Lögberg - 31.01.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 31.01.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUD AGIN N 31. JANÚAR 1918 3 Dœtur Oakbums lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Sarah, hverja aðra hæfilegleika sem hana hef- ir S'kort, var fyllilega dugleg til að framkvæma þau herbergisþemu störf, sem húsmóðir hennar krafðist af henni, kam bráðlega aftur með kjólinn sem ermamar voru festar við með svörtu borð- unum á, og Laura heaðaði sér að hafa fataskifti. Mjög yndisieg og fögur leit hún út, fallega brúna hárið hennar var hrokkið og umkringdi höfuðið, kinnamar voru blómarjóðar, hvíti hálsinn var fögur gagnstæða við svarta menið, sem lá um- hverfis hann. Laura, hégómagjama Laura, sem var of vel kunnugt um hve aðlaðandi og töfrandi hún var, horfði á sig aftur og aftur í speglinum, þó hún vlssi að dagverðurinm biði eftir sér. Loksins gat hún losað sig, um ieið og skær sigurhróss roði breiddist yfir kinnar hennar, og hljóp ofan í borðstofuna. Carlton stóð á neðstu stigariminni rStt hjá læknastofunni og talaði við einhvem gest; Laura leit til þeirra um leið og hún gekk í gegnum ganginn, og heyrði fáein orð, sem maðurinn, er var hinn litli Wilkes, rakarinn, sagði. “Og svo, hr., þar eð John gat ekki komið, \ildi kona mín ekki hafa hinn bróðuririn; hún var * hrædd og sagði, að hún leyfði sér að senda boð eft- ir hr. Carlton. Ef þér viljið afsaka að við í ráða- leysi okkar og snúum okkur til yðar og þér komið, hr., skulum við vera yður mjög þakklát”. “Eg skal koma að hálfri stundu liðinni”, svar- aði Carlton. “Hún hefir alveg rétt fyrir sér; það er ekki þægilegt að verða að leita hjálpar þess inanns, sem hefir gert jafn ógæfusöm misgrip; menn mega ætla að það sé a!ls ekki útilokað að hann geri þau aftur”. Laura visai að þeir áttu við Stephen Grey. VI. KAPfTULI. Tigin stúlka. í sama fallega viðtals herberginu í Portland Place, þar sem við áður sáum jarlinn af Oakbum og Jönu dóttur hans, finnuim við þau aftur sitjandi Jana prjónaði glófa handa föður sínum, en var jafnframt að hugsa um mörg mismunandi efni, eins og hinni umhyggjuríku lafði var eiginlegt. Hún var farinn að efast um að sér likaði þessi kenslukona — sem tíu dögum áður hafði tekið við stöðu sinni, og hún var að hugsa um hvemig hún gæti haganlegast byrjað á þessu efni, sem hún hafði ásett sér að tala um fyrri hlut#þessa dags —Lethwait. í f jórtán daga hafði Jana hugsað um þétta; en sú umhugsun varð að enda, hún varð að tala um þetta við föður sinn. Jarlinn var að lesa í blaðinu “Times”. Hann leit yfir stutta ræðu, sem hann hafði sjálfur flutt, og var endurtekin í blaðinu; því hann hafði kveld- ið áður staðið upp, og gefið lávarðadeildinni ýms- asr bendingar á sinn hátt, eins og honum var lagið. Pað hafði verið borin upp spuming viðvíkjandi frelsi sjóliðsforinganna á skipum stjómarinnar, og jarlinn sagði þingmönnunum, en sérstaklega fjármálaráðherranum, að þeir hefðu allir rangt fyrir sér í þessu efni, eins og búast mætti við af fávísum flæðarmúsum. “Pabbi”, sagði Jana, um leið og hún keptist við að prjóna glófana — sem hinn galmi sjómaður kallaði handstúkur — “heldur þú að ungfrú Letih- wait sé viðeigandi fyrir