Lögberg - 04.07.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
tr lœgsta verð sem verið
getur. REYN IÐ Þ AI
TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Þetta pláss er til sölu
Talsímið
Garry 416 eða 417
31. ARGANGUR
CANADA
Nýtt hryðjuverk. — pjóðverjar
söökkva Canadisku skipi.—234
farþegar týna lífi, þar á með-
al 14 hjúkrunarkonur.
Á mánudagsmorgunin fluttu
dagblöð borgarinnar þau hörmu-
legu tíðindi, að þýzkir kafbátar
hefðu sökt canadisku spítala-
skipi er Llandovery Castle nefnd
ist um 70 mílur undan írlands
ströndum, án nokkurrar aðvör-
unar. Fyrstu fregnimar voru ó-
Ijósar og voru menn almennt að
vona, að fahþegum mundi orðið
hafa afkomu auðið, en sú von,
því miður, reyndist tál. — Skip
þetta hafði innanborðs, að með-
taJlinni skipshöfn, 258 manns, og
þar af hafa 234 týnt lífi, sam-
kvæmt síðustu opinberum skýrsl
um frá flotamála stjóminni.
Farþegar, því nær undantekn-
ingarlaust, tilheyrðu lækna og
hjúkrunardeildinni — Medical
Army Corps. Á meðal þeirra er
fórust, voru 80 embættismenn
Iæknadeildarinnar og 14 hjúkr-
unarkonur.
Llandovery Castie, var skrá-
sett Canada skip og hafði flutt
særða og sjúka canadiska her-
menn um nokkra undanfarna
mánuði frá Englandi til Canada,
en í þetta sinn var ákipið á leið
til Englands. Skipið hafði öll
Ijós uppi og merki Rauða kross-
ins á báðum hliðum, lýst með
rafmagni, er það varð fyrir árás-
inni. Náttmyrkur var á og sær
all-úfinn, er slysið bar að, og
bjargarvonin því næsta lítil, sem
raun bar um vitni síðar, þótt
flest af fólkinu hafi að líkindum
komist í björgunarbátana.
Níðingsverk þetta, er eitt á-
takanlegt dæmi þess enn, hve ó-
stjómlegt heiftaræði pjóðverja
er orðið, og hve hörmulega sú
þjóð er komin í siðferðislegu til-
liti, sem vinnur önnur eins ó-
dæma hryðjuverk.
Nýlega hefir verið komið á
fót í Brandon, velferðarstofnun
fyrir böm, og veitir Dr. Fraser
ritari heilbrigðisnefndarinnar í
Manitobafylki, stofnuninni for-
stöðu. Stofnun þessi var opnuð
27. f. m. og flutti settur forsæt-
isráðherra Thos. H. Johnson
ræðu við það tækifæri og lét í
ljósi ánægju sína yfir framgangi
þessa máls, og kvað stofnunina
vera hina fyrstu þeirrar tegund-
ar í Canada. Enginn vafi er g
því að stofnun þessi er hin þarf-
asta, og mun fá mikllu góðu á-
orkað.
BANDARHÍIN
Fyrsta júlí 1918 höfðu Banda-
ríkin sent til vígvallanna 1,019,-
115 hermenn. Eftir upplýsing-
um sem forseti Bandaríkjanna,
IVVilson gaf 2. þ. m. Forsetinn
komst svo að orði: Eg hefi í
dag meðtekið bréf frá hermála-
ritaranum, sem mér virðist að
ætti að vera svo kærkomið
hverjum sönnum borgara, að
birting þess ætti að gefa þjóð-
hátíðardegi vorum, 4. júlí, enn
þá dýpri og þýðingarmeiri merk-
ingu heldur en hann hefir áður
haft. Bréf Mr. Bakers er svo
hljóðandi:
Hermáladeildin í Wash.
1. j'úlí 1918.
Kæri herra forseti: — Meira
en ein miljón hermenn hafa nú
þegar farið frá Bandaríkjunum
til þess að taka þátt í Evrópu
stríðinu. Og um leið og eg kynni
yður þetta vil eg leyfa mér að
gefa yður skýrslu yfir hvenær
þessir menn fóru, og hvað.marg-
ir í hvert sinn, sem sýnir ljóst
hvernig að tilraunir vorar í þessa
átt hafa hepnast.
