Lögberg - 11.10.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.10.1917, Blaðsíða 6
3 / LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1917 Það er ekkert eins gott og heimatilbúið Pie, kökur og '3 brauð búið til úr 142 ;* PURITV „ J FtOUR ; 'more bread and BETTER BREAD’ Asmundar saga fóta- lausa. Asmtmdur Ásmundsson var fædd- iti afi Bægisstööum í ÞistilfirSi í N.- Þingeyjarsýslu, 26. apríl 1845. For- eldrar hans voru þau Ásmundur Jóns- son, þess er eitt sinn bjó á Hóli í Kaupangssveit í Eyjafiröi; Helgason- ar, og Kristín Ingveldur Ásmundsdótt- ir frá Fjöllum i Kelduhv'erfi. Fimm vetra gamall fluttist hann meS for- eldrum sinum aíi Máná á Tjörnesi í S.-T,ingeyiarsýslu, og dvaldist hjá þeim, til þess er hann var tvítugur, j þar á nesinu. afi Máná, Mánárseli og HallbjarnarstöSum. — Um tvítugt ré?5- ist hann frá foreldrum sínum í vinnu- mensku austur í Kelduhverfi. um þriggja ára skeið og hvarf síðan til þeirra aftur í Þórunnarsel í Keldu- hverfi. Næsta vetur í marz kom sá atburður fvrir, er hafði mjög diúptæk áhrif á lífskiör hans jafnan sifian. Hann haföi ltugsaö sér aö sjá um foreldra sina til dauðadags, og táta eitt vfir sig og þau ganga. Var þá afráðið, að fá kot þar í Hverfinu til ábúðar, og var hann sendur af föður sínum i þeim erindum austur i Þistil- fjörð til þess manns, sem við var að eiga um. Þykir hér hlýða, að skýra frá þeim atburði nákvæmlega. Hann lagði upp um morgun frá Skógum i Axarfirði að Núpi, og hugð- ist að leggia þar á Axarf iarðarheiði, en var ráðið frá, því sú leið var sjald- farin og torsótt. Hélt hann síðan að Sandfellshaga. sem er næsti bær und- ir heiðinni á alfaraleið. Var þá nokk- uð liðið á dag, er hann lagði á heið- ina, og veður ekki sem tryggilegast. Átti hann von á að mæta manni, sem um morgunin fór til fylgdar Iang- ferðamanni og v'on var á, að kæmi til1 baka. Hélt hann leiðar sinnar, en varð ekki var við för mannsins; enda hafði hann ekki farið nema fjórðung leiðarinnar, þegar hvessa tók á norð- austan með snörpu renningsskriði, og hóf upp bakka í norðri. Grimdarfrost var á, því hafþök af ís voru fyrir öllu Norðurlandi. Leið nú ekki á löngu. að loft varð kafþykt, og gekk upp veðrið með kafaldshrið og hörkufrosti og var það sú grimmasta stórhrið, er hann sá fyr og síðar. Þótti honum sem sig mundi hrekja af leið og hélt sig fast í veðrið. Var leið hans í fangið um stund, unz hann kom upp á hæð nokkra og á bersvæði. Var þar svo mikið ofviðri, að hann þóttist sjá að óráðlegt væri að halda lengra að svo komnu. Hugðist hann því a'ö snúa til baka sömu leið og Ieita hlép, og láta þar fyrir berast, unz af gengi veðrið. Hélt hann þá til baka, en hafði skamt farið, er hann hrapaði fram af hengiflugi. Vissi hann þá óglögt hvað gerðist. Fann að hann komst við í hrapinu, og kendi sárs- auka. Eigi vissi hann, hversu Iangt mundi um liðið, er hann raknaði við. Þá kendi hann mikils sársauka í vinstri öxlinni, var mjög máttfarinn og skalf af kulda. Skíði hans, stafur og mal- poki lágu á fönninni umhverfis hann, og svo grjótmöl, er hann hafði tekið með sér í hrapinu. Gat hann með naumindum komist á fætur, og vildi finna eitthvart hlé- því veðrið stóð eftir gljúfri því, er hann hafði hrap- að í, —• en þar var fokið í öll skjól. Lét hann þá fyrirberast undir steini, þó ekki nyti hann skjóls, nema að hálfu leyti. Vinstri handleggur hans var með öllu máttlaus og þrautirnar í öxlinni afskaplegar. Átti hann í.