Lögberg - 25.04.1918, Qupperneq 2
s
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRfL 1918
Astæðurnar fyrir óför-
um Rússlands.
Eftir Joseph Reinach.
Látum oss athuga grandgæfi-
lega part Rússa í stríðinu, í þessi
fjögur ár, sem það hefir staðið
yfir. Eg hefi leitast við að at-
huga mjög ítarlega framkomu
hersins frá byrjun, og látum oss
hugsa um rússneska herinn, af
sömu einlægni, og tala um hann
með sömu sannleiksást, eins og
vér gerðum árin 1914, 1915 og
1916.
1914 gerðu pjóðverjar tvær
atlögur í senn, aðra á Lorraine
hina á Belgíu. Hugsum oss or-
ustuna við Marne, og spyrjum
svo sjálfa oss hvers að vér hefð-
um mátt vænta þar, ef að fylk-
ingamar, sem að Hindenburg og
Ludendorff tóku af vestur víg-
stöðvunum til að berjast á móti
Rússum í austur Prusslandi —
ef að þær í staðin fyrir að varaa
þess að Rússar kæmust yfir
Vistula, hefðu verið við Ourcq
eða Marne.
Vér tölum nú um sameiginleg-
ar atlögur og sameiginlega her-
stjórn á öllum her bandamanna,
og það að maklegleikum, og því
fyr sem það kemst á, því þhótt-
meiri og samhentari ættum vér
að verða. Og vér skildum það
daginn, sem óvinirair gjörðu á-
hlaupið við Marae, við Ourcq og
frá París til Verdun, og þegar
vér unnum þann glæsilegasta
sigur á fjandmönnum vorum,
sem í byrjuri orustunnar urðu
að senda tuttugu hersveitir af
sínum hraustustu hermönnum til
þess að frelsa austur Prússland.
Áttum við nokkuð hjá Rússum
þann dag? Borguðu þeir ekki
skuld þá er þeir stóðu í við okk-
ur, og iþað án möglunar, og var
það ekki líka, að miklu leiti þeim
að þakka að vér unnum einn
hinn mesta sigur, sem sagan j
þekkir? petta var árið 1914.
Nú skulum vér athuga 1915 og
1916. Hersveitir stórhertoga
Nikulásar, sem háðu hverja stór-
orustuna á fætur annari. Hugs-
um um innreið þeirra í Galiftíu,
fall Lemberg, Przemysl og fram-
sókn þeirra til Warsaw, um fylk-
ingamar, sem brutust yfir hin
illfæru og snæviþöktu Karpatíu-
fjöll í hinum grimmu vetrar-
hörkum, og niður á sléttur Ung- j
verjalands og alt þetta lögðu j
Rússar á sig fyrir hinn sameig-
inlega málstað vorn.
Hin fyrstu Iandráð.
i
Korailoff var réttur og sléttur
hermaður, en fyrir sína hæfi-
leika hækkaði smátt og smátt í
valdatigninni, þar til hann náði
herforingjastöðu. Hann barðist
í Galiciu, umkringdu af fjand-
mönnum á allar hliðar, þar til
menn hans höfðu skotið sínu síð-
asta skoti, og eftir að hann hafði
verið tekinn til fanga af Austur-
ríkismönnum og settur í varð-
hald strauk hann með hjálp
Rúnmeníumanna, til þess aftur
að berjast eins og hetja með
Brusiloff í orustum þeim er
hann háði 1916.
pegar stjómarbyltingin á
Rússlandi hófst og lenti út í al-
gjört stjómleysi, þá var það
sem Komiloff reyndi til þess að
stemma stigu fyrir þjóðar-ógæf-
unni, en sem eins og þér vitið
mistókst, af ástæðum, sem að
sumu leyti eru oss óljósar.
Eftirfarandi er ávarp Korai-
loff, til hermanna sinna, og á það
skilið að það sé lesið og athugað
af hverjum einasta manni, það
er þó ótrúlegt sé, lítið þekt á
Rússlandi enn þá, sökum þess
að stjórain þar hefir bannað að
prenta það eða auglýsa:
“Kósakkar, bræður, kæru fé-
lagar, var það ekki fyrir grafir
forfeðra ykkar, sem að rúss-
neska veldið iþroskaðist, og landa-
merki þess færðust út ? Var það
ekki fyrir hinn óbilandi kjark yð-
ar, fyrir hin dýrðlegu verk yðar,
| fórnfýsi og hreysti að Rússland
j varð stórt og rússneska þjóðin
! voldug og sterk ?
pér hinir frjálsborau, sjálf-
stæðu menn úr Dunárdalnum, úr
hinu fagra Kubanár-héraði, frá
hinu auðuga Terek-héraði, þér
hraustu og arafráu menn úr
Uralfjöllunum og sléftunum um
hverfis þau, frá Orenburg, frá
Astrakhan, frá Semiretchensk
og frá Síberíu, frá Amur og
Ussur, ykkar er heiðurinn af því
að hafa veradað rússneska flagg-
ið og haldið því hreinu, bg hátt
á lofti, og fylt hjörtu rússnesku
þjóðarinnar aðdáun, með hreysti
verkum yðar og feðra yðar.
f dag kallar skyldan yður til
þess að vemda rétt og frelsi
landsins.
