Lögberg


Lögberg - 18.10.1917, Qupperneq 3

Lögberg - 18.10.1917, Qupperneq 3
Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. VII. KAPÍTULI. Krafa hr. Carltons. Stuttur tími leið, ein eða tvær vikur, og sú hreyfing sem dauði frú Crane framleiddi, var að að hverfa. Engar uppgötvanir höfðu átt sér stað, engin upplýsing fengist um hver hún var eða hvað hún var; engin upplýsing var heldur fengin um hinn dularfulla dauða hennar. pað getur verið að lögreglan hafi ekki verið eins dugleg og aðgætin til að rannsaka þetta málefni, og hún hefði getað verið; en það voru engir syrgjandi, eftirlifandi ættingjar, sem hvöttu hana til þess; engin borgun boðin fyrir að gera tilraunir með uppgötvanir, og það leit út fyrir að þessi vesalings unga kona, sem var komin til South Wennock á svo undarlegan hátt, vinalaus og óþekt að því er séð varð, myndi halda áfram að vera óþekt. Alt gekk sinn vanalega gang á heimili Ches- neys kapteins; en þau gengu á móti þeim mála- lokum, sem ekkert þeirra er þar voru dreymdi um. Kapteininum batnaði ekki; af eigin óforsjálni sló honum niður aftur, svo hann varð enn að dvelja í herbergi sínu. Sorgarborðann var búið að láta um hattinn, hans, fyrir ungu greifainnuna af Oakburn en hann hafði enn ekki látið hann á höfuð sitt, og Jana Chesney var orðin all hnuggin yfir reikning- unum, sem sendir voru heim fyrir efnið í sorgar- búninginn handa henni og systrum hennar. óvið- feldna vinnukonan Rhode var farin, og Judith Ford komin í stað hennar. Að svo miklu leyti var alt gott. En það var nú ekki heildin. Veiki Chesneys gaf Carlton tækifæri til að koma oítar en annars hefði orðið. Hinn síngjarni sjúklingur eignaði umhyggjusemi læknisins hinar tíðu komur hans, og var ánægður yfir því hve góð- an lækni hann hefði. Jana efaðist lítið um að þess- ar tvær daglegu heimsóknir—önnur stutt á morgn ana, þegar hann byrjaði göngu sína til að vitja sjúklinganna, og hin langa á kveldin þegar talað var saman um eitt og annað — væru gerðar í góðu og heiðarlegu skyni; og þar eð hún sá ekki fleiri merki til aðfinsluverðs kunningsskapar milli lækn- isins og systur sinnar, vonaði hún að alt væri rétt og örugt. Carlton og Laura gátu samt átt mörg augna- samtöl, án þess Jana tæki eftir því. Eitt sinn gat Carlton sagt henni að tíminn til að tala við föður hennar væri kominn. Faðir hans, sem hafði verið — að hann sagði allkjamyrtur — slæmur faðir við hann í mörg ár; sem alt af hafði daufheyrst við öllum bendingum um hugsanlega giftingu Carl- tons, sem aldrei gat þolað að í hans nærveru væri minst á slíkan mögulegleika, og hótaði jafnvel að bölva honum í sand og ösku, ef hann heitbindi sig, hafði nú snúið sér að gagnstæðri hlið. Ekkert getur eins fljótt snúið slæmum eða áhyggjulaus- um mönnum til að hugsa skynsamlega, eins og snögg veiki, sem kastar þeim í bólið og bendir þeim á gröfina. Slík veiki réðist á hinn eldri Carlton, og hún hefir máske orsakað, að hann breytti fram- komu sinni. Ein áhrif hafði hún opinberlega: að hann sættist við soninn. Frá heimili sínu í einni af austurdeildum Londonar, fallegu húsi í ljótri deild, þar sem hann lá, að hann hélt, dauðvona, sendi hann símrit til sonar síns í South Wenock, og bað hann að