Lögberg - 31.01.1918, Blaðsíða 5

Lögberg - 31.01.1918, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1918 6 Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntobak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum kveldið byrjaði fundurinn. Skólá- stjóri, séra Marteinsson, sagði í sög'uformi frá æfintýrum skóla- töskunnar sinnar. Líklega héfir honum fundist fjörið í nemend- ,'um vera heldur á einn veg und- anfarandi daga, því næst á eftir las hann upp “Lofkvæði til Heimskunnar” eftir Hannes Haflstein. Síðan las hann upp , kafla úr sögu og nokkuV bréf og rítgerðir eftir nemendur. . Næst kom séra Hjörtur Léó; -og skemti með því að lesá upp tvær smásögur. Önnur sagan var eftir Tolstoj, og sagði séra Hjörtur aðal þáttinn úr æfisögu þess höfimdar. Nú voru kennararnir búnir að skemta nemendunum rækilega og bjuggust auðvitað við að fá kaffi og veitingar fyrir, en ekk- ■ert varð samt af því, því það kom upp úr kafinu að allir höfðu gleymt að hugsa um það. Að endingu var farið í nokkra leiki og síðan fóru allir heim. Föstudaginn 18. janúar var aftur hafður skemtifundur. Fyr- .ir skemtiskránni á þeim fundi stóðu nemendumir sjálfir. pá mátti nú búast við að þeir sýndu rausn við sjálfa sig og gleymdu ekki veitingunum heima, og það ■ kom líka að því að þeir sýndu það. Nokkrir gestir voru við- staddir ntan skólafólks. Fyrst á skemtiskránni höfðu þar píanóspil Miss Guðrún Mar- teinsson og Miss Rakel Oddsson; næst sungu nokkrir nemendur “fsland, fsland”.- pá las Miss Guðrún Marteinsson upp skóla- blaðið og skýrði frá því að þá- verandi nefnd hefði leitast við að finna eitthvert nafn fyrir blaðið, og nú hefði hún gefið því heitið “Mímir” og það gleddi hana að skila því af sér til næstu viðtakenda, með nafni. Næst spilaði Miss Inga Thorbergsson stutt og fjörugt lag á Pianó Síðast á skemtiskránni fór kapp- ræðan fram. Kappræðu efnið var, “Hvort bardaginn við Hast- ings eða Waterloo hafi haft var- anlegri áhrif á umheiminn”. Fyrír játandi hliðinni töluðu þeir Mr. Kristján Sigurðsson og Mr. Axel -Vopnfjörð. en fyrir neit- aridi hliöinni töluðu Mr. Guð- mundur Guðmundsson og Sigur- bjom ólafsson. Séra B. B. Jóns- son, Mr. S. W. Melsteð og Mr. J. J. Bíldfell voru dómarar. Að af- lokinni kappræðunni fóru þeir aljir afsíðis. til að bera saman ráð sín, en á meðan var stólum og bekkjum ráðað til hliðar og pokkrar. skólastúlkur fóru að bera.fram veitingar. Eftir að aljir hofðu saðst, bað skólastjóri sér hljóðs, og sagðist nú sjá að allir myndu vera orðnir forvitnir á að heyra álit dómaranna á kappræðunni og bað því for- stöðumann dómaranna að segja frá úrskurði þeirra. pá stóð séra B. B. Jónsson upp og lýsti því yfir að þeir hefðu dæmt neitandi hliðinni vinninginn. Um leið gaf hann skólanum nokkrar bendingar og góð ráð. Næstur honum talaði Mr. Friðrik Guð- mundsson—sem þar var staddur t—niokkur orð. þar næst stóð JVTiss Jackson upp og skýrði í stuttu máli frá fyrirkomulagi kppræðanna. Síðast var svo komið í nokkra gamanleiki í einn eða tvo klukkutíma. pann 24. þ. m. veittist skólan- um sú ánægja að herra ögmund- ur SigurðssQn—sem nú er á ferð hér vestanhafs