Lögberg - 18.04.1918, Page 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1918
i
■ ------ ■
j áL‘ög bcirg j
Géfið út hvern Fimtudag af The Coi
umbia Prets, Ltd.,jCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Mam.
TALSIMI: GARRY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
(jtanáskrift til blaðsins:
R THE GOLUMBIA PRES8, Ltd., Box 3172, Winnipog, M»n-
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, M»n.
VERÐ BLAÐSINS: >2.00 um árið.
RtunmfliuiiiiiiinHiiiiMiiiMHiiniiininimiimuiiiinniiiiiiniiiiuiimiiiiiiUiiUiiuuinininnniiiiHiiiiiiimiiiiiniiiiuiiBmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiW
Rauða kross sjóðurinn.
Oss var kunnugt um það, að áður en farið var
að leita samskota í þarfir Rauða krossins síðast-
liðna viku, og mönnum varð ljóst að þeir menn,
sem fyrir samskotum þessum stóðu hér í bnum
ætluðust til þess að Winnipegbúar gæfu $300,000,
voru menn kvíðafullir fyrir því að þetta takmark
væri mikils til of hátt, að nú í dýrtýðinni mundi
verða algerlega ókleyft að ná inn allri þeirri upp-
hæð, og undir vanalegum kringumstæðum mundi
þetta hafa verið svo.
pað er satt að almenningur í bænum hefir
umráð yfir minni peningum nú heldur en hann
hefir haft endramær.
Og þó gera bæjarmenn meira en tvöfalda
þessa upphæð, sem um var beðið í staðinn fyrir að
leggja fram $300,000, þá lögðu Winnipegmenn
fram á fjórum dögum $643,246.08.
pessar undirtektir eru gleðilegar. Fólkið
hefir auðsjáanlega skilið þörfina, og hlaupið
drengilega undir bagga.
Menn halda ef til vill að verzlunarfélögin eigi
aðal-þáttinn í þessu. Svo er þó ekki, þó þau eigi
hann mikinn og góðann.
pað er fólkið í Winnipeg, sem hefir gjört þetta
— fólkið upp og ofan, og það nú í dýrtíð og pen-
ingaþröng, sem sýnir berlega að það eru ekki pen-
ingarnir, sem eru sterkasta aflið í þessu sambandi
heldur viljinn.
Og undir þeim kringumstæðum, sem mann-
félag vort er nú statt í kemur lika fleira til greina.
Vér erum að gjöra þetta fyrir drengina okk-
ar, sem eru á hinum ýmsu vígstöðvum Norðurálf-
unnar kanske sárir.
Vér erum að gjöra það fyrir fólkið líðandi og
stríðandi í ófriðarlöndunum.
Vér erum að gjöra það, til þess að sýna öllum
mönnum að vér stöndum einhuga á bak við her-
mennina, sem eru að berjast fyrir oss, fyrir rétti
vorum og frelsi.
Og vér erum kanske að gjöra það fyrir hann,
sem sagði: AJ?að sem þér gjörið einum af þessum
minstu bræðrúm mínum, það hafið þér mér gjört”.
En hver, sem ástæðan hefir verið, þá eru á-
vextimir miklir og sýna hvað samtök og góður
vilji geta gjört.
Sagan endurtekur sig,
J?egar hinn hreinhjartaði og hugumstóri
George Washington, sem var lífið og sálin í frelsis-
stríði Bandaríkjanna og yfirhershöfðingi yfir liði
þeirrar þjóðar á móti hinum ensku hersveit-
um, sem vildu viðjum binda allar framtíðar frelsis-
vonir hinnar ungu Bandaríkjaþjóðar, þá var það
eitt sinn á árinu 1778, að þunglega horfðist á fyrir
Bandaríkjamönnum, að Washington skrifaði þessi
orð: “Ef við fáum ekki peninga og hermenn frá
Frakklandi, þá bíðum við ósigur”. En þeir fengu
hvorttveggja. Luðvík XVI. bar gæfu til þess að
styrkja málstað hins unga lýðveldis, og sverð
Frakklands var dregið úrsliðrum til hjálpar mönn-
unum, sem höfðu flúið undan harðstjóm og ófrelsi
og numið nýtt, og óbygt land, þar sem þeir þráðu
að fá að njóta síns persónulega frelsis, þráðu að fá
að ryðja sína eigin braut, ráða sinni eigin framtíð
óáreittir af öllum, engum háðir, nema guði og nátt-
úrunni.
