Lögberg - 18.07.1918, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1918
5
höfuðprestamir, sem áttu þriðj-
unginn, greiddu heldur engan
skatt; en bláfátækur alþýðumað-
urinn, varð möglunarlaust að
greiða auðvaldshöfðinga, kóngi
og presti margfaldan skatt. —
Snemma morguns hinn 14. júlí,
fyrir 12.9 árum, reis fólkið upp,
molað að grunni Bastille virkið,
og hafði fáum klukkustundum
seinna, ríkisfangelsið á valdi sínu
og gaf fult frelsi sjö föngum, er
þar voru inni hneptir. Fangavörð
urinn og aðstoðarmaður hans
voru af lífi teknir, og höfuð
þeirra rekin á staura, er bomir
vom um helztu strætin; en þar
sem fangelsið hafði áður staðið,
dansaði múgurinh og söng þjóð-
frelsisljóð. — Lafayette sendi
lykilinn að fangaklefanum til
Washington og í bréfinu, sem
með fylgdi stóðu þessar setn-
ingiar:
“Stjómskipulag Bandaríkj-
anna, hafa opnað Bastille, og
þessvegna erum vér eigi í vafa
um, að lyklamir eiga að vera
geymdir í Washington og hvergi
annarsstaðar”. —
Frakkland hefir þrisvar orðið
lýðveldi; fyrst árið 1792, þar
næst 1848, og loks ikomst föst
lýðveldisstjóm á í ríkinu, með
stjómarbyltingunni 1870. Fjöru-
tíu og átta ár eru liðin, síðan
þjóðin barðist til sigurs og varp-
aði af sér einveldishlekkjunum,
og margvíslega Messun og ham-
ingu, hefir það tímabil leitt yfir
Frakkland. Réttarmeðvitund og
frelsisást hinnar frönsku þjóðar,
hefir ekkert afl getað yfirbugað.
Einu sinni enn, hittum vér hina
frönsku þjóð í öndverðri fylkingu
ásamt Bretum, ftölum og Banda-
ríkjamönnum, alvopnaða til
verhdunar mannréttindum ver-
aldarinnar.
Aldrei hefir nokkur þjóð verið
ákveðnari um að berjast til full-
komins sigurs, en Frakkland er
nú í dag, og sigurinn hefir heldur
aldrei verið vísari nokkurri þjóð,
hvað sem hann kann að kosta.
Fangelsiní Austurríki.
NiSurlag.
Ekki fyrir löngu síöan uröu um-
ræöur í austurríska þinginu út af
einu af þessum gæzluvaröihölclum,
það var í Thalerof, sem er nálægt
Graz, höfuðborginni í Styria, og
var þar aöallega geymt þeirra eigiö
fólk^, sem flúiö haföi frá Galicíu.
Um ástand þess fólks ketnst frétta-
ritarinn svo aö oröi: “Pólversk
kona, sem haföi veriö þar í átta
mánuði er nú í Raabs. Hún var her-
numin frá heimili sínu i Galicíu og
var synjað um að kveöja eða tala
■við skyldfólk sitt, og ekki fékk hún
Jieldur að taka neitt með sér nema
fötin sem hún stóð í. Eftir allmik-
inn hrakning komst hún til Thalerof.
Um það sem hún varð að líða þar
vill 'hún sem minst tala, en hún gaf
samt til kynna með því sem hún sagði
að þegar hún, og aðrar konur í heldri
röð, ásamt prestum og mörgu al-
múgafólki, hefði kemið til Tlhalerof,
þá hefði heldri konunum öllum verið
sagt að þær yrðu að ganga í laug.
Þær voru því næst teknar og farið
með þær út að ‘byggingu, sem þar
var skamt frá fangelsi þv1, er þær
áttu að vera i. Veður var kalt og
frost allmikið og fólkið alt bæði
þreytt og kalt. Þegar þær komu að
þessari byggingu, þá var það hjallur
opinn að neðan og var trog með ó-
hreinu vatni í eftir honum miðjum.
Inn í þennan hjall voru konurnar
reknar og þeim skipað að fara úr
fötunum og baða sig í þessu.trogi.
Þar voru margir hermenn, er stóðu
yfir þeim með byssustingjunum og
skipuðu þeim að hlýða tafarlaust.
