Lögberg - 11.10.1917, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.10.1917, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1917 5 CANADA Kaup verdup hid sama. Allir þeir, sern skyldaðir verða til her- þjónustu, fá sama kaup og þeir sem þeg- ar hafa gengið 1 herinn. Canada-hermenn fá frá $ 1.1 0 til $1.50 á dag, og máltíðir og föt ókeypis ásamt húsnœði og ferðakostnað. Herskyldaðir menn geta og fengið pen- ingahjálp til handa þeim sem þeir þurfa fyrir að sjá alveg eins og hinir hermenn- irnir. Gcfið út af The Military Service Council. um vér engan annan kost nærri en þann a?5 kveðja þetta land og skilja hér eftir sem minnismerki vor verk vor og störf og svitadropa; yfirgefa þá blómlegu akra og þau friðsömu býli, sem vér höfum ræktaö og bygt, komandi kynslóöum til blessunar. AtkvæSissviftur Pólverji. Rostern 29. sept. 1917. Nýir straumar. i. Straumar liggja aö landi okkar, heitir og kaldir. Aörir koma noröan úr heimsskauli, en hinir sunnan frá miöju jarðar. Svo segja fróöir menn, aö straumar þessir ráöi hér mestu um veöráttu og árferði. og aö okkur muni sköpuð náttúrukjör allfjarri í hinum hvikulu reginhöfum og loft- sölum. -----Mannkynið er sem útsærinn, eitt og óskift, og brýtur æ meir öll fjöll, er þaö hafa skilið. Allir stór- viðburðir, sem verða hjá einni þjóð- inni, vekja öldugang um heim allan. Allar andlegar hreyfingar, sem þrótt eiga og sannleiksgildi. veröa með tím- anum að straumum í mannhafinu, snerta allar þjóöir -og valda veðra- brigöum í sögunni. Flestir þekkja hafstraumana- sem að landinu liggja. En hitt hafa menn síður athugað, að mannlífið sjálft, lifnaðarhættir og hugsunarhættir og öll okkar starfsemi, mótast mjög af andlegum straumum utan úr heimi. Að vísu stöndum vér íslendingar utarlega i mannhafinu. En það sést, ef sagan er rakin, aö erlendir straum- ar hafa mestum brigöum valdið í þjóðlífinu. Erlend alda bar hingað kristnina. Ætla mætti að Sturlunga-öldin hér væri nokkurs konar bergmál norsku deilunnar um konungsstólinn. Það getur veriö ein af orsököum hennar. Þá voru kirkjuveldið, siðbótin, kon- ungsvaldskúgunin og einokunin bein- ar afleiðingar af heimsskoðunum og menningarstefnum, sem drotnuðu uni alla álfuna, hver á sínum tíma. Dögunin í þjóðlífi okkar var einn- ig erlendum áhrifum að þakka. Allir endurbótamenn okkar vöknuðu er- lendis og fylgdu heimsskoðun og stjórnmálastefnu síns tíma. Nægir þar að benda á Magnús Stephensen, með skynsemistrú og almenna nyt- semdarkenning 18. aldar, og Fjölnis- menn, þrungna af aldmóði rómantísku stefnunnar og þjóðernisrækt sinna tíma. II. Ef vér viljum skygnast að framtíð þjóðar okkar, verðum við að lita út yfír pollinn, að þeim menningar- Iireyfingum. scm mest ber á í nútíð og nánustu fortíð. Nítjánda öldin var áld hinnar frjálsu samkcpni og enstaklings- frelsis. Saga hennar er sagan um það, hvernig einkaréttur varð að víkja fyrir almennum rétti, og lög- höft fyrir einstaklingsfrelsi. Undir- 'FAR VEL MEÐ TENNURNAR' Eitrið frá skemdum tönnum eyðileggur góða heilsu. VÆU ERUM SÆRFRÆDIN- GAR I ALI.S- KONAR TAXS- ÞEIÍNINGU. AI/T ER GERT EINS SARSAUKA IilTIí) OG MÖGULEGT ER Ef þér komitS inn f tannlækninga-stofu vora, þá sannfærist þér um aö alt er bjá oss samkvæmt allra nýjustu atSferCinni; vér notum aCeins nýjustu áhöld. SkoCun og áætlanlr ökeypis þegar entthvaC er gert. Ábyrgst aC fðlk sé ánægt. Garry 3030—„HINN VARFÆRNI TANNI.ÆNIR”—Garry 3030 i\ I17I7I7DI7V Iloml Logan og Main 1/r. V). \J. JM'rilll I , Inngangnr á Logan. 