Lögberg - 30.05.1918, Side 6
6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. MAf 1918
Lífgjafi Byrons lávarðar.
Byron lávarður er eitthvert hið mesta
skáld, seni uppi hefir verið í heiminum. Þá er
hann var barn, var liann á SkQtlandi og ólst upp í
fjalllöndunum þar; eru fjalllöndin ljómandi falleg,
en víða lítt bygð og hættuleg yfirferðar. Þegar í
berasku var Bvron djarfur og áræðinn og gjarn
á að fara einförum, og þó að hann va'ri bæklaður
frá fæðingu — hann var eins og kunnugt er haltur
, —, leið sjaldan svo nokkur dagur, að hann færi
ekki eitthvað upp um fjalllöndin. Drengurinn
vildi eigi hafa nokkurn með sér á þessum förum
nema hund, sem hét Hrólfur; það var einstaklega
sterkur og skynsamur liundur og af Newfopnd-
lands-kyninu, sem hann hélt mjög mikið af, og sem
hann gaf sjálfur að eta.
Einn morgun um sólarupprás lagði Byron
af stað og a'tlaði að fara yfir fjöllin við Inver-
cauld, til þess að sjá “the Linn of Dee”, dálítinn
foss, sem er þar uppi í fjöllunum. VegVirinn lá
vfir bratta hálsa; Byron var kominn upp á þá; þá
fór að syrta að, og að vörmu spori var skollin á
sótsvört þoka, eins og oft ber við þar í fjöllunum.
Byron datt þó eigi í hug að snúa við og hætta við
förina, en nú vildi óhapp til; hann flæktist með
fæturaa í lyngi, hrasar, fellur og hrapar langt
niður. Hann hljóðar upp vfir sig, og Hrólfur
stekkur á eftir honum. Þegar þokunni rofaði fra.
voru þeir báðir horfnir.
Móðir Byrons lávarðar bjó um {>etta leyti í
Aberdeen; fyrst var hún ekkert óróleg, þó að son-
ur hennar kæmi eigi heim, því að hún var vön við,
að hann væri heila og hálfa dagana að reika uppi
á fjöllunum. En þegar dagur var að kvöldi kom-
inn og rökkrið kom, þá fór móðirin að verða kvíða-
full; og þegar þokan varð stöðugt meiri og meiri,
og nóttin loks datt á, án þess að nokkur víssi um
drenginn, sem var augasteinn og eftirlætisgoð
hennar, varð kvíði hennar að dauðans angist.
Alt fólkið fór að leita að drengnum. Aðals-
frúin, móðir hans, lét kveikja á blvsum og leitaði
sjálf á næstu stöðunum, þar sein drengurinn var
Vanur að vera. En alt var til ónytis. Nottin leið,
og var fólkið í Aberdeen mjög kvíðafult; með
morgunsárinu byrjuðu menn á nýjan leik að leita,
til þess að vita, hvað orðið væri um liann. Allir
á heimilinu voru sendir í ýmsar áttir til þess að
leita, nema að eins einn lijarðmaður, sem var lát-
inn vera lieima, til þess að gæta að húsinu. Alt
í einu sér hjarðmaðurinn, að Ilrólfur, sem jafnan
fór með Byron, kemur á harða spretti, hlevpur inn
í eldhúsið, grípur brauðsneið með tönnunum og
þýtur með liana í burt, þó að hþrrðmaðurinn kall-
aði á hann hvað eftir annað.
Móðir Byrons kom heim aftur með erindis-
levsu og var í mjög hrvggu skapi. Hún huggaðist
dálltla stund, þegar hjarðmaðurinn sagði frá,
hvernig Hrólfur hefði alt í einu komið og þotið
aftur í burt. Hún ásetti sér, að fara að leita aft-
ur, þegar hún væri orðin dálítið afþreytt. Nokkr-
um klukkustundum eftir að Hrólfur hafði komið,
korn liann aftur. Hann flaðraði upp um aðals-
frúna með miklum gleðilátum, en síðan lét hann,
eins og hann væri að heimta eitthvað. Hundinum
var nú þegar gefin brauðsneið, og góð nákvæm-
lega að, hvað hann ætlaði að gjöra. Þegar er hann
fékk brauðsneiðina, ætlaði hann að hlaupa af stað
aftur; en frúin greip í liálsmálið á honum og
stöðvaði liann; tók hún þá eftir bréfmiða, sem
var festur við bandið. Þá er frúin braut miðann
í sundúr, varð hún alls liugar fegin, því að þetta
var bréf frá syni hennar.