koma til sín, eins og lesarinn hefir þegar heyrt, og þó að hættan væri í það skifti af- staðin, voru þó nokkur af hinum iðrandi áhrifum hennar eftir. Hr. Carlton bað nú son sinn að hraða sér að gifta sig, og sagði að það myndi auka stöð- uglyndi hans og staðfestu, og sendi honum um leið stóra upphæð til að búa hús sitt þarmig út, að hann gæti sjálfur tekið á móti konu sinni. Peningarnir voru mjög velkomnir til yngri Carltons; enginn nema hann sjálfur vissi hve erfitt hann hafði átt. Hann borgaði nokkuð af skuldum sínum með sumum þeirra, og hinu varði hann sam- Kvæmt ákvörðuninni — að skreyta og prýða hús sitt að innan. Margir nýir og dýrir húsmunir voru keyptir, og hr. Carlton hlífði sér ekki við neinni fyrirhöfn né spamaði peninga, til að gera alt sem þægilogast fyrir þá stúlku, sem hann elskaði svo innilega, Lauru Chesney. Honum kom alls ekki til hugar að sér yrði neitað. Mótstöðu í byrjuninni bjóst hann við að verða að mæta; því Laura hafði sagt honum hve kröfurík fjölskylda sín væri í tilliti til ætternis, og Carlton hafði enga göfuga heldri menn á að benda í ætt sinni; hann vissi naumast hvert gildi það hafði. En ef að Laura væri af heldra fólki komin, þá átti hann gott heimili og góða at- vinnu, sem alt af fór vaxandi, og von á talsverðum peningum við dauða föður síns, og maður verður að afsaka það, að hann áleit að slíkt væri meðmæli við Chesney kaptein. pegar Carlton áformaði eitthvað, var það hið sama og að framkvæma þ'að. Hann gat ekki biðið og látið tímann ráða; það sem honum datt í hug að vilja fá, varð hann að fá strax. pessi siður, að breyta eftir áhrifum, hafði kostað hann mikið á æfi hans, og mundi ef til vill gera það enn þá. Hann gerði eins og hann hafði ákveðið. Hann talaði djarflega og bað Chesney um Lauru dótt- or hans. ' Tilraunin var gerð, þegar Jana og Laura voru eitt sinn fjarverandi. Carlton hafði grun um að Jana mundi vera sér andvíg, og Laura hafði líka sagt honum það; þess vegna áleit hann réttast að tala, þegar hún var fjarverandi. Ef samþykt kapteinsins fengist, þá gat hann hlegið að ungfrú LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1917 3 Chesney. Hann hafði heimsótt Chesney um morg- uninn og hélt svo áfram upp Bakkann til að líta eftir fleiri sjúklingum; en það tók ekki langan tíma, þegar hann kom aftur, sá hann systurnar ganga út um garðshliðið áleiðis til bæjarins í svörfu silkikjólunum sínum. pær sáu hann ekki. hann hugsaði sig um í fáeinar sekúndur og gekk svo beina leið inn. Lucy kom fram í dyrnar á samkomusalnum og leit út, þegar hann gekk inn í íorstofuna, og hann gekk inn í salinn til hennar meðan Pompey fór upp til að spyrja kapteininn, hvort hann vildi veita Carlton fárra mínútna prí- vat samtal. “Dragið þér myndir?” spurði Carlton, þegar hann sá áhöldin til þess liggja dreifð á borðinu. “Já”, svaraði Lucy; “mér þykir svo gaman að draga upp myndir einkum af landslagi. Jana dregur upp svo fallegar myndir; hún leiðbeinir mér. Lauru þykir hljóðfærasöngur skemtilegast- ur. Sko, eg á að setja skugga í þessar trjámyndir á meðan Jana er í burtu; hún sagði mér að gera það”. “per verðið ekki hálfbúnar”, sagði Carlton um leið og hann leit á myndina, sem Lucy vann að mjög