Lögberg - 30.05.1918, Qupperneq 7
/
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. MAí 1918
Verzlunarstefnur.
Allar. þjóðir—jafnt ófriðarþjóðirn-
ar sem hlutlausu Jtjóðirnar—búa sig
af kappi undir friðinn. Eitt af því
sem miklu máli skiftir, ekki sízt fyrir
hlutlausu þjóðirnar, er það, hverjar
verzlunarstefnur verða ríkjandi eftir
ófriðinn. Mestalla öldina sem leið
stóð í flestum löndum hörð deila um
það hvort heppilegra væri, að verzl-
unin sé algjörlega frjáls, þannig að
alþjóðasamkepnin njóti sín til fulls
eða að lagðar séu hömlur á verzlun-
ina í þeim tilgangi að vernda inn-
lenda framleiðslu. Það var haráttan
milli fríverzlunarstefnunnar og toll-
verndarstefnunnar. Um og eftir
miðja öldina varð fríverzlunarstefn-
an ríkjandi i ílestum löndum Norður-
álfunnar, en hún drotnaði að eins
skamma stund. Hvert ríkið á fætur
öðru hvarf aftur að tollverndar-
stefnunni og heita má Bretland eitt
hafi haldið trygð við fríverzlunar-
stefnuna. Bretar, mesta verzlunar-
þjóð heimsins, hafa þannig haldið
heimamarkaði sínum opnum fyrir öi!-
um þjóðum, en eigi farið að dæmi
hinna stórveldanna og haldið um sig
tollmúr, sem að meira eða minna
leyti hindrar aðflutning annarsstaðar
að. Þetta hefir haft stórfeld áhrif á
verzlun og framleiðslu annara þjóða
og er þvi engin fúrða þótt geigur sé
í smáþjóðunum fyrir því að Bretar
hallist að tollverndarstefnunni. Það
er augljóst að fyrir oss Islendinga
hefir þetta hina mestu þýðingu. Taki
Bretar upp tollverndarstefnuna í
einni eða annari mynd, þá kemur það
vafalaust til þess að bitna á útflutn-
ingsvörum vorum.
í ófriðarlöndunum hefir verið af-
armikið rætt og ritaö um þessi efni.
Heiftin er mikil á báða bóga og gera
hvorirtveggja ráð fyrir verzlunar-
stríði að ófiðnum loknum. Talað
hefir verið um tallsamband eða sér-
stakar tollív'ilnanir milli samherjanna
innbyrðis og yrði það til þess, að
Norðurálfan skiftist í tvö v'iðskifta-
svæði hvort öðru fjandsamlegt. Þau
lönd sem yrðu utan þessara sambanda
mundu eiga erfitt upp<!ráttar. En
það eru ótal örðugleikar á að koma
svo viðtækum breytingum í fram-
kvæmd og vart leggjandi mikið upp
úr því sem ráðgert er meðan fjand-
skapurinn er í algleymingi. Hittvmá
telja víst, að einhverjar breytingar
verði og það breytingar sem munu
hgfa mikil áhrif á hag Stnáþjóðanna.
Tollverndarstefnan hefir á Bretlandi
fengið byr undir báða vængi og má
því við öllu búast. Annar öflugasti
stjórnarflokkurinn þar í landi hefir
um langt skeið hallast mjög að vernd-
artollum. Meðal annars hefir að-
streymi þýzkra iðnvara verið mörg-
um þyrnir í augum og þv'í verið
haldið fram, að það verði að sjá fyrir
þvi, að brezkir framleiðendur njóti
jafn góðrár aðstöðu í samkepninni
sem framleiðendur i öðrum löndum.
Hefir því verið krafist að í stað “free
trade” komi “fair trade”. Á Þýzka-
landi er ástandið algert gagnstætt
þessu. Bæði iðnaður og landbúnað-
ur njóta öflugrar tollverndar, en
samt hefir friverzlunarstefnan jafn
an átt ákafa fylgismenn þar i landi
og nú á meðan styrjöldin hefir stað
ið hafa komið fram nýj(ar raddir,
sem draga mjög i efa ágæti verndaí-
stefnunnar, en eitt aðalhlutverk
þýzku verndartollanna var einmitt að
búá þjóðina sem bezt undir éfriðar-
tima. Me'ðal hlutlausu þjóðanna má
einnig búast við talsverðum stefnu-
breytingum á þessu sviði. T. dl hefir
á Norðurlöndum myndast öflug
hreyfing í ],á átt að Danir, Norömenn
og Svíar geri með sér náið verzlun-
arbandalag. Hugmyndin er göniul,
en hefir eigi fengið verulegan byr
fyr en nú á ófriðarárunum. Það eru
þó margir og miklir erfiðleikar sem
hamla framkvæihdum og þá aðallega
það, að verzlunarstefnur landanna
hafa verið mjög ólíkar. Norðmenn
og Svíar hafa verndartolla, en Danir
ekiki að neinu ráði. Atvinnuvegirnir
eiga þvi við ólik kjör að búa i |>ess-
um þremur Iöndum og er þessvegna
erfitt að samrýma hagsmuni þeirra.