J7að var þegar lýðveldið, sem nú er orðið það
voldugasta í heimi, var að berjast fyrir tilveru-
rétti sínum, að Frakkar réttu höndina yfir hafið.
Hjarta fólksins á Frakklandi varð snortið af
hættu þeirri og erfiðleikum, sem hið unga lýðveldi.
Bandaríkin, var statt í, og blóðið, hið frakkneska
blóð, ólgaði í æðum þess.
J?að var þá, sem hinn djarfi og hugumstóri
Lafayette, sleit sig mót vilja vandamanna í
burt frá ættiandi sínu, Frakklandi, til þess að geta
veitt George Washington að málum, og hjálpað til
þess að leggja grundvöllinn að Jrví lýðveldi, sem
nú er mest og fegurst allra lýðvelda heimsins. En
nú í dag, 1918, er ekki ólíkt ástatt fyrir hinni
frönsku þjóð. Frelsi hennar og menning er í veði,
synir hennar eru myrtir, dætur hennar svívirtar,
auðsuppsprettur hennar tæmdar, akurlendi eyði-
lögð af grimmum fjandmönnum, sem vilja leggja
undir sig landið, og afmynda hina frönsku þjóðar-
sál og nú eftir hundrað og fjörutíu ár kom sama
yfirlýsingin frá hinu franska lýðveldi. Ef við fá-
um ekki peninga og hermenn frá Bandaríkjunum,
þá bíðum vér ósigur, og þeir fengu þá, fengu þá
með Öllu því mikla viljaþreki, frelsisþrá og afli,
sem þjóðin á til og loforði um það, að skiljast
aldrei við þeirra mál fyr en málstað þeirra sé borg-
ið, og liðveislan endurgreidd, þótt hún sé hundrað
og fjörutíu ára gömul.
Aftur á bak eða áfram.
Fyrir nokkrum árum síðan vorum vér að lesa
í merku tímariti, sem út var gefið í Bandaríkjun-
um um það, hver væri mælikvarðí á verðleika
mannanna, og komst þessi höfundur að þeirri nið-
urstöðu að hann væri peningar, hversu margra
dollara virði sá eða sá maðurinn ætti, og ef að
hann sjálfur ætti ekki neina peninga, að þá bæri
að meta krafta þá eða vit það sem menn ættu
yfir að ráða eftir því. Vér lögðum frá oss bókina,
og fórum að hugsa um þáð hvort að ein af þeim
þjóðum, sem heimurinn kallaði frjálslynda þjóð,
væri orðin svo blinduð.
J?etta málmhljóð heyrðist ekki hjá George
Washington, þegar hann var að höggva á þræl-
dómsfjötra þá er George II vildi smeygja á hönd
og fót samlanda hans. Né heldur hjá Abraham
Lincoln, þegar að hann með hjálp hinna vösku
hermanna, frelsaði úr þrældómsánauð svertingj-
ana í Bandaríkjunum.
Hvaðan var þessi rödd, tilfinningarlaus og
stálköld ?
Vér vissum það ei þá, eða réttara sagt vér
trúðum því eigi. En vér vitum það nú.
Vér höfum aldrei fengið að kenna á kulda
lífsins, eins bitrum og hann er nú.
Vér höfðum ekki getað trúað því, að sú menn-
ing—“kultur”—sem kennir að mátturinn sé rétt-
ur, og miskunnsemin synd, væri eins útbréiddur
og raun hefir á orðið. *
Vér höfðum ekki getað trúað því, að það sem
menn kölluðu menningu, væri eins rotið og naun
er á orðin. ,
J?að er eins og verðleikar mannanna hafi vegn-
ir verið, og léttvægir fundnir, að þeim hafi ekki
miðað áfram heldur aftur á bak.—J?eim hefir þó ef
til vill miðað áfram í verklegum framkvænyium.