Þarna var því ekkert undanfæri, og
á meðan þessi athöfn fór fram, stóðu
þeir hlægjandi og með hrottayrði
yfir þeim. „
Eftir að þessari bað-athöfn var
lokið, voru konurnar lokaðar inni í
stórum fangaklefa, sem margt manna
var í og allskonar óhreinindi, og urðu
þær að gjöra sér þetta að góðu. En
taka má það fram hér, að það voru
að eins hinar heldri konur, sem urðu
að sæta þessari meðferð, til þess voru
aldrei valdar hinar umkomuminni eða
fátæklega útlitandi konur. Sama var
að segja um karlmennina. Af þeim
voru prestarnir valdir til að gera
það sem verst var og auðv'ir^ilegast.
Svo sem til þess að hreinsa salerni,
sem voru opnir skurðir með boröurn
reistum upp meðfram annari hlið-
inni.’’
“í byrjun stríðsins”, segir þessi
fréttaritari, “var aðferð Austurríkis-
manna i að hernema alsaklaust fólk
mjög þrælmannleg. Þeir tóku það
hvar sem þeir náðu í það, og það fékk
hvorki að kveöja vandamenn sína né
heldur að taka neitt það með sér er
brýnustu nauðsynjar kröfðu.
Eg þekti serbneska konu og dótt-
ur hennar, sem áttu heitna í Salzer-
bad, en voru staddar í Dalmatiu, þar
sem þær áttu sumarbústað, og þar
sem þær voru vanar að dvelja á sunir-
um.
Eitt kveld, um það leyti er þær
voru að ganga til hvílu, konnt her-
menn heim að Iitla húsinu þar sem
þær bjuggu og sögðu að þær mæðgur
ættu að koma niður til strandar, þar
væri verið að yfirheyra fólk og hefðu
þeir verið sendir eftir þeim. Mæðg-
urnar, sem höfðu línklæði ein fata,
vildu klæða sig, en þess var enginn
kostur. Hermennirnir kröfðust þess
að þær kæmu tafarlaust með sér, og
þar sem þær þyrftu ekki að vera í
burtu nema nokkrar mínútur, þá tæki
það því ekki fyrir þær að klæða sig.
Þegar þær komu niður að strönd-
inni, sáu þær hvar lá stórt gufuskip,
og út á það voru þær teknar. Fjöldi
manna og kvenna voru fyrir á skipi
þessu. Einhver maður vék sér að.
þessum tveimur kvenpersónum, undir
eins og þær komu fram á skipið, og
fór að spyrja þær ýmsra spurninga.
Urðu þær því ekki varar við að
bryggjufestarnar höfðu verið leystar
og að skipið var að líða frá landinu.
Og í hverri einustu höfn sem þær
komu í var sama ósvifnin höfð i
frammi, og þessu haldið áfram þar
til þær komu til Fiume. Þar voru
tveir og tveir fanganna festir saman
með handjárnum og siðan var alt
þetta fólk rekið í gegn um bæinn og
til fangelsisins, og þar v'oru mæðg-
urnar, sem bundnar höfðu verið sam-
an, settar í lítinn og dimman fanga-
klefa. í klefanum var hvorki rúm
né heldur flet til þess að Ieggjast í,
ög heldur ekki rúmföt, þótt þær hefðu
viljað liggja á gólfinu; að eins voru
þar tveir borðstólar, sem þær urðu
að sitja á um nóttina.
Morguninn eftir voru þær mæðg-
ur, ásamt öllum hinum föngunum,
látnar í þriðja farrýmis járnbrautar-
vagna, og var fólkinu troðið þar sam-
an eins og síld í tunnu, og tveir al-
vopnaðir hermenn látnir vera í hvor-
um enda vagnsins. Voru menn þeir
ógeðslegir mjög, og stóð reykjar-
mökkurinn út úr þeim alveg eins og
upp úr hverum alla leiðina. ÖHum
gluggum var vandlega lokað, þrátt
fyrir það, þótt að úti væri steikjandi
sumarhiti. Á þennan hátt voru
fangarnir fluttir til Marburg, sem er
undir vanalegum kringumstæðum
fjögra til fimm klukkustunda ferð frá
Fiume, en nú tók það tvö daga, og
ekki fékk fólkið nokkurn matarbita
allan þann tima. Að vísu var fólk á
vagnstöðvunum með ýmislegt, sem
það var að bjóða til sölu, eins og sið-
ur er til, en fangarnir voru harðlega
lokaðir inni í vögnunum og vopnaðir
hermenn vörðu dyrnar, og svo var
heldur ekkert til þess að kaupa fyrir,
því það litla fémæti sem sumt af
þessu fólki náði með sér að heiman
var alt tekið frá því á skipinu. —>í
Marburg var alt þetta fólk sett i
varðhald, og varð að hýrast þar í
átta mánuði.”
