Lögberg - 08.11.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.11.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER 1917 S Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “Pabbi”, sagði Lucy, sem vogaði sér að koma með eina spumingu enn, “Hve langt er héðan til Chesney Oaks?” “Sjö eða átta mílur, litla músin mín”. “Mér finst eg ætti ekki að þurfa að læra lexíuna mín? í dag, fyrst lávarður Oakburn kem- ur”, sagði litla stúlkan og leit til Jönu. “Hinkraðu við þangað til hann kemur”, sagði faðir hennar. “Hann er eins óákveðinn og vindur- inn; það eru allir ungir menn, og það geta liðið margir dagar þangað til hann kemur. Máske —” og gamli maðurinn varð hreykinn við þá hugsun— “máske kemur hann til að ráðgast við mig um óðalið viðskiftum viðvíkjandi, því eg er — já, eg er — hinn næsti erfingi nú, þar eð hann er aftur ógiftur. Ekki af því að eg nokkru sinni hljóti arf- inn; hann er tuttugu og fimm og eg er sextíu og níu ára. Hefir þú höfuðverk í dag Laura ?” Aftur leið roðinn yfir andlit hennar. Hvaða meðvitund var það sem orsakaði slíkt ? “Nei, ekki . í dag, pabbi. pví spyrðu að þessu?” “pú ert svo þögul og lítur út fyrir að vera hnuggin, eins og þú hefðir mikinn höfuðverk. Jana”, sagði kapteinninn um leið og hann stóð upp, “við getum haft súpu í dag, ef hann skyldi koma”. Jana samþykti þetta og stundi. Lávarðar Oakburns eftirvænta koma, var að eins nýr kvíði í viðbót við hina mörgu, sem ráðskonustörfin ollu henni. * pegar þau voru staðin upp frá borðum, gekk kapteinninn út til þess að hreyfa sig. Rigningin hafði hætt litla stund og storminn lægt. Hann ieit upp og á skýin, eins og sjómönnum er títt, og sá strax að hvíldin yrði ekki löng. Hann gekk því ekki út úr garðinum, en gekk aftur og fram um hann. Laura hafði gengið til herbergis síns. Jana iagði bréfið til lávarðar Oakburn á arinhilluna og opnaði sitt bréf, hún hafði ekki lesið það fyr. Með- an hún var að því, kom kapteinn Ohesney inn til að bið.ia hana um snæri, sem hann ætlaði að binda um runna í garðinum. “Er bréfið þitt frá —?” Kapteinninn þagnaði án þess að enda setning- una, en hjarta Jönu sló hart. Hún hélt að har.n hefði ætlað að segja “frá Clarice”, og iiún haíði verið þakklát; fyrir þao, ef hin langa högn sem faðir hennar hafði tekið gagnvart því nafni, yrði loksins rofin. pað varð nú samt ekki af því; þrá- lyndi kapteinsins var ósigrandi. “pað er að eins frá Plymouth, pabbi”. “ó”, sagði kapteinninn kæruleysislega, og um leið og hann tók snærið, gekk hann út; hann vissi mjög vel að hún, jafnvel í þessu ómerkilega tilfelli hlífði honum fyrir gremju, með skyldutilfinning sinni og föðurást. Bréfið var frá skuldheimtu- manni í Plymouth, sem krafðist þess að gömul skuld yrði borguð. Jana sagði Lucy hvað hún ætti að læra, og gekk svo upp í herbergi systur sinnar. Laura hafði lagt sig út af og þrýsti höndunum að gagn- augum sínum. það er efasamt hvor þeirra systra hafði vakað lengur þessa síðustu nótt. Uppgötv- anin kveldið áður hafði gert Jönu afarhrædda, og sökum sorgar sinnar hafði hún legið vakandi alla nóttina og hugsað um hvemig þetta mundi enda, og hvort mögulegt yrði að vekja réttlætistilfinn- inguna