Lögberg - 25.07.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.07.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAI TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 41T w 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1918 NUMER 30 ■■ ■ ■ ' 7^-7=-"™ ■ ■: i" ■ ... ... ■. " Vélamaður á skipinu ”Niobe“ í Halifax Chr. Olafsson Hann lagði af stað austur til Halífax 21. maí síðastl. og fékk stöðu sem undir-vélameistari á heræfingaskipinu “Niobe”. — Christian yngri er fæddur í Winnipegborg 20. marz 1887, sonur Mr. Chr. ólafssonar umboðsmanns fyrir New York Life félagið, og konu hans ólafar Hannesdóttur, er lézt 31. maí 1901. — Christian gekk ungur í þjónustu Manitoba Brigde & Iron Works fólagsins, og hefir unnið þar ávalt síðan, þar til hann innritaðist í herinn. Hann er efnismaður, gætinn og ráðsettur og hefir unnið sér alment traust þeirra manna, er við hann hafa haft nokkur mök. Fylgja honum hugheilar ámaðaróskir ættingja og vina í hinum nýja verkahring hans. FRAEKLAND Forseti Islendingadagsins í Winnipeg 2. ág. 4 Dr. M. B. Halldórsson ISLAND V estur-vígstöðvamar. SíCan að blað vort kom út síðast hefir uppihaldslaus orusta staðið yfir á vestur vígstöðvunum. Aðal orust- an eða áhlaup það, sem Þjóðverjar gjörðu, var á 50 mílna svæði frá Chateau Therry til Messiges, og komust þeir lítið eitt áfram á parti at' því svæði, og á einum stað kom- ust þeir á tólf mílna svæði suður yfir Marne ána, en til beggja hliða var þeim haldið í skefjum, en þó sérstak- lega þeim fylkingararminum sem Bandaríkjamenn mættu, þvi þar kom- ust þeir ekkert áfram. En þegar þessi sókn stóð sem allra hæst og var sem allra grimmust og her Þjóð- verja hafði brotist áfram og myndað odda í áttina til Rheims, þá gjörði hershöfðingi semherja Foch grimma atlögu á norðvestur fylkingararm Þjóðverja á 25 mílna löngu svæði frá Soissons, og nærri því alla leið til Chateau Therry. Svo óvænt var þettá áhlaup á hendur Þjóðverja að þeir þurftu nokkurn tíma til þess að átta sig á þvi, hvað komið hafði fyrir. En hinir biðu ekki. Á tiltölulega stuttum tíma frá því að dagur rann á föstudagsmorguninn, og þar til snemma í eftirmiðdag höfðu sam- herjar farið sex mílur áfram í vestur frá Soissons, en þar sóttu Banda- ríkjamenn fram, og þeir einir höfðu um sama leiti verið búnir að taka 4000 fanga og ógrynni af öðru her- fangi, og svo fljótt fóru þeir yfir að riddaraliðið var kallað til aðstoðar, og um kveldið v'oru herbúðir Banda- ríkjamanna allar komnar inn fyrir línu þá, sem Þjóðverjar héldu að rnorgni. Einnig sóttu Frakkar hart fram, svo að Þjóðverjar gátu ekkert viðnám veitt, og tóku mikið af föng- um og öðru herfangi. Sjálfsagt hefir það verið aðal til- gangur hershöfðingja Foch með þess- ari atlögu sinni að neyða Þjóðverja til þess að draga her sinn til baka á því svæði er hann hafði komist yfir Marne ána. Þetta hefir ekki að eins tekist, því nú hafa ÞJjóðverjar orðið að hörfa til baka með alla sína inenn yfir ána, heldur hefir áhlaup þetta magnast svo mjög, að bardagasvæðið er nú sagt að nái yfir 100 mílur, og alstaðar á þvi svæði sækja banda- menn hart fram, og mótstöðumenn hafa ekki enn, eftir að orustan hefir staðið yfir í heila viku, getað stefnt stigu fyrir þeim. Þeir hafa náð haldi á flutnings- brautum Þjóðverja, sem þeir notuðu og þeim voru nauðsynlegar til að- dráttar fyrir þann hluta þýzka hers- ins, sem atlöguna gjörði, á milli Chaetau-Terry og Massiges, svo Þjóðverjar verða nú