Lögberg - 11.10.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.10.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “Eg er sannfærð um að engin vangá átti sér «tað, og það var sent eins og það átti að vera af hr. Stephen Grey. Að unga konan var myrt — með svo ásettu ráði og ilskufullum huga, sem nokkur hefir nokkru sinni verið það í þessum heimi, er sannfæring mín”. “Af hverjum?” “ó, ungfrú, það er leyndarmálið; það er gát- an, sem enginn getur ráðið”. “Pompey hefir sagt að fólk talaði um þið und- arlega andlit í stiganum, þegar það kom út úr yfir- heyrslu salnum. peir segja að hefði það ekki ver- ið, þá hefði dómurinn máske fallið á Stephen Grey” pessi fregn kom frá Lucy Chesney; hún kom þegjandi inn í herbergið til þess að sjá ungu stúlk- una, sem ætlaði að vera hjá þeím. Hin ógæfusama tilviljun í Palace Street, með hinum einkennilegu kringumstæðum sem henni voru samfara, hafði vakið áhuga hennar — slíkt vekur ávalt áhuga barnanna — og hve litlir smámunir sem stóðu í iambandi við það, voru undir eins hirtir af Lucy. “Hvaða undarlegt andlit sázt í stiganum‘,” 3purði Jane Chesney, sem varð svo hissa að hún gleymdi að ávíta Lucy. “Pompey segir, að hr. Carlton hafi séð mann með undarlegt andlit við svefnherbergisdyr kor.- unnar, litlu áður en hún dó, Jana”. Jana Chesney safnaði nú saman hugsunum sínum. “Lucy, farðu upp til pabba”, sagði hún. “pú hefðir ekki átt að koma hingað inn, án þess að biðja mig um leyfi, og þú mátt ekki hlusta á allar óáreiðanlegu sögurnar, sem Pompey flytur honum”. Litla stúlkan fór hlýðin en hálf nauðug í burtu og ungfrú Chesney bað Judith um skýringu á þessu. “pegar hr. Carlton heimsótti frú Crane þetta kvöld, sem hún dó, sýndist honum um leið og hann gekk út, að hann sæi undarlegt, ókunnugt andlit hjá stiganum. Hr. Carlton segist nú álíta að þetta hafi að eins verið ímyndun sínj en, ungfrú, lík- skoðarinn virtist leggja mikla áherzlu á þetta. Pað er slæmt”, sagði Judith aftur að hálfu leyti rið sjálfa sig, “að allar kringumstæður geta ekki komið í ljós”. “Virtist leggja— pér eigið þó ekki við að þér hafið verið til staðar við yfirheyrsluna”, sagði ungfrú Chesney. “Jú, eg var þar, ungfrú. Eg er nýkomin þaðan”. “Aldrei hefi eg heyrt slíkt!” hrópaði ungfrú Chesney, þegar hún jafnaði sig eftir undran sína. Henni fanst það allundarlegt, að vinnukona skyldi hlusta á yfirheyrsluna að eins — eins og hún áleit — sér til skemtunar. “Mig langaði til að vera til staðar”, sagði Judith, “og eg bjóst jafnvel við að verða kölluð fram sem vitni. Jafnvel þó eg hefði ekki þekt ungu konuna nema þrjá eða fjóra daga, var mér farið að þykja innilega vænt um hana, og síðan hún dó, hefi eg naumast smakkað mat. Eg var alveg eirðarlaus, þangað til eg heyrði vitnisburð- ina. Og eg er glöð yfir því að hafa heyrt þá”, bætti hún við með ákafa og ákveðin. “Að eg hefi verið viðstödd yfirheyrsluna, ætti ekki að gera mig lakari vinnukonu”. Ungfrú Chesney gat ekki varist brosi. “Auð- ritað ekki”, svaraði hún; en viðurkenningin var undarleg. Hún var nú ekki af því tagi samt, sem áleit sér viðeigandi að halda áfram að spjalla við