hjá Lauru aftur. Með sinni eigin réttlætis- tilfinningu áleit Jana að þetta tilfelli, að Laura hafði leyft sér að mæta Carlton með leynd, væri eins konar afbrot, sannarlega stór svívirðing. Og Laura? Laura gat að eins með hryllingi og hræðslu litið á það skref sem hún ætlaði að stíga. Hún hafði velt sér upp og fram í rúminu, meðan hún spurði sjálfa sig hvort hún ætti ekki að hætta við þetta áform. Enn þá var ekki þessi hugsana barátta enduð, og hún lá þarna vandræðaleg og sorgbitin. “Laura”, sagði Jana um leið og hún kom inn, “þetta verður að hætta”. Laura þaut á fætur, hrædd og gröm yfir því að hún skyldi koma að sér í rúminu. “Mér finst eg vera svo þreytt í dag”, stamaði hún til að af- saka rúmlegu sína; “eg svaf ekki vel í nótt”. “Eg segi, Laura, að þetta verður að hætta”, sagði Jana í ofmikilli geðshræringu af sorg til þess að geta talað með varkámi á haganlegan hátt. “Pú hefir niðurlægt þig til að eiga leynifundi með þessum manni — Carlton lækni. ó, Laura, hví- Iíkri undarlegri heimsku hefir þú slept þér út í?” Laura lagði hendina á brjóstið til að sefa hjarbslátt sinn. Staðin að verki! í vandræðum sínum og hræðslu fanst henni, að eina ráðið væri að neita þessu. Og hún niðurlægði sig til þess. “Hver segir að eg hafi gert það ? Fyrir hvað ætlar þú að ásaka mig næst, Jana?” Pey, Laura. ósannindi bæta ekki úr vondri breytni. Kveld eftir kveld læðist þú út til að finna hann. í gærkveldi ætlaði eg að tala við þig, og heyrði þá að þú værir úti. Eg sá þig koma inn Laura, með hið grímubúna sjal yfir höfði þínu. Laura, mín kæra systir, það er ekki áform mitt að tala hörkulega; en þú hefir eflaust ekki íhugað hve mikil niðurlæging þetta er”. Pó undarlegt sé, þá hafði uppgötvanin þau áhrif að herða hana til mótstöðu. Með hverju augnabliki sem nú leið, þegar fyrsta höggið var afstaðið, varð hugsun Lauru æ þrjózkari. Hún svaraði systur sinni engu. “Eg tala að eins þín vegna”, sagði Jana. “pað er velferðar þinnar vegna að eg bið þig að hætta öllum viðskiftum við hr. Carlton. Laura, eg er sannfærð um, að hann er ekki sá maður sem get- ur gert þig gæfuríka, jafnvel þó allar aðrar kring- umstæður væru hagfeldar”. “pað er undarleg skoðun, sem þú elur á móti hr. Carlton!” sagði Laura gremjulega. “Eg er ekki ein um það; pabba geðjast heldur ekki að honum. En Laura, svaraðu mér einni spurningu; hvað álítur þú, hvað getur þú álitið að slík samrýnd við hann, leiði af sér?” Laura roðnaði, hugsaði sig um og dirfðist svo að tala. En svarið var gefið út í hött. “Hr. Carlton talar um giftingu einhverntíma seinna, þegar allir ykkar hleypidómar eru sigraðir” “Ger þér enga von um það, hugsaðu ekki eitt augnablik um það”, sagði Jana æst. “Okkar mót- staða gegn hr. Carlton er ósigrandi. Og eg segi þér, að hann gerir þig aídrei gæfuríka”. “Við verðum að bíða og sjá. Ef það skyldi enda á versta hátt, og allir halda áfram að vera jafn þverúðgir, þá verðum við að kcma okkur sam- an um að vera á móti ykkur’*. Laura talaði með klökkri rödd; er. geðshrær- ing hennar var ekkert í samanburði við þá, sem greip Jönu. Hún gat ekki annað en skilið mein- . inguna sem í þessurn orðum bjó. Varir hennar voru hvítar, kverkar hénnar