að fara 25 til 30 mílur vegar til þess að koma vist- um og öðrum nauðsynjum til hers- ins. Einnig hafa sambandsmenn komist i skotmál við járnbrautir Þjóðverja, sem á bak við herstöðv- arnar liggja. Krónprinsinn þýzki, sem stjórnar þeint parti þýzka hersins, sem sam- bandsmenn hafa ráðist á, hefir kall- að sér til hjálpar hverja varasveitina á fætur annari, en ekkert hefir dugað til þess að stemma stigu fyrir fram- sókn Bandaríkjamanna og Frakka. Og þegar þetta er skrifað kemur sú frétt, að Þjóðverjar séu farnir að sprengja upp vopnabúr sín á bak við herfylkingar sínar, og brenna upp bæi. Hvað stórkostlegur þessi bardagi getur orðið er nú með öllu ómögu- legt að segja, hvort að hann eigi eftir að verða allsherjar sókn af hendi sambandsmanna á vesturstöðvunum eða ekki, þá er eitt víst, að oflæti Hoenzollaranna er á bak brotið, og draumur þeirra um að komast til París að engu orðinn, að þessu sinni að minsta kosti. Sagt er að sambandsmenn séu i þessari orustu búnir að taka milli 25 og 30 bæi, meir en 25,000 fanga og ógrynni af Örðu herfangi. CANADA Verkfall hafa póstar og pósthús- þjónar gjört frá hafi til hafs, i Can- ada. Þeir krefjast kauphækkunar, og er það ekki án orsaka með suma þeirra að minsta kosti. Margir þeirra manna sem vinna við að bera út bréf eru afturkomnir hermenn frá herstöðvunum, eða menn sem í her- þjónustu hafa gengið, en ekki farið til herstöðvanna. Þessir tnenn hafa unnið fyrir $73 um mánuðinn að undanförnu, en menn þeir sfem eiga fyrir einhverjum að sjá komast ekki af með slíkt nú í dýrtíðinni. Síðasta þjóðþing Canada veitti 3pí miljón dollara, sem dýrtíðar uppbót handa stjórnarþjónum. En þessir peningar hafa ekki verið borgaðir út enn þá, og þó þeir hefðu verið það, þá hefðu þau hlunnindi ekki getað náð til manna þeirra, sem að ofan eru nefndir, því þeir teljast víst ekki stjórnarþjónar (civil servants). En óskandi væri að stjórnin sæi sóma sinn í því að bæta svo kjör þessara manna að Hfvænleg yrðu, og eins í því að halda ekki lengur peningum þjóna sinna, sem voru af þinginu v'eittir til dýrtíðar uppbótar. Annað verkfall stendur yfir hér í bæ. ‘ Menn þeir, sem vinna á járn- steypuverkstæðum og aðgerðarstof- um bifreiða, hafa gert verkfall, um 1000 talsins, og krefjast þeir hækk- unar á kaupgjaldi. Þessir menn höfðu flestir 65 cents um klukku- timann, en krefjast nú 75c. Gjörðanefnd hefir setið í þessu máli um nokkurn tíma, en' ekki orðið neitt ágengt. BANDARIKIN Nýjum skipum, sem til samans eru 280,140 tonns var hrundið af stokk- unum í Bandaríkjunum í síðastliðn- um mánuði. Alt voru þetta vöru- flutningaskip. í bréfi til Wilson, forseta Banda- ríkjanna, segir hermálaritari Baker að 30. júní síðastl. hafi herafli Bandaríkjanna á Frakklandi verið 1,019,115, og að í júní mánuði hafi 9212 hermenn farið á hverjum degi frá Bandaríkjunum áleiðis til Frakk- Iands. Mr. Bakir segir að um 30% af þessum herafla séu hjálpardeildir, en um 70% sem til víga gangi. Einn- ig segir hann að í lok þessa árs hafi Bandaríkin 4,000,000 manna undir vopnum, 2,500,000 hafa nú klæðst hermanna búningi. Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí var hrint af stokkunum þeim skipum, sem fullgjörð höfðu verið i skipakvíum frá Portland Me. til Portland Ore., 54 stálskipum og 41 timburskipi, sem til samans v'oru 500,- 000 smál; og auk þessa nýja skipastóls voru skip, sem ekki voru fullgjörð, en eru til samans meira en 150,000 smálestir. I viðurvist sendiherra og umboðs- manna erlendra þjóða og fjölda sinna eigin þegna, lýsti Wilson forseti yfir því, í ræðu er hann hélt við gröf George Washington. að í sambandi við stríðið gæti ekki verið um neinn milliveg að ræða. “Algjörður sigur og ekkert annað’’ væri það eina hugs- anlega. Dr. Edward A. Rumely, útgefandi að “The Evening Main’’ í New York hefir verið tekinn fastur og kærður um meinsæri í sambandi við eigendur blaðsins. Stjórnin ber upp á Dr. Rumely að hann hafi keypt sinn hluta í blaðinu fyrir þýzka peninga að upp- hæð $1,361,000.00. Gufuskip sem var á ferð meðfram Massachusetts ströndinni undan Cape Cod, með 4 vöruflutningspramma aftan í sér, þegar neðansjávarbátur þýzkur réðist að skipinu, sökti því og þremur af prömmunum og kveikti í þeim fjórða. Síðan skaut þessi neðansjávarbátur fjórum skotum á land. Ekki er getið um að það hafi þó valdið neinum skaða. SíÐUS't’U STRfÐSFRÉTTIR. Frakkar hefja nýja sókn á 5 mílna svæði í norður frá Montdi- dier, hafa tekið bæina Aubvillers og Sanvillers, og einnig hafa þeir tekið part af Maily-Raineval hæðunum, sem er vígi gott. Tóku 350 fanga og mikið af öðru her- fangi. Á Soissons-Rheims svæðinu heldur her samverja áfram sig- urvinningum sínum, og er sagt að samherjar séu komnir á bak við her pjóðverja þar, eða þann part af honum, sem áhlaupið gjörði nú síðast, að hann hafi nú að eins 7 mílna breiða spildu til þess að komast til baka á. Japanítar samþykkja að fara ásamt samherjum sínum með her inn í Síberíu. Hindenburg, sem blöðin hafa sagt dauðann, að minsta kosti tíu sinnum, er enn á lífi, en er sagður svo aðframkominn að hann getur ekki tekið neinn þátt í hermálum, ekki mælt orð frá munni; sagt er að hann hafi ver- ið borinn í legubekk á fúnd for- ingjanna, svo að þeir gætu horft upp á hans virðulega andlit. Nýkomnir til bæjarins frá ís- landi eru þeissir: Cand. Á. S. Gíslason, Jón Tómasson, Guðmndur Á. Jóhannsson, Frú pórunn Nielsen, Frú Sigríður Zoega Jakobsson Guðmundur Hjalldórsson, Einar Nielsen. Rauði krossinn. Svo að segja hvert einasta herbergi í Iðnaðarhöllinni hér í borginni, verður upptekið í sam- bandi við Rauða kross þingið, sem haldið verður 1.—2. ágúst næsfckomandi. Viðbúnaður all- mikill hefir þegar hafinn verið. Tillögunefnd — Resolution Com- mittie, sem skipuð verður 18 full- trúum frá hinum ýmsu sveitar- félögum og þrem mönnum úr framkvæmdarnefnd Rauða kross starfseminnar hér I borginni, kemur saman daginn fyrir mót- ið — miðvikudaginn 31. þ. m. og leggur fram bráðabyrgðar skýrslu ásamt uppástungum fyr- ir fundinn. Bifreiðarfrlag borg- arinnar vinnur að því, í samráði við móttökunefndina, kÖ ?já full- trúunum fyrir fartækjum út í Tuxedo garðinn, til þess að heirn- sækja hermanna spítalann þar. Rauða kross þing þetta hefst á fimtudaginn 1. ágúst. og flytja þar ræður meðal annars. R. B. Bennet lögmaður frá AILerta og Sir Richard Lake fylkisstjóri i Saskatchewan. Mr. Bennet hef- ir ákveðið að tala um War Chari- ties lögin, og samvinnu Rauða krossins og stjómarinnar. En Mr. Lake fylkisstjóri, skýrir frá Rauða kross starfinu í Saskat- chewan fylkinu og hinum bless- unarríka árangri, er ungmenna deildin hefir borið. Á föstudags- kvéldið verður þó einna mest um að vera á 'þingi 'þessu, og flytja þá ræður ýmsir menn, er hlotið hafa alþjóða viðurkenningu fyr- ir mælsku. Vonandi er að sem allra flestir íslendingar sæki mót þetta. Mál- efnið verðskuldar eindregna at- hygli og aðstoð almennings, og auk þesis verður