Lögberg - 20.06.1918, Síða 3

Lögberg - 20.06.1918, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNI 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. )?RIÐJI KAFLI. Greifainnan settist niður hálf skelkuð og agndofa. Henni geðjaðist betur að Friðrik Grey •en nokkrum öðrum, sem liún þekt; en hvað ætli lafði Jana segði? Ætli hún gæti fundið nokk- urn viðeigandi ráðahag fyrir Lucy? Og hvernig átti hún sjálf að verja skort sinn á eftirliti með Lucy fyrir Jönu? Eftrliti? með tilliti til ástar? Lafði Oakburn gleymdi vegna sjálfsásökunar sinnar, að hið fyrra er sjaldan hentugt til að hindra hið síðara. Hún tók beztu stefnuna Hremskilin eins og hún var skrifaði hún bréfið í flýti til að biðja lafði Jönu að koma til sín; liucy vissi ekkert um þessa uppgötvan né afleið- ingar hennar; það var nógu mikið af öðrum sorgarefnum sem bjó í huga hennar, nógu mikið til að halda afbrýði hennar starfandi. Þetta var ekkert vanalegt kveld í hinum al- mennu samkomusölum við sjávarströndina, held ur stór hátíð, sem herbergin voru að þessu sinni útbúin fyrir og léð, þangað sem alt heldra fólk- ið leitaði, ekki að eins hinir tignu gestir, heldur einnig hið göfuga fólk sem þar átti heimili. Undirbúningurinn var mikill, svo mikill, að hann var naumast hugsanlegur að geta verið fullkomnari. Lesendurnir mega áreiðanlega vera sannfærðir um það, að búningar ungu kvennanna voru ekki síður aðlaðandi en annað. Lafði Oakburn og Lucy komu seint. Svo seint jafnvel, að ungfrú Helen Vaughan sagði sjálfri sér, að þær mundu ekki koma. Litla jarl- inum af Oakburn var sýnt meira eftirlæti en honum var hentugt, einkum af Lucy, og mamma hans hafði orðið við beiðni hins unga herra, að hann mætti koma á dans samkomuna, með því skilyrði samt að þegar hann væri búinn að horfa a dansinn í tuttugu mínútur, yrði hann að draga sig í hlé og fará rólegur heim með Pompey. Að þær komu svo seint var því að kenna, að þær voru að bíða eftir Jönu. Jana hafði símritað til greifainnunnar að hún væri á leiðinni, og þær biðu til að taka á móti henni. En það var fram- orðið og hún ekki komin. Þegar Lucy kom inn í salinn, gerði ljósbirt an henni ofbjart í augum, en svo leit hún í kring- um sig til að sjá — hvað þá? Einmitt til að leita að því, sem hún sá, og engu öðru, og sem afbrýði hennar hefði dregið upp mynd af í huga hennar Þar snerust Friðrik Grey og Helen Vaughan hringinn um kring í salnum, í samræmi við tón- ana af yndislegum vals; hann vafði handlegg sínum um mitti hennar, hann hélt hendi hennar í sinni hendi, augu hans horfðu á hana með að- dáun, eða þannig leit það út, og rödd hans var lækkuð ofan í blíða hvíslandi tóna. Það fór hryllingur um Lucy, og henni fanst sem hníf væri stungið í hjarta sitt. Helen Vaughan leit vel út. Það gerði hún ávalt. Há, konungleg, tíguleg, fögur, — viðeig- andi konuefni fyrir hinn aðdáanlega Friðrik, þannig litu margir á. En hvað var hennar feg- urð í samanburði við Lucy Chesneys? með henn- ar óframfærna yndi, hennar smágerðu andlits- drætti, hennar hreina, heilbrigða hörundslit og hennar blíðu brúnu augu? Báðar voru þær hvít- klæddar, fögrum, blaktandi kjólum, léttum sem skýjum. Ungfrú Vaughan bar á sér samkerfi af smarögðum, greyptum í sterkar gull umgerð- ir; Lucy hafði að eins perlur, betur viðeigandi fyrir unga stúlku. Báðar litu yndislega út, það var álit allra. Helenu Vaughan var hrósað upphátt, en lágt, aðdáandi muldur fylgdi Lucy Chesney. Valsinn var búinn, og Friðrik Grey ruddi sér braut til Lucy. Hún lét sem hún sæi hann . ekki; hún sneri höfðinu til annarar hliðar og talaði ákaft við Fanny