Lögberg


Lögberg - 20.06.1918, Qupperneq 4

Lögberg - 20.06.1918, Qupperneq 4
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1918 Gefið út hvern Fimtudag af The Cel- g umbia Press, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAX.SIMI: GARKY 416 og 417 ^ 1 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager L)taná*kríft til blaðsins: TlfE SOLUKIBIA PRES8, Ltd., Box 3172, Winnipsg, M»n. Utanáslcrift ritstjórans: ( EDITOR L0CBER6, Box 3172 Winnipag, M»n. I VERÐ BLAÐSINS: S2.00 ura árið. •^»>27 Pólland. Fáar munu þær þjóðir vera í Norðúrálf- unni, sem eiga merkilegri sögu, en Pólverjar. Fyrir tæpum tvö hundruð árum, var Pól- land eitt hinna voldugustu ríkja í norðaustur hluta álfunnar. Eins og kunnugt er, þá var landinu skift, síðari hluta átjándu aldarinnar í þrent, á milli Rússlands, Austurríkis og Prússlands. Orsak- irnar, er til þess lágu, geta hafa verið margar, en tvær munu þó hafa ráðið mestu um niður- stöðuna; sú fyrri, árekstur hinna mismunandi stétta og stefna innbyrðis hjá þjóðinni sjálfri, líkt og átti sér stað á Rússlandi, og komið hefir þar öllu á íángulreið í seinni tíð, en hin síðari, þær stórkostlegu byltingar og myndbreytingar, §em voru að gerast á sviði hermálanna í Evrópu, rétt á undan Napoleons tímabilinu. Ávalt síðan á miðöldum, hefir lýðfrelsis andinn, verið eitt af höfuðeinkennum pólsku þjóðarinnar. Til dæmis að taka, voxu konung-( ar ríkisins valdir af fólkinu sjálfu, við almenna atkvæðagreiðslu. Og svo var frjálslyndislegt fyrirkomulag á stjórnarráði því eða þingi, sem með völdin fór, að þangað gat hver einstakling- ur komið og látið opinberlega í ljósi skoðanir sínar, og hafði jafnvel allvíðtækt neitunarvald. Eftir hina fyr&tu skiftingu, var samt sem áður nokkur hluti ríkisins eftir skilinn óháður, með fullveldi vfir öllum sínum málum, en svo voru frjálslyndis merkin augljós og lýðþroska einkennin glögg hjá þessu litla ríki, eða ríkis- hluta, að einveldishöfðingjum Norðurálfunnar leizt ekki meira en svo á blikuna, og þóttust þess fullvísir, að stjórnskipulagskerfi þeirra, gæti stafað hætta, af áhrifunum, frá þessu frjálshugsandi þjóðarbroti. En til þess að koma í veg fyrir slíkar afleiðingar, var frelsi þjóðar- innar fótum troðið og rílrið gert ómyndugt! Síðan er liðin löng—heil öld; óttalegur tími fyrir þjóð, sem skapað hafði sér dýrðlega gullaldarsögu og fóstrað vonir sínar við hinn heilaga; eld réttlætis og frelsis, en sem refsað hefir verið með aldar þrældómi og kúgun, fyrír óeigingjarna menningarviðleitni. Frá þeim tíma hefir Pólland í raun og veru hvorki verið til, frá landfræði- né stjórnskipulegu sjónarmiðij En pólsku þjóðina hefir ekkert afl getað eyði- lagt; þjóðernis einkenni hennar eru sterk, jafn- vel sterkari í dag, en nokkru sinni áður; slík einkenni eru ódauðleg vegna þess, að þau mót- uðust í fyrstu og náðu þroska sínum við morg- undögg jafnréttis-hugsjónanna. Rússar og Prússar ætluðu sér sýnilega að ganga á milli bols og höfuðs á pólskum þjóðerniseinkennum; bannað var að viðhafa pólska tungu í skólum og á mannamótum. Jafnvel svo langt var geng- ið, að fólkinu var stranglega bannað að biðjast fyrír á sínu eigin tungumáli, og viðlögð þung refsing. Ekki náðu þó harðstjórarnir tilgangi sínum með aðferð þessari, það var svo langt í frá því í stað þess að uppræta þjóðemiseinkennin, eins og til var stofnað, styrktust þau og skýrð- ust við hverja raun. Hvað verður um Pólland í framtíðinni? Hver verða örlög þess að loknum þessum skelfilega ófriði? Verður það frjálst og full- valda ríki? — Eða