vinnukonu; hún yfirgaf því þetta málefni og fór að tala um erindi Judithar þangað. Afleiðing þess samtals varð sú, að Judith átti að fá vitnisburð frá síðustu húsbændum sínum, og henni var sagt að hún gæti komið og fengið srar eftir fáa daga. Ungfrú Chesney gekk í djúpum hugsunum og með rólegum skrefum inn í samkomusalinn; þá greip hana kveljandi tilfinning, sár hræðsla: því henni sýndist Laura systir sín lyfta andlitinu anögglega frá öxl Carltons. “Mér hlýtur að hafa missést”, sagði hún við sjálfa sig á næsta augna- bliki; “já, mér hlýtur að hafa missést”. En þarna stóð hún raunar; þau stóðu hvort hjá öðru í litlu ljósbirtunni, sem lagði inn um gluggann. Augu Jönu opnuðust nú fyrir miklu, sem hingað til hafði verið hulið myrkri fyrir með- Titund hennar. Skrautbúningur hennar á kvöld- in um síðustu dagana, ánægjan og gæfan sem geisl- aði stundum í augum hennar, hið óskiljanlega eirð- arleysi, sem kom í ljós hjá henni, þegar þær áttu Ton á lækninum. Gat það verið mögulegt að hún væri farin að elska hann ? Hún gekk þvers yfir gólfið, skaraði í eldinn íto hann fór að loga, hringdi svo til að biðja um ( íjós og sneri sér að Lauru, sem hún ávarpaði körkulega. “Hvers vegna ert þú í myrkrinu, Laura?” “Af því Pompey er ekki kominn með lamp- ann, býst eg við”, svaraði Laura með þrjózkuleg- in róm. Jana bældi niður reiði sína, hræðslu sína, og þvingaði sig til að vera róleg. “Eg vissi ekki að þér voruð kominn aftur, hr. Carlton”, sagði hún. “Eruð þér búinn að vera hér lengi?” “Nógu lengi til að tala um leyndarmál við Laúru”, svaraði hann hlæjandi og djarflega. “Og hú ætla eg upp til Chesney kapteins”. Unt leið og hann fór út, mætti hann svarta þjóninnm, sem kom með lampann. Pompey var nú að verða gamall maður; hann hafði verið þjónn Chesneyg í mörg ár. “Láttu hlerana bíða fyrst um sinn, Pompey, og komdu svo aftur að lítilli stundu liðinni”, sagði ungfrú Chesney. “Hvað er alt þetta, Laura?” sagði hún óþolinmóð, þegar þjónninn var farinn. Laura Chesney stóð við gluggann og horfði út í myrkrið æst í skapi. “Við hvað áttu ?” spurði hún. “Hvað meinti hr. Carlton, þegar hann sagði — að hann hefði talað um leyndarmál við þig ?” “pað var heimskuleg athugasemd að koma með”. “Og hann dirfist að nefna þig skírnamafni þínu?” “Gerði hann það?” “Gerði hann það? Tókstu ekki eftir því? Laura, mér— mér sýndist — mér sýndist eg sjá þig styðja höfuð þitt við öxl hans”, sagðr Jana. það leit út eins og orðin ætluðu að kvelja hana. “pú hefir alt af ímyndanir”, svaraði yngri systirin. “pær hefir þú alt af haft”. Voru þessi orð notuð sem útúrdúrar? Jana var hrædd um það. “Ó, Laura!” sagði hún klökk, “eg hefi heyrt um ungar stúlkur, sem borið hafa traust til manna, og sem af hégómagirni tóku á móti aðdáun þeirra og ástaratlotum. pað er þó liklega ekkert slíkt á milli þín og hr. Carltons ?” Laura svaraði engu. “Laura”, sagði Jana alvarlega í hryggum róm, “Lízt þér vel á hann ? ó, gættu þín og þinna fyrirtækja. pú getur aldrei gifst hr. Carlton”. “Eg hefi ekki sagt að mér lítist vel á hann, stamaði Laura, sem var að missa kjarkinn. “En hvers vegna get eg ekki gifst