Lögberg - 20.12.1917, Síða 6

Lögberg - 20.12.1917, Síða 6
14 IíÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917 ÞRIFNAÐUR er einn sá bezti eiginlegleiki og œtti að tíðkast í með- ferð fœðutegunda. Verið þrifinn. Þegar þér bakið, brúkið PURITi/ FLOUR , More Bread and Better Bread Vinnuvísindi. éFramhaldJ. í sama tímariti 25. apríl 1914 er geti® um syningu, er haldin var í þeim mánuöi í New York til að sýna hagvirkni í ýmsum efnum ('National F,fficiency Exposition), og var það hin fyrsta sýning af því tægi. MeSal annars var þar sýnd hagnýting vinnu- vísindanna í eldhúsi og þvottahúsi, og mikiS af þvi látið. Ef til vill sýnir þó ekkert hetur, hve VíStæk áhrif þessi hreyfing hefir þeg- ar haft á hugsunarhátt Ameriku- manna, en þah, að “Kenslumálastofn- . un Carnegies’’ setti verkfræðing einn, Cook að nafni er leikinn var í þvi aö beita vinnuvísindum viö allskonar iöj- ur, til aö rannsaka 8 ameríska háskóla frá vinnuvísindanna sjónarmiöi. Auö- vitaö var margt ]>aö í starfi háskól- anna, sem sá skoöunarháttur nær naumast til. Þaö má t. d. ekki leggja peningamælikvarða á visindalegar rannsóknir eöa vega rithöfund eftir arkatali. En um hverja iöjú er tvent aö athuga: annars vegar er skipulagiö og tækin, hins vegar starfsmennirnir. Þetta á jafnt viö hvort heldur er verksmiöja, banki, her eöa annaö. Og sú stofnun veröur afkastamest og afkastabezt, sem hefir fullkomnast skipulag og útbúnaö og er jafnframt stjórnaö svo. aö hver maður nýtur sín til fuills, en allir eru i náinni og liðugri samvinnu. Cook athugaði nú skipulag og stjórn háskólanna, fjármálameðferð þeirra og hagnvtingu húsnæöis og starfs- manna, en sérstaklega rannsakaði hann hagi kennaranna í eðlisfræði og kenslubrögð og kostnaö við kensluna i þeirri grein, en hún var valin sem gott dæmi um kenslustörf háskólanna. Gaf hann síðan út skýrslu með at- hugasemdum sinum um alt þetta og fleira, og er það mikið íhugunarefni. Þetta hafastr Ameríkumenn að. Öet- um vér ekkert af því lært? Kemur þessi hreyfing oss ekkert viö ? Mundi oss vera mimni þörf á vinnuvísindum, en Ameríkumönnum ? Þurfa þeir sem eru íámennir og fátækir síður hagvirkninnar með en hinir, sem eru fjölmennir'og auðugir? Eða mundu vinnubrögð vera betri hjá oss en Ameríkumönnum ? Eða mundum yér vera svo heimskir, ólagnir eða þver- lyndir, að vér tækjum engri tamn- ingu, þó reynt væri ? Eg held engu af þessu verði játaö í alvöru. Hvað eigum við þá að gera i þessu máli? Eg skal segja hvað eg mundi gera, ef eg væri svo efnum búinn að eg gæti það. i Eg mundi fara aö gera vinnutil- jjraunir. Eg mundi byrja þær á þeim störfum sem mest munaði um á landi hér, ef vinnubrögðin breyttust til batnaöar. Líklega tæki eg sláttinn fyrst, og væri sjálfsagt að gera þá til- raun á einhverjum bændaskólanum. í Búnaðarritinu 29. ár, 1. hefti, er grein um heynjlun eftir Jón Hannes- son. Þar segir meðal annars um slátt- inn: “Kenslti á heimilum í slætti er vitaniega oft ábótavant. Hver slær meö sínu lagi, og menn gera sér ekki alment svo glögga grein fyrir því, hvað þarf til af afkasta sem mestum slætti á sem léttastan hátt, að þeir geti sagt unglingnum það, svo aö þeim sé þaö auðskilið. Það er með öörum orðum annað aö kunna