Lögberg - 29.11.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.11.1917, Blaðsíða 6
í LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER 1917 Guðjón Baldvinsson. ('Niðurlag/. VIII. Sumarið 1910 var Guðjón á ferð í Svíþjóö og skrifar um þaö m. a. í bréfi: “En i Slotsskogen í Gautaborg hef eg þó verið einna sælastur maður á æfi minni. Eg var einu sinni að hugsa um að skrifa eitthvað sem héti: Hugblaer frá Hallarskógi, en sá til allrar guðs lukku i tæka tíð. að mér ferst ekki að rita þesskonar. Mig skortir andriki. Og er aumt að vera bæði hugsunarlaus og mállaus” físa- firði, 23. des., 1910). Eg ætla nú að gerast svo djarfur að revna að fylla í eyðurnar i þess- ari frásögn. Mér er sem eg sjái Guðjón reika þarna í Slotsskogen, þar sem 'andiö sumstaðar er prýtt með allri snild. garðlistarinnar og á öðrum stöðum látið haldast óbreytt eins og það var frá náttúrunnar hendi. Það var sól skin og sumarhiti, og þó svali utan frá sjónum og forsæla undir trjánum. Hann varð alt í einu svo opinn fyrir sólskininu og öllu sem var i kringum hann, alt varð eitthvað svo dásamlegt. Og hvað var þetta! Sem hann var þarna lifa-ndi voru álftirnar á tjörn- inni kolsvartar! Þegar álftin v'erður svört og hrafn- inn hvitur, þá ber eitthvað merkilegt við. F.n hvað gat borið við núna? Hann gekk upp á hæðina og kom að Smálandsstugan, Ijómandi fallegum bóndabæ, sem hefir verið fluttur sunn- an úr Smálöndum með öllum sinum gögnum og gæðum. Og meira en bær- inn, lika stúlkan, sem sýnir hann og gtengur í þjóðbúningi. Þarna var meira að segja manneskja aö tala við. Þau höfðu gengið um allan bæinn og stúlkan útlistaði hvern hlut með einstakri nákvæmni. Nú stóð hún við Iokrekkjuna hjónanna og hélt áfram með sömu alvörunni: “-----já, og þarna, ser herr’n, uppi í gaflinum er dálítill skápur, ekki hærra en svo að hægt er að seilast upp í hann með því að rísa upp í rúm- inu. Þar geymdi bóndinn brennivíns- pela, svo að hann skyldi ekki þurfa að fara ofan á nóttunni til þess að fá sér í staupinu------” Guðjón hló, skellihló. Hann var í - ágætuskapi. Og svo kvaddi hann stúlkuna með virktum og stakk pen- ingi í lófan á henni. En nokkru seinna þegar hann sat á bekk niður v'ið síkið, fór hann að hugsa sig um. Það var ekki hlæjandi að þessari drykkfeldni, sem gaf mönn- um ekki næturfrið. Hefði ekki verið eðlilegra að hneyxlast á þvi? — En ;hann hló enn þá, veifaði stafnum sín- ium fram fyrir sig og sló honum i jörðina svo mjöllin þyrlaðist upp: nei, í dag er eg ríkur, í dag hneykxl- ast eg ekki á neinu. Já, þarna hafði hann fundið orsök- ina, án þess að hugsa. í dag var hann ríkur. Þess vegna var hann' svo glaður. Síðustu mánuðirnir höfðu verið fjölbreyttir. Fyrra part sumarins var hann suður í Heiligenstadt hjá Guð- mundi Hlíðdal, skoðaði Berlín á norð- urleiðinni, kom til Hafnar aftur, fór þaðan á norrænan kennarafund í Stokkhólmi og var nú að koma þaðan. Alt þetta hafði komið hreifingu á hugann, hann hafði séð margt merki- legt, sem hann hlakkaði til að segja kunningjum og Iærisveinum frá, kvnst nýjum hugsunum og viðfangsefnum og gamlar hugsanir höfðu yugst upp og komist í önnur sambönd. F.ftir tvö kuldasumur heima á tslandi skein sólin nú á hann dag eftir dag og vermdi hann allan i gegn. Og nú átti hann eftir nokkrar vikur að byrja á kennarastarfi heima, við verulegan skóla, sem gæfi honum stórt og fast starfsvið. Loksins