skulfu mikið og hún hélt um hendur systur sinnar. “pú veizt ekki hvað þú segir. Talaðu aldrei oftar þannig; það mundir þú heldúr ekki gera, ef þú hugsaðir áður en þú talar. Eg bið þig — Laura með endurminningunni um okkar framliðnu móð- ur bið eg þig — að láta aldrei svo alvarlega hugs- un ná festu hjá þér: að yfirgefa heimili föður þíns með leynd til að gifta þig. Hjónaband stofnað af óhlýðni og með þrjózku getur ekki orðið gott. Laura, eg held að þér líði ekki Vel”. Laura fór að gráta og lagði höfuð sitt á bún- ingsborðið alveg utan við sig. Aldrei hafði hugs- anabaráttan ndlli hins rétta og ranga v^rið jafn erfið eins og á þessu augnabliki. Hvern átti hún að yfirgefa? föður sinn, frændur sína skylduna eða hann, sem hún elskaði alveg tabmarkalaust ? Jana laut niður að henni og kysti hana. “Láttu það nú enda með þessum degi”, hvíslaði hún. “Gleymdu ekki oftar skyldu þinni gagnvart sjálfri þér og okkur, og læðstu ekki oftar út úr húsinu til leyndra samfunda. pað er ekki viðeig- andi; það er ekki rétt”. Jana gekk út, hún áleit bezt að láta Lauru gráta einmana. pegar hún gekk ofan stigann og fram hjá glugganum á stigaganginum, sá hún föð- ur sinn koma gangandi eftir einum af garðstígun- um. Næstum því á sama augnabliki heyrðist högg glamur í gleri og voða hljóð niðri. Jana þaut ofan stigann, Judith hljóp út úr eldhúsinu, og Pompey kom með stór opin augu út úr klefa sín- um, sem aðallega var notaður til að fægja í hnífa og bursta stígvél. pau stóðu og störðu hvert á annað í ganginum. “Hvað er þetta?” hrópaði Jana. “Hvað hefir viljað til ? Eg hélt að þú hefðir meitt þig, Pompey, dottið á milli flaskanna. “Standið þið ekki hér og spyrjið hver það er”, sagði hinn bráðlyndi kapteinn, um leið og hann kom snögglega inn í ganginn. “pað er Lucy. Hún hefir dottið á gluggann í samkomusalnum, • og ef til vill drepið sig”. pau hlupu inn í samkomusalinn. Lucy lá á gólfdúknum fast við gluggann, sem eins og áður er sagt, náði alveg niður að gólfi, Um leið og hún hljóp ógætilega að glugganum, til að segja eitt- hvað við föður sinn, skrekaði henni fótur, datt á gluggann og braut tvær rúður. Hún hafði sært annan lófann og innri hliðina á úlnliðnum. pau reistu hana upp og létu hana í hægindastól, en úln- liðurinn blæddi voðalega. Judith fölnaði. “pað getur skeð að lífæðin hafi skorist sund- ur, hr.”,hvíslaði hún að húsbónda sínum. “Sé svo, getur henni blætt til ólífis”. pú, þorpari, stendur þú þarna geispandi þeg- ar bamið er við það að deyja”, hrópaði kapteininn æstur. “Farðu og útvegaðu hjálp”. “Á eg að sækja hr. Carlton?” spurði Pompey. Nú flaug prik kapteinsins rétt hjá höfðinu á Pompey, og Laura kom allskelkuð til að vita hvað að væri, og einmitt mátulega snemma til að heyra svar föður síns. “pann bófa, hann Carlton. Nei, ekki þó að allir á heimilinu lægju dauðvona. Sæktu hr. Grey, þú gagnslausa skepna. Ekki þann, sem eitraði lyfið konunnar, heyrir þú, þoi-pari? Hann skal aldrei koma nálægt mér. Sæktu hinn og flýttu þér”. Vesalings tryggi Pompey, sem vildi þeim svö vel, hefði eflaust hraðað sér eins fljótt og fætur hans leyfðu; en honuim var hlíft við því ómaki að nota þá. Einmitt á sama augnabliki