Fyrsta skipið, sem flutti fólk
frá Bandaríkjunum til herstöðv-
anna fór 8. Maí 1917, með því
fóru þjónar og hjúkrunarkonur
tilheyrandi fjórðu stríðs hjúkr-
unardeildinni, ásamt öllum hjúkr
unarútbúnaði þeirri deild tilheyr-
andi.
20. maá 1917 lagði hershöfð-
ingi Pershing á stað til víg-
stöðvanna ásamt sínu föruneyti,
og svo er tala hermannanna, sem
sendir (hafa verið síðan, sem
fylgir:
í maí 1917.......... 1,718
“ júní 1917.........12,261
“júií 1917..........12,988
“ ágúst 1917 .... 18,323
“september......... 32,523
“ október 1917 .. .. 38,259
“ nóvember 1917 . . 23,016
“ desember 1917 . . 48,840
“ janúar 1918 .... 48,776
“ febrúar 1918 .... 48,027
“ marz 1918..........83,811
“apríl 1918.........117,212
“ maí 1918 ........244,34g
“ júní 1918 ........276,372
Sjóflotamenn hafa verið send-
ir 14,644 til samans síðan að vér
tókum þátt í stríðinu 1,019,115.
Tala þeirra hermanna vorra,
sem heim eru komnir óvígir,
sem fállið hafa og þeirra sem í
sjóinn hafa farið er 8,165, og af
þessari tölu, eru það að eins 291
sem í sjóinn hafa farið, og eigum
vér það að þakka hve fáir þeir
eru, sem þannig hafa farist hinni
ágætu vörn sjáflotans.
Eftir síðustu skýrslum er all-
ur hernaðarforði vor í Frakk-
landi yfirfljótanlegur og um iðn-
aðarframleiðslluna heima fyrir,
sem stríðið snertir, er það að
segja að hún fer stöðugt vaxandi
Newton D. Baker.
Svar Wilsons.
Hvítahúsinu í Wash.
2. júlí 1918.
Kæri hermálaritari: — Bréf
yðar frá 1. þ. m. flytur eftir-
tektarverðar fréttir, og jafn eft-
írtektarverða skýrslu um flutn-
ing hermanna vorra til vígstöðv-
anna. Sú afkoma hlýtur að vera
gleðiefni öllu voru fólki, því
hjarta Bandaríkja þjóðarinnar
er í þessu stríði, og hún fagnar
yfir því, að sjá sívaxandi tölu
hermanna vorra á vígvellinum,
sem taka þátt í hinu grimma
stríði fyrir málefni sannleikans
og réttlætisins.
Woodrow Wilson.
ITALIA
italir halda áfram sigurvinn-
ingum sínum jafnt og þétt, í við-
ureign sinni við Austurríkismenn
gerðu Austurríkismenn hvað eft-
ir annað hinar hörðustu árásir á
fylkingar ítala við Monte di Val
Bella, en urðu frá að hverfa með
mannfall mikið, og tóku ftalir
þar hátt á þriðja þúsund fanga.
pá hófu Austurríkismenn aðra
atlögu á mánudagsmorguninn í
Asiago héraðinu, en ítalíumenn
ráku þá af höndum sér hið
skjótasta.
AIls er talið að ítalíumenn hafi
tekið um 46 þús. Austurríkis-
manna til fanga í þessum síðustu
áhlaupum, en að manntjón Aust-
urríkis nemi fulhim tvö hundruð
þúsundum á síðastliðnum þrem
vikum. —
Bretar og Frakkar hafa að-
stoðað ítali á stöðvum þessum
af öllu kappi, og samkvæmt yfir-
lýsingu Baker ' hermálaritara
Bandaríkjanna, þá er gert ráð
fyrir að Amerískar hersveitir
verði innan skamms komnar á
vígstöðvar þessar ítölum til
frekara liðsinnis.
