Lögberg - 20.06.1918, Síða 5

Lögberg - 20.06.1918, Síða 5
LöGBERG, fimtudaginn 20. JÚNÍ 1918 5 HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum játandi. Ef >ér treystið algóð- um guði og leggið af stað með ó- bifanlega trú á sigur hins góða. Ef J?ér leggið á stað með guð í hjartanu og trú á frelsarann, sem lét líf sitt fyrir oss alla. Verið þess vissir, að þótt menn- imir séu ranglátir, þá er guð rétt látur. Verið öruggir og ókvíðnir. Verið vissir um það, að guð er með þeim sem treysta algæzku hans. Guð kærleikans og rétt- lætisins er með yður, jafnvel í hemaðinum. Mennimir vaða í villu og synd og gleyma guði og boðum hans, en guð gleymir ekki mönnunum._— Hann tekur ekki ráðin af mörihunum, því að menn- imir hafa frjálsræði til að velja veginn, sem þeir vilja ganga; en guð er reiðubúinn að hjálpa hverjum þeim, vemda hvem þann, sem elskar réttlætið. Hann mun snúa öllu til blessunar fyrir þá, sem vilja ganga á hans veg- um. Meðan þér hafið góða sam- vizku og gerið eins rétt og þér hafið vit og tækifæri til, þá þurf- ið þér ekkert að óttast. Meðan þér'trúið á algóðan guð og treyst- ið frelsaranum, getur ekkert grandað manngildi yðar. Mann- gildi yðar er bundið við samband yðar við guð réttlætisins og kær- leikans. þeir sem ekki hafa náið samband við guð og við frelsar- ann, geta ekki haldið manngildi sínu. Sá, sem ekki treystir guði, er ekki sannur kjarkmaður. Sönn karlmenska, eða kjarkur kemur ekki fram í fífldirfsku, ekki í kæmleysi eða tilfinningarleysi, ekki digurmælum né blótsyrð- um. Hinn sanni kjarkmaður er stiltur og gætinn og lætur lítið yfir sér. Hann tekur með festu og hugprýði hverju sem að hönd- um ber. Hann biður guð og 1 treystir guði, og þannig fær hann hinn sanna kjark. .Og sá maður verður aldrei sigraður. Hann gerir skyldu sína, en held- ur hjarta sínu hreinu. Vér, vinir yðar og ættingjar yðar, biðjum ýður blessunar guðs Vér biðjum Guð að vemada yður. Bænir vorar fylgja yður, hvar sem þér farið. — Minnist þess jafnan, að mæður yðar, feður yðar, systkini yðar, frændur yð- ar og vinir biðja fyrir yður, hugsa sífelt um yður, hvern og einn, og bíða þess með eftirværit- ingu að þér komið aftur — and- leg mikilmenni: þroskaðir í skoð- unum, hreinir í hjarta með trausti á hinum réttláta og al- góða guði og frelsara, sem hefir gefið oss fyrirheit um sigur fyr- ir mátt kærleikans.— sigur að lokum í baráttunni við erfiðleik- ana, ef vér erum trúir. Guð fylgi yður. Látið jafnan hug yðar dvelja hjá guði; varð- veitið þannig manngildi yðar. — Sá, sem gleymir guði, glatar manngildi sínu. — Segið af hjarta í hverri þraut: “Hærra minn guð til þín .... ” Hjá guði er líf yðar. Guð fylgi yður! , Guð varðveiti yður! Adam J>orgrímsson. Endtirminningar frá Miklagarði. Eftir Henry Morgenthau fyrv. sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. (Framhald). Talaat var ekki neitt nálægt því annar eins þjóðverjavinur og Enver. Hann fann enga hvöt hjá sér til þess að leggja sig í líma fyrir þýzkarann; alt sem hann í raun og veru var að berj- ast fyrir snerist um hann sjálf an og samvinnu og