átti hann að gefa sig allan v'ið þessu starfi, sem hann hafði þráð svo lengi. Hann var kom- inn að uppskerunni, sjálfum undir- búningnum var lokið. Og þó að hann vissi, að enn var mikið að læra, vissi bann líka, aö hann gat mikið, átti af miklu að gefa. Og þegar hann sat þarna og horfði inn í framtíðina, skaut fortiðinni líka upp í hug hans. Hann hlaut að minn- ast örðugustu stundanna í lífinu, þeg- ar öll tilveran sýndist köld og grá og gínandi tóm var i hjartanu. Nú skein sól þarna á skóginn og síkin og hugur inn var fullur af vonum og fyrirætl- unum. “Gef mér stað til þess að standa á, og eg skal hræra jörðina”, hafði Ar- i kímedes sagt. Nú fanst honum hann vera að skilja, að eins var það með forlög mannsins. Ef hann getur fund- ið stað fyrir utan sjálfan sig að standa á, þá getur hann verið fvrir ofan forlögin, hann getur stjórnað þungamiðjunni í lífi sínu. Hvers vegna hafði ógæfan orðið honum svo þungbær í fyrstu? Af því að hugur hans var of bundinn við sjálfan hann. Nú var hann búinn að læra, að hann v'ar einn af dropun- um í fossinum, og forlög allra hinna dropanna komu honum við. Hann hafði gert mál smælingjanna að sínu máli, örðugleikar þeirra voru áhyggju efni hans, sigrar þeirra og framsókn gleði hans. En var hann ekki búinn að leysa 'J>arna eitt af örðugustu reiknings- dæmum tilverunnar á sinn hátt? Og átti ráðningin ekki erindi til fleiri? Hann hugsaði um félaga sína gömlu. Voru þeir ekki altof bundnir við eigin hagsmuni. Þeir trúðu á mátt og meg- in, en sú trú er bygð á sandi. Var ekki þetta vátryggingin, sem ]>eir þurftu: að finna stað fyrir utan sjálfa sig að standa á. Og höfðu ekki marg- ir þeirra aldrei kynst sömu hreinu gleðinni og hann i dag —af því að einhverjir persónulegir smámunir voru alt af að þvælast fyrir þeim? Erum við ekki allir vesalings bátar úti á regin hafi? Öldurnar geta leik- ið sér að okkur eins og köttur að músum. Við erum varnarlausir fyrir því ofurefli. Og sé allur hugurinn við okkur sjálfa og það sem í bátnum er, þá granda öldtirnar sálunni jafnt og líkamanum. En — það er fleira til en við. Aðr- ir bátar — Iíka stórir drekar og sterk meginlönd. Reyndu að festa hugann við eitt- hvað af þessu. Undir eins og þú hefir fest hann við annan bát en þinn, er nokkru borgið. Að vísu getur þeim bát hlekst á, en sorgin yfir annari manneskju er alt af göfugri en sorgin yfir sjálfum sér, því að hún víkkar og dýpkar sálina. Og svo dregur hún hugann frá eigin andstreymi. En helzt áttu líka að festa ást þína á einhverjum drekanum, sem ristir hafið: einhverri nýrri og mikiJIi hug- sjón er langar að brjóta sér leið. Hún þolir þó alt afbetur hafrótið en bátur- inn þinn. Eða þá við eitthvert megin landið, eitthvað af hinum eilífu hug- sjónum og draumum mannkynsins, sem aldrei geta hrunið. Þá mun þér' finnaist þú standa, þótt þú fallir, af þvi þau standa. Þarna í Hallargarðinum ætla eg að kveðja Guðjón Baldvinsson. Ári síðar var hann dáinn. Samt hafði hann sigrað. Dauðanum lútum við allir, fyr eða síðar. En örðugleika lífsins hafði hann sigrað. Viðfangs- efnið, sem lionum var gefið, var ekki auðvelt. En hann levsti úr því með prýði. Og þarna hló nú litla sólin við honum. Sigurður Nordal. —Réttur. F réttabréf. bóndi vestur á sléttum segir meiningu sína. “Jæja, kunningi, sv'o stjórnin hefir ákveðið hveitiverðið. Við eigum hvorki að fá meira né minna fyrir einn mæli bezta