sem þau töl uðu, sást John Grey aka fram hjá í vagninum sin- um. Judith hljóp út. ökumaðurinn heyrði hana kalla og stöðvaði hestinn, og Grey flýtti sér inn, undir eins og hann heyrði hvað að var. Tíu mínútum síðar var búið að þvo sárin og halda þeim saman með heftiplástr- um. Lucy hafði grátið mikið af hræðslu. “Á eg að deyja?” spurði hún Grey, um leið og hjarta hennar sló afarhart og hendumar skulfu. “Nei, þér deyið auðvitað ekki af þessu”, svar- aði hann. “Hvað hefir komið yður til að halda pað ?” • “Eg heyrði einhvern segja, að eg gæti dáið; það er eg ’alveg viss um”, sagði Lucy grátandi, hún var bæði viðkvæm og hræðslugjörn. “Eg heyrði talað um að lífæðin væri máske skorin í sundur; deyja menn af því?” “Ekki alt af”, svaraði Grey. “Haldið þér nú höndum yðar kyrrum, eins og góð og lítil stúlka”. “Eruð þér viss um að eg deyi ekki?” “Alveg viss; þér eruð afls ekki í neinni hættu. Sjáið þér héma”, bætti hann við um leið og hann bretti upp frakkaermina og ermalínið og sýndi Lucy úlnliðinn sinn, meðan hitt fólkið stóð í kring um hann, kapteininn í fremur daufu skapi. “Sjáið þér þetta ör?” “Já, hr.”, svaraði Lucy. “Gott og vel. Einu sinni, þegar eg var yngri en þér eruð nú, datt eg, eins og þér gerðuð nú, á glugga, og skar á úlnliðinn minn. Tilviljun mín var hættuleg, og eg skal segja yður hvers vegna; eg hafði skorið í sundur lífæðina. Eg get nú samt ekki getið mér til hver gert hefir yður svo klóka á lífæðaþekkingu”, sagði Grey brosandi. “En sjáið þér, ungfrú Lucy — eg held eg hafi heyrt yður kallaða Lucy, og mér þykir mjög vænt um það nafn, því móðir mín hét Lucy — sjáið þér, þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Faðir minn, sem var læknir, var í herberginu þar sem eg datt; og hann batt undir eins um æðina og hættan var af- staðin. Nú, þetta litla meiðsli, sem yður hefir viljað til, er að engu leyti hættulegt, enda þótt plástraumbúningurinn sé skelfilegur útlits; því lífæðin er ekki snert. Skiljið þér mig?” “Já”, svaraði Lucy, “og eg trúi yður. Nú skal eg ekki vera hrædd. Ætlið þér að koma aftúr og líta eftir mér?” “Eg skal koma áftur fyrir rökkrið, að eins til að sjá hvort plástramir eru eins og þeir eiga að GALLEY —3— CMFYH vera. Og haldið nú höndum yðar rólegum og kyrrum. Verið þér sæl”. “Eg held hún verði að fá frídag eftir þetta”, sagði Jana brosandi. “ó, algerlega frídag”, svaraði Grey, um leið og hann kinkaði kolli ánægulega til Lucy. “Hjúkr- un í dag, lexíur á morgun”. Ohesney kapteinn fylgdi honum út og lagði handlegg sinn í hans. Sjaldgæft lítillæti af hon- um; en það sýndist að honum hefði geðjast að Grey. “Henni batnar bráðlega, Chesney kapteinn, og mér þykir vænt um að eg fór af tilviljun fram hjá. petta gat hafa orðið slæmt tilfelli”. “Eg þakka yður hr.”, sagði kapteinninn, “og eg sé að þér eruð maður með göfugri framkomu, hr.; maður, sem verðskuldar virðingu. Eg iðrast að eins eins hlutar”. “Hvað er það?” spurði Grey. “Að eg skyldi nokkru sinni gefa mig við flón- inu Carlton. Eg fyrirlít hann, og hann skal aldrei oftar stíga fæti yfir minn þröskuld; hann hefir sýnt að hann er ekki neitt göfugmenni. f félags- legu tilliti er hann ekki þess verður að