framfara- nefndina. En hann gat ekki með nokkuru móti komið áformum sínum fram, nema því að eins, að hann gæti fengið full umráð yfir hemum, og þess vegna hafði hann einmitt valið Enver sér til stuðnings í pólitíkinni, og fengið honum í hendur fjármálaráð- gjafaembættið. Og hann þurfti að fá sterkan her, ef hann á ann- að borg átti að hafa nokkurn, og með það fyrir augum leitaði hann til þýzkalands. Wangen- heim og TaJaat, höfðu komið svo ár sinni fyrir borð í árslokin 1913, að keisarinn sendi her- fræðinga nefnd til þess að æfa og koma skiulagi á hinn tyrk- neska her. Talaat sagði mér að hann væri beinlínis að hafa gott af pjóðerjum í þessu efni, þótt þeir sjálfir litu sennilega nokkr- um öðrum augum á málið. Og þar í lá mesta hættan. Fulltrúi einn, sem um atburði þessa átti tal við Talaat 1914, hefir síðar birt eftirfarandi sam- tal sitt við hann: Hvemið stendur á því að þér seljið pjóðverjum eiginlega í hendur öll umráð yfir landinu? Getur yður ekki skilist ’það, að með þessu eru pj óðverj ar að reyna að gera Tyrkland að þýzkri nýlendu, með öðrum orðum, að eins fari" fyrir oss og átti sér stað um Egyftaland.” “Vér vitum að sá er tilgangur pjóðverja”, svaraði Talaat. “Vér vitum það einnig fullvel að af eigin ramleik, getum vér eigi komið fótunum undir efnalegt og pólitískt sjálfstæði þjóðar- innar, og þess vegna er það skylda vor að hagnýta oss þau tækifæri, sem pýzkaland leggur upp í hendurnar á okkur. Vér skulum nota pjóðverja til þess að koma skipulagi á innanlands- málefni vor, og verja fyrir oss landið þangað til vér erum færir um að stjóma okkur sjálfir, og höfum fengið til allan styrk. pegar málum vorum er þannig komið, þá getum vér beðið pýzk- arann vel að lifa, innan tuttugu og fjögra klukkutíma”. Enginn minsti vafi er á því, að svo aumt var ástandið orðið í tyrkneska hernum, að hjálp mátti til með að koma einhvers staðar frá. Og eg hygg að áður en pjóðverjar komu til sögunnar hafi ásigkomulag fólksins víðs- vegar um hið tyrkneska veldi, verið mjög svipað því sem við- gekst í hemum. pegar eg sendi út boð í fyrstu opinberu veizluna í Miklagarði, þá fékk eg samstundis fyrir- spum um það f rá allmörgum her- foringjum, hvort þeir mættu ekki koma í almennum borgara- klæðnaði, því þeir sögðust hvorki eiga nokkra einkennisbúnifiga, né heldur hef ðu þeir peninga til þess að kaupa þá fyrir, ellegar taka þá á leigu. Höfðu menn þessir um þessar mundir eigi fengið greidd launin sín fyrir hálfan fjórða mánuð. En með því að stórvezírinn krafðist þess, að við slík tækifæri, yrðu foringjar all- ir að vera í eirikennisbúningum, þá urðu allir þeir, sem enga áttu að sitja heima. Hér um bil á sama tíma lagði þýzka sendi- nefndin það fyrir, að önnur her- sveitin væri tafarlaust látin taka til æfinga; en hersveitarforing- innn gaf það svar að því miður væri ekki hægt að koma slíku undir eins við, með því að her- mennirnir væru svo að segja all- ir berfættir. Hvað sem um Talaat má segja hversu brögðóttur og undirförull sem hann kann að hafa verið, þá er það eindregin skoðun mín, að fyrst framan af, hafi það engan veginn verið