honum?” “Giftast honum! pú! Dóttir Chesney kap- teins, sem er að eins læknir í sveitarþorpi. pú; náf rænka —” Hættu nú, Jana, þetta er nóg”, sagði Laura og barði í gólfið með fætinum. “Eg verð að ljúka við að segja það sem eg ætlaði mér. pú ert ungfrú Laura Chesney —” “Eg skal segja þér, Jana, að eg vil ekki heyra þetta. Eg er orðin leið á að heyra stagast á því hver við erum og hvað við erum. Hvaða gagn er að því að við eigum hátt standandi og auðuga ættingja — gera þeir okkur nokkurt gagn? Færa þeir heimili okkar allsnægtir? Veita þeir okkur þá ánægju og það félagslíf, sem við höfum heim- ild til að mega njóta? Jana, eg er þreytt og leið af öllu þessu. pað koma fyrir augnablik þegar mig langar til að breýta eins og Clarice systir gerði”. Nú varð löng þögn, kveljandi þögn, því Laura hafði snert við þeim viðburði sem fjölskyldunni Chesney var stór og varanleg sorg að síðustu árin. Loks rauf Jana þögnina. “Jafnvel það mundi vera betra fyrir þig en að giftast Carlton”, sagði hún með lágum róm. “Laura þó að Carlton væri jafningi okkar, gæti eg ekki vitað þig giftast honum án þess að hryggj- ast”. Laura sneri sér við frá glugganum undrandi. “Hvers vegna?” “Eg veit ekki af hverju það kemur, að eg hefi fengið svo mikinn viðbjóð á hr. Carlton”, sagði ungfrú Chesney með dreymandi rödd, eins mikið við sjálfa sig og sem svar til systur sinnar. “Laura eg get ekki liðið Carlton, mér finst að eg vildi held- ur vita af þér í gröfinni en gifta honum, þó hann væri bezti ráðahagurinn í Englandi”. “En eg spyr þig, hvers vegna ?” “Eg get ekki sagt frá því. f fyrsta lagi — en eg vil ekki tala um það. pú hefir fyr en núna ásakað mig um það, Laura, að eg hafi fundið til óánægju og viðbjóðs á sérstökum persónum án sjáanlegra ástæða; eg hefi viðbjóð á hr. Carlton”. Laura rykti höfðinu til. “En, til að tala um sjálfa þig — við höfum til dæmis gert ráð fyrir að hann verðskuldaði þig”, sagði Jana aftur. “pað gerir hann ekki; hann getur aldrei gert það; og þess vegna skulum við sleppa því”. “Hvað var það, sem þér geðjast ekki að hjá honum, ‘í fyrsta lagi’, sem þú vildir ekki nefna?” spurði Laura. “pað er eins gott að minnast ekki á það”. “En eg skal vera þér mjög þakklát, ef þú vilt segja mér það, Jana. Mér finst að þú eigir að gera það”. “Jæja, þá — en þú munt álíta mig mjög heimska. Hr. Carlton var á mjög einkennilegan hátt viðriðinn þenna voðalega draum, sem mig dreymdi um Claricu núna í vikunni. Mér hefir aldrei geðjast að Carlton; en eftir að mig dreymdi þenna draum, finst mér að eg sé hrædd við hann. Eg get ekki að því gert, Laura; það er eflaust mjög heimskulegt; en við getum ekki skilið slíka hluti”. Hve heimsulegt Laura Chesney áleit þetta, sýndi glögglega hin hrokafulla fyrirlitning sem var mótuð á andliti hennar. Hún vildi ekki niður- lægja sig til að svara þessu; það var svo langt fyr- ir neðan hennar tign, að minsta kosti leit hún svo á. Jana Chesney tók saumakörfuna sína og sett- ist hjá lampanum. Hún horfði á það, sem hún ætlaði að fara að vinna við, þegar þær heyrðu prik ið hans Chesney kapteins koma við gólfið uppi fremur hörkulega, og Lucy kom þjótandi