ú von á dauða sínum á hverri stundu og sótti á hann svefnhöfgi öðru hvoru; en þrautirnar vöktu hann jafnharðan til lifsins. Lá hann þarna þá nótt alla. Með næsta morgni vaknaði ný lifs- von, þvi þá var uppstytt hríðinni og bjartviðri. Fætur hans voru þá mjög stirðir og dofnir. Leitaði hann þá út úr gilinu, og reyndist auðvelt að komast norður úr því. Tók hann þá stefnu á ný austur í Þistilfjörð. Reikaði hann þann dag allan, og fór mjög af réttri leið. Var gangurinn honum erfiður, sökum þess. að vinstri handleggur hans var genginn úr liði um öxlina. Hékk hann máttlaus nið- ur — og lengra sökum liðhlaupsins. Komst höndin því við, er liann bar til vinstri fótinn, og jók það mjög sársaukann. Undir kveldið virtist honum sem hann væri kominn nálægt mannabygð, og reyndi þá að kalla á hjálp, en árangurslaust. Þegar dimt var orðið, þóttist hann koma að vörðubroti. Treystist hann þá ekki til að halda lengra, og lét þar fyrir berast næstu nótt alla. Hreinviðri var og frostharka. Næsta morgun um sólaarupprás færðist hann enn á flakk, og stefndi í austurátt, en komst þar ekki áfram fyrir grjóturð og skrofi. Sneri hann þá aftur og reikaði í vestur. Þóttist hann þá sjá þústu nokkra álengdar. en þó mjög óglögt. En er hann kom á þær stöðvar, er hann hafði dvalið um nóttina, var sem sjón hans glöggv- aðist; sá hann þá ljáför og áburðar- hlöss umhverfis sig. Var hann þá staddur á túni og blasti nú við honum bær skamt frá. Reyndist það síðar að vörðubrot það, er hann þóttist vera hjá um nóttina, var eitt hlassið. Er þar nú skemst frá að segja, að hann kom þar á bæ, er á Sjóarlandi lieitir, og var fólkið enn ekki risið úr rekkju. Drógst hann þá upp á glugga og “guðaði”, og er undir var tekið bað hann fólkið að opna bæinn, því liann hefði “Iegið úti”. Var honum tekið hið bezta. og alt gert honum til hjálpar. Fætur hans báðir og vinstri hönd var alt beinkalið. Voru limir hans þýddir í snjóvatni í tíu daga, en varð þó ekki bjargað, og hafa læknar sagt siðan, að óhugsandi hefði verið að bjarga þeim, sökum þess, að þeir hafi frosið hina fyrri nótt, þiðnað að nokkru um daginn, sem hann var á ferli, og frosið á ný seinni nóttina. Féll holdið inn og datt af beinum. Mánuð lá hann á Sjóarlandi, og þjáð- ist mjög af þrautum í öxlinni. ofsa- legum krainpa og sinadráttum. Að mánuði liðnum var hann flutt- ur heim til sín í Þórunnarsel og var þá kominn læknir frá Akureyri. Þórð- ur Tómasson, Sæmundssonar. Næsta dag tók hann af vinstri hönd, rétt fyrir framan miðjan framhandlegg, og annan fótinn um ökla, en sagði að- stoðarmanni sínum fyrir um aðferð- ina. Tók sá af hinn fótinn nokkru síðar og fórst það v'el. Á hægri hendi kól hann einnig, en ekki til stórskemda Ekki gat læknirinn kift öxlinni í lið sökum bólgu. Síðar kom það fyrir eitt sinn, er hann