mega leysa skóþvengi yðar, hr., það get eg sagt yður, og eg held hann sé það ekki heldur sem læknir”. John Grey hló, sagði eitt orð til að leiðrétta skoðun hans á dugnaði Carltons sem lækni, sem í raun og veru var meiri en vanalegt er, sté svo upp í vagninn sinn og ók burt í hellirigningu. Dagurinn leið; um kveldið kom annað bréf til jarlsins af Oakburn, þótt hann væri enn þá ókom- inn. pau borðuðu dagverðinn eins og vanalega kl. fimm, og eftir það gekk Chesney kapteinn ofan í bæinn til að mæta almenningsvagninum frá Great Wennock, þar eð hann hélt að liklegt væri að javl- inn kæmi með honum, eða að með honum kæmu einihverjar fregnir um hann. pað var eftir að hann var farinn, að seinna bréfið kom, og Jana sá að það bar póstmerki Londonar. John Grey, sem ekki hafði getað komið þangað fyrri, kom nú í rökkrinu. par sem hann stóð við borðið og talaði við Jönu, meðan Lucy sat í hægindastól við ofninn, varð honum af tilviljun litið á bréfið sem lá þar, með utanáskrift til jarlsins af Oakbum. “pekkið þér jarlinn?” sagði hann alveg ósjálfrátt. “Já”, svaraði Jana, “hann er náfrændi okkar”. . “pá getið þér máske sagt mér, hvemig hon- um líður?” “Eg ímynda mér að honum líði vel; við höfum búist við honum í allan dag”. “Búist við honum í allan dag?” endurtók Grey undrandi. “Eg bið yður að fyrirgefa, ung- frú Ghesney, eg held eg hafi ekki skilið mein- ingu yðar”. “Við höfum búist við lávarði Oakbum hingað síðan í morgun”, sagði Jana aftur, “og við búumst við honum enn þá, þar eð hann að líkindum mun verða hér í nótt. petta bréf og annað til er komið hingað til hans”. “Eg held að yður hljóti að skjátla í þessu”, svaraði Grey með þeirri rödd er benti á, að hann skildi ekki ungfrú Chesney til hlítar. “Lávarður Oakburn er hættulega veikur, næstum dauðvona. Fyrir tveimur dögum síðan var lítil von um að hann gæti lifað”. “Hvað gengur að honum?” spurði Jana, sem áleit að bréfin væru mótsögn þess sem Grey sagði. “Er hann í Chesney Oaks ?” “Hann liggur veikur af taugaveiki í Chesney Oaks. Eg fékk að vita það á þenna hátt. f fyrra- dag varð eg að aka fjórar mílur héðan til þess að mæta lækni frá Pembury, við ætluðum að mætast á miðri leið. Hann kom ekki, en sendi vin sinn, annan lækni, sem gaf þá skýringu, að hinn hefði ekki getað komið af því, að hann varð að vera hjá lávarði Oakburn, sem væri hættulega veikur. Hann hefir verið á Oakburn síðan greifainnan var jarð- sett, gekk inn í hús, þar sem veikin var á háu stigi, og sýktist. Daginn sem eg mætti þessum lækni, sagði hann mér, að hann mundi naumast geta lifað nema fáar stundir enn þá”. Jana þagði, hún var í algerðum vandræðum og vissi ekki hvað hún átti að hugsa; en Lucy talaði. “En, hr. Grey, ef lávarður Oakburn skyldi nú ekki koma, því eru þá bréfin hans send hingað?” Lucy fann til vonbrigða; hún hafði hlakkað svo mikið til komu lávarðar Oakburns. “pað var einmitt þetta, sem eg hugsaði um”, sagði Jana. “pað er ekki að eins eitt bréf, þau eru tvö, sem bíða hans hér; annað frá Pembyry, hitt frá London. Ef lávarður Oakbum ætlar ekki að koma hingað, hvers vegna, eins og Lucy sagði, eru þá bréfin hans send hingað til að mæta honum hér?” v “pér getið reitt yður á, að lávarður Oakbum, sem liggur veikur I Chesney Oaks, ætlar ekki að koma hingað fyrst um sinn. pér þekkið væntan- lega nánasta erfingjann?” “Pabbi er næsti erfinginn”, sagði Jaria. “Ohesney kapteinn er næsti erfinginn til jarlstignarinnar í Oakburn?” endurtók Grey fljótlega. “Já, hann er það”. <— - .....................