Þar sem þaö hefir mikil áhrif á
aðstöðu íslands í viðskiftum þess við
önnur Iönd, hvaða stefnur þau taka i
verzlunarmálum, þá mun hér reynt
eftir þvi sem föng eru á, aö skýra
nánar frá því, sem nú er að gerast í
þessu efni. En til þcss aö það sem
nú er að gerast verði fyllilega ljóst,
verður um Ieið aö athuga hvernig
þjóðirnar hafa undanfarið hagað sér
í viðskiftum sínum út á. við og skal
þvi fyrst stuttlega skýrt frá verzlun-
. arstefnum þeim er fram hafa komið
°g verið rikjandi í ýmsum löndurn
uni lengri eða skemri tíma.
I.
í lok miðaldanna og í byrjun nýju
aldarinnar varð stórfeld breyting á
öll.u viðskiftalífinu og lágtt til þess
margvíslegar orsakir. Rikjaskipunin
varð þá fastari og ný ríki, svo sem
Spánn, Portugal og Holland, komust
í fremstu röð. Áður skiftttst löndin
í otal smá viðskiftasvæði, en ttm leið
og festa komst á ],jóðríkin, rýrnaði
og hvarf smám saman, alstaðar
nema á Þýzkalandi, sjálfstæði ein-
stakra héraða, borga og fylkja. Hvert
þjóðríki myndaði samfeldara við-
skiftasvæði en áður og hafði nú að
gæta hagsmuna heildarríkisins út á
við. Verzlun og iðnaður höfðu auk-
ist mikið og fundur Ameriku og sjó-
leiðarinnar til Indlands færðu nýtt
fjör í verzlun og siglingar. Góð-
málmarnir, gull og silfur, streymdu
frá Ameríku til Norðurálfunnar. Við
það jókst afarmikið notkun peninga
sem gjaldeyrir og um leið og peninga-
viðskiftin jukust þá þurftu ríkin sjálf
á nteiri peningum að halda til þess að
standast útgjöld sin. Spánn og
Portugal voru þau ríkin, sem i byrj-
un nutu mest góðs af fundi Ameríku.
Yfir þessi lönd gekk málmstraumur-
inn til annara landa Norðurálfunnar
og SpánVerjar urðu um það skeið
ríkasta og voldugasta þjóðin hér í
álfu. Þaö að Spánn varð á skömm-
um tíma auðugt land, þökkuðu menn
mestmegnis góðmálmunum'og sú skoð-
un varð ríkjandi, að aúðurinn væri
aðallega í því fólginn að eignast sem
mest af jæningum fgulli og silfri).
Mönnum Var ekki ljóst að auður
Spánverja stafaði af verzlun þeirra
meðal annars með góðmálma. Þeir
seldu þá öðrum þjóðum og fengu
framleiðsluvörur og neysluvörur * í
staðinn. Það sem menn ráku augun
i var aftur á móti hjtt, að Spánn dró
að sér ógrynni gulls og silfurs — og
að þjóðin varð samtímis auðug.
Þess vegna myndaðist oftrú á góð-
málmana.
Rikin tóku nú upp þá stefnu, að
vinna að því með öllu móti að gera
verzlunina sér hagstæða þ. e. að
vöruútflutningurinn næmi meiru en
vöruinnflutningurinn og ríkið þánnig
eignaðist kröfur í önnur ríki, sem það
svo fengi greiddar í peningum fgóð-
málmum). Þar sem lengst var geng-
ið í þessa átt var útflutningur gulls
og silfurs jafnvel bannaður með lög-
um. Margvíslegar stjórnarráðstafan-
ir voru gerðar til þess að hafa áhrif
á utanríkisverzlunina. Háir tollar
voru lagðir á aðfluttar iðnvörur eða
þá innflutningur þeirra var algert
bannaður. Til eflingar innlends iðn-
aðar voru lagðir útflutningstollar eða
útflutningsbann á hráefni og sömu-
leiðis korn, svo að vinnulaun væru
lág í landinu. Útflutninginn var
reynt að auka með því að greiða
verðlaun fyrir útfluttar iðnvörur og
ennfremur var með verzlunarsamn-
ingpium við önnur lönd og auknum
nýlendunt reynt að greiða fyrir sölu
afurðanna. Ennfremur var bannað
að nota erlend skip til vöruflutninga
innanríkis. Sú stefna, sem birtist í
öllum þessunt ráðstöfunum og mörg-
um öðrum hefir verið kölluð mcrkan-
tilismi ('hefir á íslenzku verið nefnd
kaupauðgisstefnan) og var hún ríkj-
andi í flestum löndum á 17. og 18.
