Lögberg - 04.07.1918, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1918
Gefið út hvem Fimtudag af Th« C«l-
urobia Press, Ltd.,|Cor. Wúliam Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMX: GAIiRT 416 og 417
Jón J. BíldfeU, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Ijtanáikrift til blaðsins:
THE 80LUMBIIV PREÍ3, Itd., Box 3172, Winnipog. M»H-
Utxnáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERO, Box 3172 Winnipog, gan.
VEBB BLAÐSINS: $2.00 ura ári8.
landsins, sem ekki sé hægt að forsvara fyrir
þeim mönnum, sem séu að leggja líf sitt í söl-
urnar fyrir þá í stríðinu, og að gjöra alt sem
í þeirra valdi stendur til þess að halda fram-
leiðslunni við, og reyna að jafna allar sakir eða
misklíð, sem upp kann að koma á milli vinnu-
þiggjanda og vinnuveitanda á friðsamlegan
hátt. '
Andinn í þessari skýrslu embættismanna
hinna sameinuðu verkamannafélaga í Banda-
ríkjunum er göfugur, og eins og að runninn sé
út frá hjarta þjóðarinnar nú á þessum tímum.
Eins og eftirfylgjandi setning sýnir. “Hin al-
varlegu tímamót í sögu heimsinS, og það, að
samherjar vorir, með bakið upp við steinvegg,
eru að berjast á móti tilfinningarlausu, og of-
stopafullu einveldi, knýr oss frjálshugsandi
menn til óeigingjarnrar sjálfsprófunar um það,
hvort vér séum að gjöra skyldu vora.”
Það er æfinlega fallegt að gjöra skyldu
sína, en að gjöra hana með svona hugsunar-
hætti er aðdáunar vert.
Bandaríkin og stríðið.
Þegar að fréttin um það að Lusitaniu
hefði verið sökt og að hundruð af saklausum
mönnum, konum og börnum hefðu farið í sjó-
inn, og Bandaríkin biðu án þess að reyna til
þess að hefna fyrir þá svívirðingu, voru þau
ekki fá ásökunarorðin, sem hrutu í garð stjórn-
arinnar út af aðgjörðarleysi hennar.
Menn sögðu að hún þyrði ekki út í stríð.
Sögðu að Bandaríkjamenn elskuðu dollarinn
meira heldur en réttlætið. Menn sögðu að Wil-
son væri heigull, sem ekki þyrði að reka smán
þá sem Þjóðverjar væru stöðugt að sýna Banda-
ríkja þjóðinni af höndum sér.
Menn sögðu að hann svæfi svo vært, að
jafnvel dauðavein saklausra kvenna og barna
hans eigin þjóðar, gæti ekki vakið hann.
En svo margt er sagt, þegar tilfinningar
manna bera skynsemi og dómgreind ofurliði,
sem þeir annars fegnir vildu aldrei sagt hafa.
Þegar maður lítur á málin með gætni, og
þegar saga þessa örlagaþrungna tímabils verð-
ur skráð, þá er það vor meining að Woodrow
Wilson verði söguhetjan, sem skyldi köllun sína
flestum, ef ekki öllum samtíðarmönnum sínum
betur og sá lengra fram í tímann en þeir.
Hugsum okkur þjóðina hans, hina þrótt-
miklu og stórhuga Bandaríkjaþjóð þrískifta.
Fyrsti flokkurinn með Theodor Roosevelt
í broddi fylkingar vill tafarlaust út í stríðið.
Annar og sá stærsti vill ekkert stríð. Krefst
þess að þjóðinni sé haldið hlutlausri og fyrir
utan allar stríðsdeilur. Sá þriðji, Þjóðverjar
og þýzksinnaðir, vildu veita Þjóðverjum að
málum.