verkið, en geta kent öðrum það’’. Höfundurinn hreyfir því svö, hvort ekki mætti hafa sláttunámskeið fvrir . unglinga. Þetta er vel hugsað, en áður en það verður framkvæmt, ættum vér aö snúa oss að sl&ttuvísindunum. Til þess að fá þau, verður að gera rannsóknir og tilraunir, sem ekki eru vandalausar, því við slátt kemur margt til greina. Eg skal telja upp helztu atriöin sem taka verður í reinkinginn. Þau snerta sláttumanninn, sláttuverkfærin, sláttulandiö og sláttinn. Sláttumaðurinn: Hæð, orka, við- bragðsflýtir. Orfi<T: Efni, þyngd, lengd, hæla- setning, steyping. Ljárinn: Efni, þyngd, lengd, lengd á grashlaupi, bakkalögun, útrétta, lega Brýnslan: Hverfisteinn eða deng- ingarverkfæri, brýni, og hversu þeim skuli beita. Sláttulandið:.. Slétta, iþýfi, tún, harðvelli, mosajörð. Þá ber og að hafa tillit til grasmagnsins. Siátturinn: Skárabreidd, ljáfars- breidd, slátta (nærslegið eða fjarsleg- ið), sláttuhraöi, sveifla, fótaburður, 'vinnutími og hvíldir. Eg býst nú ekki v'ið aö neinn ein- stakur maöur, hversu góöur sláttu- maður sem hann væri, hefði á hrað- bergi skýr og rétt svör um afstöðu allra þessara atriða hvers við annaö, svo að hann gæti t. d. sagt, hvernig löguð verkfæri og hvaða sláttulag maður af tiltekinni hæð, orku og við- bragðsflýti ætti að hafa á því eða því sláttulandi. Til þess að fá þau svör veröur að a-thuga hvemig beztu sláttu mennirnir fara að, og hvað þeir hafa um reynslu sína að segja, bera það saman, velja það bezta, og láta til- raunir skera úr vafaatriðunum. Þá fyrst kæmu sláttuvisindi, og þá gæt- um vér farið að kenna slátt. Auðvitað er engu síður ástæða til að rannsaka vinnubrögð við aðra hey- vinntt, svo sem rakstur, þurk, hey- flutning o. s. frv. Eftir því sem landsverkfræðingur Jón Þorláksson hefir góðfúslega skýrt mér frá, þá er dagsverkatala viö vega- og brúargerðir landssjóðs nú sem stendur um 30000 á ári. Tala manna sem vinna alt sumarið J100 daga) um 220. Meðaltala verkamanna yfir sum- arið, reiknuð út eftir dagsverkatöl- unni, um 300. Auðsætt er," aö ekki munaði lítiö um það, ef unt væri að auka notagildi svo mikils vinnukraftar, þó ekki væri nema um og sum störfin við vega- vinnu eru þannig löguö, að ekki er ósennilegt að réttar aðferðir við þau væru auðlærðar, þegar einu sinni væri búið að finna þær og til væru verk- stjórar er gætu kent verkið. Væri t. d. eitt sumar gerðar tilraunir með úr- valsflokk vegagerðarmanna, helzt þeirra er stunda vegagerð ár eftir ár, þá er sennilegt, aö ýmsir þeirra gætu næsta ár tekið að sér kenslu í nýjum flokkum, og þannig mætti smámsam- an koma betra skipulagi á þessa vinnu um land alt. Þá er fiskþurkun (að breiða fisk á stakkstæðum og bera hann saman) eitt verkið sem vel væri fallið til aö gera tilraunir meö. Líklega yrði ein- hver útgerðarmaðurinn fús á að láta gera þær með nokkra verkamenn á stakkstæðum sínum á þurkdögum, því ekki mundi verða unnið minna fyrir þaö. Og hver veit nema finna mætti betri aðferð við ýms önnur fiskiverk, t. d. fiskþvOtt og slæging, ef rann- sóknum væri beint í þá átt. Loks skal eg nefna steinsteypu. Hún fer hér stöðugt í vöxt, og liklega er þar framtíðarhúsagerð vor. Senni- legt er, að mikið mætti bæta vinnu- bragð og tæki viö