hveitis en 2 dali og 21 cent. Einmitt það. Þetta hefði nú verið gott og blessað ef stjórnin hefði á sama tíma hugsað að tak- marka vinnulaun þeirra manna, sem lnin sendir okkur að haustinu, eða hvenær sem er, til þess að vinna við að framleiða kornið; og hefði henni einnig hugsast að takmarka verðið á vinnuvélum okkar. Nú síðastliðin ár hefir verð vinnuvéla hækkað um 30% og ómögulegt er að fá mannræfil fyr- ir minna en $4.50 um daginn að haust- inu. Þar að auki verðum við að fæða þessa sömu menn. Ekki má gleyma því. Við bændur erum ekki neitt að fárast um verðið 2 dali og 21 cent, ef alt hefði v'erið sniðið eftir þessu á- kveðna verði; en með þessu móti framleiðum við auðvitað helmingi minna en við hefðum gert ef stjórnin hefði látið okkur ráða verðinu. Okk- ur dettur ekki í hug að borga Jætta kaup, þetta heimskulega háa kaup. Við sáum ekki meiru en því, sem við getum sjálfir ráðið við án þess að leigja menn. Tökum dæmi af nágranna mínum. Hann á þreskivél og til }>ess að vinna við hana réði hann 8 menn með hey- kvíslar og borgar þeim $4.50 á dag. Tveir menn draga að bindi og hafa þeir $6.00 hver á dag, manninum sem dregur að vatn borgar hann $7.00 á dag; því það hefir verið þurt hér á sléttunum í sumar og er því ílt að ná vatni. Hann hefir haft alla þessa menn i fjórar vikur og á því tímabili hefir hann verið við |>reskingu 5)4 dag. Auðvitað hefir hann orðið að fæða alla þessa menn og hesta allan þenna tíma. Hann fékk enga upp- skeru 1916. Þá lenti alt í “ryðinu”, og hann varð að kaupa alt útsæði í vor. Skyklu ekki borgarbúar hugsa sér að hann hljóti að verða milljóna mæringur þetta ár, úr því að hann fær nú 15 mæla af ekrunni til jafnað- ar? Þeir sem selja okkur vinnuvél- arnar, sem margir eru í raun og veru milljónaeigendur mega setja upp sína vöru en við bændurnir megum ekki taka neitt tillit til verðs á þessum sömu vélum þegar vér seljum okkar afurðir. Það er nú auðráðin gáta hvernig }>að er lagað. Milljónaeig- andinn hjálpar upp á sakirnar þegar um kosningar er að ræða, hvorum flokknum, sem hann svo tilheyrir. Já, eg sagði það áðan að við mund- um framleiða miklu minna vegna þessarar takmörkunar á hv'eitiverð- inu. Eg hefi t. d. 150 ekrur af hvíldu landi, sem er« reiðubúið fyrir sáðvél- ina næsta ár; en mér dettur ekki í hug að sá hveiti i alt það land, vegna þess að eg veit að eg get fengið meira fyrir hafra og grjón; því ef eg get ekki fengið menn til þess að þreskja fyrir sanngjarnt kaup, þá get eg þó að. mfnsta kosti geíið bindin naut- griptim og öðrum skcpnum og þannig gert mér peninga tir uppskerunni og er ekki bundinn v:ð $2.21 á neinn hátt Eg á líka þreskivél; en mér datt al- drei í hug að borga hverjum einasta umrenningi $4.50 á dag. Það er fyrir mér eins og íranum, sem sagði: “Eg á litla konu, en stóra fjölskyldu”.' Allir drengirnir mínir eru stú'kur nema tveir, svo eg færði þriár þessar stúlkur í — brækur — og lét þær fara að keyra hesta og byggja vagnhlöss- in. Svo hefi eg 12 ára gamlan dreng son nábúa míns, sem keyrir eitt hesta- par. Annar drengurinn minn og ná- granna drengptr hrinda bindunum til grindar á akrinttm; en sjálfur renni eg þreskivélinni og kasta að henni bindum. Hinn drengurinn minn renn- ir gufuvélinni og hjálpar mér að kasta að bindunum. Við leiðum kornið frá vélinni \ byrður — á akrinum. Við hreinsum af 40 ekrum á dag og fæð- um engan urmul af mönnum; en