til að kynna sér kensluaðferðir við hærri skóla hér—heimsótti hann og var einn dag á skólanum. pað hittist svo á að einmitt þegar hann kom var verið að kenna íslenzku. pó að nemendu.u sé enska tungan töm- ust, er þeim þó kært það sem ís- lenzikt er og þótti þvi mjög skemtilegt að fá alíslenzkan gest, sem gat sagt þeim ýmislegt fróðlegt að “heiman”. Herra Sigurðsson sagði í nokkrum orðum frá ferðatækjum á ís- landi og hvernig ferðamaðurinn færi að, þegar þangað kæmi. Hann talaði hægt og heldur lágt og þýtt, einmitt í þeim róm, sem sögumaðui hrífur áheyrenduma bezt með sér, svo þeir ósjálfrátt fylgja honum eftir hvert spor. Sem snöggvast skrapp hann með nemendurna, í anda, heim til íslands,—-til höfuðstað- arins, og þaðan ríðandi á góðum íslenzkum hestum upp til sveita, og heim á fagurt og vinsamlegt bóndabýli, en þar gisti hópurinn eina nótt í góðu yfirlæti, hélt svo af stað í “bíl” næsta morgun lengra áleiðis. pað var nú ekki eins skemtilegt, þó var það gam- an. priðja daginn stigu allir á Skipsfjöl og sigldu einn dag í sól- heitri biíðu meðfram ströndum íslands. pað urðu því ljótu von- brigðin fyrir hópinn að hrökkva alt í einu upp hér í Winnipeg í bruna frosti og stórhríð. pannig hafa þessar vikur liðið með fjöri og vaxandi áhuga hjá nemendum á öllu skólastarfi og góðum og heilnæmum skemtun- um innan um. Námsstúlka. • Til vina iminna í kirkjufélaginu ísl. lúterska Kæru bræður og systur! Petta á að tilkynna yður að eg hefi nú þégar tekið köllun frá söfnuðum í Flaxcombe og Marengo í Sask.-fylki. pessir söfnuðir tilheyra Meþódista kirkjunni og auðvitað býst eg við að starfa hér eftir eingöngu á meðal enskra. Vafaláust kemur þetta mörg- um á óvart; en í þessari breyt- ingu er eg að framfylgja minni helgustu sannfæringu. Yður mun ekki vera ókunnugt um bina öfl- ugu hreyfingu í þessu landi að sameina þrjár stórdeildir kirkj- unnar — nefnil. Meþódista kirkj una, Presbyterá kirkjuna og Congregational kirkj una. Auð- vitað og eðlilega hafa leiðtogar þessara flokka saijiið trúarjátn- ingu og grundvallarlög fyrir þessa fyrirhuguðu Jdrkju. Gam- all maður, vinur minn, sem dvaldi á Gimli í nokkur ár á sumrum, gaf mér eitt eintak af þessu riti, og eg fann þá og eg finn enn þá meira nú að þetta rit (Bases for Union) er nákvæm framsetning á minni eigin trúarsannfæringu. Með öðrum orðum hefi eg komist að raun um að í öllum atriðum, þar sem lúterska kirkjan er frá- brugðin hinum mótmælenda- flokkunum er eg ólútárskur. Meþódista kirkjan í Canada hefir samþykt “Bases for Union” og þess vegna á eg skoðanalega beima í henni. En þar, sem þessu er þannig varið, get eg ekki sam- vizku minnar vegna, haldið afram að starfa í minni kæru, lútersku kirkju. , Ýmislegt annað’ hefir stutt þessa ákvörðun mína, en þetta er aðal örsökin. Á meðan að þessi breyting hefir verið að ryðja sér braut í sálu minni hefi eg prédikað það eingöngu, sem var einlæg sann- færing mín. Eg man ekki, eftir einu einasta orði, talað í stólnum sem ekki hefir verið sprottið af djúpri alvöru og hreinskilni: Mér veitist ekki létt að slíta hin helgu bönd sem binda mig við söfnuði