Eg ber það upp á bráðabyrgð-
ar stjómina, að hún sé hikandi
og óákveðin, að hana skorti
þekkingu og hæfileika, að hún
hafi tekið pjóðverja sjálfa í
stjórnarráð sitt hér inni í voru
eigin landi, því til sönnunar vil
eg benda á sprenginguna í Kasau
þar sem 1,000,000 byssukúlur og
12,000 fallbyssur voru eyði-
lagðar.
pað er sorglegt, en satt, að
nú byrjaði mótlætis og raunatíð
Rússa, , og út af því áhyggjur
samherja. pessir hugprúðu her-
menn vöknuðu upp við þann
voða draum, að þeir væru þrotn-
ir að skotfærum og byssum. Og
vér vitum nú, út af því, sem
framkom við málsrannsókn
Sankhomlinoff, því að þessi
þróttmikli her, þegar mest á reið,
og máské úrslita orustan var
fyrir dyrum, hafði hvorki byssur
né skotfæri, af hvaða ástséðum
það var, að að eins þriðji hver
maður í rússneska heraum Jiafði
byssu, en að hinir urðu að berj-
ast með tvær hendur tómar, eða
bareflum, þar til að félagar
þeirra féllu, svo þeir gætu náð
byssum þeirra, og voru þannig
vamarlausir fyrir árásum fjand-
mannanna.
Vér sagnaritarar getum ekki,
né heldur megum við gleyma
píslaryættisher pjóðverja í Gal-
icíu og á Póllandi/ — Vér megum
ekki gleyma miljónunum, sem
féllu og særðust. Vitið þið um
mannskaðann, sem Rússar höfðu
biðið í lok ársins 1916? Tvær
miljónir Rússa höfðu látið lífið
og fimm miljónir höfðu sætt ör-
kumlum, er þeir verða að bera
eins lengi og þeir lifa. Eg minn-
ist á þessar miljónir hinna föllnu
Rússa, vegna þess, að ef þeir í
gröfum sínum vissu um það,
sem nú er að gjörast á Rúss-
landi — þá mundu þeir einróma
segja: allir til einskis dauðir.
En þeir eru ekki til einskis
dauðir, á það minna oss grafira-
ar, tvær miljónir að tölu, og líka
á það, að vera sannorðið um það,
sem liðið er, réttlátir í dómum
vorum á yfirstandandi tíð og
vonglaðir á hinni komandi.
En nú grúfir myrkur eymda,
óreglu og stjóraleysis yfir víg-
stöðvunum. Heraginn, máttar-
taug hvers hers, er sundur slitin
Og hvað er svo eftir af hinum
rússneska her? pér vitið það,
áframhaldandi röð af ósam-
heldni, landráðum og allskonar
svikum. Söguraar sem koma frá
Rússlandi, blaðagreinarnar í
rússnesku blöðunum, eru átak-
anlegri en orð vor fá lýst.
Eg vil lesa yður vitnisburð,
sem hefir ekki verið birtur áður.
pað er ávarp hershöfðingja
Korniloff, þar getum við séð á
því sem sagt er, og eins lesið á
milli línanna, hvað rússnesku
hermennimir geta þolað — og
hvað þeir hafa orðið að þola.
Enn fremur ber eg það upp á
sérstaka menn í stjórninni, að
þeir séu beint landráðamenn og
hér er sönnunin. pegar eg var
á fundi með bráðabyrgðar stjóra-
inni í vetrarhöllinni 3. ágúst,
sögðu Kerenski og Savinkoff við
mig: “Vér megum ekki tala op-
inskátt um alla hluti, því á með-
al vor eru menn, sem ekki er
hægt að trúa”.
pað er deginum ljósara, að
slík stjórn er að eyðileggja
þessa þjóð og að undir henni á
Rússland sér enga uppreisnar-
von. pess vegna, þegar bráða-
byrgðar sfjórain, til þess að
þóknast pjóðverjum, í gær, 9.
sept. 1917, krafðist þess að eg
■segði af mér, sem aðal-hershöfð-
ingi yfir hinum rússneska her,
þá sökum skyldu minnar, við
land feðra minna, við mína eigin
samvizku og sem Kósakki, neit-
aði, vildi heldur falla, sem maður
á vígvellinum, heldur en svíkja
mitt eigið föðurland.