verður það þýzkum hervörg- um að bráð? Svarið getur ekki orðið nema eitt. Má ekki verða nema eitt. Skal ekki verða nema eitt! Upp úr þrældóms og kúgunar myrkrinu, hlýtur Pólland að rísa voldugt, framgjarnt og sterkt, með alþjóða viðurkenningu fyrir full- veldi sínu, með tengd saman að nýju þjóðar- brotin þrjú, undir réttlátri, pólskri fólkstjórn! Ekkert minna, getur siðmenning heimsias sætt sig við, Póllandi til handa. Frelsismál Pólverja., er einn liðurinn dagskrár þeirrar hinnar miklu og voldugu, sem bandaþjóðir vor- ar í stríðinu fórna öllu fyrir. Því hefir stundum verið haldið fram, að Pólverjar væru svo óstöðugir og sjálfum sér sundurþykkir, að lítil líkindi væru til þess, að þeir mundu geta ráðið sjálfir málum sínum svo í lagi færi. En hvar eru rökin fyrir slíkum staðhæfing- um? Sannar ekki einmitt hin forna frægðar- saga Pólverja alveg það gagnstæða? Finst mönnum líklegt að þjóð, sem lagt hef- ir annan eins skerf til heimsmenningarinnar eins og Pólland, muni eigi fær um að stjórna sér sjálf? Nei! Þjóð, eins og Pólland, er alið hefir slíka afburðamenn og Coperniens, tón- snillingana Chopin og Paderewski, stórskáldið Sienkiewiez, og frelsishetjurnar Kosciuszko og Pulaski, á, réttláta heimtingu á sjálfstjórn og fullveldi. Um það verður ekki deilt. Þjóðverjar hétu Pólverjum fullu frelsi, og sendu boðskap þann út um allan heim. En hverjar hafa efndirnar orðið? Ekkert annað en blekking og tál. Pólland er í dag bjargar- laust, brjóstumkennanlegt pappírsríki. En þrátt fyrir alt, hafa vitar hinna pólsku þjóð- erniseinkenna, ef til vill aldrei leiftrað skærar, en nú gera þeir. Þjóðverjar ákváðu að fá fimm hundruð þúsundir hemianna á Póllandi, til þess að berj- ast með sér á vesturvígstöðvunum, en þeir fengu tæp fimm hundruð, eftir margra vikna dyggilega smölun! Dæmi þetta ber glögt vitni um hug þann, er Pólverjar bera til Þýzkalands. Pólland alt, er að ummáli nokkru stærra en Frakkland, með fullar þrjátíu miljónir íbúa, er mæla hreina, pólska tungu, enn þann dag í dag. Það er því auðsætt, að þegar hinir þrír ríkis- hlutar verða aftur sameinaðir, þá verður Pól- land stórveldi á ný! Hugsjónir. Ef til vill kunna þeir menn að vera margir, sem eigi telja viðeigandi, að ræða eða rita mik- ið um hugsjónir á yfirstandandi tíma. En við nánari athugun hljóta menn þó að komast að gagnstæðri niðurstöðu. Hugsjónirnar eiga sterkari þátt í því, að mvnda, móta og styrkja persónuþrek og lyndi^- einkunnir einstaklinga og þjóða, heldur en nokkuð annað. Þær eru aflgjafi allra, sannra framfara. Hugsjónirnar skax>a fyrirmyndir hinnar sönnu fullkomnunar. Þær eru frum- gróður mannssálarinnar — andlegur máttur! Sá maður er auðugur, sem fóstrar fagrar hugsjónir, og leggur alt í sölurnar fyrir þær, og nákvæmlega hið sama gildir um þjóðir. Þær þjóðirnar, sem fegurstar áttu hugsjón- imar, hafa unnið stærsta sigurinn á menningar- brautinni. Hugsjónimar eiga að vera svo háar og göfugar, að hver einasti sonur og hver einasta dóttir þjóðarinnar, finni í því hina æðstu sælu, að fórna fyrir þær óskiftu lífsstarfi. Hugsjónirnar eiga að vera svo háleitar, að þær knýji oss til framsóknar á öllum tímum — knýji fram í þjónustu réttlætisins, alt það bezta, sem maður og þjóð á í fari sínu. Fegurstu hugsjónir mannsandans, eiga rót sína að rekja til trúarbragðanna, enda eru trú- arbrögðin sjálf, æðst allra hugsjóna. Mæla má menn og þjóðir eftir hugsjónum þeirra. Ef hugsjónir mannsins era göfugar, verð- ur líf hané alt það líka. Séu hugsjónir þjóðar- innar háar og þróttmiklar, verður þjóðin