margt, er þar fer fram, stórfróðlegt. Ákafur hiti í New York. Hinn 23. þ. m. var hiti svo mikill i New York, aö sibastlibin sautján ár, kvaö ekkert þvilíkt hafa þekst. Kl. 7 aö morgni var hitinn 78 stig, en hækkaöi upp í 98 rétt fyrir miSaft- ansleytið. Fjórar manneskjur dóu af sólsting. — í Boston náSi hitinn 109 stigum og létu tveir menn þar lif sitt af þeim orsökum. , Samsæri pjóðverja í Bandaríkj- unum, til þess að ráðast á Canada. New York 23. júlí. Dómsmála- ráðaneytið hefir nýlega fengið í hendur sínar, all-mikið af skjöl- um og skrifum, tilheyrandi þýzk- um manni í Bandaríkjunum. er heitir Dr. Frederick August Richard von Strensch. Hann hef- ir nýlega verðið tekinn fastur, og er sagður að vera frændi W íl- hjálms keisara. Tilgangur hans kvað hafa verið sá, að reyna að gera ómöguiegan flutning Canad- iskra hermanna austur til Ev- rópu, og æst Mexico til stríðs gegn Bandaríkjunum. í bréfum þessum sást það á meðal annars, að á milli 15. nóv. og 20. apríl 1917, hefði samsæri verið brugg- að í þeim tilgangi að senda 25,000 þýzkra manna, er áttu að fara frá Buffalo, N. Y. til Bridgeburg, Ontario; en 100,000 pjóðverjar höfðu verðið valdir til þess að halda til Mexico, til liðs við ó- vini Bandaríkjanna þar í landi. Enn er mál þetta hvergi nærri rannsakað til hlítar, og því all- sendis óvíst hvað fleira kann að koma upp þessu líkt. BRETLAND Robert Cecil lávarSur, atSstoöar utanríkisritari Breta, lýsti því yfir í nebri málstofunni á þriðjudags- kveldiö, afi aöstaða Breta í Meso- potamíu færi stööugt batnandi. Sagöi liann að Tyrkir heföu mist meira en 10,000 menn í héraðinu kringum Kirkuk og afarmiki'S af byssum og öörum herbúnaöi. Þrjá- tíu brezkir, alþýöu og barnaskólar, hafa opnaöir verið í þeim bygöum, er Bretar nú hafa á valdi sinu. Einnig er allmikil áherzla lögð á nýjar um- bætur í akuryrkju og iöoaöi. Lá- varöurinn segir aö útbúnaöur brezka hersins í Mesopotamiu, hafi aldrei betri veriö en einmitt nú, og sé því full ástæöa til þess aö líta björtum augum á ástandiö í framtíöinni á stöövum þessum. Islendingadagurinn. Forstöðunefnd íslendingadags- ins hefir nú lokið undirbúningi hátiðarhaldsins, og er efnisskrá- in prentuð á öðrum stað hér í blaðinu. Nefndin hefir ekkert látið ógert, er í hennar valdi stóð til þess að þessi 29. þjóðhátíð vor mætti sem veglegust verða. Nöfn ræðumanna þeirra og skálda, sem tala til þjóðflokks vors í þetta sinn, eru nægileg trygging þess, að hlutverkunum muni vel borgið. Ágætur hljóð- færaflokkur leikur mörg og fög- ur íslenzk lög, ásamt meiru og fleiru. Og íþróttimar hafa al- drei verið íslenzkari, en í þetta sinn, og verða því við allra hæfi. endia hefir undirbúningi nefnd- arinnar verið þannig hagað, að þetta ætti að verða íslenzkasti íslendingadagurinn, sem Vestur- íslendingar nokkru sinni hafa haldið. — ísland er fagurt land. íslenZkt þjóðerai á marga dýr- mæta kjörgripi. Til minningar um landið, og kjörgripunum til verndar, höldum við þjóðhátíð vora. Leggjum því alla rækt við fslendingadaginn, — látum hann verða þjóðlega stórhátíð í lífi voru. Allir íslenzkir hermenn, heim- komnir úr stríðinu verða heiðurs gestir vorir á fslendingadaginn. Allir fslenzkir hermenn, í her- búðum Winnipegborgar fá frí þenna dag og gefst vinum þeirra og vandamönnum því kostur á að njóta méð þeim fagnaðar íslend- ingadagsins. pá hefir forstöðu- nefndin boðið hr. Einari Jóns- syni myndhöggvara til hátíðar- haldsins og verður hann heiðurs- gestur vor; er