Bænarákall
Kom þú vor hjartans herra
að hjálpa oss í neyð,
lát böl og þrenging þverra
á þrauta dimmri leið,
hve sárt nú sárin blæða,
þú sérð og skilur einn,
nær harmar hugann mæða
ei hjálpar annar neinn.
f bæn vér klökkir krjúpum
og köllum guð til þín,
vér höfði daprir drjúpum,
ó, Drottinn, þig oss sýn.
Nú er svo mikið myrkur
að megum þig ei sjá
og horfinn hugar styrkur
vor hjörtu miskun þrá.
Vér brutum boð þín Drottinn
og beygjum því vor kné;
af instu iðrun sprottin
vor auðmjúk játning sé,
oss miskun sekum sýndu
að sigra gef oss þrótt;
stjórnvizku stjörnum krýndu
styrjaldar dimma nótt.
peim veittu vísdóms anda,
sem vor um ráða mál,
lát þínum lýð ei granda
loddarans grimd og tál,
í glötun sé nú settur,
sundrung og smán að bráð,
harðstjórans hnefaréttur,
það heilög dæmi náð!
Ranglætið rís í öldum,
vort rennur sifja blóð,
harðstjórans vonsku völdum
við eigi stendur þjóð.
Ofsóknir illar lægðu
ónýttu þeirra ráð,
allsherjar böli bægðu,
blessaðu fólk og láð.
Vemdaðu blessuð bömln,
frá blindri grimdar-stjóm,
saklausra sjólfsögð vömin
sonar þíns reynist fóm,
réttlætið völdin vinni
vísdóms og kærleiks sól,
alheimur að svo finni
í hennar geislum skjól.
Ríki þíns friðar fái
fullkomin stjómarvöld
áhrif þess að svo nái
út yfir tímans kvöld,
starfsemi þjóna þinna
í þarfir kærleikans.
Herra, lát hjá þér vinna
ihimneskan sigurkranz.
í Jesú náðar nafni
nú biðjum vér uih frið,
að þróttur þar til dafni,
þolir ei neina bið.
pú ert vor hjálparhella,
hvað sem til vanda ber,
óveðrin á nær skella
alt er vort traust hjá þér.
Heyr vorar hjartans bænir,
heilagi faðir kær,
tárug nú til þín mænir
trúarsjón fjær og nær,
hörmungum láttu linna,
læknaðu tímans mein,
Brátt lát oss blessuð finna
bæmheyrslu merkin hrein.
Kristín D. Johnson.
Hörmungar í Armeníu,
Samkvæmt Brest-Litovosk
saimningunum, þá afsalaði Bol-
sheviki stjómin í Rússlandi sér
tilka.ll til héraðanna Botum, Kar-
us og Erivan, sem þá voru gefin
hendur Tyrkjum. Landsvæði
?etta, sem er suðvestur partur-
inn af Caucasus, og liggur á milli
Caspian og Svartahafsins, er
partur sá af hinu foma Armeniu
ríki, sem Rússar áttu, og höfðu
til umráða, að sunnan liggja
landeignir Tyrkja í Armeniu. Að
mestu er landspilda þessi bygð af
Armeníu mönnum, en þar býr
líka mannflokkur sá, er Georgí-
ans nefnast, og hafa þeir átt í
skærum við Tyrki um langa tíð.
f þessum hluta sem undir Rússa
lá, hafa Armeníumenn átt .frið-
land nú á undanfömum árum, og
hafa þeir því leitað þangað und-
an hinni grimdarfullu meðferð
Tyrkja, og sérstaklega síðan
fyrsta stjómarbyltingin í Pét-
ursborg átti sér stað, og þeim var
heitið að gjöra þann part lands-
ins að lýðveldi, en nú hafa bæði
Armeniumenn og Georgíans ver-
ið sviknir í hendur fjandmanna
sinna, Tyrkja.
