Lögberg - 04.10.1917, Blaðsíða 3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
F)0-sti kafli.
henni hættulega kær, og hún þekti fótatakið hans.
Hún blóðroðnaði í framan, og augnalokin sigu nið-
ur yfir augu hennar til að dylja ástina sem í þeim
blikaði, og hendi hennar skalf þegar Carlton tók
hana í sína.
“Elskan mín! varst þú að gá að mér?”
Hún sagði hvorki já eða nei. pað lán að hitta
hann, að vera í nánd við hann, að finna hendi sína
í hendi hans, var nægilegt til að gera hana svo
ringlaða að hún gat ekki svarað skynsamlega.
Og elskaði hr. Carlton hana? Já, það er búið
að segja það áður — hann elskaði hana með afar-
heitri, ástríðuríkri ást. Hann hafði verið maður
með dutlungafullum tilhneigingum, og nam þar
staðar sem hann gat fullnægt þeim, og ef til vill
hafa verið til atvik í lífi hans, sem hann hefir ekki
kært sig um að endurkalla í huga sinn eða líta til
baka á; en hugur hans hafði aldrei opnast fyrir
ást — hreinni gufugri ást — fyr en hann kyntist
Lauru Chesney. Nú hafði það um nokkum tíma
verið hans innilegasta ósk, hans ákveðna áform,
að fá Lauru Chesney fyrir konu, cg þegar Carlton
vildi eitthvað, var það hið sama og að framkvæma
það. Laura vissi fyrirfram að þau mundu mæta
mikilli mótspyrnu hjá föður sínum og systrum.
En Carlton skeytti ekki meira um þá mótspymu
heldur en rykið sem hann gekk á daglega.
“Pabbi hefir biðið þín al! óþolinmóður Lewis”,
tautaði hún.
“Er hann lakari í kveld?”
“ó, nei, en hann er mjög vanstiltur”.
“Eg ætlaði mér ekki að koma inn núna”, sagði
Carlton. “Eg þarf að fara hærra upp í brekkuna
til að heimsækja frú Newberry, og eg hafði hugs-
að mér að koma við hjá Chesney tíaptein þegar eg
kæmi þaðan. Eg gæti þá dvalið lengur”.
“Eg held þú gerir réttast i að koma inn til
pabba fyrst, þó ekki sé nema ein mínúta”, sagði
Laura. “Maske”, bætti hún við hálf feimin, “þú
gætir komið inn aftur, þegar þú kemur frá frú
Newberry ?”
Hún snerti við stálfjöðrinni sem opnaði hlið-
ið, en sem var gestum þreytandi ókunn, og Carlton
gekk inn. Hann bauð henni arm sinn til að fylgj-
ast með henni upp að húsinu.
“Nei, nei”, hvíslaði hún og roðnaði mikið.
“Jana stendur við gluggann”.
“pess betra, elskan mín. Jú, Laura, eg vil
að þú takir hann”, sagði hann í ákveðnum róm,
um leið og hann lagði hendi hennar undir handlegg
sinn. “pú sagðist helzt vilja að þau kynnist sam-
bandi okkar smátt og smátt, heldur en að eg tali
við hr. Chesney um það alt í einu óviðbúinn. En
Laura, Einu skal eg lofa þér, og það er, að eg skal
tala við hann um þetta áður en largt um líður”.
Jana, sem faðir hennár tafði að eins eina
mínútu, var aftur komin ofan í samkomusalinn
og stóð við gluggann ásamt Lucy, þegar Laura
kom gangandi og studdist við handlegg Carltons.
Svipurinn á andliti Jönu sýndi undrun og óánægju
og jafnvel litla stúlkan vissi — samkvæmt hug-
taki fjölskyldunnar— að þetta ætti ekki að vera
þannig.
“Jana, líttu á Lauru ?”
“Laura er hugsunarlaus, góða mín, hún
gleymir sjálfri sér”.
Carlton gekk undir eins upp stigann til
Chesney kapteins. Hann var ekki lengi, og þegar
hann kom ofan, gekk hann beint inn í samkomu-
salinn um opnar dymar. Lucy hljóp út þegar
hann kom inn, og Laura var sjáanlega alveg ný-
komin inn. Ungfrú Chesney svaraði kveðju hans
kuldalega.