Kósakkar, hermenn Rússlands,
þér hafið heitið mér því, að fylga
mér að málum iog rísa upp á
móti þessum ósóma, og reyna að
frelsa land feðra vorra frá eyði-
legging og smán, hvenær, sem
mér sýndist þörf. — Og nú er
stundin komin, land feðranna er
í dauðans hættu, og eg neita að
beygja mig undir vald bráða-
byrgðar stjómarinnar, og til
þess að frelsa Rússland legg eg
til orustu við mína eigin þjóð, og
þá ráðgjafa hennar, sem eru að
svíkja hana og selja í hendur
fiandmannanna”.
Herrar mínir, áður en maður
eins og Korniloff er, var knúður
til þess að segja. við hermenn
sína, um samborgara sína, og
valdsmenn, að þeir séu að svíkja
og selja land feðrá sinna, getum
vér getið nærri hve sárt hann
hefir hlotið að finna til, og hve
hyldýpi ógæfu land hans hefir
hlotið að lenda í, áður en hann
neyddist til þess að gjöra slíka
yfirlýsingu fyrir öllum heimi.
Eiturneistar.
Eg hefi nú sýnt fram á hvað
rússneski herinn var 1914, 1915
og 1916. Hveraig hann var orð-
inn 1917 má lesa út úr ávarpi
Korailoffs. Hveraig var gullinu
breytt í óekta málm?
Eg vil reyna að gjöra grein fyrir
því, að minsta kosti, reyna að
rekja sögu þeirra fyrirbrygða.
pað eru tvær höfuð ástæður, sem
bggja til grundvallar fyrir þeim
óförum, er hér áttu sér stað.
pjóðverjar eru engir sérfræð-
ingar í þjóðemislegri sálarfræði,
þeim skjátlaðast hrapalega í
sambandi við Belgíu, Frakkland,
England og Ameríku. En þeir
þektu Rússa, þeir þektu að vísu
ekki mikilleik og fegurð hinnar
slavnesku sálar. pað sem þeir
þektu og hagnýttu sér, voru hin-
ar tvær veiku hliðar þeirrar
þjóðar, — þær urðu henni að
fótakefli — hin langvarandi sið-
spilling og hin meðfædda stjórn-
leysis tilhneiging.
Siðspillingin í Rússlandi er
afar gömul, því ef til vill í þeim
elztu sögulegu bókmentum, sem
varðveizt hafa, er biskup Laka
Fiáiata að vara Rússa við sið-
spillingunni, 1036 segir hann:
“Látið ekki ginnast af silfur pen-
ingum svikaranna, seljið ekki
ykkur sjálf fyrir peninga”, og
þegar að biskupinn leyfði sér að
segja þetta opinberlega 1036 og
og það geymdist þar til þessi á-
sökun var á prenti gjörð óafmá-
anleg, “seljið ekki ykkur sjálf
fyrir peninga”, þá hlýtur sá
löstur að hafa verið bæði víðtæk-
ur, og afar gamall í Rússlandi.
Bf að Herodotus hefði þekt.
forfeður Rússa nógu vel, þá hefðr
hann máské fundið, upptök að
siðspilling hinnar rússnesku
stjómar hjá hinum fornu Scythi-
um.
Uihbóta tilraunir.
Rússar hafa sjálfir þráfald-
lega reynt til þess að stemma
stigu fyrir þessari siðspillingu
í hinum meistaralegu skáldverk-
um sínum hafa þeir varað þjóð-
ina við hættunni. Vér munum
eftir hinum ódauðlega Figaro
síðari hluta 1789) “Yfirumsjón-
arinn” í Gogal, þar sem hann í
fjórum þáttum flettir miskunar-
laust ofan af þessum ósóma. í
riti þessu “Yfirumsjónarmaður-
inn”, er í einum þættinum sýnd-
ur umsjónarmaður, sem er líka
yfirskoðunarmaður reikninga,
þar sem hann finnur að liðsfor-
ingi hefir haft óknytti í frammi
í sambandi við vörukaup og
gengst foringinn við því, að
hann hafi gengið helzt til langt.
pá segir umsjónarmaðurinn við
liðsforingjann, gáðu að sjálfum
þér þú hefir gengið lengra en
staða þín leyfir.
pað er iþessi siðspilling, sem
smátt og smátt hefir læst sig inn
í og eyðilagt stjórnarfarið á
Rússlandi og lamað siðferðistil-
finningu allrar þjóðarinnar
petta vissu pjóðverjar, þeir
vissu um alt, sem þar var að
gjörast, í gegn um embættis-
mennina á Rússlandi, sem í langa
tíð hafa, að minsta kosti helm-
ingur þeirra, verið þýzkir, þess
vegna var opinn vegur fyrir
pj óðverja, bæði í tíð keisarans,
og ekki síður nú, til þess að efla
þessa siðspillingu, enda hafa
þeir uppihaldslaust notað sér
þessa veiku hlið rússnesku þjóð-
arinnar, henni til falls, en sér til
intekta.