öld. Áður fyr höfðu að vísu verið
lagðir á tollar o. fl. þ. h., en það v'ar
aðallega til þess að afla rikjum eða
borgum tekna, en hér kemur fyrst
fratn ákveðin stefna er beinlínis
vinnur að því að hafa áhrif á at-
vinnuvegina með ráðstöfunum, er
flestar snerta utanrikisverzlunina.
Þó grundvallarhugsun sú er merk-
antilisminn hvíldi á væri að heita má
allstaðar hin sama, þá var hann fram-
kvæmdur á mismunandi hátt í hinum
ýmsu löndunt. 1 Frakklandi var á-
herzlan lögð á iðnaðinn, að auka út-
flutning á iðnvörum, en á Englandi
var þar á móti aðallega hugsað um
að efla siglingarnar. Siglingar og
millilandaverzlun höfðu löngum þótt
arðberandi atvinna, en þetta hvort-
tveggja var mestmegnis í höndum
HoIIendinga.
Á Englandi var alræðismaðurinn
Oliv'er Cromwell brautryðjandi og að-
albrautryðjandi merkantilismans. Um
þær mundir, nálægt miðri 17. öld, var
talið að verzlunarfloti heimsins væri
hér um bil 20 þús. skip og áttu Hol-
lendingar þar af 15—16 þús skip eða
tnn y hluta alls verzlunarflota
heimsins. Hollendingar önnuðust
mestallar millilandasiglingar innan
Norðurálfunnar og ráku mjög mikla
verzlun með nýlendu-afurðir. Crom-
well lagði því alt kapp á að ná sigl-
ingunt á Englandi í hendur Englend-
inga sjálfra og að England kæmist í
beint samband við þau lönd sent það
átti viðskifti við. Að Jjessu stefndu
hin alkunnu siglingalög Breta frá
1651 og 1660, sem stóðu að heita má
óbreytt í meir en hálfa aðra öld.
I.ögin ákváðu að vörur frá öðrum
heimsálfum mætti eigi flytja til Eng-
lands nema á enskum skipum. Um
Norðurálfulöndin var það ákvæði að
einungis ensk skip mættu annast
vöruflutninga frá þeim til Englancfs
eða þá skip frá því landi. sem varan
var framleidd í; en þessi skip stóðu
þó eigi jafnt að vígi og ensku skipin,
því að ''sérstakur innflutningstoUur
var lagður á þær v'örur. sem fluttar
voru á skipum framleiðslulandsins.
Tollur ],essi var stundum alt að þvi
helmingi hærri en tolluriun á sömu
vöru væri hún flutt á ensku skipi.
Ennfremur var í lögunum ákveðið aö
strandferðir við Bretland og fiski-
veiðar við strendur þess máttu ein-
ungis rekast af Englendingum og á
enskum skipum.
Á Frakklandi var þar á móti, eins
og fyr er sagt, Rigð aðaláherzlan á að
efla allan innlend^n iðnað. Þar i
landi var Colhert, sem var fjármála-
ráðherra Lúðvíks 14. árin 1661—83,
aðal frömuður merkantilismans. Hann
bcitti til hins itrasta tollfyrirkohiulagi
á útflutningsbanni á hráefnum og
innflutningsbanni á iðnvörum eftir
þvi sem þurfa þótti.
Auk þessarar toll- og bannskipun-
ar voru um og eftir daga Colberts
gerðar ýmsar aðrar ráðstafanir til
þess að efla verzlun og iðnað. Iðn-
fyrirtæki fengu ríflegar styrkveiting-
ar úr ríkissjóði, einkaleyfi voru veitt
og konsúlar voru sendir víðsvegar út
um lönd til ]>ess að greiða íyrir sölu
iðnvaranna. Ráðstafanir þær, er
gerðar voru af hálfu hins opinbera
til þess að efla iðnaðinn urðu sífelt
víðtækari og stjórnin tók að hafa
mjög nærgöngul afskifti af viðskift-
um manna og öllum atvinnurekstri.