Skömmu eftir að Brest-Lit-
ovsk samningamir voru undir-
skrifaðir, 3. marz 1918, fóru
Tyrkir með her manna inn í þessi
þrjú hémð, sem að ofan eru
nefnd, og ,þó að Armeniumenn og
Georgíans veittu alt það viðnám,
er þeir gátu, máttu þeir ekki við
Tyrkjum, og afleiðingamar urðu
meiri og afskaplegri heldur en
nokkru sinni fyr, og hefir þó
heimurinn oft staðið agndofa
yfir hryðjuverkum Tyrkja í Ar-
meníu.
pann 14. apríl síðastl. sendi
framkvæmdar nefnd Armeníu-
manna eftirfylgjandi mótmæli
til utanríkisráðherra og forseta
ríkisþings pjóðverja.
“pjóðnefnd Anpeníumanna,
sem málsvari Armeníumanna,
leyfir sér að vekja athygli yðar
á hinu ömurlega ástandi í Ar-
meníu. Armenía flýtur í blóði,
oss hafði að eins verið sýndur
morgunroði frelsisins þegar vér
vomm dæmdir til þess að líða
ofsóknir á ný, því varla vom
rússnesku hermennimir komnir
út fyrir landamæri vor, þegar að
tyrkneskir hermenn óðu yfir
landið, og myrtu ekki einungis
Armeníumenn, heldur og hvem
einast Rússa er þeir náðu i.
prátt fyrir friðarsamninginn
sem gjörður var, er viðurkennir
rétt vom til að ráða okkur sálfir,
er tyrkneski herinn á leið til
Kars og Ardahan og brennir
bygðir manna, og myrðir hvem
einasta kristinn Armeníumann,
sem hann nær í. Framtíðarör-
lög Armeníu eru í höndum pjóð-
verja, og þeir eru líka ábyrgðar-
fullir fyrir því, sem vér verðum
nú að líða, því það voru pjóðverj-
ar, sem komu því til leiðar að her
Rússa var tekinn í burtu úr þess-
um héruðum, og það er á valdi
pjóðverja að varna Tyrkjum að
fremja níðingsverk þau, sem við
verðum að þola frá þeirra hendi.
pað er oss óskiljanlegt, að upp-
íýst þjóð eins og pjóðverjar em,
skuli leyfa síkjólstæðingum sín-
um að nota, og sjálf nota Brest-
Litovosk friðarsamningana, sem
ástæðu til þess að misþyrma sak-
lausu fólki.
pjóðnefnd Armeníumanna von
ast því fastlega eftir því, að þér
munuð taka hér fljótt og vel í
taumana, og sjá um að Tyrkir
hætti hinum ægilegu ofsókunm
á hendur oss, því það er ó valdi
yðar”.
Við þessa áskorun bætti Bol-
sheviki stjómin 1 Rússlandi.
Áhlaup tyrkneska hersins á
Kákasus héruðin hefir haft í för
með sér ósegjanleg hryðju- og
grimdarverk, fólkið hefir verið
drepið hrönnum saman — konur
og böm hafa verið myrt miskun-
arlaust eigur þeirra teknar og
hús 'þeirra brend. Friðarsamn-
ingurinn, sém vér vorum neyddir
til þess að undirskrifa í Brest-
Litovsk tók það skýrt fram
að innbúar í Ardahan, Kars og
Botum héruðunum skyldu vera
frjálsir, og óáreittir í vali sínu
um framtíðar afstöðu sína gagh-
vart öðrum þjóðum. En það
hróplega ranglæti, sem framið
hefir verið á því fólki síðan, sýn-
ir að hið ömurlegasta hlutskifti
sem það fólk hefir átt við að búa
í liðinni tíð frá hendi Tyrkja, á
einnig að vera hlutskifti þeirra
í komandi tíð.
