Lögberg - 20.06.1918, Síða 6

Lögberg - 20.06.1918, Síða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1918 Æska er æfi skölfc, Alt, sem lærist þá. F arfuglamir. Er svífur að hausti, dagana styttir og sval- viðrin láta fara að bera á sér, blóm og grundir fölna, þá fara fuglamir að hugsa sér til hreyfings og búa sig til langferða sinna suður til heitari landa, og áður en snjórinn breiðir hvíta hjúpinn yfir sveitirnar okkar, tún og engi, eru farfugl- arnir farnir að hypja sig af stað í stórum hópum til fjarlægra landa, og meðan langur og kaldur vetur ríkir á Norðurlöndum, ala farfuglamir ald- ur sinn í skjóli pálmatrjánna í sígrænu skógunum í hitabeltinu. Þegar svo vorsólin vekur náttúr- una norður í löndum af vetrarsvefni sínum og vorlífið kviknar af nýju og náttúran brýtur af sér vetrarhaminn, þá snúa þessar vængjuðu verur aftur til okkar með gleðikvaki og söng, til þess að lifa hér sumarið með okkur og fvlla ár og vötn, sker og strendur, f jöll og móa, heiðar og dali með vængjaþyt sínum og öllum sínum margbreytta som. Það hlýtur í sannleika að vekja aðdáun vora, að smáfuglarnir með litla kroppinn sinn, sem sýn- ist svo veikbygður og með grannvöxnu, smágerðu limina sína, skuli hafa þann kraft og þrótt í sér fólginn, að geta á stuttum tíma flogið mörg hundrað mílur lengst norður úr löndum og alt suður að miðjarðarlínu. En þetta eiga þeir að þakka hinni einkennilegu líkamsbygging siniii. Frægur frakkneskur náttúrafræðngur, Pouchet, hefir sagt með réttu, að engin önnur skepna sýni eins mikla eðlishvöt og eins mikinn þrótt og fugl- arnir á þessum langferðum sínum. Mennimir verða að hafa við hendina reikningsverkfæri og gjöra fyrirhafnarmikla útreikninga til þess að finna leið vfir höfin, en fuglarnir fara án veg- leiðslu og áttavita beina leið úr heimskautalönd- unum suður að miðjarðarlínu. Flugfærum fuglanna er svo ágætlega fyrir komið, til að geta farið á hraðri ferð. Vöðvarnir, sem hreyfa vængina, eru svo feiknasterkir. Sumir fuglar, svo sem svölurnar, fljúga svo fljótt og vel, að það sýnist ekki vera nema leikur fyrir þær að svífa um loftið. Auk vöðvaaflsins, sem er svo mikið hjá fuglunum, léttir þeim líka flugið loft það, sem líkamshitinn þynnir, og fyllir allar holur líkamans og jafn- vel fótleggina, svo að þeir þurfa að hafa svo lítið fyrir að lyfta sér upp í loftið. Hin smágervu líffæri fugl- anna bera tiltölulega að styrk- leik af vélum þeim, sem gufu- skip og járnbrautarvagnar ganga fyrir. Æðar og vöðvar fuglanna, þó smágjörvar séu, halda og endast miklu betur en ramm- gervustu vélahjól og sterkustu steypujáraspípur. Eins og örskot þýtur fuglinn alt að tíu mflur á klukkutímanum og það eins og hann væri bara að leika sér. Eimreið með fullri ferð nær ekki þeim hraða nema með því að eyða ósköpum öllum af kolum og vatni, og með reykj- arsvælu og gufustrókum, hjólaglamri og pípu- blæstri og háreysti mikilli, sem hreyfivél fuglsins hefir ekkert af að segja. A langferðum sínum fylgja fuglamir stöðugt sömu leið og breyta ekki út af því; þeir hafa svo næm skynfæri, einkum sjón og lykt. Söguritarar færa í frásögur, að daunin af öllum þeim náum, sem lágu á jörðinni eftir orustuna við Farsalos á Grikklandi, hafi gint þangað hræfugla bæði frá Asíu og Afríku. Aleköander Humboldt fullyrðir líka, að ef hestur eða kýr sé drepin í eyðlegustu héruðum í Andesfjöllum (í Suður-Ameríku), þar sem enginn iiafi grun um, að kongóra-fuglar væru til, líði ekki á löngu þangað til einhverjir af þess- um hræsólgnu ránfuglum þefi hræið uppi og flykkist þangað hópum saman. Flestir fuglar eru yfirleitt