Miðað áfram í því að græða fé — í því að
njóta þæginda lífsins, í því að láta undan nautna-
tilhneigingum sjálfs sín, í því að eiga góða daga.
En ekkert af þessu eru hinir sönnu verðleikar
manhsins.
Thomas Carlyle segir á einum stað, að nútíðar
menningin sé ekkert annað en kápa, sem hún hafi
brugðið utan á sig, þar sem villumanns tilhneig-
ingin, eða villumannseðlið skíni alls staðar í gegn-
um. Og hve hryggilega sönn þessi orð Cariyle
eru, sýnir yfirstandandi tíð oss bezt. par sem að
fjórar þjóðir norðurálfunnar hafa tekið sér það
fyrir hendur að sópa í burtu með báli og brandi
því sem unnist hefir í menningaráttina.
Mælikvaðri manngildisins í framtíðinni er undir
því komin hvernig þeirri óskaplegu orustu, sem
nú stendur yfir á vesturvígstöðvunum lýkur, það
er undir henni komið hvort að manngildið ’í fram-
tíððinni verður helgað hugsjónum vald^fíkninnar,
herkænskunnar, yfirburðar þess sterka yfir þann
veika, grimdar í stað miskunnar, drottnunarvaldi
í stað drengskapar, hvort að ein sérstök þjóð á að
drotna yfir mestum parti af heiminum, eða ein-
staklingsfrelsið á að fá að njóta sín.
Og þó eru þeir menn til, sem enn þá eftý*
nálega fjögra ára strið og þau grimmustu níðings-
verk, sem heimurinn hefir nokkurn tíma séð.
spyrja um hvað sé barist?
J?að er barist um manngildi. pað er barist
um það hvort meta á mennina til peninga eins og
hvern annan hlut, eða verkfæri, sem einhver tek-
ur í þjónustu sína og er herra yfir. Hvort hann
á að verða verkfæri í hendi harðstjómans, hon-
um að lúta og honum að þjóna, ellegar að hann á
að fá að njóta þess einstaklingsfrelsis, sem hon-
um hefir verið keypt til handa með lífi þeirra
manna, sem fórnað hefir verið eða hafa fórnað
sjálfum sér á altari frelsis og mannréttinda.
Hvort að mennimir eiga að þroskast upp á við.
eða niður á við.
pað er því ekki að undra, þó menn séu kvíða-
fullir fyrir því hvemig að úrslitin í þessari höfuð-
orustu, sem nú stendur yfir muni verða, því ör-
lögum mannkynsins verður ráðið þar til lykta.
Öfundar-augu.
Eftir Dr. Frank Crane.
pað stara jafnan á þig öfundar-augu úr öllum
áttum. Á sjálfri jólahátíðinni, þegar fjölskylda
þín safnast umhverfis jólatréð, og hver einstakl-
ingur á heimili þínu, saddur af kryddaðri gæsa-
steik, tekur fagnandi á móti jólagjöfunum, þá
liggja á glugganum kinnfiskasogin andlit, er
hvessa á þig öfundaraugun. Umhverfis bústað
þinn fylkja liði heilar hersveitir manna og kvenna,
hríðskjálfandi í skugga örbyrgðarinnar. —
Til móts við hverja silki-skrýdda oddborgara-
frú, sem vaggar eftir skrautgöngunum, sælleg og
hreykin, lötra tugir kvenna hinu megin á
strætinu, með bogið bak af þreytu og ef til vill bera
fætuma í skónum. '
Vart getur þann daglaunamann við iðju sína,
að eigi gangi tíu fram hjá, er öfunda hann og kom-
ast vildu í hans stað.