Darlington; hann varð að síðustu að snerta við henni til að vekja eftir- tekt hennar. “Ó, eg bið afsökunar”, sagði hún kulda- lega. “Gott kvöld”. “En hvað þér komið seint, Lucy! Dansinn sem eg hafði beðið yður að dansa við mig, er búinn”. “Eg bjóst við því að hann mundi verða það”, sagði hún gremjulega. “Eg sagði yður frá því, að það gæti komið fyrir að eg gæti ekki orðið við ósk yðar”. “Þér viljið dansa næsta dansinn við mig? Eg held það verði ferliyrningsdans ”. Var hún heymarlaus? Hún svaraði engu og sneri sér frá honum. Á sama augnabliki var komið með mann, sem var kyntur henni, lítill maður, sem ekki virtist að hafa nema eitt hug- tak í heila sínum; rauða hárið hans var skilið uppi yfir miðju enni, alla leið aftur í hnakkann. Hún heyrði ekki nafn lians, það var einn eða annar undirgreifi, einn af herrunum í greifa- dæminu. Hún lagði hendi sína á handlegg hans þegar hann bað um þann heiður að mega dansa ferhyraingsdansinn, sem nú átti að byrja, við hana, og hún var að því komin að fara með honum. Reiðin sauð í Friðrik og litaði enni hans hárautt. Hann lagði hendi sína á handlegg Lucy til að stöðva hana. “Eg bað yður fyrst, Luey”. Hún hopaði undan þegar liann snerti hana, eins og hendi hans væri sýkjandi. “Afsakið, töluðuð þér til mín ? ’ ’ “Eg bað yður að dansa þenna ferhymings- dans við mig. Þér eruð ráðnar af mér, ekki af honum”. “Ef yður langar til að dansa hann, þá er hér enginn hörgull á dansmeyjum” — kæruleys- is kuldinn í róm hennar særði hann. “Það er nóg af þeim, sem bíða eftir yður: Ungfrú Lake, ungfrú Vaughan, ungfrú Darlington — gerið svo vel að velja einhverja af þeim”. Hún gekk burt all-drebilega; áhorfandi gat sagt, með rólegu kæruleysi. En lífæðarnar í líkama hennar slóu all-hart, sérhver taug í hjarta hennar kvaldist af ást — ást til Friðriks Grey. Hann var blóðrjóður af reiði, og hann stóð kyr nokkur augnablik, óviss um hvort hann ætti að vekja hávaða, og slá litla undirgreifann um koll, eða láta hann vera. Svo gekk hann beina leið til Helen Vaughan, og bað hana að dansa þenna dans við sig. Þau tóku sér stöðu beint á móti undirgreifanum og Lucy. Lafði Grey sat á milli greifainnunnar og frú Delcie. Sú síðari, þrjózkuleg kona, sem alt af átti annríkt við annara breytni, ein þeirra, sem aldrei getur látið aðra í friði, hverrar augu voru jafn beitt og nálaroddur, heilinn eins starf- samur og tunga óróastofnendanna, aðgætti Friðrik Grey og Helenu Vaughan í nokkrar mínútur, og sneri sér svo hvíslandi að lafði Grey. “Er það afráðið?” spurði hún. “Hvað þá?” “Að sonur yðar giftist Helen Vaughan?” Það var í fyrsta skifti að slík hugmynd var borin upp fyrir lafði Grey. Hún hafði oftast nær haldið sér heima, og hafði þessvegna hvorki séð eða heyrt neitt af því sem fram fór í Seaford Þetta olli henni skelfingar, því henni geðjaðist ekki að Helen Vaughan. “Eg bið yður að tala ekki um jafn ósenni- legan hlut”, sagði hún fremur dauf á svip. “Sonur minn að giftast Helen Vaughan! Það vona eg að ekki verði”. “Þér kallið það ósennilegt?” svaraði frú Delcies. “Lítið þér á þau”. Lafði Grey leit til þeirra. Dansinn var bú- inn, og hann leiddi Helen Vaughan aftur til sæt- is síns. Hann laut niður til að tala við hana, og framkoma hans var svo innileg, eitthvað áhrifa mikið í fari hans, sem móðurinni líkaði ekki. Kveldánægja hennar hvarf. Lucy kom aftur og undirgreifinn með henni hún settist við hliðina á lafði Oakburn. Næsta sæti við hana var nú autt, og þar settist Friðrik Grey. Kinnar lafði Lucy fölnuðu af geðs- hreyfingu. “Lucy, hvað hefi eg gert yður?” “Gert?” endurtók hún yfirburða