fremur fjörmiklir og epu á daginn á einlægu iði, og fara þá lengri og skemmri ferðir, annaðhvort til að leita sér fæðu eða til þess að sjá fyrir skýli og hæli, eða þeir flytja sig úr stað vegna árstíðanna, eða leita uppi staði, þar sem þeir geti felt fjaðrir. Loks fara þeir sérstakar ferðir til þeirra staða, þar sem þeir tímgast, byggja hreiður sín og unga út eggjunum, og þar er vanalega talið, að þeir eigi heima. Fuglaferðirnar eru því margs konar eftir því, hver er orsök og takmark þeirra, en aðallega má þó skifta öllum fuglum í þrjá flokka: farfugla, flökkufugla og stöðufugla. Flökkufuglar breyta stöðugt verustað sínum, en flytja sig þó aldrei svo langt, að þeir fari út fyrir það jarðbelti, sem þeir verpa og eiga heima í. Og þessar ferðir þeirra eru ekki bundar við neinn vissan árstima og fara ekki í neina vissa átt. Hrafnar og máfar eru flökkufuglar. Einstöku sinnum kemur það fyrir að þessar ferðir þeirra verða líkar ferðum farfuglanna, en það er ekki nema örsjaldan, eins og t. d. 1863, að kirgisiska heiðarhœnan, sem á heima á heiðum og eyðimörk- um Mið-Asíu, flutti sig hópum saman út um öll lönd Evrópu, alt norður í Noreg og hvarf svo aft- ur árið eftir, án þess að nokkur hafi getað gjört sér grein fvrir þessu, og sást aldrei síðan í Evrópu. Þvínæst mitt á milli farfugla og flökkufugla eru þeir fuglar, sem lifa á sumrin á háfjöllum og þar sem kaldast er, en leita sér skjóls á vetuma sunnan til í Noregi eða þá í Mið- og Suður- Evrópu; þó standa þeir nær farfuglum, því að þeir dvelja ekki á vetuma þar sem þeir ^nnars verpa. Snjótitlingurinn okkar er einn af þessum fuglum, og margir af sundfuglunum okkar eru líka sunnan til í Noregi. Stöðufuglar nefnast þeir fuglar, sem ekki eru á löngu ferðalagi, eru svo að segja að jafnaði á sömu stöðvum og fara að eins skamt í burtu, ekki lengra en svo, að þeir koma heim aftur sam- dægurs. Sumir flökkufuglar eru beinlínis frægir af flakki sínu, af því að þeir fara svo langar leiðir. Máfar á vestindisku eynni Barbados fljúga á hverjum degi yfir 68 mflur út yfir hafið, til að leita sér fæðu á eyju einni svo langt í burtu. Far- dúfav, í Ameríku, er orðin fræg fyrir ferðiraar, sem hún fer í afarstórum hópum þangað, sem eiki- og beykiskógar eru fyrir. Skararnir eru svo þéttir, að þeir 'bókstaflega byrgja fyrir sólu o^ kasta löngum skugga af sér yifir jörðina. Dúfna- skarinn er svo mikill og langur, að augað getur langtfrá því litið hann allan í einu eins langan og hann er; á stundum er hann fulla þrjá tíma að fara framhjá. Dúfumar fljúga 9 mílur á klukku- tímanum, svo að hópurinn er þetta 26 til 39 mílur á lengd. Allur þessi herskari ferðast aldrei um nætur, aðeins um daga. Þegar fer að skyggja, henda dúfurnar sér þreyttar og örmagna niðu í næstu skóga til að hvíla sig eftir flugið. Þær setjast þá í svo þéttum hópum í trén, að digrar greinar bogna undir þeim og brotna stundum, svo að skógurinn eyðilegst. En þegar fuglarnir hafa tekið á sig náðir, streymir fólk að úr sveitunum og fuglarnir sumir era þá svo þreyttir og sofa svo vært, að þeir vakna ekki einu sinni við byssuskot- in, sem dynja á þeim og fella svo mikið af þeim, að þeir eru saltaðir niður í tunnur og sendir burt sem verzlunarvara. Farfuglar eru þeir, sem flytja sig þaðan, er þeir eiga heima, reglulega á vissum árstímum og halda langt í burtu í fjarlæg lönd til þess að dvelja vetrarlangt í mildara loftslagi, en hverfa svo aftur á vorin heim tfl átthaganna. Þeir halda brott, bæði af því að bjargræði vantar og vetrar- kuldarair byrja, og svo af meðfæddri einkenni- legri ferðafýsn. Ferðimar