okkur?” “Hún er viðeigandi, að svo miklu leyti að eg veit”, svaraði jarlinn. “pví skyldi hún ekki vera það?” Jana þagði litla stund áður en hún svaraði. “Eg er hrædd um að hún sé hafin yfir sína stöðu, pabbi, að hún reynist okkur of kröfuhörð — ef eg má nota það orð”. ‘“Hafin yfir sína stöðu?” endurtók jarlinn. “Hvemig getur hún verið hafin yfir hana?” “Pabbi, eg á við f ramkomu hennar. Mér geðj - ast ekki að henni. par eð eg vildi sýna henni alla mögulega kurteisi, sem mentaðri stúlku, gerði eg enga tilraun til, að hún skyldi halda sig í fjarlægð frá okkur á kvöldin; en eg verð að segja það, að eg bjóst ekki við að hún gerði sig að jafningja okkar, að minsta kosti ekki eftir iafn stuttan tíma. peg- ar gestir eru hér, virðist ungfrú Lethwait aldrei muna að hún er ekki jafningi okkar í öllu tilliti; hún hagar sér alveg eins og að hún væri ein af fjölskyldunni, ein af okkur systmnum, þar eð hún lætur bera meir á sér heldur en eg álít viðeigandi. Hún treður sér fram fyrir mig, pabbi; það gerir hún raunar”. “Láttu hana þá draga sig í hlé”, sagði lávarð- ur Oakbum. / “pað er nú hægra að segja en gera m^ð tilliti til ungfrú Lethwait”, svaraði Jana. “Eg viður- kenni að hún að eðlisfari er þóttafull í framkomu og álítur sig öðrum meiri, hneigð fyrir að sýna öðr- um, hver svo sem það er, de haut en bas (Mtillæti) ” “Sýna öðrum hvað?” greip jarlinn frám í reið- ur. “Hvaða vit er í því að staglast á þessu útlenda rugli, Jana; eg hélt að þú álitir þér það óviðeig- andi”. ( “Eg bið afsökunar pabbi”, svaraði Jana auð- mjúk og iðrandi yfir þessari yfirsjón sinni, sem átt hafði sér stað af hugsunarleysi; því lávarður Okbum kunni ekkert annað mál heldur en móður- mál sitt, og var ekki sérlega umburðariyndur við þá, sem skutu inn í það framandi orðum. “pað er auðséð að ungfrú Lethwait er að eðl- isfari drambsöm”, sagði hún, “mikillát í fram- komu; en mér finst að hún gleymi stöðu sinni hér í þessu húsi að vissu leyti, sem alls ekki er við- feldið. pú ert ekki einn af þessum aðgætnu mönn- um, pabbi, annars hefðir þú sjálfur séð það”. “Segðu henni það þá”, sagði lávarður Oak- bum og pjakkaði með prikinu sínu á gólfið býsna hátt. “pað vil eg nú síður þurfa að gera”, svaraði Jana. “pað sem mér gremst mest er, að hún finn- ur ekki sjáf hvað viðeigandi er og hvað ekki er viðeigáhdi —” “Eg sé ekkert óviðeigandi í framkomu henn- ar”, greip jarlinn fram í. “Hún skyldi ekki vera lengi hjá Lucy, skal eg segja þér, ef eg yrði var við nokkuð slíkt”. “Nei, nei, pabbi, það er ekkert óviðeigandi í þeim skilningi, eg átti alls ekki við það. Ungfrú Lethwait kemur ávalt fram, sem mentuð stúlka. Hún tyllir sér ofíhátt í heldri kvenna röð, ef þú skilur það; hún gerir sér of mikið ómak til að lát- ast vera það; hún virðist aldrei muna eftir því á kveldin þegar hún er í samkomusalnum, að hún er ekki ein af okkur og er engin háttstandi persóna. Gestir, serg koma inn, gætu álitið hana vera lafði og stjómandi persónu heimilisim, eða jafnvel eldri dóttur. Og þegar við erum einsömul, pabbi, tekur þú þá ekki eftir iþví hve alúðleg hún er við þig um alt mögulegt, hlustar á það sem þú segir og hlær að sögunum frá sjómannalífi þínu ?” “Hún er ljómandi fallega