Lögberg - 15.11.1917, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
15. NÓVEMBER 1917
Gefið út Kvern Fimtudag af The Col-
umbia Preis, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
T.VLSIMI: GARKY 416 og 117
|. J. VOPNI, Business Manaiier
Utanáskrift til blaðsina:
THE 00lUMBI/\ PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, Ma'l-
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR 10CBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
Kjósendalistarnir.
Allmikill fjöldi fólks virðist vera í vafa um
hitt og þetta, að því er við kemur kosningunum
17. desember næstkomandi, og þá ekki sízt í sam-
bandi við kosningarétt kvenna. En sú hlið máls-
ins er ofur einföld. Konur, ekkjur, mæður, systur
og dætur canadiskra hermanna austur í Evrópu.
eiga allar atkvæðisrétt.
Eigi canadiskur hermaður, austan hafs, móð-
ur, konu, fjórar—fimm systur eða hvað margar,
sem þær kunna að vera — hvort heldur gefnar
eða ógefnar — þá ber þeim öllum atkvæði sam-
kvæmt lögunum, svo framarlega að þær séu bú-
settar í Canada.
Vel getur fyrir komið, að starfsmaður stjórn-
arinnar, sá, er undirbúa skal kjörseðlana, missi úr
nafn og nafn — slíkt er eigi ótítt — jafnvel þótt
full samvizkusemi sé við höfð. En til þess að eigi
hljótist tjón af slíkum úrfellingum, er svo fyrir
skipað, að listarnir, eftir að skrásetjarinn hefir
lokið þeim, skuli festir upp að minsta kosti á
tveimur fjölförnustu stöðum í kjördeild hverri,
og einn á pósthúsinu.
Allir eiga rétt á að yfirfara listana. Skildi
svo einhver sakna nafns síns af listanum, þarf
eigi annað' en fara beint til skrásetjarans, er situr
á skrifstofu sinni síðustu tíu dagana fyrir kosn-
ingarnar, á auglýstum stað, og leggja fram dreng-
skaparorð, um að sá eða sú, fullnægi öHum þeim
lagaákvæðum, sem gerð eru að skilyrði fyrir kosn
ingarétti.
pað er mjög mikilsvert að athuga listana.
Ut að vera rekinn frá* atkvæðaborðinu og
mega sjálfUm sér um kenna. Atkvæðisrétturinn
er fjöregg þjóðarinnar. Og málin sem fyrir kosn-
mgunum liggja, veruleg alvörumál.
Hvar er vistagœzlustjórinn ?
Pannig spyr maður mann og það ekki að
ófyrirsynju.
Allar þjóðir, sem í veraldarstyrjöldinni
standa, hafa skipað mann eða menn, til þess að
hafa eftirlit með matvælaforða og framleiðslu
landanna. Hefir þetta verið og hlýtur að verða
hið mesta nauðsynjamál. pað liggur í augum
uppi að á ófriðartímum, er framleiðsluþörfin langt
um brýnni — þótt alt af sé mikil — heldur en á
friðartíð. Við stöðuga flutninga, hertak og rán,
gengur auðvitað miklu meira í súginn en ella. —
Brezka stjórnin var fljót að finna hvar skór-
inn krepti að. Og þess vegna skipaði hún um-
sjónarmann með vistum þegar í öndverðu stríðs-
ms, og gaf honum ótakmarkað vald í hendur til
þess að rannsaka að fullu vörumagn, verðlag og
framleiðslu skilyrði landsins.
Mótspymu nokkurri mætti þessi ráðstöfun að
vísu af hálfu heildsölufélaga og ýmsra annara
stórgróðastofnana. En sú mótspyma h.jaðnaði
fljótt — reyndist hégómi einn. Stjórain skildi
nauðsynina og lét því hvergi undan síga.