þetta er hart verk fvrir okkur veslingana. Við vinnum hér um bil 16y2 klukku- stund á dag, þvi í hjáverkum mjólk- um við 7 kýr. Til þess að litlu stúlk- urnar geti sofið þeim mun lengur, fer eg á fætur klukkan 4 og mjólka allar kýrnar og drengurinn minn ann- ar gefur tíu hestum, leggur á aktýgin og hreinsar hesthúsið að morgninum og hefir því nóg að vinna þar til líð- ur að morgunverði. Eg aðskil mjólk-1 ina. Tíu mínútur sitjum við að morg- unverði og svo hlaupum við út að vélinni berum á oliu og færum að fjærstu hliðum byrðanna og erutn og erum þannig reiðubúnir fyrir dag- inn. Fimmtán minútur sitjutn við að miðdagsverði og svo æðum við að vólinni aftur, komum heim i hús kl. átta, mjólkum og aðskiljum og erum vanalega komin í rúmið klukkan hálf ellefu. Já, vinur minn. Við leggjum mikið að okkur, ofmikið raunar, og mér dettur ekki í hug að leggja þetta á okkur aftur næsta ár, ef mögulegt verður að fá menn með sanngjörnu kaupi. Drengirnir okkar vinna af öllum kröfttim og fá ekki nema $1.10 á dag. Þv'í skyldum við borga $4.50 hvaða leppalúða sem kemur og biður um vinnu. Það væri nú ekki svo af- leitt ef þessir flækingar væru dug- legir menn; en því er ekki að heilsa. Drengurinn minn, sem nú er í skot- gröfum á Frakklandi hefði getað unn- ið meira en á móti þremur af þessum snáðum. Hann tengdasonur minn náði í þrjá þessara flækinga og það er ekki ofsagt þegar eg segi, að eins gamall og eg er, þá gæti eg unnið á móti þremur þeirra líkum. Það eru víst “Ixxrgarmenn” og hafa aldrei á æfi sinni notað heykvísl og því síður keyrt hesta. Og svo ef það viðvíkjandi takmörk- un verðs á vmsri matvöru. Hvað hefir þessi Mr. Hanna verið að haf- ast að, nema að “draga” hátt kaup handa aðstoðarnönnum sínum, og alt af er hann að útnefna nýja og nvja aðstoðarmenn ? Eg Ias það einhvers staðar að ef reiknað væri eða miðað við kostnaðinn síðastliðinn mánuð, ]>á mundi það kosta ríkið $3,300,00 á ári að fæða Hanna og aðstoðarmenn hans. Þetta er nú ef til vill ósatt, þv'í margt er nú sagt ósatt; en kostn- aðurinn er ógurlegur. Og nú er ný búið að útnefna 25 aðstoðarmenn i viðbót við alla gamla aðstoðarmenn Mr. Hanna. Hvar er sparnaðurinn sem verið er að tala um ? Eg sé hann ekki. í allri einlægni að segja, vinur minn, þá verð eg að segja að eg á’lít þetta versta “humbug” — blátt áfram peningaaustur “út í bláinn”. Því í ósköpunum ákvað ekki stjórnin lægsta verð hveitis og lét svo framboð og eftírspurn ráða hæðsta verði? Ef hveitið hefði hækkað að mun og bændur hefðu séð að arðvænlegt var að framleiða hveiti, þá mundi ekki Iiafa staðið á þeim með að framleiða. Og eftir því sem þeir framleiddu meira og meira mundi hveitið hafa lækkað smátt og smátt án tilhlutunar nokkurrar stjórnar. Eg get ekki séð að þessi takmörkun á hveiti hafi gert neitt gagn, nema ef v'era kynni að það hefði dregið úr lukkuspils glamri nokkurra fjárglæfra manna rétt í bráð. fylftst með nokkumveginn í tilliti tiil hveitiverðs og það er áreið- anlegt að hveitið okkar hefir aldrei hækkað í verði minna en 22 cent og jafnvel 35 cent mælirinn á leiðinni að heiman frá okkur til Fort William. Linhverjir fá meira en við bændurnir fyrir hveitið. Burðargjaldið er 13 cent fyrir 100 pundm. Sv'ona er það, vniur minn. Myllan okkar brann svo eg varð að kaupa mjöl austan að. Eg varð var við að þeir þarna i Fort William græddu 50 cent á hverjnm 98 pundum