liggja líka í vissa átt og það er á vissum tímum, sem einhver ómótstæði- leg ferðalöngun grípur þessa fugla. Þegar fer að kólna og skorkvikindi og smádýr, sem heilir fuglahópar lifa á, fara að hypja sig niður í jörð- ina, þá verða fuglamir að leita sér fæðu í öðrum héruðum, eins og t. d. söngfuglar og vaðfuglar þeir, sem lifa á skorkvikindum, og svo ránfuglar þeir, sem aftur lifa á þeim fuglum. Þeir, sem lifa á jurtafæðu og hafa lítinn f jaðraham til skýl- is gegn vetramepjunni, verða líka að halda burt, og kuldinn rekur sundfuglana lengst norðan úr höfum suður á við, þó að þeir hafi næga fæðu all- an veturinn í norðurhöfunum. Jafnvel fuglateg- undir, sem geta þolað kuldann, svo sem gæsir, endur o. fl., verða að halda burt, þegar vötnin fyllast af ís og hann bannar þeim öll bjargræði. Mesti hluti þeirra fugla, sem eiga heima í kalda og tempraða beltinu, eru farfuglar og um þessi belti eru regulegar fuglafarir. En þeir fuglar, sem eiga heima í hitabeltinu, svo sem páfagaukarnir, fara aðeins á flakk til að leita sér nýrra forðabúra, jafnóðum og björg þrýtur fyrir þeim. Fuglaheimur þeirra héraða, sem liggja í kalda og tempraða beltinu, breytist því og fer eft- ir árstíðum, eftir því sem sumar tegundir koma og aðrar fara. Þessar eru almennar reglur fyrir ferðalagi farfuglanna: Fjöldi af fuglum, sem verpa í löndum norður í höfum, einkum sundfuglar og vaðfuglar, flytja sig þegar vetra tekur suður á við, til Mið- og Suður-Evrópu og aðrir, sem verpa í tempruðu löndunum, fara til Suðurlanda og Norður-Afríku, úr Síberíu til Indlands og eyjanna þar í nánd, til Birma, Siam og Suður-Kína, og úr Norður-Ame- ríku til Suðureyjanna og Mið-Ameríku. Það er farið í suðurátt, en oft nokkuð austur eða vestur á við, eftir því hvemig landslagið er í löndunum, sem farið er um, og líka af þeirri ástæðu, að sum- ir fuglar kjósa helst að fara fram með ströndum, aðrir fram með fjöllum og enn aðrir yfir sléttur og láglendi eða með fljótum fram. Farfuglamir úr Síberíu verða þannig að halda fyrst langa hríð austur á við yfir Japanseyjar, áður en þeir ná vetrarvist sinni í mildara loftslagi. Um Evrópu er einkum fylgt þremur aðalleiðum: 1. Úr Ishafinu fram með ströndum Noregs, Jótlands og Hollands, og eru það margir strand- fuglar, sem fara þá leið. 2. Yfir láglendi Norður-Evrópu, frá Skáni og Danmörk, yfir Þýzkaland og Frakkland og þaðan annaðhvort um dalverpi Languedoc’s eða um Rín- og Róndalinn til Miðjarðarhafsins; þessa leið halda margir vaðfuglar, villigæsir, lævirkjar, starfuglar o. fl. Sumir fara lengra, yfir Miðjarð- arhaf til Norður-Afríku, einkum Egyptalands og einstaka jafnvel alla leið suður að Senegal og Kap syðst á Afríku. 3. Þriðja leiðin er farin fram með stóránum í Austur-Evrópu, fyrst niður Ader, Weichsel eða Dóná, svo um Dónálöndin eða fram með Dnjepr, Doh og Volga til Svartahafs eða Kaspíuhafs; setjast sumir þar að, en aðrir halda áfram alla leið til Indlands; þessa leið fara einkum margir " vað- og sundfuglar. Farfuglarnir frá Grænlandi fara sumir suð- vestur til Ameríku og um Bandaríkin, en aðrir í suðaustur, yfir ísland og Noreg og suður á bóg- inn. Þeir fuglar, sem eiga heima svo norðarlega, eiga fyrir höndum feikna,langferð, frá Grænlandi til Norður-Afríku 700—800 mílur. Á suðurhveli hnattarins eru líka farfuglar. Þeir fara norður á bóginn, t. d. úr Suður-Ameríku norður í Brasilíu, eða úr Austur-Ástralíu norður til Nýja-Hollands eða Nýju-Guineu og eyjanna þar í nánd. Tíminn, sem fuglamir fara burt á, er mis- munandi, eftir því hver fuglategundin er, en hver tegund hefir sinn ákveðna tíma. Margir