hann einna víð- frægastur íslendingur, nú lifandi pg hefir flutt ágæti íslenzks þjóð- erais, víða um heim. Einnig hefir forstöðunefndin samþykt að kveðja til almenns íslendingafundar, við allra fyrstu hentugleika, að hátíðarhaldinu afstöðnu, og mæla fram með því, að ágóða þeim er verða kann í þetta sinn af íslendingadeginum, skuli varið í þarfir einíhverrar þjóðræknis stofnunar til stuðn- ings þeirri margvíslegu líknar- starfsemi, er nú kallar að. Hjálpamefnd 223. hersveitar- innar hefir umsjón með vistasölu á þjóðhátíðarsvæðinu, og er það full trygging að rausnarlega verði fram borið, og verðið sann- gjarnt. Ágóðinn af veitingasöl- unni gengur til þess að gleðja með hina íslenzku hermenn vora í 223. herdeildinni. Styðjið íslenzkt þjóðerni! . . Fjölmennið á fslendingadaginn Wilhjálmur Stefánsson er væntanlegur til Seattle, Wash, í ágúst í sumar, þaðan hefir hann áformað, svo framarlega að heilsa hans leyfi, að fara til New York og halda þar fyrirlestur snemma í október, er það byrjun á fyrirlestraferð, sem hann ætl- ar að taka sér um alla Ameríku. Ágóðann af þessum fyrirlestrum héfir hann ákveðið að gefa í Rauða kross sjóðinn. Úr bænum. Menn eru beðnir að muna vel eftir happdrættinu, sem verður á fslendingadaginn, um örninn fagra, sem auglýstur var í síð- asta blaði. Dráttarseðlarnir kosta 50 cent, og gengur ágóðinn til þess að kaupa fyrir jólagjafir handa íslenzku hermönnunum í 223. herdeildinni. Styðjið gott málefni! Keppið um örainn! Mr. Guðmundur Jónsson frá Dog Creék kom til bæjarins í vikunni, hann sagði almenna iheilbrigði og að tíðarfar mætti heita hagstætt, en heldur kalt. Grasvöxtur tæplega í meðallagi, því víða er kaHn jörð og gras- laus með fram vötnum, en á öðr- um stöðum aUvel sprottið. Akr- ar líta vel út og má búast við upp skéru í bezta lagi, ef tíðin verður hagstæð næst mánuð. Nætur- frost hafa komið all-hörð fyrir sköanmu svo kartöflugras hefir skemst í sumum stöðum, þó ekki til stórskemda enn þá, en menn óttast frtamhalds á þeim, því ein- lægt eru kaldar nætur. Kl. Jónsson fyrv. landritari er sagður orðinn formaður fossafé- lagsins “Titan”, sem er eigandi pjórsárfossanna, með 12,000 kr. árslaunum. Hann dvelur nú í Khöfn. Dáin er 6. júní frú Sólveig Thorarensen á Móeiðarhvoli, fædd 8. ágúst 1861. — Nýlega er dáin hér á Landakotsspítalanum úr berklaveiki frk. Jóhanna Gísla i dóttir ísleifssonar lögfræðins á 3. skrifstofu stjórnarráðsins. 18. júní andaðist hér í bænum Jón Hafliðason steinsmiður vænn maður og vinsæll. Háskólarektor næsta ár hefir Einar prófessor Amórsson verið kosmn.~ Hóskólapróf. Fyrri hluta læknaprófs hafa tekið: Daníel Fjeldsted með 2. betri eink., Eggert Briem með 2. eink., Guðni Hjörleifsson með 1. eink., Jón Ámasort með 2. betri eink. og Karl Magnússon með 2. betri eink. — Efnafræðispróf lækna- deildarinnar hafa tekið Jófríður Zoega og Friðrik Björnsson, bæði með góðri 1. eink. Stefán Guðjohnsen verzlunar- stjóri á Húsavík hefir nú keypt verzlun örum & Wulffs á Húsa- vík, sem hann hefir veitt for- stöðu, með húsum öllum, útibú- um og öllu tilheyrandi. Tíðin er umhleypingasöm og köld. Látið illa yfir grassprettu hér austur um sveitimar. Sjáv- arafli góður. “Gullfoss” kom frá New York aðfaranóttina 2. júlí og fer aft- ur 6. júlí. —“Lagarfoss” er fyrir nokkru farinn frá Halifax á vest- urleið. — “Borg fór héðan norð- ur um land 2. júlí. — “Sterling” fer í strandferð 7. júH. Sambandsnefndin byrjar fundi sína kl. 10 að