“J7ér voruð oð eins stutta stund hjá pabba,
hr. Carlton”, sagði hún.
“ Eg kem inn aftur þegar eg hefi litið eftir
sjúkling ofar í brekkunni. En hvað þetta hefir
verið ógæfsamur dagur”.
“Já, það hefir hann verið. Vitið þér hvort
yfirheyrslan er enduð?” sagði Jana enn fremur,
um leið og forvitnin náði sterkari tökum á henni
heldur en kuldinn í framkomunni.
“pað var einmitt afstaðið þegar eg kom. Og
það er orsök þess, að heimsókn inín hjá Chesney
kaptein er orðin svo sein þetta kveld. Eg varð að
mæta til yfirheyrslu þrisvar eða fjórum sinnum”.
“Hvemig féll dómurinn, hr. Carlton ?” spurði
Laura, og lesarinn sér eflaust, að þó að hún áður
hefði kallað hann skímamafninu og talað kunn-
uglega við hann meðan þau voru einsömul, var hún
í nærvem systur sinnar kurteis, en sem hálf ó-
kunnug honum. Táldrægni, táldrægni; af henni
leiðir aldrei neitt gott.
“Ekki neitt vel viðunandi”, svaraði læknir-
inn. “peir álitu að orsökin til dauða hennar hefði
verið blásýra í lyfinu; en hvernig það hefði verið
blandað henni eða hún því, eða hvenær, fundu þeir
enga sönnun fyrir”.
“Hvað munduð þér hafa kallað ‘viðunandi?’ ”
spurði ungfrú Chesney.
Hr. Carlton brosti. “pegar cg segi ekki við-
unandi, á eg við að alt málefnið er enn í óvissu og
þoku”.
“Hafið þér sjálfur nokkum grunaðan, hr.
Carlton ?”
“Ekki til þess að hafa viljandi orsakað dauð-
ann. En”, bætti hann við meira hikandi, “eg hefi
auðvitað mína eigin skoðun”.
“Að það skeði með kærulausri vangá Stephen
Greys ?”
Læknirinn kinkaði kolli. “Án efa af einhverri
vangá, og það er ómögulegt að finna hana nokkur
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1917
S
staðar annarsstaðar. En eg ætti ekki að opinbera
skoðanir mínar svona greinilega. pað er ekki þægi-
legt né viðeigandi fyrir lækni, að finna sig neydd-
an til að ásaka embættisbróður sinn”.
“Eg get ekki séð að hér sé um nokkum skugga
af efa að ræða, viðvíkjandi þessu málefni”, sagði
ungfrú Chesney. “Lyfið var flutt beina leið frá
höndum Stephen Greys til sjúkraherbergisins;
hvernig gat þá blásýran komist í á þeirri leið ? Og
að þér funduð blásýralykt af lyfinu, þegar það var
borið upp, er áreiðanleg sönnun þess að blásýran
hefir lent í því við tilbúninginn. Hafa nokkrar
upplýsingar fengist um kringumstæður ungu kon-
unnar? hver hún var eða hvaðan hún kom?”
“Nei, engar”, svaraði Carlton. “pað hefir
einu sinni ekki verið mögulegt að fá að vita skím-
amafn hennar”.
“Og hafið þér ekki fengið að vita hver það
var sem benti henni á yður, hr. Carlton?” spurði
Laura.
“Nei, eg hefi ekki getað fengið að vita það.
Eg skrifaði á þriðjudaginn mörgum vinum mínum
í London, sem eg áleit hugsanlegast að hefðu bent
á mig, og spurði þá um þetta, og í dag hefið eg
fengið svar þeirra; en þeir neita allir að þeir þekki
hið minsta til frú Crane. pér sjáið að óvissan er
á allar hliðar; því við erum alls ekki vissir um að
hún hafi komið frá London”.
“Menn segja”, sagði Laura aftur, “að hún hafi
verið mjög falleg, var hún það, hr. Carlton?”
Carlton hikaði dálítið áður en hann svaraði.
“pegar hún hefir verið heilbrigð. á fótum og lag-
lega klædd, hefir hún að líkindum verið það, en eg
sá hana hvorki á fótum né í fötum, en að eins við .
ljós í rúminu”.