í stöðu þessa valdi stjómin einn hinn ágæt-
asta mann, er unt var að skipa, Rhondo lávarð —
mann með afburða þekkingu, hagsýnan og sam-
^izkusaman. pegar hann tók við starfi sínu var
útlitið ekki sem glæsilegast, nauðsynjavara öll
komin í gífurlegt verð og sumar tegundir mjög til
þurðar gengnar. Með fádæana einbeittni og hygg-
indum tókst honum á tiltölulega skömmum tíma,
að lækka að mun verð á nauðsynjavöru. Og á
nú hin brezka þjóð — einkum fátækari hlutinn —
engum einum eins mikið að þakka og manni þess-
um.
Canada á í stríði alveg eins og móðurríkið.
Hundruð þúsunda af mætustu sonum þessa lands,
em í skotgröfunum á Frakklandi og Belgíu og
tugir þúsunda eru svo að segja á förum. Allir
þessir menn hafa siðferðislega heimtingu á vist-
um, vopnum og klæðum í fylsta mæli, — heimt-
ingu á öllu því bezta, er þjóðin getur í té látið.
En þetta getur því aðeins orðið, að þeim, sem
heima sitja, verði gert unt að lifa við sæmileg kjör,
því þeir eru mennirair, sem eiga að rækta landið
og leggja fram féð.
En hvað hefir svo Bordenstjómin gert til
þess að liðka til um kjör'almeninngs og draga ögn
úr sársauka þeim, er dýrtíðin hefir í för með sér?
Jú, eftir meira en tveggja ára umhugsun — eða
vangá — skipaði hún loksins umsjónarmann með
vistaforða hinnar canadisku þjóðar.
Út fyrir flokkinn var auðvitað ekki farið og
tignina hlaut Hanna, afturhaldsstjómarráðgjafi
í Ontario. Fáir vissu samkvæmt, hvaðá \*rð-
leikamati maður þessi var valinn, og mrort
hann var starfinu vaxinn eða ekki; en víst var
um það, að á móti honum lagðist cnginn pólitískur
flokkur, enda var málið að sjálfsögðu ekkert
flokksmál. þjóðin var samdóma um að embættið
væri bráðnauðsynlegt.
En hvemig hefir svo útkoman orðið? Mr.
Hanna er búinn að hafa mál þetta með höndum
góðan tíma að minsta kosti. Og stjórnin gaf hon-
um mjög rúmt erindisbréf — vald til þess að á-
kveða verðlag o. s. frv. — En hvað hefir hann þá
gert ? Gott og blessað, hann hefir talað fagurlega
við blaðamenn; gefið út nokkrar skipanir og tekið
þær flestar aftur við Köntugleika (sbr. bannið um
sölu á niðursoðnum ávöxtum o. fl.). Og nú er
traust alþýðunnar á manni þessum, ekki orðið
meira en það, að í hvert sinn sem getið er um að
á ferðinni sé úr herbúðum hans ný fyrirskipan
um eitt eða annað, þá slær óhug á fjöldann, því
búist er við nýrri verðhækkun næsta dag.
Mr. Hanna ætti að segja af sér í kveld, eins
og blað nokkurt, ekki með öllu fjarskylt stefnu
stjómarinnar, komst að orði fyrir skemstu hér í
borginni; því biðin til morguns getur orðið þjóð-
inni of dýr.
Heildsöluhúsin eru látin í friði. ís-geymslu-
húsin eru látin í friði. öllum lífsnauðsynjum er
lofað að hækka í friði.
Fólkið hættir bráðum að spyrja hvar vista-
gæzlustjórinn sé. pað veit fyrir löngu að á sama
stendur hvar hann er, að því er dýrtíðina í land-
inu snertir. Enn — segi hann ekki af sér embætt-
inu góðfúslega, þá lætur fólkið hann aldrei í friði.
-------------------++-*----
Mjólkurverðið hækkar,
Enn hefir mjólk hér í borginni hækkað í
verði. Er nú potturinn seldur á 13 cents, en
mörkin á 7. Fátæklingamir, sem ekki geta keypt
pottinn í einu lagi, verða að borga 7 cents fyrir
mörkina. pví minni skerfur, sem keyptur er, þess
hærra verðið. Og sama mun mega segja um flest-
ar aðrar lífsnauðsynjar.