“Kæra móðir! — stóð í bréfinu, — “vertu
eigi mjög kvíðafull mín vegna. Eg ætlaði að sjá
fossinn “the Linn of Dee”, en þokan skall yfir
mig, og eg var svo óheppinn að lirapa ofan í djúpa
gjá. Eg hafði höndurnar fyrir mér, þegar eg datt,
og náði í trjárætur og gat lialdið mér í þa>r, svo að
eg meiddi mig til allrar hamingju ekki neitt; en
eg hefi átt óttalega nótt, einkuin af því að eg var
ávalt að liugsa um, livað þú hlytir að vera hrædd
um mig. Mér var mjög kalt í nótt, en Hrólfur,
sem var með mér, vermdi mig með því að leggjast
ofan yfir mig. Hann er miklu betrt að klifrast,
heldur en eg; í morgun fór hann frá mér, og þá
varð eg hryggur. Eg hélt að^illir hefðu yfirgefið
mig og grét beisklega; en, eftir að liðugur klukku-
tími var liðinn, varð eg glaður aftur, því að Hrólf-
ur kom þá aftur. Hánn var með brauð handa mér,
og skifti eg því með okkur. Nú er líklega komið
undir miðdegi, og eg er nærri viss um, að hann
mun leita aftur heim til Aberdeen, til að sækja
mat handa mér, þess vegna skrifa eg þessar línur
og festi miðann við hálsbandið, J)ó ekki sé gott að
gjöra J»að. Ef þú færð miðann, farðu þá á eftir
hundinum! Ilann mun vissulega fara með ykkur
þangað, sem eg ligg eins og í fangelsi.
Þinn sonur Georges.”
Nú urðu menu næsta glaðir f Aberdeen ; menn
tóku reipi og stiga og aðalsfrú Byron lagði af
stað með öllum lieirn xnönnum, sem hún gat náð
I, og fór á eftir Hrólfi fét fyrir fet. Á leiðinni
var liún frá sér numin af gleði, og lofaði guð fyr-
ir, að barn hennar var enn þá lifandi.
Eftir liðuga hálftíma göngu, nam hundurinn
staðar rétt við lítinn foss, Vegurinn lá þar niður á
milli djúpra g.jáa, og þar nam flokkurinn því stað-
iu\ Þá er hundurinn var kominn að þessum stað,
rór hann þegar umsvifalaust niður eftir hengi-
flugi ofan í djúpa gjá. Ef frú Byron hefði farið
á eftir hundinum, hefði.hún mátt eiga dauðann
vísan. Hún hrópaði J)á á ofboði á son sinn með
nafni., Neðan úr gjánni kom svárið frá drengn-
um, og sagði hann nákvæmlega, hvar hann lá.
Fjallabúi, sem var með mönnunum frá Aberdeen,
til þess að hjálpa þeim, lagðist J)vers um vfir
gjána og kallaði niður til hans. Með miklum erf-
iðleikum og hættu var hann loks dreginn upp með
reipunum; þegar er höfuð hans kom upp úr
gjánni, hætti móðir hans líf i sínu, til J>ess að leggja
sig niður að honum og grípa í hann. Byron var
frelsaður, en hann lá'lengi í öngviti í örmum móð-
ur sinnar. Þegar hann lauk augunum upp aftur,
stóð Hrólfur og sleikti höndina á honum.
Mörgum árum eftir var Byron orðinn fra'gt.
skáld, og ávalt átti hann hundinn, sem hann átti
Jmð að Jmkka, að liann frelsaðist frá skelfilegum
daúða. Byron hélt mikið af hundinum, eins og
kunnugt er; og þegar liann misti æskuvin sinn
Hrólf, þá er sagt, að hann hafi grátið eins og barn.
Seinna átti Byron annan hund af Newfound-
landskyni. Hann hét Boatswain; Jwtti Byron ákaf-
lega vænt um hann og átti hann í mörg ár. Þá er
Byron var á skemtisiglingum, kastaði hann sér
oft útbyrðis, til þess að reyna hundinn, en jafnan
stökk Boatswain á eftir, greip í frakkakragá
Byrons og synti með hann í land, og réð hann sér
þá varla fyrir gleði. Hundur þessi dó 1808; setti
Byron þá legstein yfir hann, er þessi orð stóðu á:
“Eg hef að eins átt einn vin—pg hann hvílir hér”.