Og í staðinn fyrir að rílja hrinda þjóð sinni
út í ófriðinn í þessu ástandi, þá beið hann —
beið eftir því að örlögin og afglöp Þjóðverja
breyttu þjóðarviljanum — beið eftir því að hann
hefði þjóðarviljann svo einhuga á bak við sig,
að vilja hinna sem á móti voru gætti ekki. En
þá kom hann — kom með einhuga úrvalslið svo
miljónum skifti — með verksmiðjur, skipakvý-
ar, járnbrautir, framleiðslu, og allan auð lands-
ins. Kom með meiri myndarskap en dæmi eru
til. Kom til þess að láta skríða til skara og
ganga ,á milli bols og höfuðs á þýzku hervaldi,
harðstjórn og grimd.
Dæmin um fórnfýsi þessarar þjóðar og
skyldurækni hennar í sambandi við þetta stríð
og um það, hve skilningur hennar er glögguxr á
öllu, sem að því lýtur, koma til vor úr öllum
pörtum hins víðáttumikla lands og frá öllum
stéttum þjóðarinnar og nú síðast frá þeirri
fjölmennustu—verkamannastéttinni.
Nú að undanförnu hefir þing hinna sam-
einuðu verkamannafélaga Bandaríkjanna (Con-
federation of Labor) verið að halda hið árlega
þing sitt í bænum St. Paul í Minnesota, og hefir
það sýnt enn á ný, þótt áður væri það full-
kunnugt, að verkamannafélögin í Bandaríkjun-
um eru einn sterkasti þátturinn í lýðveldis hug-
sjónum þeirrar þjóðar. Afl, sem Þjóðverjar
komast ekki hjá að gjöra upp reikninginn við.
í skýrslu miðstjórnar þess félagsskapar,
sem er skýr og fróðleg og framsett í anda víð-
sýnis og drengskapar, er skýrt tekið fram,
þó að þar sé bent á ýms framtíðar velferðarmái
verkamanna, svo sem átta stunda vinnu á dag
um land alt, alþjóðar reglugjörð um vinnu ung-
linga, jöfnuð á auð þeim, sem verkamenn hjálpa
til þess að framleiða, vátryggingu gegn vinnu-
leysi, sem við er hægt að gjöra, og þátttöku
verkamanna í stjórn á verksmiðjum og öðrum
iðnaðartækjum, þá er aðal áherzlan lögð á stríð-
j ið. Það er tekið fram í skýrslunni, að verka-
menn beri fult traust til stjórnarinnar með það
að hún láti sér farast sanngjarnlega í garð
verkamanna og að frelsishugsjónum þjóðarinn-
ar sé vel borgið í höndum Wilson forseta.
Þar er og tekið fram, að þar sem verka-
mennirnir séu stór hluti af afli því, sem þjóðin
eigi yfir að ráða til stríðsþarfa, og þar sem
þeir geti ekki hætt vinnu eða lagt niður verk,
án þess að stofna framkvæmdum hennar á því
svæði í voða, þá leggur miðstjórnin til að ekk-
ert verkfall sé gjört af verkaraönnum í Banda-
rfkjunum meðan á stríðinu stendur, sem ekki
sé hægt að forsvara fyrir mönnum þeim, sem
séu í dauðans harítu á vígvöllunum á Frakk-
landi.
Og skör lengra vilja þeir fara en þetta, því
þar er einnig tekið fram “að engin áform ættu
að vera tekin af verkamönnum í sambandi við
framleiðslu eða sölu á verksmiðju iðnaði, né
heldur af þeim sem við akuryrkju vinna, sem
ekki eru í fullu samræmi við stríðshugsjónir
þjóðarinnar”. Það er einnig farið fram á það
í skýrslu þessari, að fara ekki fram á neitt það
í safnbandi við framleiðslu eða iðnaðarmál
Séra Friðrik Friðriksson fimtugur
Hinn 25. maí síðastliðinn, átti séra Friðrik
Friðriksson fimtugs afmæli, og var honum við
það tækifæri margvíslegur sómi sýndur, af sam-
borgurum hans í höfuðstað Islands og fólki af
öllum stéttum og stigum víðsvegar á landinu.
Vér birtum hér á öðrum stað í blaðinu ítarlega
grein um afmælisfagnaðinn, tekna eftir “Lög-
réttu” og er hún glögt, stutt yfirlit yfir það,
hvernig Reykvíkingar fögnuðu hinu ástsæla
afmælisbarm.