farfuglar búa sig undir ferðalagið og safnast þá í stórhópum og venja ungana við að fljúga, svo sem svölur, starfuglar og storkar. Þeir halda þá þing í nokkra daga á sama stað, taka sig svo skyndilega upp og halda brott. Sumir kanna þá líka liðið, hrinda sumum burt, og sagt er jafn- vel, að þeir drepi þá stundum. Svölurnar safnast í herskörum hundruðum saman, sem hvfla sig á múrbrúnum ,á háum byggingum, á fréttaþráða- ^tólpum og líka í sefinu við fersku vötnin. Svo eitt fagurt kveld taka þær sig allar upp alt í einu, eins og merki væri gefið, fljúga um stund upp á við í livirfingum til þess að ná flughæðinni og hverfa svo í fjarska. Framh. Tíminn, Notaðu tímann vel. Fyrsta skilyrðið fyrir því .er það að þú farir snemma á fætur og byrjir strax að vinna það, sem er þér eða öðrum til gagns. Þetta getur ef til vill verið óþægilegt í fyrstu, af því þú hefir vanið þig á það að sofa langt fram á dag, en þegar frá líður, þá verður þér það ekki að eins þægilegt, heldur nauðsynlegt, þá viltu eklá missa af því að sjá fegurð náttúr- unnar um sólaruppkomu, heyra fuglasönginn og njóta ánægjunnar af vinnu þinni. Ef þú ferð 1 tíma fyr á fætur á morgnana græðir þú 30 daga á einu ári eða næstum 1 ár á hverjum 10 árum. Vísindamaður í Vesturheimi sagði nýlega á fundi: ‘ ‘ Eg ætla ekki að halda fyrirlestur nema í 5 mínútur, mikið má gjöra og segja á 5 mínútum| Á 5 mínútum má kveikja eld á ýmsum stöðum i stórum bæ og brenna allan bæinn, bora gat á skip, svo það sökkvi, ráða manni bana, vinna það verk, sem menn iðrast eftir alla æfi, eða menn glata sálu sinni með. Esaú var ekki fimm mínútur að selja frumburðarrétt sinn, á 5 mínútum getíi menn sett blett á mannorð sitt, sem ekki verður af l>vegið með öllu því vatni, sem rennur í öllum ám á jörðinni, en leggur foreldrana í gröfina af sorg. En eins og það er hægt að gjöra svona mikið ilt á 5 mínútum, eins er líka hægt að gjöra mikið gott á 5 mínútum. Á 5 mínútum geta menn unnið þess lieit að nota tímann vel fyrir sig og aðra og ganga í bindindi með ofnautn á tíma og öðru því, sem þeim er til skaða. Þá ákvörðun er eins hægt að gjöra á 5 mínútum eins og á 5 árum. Meðan eg beið eftir morgun- og miðdags- matnum mínum, skrifaði eg á hveijum degi nokk- ur orð; þetta varð með tímanum að nokkuð stórri l)ók, sem nú er lesin af mörgum, ef til vill einhverj- um til gagns.” Jón Barford sagði: Níska er talin löstur, en þó er ein undantekning, menn eiga að vera nískir á tímann, því það er dyggð. Ef eg hefði ekki þurft að eyða tíma til þess að tala við leiðinlegt fólk, sem engan gagnlegan ásetning hafði, eða bíða eftir mönnum, sem höfðu mælt sér mót og komu of seint, af því þeir kunnu ekki að meta tímann, þá væri eg búinn að vinna miklu meira til gagns en eg hef gjört. Þó menn missi peninga, og jafnvel heilsuna, þá geta menn oft fengið hvorttveggja aftur, en tíma, sem menn hafa eytt til ónýtis geta menn aldrei fengið aftur, því menn eldast með hverjum degi og geta ekki orðið ungir aftur. Auður auðmannsins er gull og demantar, Auður hvers manns er tíminn, sé hann vel notað- ur. Hann skiftist í mínútur, eins og auður auð- mannsins í dollara. Fari hann illa með dollarana og þú með mínúturnar, þá verðið þið báðir fá- tækir. Gamli og ungi vinur. Settu ekki of lágt verð á 5 mínútur. A ekki lengri tíma getur þú eyðilagt mannorð þitt og lífið, hvort það verður stutt eða langt. Á jafnlöngum tíma getur þú lagt grundvöll framtíðar þinnar, og ráðið það af, sem mörgum getur orðið til góðs. “Margt smátt gjörir eitt stórt”. Vatnsdrop- arnir mynda sjóinn og sandkornin yfirborð