Forsætisráðgjafi ítalíumanna
Orlando, hefir gefið út opinbera
þakklætisyfirlýsingu til hers
síns og sambandsþjóða sinna og
kveður ítölsku þjóðina aldrei
hafa verið einbeittari né hug-
djarfari en einmitt nú. En aft-
ur á móti er alt að lenda í bál og
brand í Austurríki og Ungverja-
landi yfir óförunum. — Og þeg-
ar yfirráðgjafi Ungverja reyndi
í þinginu fyrir nokkrum dögum
að afsaka manntjón það hið ægi •
lega, er þjóðin ihaifði beðið í á-
hlaupinu og undanhaldinu við
Piave ána, þá gerðust ærsl svo
mikil í þingsalnum að langur
tími leið, unz forseta tókst að
koma aftur á skipulagl.
Síðari hluta þriðjudagsins réð-
ust ftalir á óvina hersveitir, er
höfðu bækistöð sína við Piave-
ósana og tóku enn all-margt
fanga. Má svo að orði kveða að
ftalir hafi unnið hvert þrekvirk-
ið öðru meira í viðskiftum sínum
við Austurríkismenn í seinni tíð.
BRETLAND
Sprenging all-mikil varð í
vopnaverksmiðjunni í Midlands á
Englandi, aðfaranótt mánudags-
ins.
Opinber tilkynning var gefin
út í tilefni af atburðinum á þessa
leið:
“Hermálaráðuneytið lýsir yf-
ir því, að á aðfaranótt mánu-
dagsins, varð all-hættuleg spreng
inðg í Midlands vopnaverksmiðj-
unni. Enn er eigi ljóst hve mik-
ið manntjón hefir orðið, en búist
við að um 70 manns hafi beðið
bana og all-margir hlotið meiðsli
“Talið er líklegt að nokkrum
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1918
NUMER
Skarphéðinn á Markarfljóti.
■ .«■
Geislar dagsins glóðu móti
glæstum klæðum hildar báls.
Harðfengir í hjörva róti
héldu beint að Markarfljóti
Kári’, og svinnir synir Njáls.
Hugðu Þráinn seinn til sátta
sækja fimm í móti átta,
deyja eða duga frjáls.
Héðinn vaskur var þar fyrstur
veginn mældn augun snör,
Rimmugýgi brúna byrstur
bar hann nú, til víga þyrstur,
svall í taugum táp og fjör.
Klæddur var hann kápu blárri
karlmannlegur, öðrum frárri,
sinnið brann í svaðilför.
Milli ísa straumur stríður
stinnra drengja hefti skeið.
Langt finst þeim sem búinn bíður,
blóðið trylt í æðum sýður,
hetjan engri hættu kveið.
Líkt sem kljúfi loftið örin
létt, um öxl með reiddan hjörinn
Skarpliéðinn tók skemstu leið.
Út á svellið svifa hraður
svinnur tók liann geysi sprett,
hug og þreki hertýgjaður
hefir aldrei nokkur maður
frægra mark á ferðum sett.
Ýturmennið orku snara
álnir tólf á milli skara
yfir strauin sér lyfti létt.
Þar mót átta einn hann rendi
exin bitur gnæfði hátt,
lagið þétta Þráinn sendi
þar ei stoðar fjöldans kendi
móti Héðins hug og mátt.
Fáir greiða höggið hraðar
hjörinn nam í tönnum staðar,
hinir fengu hjartaslátt.
j®
Tleill af skæðum víga velli
vina sinna komst hann til.
Þráinn firtur eymd og elli
eftir lá á köldu svelli,
fjöri rúinn fleins í byl.
Kári mælti: “Knátt er farið”.
Kappinn gaf í ljóðum svarið:
“Sýnið Hrapp og hinum skil”.
Þegar grimm og blóðug brenna
bólið frfða huldi mökk,
þung var Héðins hinsta senna
hamlað vörn, og sverð að spenna
heljar þruma dundi dökk.
Geymdu þjóð í gullnu móti
garpinn, sem á Markarfljóti
milli skara skeiðið stökk.
M. Markússon.
hluta verksmiðjunnar verði
bjargað, ásamt miklu af her-
gögnum. Vinna í verksmiðjunni
hefst á ný eftir tvo daga”.
“Stúlkur, sem í verksmiðjunni
unnu, sýndu sérstaka hugprýði
og kjark, er slysið bar að hönd-
um, og heimtuðu að halda áfram
verki tafarlaust. All-mikið af
vara-vinnukrafti var fyrir hendi
svo telja má víst að slys þetta
hafi eigi teljandi áhrif á her-
gagna framleiðsluna í heild sinni
Baron Rhondda dáinn.