Iðnsveinum og öðrum verkamönnum
innan iðnaðarins var bannað að fara
af landi burt og ýmsar aðrar enn
fráleitari fyrirskipanir voru gefnar
út viðvikjandi faglærðum verkamönn-
um. Þá var ennfremur fólkinu með
ýmsu móti þröngvað til þess að kaupa
innlendan varning. Um eitt skeið
voru einnig gerðar tilraunir til þess
að efla siglingarnar og reynt, að dæmi
Englands, að bola Hdllendingum út.
Það bar þó engan árangur, og alt
snerist um iðnaðarsamkepnina við
England, sein var hættulegasti keppi-
nauturinn.
Einnig í öðrum löndum Norðurálf-
unilar var merkantilisminn ríkjandi.
Tóku þau sér bæði England og Frakk-
land til fyrirmyndar, en þó aðallega
Frakklar.d og iðnaðarstefnu þess með
tollurn og banni. Á Norðurlöndum,
ekki sizt í Danmörku. var afar mikið
um stjórnarráðstafanir i anda merk-
antilismans. í Danmörku var komið
á samfeldu tolilkerfi árið 1651 og var
síðan smáhert á tollun.um og einnig
farið að beita banni; í tollskránni frá
1762 náði bannið til 50 vöruflokka.
Einnig hér á landi bólaði á merkan-
tilismanum i tilraunum þeim er gerð-
ár voru á 18. öld til þess að koma hér
á fót innlendum iðnaði.
Árangurinn af þessari samkepni
þjóðanna varð sá, að Hollendingar
hurfu úr sögunni sem sjóveldi og
Englendingar urðu mesta siglinga-
þjóð heimsins. Englendingar og
Frakkar voru orðnir aðal. verzlunar-
og iðnaðarþjóðirnar, svo að heita má
að háð væri einvigi milli þeirra. Árið
1678 hafði ' flokkur sá, er þá réð á
Englandi, komið ]jví fram að bönnuð
var öll v’erzlun við Frakkland og
hófst þá tollstríð milli landanna, er
stóð nær óslitið fram á byrjun 19.
aldar. Tollarnir fór.u sífelt hækkandi
og bann var á hverju stráj. Merkan-
tilisminn var að líða undir lok. Rétt
undir andlátið kom hann fram í sinni
öfgafylstu mynd, er Napóleon mikli
leyfði kornflutning til Englands með-
an meginlandslokunin stóð sem hæst.
Hann hafði einangrað England svo
að það gat engin viðskifti h,\ft við
meginlandið, en i þeirri trú að það'
riði Englandi að fullu ef það flytti
inn meira en það flytti út, þá leyfði
hann að selja því kornvörur.
Þegar um miðja 18. öld fór að
votta fyrir því. að merkantilisminn
ætti skamt eftir ólifað. Ýmsar af
þeim ráðstöfunum, sem voru gagn-
merkantilismans og la£ði hinn vísinla-
lega grundvöll undir fríverzlunar-
stefnuna. Það, sem merkantilisminn
stefndi að, Var að hvert ríki fyrir sig
flytti' út vörur fyrir meira en það
flytti inn, svo að það gæti dregið að
sér peninga frá öðrum löndum og á
þann hátt aukið peningamagn sitt.
Þess vegna^ var alt gert til þess að
verzlilnin yrði “hagstæð”. Nú sýndi
Adam Smith fram á ]>að, að hafi eitt-
hvert larid næga' peninga til þess að
fullnægja viðskiftaþörfinni, eru allar
ráðstafanir óþarfar, sem gerðar eru
til þess al auka málmforða landsins
fram y.fir það. Peningaforði (góð-
málmar, meiri en með þarf til þess að
fullnægja viðskiftaþörfinni og til iðn-
aðar er til einskis vegna þess að atíð-
urinn er ekki fólginn í góðmálmum,
heldur er tilgangur allrar framleiðslu
að afla neyzluvara. — Þótt nú færð-
ar væru sönnur á það, að tollar og
aðrar ráðstafanir merkantilismans
væry óþarfar að því leyti sem þeim
var ætlað að auka peningamagn
landanna, þá gat verið að þeir væru
réttlátir í öðrum tilgangi. Tollarnir
höfðu smám saman fengið alveg
sjálfstætt hlutverk og það var að
vernda innlendan iðnað gegn sam-
kepni annara landa. Tollarnir gátu
þvl veriö réttmætir og nauðsynlegir
til hlífðar innlendum atvinnurekend-
um. En einnig að þessu leyti áleit
Adam Smith að tollarnir væru ónauð-
synlegir og meir en það, að þeir
væru til tjóns. Hann sýndi fram á,
að tilgangur utanríkisverzlunarinnar
er hinn sami sem verzlunarinnar inn-
anlands, þ. e. að notfæra sér skifting
vinnunnar. Það er ekki nægilegt að
flytja inn frá útlöndum þá hluti eina,
sem alls ekki er* hægt að framleiða
innanlands. Þá fyrst nýtur alþjóða-
verzlunin sín til fulls, þegar fluttar
eru inn allar þær vörur, sem ódýrari
eru í öðrum löndum en innanlands og
aftur fluttar út þær vörur, sem meira
fæst fyrir erlenctis en í landinu sjálfu.