það er annars nógu fróðlegt að veita því eft-
irtekt, að í borginni Minneapolis, hefir mjólk
verið lækkuð um 2 cents potturinn, á síðastliðn-
um fimm vikum, og er það ótvírætt tákn þess, að
vistagæzlustjómin þar, þekkir sinn vitjunartíma.
En Mr. Hanna á of annríkt til þess að blanda
sér inn í aðra eins smámuni, og mjólkurverð-
ið í Winnipeg!
'--------------- ------------------ L----
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
Fyrsti kafli.
Nú, mín góða, unga stúlka, þá held eg alt sé
skiljanlegt”, svaraði Grey eftir nokkra þögn.
“Ungi jarlinn hlýtur að vera dáinn, og þessi bréf
eru til föður yðar, sem hins nýja jarls af Oak-
bum”.
XX. KAPÍTULI.
Horfin.
^ Jana Chesney sat í rökkrinu og starði á utan-
áskrift bréfanna, sem höfðu vakið svo margar á-
gizkanir; og smátt og smátt sannfærðist hún um
að sú niðurstaða-'sem Grey hafði komist að, væri
sú eina rétta; því ef hinn ungi jarl af Oakbum
lægi sjúkur af taugaveiki á Chesney <^aks, var
ekki líklegt að bréfin til hans væru send til húss
Chesney kapteins í South Wennock. Rödd Lucy
íauf hina löngu þögn, sem átti sér stað eftir burt-
för Greys læknis. Litla stúlkan, sem var gædd
mikilli nærgætni, hafði ekki vilja|5 tala fyrri, og
jafnvel nú ^ar rómur hennar lágur og hikandi.
“Heldur þú að það geti verið satt, Jana, — að
pabbi sé orðinn jarl af Oakburn?”
“Eg — eg held að það hljóti að vera satt,
Lucy. Annars get eg ekki skilið hvers vegna bréf-
in koma hingað”.
Lucy stóð upp af lága stólnum við ofninn og
þaut til dyranna. “Eg ætla að fara upp og segja
Lauru það”, sagði hún, en Jana bannaðj henni það.
“Ekki enn þá, Lucy. Við skulum fyrst vera
vissar um að það sé satt. Eg get ekki fengið mig
til að hugsa um það; það er svo sorglegt, svo voða-
lega hryggilegt, að hinn ungi jarl skuli hafa dáið
þannig — ef hann er dáinn”.
Lucy sneri aftur frá dyrunum og settist niður
Eins og flest önnur böm, langaði hana til að segja
frá nýungum. En hún bjóst við að Laura mundi
bráðum koma ofan, og þá mundi Jana efunarlaust
segja henni þetta.
Jana þagði. Tilfinningar hennar voru skyn-
samlegar og réttlátar; hún v&r ekki eigingjöm, en
róttlát í tilliti til annara, og hún Vildi helzt álíta
að þetta væri sennilegt, eða eins og hún sjálf
komst að orði brjóta heilan um það. Ef að lávarð-
ur Oakburn væri dáinn, jafn ungur og hann var,
mundi enginn syrga hann með meiri hreinskilni
en Jana. Og þó þrátt fyrir þetta og án þess hún
vildi það, ruddu þær hugsanir sér til rúms í huga
hennar: Enginn skortur, engin sparsemi, engar
bjargræðisáhyggjur lengur; enginn kvíði oftar
fyrir hinu hræðilega fangelsi handa þeim, sem hún
elskaði; fangelsið hafði alt af staðið í huga hennar
eins og grjótskriða, sem félli þegar minst varði.
Hveraig sem hún reyndi til að útrýma þessum
hugsunum, þá gat hún það ekki, og hún fyrirleit,
sjálfa sig sökum þeirra.
Litlu síðar, einmitt þegar Pompey kom inn
með lampann, heyrðist fótatak Chesney á vota
malarstignum. Síðan um morguninn hafði rignt
uppihaldslaust; en nú var rigningin nýlega hætt.