Hvort heldur þú situr í forsetastólnum, eða sel-
ur varning við búðarborðið, gegnir starfi öku-
mannsins, eða hvem svo sem helzt launaðan starfa
þú hefir með höndum, þá.glápa á þig úr þokuflóka
atvinnuleysisins, öfundaraugu hundraðanna, sem
bíða eftir því, að þú hrasir, — að þér verði eitthvað
á, er orðið gæti þess orsök, að þú mistir stöðu þína.
óteJjandi, grimm og ránsgjörn öfundaraugu,
hvíla án afláts á hverjum þeim, sem sigursæll
hefir orðið í lífinu.
Gættu þín vandlega, ef þú hlýtur háa stöðu,
— hætt&n er aldrei meiri en þá. öfundsjúkar
þúsundir sitja um æru þína og sæmd, og láta ekk-
ert augnablik ónotað til þess að bregða fyrir þig
fæti.
Ef þú ert falleg og góð kona, þarftu stöðugt
að vera á verði, því ljótar og illar kvensniptir, sitja
á daglegum kjaftaþingum, til þess að reita af þér
fjaðriraar.
Hafi þér hepnast að koma sögukomi eftir
sjálfan þig inn í gott tímarit, verðurðu að vera við
því búinn, að fleiri tugir þeirra, sem eigi komu
sínum ritsmíðum á sama stað, leggi sig í líma til
þess að draga þig niður í sorpið. — Við sérhvert
bókmentalegt sigur-skref er þú stígur, góna á þig
úr öllum áttum, öfundaraugu hinna vonsviknu
bókmenta loddara.
Miljónir smásálna sitja nótt og dag á svikráð-
um við sérhvem þann, er unnið hefir sér virðing-
arsæti á einhverju sviði í þjóðfélaginu.
Umhverfis heimili hins fræga og mikla
manns, skríður í fylgsnunum mergð, öfundsjúkra
lítilmenna.
Eldur hjálpseminnar og kærleikans logar víða
dauft, en bál eigingiminnar rís hátt, og eld-gin
þess gleypir hvað sem fyrir er.
Hefir nokkur maður nokkum tíma unnið sig-
ur, sem ekki var bygður á ósigri annara?
Getur nokkur kent oss hvemig fara eigi að
því, að vinna sigurkranz lífsins, án þess að ein-
hver bíði ósigur?
Hver getur kent oss ráðið, til þess að losna við
óeðlilega samkepni þjóðanna, en koma á í hennar
stað, bróðurlegri samvinnu ?
Samkepnin er arfur hinnar harðýðgislegu for-
tíðar. Hvenær kemst heimurinn á svo hátt stig
að samkepninnar verði eigi þörf ?
Hvenær munu auðmennimir hætta að mæla
auðæfi sín eftir fjölda fátæklinganna, sem í kring
um þá eru? Hvenær hætta að stæra sig af dýr-
indis krásum og víni, sem aðrir geta eigi veitt sér?
Hvenær hætta að dæma manngildið eftir fötun-
um ? Hvenær kasta frá sér forréttinda hrokanum,
en auðga sálina í þess stað af mannást og um-
burðarlyndi ?
Ef til vill getur þess orðið langt að bíða. En
fyr höfum vér eigi náð réttum tökum á hjarta
hins sanna lýðfrelsis, en málunum verður svo
skipað.
Lýðfrelsi er hvorki smíðisgripur né ákveðið
stjórnskipulegt form. — pað er andi. pað er nýtt
taugakerfi. pað er endurfæðing. pað er — trúar-
brögð. Hlutverk hins sanna lýðfrelsis er það að
hrista af fólkinu skaðlegar erfðakenningar og
dýrslega samkepni; en koma á í þess stað, göfugri
og friðsamlegri samvinnu um heim allan.
í kringum bústaði manna þeirra, er vinna sig-
ur af völdum hinnar hlífðarlausu samkepni,
sveima á öllum öldum öfundsjúkir skarar.
pegar bróðurleg samvinna kemst á, þegar
andi lýðfrelsisins vinnur sigur, þá fyrst verður
veröldin byggileg. pá verður öndvegi mannúðar
og kærleika blessað af alþjóð manna, og þá hverfa
öfundaraugun úr sögunni.