þangað »/• .. i • \«• rimbur, fialviður af öllum Nyjar yorubirgöir tegundum, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co« Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG I ADANAC GRAIN COMPANY, I LIMITED HVEITIKAUPMENN Tals. Maín 3981 1203 Union Trust Building; WINNIPEG 208 Drinkle Block, Saskatoon, Sask. 27. september 1917. Bóndi góður! Ekki nema á þeim komtegundum, hveiti, höfrum og flaxi, sem ekki ná fyrstu flokkun, er hægt að mæta verð- samkepni. pað eina sem getur verið að ræða um er tegunda- mismunurinn. Adanac Grain Öo., Ltd. hefir tekið upp þá aðferð í skoð- un á hveiti, sem algerlega fyrirbyggir rangindi. Vér höfum óháðan umsjónarmann, sem í mörg ár var aðal aðstoðar um- sjónarmaður sambandsstjómarinnar. Hann lítur eftir öll- um vagnhlössum sem oss em send og hans ummæli fylgja því sem seljandi hefir fengið. f sambandi við þær komtegundir sem samkepni er hægt að koma að, er vort félag betur sett til að gefa góðan árang- ur. Aðal ráðsmaður vor hefir haft þrjátíu ára reynslu í þeirri grein — bæði hvað innkaup snertir úti um landið og eins á útflutningi til annara landa. Hans reynsla er peninga virði í þinn vasa. Sendið vagnhlass til reynslu og mun það tryggja fram- hald verzlunar—því góður árangur eykur viðskifti. Yðar þénustubúnir ADANAC GRAIN COMPANY LIMITED komnttm, þrátt fyrir þetta ákveöna verö $2.21. En viö v'eSalings bændur höldum áfram aö greiöa atkvæöi anniaöhvort meö — meö — já, með öðrum hvor- ttm flokknum — með hvorum sem viö helzt tilheyrum og leggjum fram blóö og merg til þess að framleiða sem mest korn 1918. Það er ekki orðið alveg víst; en það halda borg- armenn, þeir segja; “Þiö bændur Iiggiö og flatmagið ykkur allan vet- urinn, svo geíið þið sáö öllu ykkar korni á fám dögum, jlþiö megiö auö- vitað ekki sá nema hveitij, svo líafið þiö ekkert aö gera nema aö hengsl- ast í kring og sjá hveitið spretta á .ökrunum. Viö getum sent ykkur alla þá merm sem þiö óskið eftir og þiö borgið þeim $4.50 eöa kannské $6.00 á dag. Viö verðum aö fá kornið næsta ár til þess aö geta hjálpað her- mönnunum. Það er alt, sem ætti að þurfa að segja. Sendiö þiö kven- fólkiö út á akrana. Bænda konur og annað kvenfólk úti á landi á svo sem ekki annrílct”. Viö skulum sjá til. Grunur miinn er, aö þaö heföi verið betra fyrir stjórnina að láta okkur bændur ein- ráöa um verðið á hv'eitinu. / B. þýddi og lagaöi. Kvöldlöngun. Til fjallanna líöur töngun mrn hvar lóurnar syrrgja’ á bölum; og indælust brosir mér sólarsýn, en svanirnir tóna lögin sín, þótt rökkur riki i dölum. Þá sólin gyllir hnjúkanna hár, en húmar um dali alta og þoku-lopinn Ijótur og grár lykur um firöi, vötn og ár, mín löngun líður til fjalla. Skarkalinn rænir mig frelsi og friö — flæmir burt gleði alla. Hálendiö skapar gleði og griö; gott er og frjálst þess brjóstin viö. — Mín löngun líður til fjalla. Kosningin í Roblin kjördæminu. 