Það er öldungis óþarft, og enda ekki til-
gangur vor að fara að lýsa séra Friðriki eða
gera hann kunnugan Vestur-lslendingum; hann
hefir fyrir skömmu dvalið hér persónulega mitt
á meðal vor, og jafnvel þótt svo hefði eigi verið,
mundi hann samt sem áður hafa fyrir löngu
kunnur verið meginþorra hins íslenzka þjóðar-
brots í álfu þessari. Séra Friðrik Friðriksson
er löngu kunnur orðinn á meðal hinnar íslenzku
þjóðar, sem mikilvirkur rithöfundur, blaðamað-
ur, skáld, kennari og prestur, en lang kunnast-
ur er hann þó og kærastur í huga þjóðarinnar,
undir nafninu: Friðrik . barnavinur. — Það
tekst engum nema þeim, sem í eðli sínu er sak-
laust barn, að stjórna jafn stórum hópi barna
og unglinga, vitanlega með mismunandi inn-
ræti, ólíku uppeldi, frá oft og einatt afar-ólíkum
heimilum, eins meistaralega og séra Friðrik
hefir gert. Kristilegt félag ungra manna og
ungra kvenna, er nafnið á þeim blessunarríka
félagsskap, sem séra Friðrik stofnaði á Is-
landi, og hefir helgað alt það bezta í sjálfum
sér, síðan að hann lauk skólanámi.
Hvers virði sá félagsskapur hefir þegar
orðið þjóð vorri, fær mannlegt hyggjuvit sjálf-
sagt eigi nákvæmlega metið, en þó eru áhrifin
auðsæ í siðferðis og trúarlífi ungu kynslóðar-
innar; þau hafa þrýst Kristsmyndinni — mynd
hins éilífa kærleika, á huga og hjörtu þúsunda,
ungra karla og kveima, á miUi fjaUs og fjöru,
innan vébanda vorrar kæru fósturjarðar. —
Hérna megin hafsins á séra Fríðrik gróðursæl
ítök, og þau eigi all fá.
Ekki mun það títt vera, að brautryðjend-
um auðnist í lifanda lífi að njóta óskiftrar
ástar og virðingar heillar þjóðar, en þetta
hvorttveggja hefir séra Friðriki hlotnast. Hann
er eldheitur áhugamaður, óeigingjarn, ósérhlíf-
inn, sannur trúmaður, — sannur maður! Séra
Friðrik fylgir öllum málum fram með festu, er
hann beitir sér fyrir; hann fer aldrei í felur
með skoðanir sínar — menn vita ávalt hvoru,
megin hann er, og þess vegna nýtur hann al-
mennings trausts.
Fjallkonan, móðir vor, á góðan son þar
sem séra Friðrik er. — Hamingjan gefi að hún
fái að njóta hans sem lengst!
Til leiðbeiningar.
Fólk er beðið að muna eftir því, í sambandi
við skrásetningu í Canada, að lögin ákveða, að
hver einasta persóna sem nær 16 ára aldri,
verði tafarlaust að skrásetjast. Lagaákvæði
þessu efni viðvíkjandi er á þessa leið.
Hver einasti maður og hver einasta kona,
sem búsett eru í Canad og ná 16 ára aldri, verða
að fara til næsta pósthússtjóra og fá hjá hon-
um skrásetningarform, og láta skrásetjast inn-
an 30 daga frá því‘að þau ná 16 ára aldurs-
takmarkinu, og gefur pósthússtjóri þá skrásetn-
ingarviðurkenningu. Einnig geta menn sent
skrásetningarformið, eftir að þeir hafa útfylt
það, til Ottawa og verður þeim þá sent skrásetn-
ingarskírteini þaðan.
Þeir sem nú eru í herþjónustu, bæði karlar
og konur, en ganga úr henni áður en stríðinu er
lokið, verða að láta skrásetjast innan 30 daga
frá því þeir ganga úr herþjónustuimi.
Hver sú persóna sem giftir sig, eftir að
hafa verið skrásett, verður að tilkynna aðal-
skrásetjara ríkisins í Qttawa giftingardaginn
innan 14 daga frá því að giftingarathöfnin fer
fram.
