Lögberg - 25.07.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1918
3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
J7RIÐJI KAFLI.
“Eg sá leikfangi'ð, þegar eg fyrir fáeinum
mínútum síðan gekk fram hjá búðinni, og mér
datt í hug að það mundi gleðja hann að fá það”,
svaraði Carlton. “Þessi vesalings veiku börn
hafa sínar saklausu ánægjur, þegar hægt er að
útvega þeim þær. Vertu sæll, hr. Georg”.
Ekkjan fylgdi honum út úr garðinum.
Máske hinn ástríki hreimur, er sumum hinni síð-
asttöldu orða fylgdi, hafi vakið hræðslu hennar.
“Hafið þér nokkuð vondan grun um hann, hr.?”
hvíslaði hún. “Ætli honum geti ekki batnað?”
“Eg skal gera alt sem eg get til að gera
hann heilbrigðan” svaraði Carlton. “Eg get
enn ekki látið neina skoðun í ljósi, hvorki með
eða móti”.
Hann þrýsti hendi hennar og gekk burt.
Hr. Carlton var alúðlegur við alla sjúklinga
sína, hverrar stéttar sem þeir voru, jafn köld og
ómóttækileg sem framkoma hans annars var. En
hefði Carlton snúið andlitinu í stað baksins að
brautinni, meðan hann talaði við konuna, þá
hefði hann séð kvenmann ganga fram hjá, án
efa sér til undrunar, því það var hans eigin kona
Hann hefði þó máske ekki furðað sig meira
en hún, þegar hún sá hann þarna. Hún gekk
framhjá húsinu, í hvaða tilgangi vissi hún bezt
sjálf, og hún leit á mjóa stiginn sem lá heim að
því. Hún hafði vonað að fá að sjá litla dreng-
inn, en í stað hans sá hún manninn sinn, sem
þrýsti hendi móður drengsins. Laura Carlton,
sem skammaðist sín, alveg eins og einhver okk-
ar hefði gert, sem skyndilega er komið á óvart
við eitthvert óheiðarlegt starf, þaut af stað og
fól sig við girðinguna, þar sem hún beygðist inn
á við.
Hefði Carlton verið á leiðinni til annars
sjúklings, sem heima átti ofar í brekkunni, þá
hefði hann hlotið að sjá han$; en hann sneri sér
að South Wennock, og gekk hröðum fetum burt.
Lafði Laura kom út úr felustað sínum. Hún
var blóðrjóð í framan og slagæðarnar slóu hart,
ekki einggöngu vega uppgötvaninnar, sem hún
slapp við; það var önnur tilfinning með í leikn-
um. Samvizkan, þegar hún er vond, gerir okk-
ur að heiglum —sorglegum, vesölum, heimsku-
legum heiglum. Það hefði verið mjög auðvelt
fyrir Lauru, ef maður hennar hefði séð hana, að
gera einmitt það, sem hún ekki gerði, og ekkert
annað — að taka sér göngu á hendur eftir Blis-
ter Lane. Til þess hafði hún fulla heimild eins
og allir aðrir. Það var svalur og skuggaríkur
vegur, þar sem mjög þægilegt var að ganga,
nema á eftir nýafstöðnu regni, því þá náði
bleytan upp fyrir öklana. Og Laura Carlton,
mátti maður álíta, mundi fremur öðrum hafa á-
nægju af af ganga þar, sökum fyrverandi við-
burða; því hafði það ekki verið skýli heírnar eitt
kvöld fyrir löngu síðan, þegar hún hafði læðst
út til að mæta honum, sem nú var maður hennar
Þegar Carlton var kominn í hvarf, sneri
Laura við og gekk til baka aftur. Á neðstu
þverriminni í hliðhurðinni stóð drengurinn, með
nýja leikfangið í vinstri hendi. Hann var kom-
inn út til að horfa á eftir velgerðarmanni sín-
um, Carlton lækni. Móðir hans var farin inn
aftur. Laura nam staðar. Hún horfði á hann
í fullar tvær mínútur án þess að tala eitt orð, og
drengurinn, aem alls ekki var feiminn, eins og
sumum börnum er hætt við að vera, horfði á
hana í staðinn.
