Lögberg - 04.07.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.07.1918, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚJJ 1918 William Tell. Fólkið í Svisslundi var ekki altaf eins frjálst og það er nú, né lieldur átti það við eins góð kjör að búa á liðnum árum, eins og það átti nú, áður en stríðið skall á. Fyrir löngu síðan átti maður heima þar í laudinu og réði yfir fóikinu, sem hét Gessler. Hann var hæði stórbokki og harður \dð þegna sína. Einu sinni datt honum í hug að setja niður háa stöng í llstigarð einn, sem var á fjölfarnasta staðnum í borginni, sem hann bjó í. Á efri enda stangarinnar lét hann setja húfu sína og gaf út þá skipun, að liver sem fram hjá gengi yrði að hneigja sig fyrir húfunni. Fólkið þorði ekki ann- að en hlýða þessari fyrirskipan, því það óttaðist reiði Gesslers. Þar var samt einn maður, sem ekki fékst til þess að lúta þessari skipun Gesslers; hann stóð teinréttur með krosslagðar hendur og liló að húfunni, þar sem hún dinglaði fram og aftur í vindinum. Þegar Gessler heyrði um þennan ófyrirleitna mann, sem virti boð hans að engu, varð hann afar reiður, og sagði við sjálfan sig: “Ef eg læt þetta viðgangast, þá fara allir að standa upp í hárinu á mér, og áður en eg veit. af verður mér steypt úr völdum. Eg verð að hegna honum.” Heimili William Tells var upp til fjalla, og sjálfur var hann hinn ágætasti veiðimaður. Hann kunni svo vel að sk,jóta af boga að enginn var hans jafningi í öllu landinu í þeirri list. Þetta v'issi Gessler, og ásetti hann sér að láta þenna afburða fimleik veiðimannsins verða hon- um til hinnar mestu skapraunar. Hann gaf því út þá skipun, að taka skyldi son Tells, sem honum þótti ósköp vænt um, og að hann skyldi standa á fjölfarnasta torgi bæjarins. A höfuð honum skyldi setja epli, og svo var föður hans William Tell, skipað að skjóta eplið af höfði drengsins. William Tell grátbændi Gessler að leggja ekki þessa þraut fyrir sig — hann vissi að það var svo margt sem gat valdið slysi, drengurinn gat hreyft sig, hann sjálfur gat orðið skjálfhentur, örin gat stefnt ofur lítið skakt. “Ætlið þér að neyða mig til þess að myrða drenginn minn?” mælti hann. “Eyðið þér ekki fleiri orðum um þetta”, mælti Gessler, “j)ér verðið að hitta eplið með ör- inni yðar. Ef yður mistekst, j>á læt eg hermenn mína drepa drenginn, að yður áhorfandi.’’ An þess að segja eitt orð meira tók Tell eina af örvum sínum, lagði hana á streng, miðaði á eplið og hleypti af bogíinum. Örin klauf loftið og kom í miðjuna á eplinu, méð svro miklum krafti að eplið liraut af höfði drengsins og féll til jarðar. Allir sem á horfðu, fögnuðu yfir frelsun drengs- ins og hrósuðu Tell fvrir fimleik hans. En þegar Tell sneri sér við og ætlaði að ganga í burtu frá stað þeim er hann hafði staðið á, þá féll ör er hann hafði falið í barmi sér, niður á jörðina. Cessler tók eftir þessu, kallar á Tell og segir. “Maður, hvað ætluðuð þér að gjöra við örina, sem þér fóluð í barmi yðar?’’ “Níðingur”, svraraði Tell, “ef að drengurinn minn hefði orðið fyrir nokkrum meiðslum, þá hefði þessi ör staðið í yðar eigin hjarta.” Er saga um það að William Tell hafi skotið Gessler skömmu síðar, og þannig frelsað land sitt undan yfirráðum hans. Mignon. Söguna af Mignon las eg í gamalli bók fyrir löngu síðan, og hún er svona. Ungur maður, sem Vilhjálmur hét, var stadd- ur í smábæ einum og hélt þar til á gestgjafahúsi. Einn dag þegar liann var heima, þurfti hann að fara upp á loft, og var hann kominn upp í miðjan stigann þegar hann mætti lítilli stúlku, sem var á leið niður. Hann var nú reyndar ekki alveg viss um að það væri stúlka, því hann hefði tekið hana fyrir. að vera dreng, ef það hefði ekki verið fyrir hárið, sem var svart á litinn og liékk í hrokknum lokkum niður á hálsinn á barninu. Rétt i því að hún ætlaði að hlaupa fram hjá Vilhjálmi, greip hann hana í fang sér og spurði liana hvaðan hún væri, því hann j>óttist sannfærður um að hún væri ein úr hópi trúðuleikara, sem til bæjarins höfðu komið kveldið áður. Stúlkan litla leit hvasslega með stóru dpkku augunum sínum á Vilhjálm, losaði sig úr fangi hans og hljóp í burtu, án þess að segja orð. I na*sta skifti þegar Vilhjálmur sá litlu stúlk- una talaði hann til hennar og sagði: “Vertu ekki lirædd við mig, barnið gott. Viltu ekki segja mér hvað þú heitir?” “Fólkið kallar mig Mignon”, svaraði stúlkan. “Hvað ertu gömul?” sagði Vilhjálmur. “Enginn liefir talið daga mína”, svaraði hún j)á aftur. Vilhjálmur hélt leiðar sinnar, en litla stúlkan með stóru dökku augun, og raunasvipinn á fallega andlitinu stóð honum sífelt fvrir hugskots sjónum. Einu sinni, nokkuð löngum tíma eftir þetta samtal Vilhjólms og Mignon átti sér stað, var Vilhjálmur staddur úti fyrir dyrum gestgjafa- hússins og var að horfa á stóran hóp af fólki, sem safnast liafði saman þar rétt hjá, til ]>ess að horfa á snúrudansara, sem var þar að sýna list sína. Alt í einu barst til eyrna hans sárt hljóð; hann brá strax vdð og ruddi sér braut í gegn um mann- þyrpinguna, til þess að sjá livað um væri að vera. En þegar hann kom inn iir mannhringnum, sá hann hvar foringi leikaraflokksins, stór maður og illúðlegur, stóð með lurk í hendinni og barði litlu Mignon hlífðarlaust með lionum, en hún hljóðaði af kvölum og tárin streymdu niður eftir litlu kinn- unum á henni. Vilhjálmur réðist ó manninn tafarlaust, þreif í hálsmálið á treyju hans og hélt honum föstum og mælti með þrumandi rödd: “Láttu barnið vera! Ef að þú snertir hana aftur, skal annar- hvor okkar liggja hér liðið lík.” Maðurinn reyndi alt sem hann gat til þess að losa sig, en gat það með engu móti, því Vil- hjálmur hélt honum blýföstum. En á. meðan stympingarnar á milli foringja leikaraflokUsins og Vilhjálms fóru fram, þó lædd- ist Mignon í burtu og faldi sig í mannþrönginni. Þegar leikaraforinginn fann að hann gat alls ekki ráðið við Vilhjálm, bauð hann honum að eiga stúlkuna, ef hann vildi borga sér fyrir fötin, sem hann heft5i kevpt handa henni, og hún væri í. Að því boði gekk Vilhjálmur, og þegar hann hafði borgað féð, fór hann að leita að Mignon, en fann hana hvergi. Og það var ekki fyr en leik- araflokkurinn var farinn að hún kom í leitirnar, og þegar hún fanst, spurði Vilhjálmur liana að hvar hún hefði verið, en Mignon svaraði engu. “Hér eftir áttu að vera til heimilis hjá mér, og þú verður að muna eftir því að vera góð stúlka”, mælti Vilhjálmur. “Eg skal reyna að vera góð stiilka”, mælti Mignon. Upp frá því revndi Mignon að gjöra Vil- hjálmi alt til gleði og ánægju, sem hún gat, og eng- inn fékk að gjöra neitt fyrir Vilhjálm, sem Mignon gat gjört. Á meðan hún var með leikurunum, J>ó hafði hún málað á sér andlitið. Nú gjörði hún sér alt far um að ná af sér þeim óegta litblæ, sem við það hafði komið á andlit hennar og það tókst henni, og varð hún fegurri með hverjum líðandi degi. Hún var