Þeir sem breyta um heimilisfang eða póst-
hús áritan, eftir að vera skrásettir, verða að til-
kynna aðalskrásetjara ríkisins þá breytingu.
Ef menn vanrækja að framfylgja ofan-
skráðum fyrirskipunum, þá varðar það fjár-
sektum sem geta numið alt að $50.00.
Enn fremur má taka það fram, að ef menn
skyldu glata skrásetningar skírteini sínu,
geta menn fengið eftirrit af því, með því að
skrifa aðaiskrásetjaranum í Ottawa, en vel
skyldu menn gæta þess að gefa númerið af skrá-
setningarskjali sínu í öllum bréfaviðskiftum
við ríkisskrásetjarann, í sambandi við beiðni
um eftirrit af skrásetningar skýrteini, við
breyting á heimilisfangi, ef það hefir pósthús
breyting í för með sér, eins um tilkynning í sam-
bandi við giftingar.
Rúmenía.
Ein af hinum mörgu stríðsþjóðum, sem
Þjóðverjar hafa að minsta kosti um stundar
sakir, kúgað til þess að ganga undir jarðarmen
og kyssa á vöndinn, er litla Balkanríkið,
Rumenia.
Rumeníumenn eru herskáir og hinir harð-
snúnustu; þeir fóru inn í stríðið á hlið sam-
bandsþjóðanna, til þess að verjast yfirgangi
Þjóðverja og ofbeldi, en voru ofurliði bornir,
eftir hina drengilegustu vörn. Þjóðverjar fóru
báli og brandi um landið, á líkan hátt og átti sér
stað i Belgíu, og hinn 6. maí 1918 neyddust
Rumeníumenn til þess að undirskrifa friðar-
samning við Þýzkaland í höfuðborg sinni
Bucharest. — Rumeníumenn höfðu búist við
því, að all-langur tími mundi ganga til friðar-
samninganna, en reyndin varð á alt annan veg.
Erindrekar Þýzkalands komu til stefnunnar,
með öandlega undirbúinn samning, er þeir
heimtuðu tafarlaust að Rumenar gengi að.
Rumeníumönnum hraus hugur við, að und-
irskrifa pólitískan og ríkisréttarlegan dauða-
dóm þjóðar sinnar, og reyndu til þess með lip-
urð að fá hin einstöku atriði samningsins rædd,
hvert. út af fyrir sig og nokkrum breytingum
skotið inn, en hvorttveggja mistókst algjörlega.
Þýzkarinn heimtaði að samningurinn yrði und-
irskrifaður tafarlaust, og að öðrum kosti yrði
Rumenía þurkuð út af landabréfinu. Og þótt
kostirnir væru harðir og ranglátir, kusu Rume-
níumenn heldur að ganga að þeim, og reyna
þannig að koma í veg fyrir bráða, þjóðernislega
tortíming. Þungt hefir þeim verið innanbrjósts,
er þeir undirskrifuðu áþjánarskjalið, engu síð-
ur en Islendingum forðum daga í Kópavogi!