mína, kirkjufélagið, vini, vandamenn og þjóðflokk, én samt álít eg að skyldan hafi leitt mig út á þessa mína nýju braut. En eg er glaður að geta sagt með sanpi að eg fer frá söfnuð- um mínum og kirkjufélagi með hinum hlýjasta bróðurhug. Mér hefir aldrei þótt jafn vænt um söfnuði mína og kirkjufélag og einmitt nú, og eg fer með hinar unaðsríkustu endurminningar í hjarta mínu. Ert í raurí og veru þarf eg ekki að slita nein bönd, þó að eg verði fjarlægur líkamlega mörg- um, sem mér eru sérstaklega kærir, þá samt verð eg ætíð ná- lægur þeim andlega. Kærleikur- inn þekkir ekki rúm eða fjar- lægð. pað er heit og inriileg ósk mín að hinn sami bróðúrhugur og vin átta á milli starfsbræðra og systra minna og mín, megi hálda áfram að öllu óskert, þó að leið- ir vörar skiftist nú að vissu leyti. Vonandi munum vér bera Virð- ingu fyrir hvors annars sann- færingu og st'árfa sitt í hvoru lagi fyrir málefní drottins Jesú Krists, honuirí til dýrðar, öðrum til blessunar og oss sjálfum til uppbyggingar. Pó áð eg starfi hér ’eftir ein- göngu á meðal enski*a, hefi eg sömu skoðun á víðhaldi íslenzkr- ar tungu og þjóðemis og eg hefi látið í ljósi á ýmsum stöðum og tímum. Verið þá guði falin á hendur, mínir kæru vinir. pökk fyrir öll vinahót, allan hlýleik, allan kær- leika. Eg hefi fengið að njóta meiri kærleika hjá samlöndum mínum en ég hefi átt skilið. Eg hefi alstaðar mætt hlýu hugar- þeli, bæði þar sem eg hefi starfað og þar sem eg hefi komið sem gestur. Fyrir þetta þakka eg góðum guði og yður öllum, vin- ir mínir. Með hugheilustu og hjartan- legustu kærleikskveðju til allra íslenzkra vina minna bæði í kirkjufélaginu og fyrir utan það. Yðar einlægur, Carl. J. ólson. Gimli, Man., 14. jan. 1918. Skýrsla ólafs Eggertssonar um Betel-samkomur í Argyle Herra ritstjóri! — Viltu gjöra svo vel og birta eftirfylgjandi skýrslu í blaði þínu, og um leið mitt innilegasta þakklæti til allra þeifra, sem hjálpuðu mér á einhvern hátt að koma sam- komum þessum í frartigang. Á öllum þessum samkomum seldu konurnar kaffi með hnaus- þykkum rjóma, pönnukökum o. s. frv. Með því settu þær rembi- hnútinn á skemtikvöldin og um leið hjálpuðu þær til að stækka inntektir Betels um 54 dali. — pökk sé þeirn fyrir það. Glenboro-búum ‘ til heiðurs vil eg minnast þess að nú standa þeir hæðstir allra • á Tistanum, sem kaffi-drykkjumenn. Drukku 15 centum meira en Elfros-búar. Heiður sé þeim sem heiður ber. Lengi lifi kaffikannan! Brú Hall, samskot $40.80, kaffi- sala $15.00, als $55.80; Argvle Hall, samskot $28.15, kaffisala $6.50, alls $34.65; Baídur, sam- skot $22.00, kaffisala $12-50, alls $34.50, Gienboro, samskót $1.50, kaffisala $20,00, alls $51.50. Ferðakostnaður $15.00. Hreinn ágóði $161.45. --------------- Egili Jóhannsson. . Hinn 21. nóvember síðastliÓr inn ! andaðist EgiH • Jóhannsson. Hann vaf. fæddur 18. apríl 1893, og voru foreldrar hans ‘Sigur- björn skáld Jóhannsson, seiri andaðist árið 1903, og María Jónsdóttir, koria hans, er andað-' ist fyrir tæpum tveim árum. Hánn dvaldi hjá móður sinni í Argyle-bygð þar til hann fyrir þrern árum rúmum fór vestur tií Aibérta og tók séf þar heimilis- réttarland