kát og fjörug, og þegar hún fór upp og ofan stigann í gestgjafahúsinu, þá hljóp hún eins og unglamb. Mignon hafði mismunandi aðferð að tala við fólk. Þegar hún talaði við lVihjálm, þá krosslagði hún hendurnar á brjóstinu og oft snerist hún í kringum hann heila daga án þess að segja orð. Eitt kveld kom Vilhjálmur mjög seint heim og vrar bæði þreyttur og í þungu skapi. Mignon sat í biðsalnum niðri og beið eftir honum, og þeg- ar hann loksins kom þá lýsti Mignon honum upp stigann og inn í herbergið hans, setti ^ljósið niður á borðið og spurði hann að, hvort hann vildi ekki að hún dansaði fyrir hann. “Það kannske kemur þér til að gleyma áhvggjum þínum”, sagði hún. Vilhjálmur, sem ekki vildi styggja eða særa litlu stúlkuna, sagði að hún mætti það. Mignon fór sem snöggvast út, en kom aftur með dálítinn &ólfdúk, sem hún breiddi á gólfið, svo sótti hún fjögur kertaljós og nokkur egg. Kertaljósin setti hún sitt á hvert hom dúksins, en eggjunum raðaði hún á dúkinn svo að þau mynd- uðu staf, batt klút fyrir augun, kallaði á mann, sem hún hafði fengið til -þess að spila á fiðlu og fór að dansa. Af list mikilli leið hún um gólf- dúkinn á milli eggjanna, án þess að brjóta þau eða jafnvel snerta eitt einasta þeirra. Vilhjálmur gleymdi sjálfum sér og öllum sín- um raunum, og horfði hugfanginn, á hinar meist- aralegu hreyfingar stúlkunnar. Þegar hún hætti að dansa, velti hún eggjunum saman í miðjuna á dúknum með fætinum, og ekki eitt einasta þeirra var skemt. Síðan tók hún klútinn frá augum sér og hneigði sig. Vilhjálmur þakkaði henni fyrir þessa ágætu og fágætu skemtun, og varaði hana við að of- þreyta sig ekki. Þegar Mignon var farin, sagði fiðluspilarinn Vilhjálmi frá því, hve mikið Mignon hefði haft fyrir j)ví að kenna sér lagið, svo að liún gæti skemt hpnurn með þessum dansi, og sagði að hún hefði $oðist til þess að borga sér fyrir fyrirhöfnina af sínum eigin peningum, sem j>ó vræru líklega ekki miklir. Á annan liátt reyndi Mignon að skemta Vii- hjálmi, þegar illa lá á lionum. Hún söng fyrir hann, og sönginn sem lionum þótti fallegastur hafði hann aldrei heyrt áður. Hann bað hana að hafa kvæðið yfir aftur, svo að liann gæti skrifað það niður. Og þó honum }>ætti kvræðið fallegt, þá hreif lagið hann þó enn þá meira. Kvræðið hljóð- ar svona: Þekkirðu land, þar gul sítrónan grær, þar gulleplið í dökku laufi hlær; frá bláum himni blærinn andar dátt, þar blómgast murtUs vær og lártréð hátt, þekkirðu það? Æ, þangað mér eg óska vil, minn elskaði með þér. Þekkirðu hús með þak á súlum gjört? Hve þar hið innra ljómar prýðin björt! Og marmar’ líkun líta þar á mig: Æ, ljúfa barn, hvað gjörðu menn við þig? Þekkirðu það? Æ, þangað mér Eg óska vil, minn verndari, með þér. Þekkirðu fjöllin þrúðg við skýa svif? í þoku stikar múllirin liamra klif; í hellra fylgsnum fornt býr dreka kyn, þar flugabjörgin skjálfa af vatna dyn; þekkirðu þau ? # Æ, þá leið mér að fylgjast leyf, minn faðir kær, með þér! t Einu sinni þegar Mignon hafði lokið við að syngja þetta kvæði, spurði hún: “Þekkirðu landið?” “Það hlýtur að vera Italía”, svaraði Vil- hjálmur. “Hefir þú nokkurn tíma komið þar?” En Mignon þagði við þeirri spurningu. Kvæðið sem hér er birt, er eftir skáldið Goethe og er ort út af þessu æfintýri; íslenzka þýðingin er eftir Steingrím Thorsteinsson. Til Sólskins-barnanna. Kæru Sólskinsbörn! Það gleður okkur gamla fólkið ákaflega mikið, að heyra hve vrænt