sjálf voldug og sterk. Sökum sinna fögru þjóð-hugsjóna, varð Grikkland hið forna, fyrirmynd í heimi list- anna. Remaveldi var um eitt skeið tákn mátt- arins. En breska þjóðin, hefir verið alþjóð manna til fyrirmyndar í réttvísi, sökum mann- úðarhugsjóna sinna! Þau eru mörg alvörumálin, sem kalla að um þessar mundir; mörg sem enga bið þola; mörg sem heimta allan þann kjark, alla þá stað- festu, sem einstaklingurinn og þjóðin hefir yfir að ráða. Og þess vegna hefir þörf fagurra hug- sjóna, aldrei verið brýnni en nú. Skólauppsögn. Morgun-guðsþjónustan í Fyrstu lútersku kirkjunni á sunnudaginn, hinn 16. þessa mán., var helguð nemendum Jóns Bjarnasonar skóla. Séra Björn B. Jónsson kirkjufélagsforseti prédikaði, og lagði út af Opinb. 20 :11-14. Var innihald ræðu hans um skólapróf og lífs-próf, þegar menn gengju inn í háskóla eilífðarinnar, og um lífsbók sérhvers manns, þar sem skráðar eru gjörðir hans með því réttlæti, sem aldrei fer vilt. Hann hvatti nemendur til þess að verða skólanum til sóma, þegar út í lífsbaráttuna væri komið, og óskaði þeim allrar blessunar. Um kveldið kl. 8.30, fór svo hin venjulega skóiaslitahátíð fram í kirkju Skjaldborgar safn- aðar, að viðstöddu miklp fjölmenni. Fyrst var sunginn þjóðsöngurinn brezki, God Save the King, og þar næst fór fram eftir- fylgjandi skemtiskrá. Hljóðfæra samspil (fiðla, slagharpa og cello): Miss Blöndal, Miss Freeman og Miss Paulson. Píanospil: Miss Jakobína Klouck, frá Omaha, Neb. Þá var sungið lagið: “Ó, Guð vors lands ’ ’, af söngfl. Fyrsta lút. safn. og Skjaldborgar, og þar á eftir fjórsöngur, lagið, “Sjái eg stjarn- anna sæg”, sungið af Miss Thorwaldson, Miss Herman, Mr. H. Methúsalemsson og Mr. M. Magnússon. Þá flutti Lieut. Walter Lindal ræðu; hann talaði un^ nauðsyn mentamannsins á íslenzku þekkingu, sérstaklega íslenzkri málfræði. Vildi ræðumaður að allir Islendingar undantekning- arlaust í landi þessu, legðu rækt við hina gull- fögru og málfræðilega fullkomnu tungu, ís- lenzkuna. Miss Lilja Johnson, ein af nemendum þeim, sem eru að útskrifast. flutti Kveðju til skólans — þakklátar endurminningar úr skólalífinu, og er erindi þennar birt á öðrum stað hér í blaðinu. Mr. Gunnl. Jóhannsson skýrði frá fjár- söfnun sinni í þarfir skólans, og vinsældum þeim, sem skólinn ætti alment að fagna á meðal Islendinga, ekki þó hvað sízt á meðal hinna fá- tækari. Skólastjórinn, séra Rúnólfur Marteinsson, benti á það í ræðu sinni, að, þetta skólaár, hefði verið það langstærsta að nemenda fjölda í sögu skólans; alls hefði tala nemenda á árinu orðið 51, og fjársöfnun verið í miklu stærri stýl en að undanförnu, og skólinn væri óðum að feta sig áfram á sjálfstæðan grundvöll. Vegur skólans, er stöðugt að aukast, enda nýtur hann ágætra kenslukrafta, og einlægan hefir hann oddvitann, þar sem séra Rúnólfur Marteinsson er. Hátíðahaldinu sleit með því, að sungin voru erindin: Eldgamla Isafold og God Save Our Splendid Men. Rauði krossinn. Þessa dagana, þangað til 22. þ. m., stendur yfir almenn fjársöfnun í Rauða kross sjóðinn, hér í fylkinu. Vér vonum að allir Islendingar, konur, menn og börn, geri sitt allra bezta til, eftir efn- um og ástæðum. Engin stofnun hefir síðan að sagan hófst, unnið eins dásamlegt verk, til þess að milda og draga úr sársaukanum, sem stríði er samfara, eins og Rauði krossinn. Rauði krossinn, er hin eina líknarstarf- semi, sem nær til allra hermanna vorra, er sær- ast eða sýkjast á orustuvöllum Norður-álfunn- ar. Þess vegna ríður lífið á, að starfsemi sú sé styrkt af öllum mætti. . Hjálpsemin