Baron Rhondda (David Alfred
jThomas) lézt um dagmálabilið á
miðvikudagsmorguninn. Hann
hafði verið skorinn upp við vatns
sýki fyrir skömmu, og gerðu
menn sér alment góðar vonir um
bata, en á þriðj udaginn tók hon-
um all-mjög að hnigna og smá
dró af honum allan þann dag og
nóttina á eftir, unz hann andað-
ist kl. 9 hinn næsta morgun.
Baron Rhondda var maðurinn
sem kom í framkvæmd matseðla
kerfinu á Englandi og í miklum
hluta íbrezka veldisins. Vann
hann með því afreki alþjóðar
þökk, og jafnvel þeir menn, er í
fyrstu andmæltu harðlega tak-
mörkun á vistasölu, gengu eftir
lítinn tíma í lið með honum og
töldu aðferð hans þá heillavæn-
legustu í hvívetna.
Um það leyti, sem Baron
Rhondda var skipaður vistar-
stjóri í júní mánuði 1917, var að
verða vistarskortur all-tilfinnan-
legur á Bretlandi hinu mikla.
Kafbáta'hernaðurinn þýzki, gerði
usla all-mikinn á sviði vöruflutn-
inganna og Bretland hafði á
sama tíma stórkostlegan her í
Frakklandi, sem að sjálfsögðu
útheimti afarmikið af vistum.
Fólkið heima fyrir var farið að
verða óánægt. péttskipaðar
ijylkingar kvenna og barna stóðu
svo klukkustundum skifti í
borgunum, úti fyrir matvörubúð-
unum og óánægju raddirnar
gerðust stöðugt háværari.
Maðurinn, sem tókst á hendur
að leiða þjóðina fram úr þessum
vanda var David A. Thomas, að-
al-framkvæmdarhtjóri Cambrian
kolanámu félagsins. “Mér er
grunur á”, sagði hann við vini
sína í Welsh, “að Lloyd George
hafi neytt mig til ’þess að takast
á hendur starfa þenna, sem hing-
að til hefir af mörgum verið tal-
inn óframkvæmanlegur, vegna
þess að hann — sjálfur forsætis-
ráðherrann hafi haldið að eg
hefði nashyrningshúð! Eg ætla
að taka við starfanum eins og
meðráðamaður fólksins — vinur
þess, einkum þó hinna fátækari”
bætti hann við.
Hann lýsti því yfir um leið, að
hann væri einráðinn í því að
stemma stigu fyrir óeðlilegum,
óleyfilegum gróða og fjárglæfra-
bralli i sambandi við sölu fæðu-
tegunda í ríkinu. Hans fyrsta
verk var að koma á fullum jöfn-
uði á vista úthlutun og ákveða
hámarksverð matvörutegunda.
Svo heillavænlegan árangur
bar þessi ráðstöfun hans, að inn-
an fárra vikna var óánægjan
horfin, fólkið hætt að þyrpast
saman frammi fyrir matvöru-
búðunum og vistamálum þjóðar-
innar borgið.
Barón Rhondda lagði á sig
meiri vinnu í þarfir þessa máls.
en heilsa hans leyfði; hann hafði
ávalt verið elju og afkastamaður
Hann var ávalt reiðubúinn að
fóma öllu í þarfir þjóðar sinnar
•— og með annan eins vanda og
þjóðin horfði fram á um þessar
mundir, taldi hann það beina
skyldu að fórna lika heilsu og lífi
ef á þyrfti að halda. Dæmið sem
hann gaf með æfistarfi sínu er
fagurt, og nafn hans mun lengi
blessað verða, í endurminningu
hinnar brezku þjóðar.
David A. Thomas — síðar
barón Rhondda, var fæddur í
Adare á Wales, 26. marz 1856,
og átti faðir hans þar auðugar
kolanámur. Að föður sínum
látnum tók hann við yfirstjóm
Cambrian námu félagsins, og
hafði þann starfa með höhdum
jafnan síðan. Hann var kosinn
á þing í Cardiff kjördæminu, og
neitaði tvisvar aðalstign. Árið
1882 kvongaðist barón Rhondda,
og gekk að eiga Miss Sýbil Haig
frá Penithon og eignuðust þau
eina dóttur barna.