“Hvað heitir þú, drengur minn?” spurði
Laura.
“Lewis”.
“Hvað heitir mamma þín?”
“Smith”.
“Er það móður þín — sú — sú — persóna
sem var hér fyrir mínútu síðan?”
“ Já”, svaraði drengurinn.
Skugga brá fyrir í andliti Lauru. “Hve
marga bræður og hve margar systur átt þú?”.
“Enga. Eg er einn. Eg átti lítinn bróður,
en mamma segir að hann hafi dáið áður en eg
fæddist”.
Nú varð löng þögn. Það var sem Laura
gleypti barpið með augunum. “Hvar er faðir
þinn?” sagði hiín aftur.
“Hann er dáinn”.
Einmitt það”, sagði Laura háðslega. “Það
er líklega af þeirri ástæðu að móðir þín er klædd
ekkjubúningi”.
Drengurinn svaraði engu. Hann hefir lík-
lega ekki skilið hana. Laura stakk hendinni í
gegnum hliðhurðina og strauk ljósa hárið frá
enni hans. Hann rétti fram hendina til að sýna
henni leikfangið.
“ Já, það er falllegt”, sagði hún kæruleysis-
Iega. En á sama augnabliki datt henni í hug, að
hún hefði séð það eða ánnað líkt því, í gluggan-
um á leikfangabúðinni rétt hjá heimili þeirra.
‘ ‘ Hver hefir gefið þér þetta ? ’ ’ sagði hún aftur.
“Hr. Carlton, hann kom með' það rétt
núna”.
Eldingum brá fyrir í augum Lauru. Dreng-
urinn lét dátann fara að slá bumbuna.
“Hann á að slá bumbuna, þegar hinir eru
að skylmast”, sagði hann og l'eit upp. “Það
sagði hr. Carlton”. ....
“Hverjir aðrir?”
“Dátarnir mínir. Þeir eru nú geymdir í
kommóðunni hennar mömmu minnar”.
“Og Carlton hefir gefið þér þetta, er það
ekki?” endurtók Laura mjög gremjulega.
“Hann kom nýlega með það, er það ekki?”
“Jú, var það ekki vel gert af lionum”,
svaraði baruið, sem hugsaði meira um leikfang-
ið en um spurninguna. “Sko, hvernig hann
slær bumbuna. Mamma segir —”
“Lewis. Dettur þér í hug að vera þarna í
alla nótt? Komdu strax og Ijúktu við kveldmat-
inn þinn”.
Það var rödd frú Smiths, sem úr húsdyrun-
nm ómaði til þeirra og truflaði þau. Laura
Carlton hrökk við, eins og hún hefði orðið fyrir
eldingu, og gekk af stað í áttina til South
Wennock.
VII. KAPÍTULI.
Hr. og lafði Laura heima.
Lafði Laura Carlton stóð í viðtalsstofu
sinni, tilbúin að setjast við dagverðarborðið.
Eftir að hafa lfraðað sér heim frá húsi Tuppers,
sem um er getið í næsta kapítula á undan, þar
sem hún sá Carlton og talaði við litla drenginn
á eftir, gerði hún ofurlitla breytingu á búningi
sínum og gekk svo ofan. Þær fáu mínútur sem
til þess gengu að skifta um klæðnað, varð
þerna hennar vör við að hún var skapill, en það
var nú ekki nýtt. Þegar hún kom inn í borð-
salinn, hringdi hún bjöllunni hörkulega.
“Hvar er hr. Carlton?”
“Hann er ekki kominn heim, lafði”.
Reiðin sauð í lafði Lauru Carlton. Hjá
litla drengnum í húsi Tuppers, áleit hún sig hafa
séð mikla líkingu manns síns, mjög markverða
líkingu, og leyfði sér að draga af því þær álykt-
anir, sem voru fremur eðlilegar en þægilegar.