vaxin”, sagði jarl- inn, sem Jönu fanst ekki eiga við þetta málefni. “Og hún talar mjög skynsamlega — af kvenper- sónu að vera”. “Nú jæja, pabbi, mér geðjast ekki að henni”. “Láttu hana þá fara. pú ert sá bezti dóanari í því efni, hvort hún er hæf fyrir sína stöðu eða ekki”. “Hún er í öllu tilliti, sem kennari fyrir Lucy ágtlega hæf. Eg get ekki óskað mér betri kenn- ara. Aðferðin er að fræða, að siða og umgengni hennar, finst mér eiga aðdáanlega vel við fyrir unga stúlku”. “Láttu hana þá vera kyrra. Fræðsla og ment- un Lucy er aðalatriðið. Að því er snertir sjálfs- þótta, mikillæti eða hvað sem þú kaillar það, gerir engan baga. Vindur, sem fyllir seglin fram á skip- inu hvolfir því ekki”. Jana sagði ekki meira. Fræðsla og leiðbein- ingar í góðri hegðan var mest áríðandi fyrir Lucy, og Jana var ekki sú persóna, sem lét áríðandi hluti víkja fyrir smámunum. Lávarður Oakburn tók aftur blað sitt og fór að lesa, svo samtalið hætti um stund. Litlu siðar sagði hann alt í einu: “Nær ert þú að hugsa um að fara að leita að Clarice?” Jana hrökk við, og af undraninni misti hún prjón á gólfið. Svo hissa varð hún, að hún leit að eins upp án þess að svara. Einmitt á þessu augna- bliki var hún sjálf að hugsa um hvernig hún gæti bezt og heppilegast lagt þessa sömu spumingu fyrir föður sinn, án þess að vekja gremju hans — og nú hafði hann sjálfur nefnt þetta. Roði geðs- hræringanna breiddi sig yfir andlit hennar og lit- aði jafnvel augnalok hennar um leið og hún lét þau síga. “Pabbi, má eg líta eftir henni ? Vilt þú leyfa mér það?” “Ef þú gerir það ekki, þá geri eg það”, svar- aði jarlinn. “petta er það, sem mig hefir mikið langað til”, svaraði Jana. “Á hverjum morgni nú á síð- ustu tímum hefi eg ásett mér að minnast á þetta við plg, pabbi, og á hverju kveldi hefi eg ásakað sjálfa mig fyrir að hafa ekki haft kjark til þess. Má Clarice koma heim aftur?” “Nú, eg veit ekki hvaða stefnu þú álítur rétta en mín skoðun er sú, að eg álít naumast viðeigandi fyrir lafði Clarice Chesney að flækjast um heiminn sem kennari”. “pað hefir alt af verið rangt, margfaldlega rangt, síðan staða okkar breyttist. En, pabbi, eg nefndi nafn hennar við þig þegar lávarður Oak- bum var dáinn”, sagði Jana í afsakandi róm til að vekja endurminningar hans, “og þú skipaðir mér að þegja og láta hana koma vifi fyrir sig”. “En hún kemur ekki viti fyrir sig, lafði Jana”, endurtók jarlinn og pjakkaði priki sínu fast á gólfið nokkrum sinnum fremur gremjulega — prik þetta var leikfang, sem hann hafði alls ékki gleymt að nota. “Nú líður hver vikan, hver mán- uðurinn á fætur öðrum, án þess hún láti á þvi bera að hún hafi eða ætli að koma því fyrir sig. óráð- þægna, litla trippið”. “Pabbi það er hugsanlegt að hún hafi ekki heyrt um breytinguna á stöðu okkar. pað er að sönnu mjög ósennilegt að hún hafi ekki heyrt það, en þó er það samt mögulegt”. “Rugl! pað er ekki mögulegt!” hrópaði jarl- inn með sinaii valdmannlegu rödd. “J?að er dramb- semi hennar sem er þrándur í götu, Jana; hún hefir átt í þögulum bardaga við okkur, eins og þú veizt; og hún bíður eftir því að við látum fyrst undan”. “Já, eg hefi nú stundum haldið að þetta væri tilfellið. Clarice hefir alt af verið