Rumenía er frjósamt og auðugt land, og
þrjár hungraðar þjóðir, Austurríkismenn,
Búlgarar og Þjóðverjar mændu þangað vonar-
augum. Öllum þessum þremur, soltnu óvinum,
urðu Rumeníumenn að fullnægja, það hafði
verið fyrirfram ákveðið. Búlgaría fékk í sinn
hlut Dobrudja héraðið, allstórt og vel ræktað
landflæmi. Austurríki krafðist þess að fá all-
stóra fláka meðfram Carpathíu fjöllunum, og
fullkomin yfirráð á skörðunum, er í gegn um
fjöllin liggja, en þar höfðu Rumeníumenn gert
hin ágætustu varnarvirki. En auðvitað þóttist
Þýzkaland mest hafa til matarins unnið; enda
fengu Þjóðverjar með samningi þessum 99 ára
einkaleyfi á hinum auðugu olíunámum í
Rumeníu, og fá um óákveðinn tíma allar korn-
tegundir, sem ræktaðar eru í landinu og af-
gangs eru því, sem talið verður nauðsynlegt
Rumeníumönnum til framfærslu. Verð korns-
ins ákveða Þjóðverjar sjálfir. Einnig heimtuðu
Þjóðverjar, að Rumeníumenn afvopnuðu svo að
segja allann herinn, og undirgengjust að láta
þýzka foringja hafa yfirumsjón með þeim fáu
hersveitum, er þeim var í orði kveðnu leyft að
halda eftir til landvarna. Loks kröfðust Þjóð-
verjar þess, að Rumeníustjórnin gerði alt, sem
• í hennar valdi stæði, til þess að greiða fyrir
flutningi þýzks herliðs yfir landið, á leiðinni til
Odessa. Og síðar hefir það sannast, að hinn
10. marz, eða því nær tveimur mánuðum áður
en friðarsamningurinn var undirritaður, höfðu
fyrstu þýzku hersveitirnar verið fluttar um
Galatz og þaðan til Ukraníu. Öllu þessu urðu
Rumeníumenn að taka þegjandi og hljóðalaust;
mótmæli frá þeirra hálfu, hefðu aðeins orðið tii
þess að gera vont verra.
Þjóðverjar neyddu Averescu-ráðaneytið,
sem þeir töldu vera of hlynt sambandsþjóðun-
um, til þess að leggja niður völd, og sama sem
skipuðu Ferdinand konungi að stofna nýtt
ráðaneyti, með tómum þýzksinnuðum mönnum,
er þeir í raun og veru tilnefndu sjálfir. Af
þessu er Ijóst hve fjarri sanni það mundi vera,
að telja Rumeníu lengur fullvalda ríki, eins og
málefnum þjóðarinnar er nú skipað. — Rumenía
er eins og t. d. Pólland og Finnland, aðeins
pappírsríki, ófullveðja og ánauðugt, eigandi til-
verurétt sinn undir þýzkum hnefa! Ganga má
að því sem vísu, að núverandi stjórn Rumeníu,
sé Þýzkalandi trú, þannig mun hún mönnuð
vera; en hitt er og jafnvíst, að meginmþorri
þjóðarinnar, alla leið frá hinum umkomuminsta
daglaunamanni og upp til konungshirðarinnar,
bæði hatar og fyrirlítur Þjóðverja. Eitt dæmið
því til styrktar er það, að þegar þing Rumeníu-
manna var kvatt saman, til þess að staðfesta
friðarsamningana, þá neitaði drotningin að
vera viðstödd, en hún hefir sem kunnugt er, síð-
an að ófriðurinn hófst, fylgt sambandsþjóðun-
um eindregið að málum. -
Þrælkuð og einangruð, eins og þjóðin vit-
anlega hlýtur að vera, er þó svo langt frá því,
að hún hafi mist móðinn, — hugur hennar svell-
ur af réttlátri reiði. Rumeníuþjóðin bíður með
öndina í hálsinum þeirrar stundar, er sam-
bandsþjóðirnar vinna fullkominn sigur, og
frelsa hana undan ánauðaroki harðstjórans!
Enn um vistamálin,
Það hefir verið þó nokkuð umtal um vista-
málin og dýrtíðina í blöðunum að undanförnu,
eigi þó hvað sízt eftir að uppvíst varð um mis-
mun þann hinn mikla og lítt skiljanfega, sem á
sér stað á ýmsum vörutegundum hér hjá oss og
sunnan línunnar, í borgunum St. Paul og
Minneapolis. Flestum hefir borið saman um
að eigi mundi alt með feldu, að því er mál þessi
snertir, og að þörf væri ítarlegrar rannsóknar,
er leiddi í ljós skýrt og ótvírætt hvernig stæði á
hinu gífurlega verði, sem fátækur almenningur
þarf að greiða fyrir sumar allra helztu lífsnauð-
synjar sínar, svo sem kjöt. —
THE DOMINION BANK
STOFNSETTUK 1871
Uppborgaður höfuðstóU og varasjóður $13,000,000
VICTORY BOND INTEREST
SafniS prócentunum af Sigurláni (Victory Bond) yðar. Hver
dollar sem þú sparar er hjálp Sambandsmönnum. Ef þú hefir
ekki sparisjóðs reikning, þá byrjaðu hann nú—og fáiö prócentur
ofan á prócentur.