' —Dýravinurinn.
Læs hundur.
John Lubbock, merkur vísindamaður, ritaði
nýlega um vitsmuni hunds eins er hann átti.
Hundur þessi hét Vani, og segir Lubbock frá lion-
um á þessa leið :
“Eg ritaði á Jiykk pappírsspjöld, öll jafn
stór, 10 Jmml. löng og 3 þuml. breið, ýms orð, öll
með sama letri og lit. Þannig ritaði eg á eitt
spjaldið orðið “matur”, á annað orðið “bein”, á
hið þriðja “vatn”, hið fjórða “eg vil fara út”,
hið fimta “klappaðu mér” o. s. frv. Eg lét spjöhl
þessi liggja á gólfinu í einu hominu í svefnher-
bergi mínu og þar gat hundurinn gengið að }>eim
þegar hann vildi. Enginn mátti snerta á þessum
bréfspjöldum nema eg, og J>að gjörði eg til þess,
að geta verið viss um að hann gæti ekki valið þau
eftir lykt, en yrði að brúka augun eingöngu.
Eg hefi haft sama orðið á fleiri spjöldum en
einu, svo liann gæti ekki þekt spjaldið að vana,
eftir útliti eða af lykt, heldur yrði að þekkja o 5-
ið; þegar hann t. d. kom með spjaldið, sein orðið
“matur” stóð á, lét eg annað spjald í stað þass á
gólfið.
Þegar hann t. d. er svangur, þá kem'ir ha ir
með spjaldið, sem orðið “matur” stendur á; ef
liann fær lítið í einu, þá kemur liann með spjaldið
aftur og aftur þangað til hann er mettur og að
því búnu leggur hann sig niður á gólfið. Eg er
orðinn sannfærður um að hann þekkir orðin af
sjón en ekki af lykt, því þegar eg segi við hann
“nú ætla eg út”, þá dillar hann skottinu og hleyp-
ur glaður eftir spjaldinu “eg vil fara út” og þeg-
ar hann kemur með skakt spjald — t. d. það sem
orðið “bein” stendur á, þegar hann vill fá vatn
— J>á snertir hann ekki beinið, en hleypur burt
með spjaldið, og kemur aftur með það spjald,
sem orðið “vatn” stendur á; þegar hann svo fær
vatnið, eða livað annað, sem hann færir mér rétt
spjald upp á og hann vill fá, þá verður hann kátur,
svo J)að er auðséð að hann er sér þess meðvitandi
að hann er að biðja, og að hann J>arf að þekkja
rétta spjaldið til þess að fá J)að, sem hann vill.
Þegar Vani minn er orðinn full-lærður í
þessu, J)á ætla eg að fara að reyna hvort hann ber
skyn á reikning, eins og sagt er að sumir hundar
gjöri.
Eg rita þetta ekki af því, að eg haldi að minn
hundur sé vitrari en mörg önnur dýr, heldur til
þess að vekja athygli manna á því, að það er hægt
að kenna skepnum, einkum hundum, ýmsar að-
ferðir til j)ess að gjöra mönnum skiljanlegt hvers
1 þær þarfnast og hvað það er, sem þær langar til”.
—Dýravinurinn.
Hvernig að löndin fengu nafn.
Einu sinni var maður sem var að byrja að læra
stjörnufræði og eftir fyrstu kenslustundina sat
hann í sæti sínu, klóraði sér við og við í höfðinu.
og var að brj^ta heilan um það hvernig að
menn hefðu fyrst lært nöfn á stjörnunum. pjð vitið
að stjömurnar eru þektar með þeim nöfnum, sem að
þeim hefir verið gefið af einhverjum mönnum. Eins
og þegar ný gata er gerð í einhverjum bæ, þá þarf
að gefa henni nafn. Svo er það þegar að stjörnu-
fræðingur finna nýja stjömu, þá gefur hann henni
nafn. Á saana hátt fengu löndin, bæjirnir sveitimar
sjórinn, árnar og vötnin nöfn.
Hér á eftir eru nöfn á nokkrum löndum, sum
þeirra eru mjög gömul, og í þessum gömlu nöfnum
finum vér oft hugmyndir fólksins frá íöngu liðinni
tið, sem það gjörði sér um löndin og sjóinn. Mörg
af nöfnunuip sem biblían og gamla sagan segir frá,
eru nú ekki lengur til, en það er nógu gaman að at-
huga sum af þessum nöfnum, sem nú eru og athuga
meiningu þeirra. Skulum við því fyrst athuga heims
álfumar fimm.