ofan stigann og æddi inn í salinn. “ó, Jana!” hrópaði hún. ‘“Lafði Oakbum er dáin”. Jana misti það sem hún hélt á, á gólf ið; Laura gekk skelkuð að borðinu. Dáin”, endurtók Jana. “Og þegar hún skrif- aði mér í vikunni sem leið, var hún við góða heilsu”. “Jana', Jana, þú skilur mig ekki”, sagði litla stúlkan. “pað er hin unga lafði Oakbum, ekki gamla frænka okkar, greifaekkjan. Og lítið bam dó með henni”. Prikið hans Chesney hélt áfram að dansa uppi á loftinu með fjöri miklu. Jana fór nú að átta sig og hljóp upp og hinar á eftir henni. Kapteinninn sat í ruggustólnum sínum, allur á ringulreið og óþolinmóður, og Carlton sat í nánd við hann, auðsjáanlega án þess að skilja hver orsökin var til þessarar truflunar. Eitt ljós stóð á borðinu, en birtuna frá ofneldinum lagði á andlit læknisins, sem var fremur forvítnislegur og gruflandi. pað leit út fyrir að hann hefði verið búinn að tala við sjúkling sinn, þegar Lucy sá eitthvað í blaðinu “Times”, sem lá á borðinu að hálfu leyti saman- brotið, þar eð það var nýkomið, og hún las það hátt fyrir föður sinn. Chesney lyfti prikinu sínu og lét það detta á borðið, eins og hann var vanur að gera, þegar þær komu inn. “Taktu blaðið, Jana”, sagði hann, “og líttu eftir hvað það er, sem Lucy rakst á undir dánar- fregnum”. Jana Chesney rendi augunum yfir dálkinn og sá eitthvað undir fyrirsögninni “fæðingar”, sem hún las hátt. “pann 12. þ. m., í South Andley Street, ól greifainnan af Oakburn dóttur”. Síðan undir dauðsföll. “Hinn 14. þ. m., í South Andley Street, María, hin elskaða kona jarlsins af Oakburn, 21 árs”. “Hinn 14. þ. m., í South Andley Street, Clarice nýfætt barn jarlsins af Oakbum”. Jana þagði og kapteinninn rak prikið í gólfið nokkuð þunglamalega. “Dáin!” hrópaði hann. “Ung kona dáin á undan gömlu ömmu”. “pektuð þér þetta fólk, hr.?” spurði Carlton. pekti það, hr. svaraði kapteinninn bráður, honum fanst ekki viðeigandi að sér væri gerð jafn heimskuleg spurning; “eg ætti að þekkja það, því það eru mínir nákomnustu ættingjar”. Eg vissi það ekki”, svaraði Carlton. “Nú, það getur verið að þér hafið ekki vitað það, hr.; en það er samt sem áður satt. Faðir minn, hr., var hinn hávelbomi Frank Chesney, næst elzti sonur hins níunda jarls af Oakbum og bróðir hins tíunda jarls, og hinn síðasti dáni jarl, hinn ellefti í röðinni, faðir hins núverandi jarls, var bræðr- ungur minn. pað er skömm að því, að þetta skuli vera satt”, sagði kapteinninn, og barði prikinu í gólfið við annað hvort orð, “það er skömm að eg skuli vera svo náskyldur þjóðaraðal Englands, og vera þó að eins eftirlaunaður sjóliðsforingi. Nyt- semin er einskis metin í þessum heimi og ættgöfg- in enn þá minna. Ef hinum síðasta jarl hefði þóknast að gera sér ofurlítið ómak mín vegna, þá hefði eg orðið admírall fyrir löngu síðan. pað hafa verið admírálar af Chesney ættinni áður, sem hafa hlotið hrós fyrir herkænsku og dugnað, og eg hefði naumast orðið eftirbátur þeirra”, endaði hann með síhækkandi undirsöng priksins síns. “Sjáðu pabbi, þau kölluðu litla bamið ‘Clar- ice’ ”, sagði Jana eftir litla.