iðin. “Yður langar til að hlaupa burt og leika yður, löngu fyr en hún er hálfbúin”, “Mig kanske langi til þess; en eg skal ekki gera það. Eg vil ekki vera óhlýðin við Jönu. Auk þess er það skylda mín að verá iðin við nám mitt”. “Gerið þér ávalt skyldu yðar?” spurði lækn- irinn brosandi. “Eg er hrædd um að eg geri það ekki alt af. En eg kosta kapps um að gera það. Hr. Carlton, mig langar að spyrja yður um nokkuð”. “Spyrjið þér óhræddar, unga stúlka”, sagði hann. Lucy lagði blýantinn frá sér og leit á Carlton með sorgarsvip í augum sínum. “Ér það í raun og veru satt, að vesalings unga konan hafði verið deydd með ásettu ráði ? — að einn eða annar vondur maður hafi blandað blásýru i lyfið?”. En hvað hugsun hans breyttist fljótt. Spurn- ingin vakti gremju og reiði hjá honum, og honum varð á að segja nokkur ljót orð. “Hvað hefi eg nú gert?” spurði Lucy undr- andi. “Mátti eg ekki spyrja um þetta?” “Eg verð að biðja yður fyrirgefningar, ung- frú Lucy”, sagði hann um leið og hann jafnaði sig. “Tilfellið er, að síðan yfirheyrslan hætti hefi eg ekki fengið ró eitt augnablik. South Wénnock hefir ekki annað gert en að hringja þessum spum- ingum í eyrunum á mér. Mér dettur stundum í hug að eg verði siálfur að blásýru”. “En var þetta með vilja gert?” spurði Lucy kappmálg, um leið og hún sökum hinnar kapp- gjömu forvitni gleymdi frávísaninni. “pessa spurningu væri réttara að leggja fyrir Stephen Grey; hann getur máske svarað henni. Nei, það skeði auðvitað ekki með vilja”.. “Og hr. Carlton, viljið þér ekki gera svo vel að segja mér, hvort menn hafa komist að því hvers andlit það var, sem sást í stiganum?” Alt í einu brá skugga á andlit Carltons, jafn- vel Lucy tók eftir því. Henni sýndist að svipur hans vera hræðslulegur. “pað er að eins mgl”, sagði hann. “par var alls ekkert andlit”. Kapteinninn segir, að læknirinn megi koma upp”, sagði svarti þjónninn. Og Carlton fór upp. Að því er fæturna snerti, þá var kapteinninn enn þá fangi. Við aðra hliðina á honum stóð borð með ýmsum munum á, sem hugsanlegt var að hann þyrfti, og við hina hliðina var prikið hans. “Hvers vegna komið þér aftur?” spurði hann kuldalega. “Eg hefi bónar að biðja yður, Chesney kap- teinn”, sagði læknirinn, um leið og hann settist óboðinn beint á móti sjúklingnum, og máske í fyrsta skifti á æfinni var Carlton sér þess meðvit- andi, að framkoma hans var kvíðandi, sem var hon- um óvanalegt. “Eg hefi í margar vikur vonað að geta talað við yður, og nú er stundin til þess loks- ins komin, þegar eg held mig geta gert það án offrekju. Áður en eg sný mér að aðalefninu, verð- ið þér að leyfa mér að skýra frá hver eg er, með fáeinum orðum. Faðir minn er læknir í London og hefir afarmikið að gera; eg er einkabam hans og býst við að erfa allmikla peninga þegar hann deyr. Eg held — eg er hræddur um — að dauðinn láti ekki lengi bíða sín, og þá verð eg það sem menn kalla ríkum maður”. “Hr.”, sagði hinn hreinskilni sjómaður, “hvers vegna segið þér mér þetta? pó að faðir yðar væri ríkisgjaldkeri, og gæti gefið yður lands- tekjurnar kæmi mér það ekkert við”. Miklum roða brá á andlit Carltons. • “Leyfið mér enn þá eitt augnablik að tala um sjálfan mig, Chesney kapteinn. Mér gengur vel hér