Vopnaviðskifti Rússa og
Tyrkja á þessu svæði var Rúss-
um í vil, en vér vorum neyddir
til að láta af hendi Ardahan,
Kars og Botum af því að Tyrkir
yoru skjólstæðingar pjóðverja,
ög pjóðerjar kröfðust þess. Á-
byrgðin á hinni djöfullegu fram-
komu Tyrkja við Anmeníumenn
hvílir því á pjóðverjum, því þeir
hjálpuðu þeim til þess að ná haldi
á þessum héruðum. Vér mót-
mælum þessari aðferð að mis-
bjóða rétti fólksins, sem býr í
þessum héruðum, til að ráða sér
sjálfu, og vonumst eftir, og krefj
umst 'þess, að pjóðverjar taki í
taumana á þessu svæði, og komi
í veg fyrir morð, og eyðilegging-
artilraunir á alsaklausu fólki
eins og átt hefir sér stað í
Ardahau.
Saga Georgianna.
Fjalllendi það, sem liggur á
milli Svarta og Caspian hafsins,
sem vér þekkjum undir nafninu
Kákasus, er 180,603 ferhymings
mílur á stærð. pví er skift niður
í 14 fylki, og var íbúatalan þar
11,735,100 árið 1914. Landflæmi
þetta byggja 46 mismunandi
þjóðflokkar og eru Armeníumenn
og Georgíans þeirra stærstir.
Flest af þessu fólki er mjög illa
upplýst — það svo mjög að 87%
kunna alis ekki að lesa.
Sá eini af mannflokkum þess-
um, sem haldið hefir vel saman
og verið þjóðemislega sjálfstæð-
ir eru Georgíans. Ættbálkur sá
eða þjóð er mjög gömul, og land-
ið þeirra, Georgia, var sjálfstætt
konungsríki fyrir daga Alexand-
er mikla, en hann gjörði þá sér
skattskylda. Eftir fráfall hans,
eða 323 f. K. náðu þeir aftur sjálf
stæði sínu og má segja að þeir
hafi haldið þvi þar til í lok
átjándu aldar, þó á því tímabili
hafi þeir oft átt erfitt uppdrátt-
ar, sérstaklega á 15. öldinni, þeg-
ar að Alexander skifti ríkinu í
þrjá parta, af því að hann átti
þrjá sonu, sem allir vildu verða
konungar. En með aðstoð Rússa
náðu þeir sér aftur.
Árið 1783 herjuðu Tyrkir og
Persar á landið, en með aðstoð
Rússa héldu Georgíumenn sínu
og friður var saminn, þar sem
Rússar lofuðust til þess að
vemda sjálfstæði Georgíumanna
En árið 1801 bratu Rússar þetta
loforð, og slóu eign sinni á Georg-
íu, og gjörðu hana að rússnesku
fylki. pessu tiltæki kunnu
Georgíumenn mjög illa og risu á
móti, og héldust þær skærar,
með þeim og Rússum í fjöratíu
ár eða þangað til árið 1864, að
Rússar unnu algjörlega bug á
þeim, og gjörðu þeim tvo kosti,
annar var sá, að ganga fríviljug-
lega á hönd Rússum, 'hinn að fara
úr landi burt. 90,000 manns tók
fyrri kostinn, en 418,000 tóku sig
upp og fóru til Tyrklands.
NOKKUR KVÆÐI.
Skin eftir skúr.
Leiftrandi regnvatn um Ijósrauðu múlana sitrar,
loftauðnin blánar hátt yfir melum og dýjum.
Glóhvítur sólfoss brýst undan bládökkum skýjum
beint oná hafið er bamslega órólegt glitrar.
Eyjamar teygja sig blautar úr skúranna baði. -
Blikar á dranga, lengst út við fjarðarins mynni. —
Jörðin er aftur telpa, er sólglöðu sinni
syngjandi fuglana eltir á grænkandi hlaði.
Skínandi hreinar, sem brosið á nýþvegnu bami,
blómkrónur hálffeimnar gægjast úr stráanna felum,
með augunum ibiðja, að enginn þeim ljóskossins vami.
Angandi blómkollur, gættu þín, búðu svo vel um,
að suðandi randarflugan þig fái’ ekki bitið,
sú ferfega Grýla er sólgin í ilminn og glitið.
Vísa.
Regnið grét og grætur
gluggann blauta við.
óma í eyrum lætur
angist, sorg — og frið.
Horfnar. hljóðar nætur:
hranna dulan klið.
Sár og sárabætur.
Sól og skuggalið. —
Harma rakna rætur,
rýmkast ljóssins svið.