Síðustu orðin talaði hann um leið og hann
gekk fram í ganginn til að fara burt, því hann
vildi flýta sér að ljúka við heimsóknina í húsinu
ofar í brekkunni.
XVI. KAPÍTULI.
Hræðsla ungfrú Chesneys.
Laura Chesney stóð við gluggann og horfði
á eftir lækinum þegar hann var að fara og gekk
hratt eftir stignum. Að lítilli stundu liðinni
mundi hann koma aftur, eins og hann hefði lofað
og hjarta Lauru sló harðara af að hugsa um þá
ánægju að sjá hann aftur, og hún talaði ekki orð
á meðan hún gaf sig við þessari sælu von.
En að eins til þess að verða vakin af þessum
dagdraumum á hörkulegan hátt. Ungfrú Chesney
gekk að hlið Lauru og ávarpaði hana; blíða röddin
hennar ómaði undarlega með hinni djúpu alvöru
sem blandaðist í hana.
“Laura var það í raun og vera tilfellið, að eg
sá hr. Carlton leiða þig yfir garðinn, þegar hann
kom?”
Laura sneri sér frá systur sinni, annars hefði
ungfrú Chesney séð roðann, þó hálfdimt væri, sem
kom fram í kinnar hennar við þessi orð. Hún
svaraði ekki.
“pað er ekki viðeigandi, Laura. Carlton er
að eins læknir, maður, að svo miklu leyti við vitum
án tíginnar ættar. Og þú ert Chesney”.
“Af ótignum ættum”, sagði Laura, “og það
gleður mig svo innilega”.
“Laura, góða stúlkan mín, við eram svo að
segja aðalbomar; við megum ekki eyðileggja álit
okkar”.
“Mér finst að við séum búnar að eyðileggja
álit okkar með þessum endalausu skuldum, sem á
okkur hvíla og elta okkur frá einum stað til ann-
ars”, svaraði hún þrjóskulega. “pær niðurlægja
okkur nú nægilega”.
“pér skjátlar, Laura. Ef þú meinar með
þessu að geta hrakið sannanir minar, þá lítur þú
á þetta frá rangri hlið. í einu tilliti niðurlægja
skuldimar okkur, af því það er ávalt niðurlægjandi
að safna á sig skuldum; en það setur engan blett
á stöðu okkar, það getur ekki skilið okkur við hina
göfugu ætt okkar, eða svívirt hana. Leyfðu ekki
hr. Carlton oftar að vera þér jafn samrýmdum”.
Elskandi hann, eins og hún gerði með ástríðu-
ríkri, blindri ást, sem skygði á alt annað, gramdist
Lauru afarsárt að heyra þessa aðfinslu um Carlton
Hún varð gripin af geðshræringu, sjúkri og sorg-
legri hugsun, sem kemur öllu til að hverfa og
verða að engu fyrir þessari ráðandi, ástríðuríku
— ást. Opinberlega vogaði hún ekki að vefengja
orð systur sinnar, sem hefði getað leitt til skýring-
ar á því, sem Laura var ekki undirbúin að þola,
og Jana, sem hélt sig hafa sagt nóg, sneri sér að
öðru efni.
“Hvað sagði ökumaðurinn eða vagneig-
andinn ?”
“Hann krafðist að fá peningana borgaða frá
þessari stundu og til kl. tólf á laugardaginn; ef það
yrði ekki gert, hótaði hann að stefna pabba. Jana,
eg er viss um að maðurinn framkæmir hótan sína
hann var hvorki háróma né reiður, ekki einu sinni
ókurteis, en hann var ákveðinn”.
“Og hvernig á maður að útvega peningana?”
sagði Jana, stundi og studdi hönd undir kinn. “Eg
vildi næstum því heldur selja sjálfa mig”, bætti
hún við með sárri tilfinningu, “en að verða að
segja pabba frá þessum óþægindum”.
“Pabbi er miklu færari en þú, að ráða fram úr
þessum vandræðum”, sagði Laura, sem var langt
frá því að hafa sömu, dótturlegu tilfinningu fyrir
málefninu. “Og það er líklegt að hann geri það”.