nálægt Sexsmith póst- húsi. Hann var riý búinn að ljúka skylduvinnu sinrii á heim- ilisréttaríandinu þegaf hann veiktist af botnlangabólgu ' og lagði hanri af stað til þess að leita sér lækningar í Edmonton, en á leiðinni þangað andaðist i hann. Lík hans var flutt til Ar- gyle-bygðar og jarðsett þar 26. nóvember. Egill sálugi var einkar vel gef- inn piltur og vandaður og hug- Ijúfi allra er hann þektu. Hann var einlægur trúmaður; sótti stöðugt sunnudagsskóla þar til hann fór vestur til Alberta, og var ötull starfsmaður í banda- lagi safnaðar síns. Hann las stundum upp frumsamdar rit- gerðir á Bandalags fundum, og báru þær vott um hvorttveggja, alvarlega lífsskoðún og bjartsýni Blessuð sé minning haris. Pakkarávarp. Mitt innilegasta þakklæti eigá línuy þessar að færa meðlimum kvennfélagsins “Vonin”, á Mar- kerville, fyrir þá höfðinglegu jólagjöf er kvennfélagskonumar sendu mér. Einnig þakka eg þeim hjónum Mr. og Mrs. G. Thorláksson, Mr. og Mrs. B. Thorláksson, Mr. og Mrs. Jón Sveinsson, og öllum þeim, sem hafa rétt mér hjálparhönd í mín- um erfiðu kringumstæðum. Guð blessi alla velgjörðamenn mína og gefi þeim gott og far- sælt ár. Með vinsemd og virðingu Mrs. Lena Davidson. KENNARA VANTAR Fyrir “Mínerva” S.D. No. 1045. Kensla byrjar eins fljótt og hægt er og stendur yfir í þrjá mánuði. Umsækjandi verður að hafa “2nd or 3rd Class Profes- sional Teachers Certificate” fyr- ir Manitobé1. • Tilboð sem tiltaki mentastig og æfingu, ásamt kaupi, sem óskað er eftir, send- hlotið þar aðdáun mikla. Af öðrum kunnum leikendum má nefna Neliie Nichols. pá verður og til skemtunar afl raun^ sýning mikil, takast þar fangbrögðum kappar miklir, er nefnast Hanlot og Clifton. Ldks rriá ekki glcyma því að Will Oak- land félagið, leikur smáleik, sem héiti'r “Danriy O’Gill, U. S. A.” og er efnið um íra, sem fæddir hai'a verið i Bandaríkjunum: ist til undirritáðs fyrír 7. febrú- ar 1918. S. Einarsson, i Box 4^1, 'Gimli, Man. t ■------•- Dominion. • í þorraveðrinu og fróstunum,' þarf ekkert annað til þess að láta sér Ííða Vel, en fara beint ófan á Dominion' leikhúsið. par er kvéldið ekki lengi að líða. — Núria ' í vikunni,' er sýndur þar leikur, sem heitir “Ghosts of Yesterday”, eftir Norma Tal- madge’s; höfundurinn hefir skrifað fjölda leikrita, þeirra á meðal “Empty Pockets” og “We can’t have éverything”. f öllum leikjúm þessum, er fagurt Teiksvið og ljómandi fallégur SÖngur. Walker. .,. “Seven Days Leave”, heitir leikurinn, sem Walker leikhúsið hefir til meðferðar um þessár mundir.. Eims og nafnið beridir til, er efni leiksins úr hernáðar- lífinu, óg. er leikurinn sérlegá skemtilegur. Vikuna sem byrjar 13. fébr. verður nýr leikur á leiksviðinu, sem kallast “Out There”, og er það álit hinna beztu leikdómara, að leíkur sá eigi gott og nytsamt erindi til allra manna. par næst verður sýndur leikur- inn “The White Teather”, sem mörgum er áður að góðu kunnur. Orphéum. Á mánudaginn kemur og alla þá viku á enda, leikur Miss Sarah Padden í leikritinu “The Clod”, sem innifelur í sér margskonar fagi-a drætti úr Kentucky lífinu. Leikurinn hefir veríð sýndur í New York, og hefir Miss Padden kenpir þa ' margra grasa, og er þar veruiega margt einkennilegt sem borg;:r sig að heyra og sjá. Pað er ■.notalegt á Qrpheum. þótt kalt ?