hefir ávalt verið ein af höfuð- dygðum þjóðflokks vors, og vér erum sannfærð- ir um að í þessu stóra mannúðarmáli, láta ís- lendingar ekki sitt eftir liggja. Um að gera að hluttakan verði almenn. Tíu centin frá hinum efnaminni, hafa hlutfallslega sama gildi og þúsundirnar, sem sá auðugi leggur fram. Látið tilgang Rauða krossins verá sívak- andi f hugum yðar og hjörtum! Aðferð Foch yfirhershöfðingja Þegar skráð verður saga þessa mikla heimsófriðar, og skýru Ijósi varpað yfir alla þá margvíslegu örðugleika, sem við var að stríða, er eigi ólíklegt að sá verði dómur sög- unnar, að Frakkland hafi framleitt einn hinn vitrasta og ágætasta herskörung heimsins, þar, sem er yfirhershöfðingi í',och. Ábyrgðin, sem lögð hefir verið á herðar þessa manns, er alveg dæmalaust þung. Miljón- ir af mannslífum og að miklu leyti örlög hins mentaða heims, hvíla á herðum þessa vitra og hreinhjartaða öldungs. Honum var fullkomlega ljóst, að tilgangur Þjóðverja, með hinu stóra áhlaupi, er þeir hófu seinustu dagana í marz, og hafa einungis með litlum hvíldum haldið uppi til þessa dags, var sá, að ná til Parísar og hafnarborganna. Hingað til hefir hann lofað þeim að sækja á, og dregið her sinn lítið eitt undan, með hinni mestu gætni; enda hefir hann mist tiltölulega mjög lítið af liði sínu, en Þjóðverjar aftur á móti tapað stórkostlega. Afleiðingin af þessari aðferð hefir orðið sú, að herafli Þjóðverja hefir altaf verið að veikjast, en aftur á móti er Foch með lið banda- manna, eins sterkt og nokkru sinni áður, og reiðubúinn til sóknar þegar hinn hentugi tími kemur. Ráð hans hafa hvergi mishepnast enn, sem komið er. Þjóðverjar hafa gert hvert ógnar- áhlaupið á fætur öðru, tekið nokkra bæji og þó nokkrar mílur af landi, en hver einasti þuml- ungur lands og hvert einasta þorp hefir kostað þá svo mikið, að þeir bíða þess aldrei bætur. Með annan eins afburðamann og Foch yfir- hershöfðingja í broddi fylkingar á vesturstöðv- unum, er síður en svo ástæða til örvæntingar eða vonleysis á vora hlið. Kolamálið. Svo að segja í hverju einasta blaði, eru kolakaupmenn þessa bæjar, að áminna fólkið um að kaupa kol, byrgja sig upp fyrir veturinn, því að öðrum kosti geti það átt á hættu að lenda í hreinustu vandræðum, þegar Manitoba vetur- inn gengur í garð. Linkol era það, sem þessir herrar bjóða almenningi, sem eru langt um ódrýgri og hitaminni, en þó seld nú á jafnhátt verð, og beztu harðkola tegundir frá Pensyl- vaniu, hafa verið seldar. Það getur nú sjálfsagt, undir vissum kring- umstæðum, verið viðeigandi og rétt að áminna fólkið um hitt og þetta. En allar áminningar, hvers eðlis sem eru, þurfa að vera bygðar á sanngirni og réttlæti. En finst mönnum það sanngjarnt og réttlátt, að heimtað sé af fólki, sem enga peninga á aflögum, að það kaupi inn allan, eða mestallan kolaforða sinn í einu lagi? Svona lagaðar áminningar geta þeir einir gefið, er rakað hafa saman fé, en lítið eða ekkert til- lit tekið til hagsmima almennings. Vér lásum nýlega í “Free Press”, ummæli höfð eftir Mr. Audrews, sambandsstjórnarþing- manni fyrir Mið-Winnipeg, þar sem þingmað- nrinn, er sagður að hafa komist svo að orði, að hann væri hárviss um, að 75 af hundraði, kjós- enda sinna, ættu gersamlega ómögulegt með að kaupa kol sín samkvæmt fyrirskipunum eldi- viðarstjórans og kolakaupmannanna. Enginn vafi er á því að þetta er satt. Það eru ekki allir ríkir í Winnipeg. Og eigi fólk ekki að krókna næsta vetur, þá verður að taka í taumana undir eins og kref jast þess að stjórn- in sjái svo um, að öllum verði gert kleyft að halda heimilum sínum sæmilega hlýjum. Málið þolir enga bið. THE DOMINION BANK 8TOFN SETTUR 1871 Uppborgaður höfuðstóll og varasjóður $13,000,000 s VICTORY BOND INTEREST Safnið prócentunum af Sigurláni (Victory Bond) yðar. Hver dollar sem t?