óráðþægin eins og — eins og —” “Eins og hver?” þrumaði jarlinn, þar eð hann hélt að Jana ætti við sig. “Eins og Laura, ætlaði eg að segja, pabbi; eg gleymdi því að þú hefðir bannað að nefna nafn hennar við þig”. Jana hafði raunar alveg gleymt þessu. Jarl- inn roðnaði af vonzku; hann stóð upp og gekk fram og aftur um gólfið, um leið og hann lét reiði sína bitna á Jönú með illa völdum orðum og á gólf- inu með prikinu sínu ; sum af orðunum hans hefðu átt betur heima á efra þilfarinu á gamla skipinu hans í Portsmouths höfninni, heldur en í samkomu salnum hans í London. “Minstu ekki á Lauru við mig aftur, Jana Hún hefir valið sér sjálfri heimili og yfirgefið mitt, látum hana hanga við það. En synd Clarice er minni og hún skal fá fyrirgefningu. pú veizi hvar hún er?” “Nei, það veit eg ekki, pabbi”. Lávarður Oakbum varð hissa; þessi neitun kom honum alveg óvænt. “pú veist það ekki”, endurtók hann, um leið og hann horfði fast á Jönu. “Eg hefi skilið það þannig, að þú vissir það. Clarice skrifaði þér”. “Eg veit ekki með vissu hvar hún er”, sagði Jana. “pað er einhver staðar í nánd við Hyde Park, held eg; eg efast ekki um að okkur veiti auðvelt að finna hana. pegar eg skrxfaði henni, sendi eg bréfin mín til bóksala sem þar er, sam- kvamt tilvísun Clarice, og eg vona að geta fengið . áritun hennar þar. ó, pabbi, eg hefi þráð svo mjög að mega fara þangað og spyrja um hana”. “pú getur farið þangað núna”, svaraði jarlinn styttingslega. “parftu heila stund til að búa þig?” “Eg skal ekki vera fimm mínútur að því”, svaraði Jana með gleðitár í augum sínum, meðan hún lagði frá sér það sem hún var að gera. Lá- varður Oakbum tók í bjöllustrenginn og þjónn kom inn. “Vagninn handa lafði Jönu”. En áður en þjónninn var farinn aftur, tók Jana til orða. “Bíddu augnablik Wilson. Pabbi, eg held eg geri rétta8t í að aka ekki. Eg vil held- ur ganga hægt og rólega”. “En þú gengur ekki rólega”, svaraði jarlinn. “Heyrir þú, þorskur? pví stendur þú þaraa gláp- andi? Vagninn handa lafði Jönu undir eins”. Wilson þaut af stað, eins og kúlum rigni í kringum hann. Nýja vinnufólkið var orðið vant við þetta bráðlæti af húsbónda sínum; en þrátt fyrir alla bræði sína var jarlinn veglyndur maður. í þetta skifti lét Jana ekki undan bardaga- laust. “Hugaaðu um það eitt augnablik, pabbi, væri það ekki bezt undir þessum kringumstæðum, að eg kaami sem kyrlátast, án þjótna og vagns”. “Við hvað áttu með ‘undir þessum kringum- L’tæðum’ ?” Jana lækkaði rödd sína óafvitandi. “par er Clarice hefir lítillækkað sig til að vera kennari finst mér að hún ætti að yfirgefa stöðu sína, sem slík”. “Nei”, svaraði jariinn ákveðinn. “Hún skal yfirgefa hana sem lafði Clarice Chesney”. “pað er eitt að athuga”, sagðiJana, þegar hún sá að öll mótstaða með tilliti til vagnsins var gagns laus. “Hún getur máské ekki komið með mér. Hún verður máske neydd til að segja stöðunni lausri með viku eða mánaðar fyrirvara”. pessi eini grunur gerði jarlinn fokvondan, svo hann lyfti prikinu sínu hótandi. “Ekki farið án uppsagnar! Láttu þá reyna að halda henni kyrri. Seg þú fólkinu bver hún er. Seg þú^ þvi hver eg er, og að eg kref jist hennar”. “Góði pabbi”, leyfði Jana sér að segja. “Kurt- eisi er