ykkur þykir um litla barnablaðið ykkar “Sólskin”. Þið lesið það, skrifið í það og segist halda því saman. Og sýnir það okkur, að þið viljið halda við máli foreldra ykkar og láta það ekki glatast. Vér ál'ítum það vranhugsað af hverri móður, að vanra'kja að kenna börnunum sitt eigið mál, og vér álítum það ranglátt gagnvart börnunum sjálf- um. Auðvitað vitum vér að ]>að er lífsskilyrði og skylda, að læra vel mál þessarar þjóðar—enskur.a, en j>að verður engum til vansa, heldur miklu fremur til uppbyggingar að leggja rækt við ís- lenzkuna og alt það> sem miðar að því að auka og viðhalda þekkingunni á voru kæra feðralandi. Nú eru samgöngur við ghmla landið að auk- ast, og halda því sjálfsagt áfram í framtíðinni, og er þá ekki bæði eðlilegt og ánægjulegt fyrir vkkur að geta talað á íslenzku við frændur ykkar, sem að heiman koma. Þetta ættuð þið að hugleiða, börnin góð. Þið eigið líka að hugsa sem oftast um nafnið á blaðinu ykkar, það er dýrðlegt nafn, og hefir fært ykkur mikla fegurð og mikinn kær- leika, enda hafið þið sýnt það á blessuðum gömlu sólskinsbörnunum á Betel; j>ar hafið þið reist ykkur veglegt minnismerki, sem er einstakt sinn- ar tegundar, og lengi mun standa í sögu vors vestur-íslenzka þjóðarbrots. Kæru Sólskinsbörn! Mig langar til þess að segja ykkur ósköp stuttan draum, sem mig dreymdi fyrir rúmum þremur árum, og mér hefir eigi dulist að hefði nokkura þýðingu, og er draumur sá á þessa leið: Það var í marzmánuði, nóttina á milli 11.-12. árið 1916, að eg þóttist úti staddur og sá á norð- urloftinu afarmikinn roða, og sýndist mér eld- hnöttur renna eftir loftinu frá vestri til austurs, og virtist mér eins og ljósastjaki vera framan á honum, en á eftir renna lítil stjarna óviðjafnan- lega skær og fögur. Eg þóttist segja við sjálfan mig: “Þetta er einkennileg sjón”. En á sama augnabliki heyrði eg að svarað var: “Það er Jesús að reka út djöfla|’. Sá eg þá reykjarmökk líða eftir loftinu frá vrestri til austurs, en þegar hann hvarf, þóttist eg heyra hvell mikinn, og sýndist mér þá móða allmikil líða hægt um foldina. Engan eld sá eg, en eg varð dauðhræddur og hrópaði: “Þetta ætlar að eyðileggja alt”. En í sömu svipan heyrði eg að svarað var: “Nei, þetta er drottins ráðstöfun!” Varpaði eg mér þá til jarðar, fanst mér hún mjúk og hæg eins og dún- sæng, og við það vaknaði eg. Björn Þorleifsson. -------------- t Swan River, Man., 15. júní 1918. Kæri ritstjóri Sólskins:— Eg }>akka þér kærlega fyrir Sólskinsblaðið okkar barnanna. Mér þykir gaman að lesa það. Mig langar til að skrifa eitthvað í blaðið, eins og liin börnin. Eg ætla^ að senda sögu, og -hún er svona. Öxin í garðinum. Grímsi skauzt fyrir hiishornið og út í garð með lítinn stokk undir liendinni og í'eku. Hún Sigga litla systir lians mátti ekki sjá hann jarða vesalings litla hænuungann, sem lá í stokknum, allur þakinn blómum. Sigga átti hænuungann, og var hann uppá- lialdið hennar. Hún hafði búið um hann inni í húsi og hann elti hana alstaðar. Hann vrar reynd- ar fyrir öllum. En af því að hann var uppáhald- ið hennar Siggu litlu, amaðist enginn við honum —nema kisi. Kisi sá enga ástæðu til þess að hafa j>ennan lieimska unga í svo miklum háveg- um og einn dag, þegar lá illa á honum, stökk liann á ungann og drap hann. Þá varð mikill harmur hjá Siggu litlu. Hún grét lengi yfir honum; og svo fór hún að hugsa um að sjá honurn fyrir lieið- arlegri útför. Hún fann lítinn