- þögn. “Eins og gamla greifaekkjan myndi leyfa þeim að gefa því annað nafn”, hrópaði kapteinninn. “pér þekkið líklega ekki greifaekkjuna af Oakbum hr. Carlton, ömmu hins núverandi jarls?” “Nei, hr., hana þekki eg ekki”. “pér missið ekkert við það. Hún er amma hans og frænka mín, og af öllum skilningsdaufum, sérgóðum, þverlyndum, gömlum konum er hún sú lakasta; þegnr Jana fæddist” — hann kinkaði koll- inum í áttina til dóttur sinnar — “segir hún við mig: ‘pú lætur hana heita Clarice, Frank?’ — ‘Nei, það vil eg ekki’, svaraði eg, ‘hún á að lieita eftir móður sinni’—og hún hét Jana. Sama sagan endurnýjaðist þegar Laura var fædd. ‘pú lætur hana heita Clarice, Frank, þá skal eg vera guð- móðir hennar’. Nei, ekki vil eg það’, sagði eg; ‘hún á að heita í höfuðið á Lauru systur minni’ — hún var þá dáin. Og svo áttum við, eg og lafð- in í endalausu rifrildi. Hennar nafn er Clarice, sem eg veit þér skiljið. Já, í svona nánu sambandi stend eg við hina miklu Oakbums, sem eru eins fátækir og kirkjumýs í hlutfalli við nafntign sína — allur hópurinn, og eg er sjóliðsforingi með eft- irlaunum, sem á erfitt með að komast af”. “Eru margir sem standa á milli yðar og nafn- tignarinnar, hr.?” spurði Carlton. “pað stendur enginn á milli mín og nafnbót- arinnar”, svaraði hann. “Ef jarlinn skyldi deyja barnlaus, þá verð eg jarl af Oakburn. En hvaða gagn er að því? Hann er ungur, en eg er gamall maður. Hann giftir sið áður en langir tímar líða aftur, og eignast böm”. “Eg held, að ef eg væri svona nálægt ensku aðalstigninni, þá myndi eg reyna að ná henni”, sagði Carlton og hló glaðlega. “Og sýna yður að eins aula fyrir ómakið”, svaraði hinn hreinskilni sjómaður. “Nei, það er nógu vitlaust að líta eftir dauð&móki gamalla manna; en það er enn þá vitlausara að hlusta eftir dánarfregn ungra manna. Eg er guði þakk- látur fyrir, að eg hefi aldrei verið svo heimskur að gera það; eg hefi aldrei, hr., hugsað að það yrði mögulegt, að eg yrði jarl af Oakburn, aldrei. pað var líka annar erfingi, sem stóð nær að erfa nafn- ið en eg, Arthur Chesney, bróðir hins unga jarls, en hann dó. Hann var með í kappróðri í Cam- bridge fyrir fáum árum og drukknaði. Jana þú verður að hugsa um sorgarbúning”. Jana varð mjög hnuggin af að hugsa um þenna óvænta kostnað. “purfum við að bæta við okkur þessum útgjöldum, pabbi”, stamaði hún. “Hvort við þurfum að bæta við okkur þessum útgjöldum?” öskraði kapteinninn, um leið og prik- ið hans hamaðist að vana, “hvað meinar þú? Viltu láta ungu greifainnuna fara í gröfina, án þess að klæðars sorgarbúningi fyrir missi hennar? pú ert búin að missa vitið, ungfrú Chesney”. Hr. Carlton stóð upp. Hann hnefti frakkan- um að sér og gat hvíslað fáeinum orðum að Lauru um leið og hann fór. “Vertu róleg, elskan mín. pú skalt verða kona mín. Ef þau neita mér um þig, þá stel eg. þér frá þeim”. Eitt augnablik var hendi hennar í hans, and- ardráttur hans blandaðist með hennar, svo langt laut hann niður að henni, og Laura leit til Jönu, blóðrjóð í andliti og lafhrædd, til að vita hvort hún sæi til þeirra; en Jana hafði beygt sig niður yfir veika fótinn hans föður síns, samkvæmt beiðni hans. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 600” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf VoriíS er komiö; um þaö leytí er altaf áríöandi aÖ vernda og styrkja likamann svo hann geti staöiö gegn sjúkdómum. Þaö verður bezt gert ir.eð því að byggja upp blóðið. Whateys blóðbyggjandi meðal gerir þaö. Whaleys lyfjabúð Horni Sargcnt Ave. og Agnes St. JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiðala. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar EGZEMA Gylliniaeð, geitur, útbrot, hring. orm, kláði öjfaðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár> fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK GHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Winnipeg Meiri þörf fyrirj Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Wirinipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans; hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BQSINESS CDLLEGE [LIMITED WINNIPEG, MAN. LJÓMANDI SILKI-AFKLIPPUR “Crazy Patchwork,” af ýmsumll tegundum, til atS bfta til úr teppl.í legubekkjar-pútSa, og setur. Stór|| 2Bc pakki sendur tll reynalu. 5 PAKKAR FYRIR SI.C0 PEOPLETS SPECIALTXES CO. ÍDept. 18, P.O. Box 1836, Winnipeg![ 1= Williams & Lce Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Hotre OaRIt Heiðraði ritstjóri Lögbergs. Viltu gera svo vel og veita inntöku i þitt heiðraða blað Lögberg eftir- fylgjandi línum. Héðan er fátt að frétta utan sú harmafregn, að aðfaranóttina þess 15. september lést að heimili sínu við Silver Bay P. O.- eftir fárra daga sjúkdómslegu Sigurlín Sigurðsson. eiginkona Guðmundar Sigurðssonar bónda á sama stað. Hin látna var á fertugs aldri, gætin kona og góð eig- inkona og móðir, og ef að sú fram- Liðna á unga aldri hefði haft tæki- færi að njóta mentunar mundi hafa komið í Ijós að Sigurlín sál. var gædd, góðum hæfilegleikum til bóknáms.1 1 Syrgir hana nú sárt eftirlifandi eiginmaður hennar ásamt 7 börnum I þeirra og aldurhnignir foreldrar og | 3 systkini hinnar látnu. Hið elzta af, börnum þeirrar látnu er stúlka 13 ára | gömul, en það yngsta er drengur 2 ára að aldri. j Fráfall hinnar burtkölluðu vari mjög sviplegt, rétt um hádegi æfi hennar, þar sem hún var bara á fert- ugs aldri og er þar stórt skarð að fylla hvað áhrærir móðurlega um- hyggju hvað viðkemur börnum þeirr- ; ar látnu. Sigurlína sál. var meðlimur Betels ; safnaðar og var jarðsungin 18. sept.' í graíreit safnaðarins að viðstöddum; flestum af meðlimum safnaðarins, af, séra Hirti Leo, sem flutti hjartnæma, húskv'eðju að heimili læirrar látnu ásamt ágætis ræðu við gröfina. Aðrar fréttir héðan eru þettað vanalega búskapar strit. Hevannir eru nú um garð gengnar og mun hey- fengur almennings í góðu lagi. upp- skeru vinna bænda um garð gengin að undantekinni þreskingu, sem er nú ný byrjuð, menn vonast alment eftir að fá meðal uppskeru af korntegund- um. Veðráttan er góð fyrir þennan tíma árs. Ekki veit eg hvort eg á að telja með fréttum, að konur þær hér um slóðir, sem fengu nöfn sín skrásett hér á kjörlista þessa fylkis efa að það verði gerður nokkur greinar- munur á þeim þegar til næstu sam- bands kosninga kemur. Þær álíta að Borden stjórnin sé svo sanngjörn í stjórnarfari sínu að slíkt muni ekki eiga sér stað.