maður skyldur að sýna, og hana verður mað- ur að láta húsbændum Clarice í té, ekki síður en öðrum. Hún hefir tekið að sér starf á heimili þeirra, og að segja því upp án fyrirvara er naum- ast hugsanlegt. peir vilja máske gera það fyrir mig af velvild; en að kref jast þess, sem heimildar sinnar, er ekki leyfilegt”. “En mig langar til að fá hana hingað”, sagði jarlinn, sem nú, þegar hugarísinn var brotinn, þráði Clarice með sömu óþolinmæði og bam. “Eg líka”, svaraði Jana, “og eg kem heim hana ef eg get. Ef eg get það ekki, þá skal tím- inn fyrir heimkomu hennar verða ákveðinn”. Jana gekk út úr herberginu. Hún fór í yfir- höfn sína, svartan möttul með skrautbryddingum, lét á sig hvítam hatt og gekk svo til herbergis þess, þar sem Lucy og ungfrú Lethwait voru. “ó, Jana, ætlar þú út ?” spurði Lucy aivarlega. “pú sagðir að eg mætti koma með þér í grasgarð- inn í dag”. “Já, séinna; eg skal ekki gleyma því”. “Lucy segir að þér viljið breyta skemtigöngu- tímunum hennar, lafði Jana”, sagði Kvenkenn- arinn. ______ “Eg held að það mumdi verða þægilegra fyrir yður og hana”, sagði Jana, “núna þegar hitamir eru byrjaðir. Lafði Lucy er ein af þeim, sem eiga bágt með að þola hitann”. Jana vissi mjög vel að orð sín voru dramb7 söm og hreimur rómsins kaldur. Lafði Lucy! Hún gat ekki gert sér greim fyrir þeim köldu tilfinning- um, sem húm bar til umgfrú Lethwait, eða hvers vegna þær voru sívakandi. Hún gekk út að vagninum, sem beið fyrir utan dymar og ók burt. Skrautlegur vagn, með fallega kórónu málaða á hurðinni, dúk á ökumannssætinu, þjónana með hrokknu hárkollumar og gullhúna á gönguprikunuim sínum. Jönu líkaði ekki þetta skraut í þeim erindum sem hún var nú 1. pað var ekki erfitt fyrir þjóninn að finna bóksalann, sem þau leituðu að, og þamgað var ekið með Jönu. pað var dálítill steinn í götunni; hún vissi ekki hvaða nafni hún átti að spyrja eftir, Clarice hefði beðið hana að skrifa utan á bréfin til “ungfrú Chesney”, en sagt henni um leið, að það væri ekki það nafn sem hún nú bæri. Jana gekk inn í búðina og eigandinn kom til hennar. “Getið þér sagt mér hvar ung stúlka muni vera, sem heitir Ohesney?” spurði hún. “Hún er kennari hjá einhverri fjölskyldu”. “Chesney? — Ohesne?” svaraði hann hálf- hnugginn. “Nei, mín göfuga stúlka, eg þekki enga með því nafni”. Jana þagnaði snöggvast. “pað hafa einstöku sinnum verið send hingað bréf með áritun ungfrú Chesney til bennar, og eg held að hún hafi verið vön að sækja þau sjálf”. “ó já, iþað var ungfrú Beauchaníp”, var svar- ið, um leið og svipur bóksalans varð glaðlegur við hina fögru endurminningu. “Eg bið afsökunar, mér heyrðist þér segja ungfrú, Chesney. Bréfin voru árituð til ungfrú Chesney, en ungfrú Beau- c.hamp var vön að koma og sækja þau”. Beauchamp! Gátan var alt í einu ráðin, og Jana furðaði sig á heimsku sinni, að hún skyldi ekki vera löngu búin að ráða hana. Hvað var fremur eðlilegt, en að Clarice skyldi taka sér ann- að nafn — Beauchamp? Hún hét Clarice Beau- ohamp Chesney. Og Jana hafði aftur og aftur hugsað um mesta fjölda nafna, án þess að benni hefði nokkru sinni dottið í hug hið sennilegasta”. “Eg er yður þakklát. Getið þér sagt mér hvar hún er nú ?” » “Nei, það get eg því miður ekki”, svaraði hann “Ungfrú Beauehaimp var fyrst kennari hjá einni f jölskyldu og svo hjá annari, sem báðar áttu heima á Gloucester Teirace; en eg held að hún hafi ekki verið lengi í hvorugum staðnum. Hún var fyrst hjá frú Lortons og svo hjá frú Wests”. Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” ÁREIÐANLEGAR al því að þær eru svo búnar til að eldspftan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRAVTAR af því þcer eru betri og fullkomnari en aðrar eldspitur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín maelir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPlTUR Hví að hafa tennur er valda lífsleiða ? ÞiS akiftir engu hrit dft eSgerBin hefir miehepnaat. Lfttu ino á Uekniagnstofu vora. og látiS om nkýrn fyrir ySur nSferSir vorar. Vár einnurn |nl verk. aem öllum Ifkar, og gerum alla ánaegSn. Trygging for eerndnr jrSur nlveg. Dr. C. C. .Jefírey, „Hian earfaerni tannlmknir** Cor. Logan Ave. o£ Main Streei, Winnipeé inagangur af Logan Ava. LOBSKINN B»‘ndur, VelSfmennn og Vershmarmenn LOBSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestu skinnakaupmeni, í CamuJa) 218 PACIílC AVENITE..........WINNIPEG, MAN. Harsut verð borgað fjnir Ca-rur Húðlr, Seneea rætur. SENDIB OSS SKINNAVÖRC YÐAR. Frá Gimli. pegar eg var búinn að borða kveldmatinn, fór eg niður í kjall- ara til að leysa af verði Mr. ólafs son, sem passar ljósavélina, og gerir hún ýms nauðsynleg störf, sem á heimilinu þurfa að gjörast fyrir utan hina sínauðsynlegu verkakeðju kvennfólksins. peg- ar hann fór upp til að borða var eg niðri hjá vélinni á meðan til að gefa henni smátt og smátt kalt vatn að drekka ef hún ynni of mikið, svo hún yrði ofheit. Eg setti mig niður hjá henni, hún var svo glöð og létti- leg. Hún söng og söng og öll hjólin dön-suðu svo léttilega að þau sáust hvergi tylla niður tán- um. Ekkert máttu iþau standa við, því vélin var að spinna ljósa- þráð í vírana og vatnsþráð um húsið. Hún var svo glaðleg (vél- in) hún söng svo örfandi og jafnt að eg fór að syngja eínnig, eða réttara sagt meira að kveða. Eg kvað margar vísur úr Núma- rímum, eg kvað svo hátt og f jör- ugt eins og eg þorði svo þa6 heyrðist ekki upp í eldhúsið uppi yfir. Eg passaði það að kveða aldrei hærra en lét í vélinni, hana var eg ekkert feiminn við, og hún ekkert við mig. Hún !ét eins og hún sæi mig ekki, en örf- aði mig þó með glaðværð sinni til að halda áfram. Svona gekk það eins og hin kvöldin öll, okkur ur kom vel saman. En svo kom Mr. ólafsson niður til mín þegar hann var búinn að borða og leysti mig af verði. Að því búnu fór eg í yfirhöfn mína og tók stafinn minn, hann nota eg einlægt þegar eg fer eitthvað út á kvöldin, en gef honum 'hvíld alla daga. pegar út var komið var nokkuð kalt, en veðrið,undur fagurt, alstimd- ur himinrí og talsverð breið ræma af tunglinu sást í grænblárri heiðríkju í vestrinu, og datt mér í hug það sem skáldjð segir í einum stað: “Stjömukrýnd jörðin vakti vær, hýr eins og þegar brúðin bjarta, með blómakerfi um hárið svarta, rjóðleit und brúðar-blæu hlær”. \ Samt sem áður söng eg nú ekkert, heldur gekk eg niðurlút- ur og hugsi: “Elskulegu litlu stúlkumar iþeirra, Margrét litla og Ingibjörg, þær