— '■■■ 1 1 MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFN AFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf VoriF er komift; um þa8 leyti er attaf áríiSandi aft vernda og styrkja likamann svo hann geti staSifi gegn sjúkdómum. ÞaÓ verftur hezt gert mefi |)ví aft hyggja upp blófiift. VVhaleys blóftbyggjandi meftal gerir þaft Whaleys lyfjabúð Hornl Snrirent Ave. og Agnes St. Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem har’a útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans. hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS COLLEGE 'LlWllTED WINNIPEG, MAN. Viðurstyggilegt. Tólf Belgíumenn voru fundnir sek- ir um þaö í New York nýlega aft vera aftstoöarnienn Þjóftverja. Höfftu þeir hjálpaft þeim til aft kaupa vörur og fá nauftsynjar; sömuleiftis meft fréttir Þetta er eitthvert ljótasta atriftift sem fyrir hefir komift í sambandi vift stríðiö. Þegar verift er aft gera alt til hjálpar Belgiu, sitja menn þaftan á svikráöum vift hjálparmennina. Húsfrú Una J. Bardal. í “Sorgum” “Lögbergs” las eg þaft, að látinn svanni vteri, sem stundum liftugt ljóöift kvaft, þó lítift á því bæri. — t útlegft hér vift unnarslóö, nú óftar hreyfi’ eg strengi, og flyt þér klökkur kveðjuljóð, fyrst kveöja hlaust þú mengi. Eg man þig ljúfa, liðna spr.und frá löngu horfnum árum; MeS hreinan svip og létta lund þú leiftst á timans bárum. I sálu þinni sæla bjó og sæmd er dygftir veita. Þér saklaus glefti’ í hjarta hló er hvarf þér dagsins þreyta. Þú kvaddir mann þinn hraust, og hýr, og hélzt af staft meö soninn. A8 lækna bann var löngun skýr og lifs þins helzta vonin. En aft sú væna vonin brást þitt veikti móðurhjarta. Þú kolsvart skýið sorga sást þér sunnu hylja bjarta. Á heimleiS varstu, hrygg í sál, er hreyf þig dauftinn kaldi! En hann ei skilur hjartans-mál, og hann þá beztu’ oft valdi. — En bóndinn heima’ og börnin fimm þin biðu, svanninn kæri, unz fregtiin barst þeim, dauftans dimm aft dáin —- gleðin væri! Þótt heim ei næftir, hér á fold, í hinsta ferðalagi, í æftri bústaft, ofar mold, þér ekkert framar bagi. — Þig syrgja margir, myndar-fljóð, og missir ótal vona, þv'í iþú varst fögur, greind og góft og göfug — íslcnak kona! (Ágúst 1917 (. J. Asgeir J. Lindal. Æfiminning. Þann 37. september síöastl. andaö- ist í Hallson-bygð i Norður Dakota konan Kristjana Sigurrós Stefánson, kona Björns Stefánssonar bónrla þar. Kristjana sál. var fædd í Hallson- bygö 20. júni 1887. Hún var dóttir Jóns heit. Dínussonar og Kristinar JOSIH & McLEOD Gera við vatns og hitavélar i húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar EGZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK GHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Winnipeg LJÓMANDI SILKI-AFKLIPPUR “Crazy Patchwork,” af ýmsum tegundum, til aft búa til úr teppt, legubekkjar-púfta, og setur. Stðr 25c pakki sendur tll reynalu. 