Vér, sem höfum barist á móti
pjóðverjum nálega í fjögur ár,
getum ekki án þess að gjöra
sjálfum oss rangt til, dregið úr
hermensku pjóðverja, né heldur
úr hæfileikum foringja þeirra;
en trú mín er sú, að sagan verði
mér samdóma þegar eg segji, að
það hafi verið fláræði pjóðverja
peningar pjóðverja, Rínar-gullið
•gamla, sem kom Rússum á kné,
en ekki hermensku yfirburðir
pjóðverja.
peir reyndu að ginna aðrar
þjóðir með gulli sínu, en til allr-
ar hamingju sáu þær að sér áður
en þeim tókst að flækja þær í
neti sínu.
(Framh.)
Radíum-loekningar.
Geislalækningunum bættist
mikill og góður liðsauki þegar
radíum fanst og reyndist happa-
drjúgt til ýmsra lækninga; það
telst til hinna svonefndu geisl-
andi (radioactiv) efna, sem
geisla frá sér ósýnilegum geisl-
um af sjálfsdáðum, án allra ytri
áhrifa, svo sem Ijóss eða raf-
magns. Til framleiðslu röntgen-
geisla þarf hálfspentan raf-
magnsstraum; til þess að geta
haft um hönd Ijóslækningar, t.
d. við berklaveiki, þarf líka raf-
magn og ýmsar vélar; orkan sem
myndar geislana býr í efninu
sjálfu.
Tuttugu ár eru liðin síðan
radíum fanst. Tildrögin til þess
að farið var að leita að því voru
þau, að fundist höfðu efni (úr-
aníum), sem stöfuðu frá sér ým-
islegum geislum. . Eðlisfræðing-
um kom þá til hugar að ýmisleg
fleiri efni kynnu að hafa geisla-
kraft (radioactivitet) þótt ekki
væri það kunnugt; hófu þeir nú
leit að ósýnilegum geislum og er
frægust í hóp þessara vísinda-
manna frú Curie, pólsk kona.
Hún réðst í það mikla starf, á-
samt manni sínum, sem líka var
eðlisfræðingur að kanna geisla-
kraft allra þektra frumefna og
ýmsra jarðtegunda. Rannsókn-
ir þeirra hjóna fóru fram í París.
Ein jarðtegundin — Pechblende
frá Bæheimi — reyndist sér-
staklega geislarík. Austurríska
stjórain var svo rausnarleg að
senda frú Curie eina smálest af
þessari dýrmætu mold; frúin
komst að þeirri niðurstöðu að í
Pechblende myndi vera áður ó-
þekt, mjög geislaríkt efni og
tókst að finna það. Hið nýja
frumefni nefndi hún radíum.
Úr heilli smálest af jarðtegund-
inni vanst að eins ca. 1,4 úr
grammi af radíum. Við radíum-
ramleiðslu þarf mikið af kemisk-
um efnum, stór húsakynni og
talsverðan mannafla; þegar þar
við bætist hve örlítið er af radí-
um í jarðveginum er skiljanlegt
að það hlýtur að vera mjög dýrt
efni.
Radíum er duft, sem gefur frá
sér ósýnilega geisla; tilveru
þeirra má sýna og sanna með á-
hrifum þeirra á ljósmyndaplötur
og ýmislegum rafmagnsáhrifum
radíumgeislanna. Fundist hafa
þrennskonar radíumgeislar og
eru sumir þeirra að ýmsu leyti
mjög áþekkir röntgens-geislum,
vo er og um áhrif þeirra ápiann-
legt hold. Menn komast flj'ótt að
raun um að radíum getur verið
líkamanum mjög skaðvænt, vald-
ið sárum og drepi í holdi, hárlosi
o. fl. Prófessor Curie fékk eitt
sinn að kenna á þessu; hann bar
á sér lítið eitt af radíqm og
brendi það á hann sár, sém var
lengi að gróa.
pað kann að virðast harla ó-
trúlegt, að svo skaðvænt efni
megi nota til lækninga. pó hefir
radíum reynst vel við lækning á
krabbameinum og öðrum illkynj-
uðum meinsemdum. Ástæðan
til þess að radíumgeislarair
græða og lækna er sú, að mein-
semdir eru mjög næmar fyrir
geislum; radium getur því vald-
ið drepi í meinsemdinni, án þess
að taka heilbrigða holdið, sem
næst henni er.
peir húðsjúkdómar sem radí-
um hefir reynst vel við eru
eczem og berklar í hörundi
(lupus); ennfremur vörtur, fæð-
ingarblettir, ofvöxtur í örum eft-
ir skurði og ígerðir o. fl.