Fimtugs afmæli
séra Friðriks Friðrikssoitar.
Hann átti fimtugsafmæli 25. maí,
og völdu metin það tækifæri til þess
aö votta honum þakkir og viöur-
kenningu fyrir hiö mikla og ágæta
starf, sem hann meö einstakri ósér-
plægni hefir unniö fyrir æskulýö
þessa bæjar og þessa lands um
langt áraskeiö, þvi ltann er bæöi
stofnandi K. F. U. M. hér á landi og
hefir veriö aöalleiðtogi þess alt til
þessa.
Um morguninn var hann vakinn af
söngflokki K. F. U. M., er Jón Hall-
dórsson bankaritari stýrir, og söng
flokkurinti úti fyrir gluggum séra
Friöriks lag, sem hann hefir sjálfur
samiÖ fyrir nokkrum árum viö 24.
sálm Daviðs: “Þér hlið, lyftið höfð-
um yðar’- o. s. frv. En kl. 10 um
morguninn fékk hann heimsókn af
stjórn K.F.U.M., sjö mönnum, Kn.
Zimsen !x>rgarstjóra, séra Bjarna
Jónssyni, Guöm. Ásbjarnarsyni
kaupnt.. Sigurj. Jónssyni bóksala.
Haraldi Sigurðssyni verzlunarm.,
Pétri Gunnarssy»i kaupm. og Sigurb.
Þorkelssyni kaupnt., er færðu honum
gjöf frá félaginu. 2,000 kr. í gulli, og
v’oru jJ>ær afhentar í tveimur sjó-
vetlingum. Kl. 12 utn daginn kom
sendinefnd frá bxjarstjórn Reykja-
víktir, Kn. Zimsen borgarsíj., Sighv.
Bjarnason bankastjóri, forseti bæjar-
stjórnar, og Ben. Sveinsson alþm.,
varaforseti hennar. Færðu J>eir
honum 10 þús. króna gjöf frá bæn-
um ásamt ávarpi, er séra Lárus Hall-
dórsson hafði skrautritað. Afhenti
forseti bæjarstjórnar gjöfina meö
ræðu, en séra Friðrik svaraöi. Ávarp-
ið er svo hljóöandi:
‘‘Bæjarstjórn Reykjavíkur notar
kærkomið tækifæri á finitíu ára af-
mælisdegi yðar til að votta yöur
þakklæti fvrir hið þarfa og blessun-
arríka starf, sem þér um langt skeiö
hafið leyst af hendi fyrir æskulýö
bæjarfélagsins. — Sem sýnilegan vott
J>essa þakklætis leyfir bæjarstjórnin
sér aö senda yður 10,000 króna gjöf
til ráðstöfunar fyrir starfsemi félags
yðar K. F. U. M„ hér i bænum, á
J>ann hátt, sem yður J>ykir bezt henta,
og óskar jafnframt yður og starf-
semi félagsins góös gengis á komandi
árum.’’
Undir ávarpinu standa nöfn allra
bæj ar fulltrúa Reykj aviku r.
Præp. hon. Þorvaldur Jónsson frá
Isafirði færði séra Friðriki 1,000 kr.
gjöf frá sjálfum sér til útbreiðslu K.
F. U. M. i framtíðinni, sérstaklega á
ísafirði.
Margt og margs konar gjafir kornu
auk þessa, þar á meðal söngvél, mikU
og dýr»með Edisons gerð, frá nokkr-
um vinum séra Friðriks, prestshempa
og kragi. frá konum í K. F. U. M.,
kaffisekkur, frá borgarstjóra, skjala-
skápur, frá Haraldi kaupmanni Árna-
syni, ítalskt Maríulikneski, frá tveim-
ur skóiafélögum, Sigf. Blöndal'' bóka-
verði og Þorst. Gíslasyni ritstj., o.s.
frv'. Tilkynt var frá Væringjafé-
laginu. að gjöf, sem J>að hefði ætlað
að senda, væri af sérstökum ástæðum
ekki ftillbúin og gæti því ekki oröiö
afhent að Jjessu sinni.