ásetningur hans að gerast verkfæri í höndum pjóð- verja, heldur hafi hann beinlínis trúað því, eins og áður hefir ver- ið bent á, að hann gæti haft svo og svo mikið gott af pýzkurum, En að því loknu gæti hann látið þá eiga sig, og sagt þeim í fullri alvöru að nú væri hann eKki Jengur upp á þá komimu Atriði, sem komu fram við sjálfan mig, benda beinlínis til, að svona hafi áliti Talaat’s í raun og veru verið farið í þessu efni. í þeim stuttu lýsingum, sem eg hefi gefið á samböndum stór- þjóðanna við Tyrkland,hefi eg eiginlega ekkert sagt enn þá um Bandaríkin. Enda hafði þjóð mín engin veruleg viðskifti við Tyrkland um þessar mundir. Tyrkir skoðuðu oss sem óvið- jafnanlega hugsjónamenn, og sá sannleikur, að vér höfðum reisa látið í landi þeirra veglegar og kostnaðarsamar byggingar, sem notaðar voru til uppfræðslu og nannfræðilegra rannsókna, hafði vakið hjá þeim undrun og jafn- vel fullkomna aðdáun. peim féll vel við Ameríkumenn í heild sinni, og töldu oss vera þá einu þjóð, er ekki liti til þeirra af hagsmunahvötum. Viðskifti vor við Tyrkland voru eins og áður hefir sagt verið næsta lítil; The Standard Oil félagið gerði þar að vísu all-mikla verzlun, og Singer saumavélafélagið, seldi all-mikið af vöru sinni hér og þar um land- ið, en þó einkum á meðal Armen- íumanna; vér keyptum aftur á móti þaðan mikinn part af því tóbaki, er þeir framleiddu, all- mikið af fíkjum og gólfteppum. Auk þess sendum vér þangað ár- lega trúboða og mentamálafræð- inga. Og þetta máttu svo heita öll mökin, sem vér höfðum við hina tyrknesku þjóð. Tyrkir vissu það vel, að vér höfðum hvorki minstu tilhneigingu til þess að ágirnast nokkuð af landi þeirra, né heldur blanda oss inn í stjórnmáladeilurnar á Balkan- skaganum. Og það út af fyrir sig, að Bandaríkin hlutuðust svo lítið til um mál Tyrkja yfirleitt, hefir ef til vill verið meira en nokkuð annað ástæðan fyrir því, hve opinskátt Talaat ræddi við mig fram og aftur um stjórnar- fars og fjárhags ástand þjóðar sinnar. í samræðum lét eg oft og iðu- lega þá skoðun mína í ljósi að mig langaði innilega til þess að geta orðið þjóð þeirra að liði á einhvern hátt, enda var það orðið algengt að Talaat og ýmsir aðrir ráðgjafanna, kæmu til mín til þess að ráðgast um viðskifta- samninga og fjármál. Skömmu eftir að eg kom til Miklagarðs, flutti eg ræðu í The American Chambers of Com- merce, þar í borginni, og voru þar viðstaddir Talaat, Djemal og Enver ásamt fléiri leiðandi stjórnmálamönnum. Eg talaði um ástandið í Tyrklandi eins og það í raun og veru var, og sýndi fram á hlífðarlaust, hve dæma- laust illa þjóðin væri komin í fjárhagslegu tilliti, en eg hvatti þá alt sem mér var unt til þess að láta ekki hugfallast, heldur byrja tafarlaust á umbótastarf- semi í öllum greinum og á öllum sviðum. Eg lýsti fyrir þeim á- standinu í Bandaríkjunum, eftir borgara stríðið, og sýndi þeim fram á að ásigkomulagið í Suður ríkjunum þá hefði eigi verið ó- svipað því, sem nú gjörðist í Tyrklandi. Eg skýrði fyrir þeim með eins ljósum rökum og mér framast var unt, hve rösklega vér hefðum gengið til verks og bygt