iðn sem svo skamma stund hefir verið rekin, og væri mik- ils virði, ef það tækist, því flestum verða húsin fulldýr, þó sparaður væri aukakostnaður af iílum vinnu- brögöum. Gerum nú ráð fyrir að tilraunir í þessum g einum, sem eg hefi nefnt, sýndu, að með sérstökum aðferðum mætti vinna fjórðungi, þriðjungi eða helmingi meira en með gamla lagirra. Mundu menn þá ekki fara að hugsa sig um, hvort það væri ekki réttara að taka upp þau vinnubörgö er hefðu slíkan árangur? Mundu ekki ýmsir góðir ve kamenn kjósa aö fá t. d. 60% hærri daglaun en þeir eru vanir, þó þeir yrðu að leggja það á sig, að læra nýtt vinnulag, einkum þar sem þeir v'æru engu þreyttari fyrir það að kveldi? Eg get va la efast um það. En í þessu máli sem öðrum riður á viturlegri og þó kappsamlegri for- göngu. Það riður á þvi, að mæla ekki fram með neinu sem ekki er búið aö margsanna meö reynslunni að er rétt. Þegar svo fundið e málsverk í ein- hverri grein, og samin nákvæm lýsing á allri aðferðinni við að vinna það, þá er að koma sér upp verkstjórum. Þeir verða sjáifir að geta unnið máls- verkið og kent öðrum það. Slíkir menn y ðu fáir í fyrstu, en þeim fjölgaði smámsaman, beztu verkmenn- irnir hækkuðu í tigninni og yrðu verk- stjórar. Sjálfsagt er að kensla í þeim störfum, er landbúnaðinum heyra til, ætti að eiga sinar aðalstöðvar á bændaskólunum og námskeiðum sem haldin eru að tilstilli Búnaðarfélags- ins. Þá mundu og hinir ötulu útgerð- arménn vorir fljótt sjá sér hag í því, að taka upp á sínu sviði þær vinnu- aðferðir er rannsóknir sýndu að v'æru beztar. Aðstaðan þar er að ýmsu leyti berti en viö landbúnaðinn, sakir þess að útgerðarmennirnir eru þétt- býlli og mannfleiri en sveitabændur. En sjálfsagöast virðist mér þó að beina vinnuvísindunum að þeim störf- um, sem unnin eru í stórum stíl fyrir landið eða fyrir bæjarfélögin, svo sem vegabætur, hafnargerð o. s. frv., enda mundi líka þar vera mest mannval til góðrar forgöngu sem verkfræðinga- stétt vor er. Hér má eg minnast litið eitt á “þegnskylduvinnuna”. Með því að eg tel hana eitt af merkustu nýmælum sem flutt hafa verið á Alþingi, þá býst eg ekki við að hún verði kveðin niður með stökunni: “Ó hve margur yrði sæll”. Eg vona að þjóðin skilji það bráðum, að talsv'erð vísindi þarf til þess að “moka skit” með réttri að- ferð, -og að land vort er ekki skapað fyrir þá menn sem þykjast of “fínir” til skítverka, þó nauðsyn beri til, eða mega ekki hugsa til að gera eitt hand- arvik á æfi sinni landinu til gagns “fyrir ekki neitt”. Það er nógu gaman, að árið 1910, eða 7 árum eftir að Hermann Jónas- son flutti tillöguna um þegnskyldu- vinnu á Alþingi íslendinga, ritaði hinn ágæti ameriski heimspekingur Williams James grein sem heitir “Moral equivalent of war”. Hún er um það, hvað koma ætti í stað her- menskunnar, til að varðveita með þjóðunum þær dygðir sem herþjónust- an hefir alið: hugprýði, harðfengi, fórnfýsi og hlýðni, en þær telur James klettinn sem ríkin verði á að standa. Og ráðið til að halda þessum dygðum við, þcgar herskapur hverf- ur, heldur hann að sé — þegnskyldu- vinna. James segir meðal annars: Þaö er engin ástæða til að gremj- ast yfir þvi, að lífið er hart, að menn verða að strita og þola sár- sauka. Hnetfi