“Eg get engar fregnir fengið um Oakbum”,
sagði kapteinninn, þegar hann kom inn. “Almenn-
ingsvagninn kom ekki með neitt ferðafólk í kvöld.
Hvað er þetta, Jana? Eitt bréfið enn þá til hans?
pað er þó undarlegt, að hann skuli ekki koma hing-
að til að taka á móti þeim”.
“Pabbi”, sagði Jana, hálf hrædd og hikandi,
“eg er hrædd um að okkur hafi skjátlað, þegar við
bjuggumst við honum hingað. Hr. Grey kom hér
eftir að þú fórst, og hann eagði að lávarður Oak-
bum lægi hættulega sjúkur af taugaveiki í Ches-
ney Oaks, og væri búiAn að vera þar veikqr í tvo
eða þrjá daga; og að læknarnir hefðu sagt að hann
mundi naumast geta lifað. Hr. Grey áleit það
hér um bil víst, að þessi bréf væru til þín”.
“Til mín?” endurtók hinn undrandi kapteinn,
sem ekki hafði skilið takmörk sannanagagnanna.
“Já, pabbi”, svaraði Jana lágt og niðurlút.
“Til þín sem jarls af Oakbum”.
Chesney kapteinn starði fyrst á Jönu og lét
hana svo endurtaka alt sem Grey hafði sagt. pað
gerði hann mjög hnugginn. Hann var jafn lítið
eigingjarn og Jana, hann hugsaði um forlög hins
’tnga jarls, en ekki um sína eigin upphefð.
“Eg ætla að voga það, Jana, og opna annað
bréfið”. sagði hann. “Ef — ef alt er eins og á að
vera, þá mun vesalings ungi lávarðurinn fyrirgefa
mér; hann hefir ávalt verið viðmótsljúfur. Eg
skal þá segja honum hvemig á þessu stóð, og hvers
vegna eg gerði það. Réttu mér það, sem kom í
morgun”.
Jana fékk honum bréfið, og kapteinninn opn-
aði það. Hann las það þar sem hann stóð hjá lamp-
anum, og settist svo niður mjög auðmjúkur á svip
og steinþegjandi.
“pað er satt, Jana”, sagði hann loksins mjög
klökkur. “Vesalings ungi maðurinn er dáinn, og
eg er jarl af Oakburn”.
Bréfið var frá ráðsmanninum í Chesney Oaks
Hann skrifaði til að segja hinum nýja jarli frá
dauða hins unga húsbónda síns, og til að biðja
hann að koma sem allra fyrst til Chesney Oaks.
Jarlinn (sem við hér eftir verðum að kalla Ches-
ney kaptein) fleygði því í bræði sinni á borðið.
“pví skrifaði þetta flón mér ekki undir mínu
eigin nafni ?” hrópaði hann. “En þenna ráðsmann
hefir alt af skort heilbrigða skynsemi. Gef þú
mér hitt bréfið, Jana”.
Hitt bréfið var frá þeim lögmönnum í London
sem um mörg ár höfðu verið málfærslumenn Oak-
burn fjölskyldunnar, þeir buðust til að vera það
framvegis fyrir þenna nýja jarl.
Brautin var íögð fyrir þenna nýja jarl. pað
fyrsta sem hann þurfti að gera, var að fara opin-
berlega til Chesney Oaks. Að breyta eftir augna-
bliksáhrifum var eðli hans, og þess vegna stökk
hann á fætur til þess að fara af stað, án þess að
eyða einu augnabliki.
“Eg get ekki beðið, Jana. Hvað segir þú?
Bíða og drekka té fyrst? Hverra annara smá-
muna viltu sVo að eg bíði eftir? Ef eg get fengið
vagn í ‘Ljóninu’, þá get eg máske náð í lestina,
sem kemur við í Great Wennock. Dáinn! Vesa-
lings maðurinn dáinn, og án þess að hafa frændur
eða vini hjá sér”.