var að hagræða sér i rúminu, að leggurinn hljóp upp, en ekki þó í liðinn, heldur framan við. og settist þar að. Rúmt ár lá hann rúmfastur, en var um vorið fluttur að Máná, því foreldr- ar hans íluttust þangað buferlum Sumarið næsta, þegar hann var sem mest þjáður, hlóðst enn á hann sú sára sorg, að missa móður sina. Án hennar mátti hann þó sízt vera, því þrautir hans gengu henni mjög að hjarta, og hún annaðist hann með þeirri umhyggjusemi og fórnfýsi, sem góð móðir á mesta í eigu sinni. Eftir að rúmt ár var liðið. fór hann aö skríða á hnjánum, og var svo i þriú misseri. Seinasta misserið heyjaði hann tólf hesta heys á.blautri mýri. ?>á lét hann smíða sér tréskokka sívala, sem hann fóðraði innan með þófa- blöðum og sokkum, og stakk siðan stúfunum ofan í. Leggjarhöfuðin máttu ekki hafa þrengsli, né koma hart niður, og varð þó ekki við það ráðið, svo að úr þeim blæddi því nrer a hverjum degi um átján ára skeið. Aldrei greri fyrir stúfana að neðan því dauð beinflís var neðan í hvor- um stúf allan þann tíma. Næsta ár hafði hann ofan af fyrir sér með v'innu sinni, bæði á sjó og landi. Á því timabili kyntist hann Kristbjörgu Jónsdóttur og Vigdísar frá Rauðuskriðu í S.-Þingeyjarsýslu, en hún var hálfsystir þeirra Árna Magnússonar. bónda á Rauðuskriðu, og Sigurðar Magnússonar bónda að Arnarvatni. Árið 1875 gekk hann að eiga hana. Dvaldist eftir það tvö ár á Tjörnesi og flutist siðan austur í Þistilfjörð að Kúðá. Þar dvaldi hann í sex ár hjá Ólafi Mikael Jónssjmi, sem reyndist honum svo ágætur dreng- ur í allá staði, að hann telur sig eiga honum mest að þakka allra manna vandalausra, á meðan hans naut við. Komst hann þar í nokkur efni, eftir | því sem við mátti búast og leið þar vel. Sumarið 1883 fluttist hann með konu sinni til Vesturheims og settist að í Argylebygð. Innan skamms nam hann þar land, og bjó þar i þrettán ár. Fjórum árum eftir að hann kom vestur, ágerðust sárindin i fótastúfum hans með bólgu og blóðrás, svo að hann gat ekki haft fótaferð. Komst hann þá í kynni við Iækni einn, dr. Gunn, sem reyndist honum aíbragðs vel. Kom hann honum fyrir á sjúkra- húsi í Winnipeg. og var nú á ný tekið neðan af báðum leggjum. Greri eftir það fyrir stúfana betur en áður. Þá lét hann einnig smíða sér nýja skokka, en þeir voru þannig gerðir, að utan- um kringlótta tréflugu var fest sterk járngjörð, en úr gjörðinni gengu' spengur fjórar upp legginn, sem komu | saman i boga tvær og tv'ær innanfótar og utanfótar. Þar voru á þolinmóðir um hnjáliði, en spengur gengu úr þeim upp um lærin og voru á þær íestir leðurhólkar, sem spentir voru um lærin rríeð Ieðurþvengjum. Enn iágu úr þessu tengsli upp í mittisól. } Innan á spengurnar var svo fóðrað] með járnþynnu. Eigi færri en 10—20 sokkaboli af mismunandi lengd þurfti hann að hafa á hverjum fótlegg, til j að fylla upp í hólka þessa og verjast | sárum. Hækjulaus gengur hann jafn- j an, bn hefir stafprik; þó getur hann } borið sig án þess, en ekki staðið óstuddur. Búskap sinn byrjaði Ásmundur með } einni kú. en hafði um skeið allmikið undir höndum, og þegar flest var: 3 hross, 15—20 nautgripi, 60 sauð- kindur, nokkur svín og um 50 alifugla Á þessum árum kom vestur um haf ölafur Mikael Jónsson, sá, sem fyr er getið. Varð þá með þeim fagnaðar- fundur, Ásmundi og honum. Ásmund- ur gat þá að nokkru launað honum .