vorum er nú einu sinni svo háttað, að vér getum þolað það. Bn að svo margir menn, fyrir það eitt hvernig fæðing þeirra og að- staða hefir atvikast, skuli neyddir til að lifa lífi sem er ekkert annað en strit og stríð og harðrétti og læging, -skuli enga frístund hafa, þar sem aðrir, engu rétthærri frá náttúrunn- ar hendi, fá aldrei að smakka minstu vitund af þessu lífsstríði, — það get- ur vakið gremju í hugsandi sálum. Ef til vill fer svo að lokum, að oss þykir skömm að því, að sumir af oss hafi ekkert nema stríðið eitt, og aðrir ekkert annaö en dáölaust hóglífi. Ef nú — og þarna kemur hugsun mín — i stað útboðsins til herþjónustu kæmi það, að öllum æskulýðnum bæði boðið út til þess að vera um nokkur ár í þeim her sem stefnt er gegn náttúr- unni, þá mundi þetta óréttlæti fara að jafnast og margt annað gott af þessu leiða fyrir þjóðfélagið. Hug- sjónir hermenskunnar, hugrekkið og aginn, mundu á æskuárunum ganga inn í hold og blóð þjóðarinnar; eng- inn mundi verða blindur, fyrir sam- bandi mannanna við hnöttinn sem (Niðurlag á 15. siðu) Tals. M. 1738 Skrifstofutlmi: Heimasími Sh. 3037 9 f.h. tilóe.K CHARLE6 KREGER FÓTA-SÉRFRÆÐINGUR (Eftirm.Lennox) Tafarlaus lækning á hornum, keppum og innvaxandi nöglum. Hraðnudd og fleira. Suite 2 StobartBI J90 Portage ^ve., Winqipeg Silvur PLATE-O fágun Silfurpekur um leið. Lætur silfur á muni, 1 staS þess aS nudda það af. paS lagfærir alla núna bletti. NotaSu þaS á nikkel hlutina •& bifreiS þinni. Litlir á 50 cent Stórir á 80 cent Winnipeg Silver I’late Co., Ltd. 136 Rupert Street. The Seymour House John Baird, Eigandi Hcitt og kalt vaín í öllum herbergjum Fæði $2 og $2.50 á dag. Americ- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg ALVEG NÝ og UNDRAVERÐ UPPFUNDING Eftir 10 ára erfiSi og tilraunir hefir Próf. D. Motturas fundiS upp meSal búiS til sem áburS, sem hann ábyrgist aS lækni allra verstu tilfelli af hinni ægilegu. G I G T og svo ódýrt aS allir geta keypt. Hvers vegna skyldu menn vera aS borga læknishjálp og ferSir 1 sérstakt loftslag, þegar þeir geta fengiS lækn- ingu heima hjá sér. paS bregst al- drei og læknar tafarlaust. Verð $1.00 glasið. Póstgjald og herskattur 15 cent þess utan. Einkaútsólumenn MOTTURAS LINIMENT Co. P.O. Box 1424 WINNIPEG Dept. 9 JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar ílhúsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kenhara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS COLLEGE 'LIMITED WINNIPEG, MAN. TkT f • .. 1 • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum aetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------- Limited —---------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG I IBIRKS DEMANTAR ABYRGSTIR Hvaða tíma sem er, innan eins árs frá því keypt hefir verið, fæst andvirði demants eða de- manta skilað til baka, að undanskildum 10%. Hvaða tíma sem er, fæst í skilum fyrir Birks demanta stærri demant, án þess nokkur afsláttur sé tekinn af þeim sem skilað er. Abyrgö fyrir hverjum Birks de- manti, frá þeim minsta og ódýrasta til liins stærsta. Byrjar 15 þessa mánaðar. Búðin opin á kveklin til jóla. Henry Birks & Son, Ltd. JEWELLERS, WINNIPEG PORTE og MARKLE, ráðsmenn. Williams & Lee Reiöhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viögeröir. Bifreiðar skoöaöar og endurnýjað- ar. Skautar skerptir og búnir til eftir máli. Alt verk gert meö sann- gjörnu verði. 