ú sparar er hjálp Sambandsmönnum. Ef þú hefir ekki sparisjóðs reikning, þá byrjaðu hann nú—og fáið prócentur ofan á prócentur. " Notre Dame Branch—W. M. HA3III/TON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK HöfuS.tóll löggiltur $6,000,000 Höfuð.tóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu......$ 920,202 President ...... Capt. WM. ItOBI XSOX Vloe-Presldent - * JOHN STOVEL Sir D. C CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWTjP E. F. HTJTCÍHNGS, A. McTAVISH CAMPBELiE, GEO. FISIIER Allskonar bankastörf afgrreidd. Vér byrjum relkninga viB einstakllnga e8a félög og sanngjarnir skilmíllar veittir. Avlaarílr seldar tll hva©a staBar sem er 6. íslandi. Sérstakur gaumur geflnn sparlrJðBslnnlögum, sem byrja mA me8 1 doll&r. Rentur lag8ar vi8 6. hverjum 6 m&nuBum. T* C. THORSTEINSS&N, Ráðsraaður Co Willias. Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man. v»i-r«v-?.\:y.v.y.''ý.v.Y.S:rr.vý.v.y»\;y»vý»vý.\'ý.''.:r.v.VéÝ.Y4\-r'«v.yéVr«;:.Yé^y«''“r«v;i« Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talcími: Main 4725 Kveðja Erindi flutt á Hayland 24. maí til að kveðja nokkra unga menn, sem voru á föram í herþjón- ustu. pað er tímabil í lífi hvers manns, bæði karls og konu, þá er alvara lífsins birtist honum, þá er maðurinn stendur andspænis ráðgátu lífsins — þar sem lífið birtist honum í nýju ljósi. Hon- um finst þá eins og að hann sé að vakna til meðvitundar um til- veru sína og tilgang lífs síns; hann fer þá fyrst fyrir alvöru að hugsa um afstöðu sína við heim- inn og við skapara sinn. Stund- um kemur þetta tímabil snemma á æfi manns, stundum seint, stundum alt í einu, stundum með löngum aðdraganda. Venjulega kemur það snemma á æfi manns, og jafnan hefst það, þá er eitt- hvað mótdrægt mætir mannin- um. Erfiðleikamir og sorgin vekja bezt hugsun mannsins og skilning á lífinu. “Á sorgarhafs- botni sannleiks perlan skín, þann sjóinn þarftu að kafa ef hún skal verða þín”, segir eitt bezta ís- lenzka skáldið. — pegar hið mðt- dræga mætir manninum, þá reyn- ir fyrst á þolrif hans. J7að er prófið í lífsskólanum, það er bræðsluofninn eða deiglan, þar sem gullið á að skírast. pá sést bezt hvað í manninum býr. úr þeirri deiglu kemur maðurinn hreinn og skírður, eins og gullið, eða þá að sorinn kemur í Ijós; með öðrum orðum: maðurinn mótast þá algerlega, og annað- hvort finnur hann sjálfan sig og verður að nýtum og góðum manni, eða hann glatar gæfu sinni og gengi, alt í einu eða smátt og smátt. — J?á sést bæði hvaða veganesti maðurinn hefir fengið í uppeldi sínu, og eins hvað hann hefir fært sér í nyt af því, sem hann hefir haft tæki- færi til að nema og skilja I upp- vextinum. J7á kemur í ljós manngildi hans. — Oss finst skólinn oft harður, deiglan heit, en í gegnum skólann verðum vér að ganga, ef úr oss eiga að verða menn. í sögu allra mikilmenna eru það erfiðleikamir sem skapa eða þroska mikilmennis-eigin- leika þeirra. Enginn verður mikilmenni með því að ‘sofa á dúnsæng’ eða ‘baða í rósum’ alla æfi. Enginn verður sannur leið- togi, nema hann hafi lært og þroskast af reynslu lífsins; eng- verður góður kennari nema hann hafi barist við erfiðleika lífsins og sigrað og skilið lífið í barátt- unni við þá; enginn verður skáld eða sannur listamaður nema hann hafi reynt lífið og séð