DaÚur.
pér lýtur heimur, fagri sólar son!
þig sveipar ljómi’ af huliðsdýrðar veldi —
þú fer um löndin ósigrandi eldi,
þú endurlífgar hverja dána von.
Hvert árbros þitt á austurhimins brá
er ástarkveðja guði sjálfum frá.
Er fyrsta bjarma bregður yfir fjöll
af brá þér, allir skuggar leggja’ á flótta, —
og allar vondar vættir skjálfa af ótta
og verða’ að steini forynjur og tröll.
Hið góða þráir alt og elskar þig,
hið illa skríður burt og felur sig.
pú ert hins sterka átrúnaðargoð,
sem afli sínu’ í ljósi þínu beitir.
Og nýjan þrótt og von þú mæddum veitir,
hins veika ert þú traustust máttarstoð.
En hver sem ná í þegnrétt vill hjá þér,
má þrótt sinn eigi spara’ og hlífa sér.
Sjá, dagur ljómar, ungi fslands son!
Á öllum fjöllum þúsund vitar brenna!
Finst þér ei blóð í æðum örar renna,
er áttu’ að berjast fyrir göfgri von?
Með heiða brá og hreinan skjöldinn þinn
sem hetja dagsins berstu, vinur minn!
pað fylgir sigur sverði göfugs manns,
er sannleiksþráin undir rendur gelur
og frelsisást í djarfri drenglund elur, —
það drepur enginn beztu vonir hans:
hann veit þótt sjálfur hnigi hann í val,
að hugsjónin hans fagra sigra skal.
Og vertu slíkur, — horfðu djarft og hátt
á hámark lífs þíns: frelsi þinnar móður,
og sýndu’ í verki’ að sértu drengur góður
og sonur tryggur, stefndu’ í rétta átt, —
í átt til ljóssins, — eftir liðinn dag
þá áttu’ í vændum fagurt sólarlag.
Guðm. Guðmundsson.
THE DOMINION BANK
STOFNSETTUR 1871
Uppborgaður höfuðstóll og varasjóður $13,000,000
Allar elgnlr $100,000,000.
Bankastörf öll fllótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg
áherzla lögð á að gera skiftavinum sem þsegilegust viðskiftin.
Sparis j óðsdeild,
Vextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá $1.00 eða meira.
Notre Dame Branch—W. M. IIAMIBTON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI greiddur $1,431,200
Varasjóðu...... $ 920,202
President......................Capt. WM. ROBINSON
Vice-President - - JOHN STOVEIj
Sir D. C CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWIjF
E. F. HUTCIHNGS, A. McTAVISII CAMPBEUIj, GEO. FISIIER
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlð elnstaklinga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittlr. Avlsanlr seldar tll hvaða
staðar sem er á Islandi. Sérstakur gaumur geflnn sparirjöðslnnlögum,
sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum.
T- E. THORSTEIN9SON, R&ðsmaður
Co William Ave. og Sherbrooke St.f - Winnipeg, Man.
r.ý;?«S':?»ýr?»vr?«';r?»YM?»ý;?«rt?»ýi;'»v.:i»v;'«V7s''t?»v.7»v;'«v.y«v;?«'::j»o»:"'»v:''«v:''»v:i»
Drengskapur.
petta er hugtak, sem hefir
göfuga og fagra merkingu. —Að
bregðast drengilega við. — Hug-
tak, sem hver og einn getur til-
einkað sér með samskonar
breytni. pað ætti að vera allra
eign. En sumir líta svo á, það
sé eign fárra útvaldra, sem
hafi full umráð þess, og það geti
ekki komið til mála að þess verði
vart hjá neinum öðrum. pað
vill hr. Jón Bíldfell sýna fram á
í síðasta Lögbergi, þar sem hann
er að reyna að sanna, að grein
mín um íslenzku skólana í Winni-
peg (Lögb. 4. apríl s. 1.), geti
ekki verið rituð af öðru en ill-
vilja og ódrengskap. af einlæg-
um drengskap leitast hann við
að forða íslendingum frá þeirri
ógæfu að trúa því, sem eg sagði
í áður nefndri grein, og enn
fremur til að sannfæra mig um,
að eg færi með rangt mál. Hon-
um var það nú innan handar að
tala við mig munnlega, þar sem
við vinnum báðir í sömu bygg-
ixigunni. Ekki get eg að því
gert, að mér finst þetta dreng-
skapar hugtak vera nokkuð
teygjanlegt hjá Jóni mínum.
