XIV. . Móðurmálið. Svo djúft en hljómþýtt — hátt en rómblítt þó! Með hvert sitt ljóð, sem bergmáls-hljóð, við fall. úr Hekluglóð — frá Geysi’ er óður svall og Gullfoss ljóma — kyngiómur hló.— Vor fjallablær og sær við strönd er sló og stormaaldan kalda’ er byrgði fjall — Alt valdi hald á hljóði’ er eyra gall. — pað hlær mót skærum söng frá álft og ló. — Vort mál, er stálið stilt við bál og hjam, pess strengir tengja gjörvöll Norðurlönd. Vort sögumál, er sál vors lands og arn, peim söngvum enginn drengur glati úr önd. Vort söngvamál, er sál þín, íslenzkt barn, þess sagna-strengir fengust guðs úr hönd. P■ P• P■ THE DOMINION BANK STOFNSETTUK 1871 Höfuðstóll borgaður og varasjoour . . $13.000,000 Allar elsrnlr...................... $87.000.000 Bankastörf öll fl16tt og samvizkusamlega af hendl leyst. Dg áherzla lögS á aS gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeilci, Vextir borgaSir eSa þeim bætt viS innstæSur frá $1.00 eSa meira. tvisvar á 4ri—30. Jíinl og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMJI/TON, Manager. Selklrk Branch—M. S. BIJKGER, Manager. E25S2I525 NORTHERN CROWN BANK HöfuSstóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI greiddur $1,431,200 VarasjóSu..... $ 846,554 formaður - - Capt. WM. KOBIN 80N Vice-President - JAS. H. ASHDOAVN Sir D. C. CAMEKON, K.C.M.G. W. R. BAVVI.F E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISII CAMPBEI.L, JOHN STOVEL Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vlS einatakltnga eSa félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaB* staSar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparlrJóSsinnlOgum, sem byrja má meS 1 dollar. Rentur lagSar viS á hverjum 6 mánuSum. T’ E. THORSTEIN8SON, RóðsmaSur Co Williaoi Ave. og SKerbrooke St„ - Winnipeg, Man. HAUST. Skuggamir lengjast við lækkandi sól lífið til værðar sig hjúfrar í skjól, húmið og feigðin með faðmandi ró felur oss skrautið er sumarið bjó. Náttúran sofnar við helkaldan hjúp, himininn vakir, því spekin er djúp. f ! ! Skýin reika bana blá bliknar veika lífið, laufin eikum falla frá foldar bleika vangann á Unaðs hljómar flýja frá feigðar dómi köldum, grána blóma beðin smá böls við rómu hníga strá. prungin Unnar þruma hljóð þangs á brunni víðum, nötra kunn í nauð á slóð náttúrunnar vögguljóð. M. Markússon. 1 f í f Minning Jósefs Sigurðssonar Dáinn 15. febrúar 1916. ('Fyrir hönd og samkvæmt osk ekkjunnar) Eg gel ekki sofið, æ, sittu mér nær og svæföu mig vorkomu gytja, á hörpuna leikur þinn hressandi blær svo hjarta mitt þráir að biðja. Hver lánaði vængi? nú flogið eg fæ, ég flýg yfir trjátoppa háa er hreifast í blænum sem bylgjur á sæ, eg berst fram að leiðinu smáa. Hér blætt hafa frumbyggjans svíðandi sár og seinustu sporin á klaka, hér blundarðu vinur Um ókomin ár hér yfir þér skógarnir vaka. Eg sakna þín vinur, en veit það og finn þó vorgyðja lífsþræði spynni, eg flyt út í lundinn í síðasta sinn og sest að í gröfinni þinni. 20. maí 1917 A. B. Isfeld. Æfiminning. Húsfnú Málmfríður Jónsdóttir, kona Þórodds Halldórssonar $ Winni- peg, andaðist 7. ágúst 1917, á sumar- bústað við Winnipeg. — Líkið var flutt vestur til Wynyard og jarðsungið í grafreitnum þar hjá ömmu hinnar látnu Jórunni og fleiri ættingum, af séra Haraldi Sigmar. Málmfríður sál. var fædd 12. ág. 1876 á Sandvík í Bárðardal í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru: Jón Valdimar, sonur Jóns Páls- sonar og Jórunnar Jónsdóttur á Forna stöðum í Fnjóskadal og Halldóra. dóttir Jóns Jónssonar prests, Þor- steinssonar í Reykjahlíð og Krist- Máltnfríð'ur Jónsdóttir. bjargar Kristjánssdóttur á Illugastöð- um í Fnjóskadal. Með foreldrum sínum fluttist Málmfríður austur í Vopnafjörð, þar misti hún móður sína ,rétt 6 ára gömul. Þaðan flutt- ist hún til Ameríku 1887 með föður sínum og stjúpmóður Elizabet Hall- grímsdóttur á Vakurstöðum í Vopna- firði, sem ávalt reyndist stjúpdætrum ;ínum ágæt móðir. Föður sinn misti hún vorið 1894. 21. janúar 1898 giftist hún eftirlif- andi manni sínum Þóroddi syni Magn- úsar Halldórssonar og Ólafar Ólafs- dóttur frá Hringsdal á Látraströnd. þau eignuðust 8 börn. Hið fyrsta and- aðist nýfætt. Hin lifa, öll hraust og efnileg, 4 drengir og 3 stúlkur. Elzti drengurinn, Theodore Raymond. er hjá föður sínum, elzta stúlkan, Sig- ríður Ólöf, er á fóstri hjá föðursystur sinni Sigríði, ekkju Magnúsar Brynj- ólfssonar, þrir drengirnir, Jón Valdi- mar, Haraldur og Magnús nú hjá Þorviði föðurbröður sínum og Jór- unnj móðursystur sinni í Kandabar, Sask. og Kristbjörg Halldóra og Edna Elizabet hjá móðursystur sinni Hall- dóru. konu Páls Bjarnasonar í Wyn- yard, Sask. Málmfríður sál. var vel gefin kona, sérlega ástrík og umhyggjusöm eigin- kona og móðir, bjartsýn og glaðlynd, tilkomu mikil og fögur, einkum aug- un. Hún minti óvenjulega mikið á alíslenzkar kvenngildis konur. J. J. f. M. pakklæíi. Ilér með votta eg mitt innilegasta þakklæti öllum þeim, er þátt tóku í mínum erfiðu kringumstæðum við fráfall konunriar minnar sál., sem lézt 8. sept. og var jarðsett þann 11. s. m. Sérstaklega vil eg nefna Betel söfnuð, sem með mikilli hluttekningu sá um greftrunina og kallaði til þess prest; einnig vil eg nefna heimili Björns Jónassonar og Ólafá Thor- lacius fyrir mikli og ómetanlega hjálp við þetta tækiöeri. p. t. Winnipeg 3. október 1917, Guðmundur Sigurðson frá Silver Bay, Man. Benedikf Hjálmsson frá Riverton var á ferð í bænum á fimtudaginn. Kvað hann líðan manna allgóða þar nyðra, en ekkert hafði Benedikt gott að segja um aðfarir Borden stjórnar- innar; þótti sem fleirum að hún þegar hafa fylt mæli synda sinna áður en hún smíðaði kosningalögin frægu, en þá fanst honum sem fljóta hlyti út úr. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.