og atvinna mín er alt af að aukast, því Greys eru að missa sína, og meira munu þeir missa enn þá, eftir hið óheppnega atvik Stephens. Innan skams býst eg við að hafa þúsund punda tekjur á ári hverju”. “En hvað kemur alt þetta mér við? að hverju leyti snertir það mig?” sagði kapteinninn undrandi “Eg ann yður þess af alhuga”. “Jafnvel þó eg ætti að eins þetta í vændum, væru það ekki mjög slæmar tekjur; en þegar pen- ingar föður míns bætast við þetta, þá get eg jafn- ast á við hvern sem er í South Wennock. Chesney kapteinn, eg óska að fá kvennpersónu til að njóta þessa með mér. Eg bið yður um að gefa mér hana — dóttur yðar”. • Carlton talaði lágt með klökkri rödd, og það er efasamt hvort kapteinninn heyrði rétt, það sem hann sagði. Víst er það, að hann svaraði engu, en starði á Carlton, eins og hann hefði orðið fyrir eldingu. “Eg á við ungfrú Lauru Chesney”, sagði lækn- irinn. “ó, hr., gefið þér mér hana. Eg skal vera henni góður maður. Hana skal ekkert vanta, sem getur gert hana gæfuríka, sem hin innilegast blíða og stærsta umhyggja geta veitt”. Chesney kapteinn hugsaði undrandi um það, hvort hann væri sjálfur orðinn brjálaður, eða hvort Carlton væri orðinn það. Hann var sann- færður um að annar þeirra hlaut að vera það. Honum kom ekki til hugar að það gæti átt sér stað, að sveitaþorpslæknir léti sér detta í hug, að ná í samband við hina aðalbornu Chesneys fjölskyldu, fremur en hann kapteinninn, vogaði sér að vona að ná í eina af hinum konungbomu prinsessum. Prikið hans skalf, boðandi storm og illviðri, en það var enn ekki farið að berja á gólfið. “Hr., eg elska dóttur yðar; eg elska Lauru Chesney, innilegar en eg hefi hingað til elskað og get aldrei elskað hér eftir nokkura persónu. Viljið þér leyfa að hún verði konan mín ?” Nú barði kapteinninn prikinu á gólfið og hrópaði svo með þrumandi rödd á Pompey. Svarti þjónninn kom fljúgandi upp, eins og gamli bakar- inn væri á hælum hans. “Eruð þér veikur, hr.?” “Veikur!” hvæsti kapteinninn. “Hann er það!” sagði hann og benti á Carlton. “Hann er brjálaður, Pompey, alveg bandvitlaus; þú hefir lokað mig hér inni með vitlausum manni. Taktu hann og láttu hann fara út úr húsinu”. Vesalings Pompey stóð mjög vandræðalegur. Hann vissi að hinn bráðlyndi húsbóndi hans lét það fjúka sem honum datt fyrst í hug, og hann leit á rólega andlitið hans Carltons og stiltu fram- komuna, og sá að hann líktist alls ekki vitlausum manni. Hr. Carlton stóð upp og sagði kuldalega:: “Chesney kapteinn, eg er mentaður maður og beiðni mín krefst að minsta kosti að fá kurteist og greinilegt svar. Viljið þér gefa mér það?” “Eg vildi að eg yrði skotinn, ef þér fáið nokk- urt annað svar frá mér. pér eruð vitlaus, hr.; engan annan en heimskingja eða brjálaðan mann, getur dreymt um annað eins og þetta, sem þér hafið nú beiðst. Vitið þér hr., að dóttir mín er Chesney?” “Og eg er Carlton. Ef að nöfnin ættu að sundurliðast í Heralds skólanum, mundi hið síð- ara máske standa jafn hátt og hið fyrra, ef ekki ofar”. “ó, hamingjan góða”, svaraði hinn undrandi kapteinn; “þér — þér eruð vanalegur lyfsalalækn- ir, hr. — maður sem úthlutar lyfjum, og þér vonið að sameinast Chesney fjölskydunni?” “Eg er meðlimur hinnar