Um leið og aðfluttu vörurnar verða
ódýrari en ef þær væru framleiddar
innanlands, fæst hærra verð fyrir út-
fluttningsvörurnar en ef þær væru
seldar innanlands. Viðskiftiri eru því
eigi aðeins neytendunum í hag, held-
ur einnig framleiðend.um útflutnings-
varanna. Fyrir landið í heild sinni
gefur á þann hátt bæði fé og vinna'
mestan arð. Og þessu marki verður
aðeins náð með fríverzlun. rErh.)
—Verzlunartiðindi.
The Seymour House
John Baird, Eigandi
Heitt og kalt vaín i öllúhi herbergjum
Fœði $2 og $2.50 á dag. Americ-
an Plan.
Tals. G. 2242.
Winnipeg
Dr. R. L. HURST,
Member of Royal Coll. of Surgeons,
Eng., útskrifabur af Royal College of
Physicians, I.ondon. Sérfræðingur i
brjöst- tauga- og kven-sjúkdómum.
—Skrifst. 30B Kennedy Bldg, Portage
Ave. (á mótl Eaton’s). Tals. M. 814.
Heimlli M. 2696. Tlml til viBtals.
kl. 2—5 og 7—8 e.h.
Meiri þörf fyrir
Hraðritara og Bókhaldara
Jlað er alt of lítið af vel
færu skrifstofufólki hér í
Winnipeg. — )7eir sem hat'a
útskrifast frá The Success
Business College eru ætið
látnir setja fyrir. — Suc-
cess er sá stærsti og áreið-
anlegasti; hann æfir fleira
námsfólk en allir aðrir skól-
ar af því tagi til samans,
hefir tíu útibú og kennir
yfir 5,000 stúdentum ár-
lega, hefir aðeins vel færa
og kurteisa kennara. Kom-
ið hvenær sem er. Skrifið
eftir upplýsingum-
SUCCESS BUSINESS COLLEGE
LIMITED
WINNIPEG, MAN.
Brown & McNab
Selja i heildsölu og smásölu myndir,
myndaramma. Skrifið eftir verði á
8tækkuðum myndum 14x20
175 Carlton St. Tals. ^ain 1357
JOSEPH iTAYLOR
LÖGTAKSMAÐUR
Heimllis-Tals.: St. John 1844
Skrlfstofu-Tals.: Main 7978
Tekur lögtaki bæði húsaleiguskuldir,
veðskuldir, víxlaskuldir. Afgreiðir alt
sem að lögum lýtur.
Room 1 Corbett Blk. — 615 Main St.
Mannfagnaður.
1 Sunnudaginn 12 maí kom um
50 manns heim á heimili þeirra
Mr. og Mrs. Jóns Péturssonar að
Gimli, heimafólki öllu að óvöru.
Eftir að hafa tekið að sér hús-
ráð og vísað heimafólki til sætis,
tók foringi fararinnar, hr. Guð-
mundur Féldsted, til máls. Til-
efni heimsóknarinnar kvað hann
vera, að sú frétt hefði borist út
að þau hjón yrðu að leggja niður
búskap og að Jón Pétursson væri
(að leggja af stað vestur að hafi
, , . „ til að dvelja þar um tíma. Hefði
legar og hagkvæmar meðan atvmnu- , y • , , , *
, , , nagranna þeirra þvi langað til að
, koma og þakka þeim og kveðja
lengur v,« pg voru jafnvel til ,lls e,ns ^ hann þeim fyrir
höfðingskap, gestrisni og.þýða
samvinnu í félagsmálum. Sem
vott um vinarþel þessa fólks af-
henti hann Mrs. Pétursson fimt-
án dali í gulli og Mr. Péturssyni
vandaðan göngustaf, sem letrað
var á: “J. Pétursson, frá ná-
grönnunum”.