upp með elju, áhuga og viljafestu, volduga sjálfstæða þjóð. Eg fann að ummæli mín, að minsta kosti í svipinn, höfðu eigi svo lítil áhrif á hugi þessara manna, og eigi hvað sízt það at- riðið, að Bandaríkjunum hefði aukist stórkostlega lánstraust eftir styrjöldina, og að fólk hefði þá farið að streyma inn í landið, svo að segja frá hverri einustu menningarþjóð veraldarinnar. (Framhald). Silfurbrúðkaup við Mouse River pað ber ekki svo ósjaldan við að rætt sé og ritað um hnignun eða afturför með ýmsa þjóðhætti eða siði meðal íslenzku þjóðar- innar, sem beri vott um það að íslenzkt þjóðerni sé að deyja út. Margir líta aftur í tímann máli sínu til sönnunar, til hinnar glæsilegu fomaldar í sögu for- feðra vorra, sem sumir kalla Gullöld íslendingá og sjá þá ekki annað en frægð og ljóma af mannúð þeirra þeirra og dreng- lyndi. En við þá athugun breður oft skugga á líf og hugsunarhátt hinna fomu fslendinga. Eitt af sérkennum þjóðarinn- ar, frá fyrstu tímum, eru heim- sóknir, meðal hinna gömlu for- feðra vorra, voru heimsóknirnar óftast á eina leið, og það stund- um af beztu mönnum þjóðarinn- ar, sem kallaðir voru, þær voru gjörðar í þeim óeðlilega tilgangi að ræna menn fé sínu og stund- um lífi. pessar heimsóknir þóttu ekki og þykja ekki enn samboðnar göfugum hugsunarhætti, að fara oft að nýtustu mönnum þjóðar- innar í þessum óvingjamlega til- gangi. Margir kannast við heimsókn Flosa að Bergþórshvoli, Gissurar hins hvíta að Hlíðarenda, por- valdar í Vatnsfirði að Rafnseyri og ótal fleiri, sem ekki er tími né rúm upp að telja. En nú er öldin önnur, með hinni vaxandi mentun og sið- menningu hefir þessi hugsunar- háttnr breyzt og það í gagnstæða átt, nú sér maður oft af blöðun- um að heimsóknir em meðal vor Vestur-íslendinga, og ávalt gjörð ar í þeim góða og göf uga tilgangi að gleðja þann sem heimsóttur er, sýna honum eða þeim vlrðing- armerki og sæma þá með gjöfum og velvöldum orðum. pessar heimsóknir eru oftast gjörðar til þeirra manna, seih eru að slíta samvistir við sveitafélag sitt, sem þeir hafa lengi lifað með. Stundum til hjóna, sem lifað hafa saman um ákveðinn ára fjölda í ástríku hjónabandi. Eru þeir dagar óefað miklir gleði dagar þeirra hjóna, sem finna til þess að hjónabandið hefir verið eins og til er ætlast að það sé, að sjá stóran hóp af sveitungum sínum koma heim á heimili sitt að samgleðjast, er hverjum hjón um fagnaðarefni mikið. Sá sem þessar linur ritar, finn- ur til þess að sveitungar hans, Mouse Riverbúar eru ekki eftir- bátar að mannúð og félagslyndi við svona löguð tækifæri. Hinn 23. maí síðastliðinn kom flokkur manna eftir hádegisbilið þjótandi í bifreið heim á heimili mitt. Heimsókn þessi var gjörð af vinum okkar hjónanna, en ekki venslamönnum, sem ekki eru til, í tilefni af því, að við hjónin erum búin að vera í hjóna bandi í 25 ár, kom þetta fólk, sem var nálægt 100 að tölu af ein- huga vinarþeli í okkar garð, að taka þátt í þessum óvenjulega minningardegi og samgleðjast okkur. pessir vinir okkar höfðu með sér hinar fínustu vistir, sem konur og yngismeyjar tilreiddu og báru fram að