'FAR VEL MEÐ TENNURNAR' sýndi fram á hversu mikið vér hér hefðum fyrir að þakka þegar tillit væri tekið til þeirra hörmunga sem dyndu yfir önnur lönd. W. H. Paulson þingmaður og Capt. Dr. Baldur Olson töluðu þar einnig og hafði ekki gleymt þeirri list að láta aheyrendur sína hlægia. Lögberg hefir ekki getað náð í rit- gerð Miss Jackson né ræðu Dr. Brand- sonar, en v^nast til að fá það síðar. Samkoman var hin skemtilegasta i alla staði og afar fjölsótt. III. Skjaldborgar söfnuður hélt þakk- lætis hátíð á mánudaginn. Söfnuð- urinn v'ar að því kominn að leggjast niður vegna prestslcysis, en er nú tekinn til að starfa með fullu fjöri og nýj.um vonum. Séra R. Marteins- son hefir tekið að sér prestsstörf þar í vetur. Guðmundur Johnson stýrði samkomunni, flutti þakklætísræðu og las upp langt og fagurt kvæði eftir séra Valdimar Briem. Pálmaso nog Miss Halldórsson sungu tvísöng. Miss Eiríkssin sagði fram fallegt kvæði eftir Pál Jónsson skáld. GunnlaUgur Jóahnnsson og Sig. Júl. Jóhannesson tluttu stuttar ræður og að skemtun- um afstöðnum voru bornar fram veit- ingar. Hátiðin var vel sótt og fór Oss vantar Islenzka menn og konnr t'il aC læra rakara iCn. Par eð hundr- uC af þessa lands rökurum verCa aC hætta þeirri vinnu oe fara I herlnn, þeir verCa herskyldaCir. Nú er bezti tlminn fyrir Þig aC læra góCa iCn, og komast I vel borgaCa stöCu. Vér borgnni yður gott kanp 6. meCan þér eruC aC læra. og útvegum yCur beztu stöCu eftir aC þér eruC búnir, þetta frá $18.00 til $25.00 á viku. Eins getum vér hjálpaC yCur til aC byrja fyrir sjálfan yCur, meC mánaCar af- 'aorgun; aCeins 8 vikur til náms. — HundruC Islendinga hafa lært rakara iCn á skóla vorum og hafa nú gott kaup, eða hafa sínar eigin rakara stofur. SpariC járnbrautarfar meC því aC ganga -á næsta skóla viC yCar bygCarlag. SlcrifiC eCa komiC efttr ókeypis bók. HeinphiIIs Barlier Collesre 220 Pacific Ave., Winnipeg. Útibú í Regina, Moose Jaw, og Saskatoon. — Vér kennum lfka slm- ritun, hreyfivéla-iCn, og aC gera upp hár kvenna, I skóla vorum aC 208 Pacific Ave., Winnipeg. CANAIMd FINESt TMEAT®t ALLA ÞESSA VIKU Eftirmiðdagskikur miðvikudag og laugardag Pollyanna okuðu þjóðirnar risa undan oki yfir- þjóðanna, til þess at) geta barist óháð- ar til vegs og gengis. Einkaréttur konunga og æðri stétta, til að ráða landslögunt, er afmáður, og völdin fengin alþjóð manna. Einkaréttur til atvinnu á að ltverfa, en fult athafnafrelsi að ráða. Og öllu öðru fremur á einkaréttur vissra skoðana og kenninga, yfir hugum manna og máli. að hverfa úr sögunni. Allir eiga að fá leyfi til að hugsa, tala og rita eftir sínu viti, svo að alt mannvit geti barist friálsri samkepni, og hver leitnð sannleikans á sinni götu. Framh. —Réttur. „Snorri Sturluson'* heitir félag, sem stofnað var í sumar hér í borginni. Stot'nendur voru nokkrir ungir Islendingar. Markmið þess er að æfa félaga í að rita og !ala á góðri íslenzku um þjóðernis- inál íslendinga og ýms v'elferðar mM, og hafa félagar til skittins framsögn þeim málum á hvcrjum málfund!. sem eru einu sinni í viku. Féiagið heldur blað. er það netnir “Huginn' og biriir í því ritsmíðar félagsmanna. svo sem ritgerðir, kvæði og sögur o. s. frv., og er ekki ólík’egt að eitthvað af því komi fvrir almenning sífar Hver, sem sækir um inntöku í félagið ■ændir eitthvað frumsamið sem inn- tökuskilyrði. Eftir því hvernig það er af hendi leyst, greiða félagar at- kvæði um innsækjanda. Iðgjöld til íélagsins eru engin, sem stafar aðal- lega af því að skólaráð Jóns Bjarna- sonar skóla hefir góðfúslega léð fé- laginu húsnæði endurgjaldslaust. Og þar sem um þjóðræknisviðleitni er að ræða hjá félaginu, er það sann- arlega þakklætis vert af nefndinni. Nú um langan tíma hefir ekkert fé- 'ag verið til meðal