“pað er ekki líklegt”, svaraði Jana Chesney,
sem þrátt fyrir sitt blíða geðslag varð alt af
óánægð yfir hverri ásökun sem að honum var
beint. “Hann er minn kæri, góði faðir, og eg
krefst ekki annars betra en að fórna lífi mínu til
að varðveita hann frá sorg”.
“Vildir þú í raun og veru ekki óska annars
betra?” spurði Laura lágt og undrandi, um leið og
hún í huga sínum leit á þá gæfu, sem blasti við
henni í framtíðinni — að lifa meo Lewis Carlton.
“Eg krefst ekki annars betra”, svaraði Jana.
Og hin yngri systir leit á hana að hálfu leyti af
meðaumkun.
“pað eru aðrar litlar sorgir, sem ásækja
okkur, Laura”, sagði Jana í öðrum róm. “Rhode
hefir sagt að hún ætlaði úr vistinni frá okkur”.
“Hefir Rhode sagt það”, endurtók Laura
undrandi. “Hvers vegna?”
“Til þess að fá betra pláss”, segir hún. “Eg
gizka á að henni leiðist hér. pað er mikið að gera,
og hún benti á það með ósvífni, að hún vildi ekki
vinna þar, sem svo margar reikningskröfur kæmu
er ekki væru borgaðar, það kvelöi sig. Eg sagði
henni að hún mætti fara strax; eg gæti útvegað
aðra vinnukonu. Eg vildi ekki hafa óánægðar
manneskjur í húsinu lengur en nauðsyn krefur.
Hún — hvað er nú, Lúcy?”
Litla stúlkan kom hlaupandi inn með ákafa
miklum. “Jana, það er ung stúlka sem óskar að
fá að tala við þig”.
“Enn þá skuldakrafa”, hugsaði Jana mjög
hnuggin. “Er það konan sem selur ávexti, Lucy?”
“Ó, nei. Rhode segir að það sé ung stúlka,
sem sé komin til að spyrja um vistina. Hún lét
hana koma inn í eldhús til sín og bað mig að spyrja
hvort þú vildir gera svo vel að tala við hana”.
Ungfrú Chesney leit þannig út eins og hún
gæti ekki áttað sig á þessu. “Ung stúlka kemur
til að spyrja um vistina”, endurtók hún. “En það
er naumast ein stund síðan Rhode sagði hcnni upp.
Kallaðu á Rhode, Lucy”.
Rhode kom inn. Ungfrú Chesney heimtaði
með rólegri alvöru að fá skýringu á þessu, en
Rhode roðnaði og varð þrjóskuleg á svip, alveg
eins og hún ætlaði sér að verða ósvífin aftur, ef
henni fyndist að hún þyrfti þess.
“pað eru nokkrir dagar síðan að eg ásetti mér
þetta, ungfrú Chesney, og eg hefi líklega minst á
það við einhvem úti í bænum. Stúlkan sem kom-
in er segir, að frú Fitch í Rauða ljóninu hafi sagt
sér frá vistinni héma”.
“Fylgdu henni inn í borðstofuna”, sagði ung-
frú Chesney. 0g þegar hún gekk þar inn, mætti
hún Pompey, sem sagði henni frá yfirheyrslunni.
í borðstofunni stóð Judith Ford. Hún hafði
farið þangað undir eins og yfirheyrslunni var lokið
Jönu Chesney geðjaðist undir eins vel að henni;
hún var laglega klædd í snotrum sorgarbúning,
stilt í framkomu og svipurinn gáfulegur og íhug-
andi. Judith sagði henni frá ýmsum smámunum
um sjálfa sig, og endaði með því að segja, áð frú
Fitch hefði sagt sér að hér vantaði stofustúlku, en
Rhode hefði sagt, að það væri matreiðslustúlka
sem hér væri þörf á.
“f raun réttri geta menn sagt að þörf sé á
báðum”, svaraði ungfrú Chesney. “Við þurfum
vinnukonu, sem getur tekið að sér bæði störfin —
einka-vinnukonu, sem kallað er. Við eram af að-
alsættum og eigum göfuga ættingja”, hraðaði hún
sér að bæta við, ekki af heimskulegu drambi, held-
ur af því að hún áleit það skyldu sína virðingar
þeirra vegna, að koma með þessar skýringu; “en
faðir minn, Chesney kapteinn, hefir mjög tak-
markaðar tekjur, sem neyðir okkur til að hafa eins
fátt vinnufólk og mögulegt er. Getið þér tekið
að yður slíkt starf ?”