Valbrá og blóðæxli eru oft til
stórmikilla líkamslýta, sérstak-
lega í andliti; valda þar að auki
sjúklingunum ýmsra óþæginda.
Radíumlækning tekur langsam-
lega fram öllum lækningaaðferð-
um við þenna sjúkdóm og er
stundum sú eina lækning, sem
framkvæmanleg er. Valbráraar
hverfa oft eins og dögg fyrir
sólu; örin slétt og falleg, stund-
um vart sjáanleg. í byrjun bar
það stundum við, að örin spiltust1
eftir á af ýmsum litarbreyting-
um; en nú hefir radíumlæknun-
um tekist að bæta litina sVo, að
slíkt á ekki að þurfa að eiga sér
stað, ef rétt er að farið.
Mest er um vert að radíum
hefir reynst læknunum vel við
krabbamein og sarkóm, sem er
álíka illkynjað mein og krabba-
mein. Fæstir geta gert sér í
hugarlund hve óendanlega mikl-
um þjáningum þessi mein valda
og hve marga þau leggja í gröf-
ina, stundum á unga aldri. peir
eru ekki allir rosknir menn, sem
sýkjast af krabbameini'; það er
ekki fátítt að menn og konur um
þrítugt taki þenna sjúkdóm og
sarkóm verður oft bömum að
fjörtjóni. pví miður er ekki
hægt að gera sér glögga grein
fyrir hve mikið er um krabba-
mein á íslandi; ársskýrslur um
sjúkdóma og dauðamein hér á
landi hafa sem sé ekki verið
birtar síðustu sjö árin. Eg hygg
þó að óhætt megi fullyrða, að
krabbamein sé eins tíður sjúk
dómur hér og á Norðurlöndum.
Skurðlæknarnir hér í Reykjavík
hafa árlega til meðferðar marga
sjúklinga og á Röntgenstofunni
leita líka ýmsir þeirra lækninga.
Skurðlækningum við illkynj-
uðum meinum er þannig Varið,
að oft er ókleyft að komast fyrir
meinið með uppskurði; þegar svo
er ástatt eiga sjúklingar sér enga
bata von hér á landi. Af þeim
sem skomir eru batnar að eins
nokkrum minni hluta. Röntgen-
geislár geta oft bætt talsvert úr,
en ýmsar ástæður eru til þess að
miklu siður er hægt að koma
þeim við en radíumgeislum, þeg-
ar um innvortis njpin er að ræða.
Radíumgeislunum hefir fleygt
mikið iram síðustu 3-4 árin:
læknamii vita nú hve mikill
geislaskamtur á við sjúklingana
og þeim hefir lærst að skilja þá
geisla frá, sem sjúklingunum
eru hættulegir og tefja fyrir
Iækningunni. Ennfremur hafa
Iæknarnir nú tök á að koma
radíum fyrir á viðkvæmum stöð-
um líkamans, en slíkt var í byrj-
un radíumlækninganna miklum
erfiðleikum bundið. Með ýms-
um aðferðum má t. d. koma
radíum fyrir í kokinu eða við
tunguna, án þess að það valdi
sjúklingunum verulegra óþæg-
inda og getur það legið þar jafn-
vel heilan sólarhring og sent frá
sér sína græðandi geisla. í
þessu efni verða nýjar framfar-
ir með ári hverju. Radíum er
notað við lækning á krabbameini
ýmist undan eða eftir skurð,
eða þá algjörlega út af fyrir sig;
mikla áherzlu leggja þó flestir
geislalæknar á að nota jöfnum
höndum radíum- og röntgen-
geisla.
Útvortis krabbamein eru auð-
vitað viðráðanlegust; sérstak-
lega hefir andlitskrabbi reynst
næmur fyrir geislunum; fyrir-
tak er radíum ef krabbinn er í
námunda við augnalokin eða á
þeim; það er oft ókleift að skera
nema augun bíði tjón við það.
En hvorki radíum né röntgen-
geislar gera augunum mein og
örið eftir meinið verður slétt og
mjúljt. Krabbamein í koki og á
tungunni er vel fallið til radíum-
ækninga; sömuleiðis krabbamein
í brjóstinu og víðar.