1 kjördæmi þessu er kosning um garð gengin. Tveir sóttu um sætið, báöir frjálslyndir og hétu fylkisstjórn- inni stuðning. Kosningu hlaut J. W. Westwood bankastjóri—óháður fram- sóknarmaður. t tðLBKIK Gömlu togleðurskómir drógust eftir gang- upp frá blöðum sínum, horfðu svo ósjálfrátt niður stéttinni við hvert fótmál og vindurinn næddi á skóna sína nýburstaða og gljáandi, þaðan litu sárar og sárar gegnum gula kjólgarminn og rauðu þeir upp í loftið. þríhymuna, og sulturinn skar sárar og sárar eftir María Elizabet var nú komin inn á mitt gólfið því sem lengra leið á kveldið. Hún horfði bænar í þe3sum skrautlega sal. Guli kjólgarmurinn, augum frá einu andliti til annars, en hvergi var rauða þríhyman og togleðurskómir, sem berar meðaumkun eða örfunaryrði og hún leit feiminn tærnar stóðu út úr, skar mjög í augu við skrautið og ráðalaus niður fyrir fætur sér aftur. Vonar- og viðhöfnina, sem var á öllu þama inni. Hún stóð neistarair, sem smá kviknuðu urðu jafnóðum að hálfboginn og trosnuðu endamir á þríhymunni, ösku, örvæntingu. Og María Elízabet tók um sem hnýtt var um höfuðið löfðu niður á bakið og hjartað, eins og hún ætlaði að halda því saman gerðu baksvipinn mjög skríngilegan. Svona gekk svo það springi ekki. hún manna á milli í salnum og hélt út litlu hend- Vesalings María Elízabet! Hún beigði af inni, sem var rauð og bólgin af kulda, en enginn Washington stræti. Allir sem þar bjuggu áttu lagði neitt í lófann. Sumir hlógu að henni, sumir heimili og heitan kveldmat handa sjálfum sér, hnikluðu brýmar, en flestir létu sem þeir sæu engin átti neitt meira, enginn átti auka málsverð, ^ana ekki. ‘^vað gengur annars á hér inni ?” handa flækings telpu í gulum kjólgarmi með stóra sa8'ði einn og ypti öxlum og leit fynrlitlega í kring togleðurskó á fótunum. María Elízabet sneri inn ^ si«; eins og honum hefði verið stórkostlega / á annað stræti. pað var stutt stræti, en fagurlega misboðið. María Elizabet hélt áfram. Hræðslan skreytt og bjart, sem á degi væri. par stóð ein af var nú farinn af henni. pað var eins og eitthvert hinum glæsilegu gistihöllum. Gistihöll, sem allir ósjálfræði yfir henni. Ylmurinn af krásunum íbúar Boston þekkja. Höll, sem er svo vel þekt að fr,aman úr borðstofunni espaði sultinn, henni fanst óþarfi er að nefna hana á nafn. Vitanlega áttu ^nn myndi geta hlaupið inn og hrifsað eitthvað af betlarar ekki aðgang að þessari höll og eigandi borðinu, stolið því eins og Jóa gerði. En þa,ð ætl- hennar myndi líklega reiðast. ef eg segði frá því ^nn samt í síðustu lög að gera. Hún hélt því hveraig þessi litli betlari, hún María Elízabet, .afram a® reffa fram hendina, en sagði að eins: komst þar inn. Enda gæti það hvorki eg eða aðrir er svöng”. enginn skildi í því hvemig hún komst fram hjá Herramaður einn benti henni að koma, hann dysaverðinum og höfuðbrytanum, inn að skrá- skýldi fyrir með stóra dagblaðinu, sem hann hafði setningarborði og fram hjá skrifstofudyrunum og verið að lesa, á meðan hann laumaði til hennar smá inn í biðsalinn. Hér var svo bjart og hlýtt. peningi, 5 centum. 0g hann leit í kring um sig, til María Elízabet hafði aldrei komið inn í svona að vita hvort nokkur hefði séð eins og hann fallegt hús, eða séð því Iíkt skraut. Hún varð skammaðist sín; eins og hann hefði brotið eitt- hrædd við það, en læddist samt áfram inn eftir hvert heilagt siðferðislögmál. pað er líka synd að spegil gljáondi gólfinu, og reyndi að taka svo hátt gefa betlumm, það vitum við öll. Og maðurinn , upp fætumar að togleðurskómir ekki drægjust stjakaði Maríu litlu frá sér Qg sagði: Svona nú eftir því. pama sátu margir menn, reyktu vindla bam, farðu nú, farðu”, Svo fór hann aftur að lesa og lásu blöðin. peim var heitt og notalegt, fötin í dagblaðinu, harður og einbeittur á svip. pessi þeirra voru falleg og það leit ekki út fyrir að þeir 5 cent vom það eina, sem henni var gefið. Herra- myndu