sameiginlegu borðhaldi. Skemtisamkomunni stýrði, að vanda, hinn sköruglegi og atkvæðamesti bóndi þessarar sveitar, Stefán S. Einarsson. mætti hið sama segja um hann agsagt var um Mörg gígju á Rangárvöllum, það voru kölluð lokleysu þing sem hann kom ekki til. Að samsætinu loknu tók allur flokkurinn sig upp og óku á hin- um nýtízku fararskjótum sínum í skógarrjóður eitt, þaðan skamt á burt, var þar inni logn og lá- deyða, þótt stormur og sandur gnauðaði úti fyrir. par, í lund- inum hinum fríða, hófst sam- kundan aftur á ný. Á skemti- skránni voru ýmislegir leikir, sungin hin alkunnu íslezku kvæði af list, allir tóku þátt í söng kvæðanna, sem snertu alla hina viðkvæmu íslenzku strengi eldra fólksins, ekki þó sízt silfurbrúð- hjónanna. Ræður fluttu að vanda, Stefán S. Einarsson, skörulega og vel valda til brúðhjónanna af ein- lægu vinarþeli í þeirra garð, tal- aði hann af skarpleik miklum og einurð, sem hann hefir hvort- tveggja fram yfir flesta aðra alþýðumenn. par næst af- hendi Árni Goodman silfur- brúðhjónunum all-álitlegá pen- inga upphæð í silfri að gjöf, frá þessum vinum þeirra sem þarna voru mættir, ^kildi því varið fyr- ir eigulega gripi, til minningar um þennan fagnaðar og gleðidag Gjöfina þakkaði silfurbrúðgum- inn með stuttri tölu. Að síðustu var sungið hið alkunna og hug- ljúfa kvæði Jónasar Hallgrimfe- sonar: “Hvað er svo glatt”. Að því búnu fór meiri hluti af hinu eldra fólki heim til sín, en hið yngra varð eftir og skemti sér við dans fram til miðrar nætur. Dagur þessi verður þessum silfT urbrúðhjónum annar hinn minn- isstæðasti fagnaðar- og gleðidag- ur, og með línum þessum þakka þau af alúð öllum þeim sem sýndu þeim þá virðingu og vel- vild að taka þátt 1 gleði þeirra á þessum ánægjulega minningar- degi. Sigurður Jónsson. Kveðjosamsæti í Árborg var þeim haldið Jóhanni Pálssyni lækni og'frú hans, þ. 31. maí s.l., í tilefni af því að Dr. Pálsson flytur alfarinn frá Árborg til Elfros, Sask. Samsætið fór fram í sal Templ- ara í Árborg og setið af um eða yfir hálft annað hundrað manns. Hellirigning var seinnipart dags, en samsætið að kveldi, vegir afar-blautir og vondir yfirferðar Var hreint furða hve margir komu í því veðri, og það æði langt að, ekki svo fáir. Fyrir samsætinu stóðu nokkr- ir vinir þeirra lækishjónanna í Árborg, Riverton og víðar. Buðu þeir svo þeim sem þeim sýndist, en stóðust sjálfir allan kostnað er af samsætinu leiddi. Samsætinu stýrði séra Jóhann Bjamason. En auk hans töluðu þeir Stefán verzlunarstjóri Ein- arsson, Ingimar Ingjaldsson sveitarskrifari og Jón skáld Run- ólfsson. Ræðumenn taldir í þeirri röð sem þeir töluðu. Svo töluðu og heiðursgestimir, læknirinn og frú hans. Læknirinn, sem kunn- ugt er, er vel máli farinn og þaul- æfður ræðumaður. — Ákveðið hafði verið að fyrrum þingmað- ur Sveinn Thorvaldsson flytti ræðu í samsætinu. Einnig var búist við að Guttormur skáld Guttormsson yrði viðstaddur. Sömuleiðis þeir kaupmennimir Sigurbjörn Sigurðsson, bróðir Sigurjóns kaupm. í Árborg, og Victor Eyólfsson. Höfðu þessir allir og einhverjir fleiri lagt af stað í bifreiðum frá