Judith hugsaði sig um fáeinar sekúndur áður
en hún svaraði. Hún hafði eitt sinn áður verið
matreiðslustúlka og var dugleg við það starf; en
það var ekki þess konar sem hún sóttist eftir.
“Á eg þá að verða sú eina vinnukona, sem þér
hafið ungfrú?” spurði hún, um leið og hún fann
til þess, jafnframt sinni varkárnu umhugsun, að
hún kunni vel við þessa blíðu ungfrú sem hús-
móður sína. \
“Já, en við höfum skutulsvein, sem þjónar
pabba og hjálpar til við borðið, og hann hjálpar
líka nokkuð í eldhúsinu, ber inn eldiviðinn, fægir
hnífana og því um líkt, og hann gætir einnig dyr-
anna oftast nær. Eg held að yður muni varla finn-
ast vinnan of mikil eða erfið”.
“Eg held eg verði að voga það”, sagði Judith,
að hálfu leyti við sjálfa sig. “Eg hefi einu sinni
áður verið einka-vinnukona á einu heimili. páð
var hjá fólki af heldra tagi, ungfrú. Eg hefi aldrei
unnið hjá neinum öðram”.
“Við getum ekki tekið á móti vinnukonu frá
iðnaðarmannastéttinni”, svaraði ungfrú Chesney,
sem hafði sömu hleypidóma og auðugir höfðingjar.
“Hvar var það, sem þér segist vera núna ?”
“Númer fjórtán í Pallace Street”.
petta svar kom ungfrú Chesney á óvart.
"Númer fjórtán í Pallace Street? pað hlýtur þá
að vera í nánd við það hús, sem hinn sorglegi við-
burður átti sér stað?”
“pað er við hliðina á því húsi, ungfrú”, svar-
aði Judith.
öll forvitni Jane Chesney, ull úndran hennar
— og hinir beztu af okkur hafa allmikið af þess-
um eiginleikum — vaknaði nú. “Sáuð þér þessa
ungu konu ?” spurði hún með mikilli hluttekningu.
“Eg sá hana oft; eg var hjá henni”, sagði
Judith. “Hr. Stephen Grey gat ekki fengið þá
hjúkrunarkonu, sem hann vildi, handa henni, og
honum þótti vænt um að eg gat verið hjá henni;
hann kyntist mér og þekti mig þar sem eg var
síðast”.
“pað var voðaleg tilviljun”, sagði ungfrú
Chesney.
“Hún var hræðileg”, sagði Judith, “hver sem
sekur er um hana”.
“pað er eflaust Stephen Grey. Á því getur
enginn vafi verið”.
“Jú, á því er mikill vafi”, sagði Judith ákveð-j
in, en þó kurteislega. “peir eiðsvörnu — svo mað-
ur fari ekki lengra — voru af annari skoðun”.
“Eg skil skoðun yðar; það er að segja, eg skil
tilfinninguna sem kemur yður til að láta hana í
ljós. pér viljið ekki fella dóm á mann, sem er
mikils virtur af öllum bæjarbúum. Eg hefi heyrt
að hr. Stephen hafi verið mikils virtur hér í bæn-
um; en við erum sama sem ókunnug í South
Wennock”.
“Alt þetta málefni er hulið óskiljanlegum
leyndardóm”, sagði Judith í þeim róm, sem henni
óafvitandi bar í sér mikla lotningu. “pað kemur
máske einhvern tíma í ljós; eg vona að það geri
það, og þegar það skeður, er eg sannfærð um að
menn sjá, að hr. Stephen Grey er saklaus.
“Haldið þér ekki að nein vangá hafi átt sér
stað við tilbúning lyfsins ?”
MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það
að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk-
ingu í þeim efnum. En svo er nú samt.
pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en
EDDYS
EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI
“HLJÓÐLAUSAR 500”
Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er
sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir
hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu,
sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er,
Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi,
hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum.