“En, pabbi, þú verður að taka ferðatöskuna
með þér. pú þarft —”
“Eg tek ekkert með mér”, greip jarlinn fram
í fyrir Jönu, um leið og hann lét á sig gleraugun
í flýti og hnepti frakkanum sínum. “Sendu Pom-
pey á morgun snemma til Chesney Oaks með
skyrtu og rakaraáhöldin mín. Svona, svona, eg
má ekkert augnablik missa, Jana. Einn koss hver
ykkar, stúlkur mínar, og svo — hvar er Laura?”
Lucy þaut út úr herberginu og kallaði:
“Laura, Laura!” Jarlinn þaut á eftir henni eins
fljótt og hann gat. Hann greip hattinn sinn og
yfirfrakkann um leið og hann gekk í gegnum
ganginn.
“Skeyttu ekkert um hana, Lucy, eg má ekki
bíða; eg býst við að hún sé sofnuð. Gefðu henni
einn koss frá mér og spurðu hana, hvernig henni
líki að heita lafði Laura”.
Alt gekk svo fljótt fyrir sig að Jana fékk
ekki tíma til að átta sig. Hún talaði eitthvað um
sýkingarhættuna og að hann gæti máske fengið
veikina; en hann gaf því engan gaum og gekk
ofan garðstíginn um leið og hann hnepti að sér
yfirfrakkanum. Jana vissi hve gagnlaust það
myndi vera að endurtaka orð sín, og hún stóð í
dyrunum ásamt Lucy og horfði á eftir honum,
þangað til hann gekk út um hliðið. Tunglið kom
kom nú einmitt í Ijós á milli grárra skýja.
Lucy hljóp að stiganum og kallaði á Lauru
eins hátt og hún gat; en ekkert svar kom.
“Eg held hún sé sofnuð, eins og pabbi sagði,
Jana. pað er þó undarlegt”.
“Eg skal fara og líta eftir henni, góða; far
þú inn í dagstofuna, Lucy, og hringdu eftir teinu”.
ónotalegur kvíði yfir því að Laura var ekki
uppi, kviknaði nú í huga Jönu, hún áleit að hún
hefði aftur læðst út í garðinn til að finna Carlton.
Hún leit inn í herbergi Lauru og kallaði. pað
var tómt.
‘Já, hjá honum aftur”, tautaði hún. “Eg skal
fara og sækja hana; þetta má ekki eiga sér stað”.
Hún gekk hægt út um aðaldymar og niður
vota malarstiginn með þunnu skóna á fótum sín-
um. En það varð gagnslaust. Systir hennar var
þar ekki, og Jönu datt í hug, að hún mundi hafa
gengið út með Carlton.
Gat það skeð að hún hefði gleymt sér á þann
hátt, að ganga út á stræti með Carlton að kvöldi
til fyrir augum allra?
Með þeirri beisku sannfæringu að þetta væri
tilfellið, vonaði Jana hálft í hvom að faðir sinn
mundi mæta þeim; því hún fór að efast um að hún
væri nógu kjarkmikil til að berjast á móti þessu.
Hún bað um ljós og gekk inn í herbergi Lauru
til að líta eftir svörtu kápunni og hattinum, sem
hún var vön að nota þegar hún fór út. En það
var þar ekki; og fanst henni það sönnun þess, að
tilgáta sín væri rétt.
Jana stóð litla stund, hvíldi olnbogann á kom-
móðunni og studdi hendi undir kinn. Hún gat
ekkert annað gert en að bíða, þangað til Laura
kæmi aftur, og reyna þá að koma viti fyrir hana.
“petta er afleiðingin af því, að eg hefi komist að
samfundunum í garðinum”, hugsaði Jana. “Hún
er hrædd við að mæta honum á sama stað aftur”.
Jana gekk aftur inn í dagstofuna. Teáhöldin
stóðu á borðinu, og Lucy leit upp með vonarfull-
um svip.
“Hvar er Laura, Jana? Kemur hún ekki?”