Mesta eftirtekt hefir vakið sá
árangur, sem fengist hefir við
radíumlækning við meinum í
móðurlífi og endaþarmi. Síð-
astliðið sumar birti prófessor
Gösta Forssell, helzti geislalækn-
irinn á Norðurlöndum, skýrslu
um árangurinn af þessum lækn-
ingum á Radiumhemmet í
Stokkhólmi. Konur með krabba-
mein í móðurlífi eru einhverjir
ógæfusömustu sjúklingamir sem
læknanna leita. Sjúkdómnum
eru oftast- samfara þjáningar,
máttleysi og blóðlát og rensli
úr meininu, á stundum svo daun-
ilt að konuraar geta tæplega
haft umgang við fólk þótt heils-
an leyfi það að öðru leyti; þær
missa vinnuþol og kjark og vita
oft hvert stefnir. Morfínið er oft
þeirra einasta líkn. Sjái skurð-
læknamir sér ekki fært að skera,
er ekki hér á landi um neitt að
gera nema bíða dauðans. Sé
nokkur leið að komast fyrir
meinið með hnífnum, ei; gerður
uppskurður og telst svo til að
skurðlæknunum takist að lækna
að fullu hér um bil fjórða hvera
sjúkling, sem skorinn er upp.
Hinar konurnar deyja vegna
þess að meinið tekur sig upp aft-
ur eða af afleiðingum skurðsins.
Ástandið er þá í stuttu máli
svo vaxið, að þrátt fyrir stór-
kostlegar framfarir, sem orðið
hafa í skurðlækningum er ekki
lagt upp að skera nema meinið
sé í byrjun og þótt skorið sé er
batavonin ætíð mjög óviss.
Mikla eftirtekt hefir það því vak-
ið meðal lækna, er jafn ágætur
læknir, sem pró. Forssell birtir
þann fagnaðarboðskap, að með
radíum megi lækna að fullu kon-
ur með krabbamein í móðurlífi
þótt komið sé á svo hátt stig, að
ekki sé unt að skera. Enn fremur
að bæta megi stórkostlega þján-
ingar þeirra sjúklinga, sem ekki
fá fullan bata.
Prófessor Forssell er mjög á-
byggilegur og gætinn læknir og
vísindamaður. Hann hefir ekki
árætt að taka til radíumlækninga
aðra sjúklinga en þá, sem skurð-
læknar hafa vísað frá sér eða
þær konur, sem færst hafa und-
an uppskurði; með öðrum orð-
um, erfiðustu og vandamestu
sjúklingana. Radíum hefir samt
sem áður getað bætt þjáningar
þeirra allra og þriðjungur þeirra !
verður algerlega laus við þján-
ingar; blæðingar og daunilt
rensli úr fæðingarveginum batn-
ar flestum sjúklingunum að ein-
hverju leyti og sumum algerlega.
pótt ekki væri frá meiri á-
rangri að segja, mætti telja
mikla bót að radíum lækning-
unni. En hér við bætist að rúm-
lega þriðjungur þeirra sjúklinga,
sem ólæknandi voru taldir með
uppskurði — m. ö. orðum dauða-
dæmdir — hafa fengið fulla
heilsu og vinnuþol. Að vísu eru
að eins liðin 2—3 ár síðan sjúkl-
ingarair fengu aftur heilsu sína,
svo að verið getur að hjá sumum
þeirra verði batinn ekki varan-
legur. Próf. Forssell er þó von-
góður um varanlegan bata.
Svipaður árangur fæst af radí-
um lækning á krabbameini í
endaþarmi og á ýmsum öðrum
stöðum líkamans. Sumir helztu
skurðlæknarnir ytra eru jafnvel
hættir að skera, þó þess sé kost-
ur, þeir bera meira traust til
radíumlækninganna.
tRadíum er, eins og fyr var
getið afskaplega dýrt efni. Á
Norðurlöndum hefir radíum
stofnunum verið komið á fót —
í sambandi við Röntgen-stofnan-
ir — fyrir milligöngu og fram-
takssemi efnamanpa, sem lagt
hafa fram fé til þess, að kaupa
radíum og til starfrækslu lækn-
inganna. Ríflegan styrk hafa
radíumstofnanimar fengið af
opinberu fé, sérstaklega hefir
sænski ríkissjóðurinn verið ör-
látur við Radiumhemmet í Stokk-
hólmi, sem fékk 200 þús. krónur
árið sem leið, til þess að bæta við
radiumforðann. f Kristjaníu er
radíum til á ríkisspítalanum, og
þar að auki lítið eitt, sem er eign
sérstakra manna. f átavanger
er sömuleiðis radíumstofnun.
Danir hafa myndað stórt radíum
félag, sem hefir radíumstöðvar
á 3—4 stöðum í Danmörku.