kæruleys- islega, og eins og henni hefði orðið mjög bilt við. “Ekki neitt”. Hann beit á vörina. “ Viljið þér segja mér, með hverju eg hefi móðgað yður?” “Þér hafið ekki móðgað mig”. “Hvað getur þá verið að mér? Eg skil vður í sannleika ekki ’ ’. Hann skildi heldur ekki Lucy í raun og vera. Friðrik Grey var ekki hégómagjam mað- ur, og honum datt alls ekki í hug að hún gæti verið afbrýðissöm. Hann meinti ekki neitt með þessum heimskulegu látalátum — dekri — menn mega kalla það livað sem menn vilja — sem svo oft urðu til að stytta stundir hans; félagslíf ungu stúlknanna var viðfeldinn tímastyttir fyrir hann, annð ekki. Þó ungfrú Vaughan héldi sig oft nær honum en hinar gerðu, því gaf hann engan gaum, og hann grunaði alls ekki, að það breytti framkomu Lucy gegn honum. Þessa daga, sem liðnir voru síðan hún kom til Seaford, hafði hann mörgum sinnum fundið til sárrar sorgar yfir framkomu hennar. Hann hélt fyrst að þetta væru að eins dutlungar, en nú var hann farinn að halda að tilfinningar hennar gagnvart honum væru orðnar breyttar. Og hann hafði þó verið svo viss um ást hennar á sér. “Lucy, þér liljótið að vita að framkoma yðar við mig er harla undarleg. Þér heyrðuð mig biðja yður um að dansa þenna síðasta dans við mig, en þér sneruð yður við og létuð þenna litla mann ráða yður, sem er lítilsvirði. Viljið þér dansa næsta dans við mig?” “Þökk fyrir, eg ætla mér ekki að dansa næsta dans; eg er þreytt”. Hann þagði eina mínútu, stóð svo upp af sæti sínu og tók sér stöðu fyrir framan hana. “Það lilýtur að vera ástæða til alls þessa?” “Ástæða til hvers?” kæruleysis yðar gagnvart mér”. “Þér megið halda það, ef yður langar til þess”. “Þetta líkist all-mikið dutlungum, Lucy”. “Dutlungum? Ó, já, það er það, sem það er”. “í síðasta sinni”, sagði hann aftur mjög æstur, “viljið þér dansa næsta dansinn við mig, lafði Lucy?” “Nei, það vil eg ekki. En eg þakka yður tilboðið”. Hann sneri sér frá henni. Lucy tók litla bróður sinn í fang sitt, sem kom hlaupandi til þeirra. “Eg fer heim, Lucy”, sagði barnið. “Pom- pey er kominn, og eg fer með honum án þess að vera þrákelkinn”. “Það er rétt, minn eiginn kæri Frank”, sagði Lucy um leiíf og hún laut niður að honum. “Segðu góðanótt við mömmu”. Hann var kjarkmikill, heiðarlegur, lítill drengur, og hann hafði ásett sér að fara glaður heim með Pompey, sem stóð fyrir innan dymar. Oakburn voru kunnir fyrir að álíta loforð sín heilög, og það leit út fyrir að þessi litli lávarður ætlaði ekki að bregðast vananum, eða verða ætt sinni til óvirðingar. Þegar hann var búinn að kyssa móður sína, sneri hann litla andlitinu að lafði Grey; en hún hafði svo mikið að liugsa um að hún gaf honnm engan gaum, og drengurinn hljóp því burt án þess að fá hinn eftirvænta koss Lafði Grey liafði snúið sér að syni sínum. Hún hafði togað hann til sín, þegar hann var að yfirgefa Lucy. Frú Delcie var þá búin að yfir- gefa sæti sitt, og Friðrik nam staðar fyrir framan það, meðan hann hlustaði á hvísl móður sinnar. “Friðrik! að einá eitt orð til að hugga mitt sorgmædda hjarta. Þú munt þó ekki ætla þér að verða ástfanginn af Helen Vaughan?” “Það held eg ekki, mamma”. Svarið var glaðlegt og frjálst. Hann var sér meðvitandi um hina ástina, sem hafði náð svo föstum rótum í huga hans, of sannfærður um hana til þess, að hann gæti ekki spaugað að þessu. En hann sá þetta kvíðandi, kveljandi út- lit í augum móður sinnar. “Þú munt síður vilja eignast hana fyrir tengdadóttur?” sagði liann hlæjandi. “Eg viðurkenni, að eg vil það ekki”. “Jæja, vert þú að eins róleg, móðir mín; hvernig dettur þér þetta í hug?” “Menn segja að