Riverton, en urðu a(5 snúa aftur sökum ófærra vega, er stafaði af því stórfelda regni er á var. pótti veizlugest- um í Árborg það eigi smáræðis halli, að fá ekki að sjá framan í þessa ötulu og vinsælu borgara frá Riverton. Fóru menn þar á mis við ræðu eða ræður og líklega kvæði og sjálfsagt fleira, því mennirnir eru allir hinir liðleg- ustu og til skemtunar á hvaða móti mannfagnaðar sem er. Minjagripir voru þeim færðir heiðursgestunum, þar í samsæt- inu. Doktomum ferðataska á- letruð og vönduð, en frúnni vand- að og gott úr, sem borið er á úln- lið, eftir nútíðar venju. Skyldu gripir þessir hinir vænu, minna þau lækishjónin á hollvinahóp- inn sem þau eiga í Árborg og víðar. Eins og nærri má geta þykir fólki í Árborg og grendinni fyrir að missa læknirinn burtu. Er ærinn munur á að geta leitað til duglegs læknis heima fyrir, eða að fá slíka hjálp langt að. Hefir Dr. Pálsson getið sér gott orð sem læknir, hjá þeim sem til hans hafa sótt, er fljótur að komast að heiman, þegar vitjað er og röskur í ferðum. Hann er og drengur góður á margan hátt. Hefir oft enda fengið lítið fyrir verk sín, þegar fátækir hafa leit- að til hans. Er og manna fljót- astur að vera með í því að rétta nauðstöddum hjálparhönd. Wonderland. Á miðviku og fimtudaginn verður sýndur kvikmyndaleikur á Wonderland, sem heitir “His Robe of Honor” og leikur Henry B. Walthall aðal-hlutverkið. Efni leiksins er sérstaklega fallegt. En á föstu og laugardag, sýnir leikhúsið ákaflega spennandi skopmynd er kallast “This is the Life”. Og í næstu viku gefst fólki tækifæri á að sjá stór-fræga mynd, “Joan of Plattsburg”. Efnið er þjóðræknislegt. Aðal- hetjan ung stúlka, sem helgar líf sitt í þjónustu ættjarðarinnar og vinur sér ást og aðdáun sam- tíðarinnar. Næst þar á eftir sýnir Wond- erland stórmerkilega mynd, sem nefnist “The Barrier”. ALLA ÞESSA VIKU Sfódegis á laugardag Hin ágæta canadiska leikkona Margaret Anglin í ástaleik úr herlífinu, sem nefnist BUleted og sem nú er viöfrægt orSiS að henni hefir bezt tekist i. VerS aíi kveldinu $2.00 til 25c Síödegis $1.50 til 25c Vikuna sem byrjar mánud. 17. júní SítSdegis daglega kl. 2.30 e. h. Hinn framúrskarandi myndaleikwr Vitagraphs met5 nafninu , Over the Top Aöalpersónan í leiknum er Sergt. Arthur Guy Empey VerS aö kveldinu 75c, 50c, 25c og 15c Síödegis 25c og lOc JÖRÐ. Vor jörð. Vor jörð. Eitt orð í himnaheim. Eitt hugboð andans mikla, er ljósið glóði. — Hann risti þína braut sem línu í Ijóði, sem logahending í vorn sólargeim. Hann kvað þig fram í kraftsins myndum tveim, hann kendi þig við eilífð og við dauða. En eins og styðjast stuðlar dýrra braga hann strengdi þína geisla á djúpið auða. peir eiga að bera andvörp þinna nauða og óm þíns fagnaðs yfir tímans daga. Svo hlóðst þín krystallsbygging röð af röð, og rætur seildust djúpt að tindi og grunni. En hugir lyftust yfir röst og runni í röðulmorgna og heilög straumaböð. Og himinn snart með ljósi lífgræn blöð, svo loftið brjóstin þyrstu mættu teiga. — Svo kveikist þrá, og þrautin á að vinnast og þúsund Ieiðir hnoss og sælu eiga. En eldhjör blikar milli