pað er ef til vill ekki rétt af mér
að segja neitt, sem geti orðið til
þess að hr. Bíldfell neyðist til að
svara, þar sem hann segist af
ásettu ráði leiða hjá sér að ræða
þjóðemismál íslendinga,' af því
að hann verði að fóma öllum «ín-
um kröftum, óskiftum í þarfir
þessa þjóðfélags. pess vegna
urðu, á annað hundrað íslenzk
böm að fara á mis við tilsögn í
íslenzku í vetur. pað var svo
sem ekki af áhugaleysi kennar-
anna, sem hann telur upp í
grein sinni, að laugardagsskól-
inn hætti. Nei, heldur af þvi að
hr. Bíldfell hafði ekki tíma til
Jæss að stjóma skólanum. pess
vegna var ekki hægt að halda
honum áfram. pað segir hann
sjálfur að hafi verið ástæðan, en
“aldeilis ekki sú að eg eða þeir
menn, sem að skólanum stóðu
hafi snúið við og róið í gagn-
stæða átt, með enskum ámm en
laumað þeim ísl. fyrir borð. Slík
ákæra sé jafn ósönn eins og hún
er ódrengileg að því er snertir
þetta laugardagsskóía mál Fyrsta
lút. safnaðar”. parna brást þér
nú bogalistin Jón minn. pér
getur þó ekki verið alvara að
halda því fram, að eg hafi með
þessum orðum mínum átt við
laugardagsskóla, sem ekki er til?
par átti eg vitanlega við sunnu-
dagsksólann, eins og greinin ber
með sér, ef þú vilt lesa hana
einu sinni enn.
pá er það atriðið í grein hr.
Bíldfells, sem snertir Jón
Bjarnason Academy” og sem er
meiri hlutinn af grein hans,
merkilegt, ekki síst fyrir þá sök,
að eftir alla þá rökfærslu, erum
við báðir á sama máli, n. 1.: að
skólinn hafi það fram yfir hér-
lenda skóla, að hann kenni ís-
lenzku og kristindóm og að
hvorttveggja séu skyldugreinar.
pað sé því óþarfi að þakka skóla-
stjóra fyrir það, sem hann hefir
gert til þess að hvetja nemend-
uma að nota kensluna. Ekki
get eg séð að skólinn sé íslenzk-
ari fyrir það.
Eg sé ekki ástæðu til að gera
ýtarlegar athugasemdír við
grein hr. Bíldfells. En það ætti
hr. Bíldfell að taka til greina,
þar sem honum finst eg þakka
of lítið og of lítið tína til af því,
sem Fyrsti lút. söfn. og kirkju-
félagið hafa gjört fyrir þjóðem-
ismál vort íslendinga, að eg var
ekki að telja það upp, sem hafði
verið gjört í því máli, heldur
hvað verið væri að gjöra.
Svo nenni eg ekki að leita eft-
ir ástæðum til svara grein hr.
Bíldfells. Ef hann álítur mig
þann ódreng, eins og hann gefur
í skyn, að það sem eg skrifaði
um skólann, hafi eg ritað af ill-
vilja og ódrengskap, og sé alt ó-
satt frá upphafi til enda, þá segi
eg að eins það, að eg vildi óska
að þær aðfinslur í grein minni
við íslenzku kensluna í Winni-
peg væru ósannar, þá væri ís- *
lenzkunni í Jæssum bæ engin
hætta búin. En það er ekki til
neins að skrökva að sjálfum sér.
pað er skammvinnur friður. Er
það drengskapur að álíta að-
finslur annara, sprotnar af ill-
vilja og ódrengskap, og á þann
hátt spilla fyrir því, að þær séu
teknar til greina?