Islendinga. sem stafað hefir í sömu átt. Það ’ er engum vafa bundið, að félag með þessu áformi er nauðsynlegt hér vest- an hafs, þar sem svo miklir erfið- leikar eru á viðhaldi íslenzks þjóð- ernis og tungu, og væri óskandi að það ætti langa og góða framtíð fyrir höndum. Bitar. Þegar bað var látið berast út frá Dttawa að stjórnin væri að hugsa um að banna áfengisgerð úr korni, gat einhver þess til að það væri aðeins kurteis bending til eiturbirlaranna um það að beim væri varlegra aö leggja fram nokkur hundruð dali í kosninga- sjóð, ef þeir ættu að fá að halda á- fram að breyta vistum landsins á stríðstima í eitur handa þjóðinni. — Sjálfsagt er þetta ekki annað en ill- girni. Góða skýringu fengu menn í síð- ustu Heimsk.; mörgum hefir fundist, sem einhver annar en ritstjórinn skrifaði sumar hinar svokölluðu rit- stjórnargreinar. og kom sönnun þess í vikunni sem leið. Ritstjórinn segir þar frá þvi hreinskilnislega að heil- inn sem á bak við blaðið vinni sé ekki hjá sér heldur öðrum; hann sé ekk- ert nema rnunnur, eins og ritstjórar eigi að v'era, og er hann ergilegur yfir því að ritstjóri Lögbergs skuli ekki vera eins. \ Glaðar stundir | >!♦+++♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦ I. Stúkan Sknld hélt afmælishátíð sína nýlega eins og frá var ksýrt. Yar þar glatt á hjalla og hátíðabrag- tu á öllu. Gunnlaugur Jóhannsson skrifari stúkunnar stýrði samkom- unni, sem var afar fjölmenn og vel vönduð. Pétur Fjeldsted, Mrs, P. Dalman og Miss E. Thorwaldson >.ungu einsöngva. Miss Fjeldsted og Miss Johnson sögðu fram viðeigandi efni óg fleira var þar af bezta tagi í þeirri grein. En aðalræðuna flutti •éra B. B. Jónsson. Stúkan S'kuld hafði látið skrautrita og setja í ramma nöfn allra þeirra sem farið höfðu í herinn þaðan og afhjúpaði séra Björn bað við þetta tækifæri. Ræðan v'ar undur fögur og vel fram sett; vér treystum oss satt að segja ekki lil bess að rita efni hennar vegna þ.ess að vér skrifuðum ekki niður bráðinn - -úr henni og mundi hún stórkost- lega tapa sér í meðterðinni, en vér munum reyna að fá ræðuna síðar í heilu líki, þótt hún væri flutt alveg blaðalaust. Vér erum ekki sérlega hrifinn af almennum hernaðarræð- um, en þessi ræða var alveg sérstök t sinni röð, einkunt að fegurð og hjartnæmi. Það er ekkert vafamál að áheyrendur fóru af fundi betri menn eftir að hafa hlustað á slíka ræðu. — Séra Rúnólfur Marteinsson flutti aðra ræðu og mintist bindindisstarf- seminnar alment og starfsemi stúkn- anna íslenzku sérstaklega. Nokkrir ttngir menn bættust í hópinn á fund- inum og þegar skemtun var lokið voru fram bornar rausnarlegar veit- tngar, skemti fólk sér lengi við sam- ræður og gleði. Stúkan Skuld hefir aldrei átt fegri framtíð né bjartari en einmitt nú; aldrei verið fjölmennari og aldrei betu stödd fjárhagslega. Fólk er tekið inn á hverjum fundi og er eng- ínn piparmeyjar bragur á stúkunni þótt hún sé komin undir þrítugt. i II- Þakklætishátíð fór fram i kirkju Fyrsta lút. safnaðar á mánudaginn. Hófst hún kl. 7 með stuttri guðs- þjónustu, bænum og sálmasöng, og að því búnu var farið niður i sam- kvæmissalinn, sem v’ar skreyttur fjölda flagga. Salurinn var troðfull- ur af fólki og gleðisvipur á hverju andliti. Skemtunin hófst með því að prestur safnaðarins, séra .B B. Jóns- son bauð gestina velkomna. en að því búnu var skemt á ýmsan hátt. Þær Fjóla Johnosn og Violet Johnston léku á fiðlu, en Conrad Dalman á “Cello”. Mrs. S. K. Hall söng ein- söng en David Jónasson, Miss E. 