Heillaóskaskeytin voru fjölda
niörg og verða liér sýnd að eins nokk-
ur hin ihelztu. Dr. Jón Helgason
biskup sendi svo hljóöandi skeyti:
“í nafni íslenzkrar kristni og
kirkju flyt eg yðttr á 50 ára fæöing-
ardegi yðar hugheilar hamingju- og
t)lessunar-óskir með hjartanlegri
Jtökk til guðs fvrir ávaxtaríkt starf á
liðinni tiö ög innilegri bæn um dýrð-
legt framhald á hinni komandi, meö
yfirgnæfandi náö yður til handa í
Kristi Jesú.”
Frá sóknarnefnd Reykjavikur kom
svohljóðandi skeyti: “Fyrir hönd
dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík
flytjum vér yður á þessum minning-
arrika degi httgheilar þakkir fyrir alt
yðar fórnfúsa starf í söfnuðinum og
’biðjum guð aö blessa vöur og starf
yðar á ókotnntim árum.”
Einnig kom skeyti frá Hjálpræðis-
hernum, sóknarnefnd Hafnarfjaröar,
K.F.U.M í Hafnarfirði, séra Árna
Björnssyni í Görðum, íþróttafélagi
Rvíkur og fjölda einstakra manna.
Frá ónefndum háskólastúdent kom
þessi vísa: '
“Nú finnur þú eitthvað af ylnum,
sem andar þér sjálfum frá,
í hamingju og árnaðaróskum,
sem ótal vinir tjá.”
Páll Guðmundsson guðfræðingur
sendi þetta erindi:
“Kæri höldur ! Hálfrar aldar
hefttrðu runnið skeiö, og unnið
sveiginn þann. er sómir enni;
sigurmerkið í lífs þíns verki,
ást og virðing ótal bræðra,
instu hjartans ]>akkir bjartar,
brugðið og fléttaö blessun drottins
bezt er prvði hærttnt fríöum.”
Frá Indriða Einarssyni og heimil-
isfólki hans kom svohljóðandi skeyti:
“Hamingjuóskir nteð deginttm. Eg
heyri jólnaglöö hringja i norðri og
sé i anda Skagafjörð heilagan út í
haf og fram í dali. Ásbirningar hlusta
undir sverðinum á Hólum og Reyni-
stað, hvort ekki þurfi að reka hinn
heilaga mann og lið hans burt af
staðnum.”
Um fcvöldið var samkoma i K.F.U.
M. Þar var húsfyllir og salurinn
mjög smekklega skreyttur. Samkom-
an var sett á sama hátt og venja er
til, með söng og bæn. Þar næst flutti
séra Bjarni ræöu og á eftir söng
söngflokkitr K.F.U.M. sama lagið og
nm morguninn, ‘Þ.ér hlið” o. s. frv.
Þá sté dr. Jón Helgason biskup í
stólinn og talaði til séra Friðriks, en
síðan séra Árni i Görðum, frá hálfu
K.F.U.M í Hafnarfiröi, og þar næst
Kn. Zimsen borgarstjóri, frá hálfu
K.F.U.M. i Rvik. Þá söng söng-
flokkurinn enn tvö lög, en þar naast
steig séra Friðrik i stólinn og þakk-
aði, og var síðan samkomunni slitið
á venjulegan hátt. Hafði hún farið
mjög vel frant.
Um daginn sátu gestir séra Frið-
riks við kaffidrvkkju hjá móöur
Til kaupenda Lögbergs.
Kaupendur Lögbergs eru beðn-
ir velvirðingar á því hve blaðið
kemur seint út í þetta sinn, á-
stæðan fyrir því er verkfall það
sem prentarar bæjarins gjörðu í
byrjun þessarar viku, og sem
ekki var útkljáð fyr en á fimtu-
dagskveld.