Vér fslendingar eigum ekkert
radíum; til þess að koma á fót
fullkomnum lækningum í Rvík
mundi þurfa að kaupa radíum
fyrir 120 þúsund krónur.
Eg geri ráð fyrir að eftirleiðis
muni ýmsir sjúklingar hér á
landi leita sér radíumlækninga
ytra. Hjálp sú, sem veita má
með radíum sjúklingum með ill-
kynjuð mein o. fl. sjúkdóma, er
svo mikil, að læknamir hljóta að
ráðleggja sjúklingum, sem kring-
umstæður hafa til, að fara utan.
Sem geta má nærri hljáta þó
flestir að fara varhluta af radí-
umlækningum meðan radíum er
ekki til hér á landi. pað er sárt
að sjúklingarnir skuli þurfa að
fara svo góðrar hjálpar á mis, af
því að þeir eiga heima á íslandi.
Gunnlaugur Claessen.
—ísafold.
Stephan G. Stephanson
Sauðárkrók 12. ág. 1917).
I.
Sumarið í heiða högum
hefir á strengjum margt af lög-
um,
og kyrðin yrkir óð sinn hljóð.
Vetur kveður vísu á hjarai,
vögguljóðin sínu bami.
— Náttúran er landsins ljóð. —
ómblær ljóðs í öilum löndum
er frá þeirrar móður hönduní,
og uppkveykjan að allri glóð.
Mannsins vit og mannsins hjarta
mótar hennar svarta og bjarta,
—við erum hennar hold og blóð.—
Væringinn í Vesturheimi,
von er að þig langsýnt dreymi,
þú átt víða vað og slóð.
Hver er svipurvkvæða þinna?
Canada og fsland finna
öfl sín þar hjá einni þjóð.
Kæra skáld, í leiknum ljóðum
lífið kvaðstu; á báðum slóðum
inst og næst til yzta hrings
kærleiksband í kvæðasnilli
klofnrar þjóðar barstu á milli
(Austur og Vestur-íslendings).
ísland þakkar yndisljóðin,
andvökunnar sterku-hljóðin,
óbrotin log þúsund þætt.
Finst þar á sé fossabragur,
fjallalækur tær og fagur
segir þau af sinni ætt.
Eins af léztu orðin banda
ádeilumar margra landa.
Tókst þér efnið yzt og f jær.
ísland vill þar ekkert missa,
uppáhald er “Díkónissa” *
og “Bandinginn” er barmi nær.
II.
Skagafjörður, fjöllin háu,
fossinn, grundin, blómin smau
heimta þig að hjarta stað.
Drangey þrýstir þökk á steininn,
þakkar fyrir högna sveininn
— ljúft er henni ljóðið það.
Lynghríslan í dæludrögum,
drotningin í fjallahögum
óskar að vera ein með þér;
hún vill bjóða hríslu arminn,
hún vill hvísla inn í barminn
ljóði, sem að líkist sér.
Burt úr hófi, burt úr glaumi
búa vill hún þig 1 draumi
upp í heiðasalinn sinn,
burt frá skrafi og skála-ræðum—
skiftu á því og lækjarkvæðum
— bera þau í barminn inn.
Komdu sæll í fjallafriðinn,
fang á sól og morgun-kliðinn.
Legðu eyra að landsins söng.
pað eru ómar æsku þinnar,
og íslenzkustu tilverunnar.
pú hefir munað þennan söng.
Manstu Iíka mánann glaða
móðu kvöldsins bláa vaða
— yfir hvítri, kaldri slóð. —
práði ljós í langrökkrinu,
lék sér úti í.tunglskininu,
ungur sveinn og orkti ljóð.
Hér eru vorljóð vöggu þinnar
og vetrarþytur íslenzkunnar.
Hér er gamla grundin þín.
Svipuð eru skýjaskautin.
— Skeð getur að einhver lautin
geymi enn þá gullin þín.
Sveitin þín í sumarljóma
syngur kvæði milli blóma,
stiltu þau við strenginn þinn.
Hún vill gefa blóm í barminn,
brosið leiða yfir hvarminn,
og sjá þar djúpa dráttinn sinn.
Veit ’ún þegar haustið heiðir
heldur þú á vesturleiðir.
Gestur ert þó ekki hér.
Heima bæði úti og inni
ertu hjá ’henni móður þinni.
Og ’ún horfir eftir þér.
Friðrik Hansen.
—Tíminn.
Viðauki
Við a'flsÖKii séra Jóns Gnðmundssonar;
mcira um lirakningsferð lians yfir
Holtavörðulieiði, veturinn 1810 og vís-
ur úr ljóðabréfi, sem liann orti tii
unnustu sinnar þegar hann var á
Grenjaðarstað.
Úr bréfi
frá Haraldi Péturssyni, Milton.