Afríka, nafnið Afríka er úr máli Fönikíumanna,
frumorðið er afri og þýðir blökkumaður eða bein-
ingamaður.
Ameríka. pegar að Columbus fann Ameríku
hafðj landið ekkert nafn. Hann hélt að hann væri
kominn að vestur hluta Indverjalands, svo að hann
nefndi eyjarnar í Karebiska hafinu Vestur-India, en
fólkið, sem hann fann þar, nefndi hann Indíána, og
bera þeir það nafn enn í dag. En Ameríku gaf nafn
maður frá Florence, sem Amerigo Vespucci hét, hann
kom til landsins á eftir Columbusi og hefir skrifað
lýsingu landsins.
Asía er elzta landið sem menn þekkja, og .þar
var aldingarðurinn Eden, fyrsti bústaður mannanna
á jörðunni, og þaðan breiddust þeir út um allan heim
Orðið Asía er úr tungumáli, sem Sanskrit heitir og
er hin upprunalega mynd orðsins Ushas, og þýðir
land sólaruppkomunnar, og virðist það eiga vel við
fæðingarstað mannkynsins.
Australasia. petta nafn nær yfir Nýja Sjáland,
Tasmaníu Fiji og fleiri eyjar Ástralíu, var það fyrst
eftir að Holllendingar fundn það, árið 1606, kallað
Austral, sem meinar suður Svo að Australasía mein-
ar þá suður Asíu.
Evróifa. pað nafn er annað hvort tekið úr
Grísku og þýðir hið breiða andlit jarðarinnar, eða þá
úr Hebresku, sem er líklegra, og þýðir land sólarlags-
ins, eða landið þar sem sólin sest. Á fyrri árum vissu
Austurlanda menn mjög lítið um Evrópu, en þeir
vissu að sólin settist í vestri, og því ekki ólíklegt að
þeir hafi kallað landið sem þar var, land sólsetursins.
Leikir úti við.
Nú er vorið komið með sólina og veðurblíð-
una. Því er ykkur, börnin góð, holt og hressandi
að vera sern mest úti við og teygja úr ykkur eftir
vetrarkyrseturnar og leiðindin, og hlaupa og
leika ykkur. En þá J>urfið þið að kunna marga og
skemtilega leika til þess að Jnð megið skifta um
og lífið verða sem f jörugast og tilbreytingarmest.
Hér fer á -eftir lýsing á leik einum, sem um
langan ahlur hefir tíðkaður verið á íslandi.
// afnaleikur.
Allstórt svæði er afmarkað og haft fyrir leik-
svið, og yzt á því eru afmarkaðir (3 eða 4) litlir
blettir með hér um bil jöfnu millibili. Það eru
liafilirnar.
Einn leikándinn er stórfiskur og tekur sér
stöðu á miðju leiksviðinu í leikbyrjun og kallar:
“Allir í liöfn!” Þá eiga fiinir leikendurnir að
fara í hafnirnar og eru þeir skipin.
Leikurinn fer síðan fram með þeim hajtti, að
skipin J)jóta í milli hafnanna, en stórfiskurinn
f)runar í veg fyrir þau, og reynir að ná þeim, og
hepnist honum það, verður það skip einnig að
stórfiski og gengur í lið með honum.
Ekkert skip má hörfa oftar til sömu hafnar en
tvisvar, því að í þriðja skiftið er það talið óhaf-
fært (J). e. úr leiknum). Til þess að ná skipi, þarf
stórfiskur að koma á það tveimur höggum með
liendinni í sama skiftið.
Þegar aðeins eitt skip er eftir, þarf það'að
komast roilli þriggja hafna til þess að vinna leik-
inn.
Ef stórfiski Jiykir eitthvert skipanna of lengi
í liöfn, má hann kveðja það burt úr höfninni, og
telur hann þá upp að 60, og sé skipið enn þá í liöfn,
er J>að úr leiknum. Þegar öllum skipunum er náð,
nema þeim, sem farist hafa, er leiknum lokið.
Sá, er seinast næst, verður stórfiskur í næsta
leik.
—Unga Island.
Maðurinn í tunglinu.
Hver er maðurinn í tunglinu ?
• •
Þessari spurningu var eg oft að velta fyrir
mér, þegar eg var mjög lítill, áður en eg byrjaði
að ganga á skóla. Eg spurði mömmu, og hún
sagði að í bráðina nægði mér að heyra sögu, sem
mamma sín hefði sagt sér J>egar hún var lítil.