------- Dolly Bay 27 sept. 1917. O. Thorlacius. Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð Larcbúr aðaiéKöld, b*s- konar vetzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St. Tals. M. 1 781 ATHUGIÐ! Smá«n|:lf*lii*»r 1 bpiflia «11« ckki tcknnr framvcti* nrma þvl nftein. »8 borjrun f.vl«i. I'eril or 35 ccnt fyrir livorn ImnilunK ilútkslonKilnr I livort nklftl. Kiiitlii nuel.vslnx lokln fyrlr inlnna on 25 oontn I livort sklftl som hún birtlnc. nréftim moft smnaiiKl.vniniri'in. win bnrgun fyljtlr ekkl vorður all* ekkl slnt- Amllátíifroffnlr ero blrtar An onA- ursjnkls umlir oln» o« þn'r liorast hlnðliin, en trfinilnninicnr nj* erft> Ijnft vorfta »11» okkl hlrt nomn bnr*- n n fylsi metS. som svnrar 15 crnt- um fyrtr livorn þumlung dálka- lonsilar. Brown & McNab Selja í heildsölu og smásölu myndir^ myndammma. Skrifið eítir verði 6 staekkuðum myndum 14x20 175 Carlton St. Tals. »|ain 1367 pakkarorð. Þegar eg á síðastliðnum vetri, sjálfur fjarverandi frá heimili mínu varð fyrir þvt hörmulega mótlæti að missa mína elsuðu eiginkonu, Gróu Sigríði Sigurðardóttur, í brunaslysi því er varð á Borg í Gevsir-bygð, og stóð einn og einmana og eignalaus eftir með tvö ung börn, þá gengust góðir menn fyrir því að fjársamskot voru hafin til hjálpar mér og öðrum er slysið sérstaklega snerti. Var nefnd kosin til að hafa það verk með höndum. Voru í nefnd þeirri þeir herrar Bjarni Marteinsson, Baldv'in í Kirkjubæ, Magnús Magnússon, Al- bert á Selstöðum og Jón Stefánsson. Hefir nú nefndin fyrii^ nokkru afher.t mér rifl^ga peninga upphæð sem minn hluta af fé því er inn kom. Hefir það stórlega bætt úr bágindum mín- um og jafnframt. gladdi mig það góða hugarþel, sem er á bak við gjafirnar. Vil eg nú hjartanlega þakka þessar góðu gjafir, fyrst og fremst ölltnu sem gáfu og svo þeim nefndarmönn- nnum, sem tóku á sig ómak og fvrir- höfn og voru sjálfir með t því að gefa Sömuleiðis séra Jóhannt Bjarnasyni sem vann með nefndinni | að starfi hennar einnig vil eg þakka herra lækni Jóhannesi Pálssyni i Árborg, sem veitti mikilsverða lækishjálp án nokkurrar borgunar. Og síðast. en ekki stzt vil eg þakka þeim heiðurs- hjónum herra Bárði Éinarssyni og Guðfinnu Gísladóttur konu hans í Skógargarði t Árnesbygð sem veittu mér þá ómetanlegu hjálp að taka af mér bæði börnin. Bið eg guð að blessa þau hjón og alt hitt velgerðar fólkið og mun jafnan minnast þeirra og þess alls með virðingu og hjartan- legu þakklæti. Hnausum, Man. 25. sept. 1917. Halldór horláksson. Þann 26. sept. var á Gimli dregií ttni “Irish Cro.ket Joke”, er Mrs. J. Dalman hafðt gefið til arðs fyrir Gimli “Returned Soldiers Éund”. — Númer 159 hlaut gripinn, og hafði Mrs. B. J. Lifmna hlotið það númer. Ágóðinn vra $26.45. Albert Kristjánsson kom utan frá Benlah nýlega þar sem hann hefir verið í sumar fvrir kornræktarmanna- félagið. Hann fó>- á þriðjttdaginn út til Winnipegósts og verður þar í vet- ur við fiskiveiðar ásnint Otto Krist- jánssyni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.