'Phorvaldson og H. Thorolfson sungu jirísöng. Allir viðstaddir sungu ís- lenzka söngva á milli þess sem hinir ákveðnu skemtendur komu fram. Miss Þorstina Jackson las fróðlega ritgerð og merkilega, þar sem sagð- ur var útdráttur úr bókinni “A Man without a Country”, en Dr. B. J. Brandson forseti safnaðarins flutti ræðu um ástandið í heiminum, sér- staklega í sambandi við striðið og ágætlega fram; eru nú Skjaldborgar- menn í óða önn að búa sig undir af- dráttarlaust vetrarstarf. Sokkarnir sem gefnir voru til ís- Iendingadagsins voru 37 alls. Þar af voru 7 til einstakra hermanna; 3 fóru fyrir verðlaun og voru boðnir upp til sölu; 14 voru afhentir Jóns Sigurðs- scnar félagir.u en 13 fóru til 223. her- deildarinnar. Tvisvar á dag. kl. 2.30 og 8.30 Mjög hrífandi myndasýning; ein sú mesta er sýnd hefir verið The Lone Wolf Síðasta meistaraverk Herberts Brenon Aðalpersónur: Hazel Dawn og Verð. Að kv’eldinu 25c og 55c Eftirmiðdag 25c Vasntanlegt Albert Brown í “The Love of a King” Húðir, Ull m Og ... . LODSKINN Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðs!u og harsta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. 8 IðtlKIN þai sem sárdöpuv sorgin í sinninu býr. Sérhvert hugtak og handtak, sé hlýlegt og þýtt. Sérhvert orðtak og andtak, sé ástlegt og blítf. J7að er margt sem að mæðir þá mótlætis sál, sem alt finst sér ögri, sem óslíðrað stál. Hér er heimsauðn svo helköld sem hafíssins gljá þeim, sem allslausir æðrast og engin ráð sjá. Hvert sem leiðin þin liggur, þá legðu þeim ráð, sem að dauðvona dreýmir um drottins síns náð. Gef þeim huga þinn heilan að hefja sinn þrótt. Gef þeim söng þinnar sálar að syngja burt nótt. Sérhvert vinarorð vermir sem vorsólarljós. Sérhver greiði og góðvild er gæfunnar rós. — Hvort sem leiðin þín liggur um lönd eða höf, gefðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. J/orsteinn p. porsteinsson. SÓLSKIN Nú er þetta litla blað að byrja þriðja árið. pegar það var ársgamalt fór það í ný föt og stækkaði. Nú hefir það fengið sér nýjan hatt á afmsélisdaginn sinn og nýtt andlit gleðibrosandi og sólskinslegt. Blaðið gat ekki hugasð sér neina afmælisveizlu betur viðeigandi en þá að koma fram fyrir ykkur, bömin góð, með geislandi sól og brosandi bams- andlitum. petta höfuð og þetta andlit með hattinn og öllu saman hefir p. p. porsteinsson búið til og er Sólskin honum sérlega þakklátt fyrir; og það er víst að mörg börn muna eftir p. p. p. lengi, lengi íyrir þessa sólskinsmynd. Hann hefir líka búið til fallega kvæðið sem kemur í þessu blaði. Sólskin hefir gengist fyrir því að undanfömu að safna peningum fyrir gömlu bömin á Gamal- menna heimilinu og hafa ungu börnin verið þar svo frábærilega dugleg að aldrei var búist við eins miklu. pau eru enn þá að senda peninga og verð- ur haldið áfram að birta nöfnin og uphæðimar í Sólskini. pað þótti samt eiga illa við að eyða af- mælisblaðinu til þess og verða þeim mun fleiri nöfn í næsta blaði. Sólskin er orðið svo vinsælt að bömin íslenzku hérna í Vesturheimi mundu sakna þess ef það hætti að vera til; en þeim skal lofað því og það loforð skal haldið að á meðan sami ritstjóri er við Lögberg sem nú er, verður Sólskin gefið út líka. Börnin hafa sent fjölda mörg bréf með gjafalistunum, sem enn hafa ekki komið, en mörg af þeim eru svo falleg og skemtileg að þau birtast smátt og smátt, og biður Lögberg börnin að halda áfram að skrifa því bréf. öll börn eru glöð á afmælisdaginn sinn, þegar þau fá einhverja afma-lisgiöf; Sólskin er glatt með nýja hattinn sinn og það langar til að öll börn geti verið glöð; það langar til þess að geta flutt sólskin inn á hvert heimili; inn í hverja bamssál og alstaðar þar sem það komur. Ef börnin eiga sólskin í sál sinni, þá má sjá það á þeim. Hveraig