5 PAKKAR FYRIR Sl.OO PEOPLE’S SPECIAimKS OO. '| Dept. 18, P.O. Box 1836, Winnipeg 111 Williams & Loe Reifthjól og bifhjóla stykki og á- höld. AUskonar viftgerftir. Bifreiftar skoftaftar og endurnýjaft- ar fyrir sanngjarnt verft. Barna- vagnar og hjólhringar á reiftutn höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Notre Oame ATHUGIÐ! Smáauglýsingar f blafitð verfia alls ekki teknar framvegis nema því aðeins að borgun fylgi. Verft er 35 cent fyrtr hvem þumlung dálkslengdar í hvert skifti. Engln auglýsing tekin fyrir minna en 25 eents f hvert sklftt s^m hán hirttst. Hrófuin með smáauglýslngum, sem borgun fylgtr ekki vei-ður alls ekki sint. Andlátsfregnir eru hirtar án end- urgjalds undir elns og þ;er berast blaðlnu, en æfimlnningar og erfl- Ijóð verða alts ekkl hirt ncma borg- nn fylgt með, sem svarar 15 cent- urn fycir hvem þumlung dálks- lengdar. Guftnadóttur konu hans, sem nú býr meft seinna manni sínum Lárusi Ben- son í Selkirk, Man. 'Þann 8. júní 1905 giftist hún Birni Stefánssyni og voru þau til ilreimilis fyrst í Cav'alier i þrjú ár, og síftan einlagt í Hallson-bygft. Varð þeim sex barna auðiö, sem öll lifa. Nöfn þeirra eru: Jónína Krist- ín, Stefanía Solveig, Jón Albert, Sig- ríður, Anna Kristjana og Robert William. í hálft annað ár varð Kristjana sál. að striða við sjúkdóm þann er leiddi hana til dauða. Framaitaf virt- ist von urrj bata, en þrátt fvrir allar tilraunir til lækninga, kom þaft í Ijós fyr en varfti aft dauftinn var aft færast y.fir hana. Hefir þaft verift sár til- hugsun fyrir mófturina ungu aft þurfa aft yfirgefa börnin sín og eiginmann sinn, og var hennar eina fróun þá tnaustíft til Gufts, sem hún fól sig og stna. Kristjana sál. var virt og elskuö af öllum, sem liana |>ektu. Hún var stilt kona og hæg í framkomu, blíft í vift- móti, og gædd góftri greind. Nágrenn- ift alt finnur til þess hve mikið þaft hefir mist viö fráfall hennar, og samhryggist innilega ástvinunum nán- ustu, sem mistu svo óviftjafnanlega mikiö. Sorg sem þessi verftur ekki bætt af neinum utan Gufti. Jarftarförin fór fram þann 29. sept. aft viftstöddu mikht fjölmenni. K. K. ó. Pakkarávarp. I tilefni af fráfalli minnar elsktt- legu eiginkonu, Kristjönu Sigurrós, (fædri Dinusson), finn eg mér skylt aft frantbera niitt innilegasta þakklæti til allra þeirra mörgu og góftu v'ine og tiágranna sem á svo margvíslegan hátt, bæfti meft fjárframlögttm og nieft öftru móti auftsýndu okktii hiálp i hennar langvinnu og þjáningarfullu legu. Oflangt yrði að tilgrcina nöfn allra þeirra sem svo drengilega veittu okkur aðstoð í okkar erviðu kringunt- stæðum, en i þessu samtoandi vil eg sérstaklega nefna Mrs. Kri'stínu Ben- son móður hinnar látnu, Mr. og Mrs. Wnt. Pleasance, Mr. og Mrs. Kjart- an Magnússon, Mr. og Mrs. A. French Mr. og Mrs. A. J. Jóhannson, Mr. og Mrs. Edw. Beritlhöft og Miss Soffíti Einarson. Einnig þakka eg öllinn sent heiðruðu útför konuttnar rninnar sál. með nærveru sinni og sem auð- sýndu mér og börnununt mínum hlut- tekning t okkar sára söknttði. Hallson, N. D., 1. okt-1917 Barney Stevcnson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.