é úti.; ' • • * l * , CANADC' FinES: THEATtoi '• t( v I Vikuna sem byrjar 4. febrúar verður þar sýndur nútíðar sorg- arleikurinn úr hermannslífinu: Seven Days Leave sem sýndur hefir Verið í meir en nín mánuði á Lyceum leikhúsinu í London. Sætasalari.,byrjar á föstudag. Að kveldinu $1.50 tjfl 25c' . Síðdegis $1.00 til' 2ðc' . Vikúna sem byrjar 11. februar The í'Win-the-War”, Comedv í fjarlægð (einhVqrsstaoar á Frakkandij Eftir J. Hartley ManrierS. höfurid ' “Peg O' My Hearíb; • - HTátúr! Söngur! Hrffniny! 7-f r~TT.r . y ; ♦ ~ . r t 500 fslemlingar ósklst' til afs -isera bifrelfiá 'og gftfevéla iðn '1 'Hetó'pbill skðlet, sem hefir-stjómarleyíi í. ,\Vinni- peg, .R.egina,.-Saskatoon qs Edmonton. Herskylda er iögleidd f Óanadk og' •húndruC þeirra manna ■ er stiOrríuiSu bifreiSum og ^asvélum verða a,ö. Uœtta þelm .starfa og ^anga .i herinn. ITér er tæklfséri fyrir þig ab íæra göta itn og sem ekki teítur þó nema fáar vi-kur að læra og taka eJna. af. þessUiji stöð- um, þar sem kaupið er frá $8,0 til J200 um míinuðinn. Vfer ftenmim yðbv og hSfum áhöldin sem með þurfa, beebi tó kenna yður að stjórna. vélum og gera við þær. Svo sem þessai*: Bif- reiðum.-flutningsvögnum.' gasv'élum og skjpsvélum. Aðeins 6, vikur til nftms. Ahöld ð- keypis. Vinnuveitenda skrifstofá vor hjálpár yðUr til að fá vinnu eftir að þér hafið lært. . Látið ekki dragast að byrja. Komið strax. Ökeypis lækningar. Gangið þfi stofnun sem næst yður er. Hemphills Motor School, 220 Pacific .Aye., Winnipeg. 1827 Railway St„ Regina.. 20th St. East, Saskátoon, og 101 St., Edriibnton. og Calgary, Alta.' . . , Ull • • • • » 7 ■ ... Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og hæsta veiði fyrir ull og loðskir n.sktifið Frank Massin, Brandon, Man. SkTÍfið eftir verði og áritanaspjöldurn. ■ v.vll; ■jv j----- \ 8 I4L ur það kveld, fór hann samt snemma á fætur næsta morgun, tók sáðkomið og fór að sá, og hélt áfram þangað til kraftarnir þrutu og hann hné máttvana af þreytu upp að tré, sem stóð rétt hjá þar sem hann var að verki. — En hann var lika búin að ljúka verkinu, móðir hans leit út og sá að Davíð var hættur að vinna og hún flýtti sér til hans til þess að samfagna honum, en þegar hún kom nær sá hún að Davíð grúfði sig ofan í grasið með litlu bendurnar sínar fyrir andlitinu og grét sáran. pað var í fyrsta sinnið sem hann hafði grátið síðan að hann stóð við gröfina hans föður síns og sá líkkistuna, sem hann var látin 1 látna síga ofan í gröfina, og mennina moka moldinni ofan á hana. — Móður hans langaði til að taka Davíð í faðm sér og þrýsta honum upp að hjarta sér, en hún gjörði það ekki — hún yrti ekki einu sinni á hann, heldur sneri hljóðlega heim aftur og lét Davíð einan um hugsanirnar, sem voru að brjót ast um í sál hans. Nú er Davíð orðinn stór maður, og þjónar þýðingarmiklu embætti í þarfir þjóðar sinnar. Frá þeim degi er hann ásetti sér að taka verk föður sins — tólf ára gamall — og þar til nú, hefir hann alt af reynst góður og ærlegur maður, og hver líðandi dagur hefir gert hann andlega og líkamlega sterkan. — Munið þið eftir að erviðleik- arnir og ábyrgðin gjörir menn sterka. PULA. Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. Mun þar vera margt að sjá, mörgu hefðirðu sagt mér frá, þegar þú leiðst um loftin blá og leizt til mín um rifinn skjá. Komdu litla Lipurtá, langar þig að heyra, kvað mig dreymdi, kvað eg sá og kannske eitthvað meira. Ljáðu mér eyra, litla flónið ljáðu mér snögg\7ast eyra. par er siglt á silfurbát með seglum þöndum, rauðagull á rá og böndum rennir hann beint að ströndum, rennir hann beint að Jötunsala-ströndum. par situr hún móðir mín í mötlinum græna hún er að spinna út jólin í hempu fyrir börnin sín, og sauma þegar sólin skín. Fögur er hún Harpa. Um messu færðu fleira, fjólu og músareyra, hlíðum gef eg grænan kjól. Svo göngum við upp á Tindastól, þá næturvökul sumarsól sveigir yfir Norðurpól, en dvergar og tröll sér búa ból í bergsins instu leynum, og ljósálfar sér leika á hól að lísigulli og steinum, við skulum reyna að ræna frá þeim einum. Börnum gef eg gnótt af óskasteinum. pá spretta laukar, i þá gala gaukar, þá syngja Svanir á tjörnum. Segðu það börnum, segðu það góðum bömum. Margrét S. Olafsson, Mary Hill P. O. Man. Sólskinssjóður. Frá Árborg, Man. Kristján G. Johnson....................$ .25 Kristín F. Johnson.........................25 Luvisa S. Johnson..........................25 Sigrún Johnson.............................25 Júlietta S. Johnson........................25 Páll H. Johnson.......................... 15 Alfred C. Johnson........................ 15 Jón E. Johnson ............................15 Octavia A. Johnson .•.....................15 Stanley A. Johnson...................... .15 Olga S. Johnson.......................... .15 Garðar, N. Dakota: A. Guðmundsson.........................$ .50 Pálína Guðmundson . ...................... 50 Steinunn Guðmundson..................... . .25 Sigurbjörg Sveinsson..................... 25 Nú..................$ 3.65 Áður auglýst .... 915.85 Nú alls...........$919.50 1 Á ferS i Klondyke. DRENGURINN OG HRAFNINN. “Eg nenni ekki að fara í skóla”, sagði Tomas litli., “eg ætla að ganga inn á fallega blettinn þama og leika mér í allan dag”. petta var í byrj- un maímánaðar, sólskin fagurt og grasið var farið að spretta, eins og vandi er til á vorin. Tómas settist niður á litla þúfu undir tré einu, og kastaði bókunum sínum niður við hliðina á sér. “Eg ætla ekki að fara í skóla, þúfan sú araa er mýkri en bekkurinn, sem við sitjum þar á, og mér þykir meira gaman að sjá litlu lömbin og grösin, heldur eri bækurnar og rittöflnmar”. f sama bili og hann ságði þetta varð honum litið upp í tré, sem var gagnvart hónum, og sá gamlan hrafn sitja þar og við hliðina á honum var hreiður, sem líktist lurka hrúgu. “petta er efnilegur drengur”, sagði hraÍHÍnn. “Hann segist ekki vilja ganga í skóla. þetta er dáindisfallegur letingi og allir hrafnarnir, sem voru í grendinni fóru að segja krá, krá, krá, eins og. þeir væru að hlægja að Tómaái. “Hvað er . ■ • I'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.