hún sé ástfangin af þér — að þú elskir hana. Menn segja að þú ætlir að giftast henni”. “Eg er hlutaðeigendum mjög þakklátur. Hverjir eru annars þessir ‘menn’?” ‘ ‘ Félagslífið auðvitað ’ ’, svaraði lafði Grey. “Það fólk, sem dvelur hér í Seaford. Friðrik _____99 “Hr. Grey, dansið þér þenna vals við mig, ef þér eruð ekki ráðinn”. Sú sem greip fram í fyrir þeim, var ungfrú Fanny Darlington. Hún var mjög ung, og áleit sér því heimilt að breyta eins og barn. Hann var ekki ráðinn, sagði hann og hló um leið og hann bauð henni arm sinn. “Nær á brúðkaupið að fara fram?” spurði hún á meðan þau dönsuðu. “Hvaða brúðkaup?” “Eins og þér vitið það ekki! Það getur ekki haft neina aðra þýðingu, þar eð hugulsemi yðar er svo augljós. Frú Delcie segir, að hún viti það með vissu að hershöfðinginn hafi gefið samþykki sitt”. “Nær sagði hún það?” “1 kveld. Hún sagði mér og lafði Lucy Cljesney frá því”. Nú breyttust andlitsdrættir hans all-miki& Var þetta lykillinn að leynarmálinu um fram- komu Lucy gegn honum — léleg lygasaga, sem setti nafn hans í samband við dóttur yfirhers- höfðingja Vaughans? öll kátína hans var horf- in, og þegar hann ávarpaði ungfrú Darlington, var rödd hans mjög alvarleg. “Ungfrú Darlington, viljið þér leyfa mér að minna yður á, eins og eg líka áreiðanlega skal minna frú Delcie á — að það er ranglátt að tala um ungfrú Vaughan á þenna hátt, eða um nokk- ura aðra unga stúlku. Eg er viss um að henni líkar það illa, og mér líkar það líka illa”. Hann þagði það sem eftir var af valsinum. Ungfrú Darlington varð leið í skapi og spurði hvað að honum gengi. Þegar dansinn var búinn leit hann í kringum sig eftir Lucy, en sá hana hvergi. Lucy Chesney var farin út úr þessum geislaríka sal, sem átti svo illa við hennar sorg- bitna huga. Hún stóð í afviknu horni úti á hjall- anum, þar sem þéttur trjárunnur fól hana sjón- um annara. Hún hallaði sér yfir brjóstriðið og horfði niður á garðinn í brekkunni fyrir neðan sig, sem nú var svo kaldur og kyr þessa björtu sumarnótt. Kalt og rólegt var hennar eigið andlit, kalt og rólegt hennar sorgþrungna hjarta; blóðið í æðum hennar var orðið að ís. Valsinn var á enda, það gat hún heyrt, og hún hugsaði sér hann við hlið sinnar gæfuríku keppi- systur, hvíslandi vingjarnlegum loforðum í eyru hennar. Hún stóð þarna með sína beisku ógæfu og hélt að hann, sem hún hafði elskað svo inni- lega, hefði yfirgefið hana og snúið sér að ann- ari! Ómurinn af hlátri og kátínu barst til eyrna hennar út úr salnum; tónar hljóðfærasöngsins svifu í gegnum loftið. Hin ilmríku blóm hreyktu sér við fætur hennar; alt var í rauninni svo þægilegt og viðfeldið, en það eins og særði til- finingar Lucy. Hvað var orðið af hinni gömlu sælu, sem gerði daga hennar að himneskum draumum? Hún var horfin. Alt hafði breyzt, síðan þau settust að í Seaford; gleðin hafði yfirgefið hana hin blíða vonarmeðvitund um að hún væri elsk- uð var horfin, í hennar stað var komin hin bitr- asta afbrýði. Hversvegna sótti Helen Vaughan svo mjög eftir honum ? Hvers vegna reyndu ungar stúlk- ur að ná ástum yndislegra manna? — já, og manna, sem ekki eru yndislegir? Hún vonaði máske að hún gæti náð honum handa sér. Ef til vill gerði hún þetta sér til skemtunar. Hvern- ig sem því var nú varið, þá jók það Lucy Ches- ney mikillar sorgar og beiskra hugsana. En hún varð að reyna að sigra þær, hrinda þeim frá sér, en þó höfðu þær aldrei verið jafn beiskar og á þessari stundu, þar sem hún hallaði sér yfir brjóstriðið í tunglskininu. Hún liafði krosslangt hendur sínar, sorg- þrungin eins og hún var, þrýst enninu að hinni köldu