Notre Dame Branch—VV. M. IXAMII/TON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
THE R0YAL BANK 0F CANADA
553!
i
HöfuSstóIl löggiltur $25.000,000
Varasjóður.......................
HöfuSstóll greiddur $14 000,800
....$15,000,000
Forseti ...
Vara-forseti
Aðal-ráðgmaður
Sir HUBER.T S. HOI/T
E. L. PEASE
C. E NehXi
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reiknlnga viB einstakiinga
eCa félög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Avísanlr seldar tll hvaBa
staBar sem er á fslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparirjöBslnnlögum,
sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar vlB & hverjum 6 mánuBum.
T* E. THORSTEINSSON, Ráð.maður
Co William Ave. og Sherbrooke St„
Winnipeg, Men.
réVrfoV aSgEjfílgá
Walters Ljósmyndastofa
Vér skörum fram úr í því að stækka myndir
og gerum það ótrúlega ódýrt.
Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi.
Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þer
$1.00 afslátt frá voru vanaverði.
Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave.
Talcími: Main 4725
Sæmilega vel hefir verið
tekið undir mál þessi, að
minsta kosti á pappírnum —
óhlutdrægri rannsókn lofað
hvað ofan í annað, en þar við
hefir svo oftast nær setið.
“Loforð öðru megin, en svik
hinu megin” sagði Hjálmar
frá Bólu.
Ensku blöðin hafa skýrt
frá því dag eftir dag, að hér í
borginni ætti að fara fram
rækileg rannsókn á kjötverð-
inu; skyldi þar ekkert undan
dregið, og engum hlíft. Vér
skulum að þessu sinni engar
getur að því leiða, hvernig sú
rannsókn kann að verða, ef
hún á annað borð verður nokk-
ur — um það gefst almenningi
sjálfsagt kostur á að dæma síð-
ar. En hitt dylst oss eigi, að
drátturinn í þessu máli er
að verða öldungis óþolandi.
Síðan að uppvíst varð um hinn
feykilega verðmun hér hjá oss
og í Bandaríkjunum, er nú
komið á annan mánuð, og ekk-
ert verið aðhafst í framkvæmd-
i inni, til þess að grafa upp or-
sakirnar, eða skipa málunum í
betra horf. Og hér um bil þrjár
vikur eru liðnar, frá því er
rannsókn var lofað í máli þessu
af þeim, sem með völdin fara
í þessari borg, en árangurinn
hefir því miður enn ekki orðið
sýnilegur. Eintómar ráðagerð-
ir og eintómur fagurgali, ráða
aldrei að eilífu dýrtíðar-gát-
una, sem nú virðist að vera
flóknasta viðfangsefnið á dag-
skrá allrar alþýðu. Ekkert,
nema drengilegar framkvæmd-
ir, bygðar á óeigingjarnri rétt-
lætismeðvitund fyrir fjöldans
heill, fær leyst þá þraut.
“Orð orð, innantóm” slétta
eigi úr misfellunum, heldur
stuðla beinlínis miklu fremur
að því, að hella olíu í eldinn.
Fyrir skömmu síðan, varð
auðugur hveitikaupmaður í
Bandaríkjunum, uppvís að því
að hafa grætt óeðlilega mikið á
vöru þeirri, er hann verzlaði
með. Maðurinn var dæmdur
til þess að greiða tuttugu og
fimm þúsundir dala í Rauða
kross sjóðinn, og misti þar að
anki verzlunarleyfi sitt. Ekki
er þess heldur getið að langur
tími gengi til þess að rannsaka
mál þessa manns. Nei, hann
fékk makleg málagjöld undir
eins! !
En fyrir tiltölulega skömm-
um tíma varð miljónafélag eitt
hér á meðal vor, fundið satt að
sök, um að hafa grætt á milli
70—80 af hundraði, á einni
allra þýðingar mestu nauð-
synjavöru almennings. Var
dæmt af því félagi verzlunar-
leyfið? Var það dæmt til þess
að greiða stóra fjárupphæð til
Rauða krossins? — Eða lá
nokkuð annað beinna við?