764 Sherbrooke St. Horni NotPfi Dame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og' Virðingamaður . . Selur við uppboð Landbúnaðaráhöld, a.s- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St. Tals. M. 1 781 Whaleys blóðbyggjandi Iyf Voriö er komið; um það leyti er altaf áríðandi að vernda og styrkja líkamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. Það verður bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Homi Sargent Ave. og Agnea St. » VAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hsegt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA OT I HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. GLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Winnipeg 0VER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., horni Alexander Ave. 8 ö L S K I N 8ÓLSKIN s Jólaengillinn. Smásaga frá Svíþjóð. Ólafur var einn á ferð um skóginn. J?að var dimt og kalt; hann var fáklæddur og hungraður; en hann var ekki að hugsa um það. J?að var að- fangadagskveld jóla og hann var á leið heim til sín. þetta hafði verið örðugt ár. Sigríður kona hans hafði lengi legið veik; litli drengurinn þeirra hafði dáið; hagl hafði eyðilegt garðinn þeirra. Svo hafði veturinn byrjað snemma; í margar vikur höfðu þau ekkert haft að borða nema bark- ar-brauð, sem er ógeðfeldust allrar fæðu. Nú hafði hann með sér mjólkurpela og brauðköku—lina hvíta hveitibrauðsköku,—og í vasa sínum hafði hann tvö rauð epli. Á öxl sér bar hann dálítið jólatré. Hann vissi, að ekkert var til að hengja á tréð nema Jæssi tvö epli, en hann brosti við að hugsa sér ljósin í augum litlu Olgu, þegar hún sæi þau. Alt í einu rak hann fótinn í mjúkan böggul, sem lá á götunni. Hann beygði sig til að taka hann upp, en varð forviða við að heyra veika bams- rödd í böglinum. Hann lyfti því upp úr snjónum og fann, að það var drengur á aldur við Axel, litla drenginn hans dána. Bamið var nærri dáið úr kulda og hungri. “Litli auminginn,” sagði hann, “eg verð að taka hann heim með mér, þó við lík- lega öll saman sveltum. Og sannarlega ætti eg skilið að svelta, ef eg ekki hjálpaði honum.” Bamið lagði handlegginn um háls Jæssum nýja vini sínum og vissi ekki af sér framar. ólafur hélt nú fram og var að geta sér til, hvemig litla gestinum mundi verða fagnað í kotinu. Hann þóttist viss um, að Sigríður mundi strax fagna honum af móðurblíðu hjarta sínu, en litlu stúlk- urnar—litlu elsku bömin hans—þær voru svo svangar. Var það rétt gert af honum að koma með þennan aumingja heim, þar sem hann ekki einu sinni gat forsorgað sín eigin böm? Bráðum færi þó að vora, því lengsta nóttin var liðin og sólin var farin að færast norður á bóginn. Hagl og stormar mundu ekki aftur eyðileggja garðinn. Hann skyldi vinna ögn fyr á morgnana og ögn síðar á kveldin en áður til að afla þeim matvæla. Svona var hann að hugsa alla leiðina, þar til hann kom heim að kofanum. Bömin heyrðu fóta- tak hans og hlupu út á móti honum til að segja honum frá héranum, sem góðgjam nágranni þeirra hafði fært þeim