Svefninn vær og sætur
syngur hjarta grið.
Regnið grét og grætur
gluggann blauta við.
Grískir víkingar.
T1200 f. Kr.)
Blikar á árar. Geiglaus skeiðin skríður.
Skínandi seglin dúfa í bláum öldum
Grikksalts. Af eiri'slegnum skinnaskjöMum
skýtur upp gneistum. Froða á stafni sýður.
Vopn eru fægð og stál að stáli ríður,
Sterklega skylmst af hetjusonum völdum,
lokkbjörtum, hóum. Inni í augum köldum
ágimi f jár og nýrra landa bíður.
Egyftaland í bláum fjarska blundar;
breiðstrætótt dregur æsku norðurgrandar
stólkonungs setrið, borgin hundrað hofa.
Pálmanna lauf við blæ sem brúðir gráfa.
Bein hinna föllnu á gulum auðnum sofa.
óráðin starir eilíf Sfinxar gáta.
Sumarkoma.
Úr “Árstíðunum” eftir Kalidasa.)
Kom hingað, ást mín, undir laufa skugga.
Hin angansvala nótt er hljóð og löng.
f gleði vorsims vaka skulum saman,
er vínið skín við strengja slátt og söng.
Silkibelti um bogadregnar mjaðmir,
á brjóstsins öldum perlutunglskin hlær;
ilmstraum myrru anda mjúkir lokkar,
til ástanautna er þú mér færist nær.
Við sérhvert spor þitt glamra gullnir hringar,
um grannan fót er rósrautt hörund breitt.
Stolt eins og svanur svífur þú um skóginn,
og sjónir brenna, vanginn glóir heitt.
Er nokkur sú, að sváði ei þrá í taugum
við sandelsilm frá þínum hvíta barm.
Jeg Mómasveiginn sé um ávalt enni.
og undir léttri slæðu hlýjan arm.
Lát hjúpinn falla onaf öxlum þínum,
svo ungu brjóstin megi hvelfast frjáls.
Grannvöxnum limum hæfa’ ei fata f jötrar,
og fegurð þinni’ eg beygi kné og háls.
Nú hvílir fugl á grænum, þéttum greinum
og golan sefur rótt hjá vatnsins strönd.
Við strengj aslátt og vin í nautn skal vakað
um vornótt undir mánans silfurrönd.
Vísa.
(Wang Wei, f 759 e. Kr.)
Sit eg einn við bambuskjarr og blómin.
Blítt jeg lútinn gríp — og strengi slæ.
Að eins sjálfs mín byra nemur hljóminn.
Ekkert auga sér mig nema máninn,
sem blikar í kvöldværum Mæ.
Jakob Jóh. Smári.
/— ------------------------------------------
Óheyrð kjörkaup á Skóbrunasölunni
kjá
MOYER SHOE COMPANY
Alveg sérstakt gjafverð álla næstu viku á Bruiia- sölunni; mikið af nýjum byrgðum, en alt selt á Bruna- söluverði.
KVENNA OXFORD. GljáleSur Vici Kid og súkku- laði litað, nýtt snið, stærðir frá 21/2—7 (M QC 8!) pör Karlmanna Gunmetal og Velour, kálfskinns stígvél. Vanvas og leður; allar stærðir. #0 QC Verð IO.VO
200 pör lystiskór kvenna, hvítt canvas, með rubber sólum og hælum. Stærð 2}4—7. 60 pör Karltnatma Hvítir Canvas og Oxford skór. Leður- sólar. Bruna- ÍO QC söluverð ^Ct.%FO
120 pör Hvít kvcnna Cativas stígvél; leður sólar; afbragðs tegund. Stærð 2'/í—7.#0 QC Verð 39 pör af unglingaskóm úr gulu og svörtu og creamlitu kálfsskinni. #| QC Söluverð yi.oO
VERZLIÐ SNEMMA
M0YER SH0E C0.
266 Portage Ave., - Winnipeg
Tekið á móti pöntunum með pósti.