•elgerðir hans við sig, og léð honum til afnota hálfa bújörð sina. Nú er Olafur þessi fyrir löngu dáinn. Allmiklar skuldir hvíldu á búi Ás- mundar, og að siðustu sá hann sér þann kost vænstan. að selja búland sitt og kvikfénað, og bregða búi. Eftir það hafði hann ofan af fyrir sér með fjárgevmslu og nautgripa á sumrum í 15 ár, og fluttist á þvl tíma- bili til Baldur, sem er þorp í,Argvle. Þar keypti hann húsgrunn, flutti á hann smáhýsi, sem hann átti, og bjó um sig að öðru leyti. Þar átti hann heima í 10 ár. Á því tímabili (\ nóv. 1910) andaðist kona hans Kristbjörg tæpra 83 ára gömul (í. 22. nóv. 1827). Höfðu þau þá verið í hjónabandi i 35 ár, en ekki orðið barna auðið. Hún hafði lagt fram krafta sina, ekki síður en hann, og borið hita og þunga dags- ins. því hún var bæði ötul og dugleg, til verka. Telur Ásmundur það mesta lán sitt, að hafa átt hana að; enda dæmi hennar því nær einstætt, að taka hann að sér svo á sig kominn, sem} hann var. Eftir það seldi hann húseign sina, t-g hefir síðan dvalið hjá þessum mönnum; Andrési Helgasyni bróður- syni sínum, Baldur, Stefáni Péturs- svni, sem var einn þeirra, er óku hon- um vestur yfir Axarfjarðarheiði eft- ir legu hans á Sjáarlandi, Andrési Andréssyni, Birni Andréssyni, Jó- hanni Sigurðsyni, Jónasi Helgasyni og Stefáni Jónssyni, sem allir eru bænd- ur í Argyle. Allir hafa þeir reynst honum hið bezta, og boðið hann jafn- an velkominn á heimili sín. Mörgum öðrum ónefndum á hann mikið að þakka, frá því fyrsta til þess síðasta fyrir velgerðir og stuðning í baráttu hans fyrir lífinu, og biður hann þann, sem þettá ritar, að flytja þeim öllum innilegt þakklæti sitt. Síðustu árin hefir hann talsvert unnið að eldiviðarsögun, þar sem hann hefir verið, og tekið til handar- gagns. Þykir hann enn vera þaríur karl á heimili, hvar sem hann er. Nú síðast hafa kviðslit beggja megin bæzt við það, sem á undan var komið. Eg hefi skrifað þessar línur sökum þess, að eg hygg sögu Ásmundar eiga sér fáa líka. Hún er hvortveggja i senn, harmsaga og saga sigurvinninga Lífsseigja hans hefir verið næsta mik- il, þrautseigja hans og kjarkur óvil- Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf. mr ✓ • .. l • 3c» timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og ai8- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co, ---------------- Limited ------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG andi. Þetta dæmi um fótalausan mann einhentan og genginn úr liði um öxl, sem hefir séð sér farborða með slíkri atorku, er þess vert, að haldið sé á lofti. Hann hefir ekki “gengið heill til skógar”, og hefir þó höggvið skóg. Einnig hefir hann unnið mörg þau verk, sem fullrosknir menn heilfættir og heilhentir telja sér erfið. Hann hefir einnig unnið að slætti með orfi og ljá. sjóróðrum, fjárhirðingu, mokstri, slegið og rakað með vélum, bygt heyhlöss og kornhlöss, jafnvel slegið með