Hverju átti Jana að svara litlu stúlkunni?
pað var heppilegast að hún vissi ekki um fjarveru
Lauru frá heimilinu, Jana vonaði að enginn annar
fengi að vita það en hún. Hún svaraði Lucy óá-
kveðið og sagði, að hún mætti taka bókina með
álfaæfintýrunum aftur ef hún vildi, sem hún var
að lesa í eftir hádegið.
“En þú gefur okkur líklega te, Jana?”
“Ekki enn þá góða mín. Pabbi er ekki heima,
svo það þarf ekki að flýta því. Eg hefi dálítið að
gera, sem eg vildi helzt ljúka við áður”.
! THE DOMINION BANK !
STOFNSE'rrun i87i
TJppborffaður böfuðstóll og varasjóður $13,000,000
Allar eígnir - - - 87,000,000
Beiðni bœnda um lán
tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn.
Spyrjist fyrir.
Notre Dame Branch—W. M. HAMIBTON, Manager.
Selkirk Brancli—F. J. MANNING, Manager.
I
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200
Varasjóðu..... $ 848,554
formaður .... Capt. WM. ROBINSON
Vice-Fresitlent - JAS. 11. ASIIIMIWN
Sir D. C CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWI.F
E. F. HUTCHINGS. A. McTAVISH CAMFBEIiI,, JOHN S'fOVEB
Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reikninga vitS elnstakllnga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávfsanlr seldar til hvað*
staðar sem er á fslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparirjóðsinnlögum,
sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum.
T* E. THORSTEIN3SON, R&ðsmaður
Co William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
Sendið hermönnunum yðar fallega mynd í jólagjöf.
Það er til mynda- smiður í borginni w. w. ROBSON 490 IVEain St.
yðar ::::::: ■■■■■■■■■ ——
Að koma í veg fyrir
mútur.
Allar naðsynlcgustu varúðarreglur
hafa verið gefnar til þess að koma
í veg fyrir mútur og nmlanbrögð í
sambandi við herskyldulögin.
Ottawa, okt. Um leiS og herskyldu-
lögunum var hrint í framkvæmd, voru
á sama tíma valdir aS eins þjóSkunn-
ir sæmdarmenn til þess a'ö framfylgja
ákvæöum laganna. ViS starfrækslu
laga, geta mútur átt sér stað, engu
síður í Canada en öðrum löndunt.
Tilraunir til þess aS múta embætt-
ismanni, er meS undanþágur hefir aS
gera, svo og læknisskoSunartnanni,
eSa fulltrúa hersins, varSa fangelsi
frá einu til fimm ára. Svo af þessu
er augljóst, aS ekki er meS öllu
hættulaust, aS reyna til þess aS sniS-
ganga lögrn.
í fáum línum verSur ekki unt aS
birta allar reglur, sem standa í sam-
bandi viS þessa hliS málsins. En eins
og áSur hefir veriS framtekiS, liggur
hörS refsing vi'S ef reynt skyldi verSa
aS hafa áhrif á embættismenn iag-
anna meS mútum. A 22.
Verkvísindastofnun á íslandi.
Eins og flestir vita, er velmegun og
farsæld hverrar þjóSar komin undir.
þeissu þrennu: Eignum hennar, þ. e.
ágæti landSins, er hún byggir, hennar
eigin mannkostum og menningu,*og
loks sambandi hennar og viSskiftum
viS aSrar þjóSir. Og svo sem mikiS
er hæft í máltækinu: “Hver er sinn-
ar hamingju smiSur”, svo má og segja
um þjóSirnar, aS þær snúi sjálfar ör-
lagaþætti sína. Þar af leiSandi ætti
hvert þjóSféiag fyrst og fremst aS
þekkja sínar eigin þarfir og augnamiS
og eigi síSur takmörk krafta sinna og
sínar veiku hliSar, svo aS hún tærlst
eigi meira í fang en hún fær annaS,
og hins vegar er einnig nauSsymá, aS
hún þekki þrótt sinn og auSIegS lands-
ins er hún byggir, sem allra bezt, svö
aS hún gefist ekki upp þegar i nauS-
irnar rekur. AS þekkja sjálfan sig
er gömul o^" góS regla>fyrir ein.stakl-
inga og þjóSir, og sú regla er einnig
góS og gild, þega landiS sem þjóSin
byggir, er inniíaliS í hugmyndinni
“þjóS” og þjóSarheill.