það í öllum myndum þess ;enginn verð Ur sjálfum sér til hamingju né öðrum til gagns eða gleði, nema hann þoli erfiðleika lífsins og skilji lífið og sjálfan sig. J7ér ungu menn, sem vér erum nú að kveðja, hafið að vísu náð nokkrum þroska, og sumir vafa- laust séð áður nokkuð af alvöru lífsins, en nú, er þér horfið á her- manns-skylduna framundan yð- ur, þá hefst fyrst fyrir alvöru reynslutínli yðar. J7ér standið agndofa, yður ógnar; þér eruð sem að vakna við vondan draum, þér skiljið ekki hvernig á því stendur, að þér eruð kallaðir að gegna slíkri skyldu. Yðar reynsla er hörð, og þessi reynsla er vakn- ingartími yðar. J7ér eruð komn- ir í deigluna, og úr henni komið ér annaðhvort hreinir, sem skírð ur málmur — sem skírt gull — eða þá að þér þolið ekki deiglu- hitann. pað er undir veganesti yðar komið, sem foreldrar yðar og kennarar hafa gefið yður, og (það er undir sjálfum yður komið hvort þér standist eldrauniiwi — hvort þér komið sem skírt gull ur deiglunni — hvort þér komið sem mikilmenni úr Jæssari reynslu. Eg á ekki við hvort þér komið úr þessari för með gylta borða, krossa eða nafnbætur. Eg á ekki við hvort þér vinnið yður frægð, sem getið verði í blöðun- um — því að margra af hinum sönnu mikilmennum er þar aldrei getið. — Eg á ekki við hvort þér komið særðir eða ósærðir. Eg á ekki við hvort þér fallið eða komið aftur með sigurhrósi. Eg óska og hefi þá sterku von að þér komið allir til vor aftur, hrósandi réttlátum sigri. En mest er um vert að manngildi yðar haldist — að manngildi yðar aukist. — J7að gerir annaðhvort að rýrna eða vaxa, “því að mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið”. — ManngiJdið er ekki bundið við konungsnafn né aðra tifcla, né við mentastig, né við metorð og fé. Manngildið er í sál mannsins, í hugsunarhætti hvers og eins. pótt þér verðið gerðir að liðsforingjum, og þótt þér fáið fjölda heiðurspeninga, þá eykur það ekkert manngildi yðar, og sýnir jafnvel ekki að sjálfsögðu hið sanna manngildi yðar, heldur að eins einhverja einstaka hæfileika, og margir hæfileikamenn hafa lítið mann- gildi. J7ér eruð íslendingar, og íslend- ingur hopar ekki á hæl, íslend- ingur lætur sér ekki bregða við sár né bana. Eg veit að niðia Njáls og frændur Egils og Grett- is brestur ekki kjark né kart- mensku. úr þeirri raun veit eg að íslendingurinn kemur með heiðri. En nú heyrum vér öðr- um og betri sið en forfeður vorir á vígaöldinni fornu. Nú fylgj- um vér annari hugarstefnu. Nú þykir ekki sönnum mönnum heiður né karlmenska að vega víg. Nú er hinu sannkristna, hugdjarfa mannvali voru mest hugraun að bera vopn á bræður sína. Hið kristna hjarta ægir við verkum haturs og ódáða. sem vér erum neyddir til að vinna í sjálfsvörn. — J?essi ofur- raun hefir gagntæk áhrif á lífs- skoðun yðar, á allan andlegan þroska yðar, á trú yðar og sið- ferði. J?að er þessi eldraun, sem eg vil óska og biðja að þér komið úr óskemdir, skírðir, eins og gull- ið úr deiglunni: þroskaðri en áð- ur, vitrari en áður, göfugri en áður, kristnari en áður. Eg óska og vona að þér komið úr eldraun- inni andleg mikilmenni, sem haf- ið staðist próf — eitt hið þjmgsta próf — í skóla lífsins. J7etta er það sem alt veltur á, að þér standist prófið. Og það er mest undir sjálfum yður kom- ið. J7að er undir því komið smeð hvaða hug þér leggið af stað; það er undir því komið, hvort þér leggið af stað í drottins nafni. J?ér spyrjið ef til vill: Getum vér lagt af stað í drottins nafni í slíkaför? Eg svara því hiklaust i

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.