kornbindingarvél, sem stjórnað er með 3—4 vogarstöngum, auk þess að hafa stjórn á hestum. Margt fleira hefir hann unnið, sem ekki verður hér talið. Altítt er það í Kanada, að innfæddir menn þar ganga um og biðjast beiningú, hafi þeir mist aðra hönd. Komið hefir það fyrir, að þarlendir menn hafa vísað þeim til Ásmundar til eftir- breytni. Veðuróblíða íslands lék hann hart. en hún hefir einnig stapp- að í hann stáli. Þrautir hans hafa ekki bugað kjark hans né bjartsýni. Hann er trúhneigður, alvörugefinn óg fáskiftinn, en þó fljótur til glaðværð- ar, og ber vel ellina. Út á við hefir hann gert þjóðinni sóma. Ritað i desember 1916. Jónas borbergsson. —Eimreiðin. Frá Blaine, Wash. Þann 13. ágúst siðastliðinn andað ist á Point Roberts, Wash. Ingvar Franklin Goodman. Hann var son- ur þeirra hjóna Ingvars og önnu Goodman á Pt. Roberts. Franklin heitinn var fæddur 7. nóv'. 1902, hann var efnilegur og góður piltur. er því foreldrum hans og öll- um er til hans þektu, söknuðurinn miög sár. Hann var iaröaður í grafreit Pt. Roberts bygðar. Fjöldi fólks fylgdi honum til grafar. Síðastliðinn ágúst andaðist á Pt Roberts, Wash., ekkian Þuríður Ivfagnúsdóttir, Kelly. Hún var fædd í Transtaðshólma, en ólst að nokkru leyti upp þar og á Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. Hún bjó lengi í Króki, og var alþekt á þeim stöðvum fyrir dugnað og skörungsskap. Menn sína báða misti hún þar, hinn fyrra Björn, ætl- aðan úr sömu sveit, hinn siðari Þor- kel ættaðan úr Stokkseyrarhreppi. Bjó hún þar all-lengi eftir það sein ekkja og ól þar upp börn sín. Til Ameríku fór hún fullorðin, og bjó fyrst í Winnipeg, en þaðan flutt- ist hún hingað vestur og dvaldi lengi í Bellingham, Wash., en síðar á Pt. Roberts. Hún dó þar eftir að hafa notið aðhjúkrunar Sigriðar dóttur sinnar. Meðal barna henanr sem á lífi eru, auk Sgríðar sem áður er nefnd, eru tvær dætur í Reykjavík og sonur, Magnús að nafni. sem býr í Holtum í Rangárvallasýslu. • Þuríður heitin var íslenk í anda í orðsins fylstu merkingu. Hún hafði og einkenni þau sem sæma hverri ísl. konu. Hún hafði lifað í þeirri von að fá að sjá landið ástkæra, Island, en svo varð ekki, heldur varð förin til'hin? landsins, framtíðarlandsins eilífa — handan yfir dauðans haf. Hún v'ar um 70 ára að aldri er hún andaðist. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band hér í Blaine, þau Augustus Sigurður Reykdal og ungfrú Olivia Björný Thordarson. Er Augustus sonur þeirra hióna Jóns og Ragnhildar Reykdal. en kona haps er dóttir Sigurðar skósmiðs ThordarSonar og Ingibjargar konu hans. Ungu hjónin búa hér í Blairie. Gefin saman í hjónaband hér í Blaine, þau Hans M. Thorarinson, sonur Magnúsar Thorarinsonar og konu hans og Mrs. Guðbjörg Finns- son, ættuð úr Húnavatnssýslu og ekkja eftir Finn heitinn Finnsson er dó hér fyrir nokkrum árum síðan. — Þau hjón eru búsett hér. Sig. Ólafsson. Börnin safna $2,000 virði. Tvö þúsund dala virði af dagblöð- um komu skólabörnin með á fjórum mánuðum, marz apríl, maí og júní. Eru foreldrar eggjaðir á að hvetja born sín til þess að safna saman öíl- um blöðurr. sem þau geta. Pening- arnir renna í Rauðakrosssjóðinn. óeirðir í Kína. Forsetinn í Kína heitir Feng Kwa-Chang. Fyrra þriðjudag gaf hann út þrjár skipanir allmerkilegar 1. stofnun þjóðnefndar, 2. kosningar til þings og 3. að Dr. Sun Yat San ÓVANALEG Loðfata-Sala með 25-35% afslætti frá vanalegu söluverði Hudson Seal yfirhöfn— vanalega $200, fyrir .. $15# Hudson Seal yfirhöfn— vanal. $300, fyrir.