Að vísu hefir verkfall þetta
ekki náð til allra blaða-prentara
þessa bæjar, efi þar sem svo hef-
ir staðið á, hefir blaðið eða blöð-
in, verið fráskilin bókaprentun-
ardeild félaganna, en svo var
ekki hjá oss, og urðu því allir
prentarar, sem hjá Columbia
Press félaginu vinna að taka þátt
í verkfallinu. En vér hvorki gát-
um, né heldur vildum vér fá ut-
anfélagsmenn til þess að hjálpa
til að koma út blaðinu, svo það
gæti orðið tilbúið á réttum tíma,
og ekki var heldur um það að tala
að fá blaðið prentað annarstaðar
því það kom í bága við reglugjörð
prentarafélagsins.
Oss voru því allar bjargir
bannaðar — urðum að bíða þar
til verkfallinu var lokið.
Framvegis kemur Lögberg
væntanlega út eins og að undan-
fömu.
Eimskipatélagið.
Arsrtikningur Eimskipafélags ts-
lands hfir nú veriö lagöur fram og
sýnir hann aö félagið hefir grætt kr.
758.351.81 eöa rúmlega miljón á
árinu 1917. Innborgaö hlutafé er tal-
iö kr. 1,673,351, svo að gróöinn svar-
ar til 45% af því og verður það aö
teljast glæsileg útkoma. Ariö 1916
varð tekjuafgangur aö ein 331 þús.
krónur.
Af gróðanunt koma 390 þús. i hlut
“Gullfoss” en 315 þús. í hlut “Lagar-
foss”. Landssjóösstyrk hefir félagiö
haft að upphæö 40 þús. kr. og 12,350
kr. hefir það fengið fyrir útgerðar-
stjórn lands :sjóösskipanna.
öll fargjöld skipanna hafa oröiö
rúml. 1,773 þús. krónur; “Gullfoss”
935 þús. og “Lagarfoss” 838 þús.
Inneign félagsins í bönkum og hand-
bært fé var um áramótin krónur
1.207.877.81.
—Visir.
fslend in gadagu ri nn.
Forstöðunefnd íslendingadags
ins vinnur af kappi miklu að
undirbúningi hátíðarhaldsins og
lætur ekkert til sparað.
pjóðhátíðin í ár, verður haldin
í River Park, sem er einn hinn
ákjósanlegasti skemtistaður þess
arar borgar.
Fjölbreyttar íþróttir verða við
[ allra hæfi, glímur, kappsund,
kaðaltog og kapphlaup. Ágætur
hljóðfæraflokkur er leikur margt
af íslenzkum lögum, skemtir við
og við allan daginn.
Frá Vígstöðvunum.
í bréfi frá Alfred Albert dag-
settu 2. júní sl. segir að hann
hafi þá verið við vinnu með menn
sína þar sem uppihaldslaus skot-
hríð hafi gengið í tvo daga og að
pjóðverjar hafi sent gaskúlur í
hundraða vís yfir á landsvæði
það sem hann með mönnum sín-
um var staddur á. Nokkrir af
mönnum þeim sem með Mr. Al-
bert voru féllu, sjálfur varð hann
fyrir gasi, en segir að það hái sér
ékki að öðru leyti en því að hann
hafi mist röddina, en vonist eftir
að hann fái hana aftur.
Listamannamót.
"New York Times” getur þess aö
listaverkasýning sé nú opnuö í Mil-
ton, Mass. Sýning sú fer fram ár-
lega viö Elverhoj listaskólann. 1
því sambandi er getiö um landa vorn
F.inar Jónsson, og aö hann sé nú bú-
inn aö fullgjöra standmynd, sem
eigi aö setjast upp í Fairmount lista-
garöinum í bænum Philadelphia, og
er J>aÖ ví-st myndastytta sú, sem Ein-
ar hefir veriö aö gjöra af Þorfinni
Karlsefni.
Blaöiö getur einnig um aö Mr.
Emil Walters ætli aö stunda silvur-
smiö í Milton í sumar, og aö smíöis-
gripir hans verÖi til sýnis á listasýn-
ingunni. Ennfremur er sú frétt aö
Miss Hólmfríður Árnadóttir. sem
frá Islandi kom í fyrra haust, hafi
boöist til þess aö veita vikulega til-
sögn í islenzku og dönsku viö Col-
umbia hásikólann í Nevv York.
hans, frú Guörúnu Pálsdóttur, er býr
meö honum, og er hún enn ern og
frisk.
—Lögrétta.