Allir, sem þekkja auSsuppsprettur
Islands aS mun, vita, aS þaS getur,
ef þaS er notaS á þann hátt, sem nú-
tíSartæki leyfa, fætt, klætt og hýst
fyllilega 3—4 milj. manna (og ef til
viM tvöfalt þaS) eSa hér um bil fertug-
falt fleira fólk en nú byggir ísland,
og eins mörgujn er þa'S ljóst, aS til
þess aS geta hagnýtt sér þær auSs-
uppsprettur, sem Island geymir, svo
aS vel sé, útheimtist fyrst og fremst
meiri verkkænska og verkhyggni en
nú er almenn, svo aS vilji menn
tryggja þjóSinni vöxt og viSgang, þá
er fyrsta sporiS ekki |>aS aS víkka
hennar andlega útsýni nreS eintómum
bóklestri, né heldur kenna henni alla
króka og töfra í þeirri list aS safna
peningum — heldur hitt, aS kenna
henni aS vinna sem mest- og bezt úr
auSlindum landsins, þ. e. næringar-
uppsprettum þess.
r Til þess aS tryggja þessar um-
bætur og flýta fyrir þeim, er enginn
vegur betri, en verkleg uppfræSsla
fyrir hina uppvaxandi kynslóS, en hún
heimtar auSvitaS verkvísindaskóla,
rétt eins og andleg mentun og em-
bættisnám þarfnast bókmenta- og
embættismannaskóla. Þessi verkvisT
indastofnuqujierSur aS vera ólík vana-
legum skólum í því, aS hún notar ekki
bókina sem aSal leiSarvrsi, heklur
verkið sjálft, bókina aS eins sem hjálp
Þesskonar stofnanir, nfl. tekniskir
skólar, eru nú orSnir mjög almennir
erlendis og standa oft óháSir háskol-
um og þeim jafnhl., eirrs og The
School of Science Toronto, Canada
og The Technological Institut, Boston
U. S. A. — ekki aS nefna tekniska
skóla í Evrópu, eSa þá í sambandi viS
háskólana. Slík stofnun — þó auS-
vitaS hlutfallslega svo miklú minni,
sem þjóSfélag vort er minna en íhúa-
tal Bandaríkjanna, eSa þótt ekki sé
lengra fariS en til NorSurlanda, þar
sem tekniskir skólar eru nú til — væri
óneitanlega æskilegt, aS kæmust á fót
sem allra fyrst hér á Islandi svo aS
synir þessa lands, og einnig dætur
þess, ættu kost á aS læra, þegar á
unga aldri frumatriSi helztu vísinda-
greina, jafnframt því sem þau læra
þær iSnir, sem þær velja sér æfilangt.
GÓÐ ER HÚN
BLESSUÐ LYKTIN!
Frú mín góð! þú ættir að eins
að finna lyktina af mulda kaff-
inu, eftir að það er trekt, og þá
bragðið að því! pað eitt er víst
að þú hefir ekki fengið malað
kaffi eins gott og “Red Rose”
kaffi. peir sem kunna að dæma kaffi og
hafa víða farið og drukkið kaffi á ýmsum
stöðum, segjast aldrei hafafengið ljúffeng-
ara kaffi. Sumir hafa farið svo langt að
segja — jæja, það er víst bezt að setja það
ekki á prent. Vér viljum mælast til að
þér reynduð Red Rose mulið kaffi, án þess
að segja meira um gæði þess. Vér viljum
ekki gera yður forviða fyrir tímann eða
fyr en þér hafið reynt bað. Og sama er
verðið sem það var fyrir þremur árum.
676
Red Rose
Coffee
v