$200 Svört tóuskinna “sets”— vanal. $125, fyrir.......$76 Cross Fox Sets— vanal. $150, fyrir.......$95 Taupe Wolf Sets— vanal. $75, /fyrir ....... $50 Beaver Muffs sem vanal. seljast á $40. fyrir .... $25 Red Fox Sets—vanalega seld á $90, fyrir ...... $70 $40 til $50 “Black Wolf Sets”, falleg, löng, silki áferð, vel loðin. 50 klæðis yfirhafnir — sýnis- horn umboðsmanna, fyrir $12.50 Lítil niðurborgun á einbverjum hlut faes' geymdur f>ar til þér eruð til- búin að taka hann. Orðtœki vort: „Minni ágóði, meiri verzlun". Ábyrgðvor fjlgir vörunni DOUGLAS & CO. # Sem búa til beztu loðföt 372 PORTAGE AVE. WINNIPEG skyldi tekinn fastur og honum hegnt. En eins og menn muna var Dr. Sa» einn aðalmaður þeirra, sem uppreist- ina gerðu í Suður Kína. Sömuleiðis skipaði forsetinn að taka fasta alla félaga hans, þar á meðal alt þingið í Canton. Hvert fylki á að kjósa 5 menn eða fulltrúa í þjóðnefndina og á hún að koma saman í Peking innan mánaðar og endurskoða kosningar- lögin; en þingið á að koma saman innan tíu mánaða. Verk þjóðnefnd- arinnar er ekki annað en endurskoí- un kosningalaganna. i > 8 O L S K 1 N ir eigin samvizku. 1846 var hann kosinn á sambandsþúngið og þá var að byrja afarmikið æsingamál. Á þeim dögum var verzlað með fólk eins og aðra vöru, helzt svertingja; og fólkið sem selt var og keypt voru kallaðir þrælar. Vissir auðmenn áttu heila hópa af þrælum^ sem þeir létu vinna fyrir sig. Jlessu vildu góðir menn á þingi breyta og afnema þrælahaldið. Lincoln greiddi undir eins atkvæði með þeim og vann á móti þræla- haldinu. Flokkurinn sem barðist fyrir því að frelsa þrælanc var stofnaður u'ti 1354 • g kal aðvr sa.-n- veldisflokkur (Republicans). « Lincoln varð bráðlega leiðtogi þessa flokks. síðan reyndi hann að komast í efri deild þingsiná, en náði ekki kosningu. Árið 1860 var hann útnefndur fyrir forseta NL8KIN t Bandaríkjanna á stjórnflokksþingi í Chicago og helzta málið sem þá var barist um var þrælahald- ið. prír aðrir menn vildu verða forsetar þá, en Lincoln fékk flest atkvæði við útnefninguna og var svo kosinn. Lincoln tók við forseta embætti 4. marz 1861. pá vissu þrælasölumennimir að hann mundi gera eitthvað og þeim var illa við. ]?að var í suður- ríkjunum, sem þrælahaldið átti sér stað. Ellefu ríki sögðu sig tafarlaust úr sambandi Bandaríkj- anna. Fyrsta janúar 1863 lýsti Lincoln því yfir að allir þrælar í uppreistarríkjunum væru frjálsir menn og baráttan hélt áfram. Árið 1864 var hann aftur kosinn forseti. præl^ríkin mynduðu hjá sér stjóm; þau kölluðu sig hin “Sameinuðu ríki í Vesturheimi” og kusu forseta sem hét Jefferson Davis. Fyrstu ríkin sem uppreistina gerðu voru Suður Karolina,, Georgia, Albama, Florida, Mississippi, Louisiana og Texas. pegar