Næst talaði Guðni Thorsteins-
son. pakkaði hann þeim, sem
fyrir þessu samsæti hö’fðu geng-
ist, og gefið sér tækifæri til að
vera þar með, þó hann ekki væri
í hópi nágranna þeirra. Kvaðst
hann hafa verið vinur þessara
heiðursíjóna í meira en þrjátíu
ár. Lýsti hann nákvæmlega örð-
ugleikum þeirra á frumbýlings-
árunum, þegar við fátækt og
heilsuleysi hefði verið að stríða,
og samvinnu sinni með Jóni Pét-
urssyni í sveitamálum yfir tutt
ugu ár. Einnig talaði hann um
hin víðtæku og heilnæmu áhrif,
þegarr atvinnuvegirnir voru komnir á
hærra þroskastig. Þá hafði það
einnig áhrif, að landbúnaðurinn hafði
verið olnbogabarn merantilismans.
Tollvernd hans var að því leyti frá-
brugðin tollvernd nútímans að hún
var einhliða. Það var aðallega eða
öllu heldur iðnaöurinn, sem náut
góðs af verndartollum og banni, en
nú orðið nær tollverndin jafnt til
Iandbúnaðar sem iðnaðar. Afleið-
ingin varð líka sú, að landbúnaðurinn
var í mestu niðurlægingu. Fyrri
hluta 18. aldar kom upp á Frakklándi
hreyfing, er sérstaklega barðist fyrir
viðreisn landbúnaðarins og var algert
andvíg merkantilismanum. — Forvig-
ismenn þessarar hreyfingar börðust
fyrir nýrri stefnu í þjóðhagsmálum
og bygðist hún á þeirri kenningu, aö
jörðin sé eina auðs.uppsprettan og
jarðyrkjan þv, sú eina atvinnugrein,
er í raun og veru gefi arð. Kenning
þessi nefndist fysiokratisiui fhefir á
íslenzku verið kölluö búauðgiskenn- sem ávalt hefðu stafað Út frá
]>að var fyrst eftir hans daga að
stefnan magnaðist svo að komið var
ingin) og ]jeir sem henni fylgdu fysi-
okratar. Það sem fysiokratarnir
fengu áorkað v'ar að veikja merkan-
tilismann. Þeir bentu á galla hans
og heimtuðu endurbætur. Ein aðal-
krafa þeirra var meira frelsi í at-
vinnurekstri og öllum viðskiftum.
En hugsjónir þcirra komust hvergi í
framkv.-emd að neinu ráði.
Fysiokratarnir eru meðal frum-
herja þjóðhagsfræðinnar, þeir greiddu
úr mörgu, scm mönnum var áður ó-
ljóst. Þó var það fyrst á síöasta
fjórðung 18. aldarinnar, cr hinn
brezii [jjóðhagfræðingur Adam Smith
ritaði bók sina “Wealth of Nations”
fauður Jjjóðanna), að þjóðhagfræðin
fékk þanij grundvöll, sem enn er bygt
á. Adam Smith réðst gegn kenningu
fysiokrata um það, að jörðin væri
eina auðsuppsprettan. Hann taldi
vinnuna uppsprettu auðsins, og þess
vegna væri verzlun, iðnaður og sigl-
ingar engu síð.ur framleiðsla (pro-
ductive) heldur en jariyrkjan. En
þa'ð sem hér skiftir máli er afstaða
Adarns Sniith gagnvart merkantil-
þvi sem Iýst er hér að frarnan, en^þismanum. Þar var hann sammála
fysiokrötum. Hann benti skýrt á það,
sem var öfgakent* og rangt í stefnu
þessu heimili, þakkaði hann
þeim hjónum og börnum þeirra
alla höfðinglega framkomu í sinn
garð og annara. Lýsti hann Jóni
Péturssyni, sem sönnum íslend-
ing, sem í fari sínu ætti alt það
sem/ íslending prýddi, og óskaði
að andi hans mætti ríkja í þess-
ari bygð og að allir uppvaxandi
íslendingar mættu lifa og starfa
í þeim sama anda og þessi fjöl-
skylda hefði ávalt starfað.
par næst þakkaði Jón Péturs
son með fáum orðum heimsókn
ina. Kvaðst hann sjá að þetta
-fólk hefði skilið betur en aðrir
hvað mikill sársauki væri æfin
lega samfara skilnaðarstundum,
því þó sá skilnaður, sem hér væri
um að ræða mundi ekki vara
nema um stundarsakir, þá hefði
hann þó sinn sársauka í för með
sér. pakkaði hann svo nágrönn-
um þeirra hjóna fyrir alla sam-
vinnu og vinarþel í þau ár, sem
þau hefðu búið á þessu heimili
Kvaðst hann fara í burtu með
þakklæti og hlýjustu endurminn-
ingum. Seinast þakkaði hann
gjafirnar til konu sinnar og sín,
J. H. M •
CARS0N
- Byr til
Allskonur llmi fyrir fatlaða menn,
einnig kviðslitsnmbúðir o. fl.
Talsími: Sh. 2048.