haldið þið að það sé hægt? pað sést á svipnum, heyrist á málrómnum og finst í viðmótinu. pegar bömin brosa glaðlega stafar út frá þeim sólskin; þegar þau gretta sig og skæla og eru óþekk, þá gera þau nyrkur eða skugga. Góð böm eru sjálf sólskin heima hjá sér, úti á götunum; í skólanum og alstaðar. í fyrstu línu i kvæðmu “Sólskin” hefir mis- prentast “Hvort sem hugur þinn liggur”, en átti að vera “Hvort sem leiðin þm liggur” o. s. frv. Abraham Lincoln. pið hafið öll heyht talað um Abraham Lincoln forseta Bandaríkjanna. pið hafið öll heyrt hann talinn meðal allra mestu manna heimsins. Hann var ýkjulaust að mörgu leyti merkilegasti maður- inn sem lifað hefir í merkilegasta landi heimsins — Bandaríkjunum. Hann var 16. forsetinn í röðinni. Sólskin álítur það góða afmælisgjöf að flytja mynd af þessum manni; því þegar unglingar lesa sög.u mikilla manna og góðra þá vaknar hjá þeim löngun til þess að verða sjálf mikil og góð þegar þau stækka. “Eg vildi að eg gæti orðið svona mik- ill maður og svona góður maður”, hugsa drengir þegar þeir lesa um Jón Sigurðsson, Abraham Lin- coln og fleiri menn sem hafa skarað fram úr. Og það er sannreynt að margir hafa orðið miklir menn fyrir það að lesa bók um einhvem mikinn mann. pað er t. d. sagt að einmitt Abra- ham Lincolm hafi lært að verða mikill maður af því að lesa æfisögu Benjamíns Franklíns. pað er alveg víst að margir íslenzkir drengir hafa orðið miklir menn fyrir það að þeir lásu söguna af Jóni Sigurðssyni. pað eru ekki alt af drengimir sem eiga rika foreldra, sem verða miklir menn; margir allra- mestu menn heimsins hafa verið eins fátækir og fátækustu íslenzku piltarnir hérna. íslenzku pilt- arnir eiga hrausta forfeður; þeir eru komnir frá landi sem á heilsugóða og gáfaða þjóð, og það er margsannað að þjóðernið og ættirnar hafa áhrif á fólk. íslenzku drengirnir okkar hér í landi geta komist eins langt og nokkrir aðrir menn: Vilhjálm- ur Stefánsson var íslenzkur drengur, bláfátækur; Thos. H. Johnson var ízlenzkur drengur og þið sjá- ið hvemig þessir menn hafa komist áfram. pið getið komist eins áfram í einhverju. Abraham Lincoln var fæddur 12. febrúar 1809 í Hodgensville (Hákonarbæ) í Kentucky. Faðir hans hét Thomas og Móðir hans Nancy; þau vom fcæði frá ríkinu Virginia. pau fluttu til Indíana 1816. Foreldrar Lincolns voru svo fátæk að þau gátu ekki kostað hann í skóla nema eitt ár. Hann fór að vinna þegar hann var 12 ára og vann mikið við skógarhögg. Hann var hjá foreldrum sínum þangað til 1830, þá fluttu þau til Illinois og hjálp- aði hann til að byggia biálkakofa þar sem þau settust að. Hann klauf 300 staura á dag með öðr- um manni og var af þvi kallaður Abraham staurakljúfur (Rail splitter). pegar Lincoln stálpaðist fékk hann léðar lög- fræðis bækur, því hann langaði til að læra lög, en var svo fátækur að hann gat ekki keypt þær. Loksins varð hann svo löglærður að hann fékk leyfi til að reka lögmannsstörf. Hann byrjaði snemma á því að taka þátt í stjórnmálum; hann sótti um þingmensku 1832 og tapaði; sótti hann þá aftur þegar næst var tæki- færi en tapaði þá líka. En Lincoln var ekki á því að hætta, hann varðaði ekkert um það hvað oft hann tapaði, hann ætlaði sár að halda áfram þang- að til hann ynni hvenær sem það yrði, ef hann yrði ekki dauður áður. Og svo vann hann í þriðia skifti pegar Lincoln var að sækja um kosningar og var kosinn var hann i bættum. heimatilbúnum vað- málsbuxum. pegar hann kom á þing kvað mikið að honum og það var auðséð að hann ætlaði ekki að láta aðra menn leiða sig í gönur, heldur breyta eft-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.