Sagan er svona:
Anna litla var að mörgu leyti góð stúlka, en
hún hafði þann ljóta galla að hún vildi alt eiga
sem hún sá og liafði hönd á öllu sem hún náði til,
þó henni væri bannað.
Einu sinni var hún að leika sér á vatnsbakk-
anum í glaða tunglsljósi; vatnið var kyrt og slétt
og tunglið speglaði sig á yfirborðinu. Anna litla
kom auga á þennan fallega gula skjöld og hugs-
aði með sjálfri sér, “þetta má eg til að fá”. Hún
hljóp lít í vatnið til að ná í gula skjöldinn, en fór
á kaf og druknaði. Andinn hennar fór upp og
staðnæmdist í gulu fallegu kringlunni, sem hana
langaði mest til að eiga, þegar hún fór frá jörð-
inni. En af J>ví J>að var heimskuleg löngun, þá
líður aumingja Önnu ekki alténd vel að sitja
þarna altaí ein í tunglinu. Það er líka auðséð á
myndinni stundum að hún er raunaleg.
Það var einn sunnudagsmorgun, að gamall
maður gekk út í skóg að höggva við í eldinn. Hann
batt spýturnar í bagga og lyfti ]»eim upp á bakið
á sér og hélt síðan Iieimleiðis. .
Á leiðinni lieim mætti honum engill og sagði:
‘ ‘ Því ert J)ú að vinna, maður minn, veizt þú ekki
að þetta er hvíldardagur jarðarbúa og að enginn
á að vinna“Sunnudagar á jörðu og mánudag-
ar á himnum koma mér ekkert við”,,sagði mað-
urinn.
Þá sagði engillinn: “Fyrst J)ú hlýðir ekki
lögum guðs, og heldur ekki hvíldardaginn helgan,
-þá verður hlutskifti þitt héðan af að vera þar sem
er eilífur mánudagur (Monday) með baggann
)>inn á bakinu.” Og gamli maðurinn lyftist upp
og staðnæindist í mánanum, og enn í dag á heið-
skýru tunglskinskveldi 'sést skuggalega myndin
hans, með viðarkni^ppið á bakinu.
Þessa sögu las eg í bókinni “Our Wonder
World”, og nú langar mig að lieyra frá fleiri Sól-
skinsbörnum, hvaða æfintýri þau hafa fyrst heyrt
um mannsmyndina í tunglinu. Svo ættum við öll
að reyna í gegn um góðar bækur að verða svo upp-
lýst um himintunglin að við gætmn á endanum
frelsað aumingja Önnu litlu og gamla manninn
úr kalda tunglinu og komið þ.eim á sólskinsríkari
stað.
9
Sturgeon Creék P. O.
Joseph Thprsteinson, 10 ára.
SKKITLUR.
Hans (grátandi): Mamma, nú iðrast eg
l^ess að hafa tekið éplin og etið þau.
Móðirin: Já, mj, ásakar samvizkan J)ig nátt-
úrlega.
Hans: Nei, eg finn bara til í maganum.
María: Þykir yður vænt um börn, frú?
Frúin: Já, . sérstaklega börn, sem gráta
mikið.
María: Hvers vegna þykir yður vænna um
J>au ?
Frúin : Af því að það er alt af farið með þau
burtu úr herberginu.
Læknirinn: Þessi skápur er svo( ljótur, að
við verðuin að láta liann einhversstaðar, þar sem
enginií sér hann.
Þjónninn: Þá skulum við setja hann fram *
biðherbergið.
Faðirinn: Kallar kennarinn J)ig asna og
uxahaus og öðrum slíkum ónöfnum?
Sonurinn: Nei, síðan hann varð jurtafæðu-
neytandi kallar hann irfig altaf illgresi og kálhaus.
Kaupsttvðarslæpingurinn : Hvers vegna erlu
svona ldægilega stuttnefjaður, spurði hreykinn
kaupstaðarslæpingur bóndadreng úr sveit.
Bóndadrengur: “Eg lield það sé tíl J>ess”,
sagði bóndadrengui;, “að eg skuli ekki freistast
til að reka nefið í það, sem mér kemur ekki við.”
Báöning gátnanna í Sólskini 9. maí.
,1. Augun.
2. Vetrarbrautin.
3. Á þriðja ,árið.
4. Bergmálið.