Hún endurkallaði í huga sinn með óþarfri
beiskju umliðinn grun um ótrygð Carltons, sem
hvort hann hafði við nokkuð að styðjast eða
ekki, hún hafði alið í huga sínum. Hún mundi
eftir svardaga hans um trúnað sinn kveldið áður
og að hún hélt þá að hann talaði sannleika, en
nú hélt lafði Laura að hann hefði tælt sig, og
ásakaði sig fyrir að hafa trúað honum, og stapp-
aði fætinum á gólfið æst af reiði.
Sökum afbrýðis reiði sinnar, misti hún
sjónar á því sennilega. Áköf reiði gagnvart kon-
unni í Tuppers húsi festi rætur í huga hennar,
svo ekkert annað komst þar að. Hvað gerði það
að konan var orsökin? að hún hafði hörkulega
andlitsdrætti, var alt annað en aðlaðandi og alls
ekki af heldra tagi? Þó hún hefði verið jafn
ljót og kengurú (stökkdýr), þá gerði það engan
mismun fyrir Lauru, eins og skapsmunir henn-
ar voru á þessu augnabliki.
Fyrri hluta dagsins, þegar hún gekk fram
hjá húsinu með Jönu, og sá hve drengurinn var
líkur manni sínum, eða hélt sig sjá það, vakti
það að eins efa í huga hennar, einskonar óþægi-
leg vandræði. En efinn fór vaxandi í huga henn-
ar og festi þar rætur sem vissa, eftir því sem á
daginn leið, svo hún neyddist til að fara þangað
aftur, því hún hafði engan frið fyrir afbrýðinni.
Á óhentugra augnabliki gat hún ekki hafa kom-
ið þangað, því það sem hún sá, fullkomnaði vissu
hennar.
Hún settist við dagverðarborðið, naumast
fær um að dylja geðshræringu sína, til þess ein-
göngu að reyna að sigra æsinguna sem logaði í
huga hennar. Það var ekki óvanalegt fyrir hana
að sitja eina við borðið; starf Carltons bannaði
honum að vera heima á ákveðnum stundum til
að neyta matar. Þjónninn, sem aðstoðaði við
matarneyzluna, sá að lafðin var ekki í góðu
skapi, en það kom honum auðvitað ekki við.
Hann hélt ef til vill, að þetta væri að kenna
fjarveru húsbóndans.
Carlton flýtti sér í raun og veru heim, þeg-
a^r hann var búinn að vitja frú Knagg, eftir að
hánn yfirgaf Tuppers húsið, þar sem hann hafði
gefið drengnum leikfangið. Það var í raun
réttri ekki búist við honum aftur, og hjúkrunar-
konan Pepperfly varð í meira lagi stóreygð
þegar hún sá hann koma inn. Hann var að eins
kominn inn um leið og hann gekk fram hjá, til
að sjá hvort alt væri eins og það ætti að vera,
sagði hann við frú Pepperfly, sem áleit hann
vera mjög umhyggjusaman og samvizkuheil-
brigðan. Þegar hann var búinn ^ð dvelja fáein-
ar mínútur, benti hann henni að koma með sér
iit úr herberginu, og spurði hana um ýmislegt
viðvíkjandi meðferð hennar á veiku konunnni,
og leiddi svo samtalið eins og ósjálfrátt að til-
viljaninni í Tuppers húsinu — hinu veika kné
litla drengsins.
“Það er líklega enginn skortur á efnum”,
sagði hann blátt áfram. “Litli drengurinn þarf
að fá hina kjarna beztu fæðu”.
“Það fær hann líka”, svaraði frú Pepperfly
“Eg hefi aldrei séð neina móður jafn umhyggju-
sama og blíða við barn sitt, þótt hún sé dálítið
ruddaleg í framkomu. Ef hann gæti borðað gull
þá mundi hún gefa honum það. Að því er pen-
inga snertir, hr., þá er enginn skortur á þeim;
hún virðist hafa nóg af þeim”.