Ámi. Sigurðsson.
* * *
ATHUG ASEMD.
Eg hefi ekki viljað synja of-
anritaðri grein hr. Árna Sigurðs-
sonar rúms í blaðinu, enda Jwtt
hún eigi ekki skylt við þjóðem-
ismál vort, nema að því leyti,
sem hún er því til bölvunar.
Hr. Sigurðsson byrjar þetta
illyndis hjakk sitt með því að
sýna fram á að grein mín hafi
gengið aðallega út á að sýna, að
á bak við grein hans frá 4. þ. m.
hafi ekkert legið nema illvilji og
ódrengskapur. Eyrir slíku er
ekki hinn minsti flugufótur.
Eg viðurkendi það, sem hr. Sig-
urðsson sagði satt, en mótmælti
hinu, og það var einmitt það —
það ósanna — það sem hr. Sig-
urðsson fór af ókunnugleika,
eða ásettu ráði rangt með, sem
eg vildi forða íslendingum frá að
trúa, og sem eg sé að líka hefir
orðið til þess að sannfæra sjálf-
an hann um að sumt af því, sem
hann sagði um Jóns Bjamason-
ar skóla, hafi ekki verið á rökum
byírí, þar sem hann nú segist
vera mér alveg samdóma nm
skólann, og einnig um það að ís-
lenzkan sé þar skyldunámsgrein.
En í hinni áminstu grein sinni í
Lögbergi, segir hann að Jóns
Ejarnasonar skóli hafi það fram
yfir aðra skóla hér að mönnum
gefist kostur á að læra íslenzku.
Og þó var eg búinn að segja hon-
um sannleikann í því máli.
Á verri veg reynir hr. Sig-
urðsson að færa, þar sem eg í
svari mínu til hans minnist á
ástæðuna fyrir því að eg hafi
ekki tekið þjóðemismálið til um-
ræðu í blaðinu, og sú ástæða var,
— ástandið, stríðið, — hin borg-
aralega skylda vor íslendinga í
Vesturheimi, til þess að veita
þjóð þeirri er vér búum hjá og
ríki því er vér erum borgarar í,
óskorað fylgi vort; draga ekki
hugi íslendinga frá því eina
nauðsynlega, inn á braut sér-
mála vorra. Að þeirri stefnu
minni má hr. Sigurðsson gjöra
gys, og eins að tilraun minni til
þess að verða að liði í þá átt. —
Sjálfur veit eg hversu lítilvirk-
ur eg er, og hvað mér er ábóta-
vant á því sviði. En sómatil-
finningu í þeim efnum hefi eg
þó svo mikla, að hafa vit á að
skammast mín fyrir að draga
dár að öðrum, sem í einlægni
vilja að þeim málum vinna.
Hr. Sigurðssyni finst að eg
misskilji það sem hann sagði í
grein sinni um laugardagsskól-
ann í Fyrstu lút. söfn.. Honum
finst að eg eigi að lesa betur —
það skulum við þá gjöra báðir,
hr. Sigurðsson! Sá partur grein-
ar þinnar, sem um laugardags-
skólann hljóðar, er svona:
“pá gerði Fyrsti lút. söfn-
uður tilraun til Jæss að halda
laugardagsskóla, þar sem kend
væri íslenzka, en sú tilraun er
Iiðin undir lok. Ekki vegna þess
að engir nemendur fengjust og
ekki vegna þess að ekki væri
hægt að kenna þeim íslenzku
sem öðrum bömum, heldur
vegna þess að flestir af kenn-
urunum voru ekki færir um að
kenna þeim móðurmál sitt. og
vegna áhugaíéysis þeirra, sem
fyrir skólanum stóðu. — En því
miður verður ekki annað sagt;