konunglegu læknis- fræðisdeildar”, svaraði Carlton reiður: hann var að missa vald yfir sjálfum sér. “pó þér væruð öll læknisíræðideildin, samein- uð í eitt — bæði höfuð, hali og miðja — munduð þér ekki voga að líta á dóttur mína, ef þér hefðuð nokkra hugmynd um hvað viðeigandi er. Nú, ætlar þú að vísa þessum manni út, þorpari?” bætti hinn æsti kapteinn við, og reiddi prikið til höggs á höfuð vesalings Pompey. “Dyrnar eru opnar, hr. læknir”, hrópaði Pom- pey. En hr. Carlton veifaði hendinni að honum neitandi. “Chesney kapteinn, eg hefi sagt yður, að eg elska dóttur yðar; eg hefi sagt yður að framtíðar- útlit mitt er nægilega óhult til að réttlæta giftingu mína. Eg spyr yður enn einu sinni — viljið þér gefa mér hana ?” “Nei, nei!” orgaði kapteinninn, “eg vildi held- ur sjá yður í kistunni yðar. Nei, bíðið þér við, heyrið þér nú, það sem eg segi; eg vildi heldur sjá hana í kistunni sinni, en svívirta með því að gift- ast yður. pér að giftast Lauru Chestney ? Aldrei, aldrei”. “En ef eg segi yður það, að vonir hennar — hennar líf, er mér óhætt að segja — er bundið við mig?” sagði Carlton lágt. “En ef eg segi yður, að þér eruð vondur, við- bjóðslegur maður?” drundi í kapteininum. “Hvern- ig gátuð þér vogað að nota þá kringumstæðu yður til hagsmuna, að þér voruð kallaðir inn í mitt hús sem læknir, til þess að líta yðar ágjörnu augum á dóttur mína? Var það að breyta eins og mentaður rnaður, eins og heiðarlegur maður? Hverju svarið þér, hr. ? pú gamli sauður, því stendur þú þarna og starir með stóru glimunum þínum? Hvers vegna hlýðir þú mér ekki ? Hefi eg ekki sagt þér að reka þenna — þenna mann út!” Seinustu setningamar voru, eins og lesarinn skilur, talaðar til Pompeys. Carlton stóð fyrir framan Chesney með krosslagðar hendur og ákveð- inn svip. “í ritningunni stendur: ‘Konan á að yfirgefa föður og móður og vera hjá manni sínum’. Eg ætla að spyrja yður einnar spumingar, Chesney kapteinn. Með hvaða heimild neitið þér mér um dóttur yðar, þegar ást hennar tilhevrir mér og efni mín eru næg til að láta henni líða vel?” “Með yfirboðara réttindum, hr.”, var hið háðslega svar. “Og nú, þegar eg hefi svarað spurningu yðar, leyfið mér þá að leggja aðra fyrir yður. Með hvaða heimild reynuð þér að ná ást hennar? pér komuð hingað á heimili mitt í einum tilgangi, að því er séð varð, en notuðuð stöðu yðar til að ná öðrum með undirferli. Hr., til þess höfð- uð þér enga heimild, og eg segi yður það hiklaust, að þér eruð höggormur og bleyða. Farið þér, hr. læknir; sendið þér reikning yðar hingað, þegar þér komið heim, og reynið aldrei að stíga fæti inn fyrir mínar dyr oftar, eða að hugsa um ungfrú Lauru Chesney”. “pað er hægra að segja þetta en gera, Ches- ney kapteinn”, sagði Carlton, en hann sneri sér ekki við til að fara. “Nú, þú svarti þorpari! Burt, segi eg! pað er lán fyrir ykkur, að eg er vanmegna í dag, ann- ars skyldi skrokkurinn á ykkur fá að vita hvers virði það er, að þrjóskast við sjóliðsforingja”. En Carlton var kominn út og Pompey einnig. pað var líka gott fyrir þá; því prikið hins reiða kapteins kom fljúgandi í gegnum andrúmsloftið á eftir þeim; hvort öðrum þeirra eða báðum var ætluð þessi sending, vissi eigandi priksins bezt. pað (prikið) rakst á dyrastafinn og datt svo á gólfið og þar af leiðandi kom ein lægðin í gull- handfangið enn, í viðbót við þær mörgu sem áður voru þar — og Pompey vissi manna bezt hvemig myndast höfðu. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf VoriC er komið; um þaö leyti er altaf áríðandi ai> vernda og styrkja líkamann svo hann geti staöiö gegn sjúkdómum. t>aö verCur bezt gert með því aö byggja upp blóöiö. Whaleys blóöbyggjandi meöal gerir þaö. JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar ECZEMA Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. Meiri þörf fyrirj Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans. hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BltSINESS CDLLEGE ILIMITED WINNIPEG, MAN. HEILBRIGÐI. ('Fratnh. frá 6. bls.j XI. Niðurlag. Saga drepsóttanna svnir okkur nokkur dæn.i þess. hvernig mannvit- inu hefir tekist aö vinna glæsilega sigra í baráttunni gegn “dauöanum og djöfulsins valdi”, aö minsta kosti hér á jaröriki. “Þó hefur Míms vinr mér of fengnar bölva bætur, es ek betra telk”, sagði Egill, og átti þar við skáldskap- argáfuna; en sama má mannkynið segja um mannvit þaö, sem því er gef- ið og nær hæsta stigi hjá spámönnum þess og spekinguni. Menn voru lengi aö komast upp á, að nota vit sitt sér til gagns. Og enn þá nota þeir það yfirleitt illa, eins og styrjöldin mikla sýnir. í fornöld var kominn rekspölur á vísindalega athugun. en alt gleymdist aftur, svo að á miðöldunum hvíldi myrkur yfir andans heimi. Þá lenti alt í draum- órum, kreddum, lausum getgátum út í bláinn og ýmsu vantrúarvingli. En þau andans vopn reyndust sljó og slæ- leg til framkvæmda, og meðal annars dugöu þau lítið gegn drepsóttum og öðru óláni. Það var fyrst, þegar raunvísin komst í hásætiö, að mannsandinn fór að verða sigursæll í baráttunni gegn ýmsu böli mannkynsins. Þá fyrst fór læknisfræðin, líkt og aðrar vísindagreinir aö eflast og taka framförum, þegar tekin var sú stefna aö fara aö athuga hlutina og^ rás við- burðaana r.ákvæmlega. spyrja sjálfa náttúruna með tilraunum og fá ótví- rætt svar hennar sjálfrar, í staö þess að brjóta heilan um gamlar kreddur og fimbulfamba og deila um skegg keisarans, eins og mentamenn gjöröu á miðöldunum. Bacon lávaröur er talinn frumherji raunspekinr.ar. fSjá Ág. Bjarnason: Vesturlöndj. Honum og hans rann- sóknaraðferðum eiga allar vísinda- greinir, og ekki síöur læknisfræðin, afarmikiö aö þakka. Eins pg annaö mótdrægt, sem menn- irnir hafa átt viö aö stríða, hafa pinn- ig drepsóttir, þó leiðar séu. oröið til að vekja þá til. aö nota vit sitt betur og leggast djúft, til aö finna krók á móti bragöi. Drepsóttum er þaö t. d. óbeinlínis aö þakka, aö stórbæir og þorp i öllum meginlöndum hafa fengið betra skipulag en áöur, að húsakvnni hafa batnaö og að geröar hafa veriö hinar og þessar endurbætur, til aö stuðla aö almennu heilsufari._______ Djöfullinn hefir meö öörum orö- um óbeinlinis komiö góðu ti! leiöar. “Jafnvel úr hlekkjunum sj'óöa má sverö í sannleik og frelsisins þjónustu gerö” segir eitt af skáldum vorum. Og lofs- vert er það og um leið spaugilegt, aö læknunum hefir tekist að hagnýta sér sjálfar sóttkveikjurnar — drýsildjöfl- ana sjálfa — til aö búa til heilsulyf, bóluefni og serum, gegn banvænum sóttum. Sannast þar hið fornkveðna: “Með iliu skal ilt út drtfa”. Steingrímur Matthíasson. —Eimreiðin. Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm. kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 8omerset Block, Winnipeg Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgeröir. Bifreiðar skoöaöar og endurnýjaö- ar fyrir sanngjarnt verö. Barna- vagnar og hjólhringar á reiöum höndum. 764 Sherbrooke St. Horni KotPfi Dame ATHUGIÐ! Smáauglýsingar ( blaöið verða ails ekki teknar framvegis nema þvi aðeins að borgun fylgi. Verð er 35 cent fyrir hvern þumlnng dálkslengdar ( hvert skifti. Engtn auglýsing tekin fyrir minna en 25 eents í hvert skifti sem hún birtist- Bréfum með smáauglýsingum, scm borgun fylgtr ekki verður aUs ekkl sinL Andlátsfregnir eru birtar án end- urgjalds undlr eins og þær berast blaðinu, en æfiminnlngar og erfl- ljóð verða ails ekki birt nema borg- un fylgi með, sem svarar 15 cent- mn fyrtr hvern þumhmg d&lks- lengdar. Hvernig eg lœknaðist af slímhimnubólgu. SAGT Á EINFALDAN HÁTT. Án áhalda, innöndunarverkfæra, smyrsla, skaðlegra meðala, reyks eða rafmagns. Læknar dag og nótt þaS er ný aðferS. paS er nokk- ui5 alveg óvenjulegt. Engir áburðir, sprautanir eSa daunill smyrsl eSa rjómi. Engar innöndunarvélar né nein önnur áhöld; ekkert til þess aS reykja né soga, engin gufa né nudd, né innsprauting- ar; ekkert raf- magn né titrings- áhöld, né duft, né plástrar, né innivera. Ekk- ert þess konar, heldur nokkuS nýtt og óþekt: nokkuS þægilegt og heilnæmt; er nokkuS, sem taf- arlaust læknar. þö þarft ekki aS bfSa og hanga og borga stórar fjár upphæSir. þvf þú getur stöSvaS þaS á einni nóttu, og eg skal meS ánægju segja þér hvernig þú getur þaS—ókeypis. Eg er ekki læknir og þetta er ekki svo- kallaSur lyfseSill—en eg er læknaS- ur og vinir mlnir eru læknaSir. og þú getur læknast. þrautir þfnar hverfa á svipstundu eins og um kraftaverk væri aS ræSa. Eg er frjáls—Rú getur oröið frjáls. Sllmhimnubólgan 1 mér var viS- bjóSsleg og þreytandi; eg varS véfk- ur af henni: hún gerSi mig sljóvan, hún veikti viljakraft minn; hóstinn og ræskingarnar og hrákarnir gerSu mig andstygS öllum og vegna andremm- unnar og leiSlnlegs framferSis höfSu vinir mínir ógeS á mér í laumi. Effs- gleSi mfn var lömuS og skynskerpa mfn sljóvguS. Eg vlssi aS þetta mundi leiSa mig í gröfina smátt og smátt, því á hverju augnabllki dag og nótt var þaS aS grafa undan heilsu minni. Ert eg fékk lækningu og eg er albúinn aB segja þér frá henni endurgjaldslaust. SkrifaSu mér tafarlaust. Legðu að eins eitt cent á hættu. Sendu enga peninga, aS eins nafn þitt og áritun á bréfspjaldi og segSu: “Kæri Sam Katz, gerSu svo vel og eegSu mér hvernig þú læknaSist af slfmhimnubólgu og hvernig eg get læknast." þaS er alt og sumt: eg skil ÞaS og eg skal senda þér fullar upplýs- ingar tafarlaust og kostnaðarlaust. — DragSu þaS ekki, skrifaSu mér f dag; snúSu ekkl viS þessu blaSi fyr en þú hefir skrifaS og spurt um þessa undra- verSu lækningu, er getur gert þaS fyrir þig sem hún hefir gert fyrir mig. SAM KATZ. Room b.B. 1107 142 Mutual SL Toronto, Ont.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.