stokk, og í honum bjó lmn um ungann og þakti lmnn allan fallegustu blóinunum, sem hún gat fundið. Grímsi náði svo í stokkinn, án jiess að Sigga vissi af j>Ví, og ætl- aði að flýta sér að grafa hann áður en hún kæmi, til þess að hlífa henni vrið þeirri geðshræringu, að fylgja henni til grafar. En það mistókst. Sigga kom að honum óvörum meðan hann var að taka gröfina. “Mér þykir vænt um, að j>ú hefir vralið svrona fallegan legstað”, sagði hún. Og svo bætti hún við: “Hann var oft óþægilega fvrir okkur, það er satt. Og bráðum hefði hann orðið stór, og þá hefðum við ekki getað liaft hann inni. En eg skal samt aldrei vera góð við kisa aftur — nei, aldrei’L “Yertu nú ekki svona ósanngjörn, Sigga mín”, svaraði Grímsi með mestu hægð; “kisi hafði ekki vit á því, hvað hann Var að gjöra; hann er ekki nema köttur, og hann vissi ekki að þér þótti svona vænt um ungann, og unginn lifnar ekki aft- ur, þó að }>ú sért vond við kisa. Þið ættuð að grafa handöxina og vera vinir. ” “Til livers ætti að grafa handöxina,” spurði Sigga, slíkt hafði hún aldrei heyrt áður. Grímsi gat ekki varist hlátri, þó að hann væri við jarðarför. “Það þýðir að hætta að rífast”, svaraði hann, “að hætta að vera reiður. Þegar Indíánar eiga í ófriði og vilja semja frið aftur, þá grafa þeir handöxi. Það táknar það, að þeir ætla að hætta að berjast.” “Hætta menn þá alt af að rífast, J>egar búið er að grafa öxina?” spurði ?>igga. “Auðvitað”, svaraði Grímsi, “til }>ess er það gjört”. Þegar j>au voru búin að ganga frá leiðinu litla, urðu þau samferða lieim að liúsinu, og Sigga var mjög hugsi. Seinna um daginn kom Halldór bróðir Grímsa, sem var tveim árum eldri en hann, heirn að húsdyrunum og kallaði byrstur: “Grímsi, hvar hefir þú látið öxina?” “Eg hefi ekki verið með liana,” svaraði Grímsi. “Þú hefir víst verið með hana”, kallaði Hall- dór aftur. “Þú hefir þann ósið að handleika alla skapaða liluti og manst svo ekkert, hvar þú skilur þá eftir. Komdu undir eins út og leitaðu að öxinni.” Nú fór Grímsa að renna í skap. “Þú getur leitað að henni sjálfur, ef þig vantar liana”, kall- aði hann út aftur, “því eg hefi ekki snert hana og veit ekkert um hana.” “Látið þið ykkur ekki kona svona illa saman drengir”, sagði móðir þeirra. En hún komst ekki að með meira, því Sigga litla kallaði upp yfir sig með gráthljóði: “Það dugði ekki! Eg reyndí það og j>að var ekki satt. Grímsi sagði, að ef öxi væri grafin niður, þá hættu menn að rífast. Eg gat ekki fundið litlu öxina, svo eg draslaði eldiviðar- öxinni út í garðinn og gróf liana hjá unganum, og ykkur drengjunum hefir aldrei komið vrer saman en nú.” Allir fóru að hlæja. “Hvar lét hún hana?” spurði Ilalldór með mestu stillingu. “Komdu með mér”, svaraði Grímsi, eins blíðlega og hann gat, “eg skal sýna þér ]>að.” Þeir voru ekki lengi að ná öxinni upp, því Sigga hafði ekki grafið hana djúpt. “Eg er hra>ddur um að liún hafi ekki grafið hana nógu djúpt, til þess að varanlegur friður verði”, sagði Halldór brosandi við bróður sinn. “En okkur væri samt alveg óliætt að láta okkur koma dálítið betur saman. Eg skal reyna það fyrir mitt levti, ef þú vilt reyna það líka.” “Samþykkur”, svaraði Grímsi. Og síðan má alt af eiga það víst, að ef ónota- orð heyrist á því heimili, þá verður einhver til að segja: ‘ ‘ Ætli það sé ekki bezt að við förum með öxina út í garðinn?” Jóhanna Kristjana Laxdal.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.