hafa farið á mis við kveldverðinn. En hvað mennimir hristu höfuðið, en einn kallaði á þjón til það hefir hlotið að þurfa marga málsverði handa þess að láta Maríu litlu út. Við það varð hún þeim öllum, og ef til vill er einn afgangs handa hrædd og stóð kyr, og leit óttaslegin alt í kringum mér. “Afgangs handa mér”, sagði hún hálf hátt, sig. Út í einu hominu sat ungur maður, einn sér en hún hrökk við þegar hún heyrði til sjálfrar sín, við afskekt borð. María Elizabet hafði séð hann og nú gleymdi hún því að gömlu togleðurskómir þegar hún kom inn, en hann hafði ekki séð hana voru henni langt um of stórir. pað heyrðist eitt- eða neinn annan. Hann grúfði andlitið í höndum hvert þmsk, sem menn könnuðust ekki við. pað sér og hallaðist fram á borðið. Hann var vel var ekki skrjáfið í blöðunum eða það að einhver klæddur. María Elizabet horfði á hann um stund. hefði mist niður vindilinn sinn. Nei það voru tog- Hvers vegna var hann þama einn sér, ef til vill leðurskómir hennar Maríu litlu, sem stmkust eft- var hann að gráta eða átti eitthvað bágt. Og María ir marmara gólfinu. Sumir herramennimir litu litla hljóp til hans og lagði hendina á öxlina á hon- 8 6 Ii S K I N S um. Ungi maðurinn leit upp. Hann var fríður sýnum, andlitið unglingslegt og góðlegt. En drætt- imir afmyndaðir eftir viku túr. Hann leit á Maríu litlu og sagði hranalega: “Hvað vilt þú?” “Eg er svöng”, anzaði hún. “Eg get ekki gert að því, farðu”, sagði hann. “Eg hefi ekki fengið mat að borða í dag”, svaraði María Elizabet í bænarróm, “ekkert að borða í allan dag”. Varir hennar titruðu, en hún talaði skýrt og bamsröddin hljómaði gegn um sal- inn, pví nú var dauðaþögn. Herramennimir höfðu höfðu hætt að lesa í blöðunum og allir horfðu á litlu stúlkuna í rauða kjólgarminum. “Farðu!” sagði ungi maðurinn óþolinmóðelga. “Eg hef sjálfur ekki fengið neitt að borða í þrjá daga. Farðu! Láttu mig vera!” fFramh.). Sólskinssjóður. Safna'5 afGuörúnu og Elínu Eggertson, Tantallon, Sask. Eggert O. B. Johnson...........................$ .25 Jón G. Jónsson....................................25 Valgeröur Jónsson.................................25 Siguröur Nordal Jónsison .........................25 Guöhildur Jónsson................................ 25 Einara S. Jónsson.................................25 Helga Rósa Jónsson.....................^..........25 Lárus Þ. Jónsscm............................... .25 Sveinbjörn Jónsson.............................. .25 Walter Ólafsson...................................25 Óskar Ólafsson....................................25 Tryggi Ólafsson.................................. 25 Helga Sigurrós Ólafsson.....................< .25 Guöríöur S. Vopni.................................25 Margrét S. Vopni..................................25 Jóhann Ólafur Magnússon.......................... 25 Sigurhjörn Jóhannes Magnússon.....................25 Páll Magnússon....................................25 Otto V. Johnson ..................................50 Péitur Árnason................................. 25 Gústaf Árnason....................................25 Árni Ámason................................... .25 HjálmfríÖur Árnason...............................50 Guörún Eiríksson............................... 1.00 Eyjólfur Freeman Magnússon........................25 Vilmar Jóhann Magnússon .. .......................25 Bster S. Johnson............................... .25 Valtýr S. Johnson............................... 