jarð- arinnar. T. G. Dugandi drengur. Holland er á sumum stöðum svo lágt, að menn verða að gena mikla garða úr mold, til þess að verja sjónum landið. Þessir garðar eru kall- aðir flóðgarðar. Það ber við að öldumar brjóta garðana og brýzt þá sjórinn inn um skarðið og flæðir yfir landið. Með þessum hætti hefir skolað burtu bæjum og nautum og sauðum og margir menn hafa druknað. Eitt sinn gekk lítill drengur heim til sín að kveldi dags. Þá sá hann holu í einum flóðgarðin- um og vætlaði sjór í gegnum. Faðir hans hafði oft sagt honpm að væri vatn- ið ekki stöðvað, þegar svo bæri undir, þá stækkaði holan og rynni sjóflóð yfir landið. Honum kom fyrst til hugar að hlaupa heim og segja föður sínum frá. En svo hugsaði hann með sjálfum sér: “Myrkrið gæti dottið á áður en faðir minn kæmi og þá gætum við ekki fundið holuna. Eða hún getur stækkað svo, að þá verði of seint að fylla hana. Eg verð að vera kyr og gera það sem eg get, þótt eg sé einn”. Litli drengurinn settist nú niður og stakk hendinni inn í holuna til þess að stöðva vatns- rennslið. Þarna var hann klukkustund eftir klukkus^tund í myrkrinu og kuldanum, alla lið- langa nóttina. Um morguninn gekk maður þar framhjá og sá hann. Hann skildi ekki í, hvað drengurinn væri að gera þama. Svo hann kallaði til hans. “Hvað ertu að gera þarna, drengur minn?” “Það er hola í flóðgarðinum”, sagði dreng- urinn, “og eg er að stöðva vatnsrenslið”. Veslings drenghnokkinn var svo kaldur og þreyttur, að hann gat naumast talað. Maðurinn flýtti sér þangað og tók drenginn burt. Hann tróð upp í holuna. Nú var landinu borgið og það áttu menn að þakka þessum litla og duglega Hollendingi. —Unga ísland. Reynsla Gladstones. Kona Gladstones, stjórnmálaskörungsins fræga á Englandi, sagði að maður sinn hefði tvær kápuraar. Hann gæti verið ofsabráður, óþolin- móður og ófyrirlátssamur; en hann gæti líka stjóraað svo geði sínu, að hann varpaði frá sér öllu, sem veiklað getur og ýft geðsmunina. Þessu valdi yfir sjálfum sér náði hann fyrst og fremst með meðfæddu viljaþreki og þvínæst með stöðugri bæn til guðs um sigur í þessari baráttu við sjálf- an sig. Svona tókst Gladstone að ná valdi yfir sjálf- um sér með bæninni, og það liefir öðrum tekist miljónum saman. Fallegar visur. Látum skotið fari’ á flot á fagran græði. Vindur lotinn varpar mæði. Varla er brot á ránarklæði. Gnindin vallar glitruð hlær. glóir á hjalla og rinda. Sólarhallar blíður blær blæs um fjallatinda. Hvað gera skal. 1. Veitið athygli jurtunum, í sambandi við sól og skugga. 2. Veitið athygli einstökum trjám og þeim, sem í skóginum vaxa. 3 Veitið athygli fólkinu, sem lifir í sólskini. Reikningsdœmi. 1. Anna er 24 ára gömul. Þegar Gunna var helmingi yngri en Anna er nú, var Anna jafngömul og Gunna er nú. Hve gömul var Gunna? 2. Tveir skautamenn, Árni og Bjarni, renna sér eftir hringbraut. Ef þeir fara báðir í sömu átt verður Árni á undan Bjarna og nær honum aftur eftir 21 mínútu. Fari þeir sinn í hvora átt- ina, mætast þeir eftir þrjár mínútur. Hve lengi eru þeir að fara hringinn hvor um sig? 3. Járnbrautarlest fer fram hjá helmingi fleiri símastaurum á mínútu, en hún fer mílur á klukkustund. Hve margar álnir eru á milli staura? 4. Blekflaska kostar 2 dali og 50 cent. Nú kostar blekið sjálft 2 dölum meira en flaskan tóm. Hvað kostar þá hvað um sig? 5. Jón kom í matinn hjá Sigurði og Sveini. Sigurður lagði til 5 kökur og Sveinn 3. Allir borðuðu þeir jafnmikið af þessum 8 kökum. Jón borgaði fyrir sig með 8 skildingum. Hvað mikið átti hvor hinna að fá af því?

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.