Kæri pqrleifur minn!
Nú skal eg segja þér dálítið
nákvæmar frá þessari hraknings-
ferð, eins og eg get bezt, því
hvorugur okkar efast um sann-
sögli séra Jóns, og minni mínu
frá þeim tíma verð eg að treysta
nokkuð.
Eg er fastur á því að það væri
á þriðjudag, að séra Jón og tveir
menn með honum lögðu á heið-
ina, eins og segir í vísunni:
“höldar þrír í flokki”, tveir Jón-
ar, Jón Guðmundsson nærri 26
ára gamall, hinn rétt um tvítugt.
þriðji maðurinn hét Hallur, full-
orðinn að árum, en fremur dauf-
gerður og þunglyndislegur. Veð-
ur var gott og gangfæri líka.
Munu þeir nafnar hafa gengið
röskann, en sá þriðji vildi halda
sig einann og verða á eftir, svo
hinir urðu að bíða hans öðru
hverju. Yfir sjálfa heiðina kom
ust þeir klakklaust og áttu að
eins skamt til bæjar, þegar á
þá gerði hríð og nótt. Sáu þeir
félagar þá að ekki var til neins
lengra að halda, hvort þeir gátu
gert sér snjóskýli nokkuð, man
eg ekki, en bæði höfðu þeir með
sér matarbita, sem þeir neyttu
fyrstu málin og vörðust svefni
með glímum og aflraunum, líkt
og þá tíðkaðist með skólapiltum.
priðji félaginn vildi engann þátt
í því taka, heldur lagðist hann
fyrir eða gekk um gólf í hægð-
um sínum; hann dó á þriðja degi,
frá því þeir hættu göngunni.
Alt af sagðist séra Jón muna
hvað nafni hans hefði verið harð-
neskjulegur, næstum því illúð-
legur, þegar hann horfði móti
hríðinni og taliði máské ekki
sem bezt til hennar á stundum.
Pó hríðin væri dimm og áköf,
sem þeir félagar höfðu við að
stríða, hafði frostharka ekki
verið svo mikil, fyrr en seinni
part föstudagsnætur, að fór að
rlofa til í lofti. pegar fór að
birta af degi, hafði Jón yngri
(eg hefi gleymt föðurnafni hans
og heimilisfangi) gengið á hæð
nokkra skamt í burtu og sá þá
bæ örskamt fram undan, þar sem
þeir höfðu borist fyrir. Séra Jón
hafði sofnað, en áleyt sig lítt eða
ekki kalinn; hörkuðu þeir sig nú
upp og komust til bæjarins, þó
■sjálfsagt hafi gangan erfið verið
Afleiðinganna af útivist þeirra
nafna hefir áður verið getið.
Eftir að séra Jón var gróinn
sára sinna, sagðist hann einu
sinni hafa séð þennan þrauta-
bróður sinn. Mikið sagði hann,
•að hann hefði þá viljað taka sér
vel. Allur harðneskj usvipurinn
var horfinn af honum, en að eins
blíða og ástúð komin til baka.
Litlu seinna ihafði sá Jón farið
eitthvað út í lönd og ekki komið
til fslands framar, svo séra Jón
vissi til.
úr öðru bréfi.
Sandridge, Man.
14. feb. 1914.
Herra porleifur Jackson,
Winnipeg.
Kæri herra!
Eg hefi ánægju af því, sem
þú í Lögbergi, segir frá séra Jóni
Guðmundssyni, þó eg sé ekki
neitt skáld sjálf.
pað rifjaðist upp fyrir mér
vísan “þó Grenjaðarstaður” o. s.
frv., og fleiri vísur úr því sama
ljóðabréfi, til stúlkunnar hans
séra Jóns, sem sú vísa er úr, sem
eg leyfi mér hér með að senda
þér mér til gamans.
Haliar- ljóma -foldin fín.
frið og gleði hljóttu,
allan sóma, en enga pin,
yndisfróma stúlkan mín.
j
pó eg vífum þóknanlig
þylji sjaldan kvæði,
elskan drífur áfram mig
af öllu lífi að kveðja þig.
Ef að brestur óðarskrá,
alt sem prýða kynni,
vona eg þess og vænta má
veginn bezta færir á.
pó Grenjaðarstaður o. s frv.
á Nýársdag í vetur.
(Skáldið á við nýársdag á
Grenjaðarstað.
Sálarfræði brátt til bjó
býtti tilheyrendum,
engum gæðum af eg dró,
orgaði bæði og þvætti nóg.
Sára mæði fljótt eg fann,
frekum hósta meður,
sjúkdómsæði eykur bann
allan þræðir líkamann.
Vinsamlegast og með virðingu
Guðrún Sveinungadóttir.