Kirkjuþingið.
(Niðurlag).
Eitt af þeim málum, sem er að
verða alvöru mál mikið meðal
vor, er prestaskorts málið. Prest-
unum er stöðugt að fækka, sum-
ir falla fyrir aðkomu dauðans,
aðrir hverfa frá oss út í hringiðu
hins enskumælandi þjóðlífs.
Prestaefnin — mennimir sem
voru að undirbúa síg undir að
verða kirkjulegir kennimenn vor
á meðal, 'hafa verið kaDaðir í
stríðið. Sumir þeirra koma ef til
vill ekki aftur úr því, aðrir koma
máske gjörbreyttir. En það sem
erfiðast er í þessu sambandi er
það, að flest af okkar námsmönn
um, þeim er á heraldur eru
komnir, eru annaðhvort famir
eða þá á förum í stríðið, svo að
skólamennimir verða ekki td, en
timinn heldur stöðugt áfram, og
heggur smátt og smátt skörð í
fylkingar hinna eidri presta
vorra.
Sunnudagaskóiamálið, er eitt
af vanda og stórmálum þeim
sem kirkjuþingið hafði til með-
ferðar. Tilfinnanleg vöntun hef-
ir verið að undanfömu á kenslu-
bókum á íslenzku í miðbekkjum
skólanna, úr þessu á nú að bæta
með því að gefa út nothæfar
bækur til þess að nota við þá
kenslu, og á þingið þökk skilið
fyrir þær framkvæmdir.
Ein stofnun Kirkjufélagsins
hefir átt meiri vinsældum að
fagna á meðal fólks vors í þessu
landi en nokkurt annað fyrirtæki
þess, það er gamalmennaheimilið
Betel.
Vér teljum það víst að jafnvel
kvenfélagskonur Fyrsta lút.
safnaðarins í Winnipeg, sem áttu
þessa hugmynd 1 fyrstu. lögðu
grundvöllinn undir það sem nú
er orðið, hafi aldrei gert sér von-
ir um að framganga þessa máls
mundi verða eins glæsileg og
raun hefir á orðið. En málið
hefir verið í góðra manna hönd-
um, og ihefir rutt sér braut inn
að hjartarótum fólks vors, svo
að það er nú réttnefnt óskabarn
V estur-íslendinga.
Eftirfylgjandi er skýrsla for-
stööðunefndar gamalmennaheim-
ilisins:
“Nefndinni til mikillar ánægju
getur hún skýrt kirkjuþinginu
frá að starfræksla þess líknar-
fyrirtækis hefir á þessu síðasta
ári gengið betur en nokkru sinni
fyr. Framfarirnar á þessu ári
hafa verið næstum ótrúlega
miklar, meiri en nokkur gjörði
sér vonir um, nú fyrir einu ári
síðan.
f skýrslu sinni til siðasta
kirkjuþ. benti nefndin á að það
sem aðallega vantaði til þess að
fyrirtækið gæti komið að tilætl-
uðum notum væri meira pláas,
þar sem nær því eins margar um-
sóknir um inntöku á heimilið
voru þá komnar, og sem ekki var
hægt að sinna, eins og margir
vistmenn voru þá á hejmilinu.
Kirkjuþingið fól nefndinni á
hendur að haifa þær framkvæmd-
ir í málinu, sem henni þætti
heppilegastar og reyna eftir
föngum að bæta úr því ástandi,
sem þá átti sér stað. Eins og þá
stóðu sakir sýndist lítiD möguleg
leiki á því að það yrði fram-
kvæmanlegt. En forsjónin hag-
aði því svo að þetta gat komist í
framkvæmd, og skal hér stutt-
lega skýrt frá þeim atvikum sem
leiddu til þess, að stofmmin
komst í það horf. sem hún er í
nú.
í Ágústmánuði síðast). dó á
Almenna sjúkrahúsinu hér í
Winnipeg gamall maður sem Jón
Helgason hét. Á deyjandi degi
gaf hann Betel allar eignir sínar,
eignir sem hann hafði atflað sér