Whaleys blóðbyggjandi
lyf
VoriS er komiö; um það leyti er
altaf áríöandi aö vernda og styrkja
líkamann svo hann geti staöiö gegn
sjúkdómum. Þaö verður bezt gert
meö því aö byggja upp blóöið.
Whaleys blóðbyggjandi meöal gerir
þaö.
Whaleys lyfjahúð
Hornt Sargent Ave. og Agnes St.
Meiri þörf fyrirj
Hraðritara og Bókhaldara
pað er alt of lítið af vel
færu skrifstofufólki hér í
Winnipeg. — peir sem hafa
útskrifast frá The Success
Business College eru ætíð
látnir setja fyrir. — Suc-
cess er sá stærsti og áreið-
anlegasti; hann æfir fleira
námsfólk en allir aðrir skól-
ar af því tagi til samans.
hefir tíu útibú og kennir
yfir 5,000 stúdentum ár-
lega, hefir aðeins vel færa
og kurteisa kennara. Kom-
ið hvenær sem er. Skrifið
eftir upplýsingum-
SUCCESS BUSINESS COLLEGE
LIMtTED
WINNIPEG, MAN.
Til skemtunar.
“Ekki veit eg hvert hann Jón littli
sækir þetta óstýrilæti”, sagöi faöir
hans. “Sannarlega er það ekki úr
minni ætt”.
Nokkrum dögum síðar kom Jón
inn á skrifstofu föður síns, fleygöi
hattinum sínum á gólfið, hlammaöi
sér í hægindastól, setti fæturna upp á
skrifboröiö, tók vindling og sagði:
“Pabbi, manstu eftir því þegar þú
varst rekinn úr skóla?”
“Víst man eg þaö, strákur”, svaraði
faðir hans. “en hvers vegna spyrðu
að þessu?”
“Ó, svo sem ekki af neinu. ;Eg var
líka rekinn af skólanum í mo gun.
Þaö er skrítið hvað alt fer í ættir”.
Maður var á ferö á járnbrautarlest
Þegar komið var að einni stöðinni
leit hann út um opinn glugga, kallaöi
á dreng, fékk honum 10 cent og bað
hann að kaupa fyrir sig smu t brauð
Þegar pilturinn var að fara af stað
með centin kallaði maðurinn á eftir
honum og sagði: “Hérna eru önnur
10 cent handa þér að kaupa fyrir
líka handa sjálfum þér”.
Rétt áöur en lestin fór kom stráksi
í hægöum sínum og var aö enda við
að borða það sem hann hafði keypt
fyrir seinni centin: “Brauðið var alt
búið nema tvær sneiðar bara handa
mér”, sagði liann og rétti manninum
hin centin.
JOSIE & McLEOD
Gera við vatns og hitavélar
í húsum. Fljót afgreiðsla.
353 Notre Oame Tals. G. 4921
TAROLEMA lœknsr EGZEMA
Gyliiniæð, geitur, útbrot, hring-
orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma
Læknar hösuðskóf og varnar hár-
fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum.
GLARK CHEMICAL CO.,
309 Somerset Block, Winnipeg
Silki-afklippur
til aS búa til úr duluteppi. Vér höfum
ágætt úrval af stórum pjötlum meðalla-
konar litum
Stór pakki fyrir 25c
5 pakkar fyrir $1.00
Embroidery silki
af ýmsum tegundum og ýmsum litum
1 unzu pakki aðeins 25c
Peoples Specialties Co.
P.O. Box 1836 Winnipeg, Man.
-
\
Williams & Lee
Reiðhjól og bifhjóla stykki og á-
höld. Allskonar viðgerðir.
Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað-
ar fyrir sanngjarnt verð. Barna-
vagnar og hjólhringar á reiðum
höndum.
764 Sherbrooke St. Horni kotre Dame
Wm. H. McPherson,
Uppboðshaldari og
Virðingamaður . .
Selur við uppboð Landbúraðaráhöld. a.s-
konar verzlunarvörur, búsbúnaðog fleira.
264 Smith St. T*ls. M. 1 781
ATHUGIÐ!