vara og veiga: Einn vegur liggur heim. pín fóm skal innast. pví sekkur glaumsins bylgja blökk og hljóð, er beinist að sér sjálfum andans kraftur og neista viljans sendir efnið aftur, með arð síns banastríðs í lífsins sjóð. Vor jörð. Nú hrópar hjartna þinna blóð er hismið endurkrefst í þögn og eyði. Með kvíða og ógn þess hörðu fjötur hrökkva, svo hnígur moldin þurigt að sínu leiði. Vér frelsumst sem í leiftri af líkn og reiði. — Vort ljós, það kviknar þegar fer að rökkva. f einum svip vér sjáum lífsins dag, er sálin lítur við í dauðans hliði — sem rifjist þáttur upp á sjónarsviði, er síðsti ómur deyr í leiksins brag. Hve hljómar saknaðsárt vort minnislag; hve sveimar liðins tíma augun skera. — í kvæðalok nær hrygðin hærra en gleðin. Að hinstu skilst oss fyrst vor eigin vera, og hjartað finnur orð, sem andann bera. -----Vort æfiljóð, sem bót ei verður kveðin! pín dýpsta hvöt, hún bjó þér böl og hel. í banni traðkast nú þinn helgi lundur. Og þó á lífið enn sitt háa undur — er ástin helga snertir mannleg þel. pá skín þú saklaus enn, vort Edenshvel, með aldin frjáls, er sig til jarðar hneigja. pá gjöra hjörtu hugi tvenna að einum, og himininn hann sést, en orðin þegja — en syndug, jarðnesk brjóst í draumi deyja og drjúpa að vængjaföðmum, engilhreinum. — Vér helgumst þér, vor sólarsignda fold, í segulviðjum, undir loftsins höfga, með eðlið skift, til hels og himins öfga, og hljóða vöggu búna í unn og mold. pú hófst til ljóss og lífs vort þunga höid og lyftir vorri brá til morgunlanda. Sem vona og trúnaðs böm, þín björg vér hreifum Á brúnum tinda vegamerkin standa. Loks dagar yfir draum vors bundna anda og dauðinn leysir vora sál úr reifum. — Vér teigum við þitt brjóst vort Bragavín; þín bros og daggir titra í vorum gígjum, þinn andblær ber vom óð að himinskýjum; með ómi þinna hamra rödd vor dvín. pú breiðir klæði blóma og fannalín á brautir vorar, upp til söngsins hæða. pitt afl er það, sem ljóði og Jist vér vígjum — þú lést það streyma fram til vorra æða. Af jarðarætt er andi vorra kvæða. pinn eldur býr i strengnum sem vér knýjum. Vort sandkorn himnahafs, hve ertu stór. pín hljóðu straumaköst ná geiminn yfir. í þínu dufti drottins myndin lifir. pú dropi varðst svo fyltist Ijóssins sjór. Sá andi, er stillir stjörnuskarans kór, hann stýrir hverju spori þinna loga; því hann er sá, sem alt sér í því eina; því á eitt sjónarkast vort hvolfsins boga því speglast blikur blárra, djúpra voga í bflaðsins dögg, í tárum þinna steina. pú deplar auga og dagur verður kveld. pú dregur blæju hægt á mánagluggann — og breiðir þér að brjósti næturskuggann, þú blundar, vaknar, kveikir morguneld. pú dúðar okkur hljótt í haustsins feld, en heitan móðurkoss til vorsins geyrnir. Svo snýr þú við, sem víf að ástarhótum, og vetrarþraut í röðulfaðmi gleymir. En grannahvelin heilög bros þín dreymir, ó, himinstjarna, sem vér troðum fótum. — Við djúpsins eld þú ólst vom skygna hug, sem uggir heima og líf þar sólir dvína, og hærra vill og víðar en þær skína, sem veit, að takmörk á þitt stolta flug. — í sókn og flótta sveiflast þú á bug uns sundrast