> ______________________________
Hundrað ára sambands afmæli
Georgía og Rússlands var haldið
hátíðlegt 26. sept. 1891 í Teflis
við það tækifæri lofaði Nikulás
Rússa keisari, sem þar var stadd-
ur, að halda sinni vemdarhendi
á sérstakan hátt yfir hinni
hraustu og drenglyndu Georgian
þjóð, sem væri bundin rússnesku
þjóðinni með sameiginlegum trú-
arböndum. En þrátt fyrir þetta
loforð keisarans var Georgian
kirkjan, sem alt af hafði verið
sjálfstæð síðan árið 542, afnum-
in af Rússum, og bara 6 biskups-
dæmi, af 28 óáreitt, og meira en
$350,000,000 af kirkjueignum
Georgiumana gjört upptækt.
(Framhald).
oregur.
Verkfræðingamir Knut Tron-
dáhl og A. Amtyen í Sarpsborg,
kveðast hafa fundið upp alveg
nýja aðferð til þess að hita hús
og heimili með rafmagni, og það
á all-mikið ódýrari hátt, en áður
hefir þekst. Uppgötvan þessi
þykir all-merkileg, og kemur
sjálfsagt í góðar þarfir í Noregi,
eins og kolaskorturinn sverfur
að í landinu um þessar mundir.
Stórkaupm. Severin Jakobsen
í Kristjaníu hefir á fimtíu ára
afmæli verzlunar sinnar. gefið 25
þús. kr. í styrktarsjóð verzlunar-
manna. — 10 þús. til gamal-
mennaeimilis fyrir örvasa verzl-
unarmenn og fjölskyldur þeirra.
10 þús. til verzlunar háskólans í
Kristjaníu. 5 þús. til frímurara-
reglunnar, aðrar 5 þús. til dýra-
vemdunar 30 þús. til þess að
kaupa fyrir klæðnað handa fá-
taakum bömum, og 23 þús. í því
skyni að bæta kjör fólks þess, er
í verksmiðjum vinnur.
Wonderland.
Líklega hefir yður sjaldan eða
aldrei, gefist kostur á að sjá eins
dásamlegan leik, eins og þann er
Bessie Barriscale leikur á Wond-
eriand á fimtudaginn kemur nfl.
“Whithin the Cup”, þessi kvik-
myndaleikur er so hrífandi, að
hann ættu sem flestir að sjá.
þá má heldur eigi gleyma mynd-
unum á föstudaginn og laugar-
daginn “The Pride of New York”
þar sem hinn heimsfrægi kvik-
myndaeikari George Waltst birt-
ist í aðalhlutverkinu. Hinn 24.
júlí verður byrjað að sýna hinn
marg þráða kvikmyndaleik: “The
House of Hate”.
Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin
Greiaarkafli eftir starfsmann Alþýðumáladeildarinnar.
Að sjóða niður ávcxti.
AUmargar ávaxtategundir, sem
njóta sín bezt um mi8sumarsleyti8, er
hjeSt aS geyma til vetrarins, me'S því,
sem kallaC er aC “sj68a niBur". Hin
bezta aCfer'S er þekst hefir hingaS til,
er hin svo nefnda “cold pack” aCferS.
Akuryrkjumáladeild fylkisstjómar-
innar, er að senda flt sérfræ8inga til
þess a8 sýna fólki hvernig fara skal
a8 viS verk þetta. Konur ættu sér-
staklega aC kappkosta aC sækja
fundina, sem haldnir verCa um þetta
efni, og eftirfarandi reglur, sem aCal-
Iega eru ætlaCar þeim, sem eigi eiga
heimangengt, geta líka komiC þeim
vel, er fundina sækja.
Heppileg og gagnleg niCurstaCa
byggist f>’rst og fremst á tveim aCal-
atriCum. Fyrst aC eyCileggja alla
gerla eCa baeteriur, sem í fæCuteg-
undum þessum kunna aC vera, og i
itfSi’u lagi, aC fltiloka þann möguleika,
aC rotnunargerlar geti komist áC
matvælum þeim, er sjflCa á niCur.
“Canning” þýCtr þaC, aC vernda fæCu-
tegijndir 1 könnum, hvort heldur eru
flr tini, pjátri eCá gleri. Um þessar
mundir er Því nær óhugsandi aC fá
tinkönnur — meC þvi aC þjer eru HtiC.
sem ekkert á markaCinum, og verCa
menn því eingöngu aC nota glerkrukk-
ur; meC þvl aC allar tinkönnur eru eru
notaCar til þess aC senda i þeim niC-
ursoCinn matvæli, til hermanna vorra,
austan viC haf. þær eru miklu hent-
ugri til flutninga og þola betur hnjask.