25 Helgi Thorsteinsson............................. .50 Jón Thorsteinsson.................................50 Angelene Wisewell .. .................. . Adelbert Wisewell...................... Narfi Siguröur Johnson................... Rósa Svanhvít Johnson.................. Hannsína Eggerfcson.................... Fríöa Eggertson........................ Vilfred Eggertson...................... Guörún Eggertson....................... Bjarni Eggertson....................... Blin Eggertson......................... Frá sunnudagsskóla Immanuelssafnaðar Haraldur S. Sigmar..................... Björgvin Jón Einar Westdal............. Thora Sveinsson ....................... Heiða Sveinson ........................ . Salla Sveinson......................... Björn Sveinson......................... Stína Josephson........................ Thorfinnur Josephsion .. .............. Margrét Josephson...................... Björn Josephson ....................... Ellen Smith............................ Mundi Johnson.......................... Hazel Hjörleifson .... .'.............. Kristín Hjörleifson .. ................ Gunnsteinn Johnson..................... Þuríður Johnson........................ Jón Johnson............................ Thorey Sölvason........................ Jón Sölvason........................... Margrét Sölv'ason........................ Siguröur Sölvason.................... .. . Sveinn Kristjánson..................... Steingrímur Johnson .. ................ Sesselja Johnson....................... Guðrún S. Johnson...................... Guðný S. Johnson ...................... Guöný Hallgrímsdóttir, 83 ára.......... Kristján Johnson.......................... Jóhann Björnsson ............'......... Sigriður Hallson..........;.............. Jónas I. Kristjánsson.................. Arnþór S. Kristjánsson................. Ágúst R. Kristjánsson.................. . __________ T0 .............10 .......... 1.00 .......... 1.00 ..............25 ..............25 ..............25 ..............50 ..............50 ..............50 , Wynyard, Sask ..........$1.00 ..............50 ..............50 ..............50 ..............50 ............ .50 ......... 1.00 . ..... .. 1.00 .......... 1.00 .......... 1.00 ........ .25 ..............25 .. .. 1.00 ......... 1.00 .......... 1.00 .......... 1.00 ......... 1.00 ..............25 ..............25 ..............25 ..............25 ..............25 ..............25 ..............25 ..............25 . ............25 ..............50 ..............25 .......... .25 .............25 ..............25 .............25 ..............25 Safnað af Mr. og Mrs. J. A. T. Líndal, Victoria, B. C. Harry Garrett....................................$ .10 Mr. og Mrs. J. Lindsay...............................20 Jatnes Lindsay . . ................................ 10 W. Lindsay .. .. !.................................50 J- Jones....................................... .25 Alace Davi's...................................... .20 A friend............................................. 25 Mrs. Kerry...........................................25 W. Rowlands..........................................25 Fred. EHis...........•............................. .25

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.