til jólanna. “Elín og Olga”, sagði hann, “lítið þið bara á, eg hefi fært ykkur dálítinn bróður í jólagjöf”. “Bezta jólagjöfin, sem til er”, hrópuðu þær og hoppuðu upp af gleði. Allra snöggvast var mæðusvipur á andliti Sigríðar, og hún gat ekki að sér gert að spyrja: “Hveraig getum við gefið honum að borða?” “Hann skal fá helminginn af mínu brauði”, sagði Elín. “Og alla mjólkina mína”, sagði Olga. “Vesalings litla bamið”, sagði Sigríður, dró af honum freðin fötin og helti heitri mjólk milli helblárra varanna hans, “hann skal fá alt, sem við eigum til”. Bráðum var farið að borða kveldverðinn og fólkið settist kringum borðið og hafði litla gestinn í hlýjasta hominu. Allir beygðu höfuð sín og faðirinn þakkaði fyrir jólagleðina, fyrir heimkom- una ánægjulegu og fyrir allsnægtimar á borðinu. pegar bæninni var lokið og fólkið leit upp var litla bamið horfið, en í staðinn var þar kominn engill í hvítum klæðum, og dýrðlegt ljós fylti alt húsið. “Aldrei skal ykkur brauð skorta”, sagði eng- illinn, “og efni ykkar skulu blessast vegna veg- lyndis hjartna ykkar og gæzku ykkar við móður- lausa baraið. pið sjáið mig eflaust aldrei meir. en oft mun eg verða hér hjá ykkur, og aldrei skal mig vanta við jóla-tilhaldið ykkar”. Bömin störðu undrandi, ljósið hvarf, björtu Klæðin sáust ekki meir og jóla-engillinn var far- inn. En ávalt er settur fyrir hann stóll við borðið á jólunum og bezti maturinn látinn á diskinn hans. Aldrei’ framar skorti ólaf og fjölskyldu hans brauð eða nokkum góðan hlut, en í velgengni sinni gleymdu þau ekki fyrri neyð sinni og enginn fá- lækur né ófarsæll maður leitar nokkum tíma á- rangurslaust til þeirra. —Kennarinn. Gjöf kærleikans, Nóttin var köld í þeim hluta landsins. Fjár- hirðamir, sem geymdu hjarðanna á hæðadrögun- um, vöfðu hinum hlýju og þykku yfirklæðum fast- ar að sér. Stormurinn næddi yfir höfðum þeirra og sauðféð leitaði sér skjóls í nærveru hvers annars. “Litlu lömbin hljóta að þjást af frosthörk- unni”, mælti ungur hjarðdrengur. “Nei”, svaraði faðir hans, “því að mæður þeirra vemda þau og yla þeim. Ekki munu þær láta smálömbin sín líða”. “Ó, sjáðu smálambið mitt”, mælti drengur- inn. Hugfeginn vona eg og bið að ekkert megi það saka, vegna þess að það er minsta lambið í allri hjörðinni, og eg elska það”. “Kom þú, smásveinn”, sagði faðir hans, “þú hefir hvílst allan daginn, svo eg býð þér að gæta hjarðarinnar, því ætlun mín er að festa lítinn bíund. Mér er hvíldar þörf”. Hinn kaldi, samhygðarlausi stormur, bar ský- in yfir himininn á sínum afltryltu brjóstum, snjó- skýin þutu fraim sem flýjandi hjarðflokkur, en stjömurnar ljómuðu sem tindrandi demantar um ómælisgeim tilverunnar og endurspegluðust í hinu dimm-bláa djúpi festingarinnar. Harpa vindsins var þögnuð. Smásveinninn horfði á hóp sofandi hjarð- manna, og því næst varp hann sýn á blundandi hjörðina. Auk þessara athugana, brá skyn hans ljósi augnanna á lambið litla, sem nú gerðist órótt. Veslings smálamb. Eg hygg það víst kvöl einverunnar. J?ví virðist það vera eitt og yfir- gefið. Nei, það skal ekki vera vinarsnautt. Eg elska það, og til að sanna ást mína, ætla eg að hjúfra það að hjarta mínu og vama þraut kuld- ans, með hlýja kuflinum mínum, á meðan