fréttimar bárust heim til Eng- lands um það að Lincoln hefði afnumið þrælahald- ið, þá gerðu menn gys að því og hlógu að bama- skap hans. En Lincoln fór sínu fram. Stríðið varð svo á milli Suðurríkjanna og Norðurríkjanna; er það venjulega nefnt þræla- stríðið. pað endaði í apríl 1865 og þrælahalds rík- in töpuðu. Abraham Lincoln var því maðurinn sem lét hætta að verzla með fólk í Bandaríkjun- um. Hann er því einn allra merkasti maður sem heimurinn hefir átt. Lincoln kvæntist árið 1842; kona hans hét Mary Todd og þau áttu saman fjögur börn. Abraham Lincoln var einkennilegur að mörgu levti, bæði í sjón og reynd. Hann var fjarska ó- fríður maður, sex fet og fjórir þumlungar á hæð en ósköp grannur, miór um axlimar, lotinn í herðum og ófríður. Hann var gráeygður, með mikið og hrafnsvart hár. En þó hann væri svona ófríður var hann skemtilegur og öllum sem kynt- ust honum þótti vænt um hann. Lincoln sagði að móðir sín hefði kent sér þrent. sem hann hafði haldið trúlega: pað var að bragða aldrei áfengi: blóta aldrei og segia aldrei vísvitandi ósatt. Hann neytti aldrei tóbaks í neinni mvnd. Lincoln hugsaði altaf vel um öll mál; skanaði sér á þeim sína eiVin skoðun eftir beztu sannfær- ingu og hélt svo fram þeirri hlið sem hann áleit að vfpri rétt og á móti hinni hver sem í hlut átti. LincoV kunni iafn vel við sig í hva*a stöðu og hvaða félagsskap sem var; hann var jafn glað- ur og ánægður í félagi skógarhöggsmanna, fiski- manna og annara starfsmanna, eins og hann var í félagi hinna fínu, háu og voldugu. 14. apríl 1865 fór Lincoln ásamt konu sinni og tveimur vinum sínum inn á Ford leikhúsið í 10. götu í Washington; þar læddist að honum maður sem hét Joe Wilkes Booth og skaut hann í höfuðið. Hann var fluttur þangað sem hann var fæddur og dó í sama húsinu næsta dag. pessi maður, sem myrti hann var fenginn til þess af þrælahaldsmönnum, sem altaf voru reiðir vii Lincoln. f Lincoln skemtigarðinum í Chicago er helj- ar mikil mynd af honum, þar sem hann situr á stóli og svertingjarnir sem hann frelsaði falla á kné í kring um hann og þakka honum fyrir frelsið; miklu víðar eru merkilegar myndir af Abraham Lincoln, hann er nokkurs konar dýrðlingur Banda- ríkja þjóðarinnar og jafnvel alls heimsins. Hann flutti sólskin inn í sálir hinna þrælkuðu manna; hann flutti sólskin inn á þingið í Bandaríkjunum; hann flutti sólskin einni stærstu og> voldugustu þjóð heimsins og helzt þeim sem undirokaðir voru. Hann var sjálfur sólskin fyrir allan heim. Um slíka menn er skemtilegt fyrir sólskins- börn að lesa og myndir af þess konar mönnum þykir sólskinsbörnunum gaman að skoða. Sólskin- Hvort sem hugur þinn liggur um lönd eða höf, gefðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. — Klappa blíðlega á barnskoll og brostu þeim inót, sem að harmana hylja við hjarta síns rót. pað er samhygðar sólskin, er sæld veitir mest, það er lang-fagrast ljósið og lífsyndið bezit. Sérhvert sann-kærleiks atlot og sann-ástar hc'l, er vort eilífa lífið og almeina bót. Hvert sem leiðin þí;i liggur, þá líttu æ hýr,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.