SmAauglýstngar f hlaðlð verKa
nlls ekkl teknar framvegU nenta
því aöelns að borgun fylgt. Verfl
er 35 cent fyrtr hvern þnmlang
i dálkslengdar f hvert sklftl. Engln
| auglýslnK tekln fjrrir mlnna en 95
eenta f hvert aklftl sem húa htrtlst-
Bréfum tneð smáauglýslnsum, aeni
borgun fylglr ekki verður alls ekkl
slnt-
Andlátsfresnlr ern blrtar án end-
nrgjalds undlr eins og þier bermst
blaðlnu, en lefimlnnlngar og erfl-
Ijóð verða alls ekkl blrt nema borg-
un fyljrl með, sem svar&r 16 cent-
nm fyrfr hvem þumlung dálks-
lengdar.
“Pabbi, hvað þýðir bókaormur?”
“Það þýðir sá sem altaf liggur í bók-
um”.
“Þýðir þá grasormur, sá sem altaf
liggur í grasi?”
Lœknirinns Hvernig matarlyst haf-
ið þér?
Sjúkl.s Eg et eins og hestur.
Lœkn.s Hvernig sofið þér?
Sjúkl.s Eg sef eins og rotta.
Læknirinn sendi hann til dýralæknis
Brown & McNab
Selja I heildaölu og smásölu myndir.
myndaramma. Skrifið eftir verði á
stækkuðum myndum 14x20
175 Carlton St Tals. N|ain 1367
/— ..—..-.... V
“Það er skylda allra að gleðja að |
minsta kosti eina manneskju á hverri |
viku”, sagði skólakennarinn. “Hafið
þið glatt nokkurn, börnin min?”
“Já”, svaraði Jón, “eg fór til henn-
ar föðursystur minnar á sunnudaginri
og hún sagði að það gleddi sig þegar
eg fór frá henni aftur”.
“Hvernig stendur á þvi”, var ístru-
belgur spurður af gárunga nokkrum,
“að þið feitu mennirnir eruð allir svo
v'el lyntir?”
“Við ve ðum að vera það”, svar-
aði ístrubelgurinn rólegur. “Við j
getum hvorki flogist á né hlaupið”. I
Hann: “Þú ert hringlandi og ó-
staðföst, eins og flest kvenfólk”.
Hún : “Minstu þess sem skáldið j
segir að staðfesta er gimsteinn; og j
minstu þess svo að þú hefr sjálfur [
sagt mér að rnikið af gimsteinum
væri óþarfi.”
“Hvernig gat hann narrað þig til
þess að lána sér pcninga? Þú máttir
vita að þú fengir þá aldrei aftur”.
“Já, en hann sagði mér með svo
átakanlegum orðum hvað konan sin
ætti bátt, og að hún væri ekkja með
sex bömum”.
GIGTVEIKI
Ilclmalækning veitt af þelm sem
hlant hnna.
Vorifi 1893 varS eg veikur af
vöCvaglgrt og bólgugigt. Eg kvald-
lst eins og allir sem þesea veiki
hafa i 2 til 3 ár. Eg reyndt lyf
eftir lyf og isekni eftir lækni, en
batnatsi aidrei nema rétt i bráflina.
Loks fékk eg lyf sem læknafll mig
alveg og eg hefi aldrei or818 veikur
aftur. Eg hefi gefiC þetta lyf mörg-
um sem kvötdust voBalega; Jafnvel
þeim sem lágu rúmfastir af gigl
og þaC hefir aldrei brugBIst a8
Iækna.
Eg vil láta alla sem þjást af
þessari vo8a veiki — gigtinni, reyna
þetta ágæta lyf. SendiB ekki eitt
einasta cent; sendiS a8 eins nafn
og áritun og mun eg þá senda lyfi8
ókeypis til reynslu. Eftir a8 þér
hafi8 reynt þa8 og þa8 hefir lækn-
a8 y8ur af gigtinni þá getiB þír
sent verBiB. sem er 41.00 en munlB
eftir því a8 eg vil ekki a8 þér sendiB
peningana nema því a8 eins a8 þér
séu8 viljugir a8 gera þaB. Er þa8
ekki sanngjarnt? HvaB á aB þýBa
a8 þjást lengur þegar yBur er boSin
llkominn lækning ókeypis?
Dragi8 ekki a8 skrifa; geriB þa8
dag.
MARK H. .TACKSON,
No. 458D Gurney Bldg.,
Syracuse, N. T.
-