járngirðingu, eins og ískuldi hennar ætti að geta temprað hinn ákafa eld, sem brann inn- vortis. Mesti fjöldi mynda kom nú í ljós fyrir hugskotssjónum hennar, sem allar sýndu fallega andlitið hennar Helen Vaughan-------einhver snerti nú við öxl hennar, hryllingur fór um Lucy og hún leit upp. Það var Friðrik Grey. Hversvegna var hann kominn þangað út? Hann, til að sjá hana í hennar sorgbitna og yfirgefna ásigkomulagi. “Lucy! ” hvíslaði hann með þeirri rödd sem bar vott um innilega ást, hafi annars nokkur rödd nokkumtíma borið vott um slíkt. “Lucy er yður ilt?” Hún hefði helzt viljað fleygja hendi hans frá sér, flýja frá honum, sýna orðum hans fyr- irlitningu, en liún gat það ekki; ástin deyr ekki svo skyndilega, og geðshræringin og hneðslan svifti hana öllu afli til að geta veitt mót.stöðu. hún skalf sem strá í vindi. Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo kúnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRASTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR L.OÐSK.INN Bændur, Veiðimennn og Verslunarmenn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestu skinnakaupmenn í Canada) 21» PACIFIC AVENCE..............VVINNIPEG, MAN. Hæsta Terð borsað fyrir Gærnr HAðir, Seneca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU ÍBAR. og LODSKINN • • • • Ef þú óskar eftir fljótrí afgreiðelu og ftaesta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. Make tl Mower doMore / i 'Skrambi er eg þyrstur ‘ Eg fé'kk mig fullreyndan á að slá grasið á blettinum fyrir framan húsið. Nú fer eg niður í kjallara, til þess að slökkvra þorsta minn með 99 Pantið kassa í dag frá kaup- manni yðar, lyfsala eða aldin- sala; fæst í potts, merkur og pela flöskum. Og svo þótti manninum MALTUM gott, að hann gat ekki beðið með að fá sér drykk þar til hann hafði lokið við að slá blettinn. E.L.D1 23 Opinber Aðvönm. Alt bendir á alvarlegan kolaskort í Vesturlandinu næsta votur. í>að getur vel fari'5 svo, að þú getir engin kol fengið næsta vetur, hvað sem I bo5i ver'Sur. ESa, ef bezt lætur, getur máske með herkju- brögðum, fengiS aðeins dálltið I eiuu. Eins og stendur er litið unni'ð í námunum; og vinnukrafturinn takmarkáður; þegar byrjað verður að flytja hveitið verður hver fá- anlegur vagn notaður til þeirra flutninga á undan öllu öðru. Verndið sjálfa yður, kaupið kol yðar strax pað bjargar ástandinu, ef fólk vill panta kol sin undir eins. þá verður tekið til að vinna i námunum af fullu fjöri. Járnbrautirnar munu flytja kolin I sumar, og á þann hátt verður greitt fram úr vandræðunum. Engrinn dráttur fá eiga sðr stað. Astandið þoltr það ekki. FáiS yður til vara dáiítið af við, það er betra en ekkert eldsneyti. THOS. M. MOLLOY, Fuel Administrator for tbe Province of Saskatchewan. Tilkynning til eldiviðarkaupmanna. — Lögin kfrefjast þess að þér fái'ð yður leyfi tii þess að selja kol, frá the Fuel Administrator. I Hvers kyns er ‘Sterling’? Menn eru oft I vandræðum með það, hvort þeir eigi að segja “hann”, “hún", eða "það” um skipið “Steriing". Enskir málfræðingar segja að “ster- ling” sé stytt úr esterling (easterling), sem mundi vera á isienzku sama sem austurlingur eða austanveri. Voru svo kallaðir á Englandi pjóðverjar þeir, sem þar komu áður og verzluðu og einnig peningagildi þeirra. þar af 1 £ sterling. — Eftlr þessu getur Það ekki verið rétt sem sumir hyggja, að Sterling beygist eins og orðið "kerl- ing” og sé kvenkyns. Samkvæmt fyrgreindum uppruna orðsins, þá mundi nafnið með Is- lenzkri endingu vera Sterlingur og auðvitað vera karlkyns. X-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.