338 COLONY ST. — WINNIPEX5.
HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa
af húsbúnaði. þá er hægt að
semja við okkur, hvort helolur
fyrir PENINGA OT 1 HÖND eða að
LÁNI. Vér höfum ALT sem til
húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið
0VER-LAND
H0USE FURNISHING Co. Ltd.
580 Main St., hoini Alexander Ave.
Verkstofu Tals.
tíarry 2154
Helm. Tals.:
Garry 2949
G. L. Stephenson
PLUMBER
Allskonar rafmagnsáhöltl, svo sero
straujám víra, allar tegundlr af
“lösum og aflvaka (batteris).
VERKSTDFA: 676 HOME STREET
Dr. B. J. BRANDSON
í I
701 Lindsay Building
Tklephone qarrt 320
Officb-Tímar: 2—3
Haimili: 778 Victor St.
Tklephong oarry 3»1
Winnipeg, Man,
j Dagtals. St.J. 474. Næturt. 8t.J.: 866.
Kalll sint á nótt og degt.
DR. B. GERZABEK.
M.R.C.S. £rá Englandi, L.R.C.P. írt.
London, M.R.C.P. Og M.R.C.S. frfc
Manitoba. Fyrverandi aSstoSarlæknir
ví8 hospital í Vlnarborg, Prag, oa
Berlin og fleiri hospitöl.
Skrifstofa I eigin hospítali, 416—417
Pritchard Ave., Winnipeg. Man.
Skrifstofutlmi frá 9—12 f. h.; 3—6
og 7—9 e. h.
Dr. B. tíerzabeks eigið bospítal
415—417 Prltchard Ave.
Stundun og lækning valdra sjúk-
llnga, sem þjást af brjöstveiki, hjart-
veiki, magasjúkdómum, Innýflavelkl,
kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm-
um, taugavelklun.
Vér leggjum sérstaka áherzlu & aC
selja meóöl eftlr forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er a6 fá,
eru notuó eingöngu. pegar þér komló
meó forskrlftina til vor, meglfi þér
vera viss um afi fá rétt þaó sem
læknlrinn tekur tll.
COLCLEXJGH A CO.
Votre Dame Ave. og Sherbrooke St.
Phones Garry 2690 og 2691
Glftingaleyflsbréf seld.
Or. O. BJORN&ON
701 Lindsay Building
ran.BpnoNH,aARRY 82t
Oífice-tfmar: 2—3
HEIMILII
764 Victor 6t.«et
riLRPHONBi OARRY TflS
Winnipeg, Man.
Dr- J. Stefánsson
401 Beyd Building
C0R. PORT/yCE ATE. ðc EDM0flT0(t *T.
Stuadar eingöngu augna, eyina. nef
og kverka sjúkdóma. — Er að hitta
frákl. 10-12 f. h. ag 2 - 5 e. h.—
Talsími: Main 3088. Heimili 105
Olivia St. Talsími: Garry 2315.
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Buiidlng
Cor. Portage Ave. og Edmonton
Stuhdar sérstaklega berklaaýkl
og aóra lungnasjúkdóma. Er aó
finna á skrifstofunni kl. 11—
12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif-
stofu tals. M. 3088. Helmili: 46
Alloway Ave. Talsimi: Sher-
brook 3158
j\/[A RKET t[OTEL
Við sölutorgiB og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
J. G. SNÆDAL,
TANNLŒKNIR
614 Someruet Ðlock
Cor. Portage Ave. og Donald Streat
Tals. main 5302.
The Ideal Plumbing Co.
Horiþ Notre Dame og Maryland St
‘Tals. Garry 1317
Gera alskonar Plumb-
ing, Gasfitting, Gufu og
Vatns-hitun. Allar við-
gerðir gerðar bæði fljótt
og vel. Reynið osa.
—
The Belgium Tailors
Gera við loðföt kvenna og karlmanna.
Föt búin til eftir máli. Hreinsa, pressa
og gera við. Föt sótt heim og afhent.
Alt verk ábyrgst. Verð sanngjaint.
32» William Ave. Tala. G.2449
WINNIPEG
ingar um liðin ár og þenna vina
hóp.
Ingibjörg Pétursson sagði
nokkur orð næst, sagði hún, að
fyrir margar ástæður væri sér
ekki hægt að tala nema örfá orð.
pakkaði hún heimsóknina og
gjafirnar til foreldra sinna.
Hvaðst hún lengi mundi muna
þann kærleik, sem þetta fólk
hefði auðsýnt með komu sinni,
væri sá kærleikur ^ólki sínu og
sér “sólbros sætt um svartan
skýa dag”. Mundi hún geyma !
endunninninguna um þenna dag j
með öðrum endurminningum, j
sem bundnar væru við þetta fólk 1
og þenna stað.