“Hafið þér enga hugmynd um, hver hún
er?”
“Jú, hr., manni dettur stundum ýmislegt
ósjálfrátt í hug, án þess að maður hafi verið að
hugsa um það”, svaraði frú Pepperfly. “Eg
held að hún sé sú kona, sem sótti barnið hennar
frú Crane, og fór með það frá South Wennock,
enda þótt eg geti ekki fullyrt að eg þekki
hana aftur”.
“Það getur vel verið”, sagði Carlton.
“Munið þér eftir því að þegja um þetta, frú
I’epperfly”, sagði hann um leið og hann fór.
“Þér megið óhultur treysta mér”, svaraði
frúin.
Og Carlton, sem vissi að kl. var sjö, flýtti
sér heim og fann konu sína við borðið.
“Ertu þú byrjuð, Laura. Ó, það er alveg
rétt, eg tafðist”.
Lafði Laura svaraði engu, og Carlton sett-
ist. Hún gaf þjóninum bendingu um að færa
manni sínum fiskinn. Carlton horfði á matinn
sinn í nokkrar mínútur án þess að neyta hans,
• og sendi svo diskinn sinn burt, og þannig virt-
ist hann að haga sér á meðan á snæðingi stóð
yfir; hann neytti næstum einskis. Lafði Laura
sá þetta, en sagði ekkert.»Hún var raunar, eins
og fólk er vant að kalla það, ekki vel fyrirkölluð.
og þegar hún loksins talaði, var það að eins með
einstökum orðum eða stuttum setningum.
“Ætlar þú að fara út í kveld, Laura?”
spurði Carlton.
“Nei”.
“Eg hélt þú ætlaðir til Newberrys?”
“Eg fer ekki þangað”.
Hann þagnaði. Hann tók eftir því eins og
þjónninn, að hún var í slæmu skapi. Hún talaði
ekki eitt orð eftir þetta fyr en búið var að taka
af borðinu, eftirmaturinn fenginn þeim og
þjónninn farinn. Carlton helti víni í tvö glös
og rétti Lauru annað, hún þakkaði ekki og tók
ekki á móti því.
“Á eg að gefa þér nokkrar vínþrúgur, góða
mín ? ’ ’
“Góða þín!” endurtók hún með háðslegri
rödd. ‘ ‘ Hvernig vogar þú að svívirða mig með
því, að kalla mig góðu þína? Farðu til hinna
góðu stúlknanna þinna, hr. Carlton, og láttu mig
í friði. Það er kominn tími til þess”.
Hann leit upp alveg hissa yfir þessum orð-
um; sjálfur áleit hann sig saklausan af allri
móðgun, og gat því ekki skilið hana.
“Laura! Hvað gengur að þér?”
“Það veizt þú”, svaraði hún, “samvizka
þín segir þér það. Hvernig getur þú fengið þig
til að svívirða mig þannig, hr, Carlton?”
“Eg hefi ekki svívirt þig. Hvað hefir gert
þig illa í skapi?”
“ Ó, sá heimskingi sem eg hefi verið ’ ’, kvein-
aði hún átakanlega, “að yfirgefa þín vegna
heimili föður míns. Hvert er endurgjald mitt
fyrir það ? Faðir minn hefir gert mig arflausa,
fjölskvlda mín hefir y firgefið mig; og hvaða
endurgjald hefi eg fengið hjá þér?”
“Laura, eg fullvissa þig um það, að eg veit
ekki hvað hefir orsakað þetta. Ef þú hefir eitt-
hvað út á mig að setja, þá segðu það blátt á-
fram”.
“Þú veizt það”, endurtók hún. “ó, það er
skammarlegt að breyta þannig við mig og gera
mér svívirðingu — dóttur jarls”.
“Þú hlýtur að vera orðin brjáluð”, sagði
Carlton, að hálfu leyti efandi um það, hvort það
hvort það væri nú ekki tilfellið. “Hvaða sví-
\úrðingu hefi eg gert þér?”