En tll heimilis nota eru glerkönnurn-
ar fult eins góCar, og verCa ódýrarl,
þegar alt kemur til alls.
þaC sem vlC er átt, meC setningunni
“cold pack" er þaC, aC fæCan er aC
mestu leyti köld, og eiginlega I sinu
eClilega ástandi (hrá), en siCan soCin
i krukkunum, og geymist þannig allur
kjarninn og seyCiC. Tvær reglur eru
venjulegast notaCar viC “Cold pack"
aC/erCina. — Intermittent method—
þannig. aC eftir aC fæCan hefir látin
veriC i krukkuna. soCin og innsigluC,
er<i hylkin látin standa I 24 klukku-
tima. SiCan eru þau sodn aftur, til
þess aC koma i veg fyrir aC nokkrar
gerlategundir hafi getaC lifi haldiC.
Einstaka menn halda þvi jafnvel frarh
aC þriCja suCan sé nauCsynleg til þess
aC vera viss I þessu efni. En eins og
gefur aC skilja, þá útheimtir þetta all-
mikla aukna vinnu og töluverCan elds-
neytis kostnaC, og Þess vegna kjósa
flestir aC sjóCa krukkurnar aCeins I
eitt skifti; og ef vandvtrkni allrar er
gætt, mun alment nægja aC sjóCa
krukkurnar elnn sinni. Ávexti, sem
þarfnast mikillar suCu .svo sem ertur,
baunir og corn, er sjálfsagt vissara aC
sjóCa tvisvar. SiCari suCan þarf hvergi
nærri aC vera eins löng og hin fyrri,
og tekur þvi langt um minni fyrir-
höfn, því þá er ekki nauCsynlegt aC
skröfa af lokiC.
Suðu úhöld.
þaC hefir all-mikla þýðingu, að hafa
góCan bala eCa pott til þess aC sjóCa
I krukkurnar. En venjulega er hægt
aC nota blikkbala, likt þvi sem tiCkast
viC þvotta. Ávaxtakrukkurnar mega
ekki vera á botni balans sjálfs, heldur
þarf aC setja I balann rimla, sem
krukkurnar standi á, I naegilosri hæC
frá aCalbotninum, svo aC hiC sjöCandi
vatn geti komist aC þeim á alla vegu,
og verjist þannig einnlg gegn ofmikl-
um hita frá málminum.
Annar útbúnaður.
1. Hæfilega góðar krukkur. —
Commercial glerkrukkur munu al-
ment nægja, ef hægt er aC loka þeim
vel. þó eru, krukkur meC vICu opi,
ávalt nokkru óhentugri.
2. Nægilegt af vel þenejanlegu tog-
leCri (rubber). TogleCur verCur eigi
notaC nema einu sinni.
3. Bala eCa trog, til þess aC leggja
krukkurnar ofan i, til þess aC kæla
þær.
4. Vírkarfa, eCa nokkrar álnir af
cheese cloth, til þess aC halda I krukk-
unum, þegar þeim ér dýft ofan t
kalda vatniC.
5. þurkur og riur, o. s. frv.
6. Nægilegt af köldu og heitu
vatni.
7’. Tvær matskeiCar og hnlfur.
I'ndirbúningni- að niðiirsnðii.
1. Allar krukkur, hvort heldur
nýjar eCa gamlar, þurfa aC vera vand-
lega hreinar.
2. Ávextir eCa kjöt. sem þjóCa skal
niCur, verCur aC vera alveg nýtt og
ferskt; þvi fyr sem niCur er soCiC.
þess betra.
5. þvo skal vandlega rtll óhreinindl
af þvl. sem sjóCa skal niCur, og teg-
undirnar floltkaCar og aCgreindar, eft-
ir þroska.
4. Allar krukkur og lok, skal láta
I bala meC köldu vatni I, og bera sIC-
an yfir eld og láta uppkoma suCu.
þá hafa menn ávalt Ilátin reiCuböin,
jafnsnemma, og þaC, sem sjóCa á niC-
ur. er fuIlþroskaC til niCursuCu. —
Aframhald af kafla þessum birtist
I næsta blaCi.