þú í logans innsta kjama. En hrapir þú í ösku á auðar slóðir, samt er þín líking varðveitt fagra stjama. f sál og anda ódauðlegra bama þar er þín eilífð, veröld vor og móðir. pín sanna dýrð hún skín í hilling hæst, þar hvelfast skýjaborgir. Og þær standa. Á meðan grjót og múrar hrynja í sanda rís munans höffl þeim trausta grunni næst. pann skáldagmn, sem lýsir loftin fjærst, er lengst að má úr heimsins dánarsögum. pví verður list vors lífs hið fagra að dreyma í lit, í máli, i hljóms og sjónar brögum. — pín fegurð öll er undir djúpum lögum, sem andinn veit, en hj^rtað þarf að gleyma. par birtist voðavafans gáta öll. Hver vanhelg sjón hún deyr við bjarmann mikla. pví geyma englasverðin landsins lykla og ljósi jarðarandans hasla völl. — Ein alda af brjóstsins hafi flytur fjöll þar forvit heirns er blindni og dróma vafið. Vort hærra stig ber anda og kend í eining — í undirdjúpi sefans finst það grafið. Sjá farfuglsungan átta sig um hafið; eins eygist luktri sjón vors höfunds meining. En eins og hvolfir hylur skýi við, svo hverfast sjónir vorri ytri skoðun. pitt blinda líf það hlýðir hærri boðun, en himnur augans spegla öfug mið. par starir skynjun öll, við afgrunns rið, í ásýnd þá, sem ljóss frá stól er hröpuð. par ristir máttug hönd á vegginn vamað: Án vegabréfs vors hjarta er leiðin töpuð. Vor hulda greind var oss til skilnings sköpuð; því skerðir trúlaust vit vom sálarfamað. pó væri án skuggans sviplaus sjálf þin brá. í sálarhjúpinn er hans teikning dregin — uns sólarblettur er af auga þveginn og upptök geislans hugir þola að sjá. pví er alt líf þitt sformur, stríð og þrá upp stigans þrep, svo hækki og göfgist myndin. pvi Jogar klaki og steinn í stjömugliti, því stráir blómið ilm á f jallavindinn, því grípur augað geislann bakvið tindinn og gægist yfir friðarbogans liti. Má þessi vilji í blóði, bjargi og hlyn ei bylta aflsins stefnu á nýja vegi. — Skilst þannig útboð vort að dómadegi að duptið sjálft sig hefji í æðra skyn? Hvort skalt þú bera andans kraftakyn, sem kveðst til annars lífs, án molda og grafa? Skal jarðarreynsla risa af efnisdraumnum og rúnateiknin handan ljóssins stafa, uns menskir hugir sökkvisjóinn kafa og sveiflumálið lesa í ysta straumnum ? — Svo rétt oss lífsins djúpu, dýru skál, þú dóttir myrkra undir himnaljósum. Lát bekki þína og öndveg anga af rósum, lát óma í risin blá þitt hæsta mál. Stíg tímans spor við hnattahjálmsins bál, við hörpugný af röstum vinda og sjóa. Hvert bros þíns vanga lyftir hjartaljóðum, við ljóma þinna hvarma vonir gróa, við lokkailm og andþyt sterkra skóga, við æða þinna nið í björtum flóðum. — Vor jörð. Vor jörð. Eitt blys í heljarheim. Einn höfundsdraumur, roðinn sonar blóði. Eitt heilagt rím í þessu logaljóði, sem las vor guð í skuggans veldisgeim. Hann kvað þig fram í eldi og í eim. af yrkisefnum þagnar, myrkra og dauða. hve sterkir eru stuðlar þeirra braga; þeir strengja geislabrýr á djúpið auða, sem bera himnum boðskap gleði og nauða frá brjósti þínu — yfir tímans daga. Einar Benediktsson. —Skímir

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.