“Smánaðu mig ekki lengur! Reyndu ekki
að verja þig! ’ ’ sagði Laura beiskjulega — hún
var næstum frávita af reiði. “Hugsaðu heldur
um sjálfan þig, um hegðan þína. Slíkur ólifnað-
ur af giftum manni orsakar konunni svívirðing
og auðmýkt; liann bakar henni almennings fyr-
irlitlegu meðaumkun”.
“Svei”, sagði Carlton, sem nú varð gram-
ur í skapi, því þetta var að eins endurtekning á
fyrverandi ásökunum. ‘ ‘ Eg hélt að þessar hetju
sögur, þetta rifrildi væri afstaðið. Mundu eftir
því, sem þú sagðir í gærkveldi. Hver er nú á-
stæðan til þess, að þú byrjar á ný?”
“Þú spyrð mig, en spurðu sjálfan þig, hr.
Carlton. Þú veizt það ofur vel”.
“Nei, það veit sá sem alt veit, að eg veit það
ekki. Eg hefi ekki meiri hugmynd mn meiningu
þína en þetta”. Hann lyfti vínglasinu sínu um
leið og hann talaði, og setti það svo hörkulega
niður á borðið aftur að það brotnaði, og brotin
breiddust út um borðið.
Þetta reiðikast gerði Lauru hálf hrædda.
Geðslag Carltons var jafn rólegt og andlit hans,
og hún hafði aldrei áður verið vitni að slíku
reiðikasti hjá honum. Hann varð máske sjálfur
hálf hissa. En hugur hans var fullur af kvíða
þegar hann gekk heim, og þessi óvænta árás var
meira, heldur en hann gat tekið með þolinmæði.
“Ef þú vilt að eg skilji þig, Laura, svo að
eg geti svarað þér, þá verður þú að skýra ná-
kvæmar frá meiningu þinni”, sagði hann, um
leið og hann talaði aftur rólega.
Varir lafði Lauru skulfu, og hún beygði sig
yfir borðið, um leið og hún talaði hægt og hvísl-
andi, eins og hið óánægjulega efni verðskuldaði.
“í húsi Tuppers á Bakkanum, býr kona á-
samt ungu barni. Það barn er þitt”.
Einkennileg breyting, sem líklega hefir or-
sakast af því, hve óvænt ásökunin kom, ef til vill
af gremju, leið yfir andlit Cárltons. Andlit hans
varð náfölt og varirnar krít-hvítar. Laura tók
eftir þessu.
“Þetta hitti, er það ekki?” sagði hún í háðs-
legum róm. “Eg vissi að samvizka þín mundi
ásaka þig. Hvað hefi eg gert, spyr eg, til þess,
að þessi svívirðilega kona skuli koma hingað og
smána mig? Gazt þú ekki látið hana vera kyrra
þar sem hún kom frá? Þurftir þú endilega að
láta hana koma hingað til að sýna mér hana?”
Carlton þurkaði svitann afandliti sínu og
jafnaði sig; því hann virtist ekki vera með öllu
viti. Ilann horfði á konu sína með hinni mestu
undrun.
Gruna þessa konu fyrir — þú ert heimsk-
ingi Laura, ef þú ert ekki brjáluð. Eg bið af
sökunar, en þú ert annað tveggja. Þangað til í
dag, þegar eg var beðin að líta eftir barninu,
var konan mér algerlega ókunnug. ó hún lítur
út fyrir að vera nógu gömul til þess aðvera móð-
ir mín. Hvernig hugsar þú?”
Lafði Laura hugsaði um margt, sem ekki
var viðfeldið. Auk þessa talaði maður hennarN
svo alvarlega og var svo áhrifamikill, að hún
varð næstum orðlaus, þrátt fyrir reiði sína.