móðir þess blundar. J7annig þrýsti hann því fast að brjósti sínu, en móðirin naut friðar og styrktar svefnsins. Kuldahrollur leið yfir landið, svo að furðu gegndi. Og svo dauðhljótt var að drengurinn ósk- aði innilega að hjarðmennimir vöknuðu. Hann þráði að einhver kindin jarmaði. Kyrðin sjálf var óttaleg. Veröldin var öll sem eyðimörk og hann aleinn. Með skyndi leyftraði óumræðilega bjart ljós um himininn. Var hann sofandi? Var hann að dreyma? Hann stóð upp og neri augun. Nei, ljóminn færðist nær og nær, líðandi á vængjum dýrðar, niður til jarðarinnar. Hjörðin ókyrðist og kindurnar tóku að jarma í ákefð, því ótti vakti þær. Hjarðmennimir vöknuðu einnig. “Hvað þýðir þetta undursama Ijós-skin?” mælti einn þeirra. “Er það stjömuhrap”, bætti annar við. “Sjáið gull-dýrðarskýið, rétt upp yfir okkur. pað er svo bjart að eg dirfist ekki að horfa á það”. Hjarðmennimir seildust til stafa sinni. Sum- ir þeirra huldu ásjónir sínar, því ljósið var of bjart. ]?eir voru skelkaðir. Gamli maðurinn féll á kné, horfði til himins með lotningu og smásveinn- inn, starði með hrifning án afláts á hina dýrðlegu litrun, því úr gull-skýinu guðdómlega steig engill til jarðar og nam staðar hjá þeim á hæðunum. “Óttist ekki, sjá eg flyt yður mikinn fögnuð, er öllum mun að gagni verða, því í dag er frelsari heimsins Jesús Kristur fæddur í borg Davíðs. Jesús Krístur, bæði guð og konungur konunganna og drottinn drotnanna. Og takið eftir. pér mun- uð finna ungbam vafið reifum. Og vagga þess er jata”. Engillinn þagnaði. Skyndilega opnaðist himininn og með englinum var óteljandi fjöldi himneskra hersveita er sungu drotni allsherjar lof og dýrð. “Dýrð sé guði alvöldum, friður á jörðu og eilífur kærleikur til allra baraa guðs”, hljómaði frá hörpum og tungum hinna heilögu engla guðs. Ljóminn hvarf, en hjarðmennimir héldu áfram að horfa til himins í hreinni undrun og hrifning. “Vissulega er þetta boðskapur guðs”, mælti öldurmennið, um leið og hann hneigði hið hæm- bjarta höfuð með lotningu. “Guð hefir sent engil sinn til vor, að boða komu hins fyrirheitna mikla konungs”. “En engillinn sagði að ungbarnið væri vafið reifum og hvíldi í jötu. pað sætir afar óvenjulegri furðu að konungborinn maður, eður konungsættar, skuli fæðast í svo fátæklegu hreysi”, mælti dreng- urinn í spyrjandi róm. “Já”, svaraði öldungurinn. “pað virðist vera undraverð og flókin gáta, en við vitum að Hann er gjöf guðs eilífa kærleika. — Hans eingetni son- ur, er mannkyninu hefir verið fyrirheitinn í mörg, mörg ár. Fylg þú mér. Hröðum okkur til hans”. “Hvers konar ástar-gjöf eigurn við að færa 'nonum”, hvíslaði hjarðsveinninn. “pað sem er okkar dýrmætasta og helgasta eign”, svaraði hinn aldurhnigni maður. “pað sem við elskum heitast”. “En vér hirðmennirnir eigum hvorki gull, silfur né gimsteina, er konungi megi að sæmd verða”, sagði einn hjarðmannanna. “Hvaða gjöf höfum vér handa bami þessu?” “Eg veit það,” tók drengurinn til orða og horfði ástaraugum á litla lambið, er hvíldi í hans unga sterka faðmi. “Eg ætla að gefa lambið, því og elska það mest, og það er bezta gjöfin, sem unt er að bjóða”. “Svo er víst seim drengm’inn mælir”, sagði

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.