Voru svo bornar fram rausn-
arlegar veitingar. Eftir það
skemti fólk sér með samræðum
og söng fram á kveld. pegar
gestir voru búnir til heimferðar
sungu allir sálminn: “Hærra
minn guð til þín”. Fór svo hver
heim til sín, sannfærður um að
BIFREIÐAR “TIRES”
Goodyear og Dominion Tlres ætið
á reióum höndum: Getum út-
vegaó hvaóa tegund sem
þér þarfnist. I
Aðgei-ðum og “Vulcanlzing'’ sér-
stakur gaiimur gefinn.
Battery aógeróir og bifreióar til-
búnar til reynslu, geymdar
og þvegnar.
AI TO TIRE VTJLCANIZINtí CO.
309 Cumberland Ave.
Tals. Garry 2767. Opió dag og nótt.
þessum degi hefði ekki verið var-
sem þau mundu geyma til minn- ið til ónýtis.
Kartöflu Ormar
eyðileggjast með því að nota
,,Radium Bug Fumicide“ 50c pd.
það er betra en Paris Green.
Sérstök vilkjör ef keypt er mikið ( einu
Rat Paste 35c. baukurinn.
Vogfjalúsa útrýmir $2.50
Beú Bug Liquid
THE VERMIN DESTR0YING Co,
636 Ingersoll St., Winnipeg
TH0S. H. J0HNS0N og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
fslenzkir iógfræOisgar,
Skrifstofa:— Koom 8n McArthcr
Building, Portage ^enue
áritun: P. O. Box 1650.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VBRKSTŒÐI:
Horni Tbronto og Notre Dame
Phone Helmlll.
Sarry 298S Qarry 899
J. J. Swanson & Co.
Venla með fasteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annaat ián og
eldsáhyrgðir o. fl.
004 Ttae K*mnlngton,Port.A8mlth
Phone Msln 2507
A. S. Bardal
84S Sherbrooke St.
Selur llkkistur og annait um útfarir.
Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann alskonar minnisvarða
og legsteina.
Heimilia Tala - Qarry 2161
Skrifato-fu Tall. - Qarry 300, 37E
Giftinga og blóm
Jarðaríara-
með litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tals. 720
ST. JOHN 2 RING 3
Canadian Art Gallary
585 MAIN ST. VVINNIPEG
Sérstök kjörkaup á myndastækkim
Hver sem lætur taka af sér mynd
hjá oss, fær sérstaka mynd gefins.
Sá er lætur stækka mynd fær
gefins myndir af sjálfum sér.
Margra ára Islenzk vlðsklftl.
Vér ábyrgjumst verkió.
KomiÓ fyrst til okkar.
CANADA ART GAI.LERV.
N. Donner, per M. Malitoski.
Williams & Lee
Vorið er komið og sumarið í nánd.
Isiendingar, sem þurfa aó fá sér
reióhjól, eóa láta gera viÓ gömul,
snúi sér til okkar fyrst. Vér höf-
um einkas'lu á Brantford Bycycles
og leysum af hendi allskonar
mótor aógeróir. Avalt nægar byrgfi-
ir af “Tires” og ljómandi barna-
kerrum.
764 Sherbreok St. Horni Notrt Damt
GOFINE & CO.
Tnls. M. 3208. — 322-332 Ellice Ave.
Horninu á Hargrave.
Verzla meö og viröa brúkaóa hús-
muni, eldstór og .ofna. — Vér kaup-
um, seljum og skiftum á öllu sern er
nokkurs viröi.
Föðurland þitt og skyld-
an við það-
Ef þú álítur það skildu þína
að leggja líf þitt í sölumar
fyrir land þitt, þá verður þú
fyrst og fremst að varðveita
heilsuna. Yfirstandandi tím-
ar heimta að nákvæmar
gætur sé veitt heilsu manns
bæði til sálar og líkama;
því án heilsunnar megnar
þú ekkert. Hraustur magi
á sinn mikla þátt í því, og ef
Triners American Elixir of
Bitter Wine er notað, er
engin efi að maginn haldist
i góðu lagí Triners meðal
setur magan í samt lag, eyk-
ur matarlystina og bætir
meltinguna og byggir upp
taugamar. Fæst 1 lyfja-.
búðum og kostar $1.50.
Triners Liniment eyðir gigt-
arverkjum, bakverk, togn-
un, bólgu, sárum liðamót-
um o. s. frv. Verð 70c. —
Jóseph Triner Company,-
1338—43 S. Ashland Ave.,
Chicago, 111.