“Það rekur líklega að því bráðlega, að eg
má ekki líta eftir sjúkling, sem eg er beðinn að
athuga”, sagði hann svo hörkulega. “Þú talar
um svívirðingu Laura, en eg held að það sé ekki
eg, sem verð að finna til hennar. Eg veit ekkert
um konuna né hennar barn. Eg lýsi því hátíð-
lega yfir, að þangað til í gærkveldi vissi eg ekki
að búið væri í húsi Tuppers, eða að fólkið þar
væri til.
‘ ‘ Hver beiddi þig að fara þangað ? ’ ’ spurði
kona hans, án þess að svipur hennar eða rödd
yrði blíðari.
Areiðanlegustu Eldspítumar 1 heimi
og um leið þær ódýrustu eru
EDDY’S “SILENT 506”
AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að
eldspítan slokknar strax og slökt er á henni.
ÓDÝRASTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en
aðrar eldspítur á markaðinum.
Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka
þín mælir með því að þú kaupir EDDYS
ELDSPÍTUR
Hogir.’ ,UI1 LODSKINN
Ef þú úslur eftir fljótrí sfgreiðslu og hsesta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið
Frank Massin, Brandon, Man.
Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum.
| Ull, Gœrur og Seneca Rœtur |
Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og imáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax.
R s. ROBINSON W I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE og 9 150-2 PACIFIC AVE. East M AN.
ÁSKORUN
til
Vinnufœrra Kvenna.
Með hinum aukna ekrufjölda, sem sáð hefir verið í,
og hinn óvanalega skort, vinnukvenna á bændabýlum,
hefir fylkið að ráða fram úr alvarlegum örðugleikum í
því að útvega
KVENN-VINNUKRAFTA.
Bænda eða borgaheimili, sem hafa, yfirfljótanlegt af
dætrum eða vinnustúlkum, ættu að brýna fyrir slíkum
persónum, að skifta sér niður til vinnu á bændabýlunum,
þar sem vinnukrafturinn er minstur.
1 ár verður að flýta fyrir uppskerunni, þreskingu og
flutningum. Til þess að svo verði, verða fleiri karlmenn
fengnir til aðstoðar bændum, heldur en að undanförnu.
Og slíkur mannfjöldi hlýtur að auka mjög á
STÖRF KVENNA,
sem þó höfðu áður víða ofmikið að gera. Það er því
bráðnauðsynlegt, að konur og stúlkur bjóði sig fram
sjálfviljuglega til þess að vinna á búgörðum, um mesta
anna tímann.
Og yfir höfuð verður hver vinnufær maður og hver
vinnufær kona, að fara út í bændavinnu í þetta sinn, og
hjálpa til.
Það fólk, sem ekki hefir enn þá ákveðna staði í hug-
anum, ætti að skrifa hið allra fyrsta til
THE BUREAU OF LABOR.
Department of Agrieulture.
Regina, Sask.
LOÖSKINN Bœndur, Veiðimennn og Verslnnarmenn BOÐSKINN
A. & E. PIERCE & CO.
(Mestn skinnakaupmenn £ Canadn)
218 PACIFIC AVENUE...........WINNIPEG, MAN.
Hu-sta verð borgað fyrir Gsrror Húðir, Senecs rœtnr.
SENDIÐ OSS SKINNAVÖRC YÐAR.
pér ættuð að láta
oss fullnægja þörf-
um yðar í karla og
kvenna skófatnaði
Fyrir kvennf ólk:
Hients og Pumps.
Fyrir karlmenn:
Ágætis S t a p 1 e
Boots, til hvers
dags notkunar.
Einkaorð vor er
Góðar vömr
Skrifið eftir vorri nýju verðskrá og sendið oss pantanir til
reynslu.
Góð afgreiðsla—Góð vara—Gott lag og gott verð, eru leynd-
ardómamir, sem Ihafa gjört verzlun vora svona vinsæla.
THOMAS RYAN & CO', Limited
Winnipeg Heildsölu skóverzlun. Manitoba
AUGLÝSIÐ í LÖGBERGI.