morgni. Skrifarar íslenzku nefndarinnar eru þeir Gísli fsleifsson aðstoðarmaður í 3. skrifstofu stjómarráðsins og porsteinn porsteinsson hagstof u- stjóri. Skrifarar dönsku nefnd- arinnar, þeir lögfræðingarnir Funder og Magnús Jónsson, hafa fengið herbergi hjá Jóni porláks syni verkfræðingi. Lík frú Ragnhildar Bjama- dóttur kom hingað með Sterling að norðan 1. júlí og var það jarð- sett hér í dag. Séra Magnús Jóns- son flutti húskveðju á heimili Björns sonar hennar, í húsi Ind- iða Einarssonar skrifstofustjóra en Bjarai Jónsson ræðu í dóm- kirkjunni. Guðm. Friðjónsson skáld var á samkomu við pjórsábrú 29. júní, boðinn þangað, og flutti þar tvær ræður. Fór á bíl austur og kom aftur næstu nótt. Hér flutti hann nýjan fyrirlestur áð- ur en hann fór austur, fyrir troð- fullu húsi. íslenzkir stúdentar í Khöfn ’héldu Finni Jónssyni prófessor heiðurssamsæti á sextugsafmæU hans, 1. júní síðastl. Voru í því um 60 manns. 20. ára stúdentar mintust af- mælis síns með samkomu á ping- völlum 30. júní. Meðal þeirra er Magnús Jónsson lögfræðingur skrifari dönsku samninganefnd- armannanna, læknarair Matth. Einarsson og porv. Pálsson, Sig- fús Einarsson tónskáld, Einar Jónasson lögfræðingur, Bjarai |Jónsson bankastjóri á Akureyri o. fl. , 25 ára stúdentar eru í vor Ben. p. Gröndal bæjarfógetaskrifari, séra Fr. Friðriksson, Kn. Zimsen borgarstjóri, Jón Hermannsson lögreglustjóri, Ing. Jónsson verzl unarm., Magnús Ambjamarson lögfr., Sig. Magnússon læknir, auk ýmsra, sem fjarlægir eru. Einn er, að því er frézt hefir, í‘ Rauða kross-iliði bandamanna á vesturvígstöðvunum, Kristján Sigurðsson læknir, áður ritstjóri “Lögbergs” í Winnipeg. pilskipin sem inn hafa komið nú nýlega, hafa haft þennan afla Sigríður 22 þús. Hafsteinn 20, Helgi 141/2, Kristján 17, Seagulí 16]/2, Sæborg 12 og Sigurfari 11. Véiabátur fórst nýlega frá Böggvistöðum í Svarfaðardal. Var að koma að hlaðinn fiski og með 200 þorska á seil. En báts- menn sofnuðu allir á leiðinni og óð báturinn áfram stjómlaust til lands og rakst á sker undan Hvanndalabjörgum. par sökk hann, en mennimir komust upp á skerið og sátu þar 9 kl.tíma. pá var þeim bjargað á þilskip frá Akureyri. Úr Norðurlandi. Ræktunar- félagsfundur var haldinn á Skinnastað í Axarfirði og stóð yfir 231. og 22. júní. Að honum loknum var héraðssamkoma haldin að Ásbyrgi. — Á kvenna- fundi, sem nýlega var haldinn á Akureyri, var m. a. rætt um að koma upp hæli fyrir berklaveikt fólk í Eyjafirðinum einhverstað- ar. — 23. júní var opnuð iðnaðar- sýning fyrir Norðurland á Akur- eyri undir stjóra porkels porkels sonar kennara 0. fl. — Aflabrögð eru nú góð norðanlands. Ritstjóri “Eimreiðarinnar” verður framvegis Magnús Jóns- son guðfræðisdocent við háskól- ann. Mannalát. Nýlega er dáin frú Guðrún ólafsdóttir, kona séra Björas Stefánssonar á Bergstöð- um í Húnavatnss. dóttir ólafs prófasts ólafssonar í Hjarðar- iholti, að eins 27 ára gömul, og lætur hún eftir sig 4 böm. — í Kúðafljóti druknaði nýlega Ein- ar Bergsson, bóndi á Mýrum í Álftaveri. — Nýdáinn er Frið- geir Guðmundsson skipstjóri á ísafirði. — Hér í bænum andað- ist 30 júní frú Guðrún ögmunds- dóttir, móðir Jóns Sigurðssonar járnsmiðs, hálf níræð að aldri.— Dáinn er á Eyrarbakka 27. júní Guðjón ólafsson sparisjóðsgjald- keri, nær hálfsjötugur að aldri. — 25. júní andaðist hér á Landa- kotsspítala, úr krabbameini, Ein- ar Einarsson trésmiður, um sextugrt- —Lögrétta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.