em liklega tap aðar, sem íslendingar (önnur á 4. ári en hin eins árs), en for- eldrar þeirra standa stöðug og verða ágætis íslendingar á með- an hfa og hvar sem þau verða. En stór missir og hrygðarefni er i jafn góðum og elskuverðum hjónum héðan frá Gimli, héðan úr bygðarlaginu, og héðan úr okkar íslenzku heild”. petta var eg að tala við sjálfan mig á með- an eg lét höfuðið hallast til bring unnar. pví eg var á leiðinni til þeirra hjónanna séra Carl Olson og konu hans, sem nú eru búin að ákveða að fara alfarinn burtu héðan frá Gimli og héðan úr Nýja fslandi, þar sem séra Olson hefir nú þjónað'sem prestur með trú og dyggð nú í 8 ár en hef- ir nú lofað enskum söfnuðum í Sask. þjónustu sinni, og er hann ákveðinn í að fara héðan í lok þessa mánaðar.v par sem eg gekk nú ^arna hryggur og hugs- 'andi um' burtför þeirra bjóna séra C. Olsons og hans góðu og öllum hugljúfu konu, hefi eg ef- laust verið mynd af mörgum safnaðarmönnum hans og vinum þeirra hjóna, hvað það snertir að sjá sárt efir þeim. pegar göngutúrinn var á enda og eg var kominn heim til þeirra hjónanna Mr. og Mrs. Olson, mætti mér þar sama alúðin gleð- in og gestrisnin, eins og vant var. Og á meðan við vorum öll að drekka kaffið, sem ávalt er svo undurgott hjá frú Olson gat eg um það, sem mér hafði dottið í hug um litlu stúlkumar þeirra, að þær myndu týnast úr íslenzku heildinni inn í enska mann-hafið en þau hjón sögðu mér, að eg skyldi vera fullviss um það, að þau skyldu gera alt það bezta til að stuðla að því, að þær ekki gleymdu að þær væm íslenzkar, og það há-íslezkar, — og einnig sögðu þau að sig langaði til að láta þær læra íslenzku, og kenna þeim að virða og elska þjóðem ið sitt. — Og að enduðum þessum fáu línum þori eg í nafni allra þeirra safnaða hér í Nýja fslandi, sem séra Carl Olson hefir þjónað, að óska honum, konu hans og dætr- um til heilla og allrar blessunar hvar sem þau verða, og hverjir, sem njóta samibúðar iþeirra. — Gimli, 1918. J. Briem. í sambandi við þessa litlu grein héðan frá Gimli, er viðurkenning frá heimilinu Betel fyrir að hafa veitt móttöku innanhússmunum, ekki minna, en á þriðja hundrað dollars virði, sem gjöf frá Dr. Brandson, og einnig fylgir hér viðurkenning frá Betel að hafa nú um jólaleytið tekið á móti, að gjöf, tveimur vænum kössum fullum af “Oranges” og eplum frá Mr. G. L. Stephenson, 715 William Ave., Winnipeg. Báðum þessum mönnum er innilega þakkað fyrir rausn sína og vel- vild til þessa heimilis. Og heilla óskir og hamingjuveitandi hugur allra hér á heimilinu fylgi þeim. Sálmabók kirkjufélagsins í “Morocco” bandi er útseld hiá mér. Ef eitthvað af bókinni í því bandi (Morocco Overlapping) kynni að vera óseld hjá þeim, er höndla bókina í söfnuðunum, þá er hér með vinsamlega mælst til þess að þær bækur séu mér sendar sem allra fyrst. — Byrgðir af bókinni eru hjá mér í hinu ódýrara bandi, $1.25 og $1.50. J. J. Vopni. Box 3144, Winnipeg. Williams & Lee Reifihjól og bifhjóla stykki og á- höld. AUskonar viögerfSir. BifreiSar skoSaSar og endurnýjaft- ar. Skautar skerptir og búnir tll eftir máli. Alt verk gert meS sann- gjömu veröi. 764 Skerbraoke St. Xoftí Istre Bmw

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.